28.5.04

7250i
Heima liggur nýji síminn minn og malar. 16 klst fyrsta hleðsla er nóg til að gera hvern sem er geðveikan af bið. Ég hlakka rosalega til þess að hitta hann og fikta í honum.

Ég gerðist svo gáfuð að googla vel og lengi customer review á öllum þeim símum sem í boði voru og á budget (setti mörk á 25.000 kall. Þessi sími rétt slapp). Eftir mikið skoð var ég komin niður í tvo síma. Annar nokia og hinn ericsson. Í síðustu umferðinni drullaði ericsson síminn algjörlega á sig. Nokia gaurinn átti hinsvegar góðan endasprett.

Ég endaði þetta allt saman á því að tala við fólk sem átti svona síma og hafði átt í einhvern tíma. Allir voru yfir sig ánægðir. Ég sem sagt keypti ANNAN nokia síma (I never learn).
Þessi er allavegana með myndavél og einhverju veseni.. þannig að það er aldrei að vita að ég komi á fót gsmbloggi (jább.. það heitir blogg, ekki pósk. Væri á gsmblogg.is sko).

Hey og já. Ég þarf að segja ykkur frá því hvað ég var sniðug (fann þetta út alveg sjálf)! Ef þið kaupið síma á raðgreiðslu (splittið greiðslunum bara upp í 2 mánuði á euro eða visa), þá fáið þið eitt ár aukalega í ábyrgð og það kostar bara c.a. 1500 kalli meira.

Engin ummæli: