29.4.04

Ég hef haft þá hefð að búa til í huganum á mér drykkjuleiki fyrir hin ýmsu tilefni, einungis til að skemmta sjálfri mér. Prufið þetta og þið verðið aldrei edrú aftur...
Drekkið þegar...
...Kári Stefáns segir "fyrirtæki"
...vinstri grænir eru hneykslaðir og á móti einhverju
...King of Queens er auglýst á skjá einum
...Ísland í dag kellingin talar með fullan munninn
...Felix Bergson segir vondan brandara
...Erna G er ekki í fötum
...Fjölnir eignast nýja kærustu og mætir í Séð og Heyrt
...íþróttafréttamenn tala vonda íslensku
...þið sjáið veggjakrot í Reykjavík og haldið að einhverstaðar sé einhver fáviti sem heldur að hann sé geðveikur rebel að skemma annara manna eigur, en þætti ekkert sniðugt ef einhver myndi ráðast inn í herbergið hans og rispa hip-hop diskana hans..
...ykkur finnst fegurðardrottningar án málningar ekkert sætar
...þið sjáið selfossaða Impressu
...DV er með fáránlega forsíðufrétt
...þið sjáið kvenfólk í viðbjóðslegum fötum sem teljast vera í tísku
...ég tuða yfir harðsperrum
...nornirnar tuða yfir karlmönnum
...Einar tuðar yfir fólki á hjólum á götunni
...Palli tuðar yfir því að ég nenni ekki í sund
...vestfirðingar tuða

dettur ekki meira í hug í bili... Nema..
Fyrir ykkur sem eruð í gervigreind.... Drekkið þegar hann segir "okay"!!!

Endilega komið með fleiri hugmyndir ;o)

Engin ummæli: