19.5.04

Aldeilis illa tóneruð sveif ég um á átta hjólum í gær. Hefði ég birst fólki svona stuttu eftir landnámið, væri til lýsing á goðsagnaveru sem svipar mikið til mín. Lýsingin væri líklega orðin svolítið bjöguð eftir að hafa gengið manna á milli í svona eins og tíu hundruð ár.
Það kom einmitt fyrir vin minn hann Faxa skrýtna, gráa hestinn sem var svo óheppinn að fæðast með hófa sem snéru í vitlausa átt. Hann sagði mér yfir próteinshake að hann hafi aldrei búið í vötnum eða ám og væri virkilega sár yfir þessum kjaftasögum. Aldrei hafði hann heldur reynt að draga fólk í vota gröf. Þessa síðustu og verstu tíma var hann farinn að taka þetta svo nærri sér að hann var algjörlega hættur að koma nálægt vatni yfir höfuð. Þegar hann kom þangað í frásögninni var nú þegar liðið yfir mig sökum sterkrar líkamslyktar Faxa.
Aumingja Faxi er nú dæmdur til að ráfa um heiðar Íslandsins góða aleinn. Fólk sem þekkir sögurnar forðast hann... og fólk sem þekkir þær ekki, helst ekki með meðvitund nægilega lengi til þess að kynnast honum. Þetta er erfitt líf!

Engin ummæli: