18.5.04

Ááááá-afhverju??
Skrambinn hvað ég rak litlu kúluna sem skagar út úr löppinni á mér fast í áðan. Þetta var fyrir svona.. tja.. fjörutíu mínútum og ég er ennþá við það að hringja á sjúkra.
Nú vaknar upp sú spurning af hverju í djéspatanum fólk er með þessa viðbjóðslegu kúlu, rétt fyrir ofan öklann. Eina gagnið sem hún virðist gera er að minna fólk á að það sé dauðlegt, þegar það rekur kvikyndið í. Ég efast samt um það að ef það væri ekki fyrir tilvist þessarar kúlu að fólk myndi fara í teygjustökk án teygju og halda að það muni lifa af.
Annars er manneskjan full af hálf pointless líkamshlutum. Sjáið t.d. eyrnasnepilinn. Hann gerir ekkert annað en að passa stundum eyrnalokka. Eða litlu tánna! Hún gerir barasta ekki neitt nema að vera lítil. Allavega er mín ósköp smá.

Engin ummæli: