29.2.04

Syndugar hendur mínar hafa tekið stóran chunck af því diskaplássi sem ég hafði áður leyst fyrir gentoo og installerað MSSQL server 2000 þangað. Ég bjó til gagnagrunn sem ég lovingly skýrði TOTO. Eins og í Tótó anæjöleisjön! Hann mun leika lykilhlutverk fyrir hópinn minn í skilaverkefni 3 í afköstum gagnasafnskerfa, en sál mín mun brenna í helvíti um aldur og æfi..
Reyndar neyðist ég til þess að gulltryggja vítislogunum tilvist mína með því að segjast kunna bara ágætlega að meta MSSQL.. Svo er einstaklings útgáfan líka ókeypis... svona eins og fyrsta línan af kókaíni kannski??
I am your godess. BOW TO ME!!
Einhvera hluta vegna virðist aldrei vera neitt annað í boði á laugardagsnóttum en að djamma eða horfa á video. Þar sem ég var í stuði fyrir hvorugt er ég núna stödd heima hjá Einari (latína; Abstractus Codus) og við erum að gera okkur líkleg til þess að spila Black and White í gegnum local area network... Ég er tilbúin. Guðinn minn heitir Ne'fri'titi og hefur grimmilega eðlu sem mikilfenglegt tákn sitt. Guðinn og tákn hans munu magna upp meiri ótta í brjósti dauðlegra, tölvugerðra manna en nokkurn hefði órað fyrir! Þeir SKULU gera það sem ég býð þeim, ellegar biðja um vægð og skjótan, nýrnabaunalausan dauðdaga!

27.2.04

Ég þoli ekki stelpur sem eru of sætar til að hafa búið sér til persónuleika. Hafa alltaf bara fengið það sem þær hafa viljað hverju sinni upp í hendurnar á sér án þess að vera sérstaklega skemmtilegar eða charming. Varð vitni að einu svona pjásu in action í gær.
Hún: [insert nafn á strák] Koddaeiðns og hjálpaðu mér!
Hann: Ég er aðeins að klára hérna fyrst hjá mér
Hún: *mjög móðguð í röddinni* Öh.. ég ætlaði bara að spyrja um SMÁ hlut sko..
Hann: *stendur upp og hröklast til hennar* Já fyrirgefðu? Hvað varstu að spá?
Hún: *ekki einu sinni þakklát* Já.. sjáðu þetta hérna............
Wake up and smell the sheep!
Ég er að fara í sumargústaf!! [hérna hætti ég að skrifa í smá stund því að ég var að fagna svo voðalega mikið. Svo gleymdi ég að ég hafði verið að skrifa pósk. Fór að pissa. Labbaði smá um nakin. Skoðaði bumbuna á mér í speglinum og kvæsti á hana. Byrjaði að pakka og þá mundi ég að það var kveikt á blogger ferlíkinu og kom aftur]. Það er fátt sem ég kann eins vel að meta eins og að borða grillaðar lambalundir og drekka rauðvín með... dýfa mér í heitan pott með bjór í gleri í hönd og horfa á stjörnurnar... Jappla svo smá á nammilandsnammi og spila sumarbústaðarspil..
Jæja.. ætli ég verði ekki að halda uppteknum hætti;
50 first dates
2 og hálft stig af 5, því hún var alveg lala, ekkert vond og ekkert brill... og 2 boltar. Annar boltinn er fyrir minna væminn Sandler endi en áður og hinn fyrir að láta mig næstum frussa kóki á gaurinn fyrir framan mig á einum tímapunkti..
Af hverju ætli ég sé ennþá, eftir rúm 22 ár, hissa yfir því hvað fólk getur verið siðblint og illgjarnt? Einhvern veginn langar manni alltaf til þess að trúa á það góða í mannfólkinu en stundum virðist það bara ekki einu sinni vera til staðar. Mikið vildi ég óska að það væri viss siðblindumælir sem væri festur utan á fólk.. og ef hann færi yfir ákveðið mark fengi maður veiðileifi á það.

Ég ætla ekki að fara nánar út í þetta hér, enda tala ég ekki um mitt einkalíf hérna á póskinu, hvað þá einkalíf þeirra sem mér tengjast...
Sumt þarna er fökk krípí (takks til Elvars fyrir linkinn)
Ég er með undarlegt craving í kattamat. Hann er alltaf svo girnilegur í auglýsingunum.

26.2.04

Félagi Atlas var að við það að renna út. Mastercard mátti ekki til þess hugsa að ég kæmist undan þeirra illu álögum so þau sendu mér nýtt kort í hraðpósti. Evil always knows.
Er ég eitthvað skrýtin og geðveik fyrir að vera ekki heilluð af árshátíð sem kostar meiri pening en ég hef séð síðustu mánuði, er haldin í Smáralind, þar sem það verða kjúklingabringur í matinn, Simmi og Jói verða veislustjórar og Kalli Bjarni og Í Svörtum fötum verða að syngja fyrir dansi? Er ég að verða gömul eða er ég bara ekki nógu drukkinn ennþá til þess að vera FM?

Held ég skelli mér bara frekar á suddalegt djamm þann 5. mars. Auglýsi eftir djammfélögum!
Í kvöld ætlar Viska að bjóða mér í bíó. Mér finnst það asskoti rausnarlegt af þeim, svo ég hafði hugsað mér að taka boðinu. Ég má meira að segja bjóða einni manneskju með mér. Ég ætla að draga litla Pú í kvikmyndahúsið, því að hann gerði tilraun til þess að drepa mig í gær, líkamspart fyrir líkamspart (byrjaði á höndunum.. ávi) með hjálp lóða... Slík heiðursverk mega ekki vera óverðlaunuð!

25.2.04

Sæta mynd dagsins
Talandi um hórur..
....Ég fór í Smáralindina í dag (sá fullt af öskudagsklæddum börnum. Flestar af stelpunum voru klæddar sem gleðikonur held ég. Alveg í flennistuttum pilsum og í efnislitlum bolum. Nokkrar með kanínueyru. Ég hef hér með tekið þann pól í hæðina að verða ekki cool mom þegar ég eignast krakkakvikyndi. Ég myndi ALDREI hleypa 12 ára dóttur minni út í svona klæðnaði.. ) með Einari, sem fór til að kaupa sér gallabuxur.
Þegar hann var að fara að máta rétti hann mér tóma kókdós sem hann hafði verið að drekka úr. Ég tuðaði eitthvað yfir því að hann væri alltaf að rétta mér eitthvað drasl.
Eftir fyrstu mátunina kom pilturinn út og rétti mér gallabuxurnar sem hann hafði verið að prufa. Ég tók við þeim og kom til afgreiðslumannsins í sömu hreifingu, en hann stóð við hliðina á mér.
Afgreiðslugaurinn sá sig knúinn til þess að kommenta á þetta. Hann sagði að ef ég myndi ekki byrja að ala þetta úr honum strax, yrði ég föst með þetta það sem eftir væri og myndi enda með því að þurfa fara með honum á klósettið og tyggja fyrir hann matinn! Hmmm... Þetta gæti verið rétt hjá honum;
EINAR!! Ég mun ekki taka við ruslinu þínu framar!! *niðurbældur hlátur*
Í dag fékk ég eftirfarandi sms, sent í gegnum vef eh voddafuck?;
mátt kíkja á sali.strumpur.net og draga jafnvel alla sem þú þekkir þangað. Fann þig víst :)

Ég vissi ekki hvað málið var og ákvað að kíkja. Hver var þetta sem fann mig víst og hvað átti ég að draga vini mína út í?
Þegar ég opnaði síðuna kom í ljós að þetta er einhver lame ass könnun. Ég trúi því ekki að fólk sé svo langt leitt að það sé farið að spamma mig í gegnum sms!! *grump*. Til þess að mótmæla ákvað ég að taka ekki könnunina.. Sure showed him! Varið ykkur á reiði Óskimon!!
Í nokkur sekúndubrot var mér freistað til þess að bæta mér alls ókunnugri manneskju á msnið mitt í fyrsta sinnið. Ég les síðuna hennar mis-reglulega og hún virkar alltaf á mig sem highly intellectual manneskja sem hefur einstaklega skemmtilegan frásagnastíl. Í smá stund í ensomnia mókinu langaði mig að vita hvort hún væri svoleiðis í alvörunni líka....
Stundum fæ ég einhverja ólýsanlega þörf til þess að kynnast nýju, áhugaverðu fólki....... Maður fer að halda að ég sé mannblendinn andskotinn hafi það!

24.2.04

Mér líður eins og vondu sjóræningjunum á Svörtu Perlunni..
Ég vil þakka Alberti kóalabirni fyrir að hafa sprengidaginn bara einu sinni á ári. Ég drekk og drekk vatn, en það kemur ekki nálægt því að slökkva sárasta þorstann....
Nýjasta emotion táknmyndin er:
/ - { } - \
The essence of all that is cheap og flottasti marblettur sögunnar
1. Kafli
Síðast þegar ég fór að skemmta mér, fór ég samferða 3 karlmönnum í leigara niður í bæ. Einn hafði týnt debitkortinu sínu (og þá voru eftir 2... *söngl*) og millifærði á mig pening áður en við lögðum af stað. Ég borgaði leigarann og sagði að annar hvor hinna myndi svo bara splæsa á mig bjór seinna um kvöldið og þeir voru sáttir við það.
Bjórinn fékk ég. Hann var volgur heineken úr dós sem annar þeirra hafði smyglað inn á skemmtistaðinn og helt í lítið glas sem þeir fengu þegar þeir báðu um vatn á barnum...
Þeir voru reyndar ekki sammála því að vera cheap. Vildu meina að þeir væru nýtnir. *hósthóst*.
Út frá þessu fæðist regla nr. 27 (og jafnframt lengsta reglan til þessa); Ef þú býður mér upp á volgan heineken úr dós sem þú smyglaðir inn á skemmtistað, borinn fram í litlu glasi sem barþjónninn gaf þér þegar þú baðst um vatn, áskil ég mér rétt til þess að kalla þig cheap.

2. Kafli
Eins og áður hefur komið fram, hef ég misst metnaðinn fyrir því að vera sæt. Ég nennti ekkert að fara í einhver djammföt og svona og var því bara í sömu fötum og ég hafði verið fyrr um daginn og í flatbotna X-18 skóm. Ég lenti í því að einhver gaur í rosalegu múvi tók tvöfalt heljarstökk og lenti ofan á táslunni minni með sínum djöfulega hæl. Ég er ennþá með marblett, sem væri svo sem ekki í frásögu færandi, ef hann væri ekki alveg undir tánöglinni á vinstri feitutá. Það er alveg eins og ég sé með fjólublátt naglalakk og tónninn á því breytist á milli daga. Forking kúl! Spurning um að biðja gaurinn næst um að stompa hinar tærnar líka..
Teiknimyndasería dagsins
1. Ekkert smá erfitt að ala upp kisu
2. Eitthvað sem maður gæti lent í á almenningsklósetti
3. Burstið tennurnar...ANNARS!!"
4. Gullfiskadrama
5. Oj.. eins svekkjandi eins og þegar það vantar síðasta pússlið..
6. Einn fyrir Quake nördana..
7. Smá misskilningur..
8. Djöfullinn kemur í heimsókn
9. McDonalds
10. Ted er skýr

23.2.04

Hmmm... tók greindavísitölupróf og fékk mér til mikillar furðu bara 140. Tók eitthvað svona próf þegar ég var 16 og fékk 143 að mig minnir og ég var alveg pottþétt að þetta hefði bara farið upp síðan þá dognabbit!!

Your Intellectual Type is Visionary Philosopher. This means you are highly intelligent and have a powerful mix of skills and insight that can be applied in a variety of different ways. Like Plato, your exceptional math and verbal skills make you very adept at explaining things to others — and at anticipating and predicting patterns. And that's just some of what we know about you from your IQ results.

Annars held ég að þetta sé ekki mjög marktækt próf eftir að hafa lesið þennan eftir-á texta..
Djö hvað það væri kúl að gera eitt alsherjar hátíða-þemapartý. Svona eins og jpg-myndin "happy everything. Now leave me alone for the rest of the year!!". Hafa páskaegg, bolludagsbollur, hamborgarahrygg, saltkjöt og baunir og afmælisköku (en ekki þorramat.. því að eins og bróðir minn sagði; að borða þorramat á þorranum er eins og að krossfesta sig á föstudaginn langa..and where's the party in that?) í boði og samkvæmisgestir gætu valið um að mæta í casual, semi-spari, spari, með áramótahatta eða í grímubúningum..
Væri hægt að finna FULLT af activities fyrir slíka veislu allavega..
Ég keypti mér skólasnobbsbol (bolur með "háskólinn í reykjavík" framan á) áðan fyrir 2.400 kall (svo velti ég því fyrir mér hvers vegna ég á aldrei pening). Ég strunsaði að "afgreiðsluborðinu" og bað vinsamlegast um einn medium í pjásustærð. Stelpan rétti mér hann og spurði hvort ég vildi ekki máta. Mér fannst það hálfgerð óþarfi en ákvað samt að slá til. "Jútakk!" sagði ég og fór inn á klósett með flíkina. Þar komst ég að því að ef ég hefði hug á að ganga eitthvað í þessu yrði ég að vera í íþróttatopp sem væri allavegana 2 númerum of lítill (hata föt sem gera ekki ráð fyrir túttum stærri en A) og vera nokkuð sama að það myndi glitta stundum í naflann. Mér leið ekki ósvipað "big man in a little jacket" brandaranum ("big" boobs in a little shirt)...
Ég hrökklaðist til baka og skipti honum út fyrir large. Stelpan horfði á mig með samúð og sagði að þetta væru rosalega lítil númer og sýndi mér að þeir væru líka til í XL og XXL, svo að L væri nú ekkert svo slæmt. But the bottom line is; Ég var að kaupa bol.... Sem er LARGE..
JIMMY!! HJÁLP!!!
Góð leið til að viðhalda afneitun er að finna einhvern sem er verri en þú og segja; Ég er allavegana ekki eins slæm eins og þessi!
Nýlega hef ég byrjað á þeim ósóma að setja á mig maskara áður en ég fer í skólann á morgnana. Þetta gerðist eftir að ég fjárfesti í brúnum svoleiðis. Tekur að vísu ekki nema part úr mínútu hverju sinni, en safnast þegar saman kemur. Hálf mínúta á dag á einu ári jafngildir tæplega 2 klukkutímum.
Þegar ég spái í þessu get ég ekki skilið pjásur sem setja á sig fulla stríðsmálningu á morgnana... meik og/eða púður (nenni því ekki einu sinni þegar ég fer að djamma for fucks sake!), augnskugga...., you name it! Þegar þær verða sjötugar geta þær sagt barnabörnunum hvernig þær hafi sóað svona eins og 130 sólahringum (miðað við 10 mín á dag) af lífi sínu í að mála sig á morgnana!
Ég fæ oft sendar í pósti upplýsingar um typpastækkanir og spurningar um það hvort kærastan mín segi vá þegar ég fer úr buxunum. Ég viðurkenni jú reyndar að ég sé með skammarlega lítið typpi. Meira að segja bara ekki neitt, en ég kann bara nokkuð vel við það þannig. Ekki skil ég hvernig gaurar geta gengið með þetta utan á sér.
Hins vegar hef ég aldrei átt kærustu og geng aldrei í buxum. Þetta seinna gefur sterklega til kynna að þessar vinalegu ábendingar og persónulegu spurningar séu í rauninni ekkert annað en spam! Hver hefði trúað því!??

22.2.04

Bottom - live, 1993 aftur um helgina.
Mæli svo innilega með henni fyrir hvern sem kann að meta sóðalegan klósetthúmor...
Andskoti voru sumir afmælisleikir sem maður fór í sem barn plebbalegir!
- Texti kann að lesast biturri en hann í rauninni er
Einn leikur sem ég man eftir hét sardínuleikurinn. Hann var alveg eins og feluleikur, nema að bara einn átti að fela sig hverju sinni, en allir hinir að leita. Þegar einhver fann felarann átti sá hinn sami að fela sig með honum á sama stað. Ég man vel eftir þessum leik, vegna þess að einu sinni faldi ég mig í baðkarinu heima hjá einhverri stelpupjásu og það endaði þannig að nokkur hundruð smástelpur voru komnar í hrúgu ofan á mig. Ég hefði líklega dáið úr lofleysi eða kremju, hefði ein þeirra ekki rekið sig í blöndunartækin og skrúfað þannig frá vatninu. Ég sem sagt drukknaði áður en hinir og öllu vofvænlegri dauðadagarnir náðu í bossann á mér! Fávitar.

Ég man eftir öðrum leik sem var þannig að það var bundið fyrir augun á krökkum og þeir látnir skrifa fullt nafn afmælisbarnsins á blað. Sá sem skrifaði nafnið best vann verðlaun. Mér gekk illa í þeim leik, þar sem ég skrifa illa án þess að hafa bundið fyrir augun. Fávitar

Svo var það pakkaleikurinn. Einhver huge pappakassi, vel teipaður var látinn ganga á meðan að tónlist var spiluð. Þegar tónlistin var stoppuð mátti sá sem hélt á pakkanum á þeirri stundu byrja að tæta utan af honum. Þegar tónlistin fór í gang aftur varð pakkinn að byrja að ganga á milli afmælisgesta að nýju. Þegar pappakassinn hafði verið tættur upp kom að mörgum lögum af dagblöðum, eldhúsrúllum, gjafapappír og tapei. Eftir marga klukkutíma og jafnvel daga af pakkatæti blasti svo við lítið strokleður eða eitthvað pathetic sem féll í skaut þess sem tók síðustu ræmuna utan af því. Fávitar.

Annar var þannig að allir sátu í hring og einn hvíslaði orð að þeim sem næst honum sat á hægri hönd. The hvíslee hvíslaði svo áfram, og fram vegis. Eftir ár og dag komust skilaboðin til manneskjunnar sem sat vinstra megin við kvikyndið sem byrjaði. Þá sagði hún; Ég heyrði.. HVOLPUR.. eða eitthvað... og þá sagði hvíslarinn í fyrsta veldi: HAHAH.. Nei.. Orðið var ÞVOTTAVÉL og öllum fannst rosa gaman. Fávitar.

Af hverju var ég að rifja þetta upp núna? Við erum að gera election forrit sem notar bully OG!! ring-aðferð. Ringaðferðinn er eins og einn stór, alsherjar hvísluleikur á milli ferla.
Ég er búin að fá hamingjuÓSKir frá hvorki fleiri né færri en 4 vinum í dag, fyrir það eitt að hafa skvísu! Palli sagðist meira að segja hafa keypt handa mér charity gjöf, sem ég fæ líklega á morgun.
Mér er nokkuð sama hvers vegna ég fæ pakka...alltaf gaman að fá þannig.
Mér finnst að þið ættuð líka að gefa mér pakka!
Eftir að hafa labbað út í bakarí með Einari og Kristjáni, og keypt mér því sem nemur 500 kr. virði af bollum... og eftir að hafa lifað á óhollustu og óbjóði alla helgina.. stefni ég á að bæta upp fyrir það á morgun með laxerandi og baby cut carrots.
*pása*
Who Am I kidding.. Efir bolludaginn og sprengidaginn... Eh.. eða bara.. ekki.
JIMMY!! JIMMY!!

21.2.04

Líf er ofmetið!
Ég er að skrópa í bekkjarpartýi (fólkslurnar sem voru með mér í Vérzlógv) til þess að vinna í verkefninu endalausa í dreifðum kerfum.... með karlmönnum með svefngalsa. Ég ætla ekki að segja ykkur hvað ég hef verið lamin oft með eigin tagli í kvöld.
Ruddar!
DJ Typecast in da house..
Endurkvæmni/Recursion
GNU stendur fyrir GNU is not Unix.
Hvað gengur þessu veðri til?
Í fyrradag var komin einhver rosalega sumarblíða hér í Reykjavíkina, svo ég fór heim og tók til bandatöfflur, þunn hvít pils og bikiní toppa. Þegar ég fór út í gær fraus ég næstum því til dauða í múderingunni og hröklaðist inn aftur í kraftgallann..
Nú hefur það gengið of langt! Það verður einhver að stoppa einræðistilburði veðursins, þó svo að það væri ekki fyrir nema bara þessa grófu morðtilraun á drottningunni!

20.2.04

Græjurnar mínar eru bilaðar. Þær vilja ekki lengur spila geisladiskana mína. Ég sem er ný búin að fá þær í fermingagjöf. Mér finnst allavega ekkert langt síðan ég var 13..

Ég held að þær hafi fengið nóg af þessum tilfinningalega rússíbana sem ég lét þær ganga í gegnum. Graðfolarokk og slökunardiskar til skiptis, svo ég tala nú ekki um allan óbjóðinn sem ég hlustaði á sem gelgja, þegar ég vissi ekki betur.

Þetta gerir það að verkum að ég sofna seint og illa. Ég get ekki hlustað á lúlludiskana mína lengur... Ég biðst þessvegna afsökunnar með fyrirvara um skapstygg, svefndrukkin pósk á næstunni..
Fólk sem notar lyftuna í skólanum mínum til þess að fara frá 1. hæð og upp á þá 3. eru plebbar (allt of mikil hreifing maður...).
Fólk sem tekur lyftuna frá 1. hæð og upp á þá 3. með boozt í hendinni eru ennþá meiri plebbar....
Lose-lose sitiuation!
- Hvað eru mörg fjöldapóst í því?
Djöfull hata ég fávita sem senda fjöldapóst á mig. Ekkert sem maður getur gert í þessu annað en að blóta. Það er augljóslega ekki hægt að senda fjöldapóst á alla og biðja fólk vinsamlegast um að hætta fjöldapósts-sendingum, því að þá er maður kominn waaaay niður á hvíttrusl levelið. Þar er ekki gott að vera hef ég heyrt!
Það sem er allra verst er þegar fólk sendir annan póst til þess að biðjast afsökunnar á fyrri fjöldapóstsendingum. Eru ekki allir með fyllilega starfhæfan hugsara?
Það er heldur ekki hægt að leita þetta lið uppi og brjóta á því hnéskeljarnar, því að það myndi örugglega senda fjöldapóst til þess að auglýsa eftir vitnum af árásinni!
Pakk!

19.2.04

Sjíís.. Kominn fimmtudagur og ég tók ekki einu sinni eftir miðvikudeginum í gær. Gleymdi að horfa á white-trash raunveruleikasjónvarpsþáttinn minn um pjásur sem reyna að meika 'ða sem fyrirsætur í hinum harða heimi.
Skiptir ekki öllu. Þetta er endursýnt oftar en Mæköll Djakkson hefur verið kærður. Fyrir utan það hef ég að sjálfsögðu googlað niðurstöðurnar og veit alveg hver var kosin út síðast og hver vinnur. Æi haldiði kjafti! Til hvers er internetið ef ekki til þess að googla niðurstöður í raunveruleikjasjónvarpsþáttum!??

Annars fer að líða að bolludeginum. Væri alveg til í að lemja einhvern til óbóta með skrautlega púffuðu priki og fá bollur í staðinn!!
híhí..
Bróðir minn, sem kom í heimsókn til að éta matinn okkar, var að gera sig líklegan til þess að lesa upp úr grein í Fréttablaðinu fyrir mig. Hann byrjaði
"Batman er eins og allir vita, dauðlegur maður í latex galla...."

Þá stoppaði ég hann. Ég vildi ekki heyra meira. Þessi stutti setningapartur er upp á sitt einsdæmi besta lýsing á Batman (Batmon kannski? Eins og Óskímon og Saurumon??) sem ég hef heyrt!!
Eftir að ég keypti mér flugmóðurskipið, sem ég neyðist líklega til þess að borga fasteignagjöld af (skeiðvöllurinn sem sagt..) hef ég tekið eftir dálitlu nýju í mínu fari.
Ég byrjaði fljótlega að sofa á breiddina, en ekki lengdina á rúminu. Við hliðina á mér hef ég raðað allskonar dóti. Bókin um bjórin, Pyramids eftir félaga Pratchett, Emma laptop, 52 thigs to do on a date spilin mín, tarot spilin og sjónvarpsfjarstýringin, 2 teygjur, headphones, Steinar sími, stelpudót og Tumi bangsi liggja núna uppi í rúmi mér við hlið. Spurning um að reyna að snúa við þessari þróun áður en þetta verður vandamál og ég fer að neyðast til sofa á gólfinu..

...það er jafnvel meira drasl þar!!

18.2.04

Stór fiskur maður..
- Big fish; 5 stig (af 5) og 3 boltar
Stigin eru fyrir óvenjulega, en skemmtilega mynd. Boltarnir eru fyrir margar stuttar sögur (fyrir stutt attention span),að hafa svarta bjöllu svo ég gat lamið Palla í öxlina og hvíslað *svört* (allt í góðu.. hann varð ekkert súr, gaf Aloner sömu meðferð bara) og að lokum... þá er ég pottþétt á því að hafa séð pabba hans Stjána bláa þarna..!
Litlar systur..
Á ekki eina sjálf, en hef hlustað á aðra syngja um þær...

Portishead:
Cos this life is a farce
I can't breathe through this mask
Like a fool
So breathe on, little sister, breathe on
Ohh so breathe on, little sister, like a fool

Billy Idol
Hey little sister what have you done
Hey little sister who's the only one
Hey little sister who's your superman
Hey little sister who's the one you want
Hey little sister shot gun!

Rolling stones
On friday night she’s all decked out
Her high heel shoes, her dress so tight
Dance, dance little sister, dance

Creed
I see you
You know who
Little sister, little sister
Now realized little sister over looked little girl
Now realized little sister over looked little girl
Talandi um bíjófmyndir.. mig langar að sjá Gothika. Eftir að hafa dregið hálft binary-veldið á Freddy vs. Jason, held ég að ég geti fullyrt að þeir séu ekki mikið fyrir horror myndir.

Ég er þessvegna búin að vera að velta því fyrir mér hvern ég gæti fengið til þess að fylgja mér á þessa filmu. Ég held allavegana að þetta sé ekki mynd sem maður fer með annara kvenna kærustum á...
Vinsældakosningar verða ekki unnar með því að öskra og hoppa í fangið á lofuðum mönnum...
Gaurarnir sem eru með mér í dreifðum kerfum (jamm. Ég er in fact eina kvikyndið með skvísu í þessu fagi!) klæmaxa alltaf allir á sama tíma ef kennarinn talaði illa um að windows.
Spurning um að drífa sig í að setja upp gentooinn á Emmu, svo ég geti myndað mér almennilegan stýrikerfahroka.
Ég hef tekið mikilvæga ákvörðun í sambandi við starfsframa minn. Hingað til hef ég stefnt á að verða vampíra (þar sem þær eru augljóslega svalar og gífurlega gothic), en eftir að hafa horft aftur á Pirates of the caribbean, þá er ég sterklega að íhuga að verða sjóræningi.
Það er sem sagt meira þarna úti en áður var talið! Að því tilefni ætla ég að fara að verða duglegri að skoða skóla og brautir fyrir væntanlegt mastersnám (Ætla semsagt ennþá að taka masterinn í tölvustuffi..)!

17.2.04

Own a screwdriver. Will fix cat for food
Ég er öllu snjallari en kennarar landsins virðist vera..
Af þessu tilefni hef ég ákveðið að leygja mig út sem partner í trivial, gettu betur og önnur spurningaspil gegn vægu gjaldi.
Gubbupósk
- Ef eftirfarandi er of viðbjóðslegt fyrir ykkur... Ekki lesa það *tilvitnun*

Er ég eina stúlkan hér á bæ sem bara gapi og góni yfir fólki sem getur ekki borðað mat aftur sem það hefur ælt? Áður en þið farið að snúa út úr eins og þið eigið til helvísk, þá vil ég taka fram að ég er ekki að tala um að borða æluna aftur, því ég er ekki viðbjóður. Ég er að tala um að borða samskonar mat seinna meir. Ég skil ekki hvernig fólk getur bara orðið á svipinn eins og 14 ára stelpa sem er nýbúið að hóta gsm síma straffi, þegar þeim er boðið eitthvað sem áður hefur farið út um rangt out-put.
Sjálf gerðist ég svo heppin að æla söbbvej á sunnudaginn (ofan í ruslatunnuna mína no less). Ég get samt ekki beðið eftir því að veiða mér sub í soðið aftur fljótlega...
Mér er illt í kyngjaranum mínum og ég er með kvef og harðsperrur. [Insert vorkunn]

16.2.04

Hjónaband 2000
Þá er Ástór Magnússon, tómatsósu sponsorinn úr Friði 2000 (.. er ekki 2004? Sýnist þetta hafa verið full óraunhæft hjá kallinum.. Hver *hönd* hefði *hopphopp.. HÖÖÖND* trúað því!? *HÖÖÖÖND*) búinn að taka sér erlent kvendi fyrir spússu (Heh.. Eftir þessa setningu er ekki til þurr stóll hjá íslenskukennurum sem lesa póskið mitt...).
Á þetta að vera fylgihluturinn hans fyrir næstu forsetakosningar? Er hann með einhvern vondan, vondan PR gaur, sem hefur nýlega sagt starfi sínu í Mjólkursamsölunni lausu fyrir þetta magnaða tækifæri? Er þetta kannski sönn og eldheit ást sem kviknaði út frá brjálæðislegum glampanum í augunum á honum og sjúkum fetishsima hennar gagnvart jólasveinum...? Hver veit.. Hver veit!?
Hverjum þarf að sofa hjá til þess að fá Dr.Phil af skjá einum....
....og hvað þarf að múta einhverjum vel fyrir að sofa hjá þeim aðila for the greater good.....
....og hver getur lánað mér fyrir mútunum?
Kvart og kvein
- Nei.. er ekki á PMS.. haldiði kjafti

Ég skráði mig á orkut um daginn, vegna þess að Dagný var svo sæt að bjóða mér.

Við fyrstu sýn leist mér bara vel á þetta. Það eru svona sniðug community (forum). Ég skráði mig í roleplay, c++, java, intelli J idea, sierra games, monkey island og eitthvað íslands community.

Eftir nokkra daga á þessum skramba get ég leyft mér að fullyrða að ég hef verið sett á einkamál.is þvert gegn vilja mínum!

Ég er samt bara með hakað við friends í looking for dæminu, enda virðist vanta í mig hözzl-á-interneti-og-djammi genið...

15.2.04

I've got the munchies real bad
Ég myndi myrða fyrir bláberja hrísmjólk núna. Myrða er kannski nokkuð sterkt til orða tekið. Ég myndi sparka rosalega fast í sköflunginn á einhverjum...... ef hann væri minni en ég...
Ekki veit ég á hvaða flæðiskeri ég væri neydd til þess að halda til á ef ég hefði ekki mitt ástækra og sýrustillandi samarin. Damn. Ég er slösuð á space puttanum og geng í gegnum vítiskvalir við hvert bil.
Brúnahár með eiginlega engum freknum myndin that was requested..
Ég stredderíaðist eitthvað í gær með mér áður ókunnum karlmönnum og honum Palla mínum sem er skemmtilegur og gáfaður strákur (kemur að sjálfögðu því ekkert við að hann sé alltaf að tuða yfir því að ég sé ekki lengur að tala um persónuleg gæði hans á póskinu mínu). Fínir melir.
Annars hef ég ekkert mikið um þetta mál að segja annað en ég vona að mellutussan sem drap óvart í sígarettunni sinni á hendinni á mér muni neyðast til að éta nýrnabaunir í hvert mál þangað til að hún drepst úr gyllinæð!

14.2.04

Það er ennþá skrítið að kíkja í spegil. Ég gaf mér poor persons make-over í gær. Fór út í hagkaup og keypti mér brúnt skol (því að ég þori ekki að setja skol með rauðu í mig, því að það verður RAUTT og ég þori ekki að setja ljóstan lit í hárið á mér því hann getur orðið appelsínugulur eða whitetrash gulur. Maður setur ljósar strípur.. ekki alveg lit.). Svo setti ég brunkukrem í andlitið á mér þegar ég kom heim af spilakveldi.

Ég er sem sagt með brúnt hár og brún í framan, en ekki með mínar venjulegu freknur.

13.2.04

Djöfull myndi ég rúlla upp þessum aumingjum sem keppa í survivor. Höndla ekki mánaðarfrí á sólarströnd með ferskum ávöxtum og skemmtilegum fjöldaleikjum.
Á meðan þau lándsja á ströndinni og verða brún og sæt, tókst mér að finna upp aðferð til þess að sleppa við þessa erfiðu fjárfestingu sem ég ræddi um í póskinu hér á undan. Eldhúsrúlla!!!!
Oh.. I'm GOOD!

12.2.04

Magnaða póskið með öllum svigunum
- Allt það sem Sigur Rós hefði viljað setja inn í sína sviga, hefðu þeir ekki verið of andskoti artý

Shift hvað ég er búin að vera dugleg að plögga nornunum. Linkar frá fólki sem tengist mér spretta upp eins og hvítt hyski á útihátíð.

Talandi um hvítt hyski. Foreldararnir (nei.. þau eru ekki hvíta hyskið) eru að fara til Akureyrar (þar sem pjásurnar eru feitari og fólk tekur bröndurum um kindur ekki fagnandi), í samkvæmi sem kallast villibráðakvöld (eitthvað sem vinahópurinn þeirra heldur á hverju ári. Einu sinni var villibráðin mjólkurlamb. Verður varla villtara en nýorpinn heimalingur! Kannski rataði hann ekki heim. Hvað veit ég?). Ég hefði svo sem ekkert um það að segja, nema hvað þau virðast ætla að skilja mig eftir í klósettpappírslausum kastalanum (*díngdíngdíng* enginn klósettpappír. Mjög hyskislegt). Þau hafa forking tímað þetta út upp á klósettlauf..öh..blað (hvað heitir einn partur af klósettpappír?).

Nú hef ég, þar sem mitt helsta starf í þessum kastala er heimasæta (bróðir minn sagði samt alltaf að ég væri heimaljótan. Það er allt í lagi. Hann kann ekki að flauta og er með rækjulitlaputta *fnuss*), að ég held barasta aldrei áður keypt klósettpappír.
Við mér blasir ógnandi veröld kapítalískra stórverslanna með ótæpilegu magni af mismunandi salernispappír. Ég veit ekkert hvaða tegund ég á að kaupa. Eftir augnabliks panik og píkuskræki settist ég niður og ákvað að taka eina ákvörðun í sambandi við þetta grafalvarlega mál í einu.

1. Ógeiðs apríkósulitaður pappír kemur ekki inn fyrir mínar dyr. Hvaða frík skeynir sér með bleiku? Er kannski til kærleiksbjarna-búbú-sætistöff klósettpappír líka? Andskotinn hafi það!? Sick fucks!!!! MAN!!

2. Eftir að hafa verið hótað lífláti með augnaráði að hálfu fjölskyldumeðlima, oftar en ég get á fingrum talið, hef ég ákveðið að kaupa ekki 48 rúllur til styrktar ponsu á leiðinni í skóla-/íþróttaferð (ég var í fimleikum í 12 ár, grunnskóla og menntaskóla og fór í margar ferðir. Enginn í famelíunni gat gengið eðlilega í mörg ár, sökum sandpappírs-klósettpappírsins sem ég prangaði inn á alla sem einn).

3. Ég ætla ekki að fjárfesta í sérprentuðum pappír þar sem ég hef hvorki tíma til þess að bíða eftir sendingunni, né greindavísitölu á við ljósastaur (með bilaða peru).

4. Ég ætla ekki að kaupa einhvern hyper rakadrægan, 20 laga pappír. Vill ekki draslið sjúgi úr mér allan vökva og ég verði eins og slothið í se7en.

Jæja.. Nú er bara ein spurning eftir; Hvort ætli það sé betra að skeyna sér með lambi eða hvolp (þeir sem fatta ekki tilvísunina er bent á sérprentaðan pappír)?
50 kall að allavega í 50% tilfella þegar það er sagt í auglýsingum "vegna mikillar eftirspurnar höfum við framlengt [insert stuff] um [insert tíma]" sé það vegna þess að enginn hefur sýnt stuffinu neinn áhuga og það er ennþá til fullur lager af þessum skramba!
Andskotinn hafi það. Ég er með of mikið empathy til að geta hlustað á símaöt og horft á faldar myndavélar... Alltof mikið empathy.
Oj mér finnst þetta vera viðbjóður og ég gæti alveg fengið mér svona. Myndi örugglega fara að grenja þegar gatið væri gert..
*Dæs* Mig langar svo voðalega í klippingu og strípur. Ég á bara ekki pening í slík stórræði. Ef ég væri meira shallow myndi ég koma á fót buy-Ósk-a-haircut foundation, eins og slinky foundation forðum. Ef að bara 45 af ykkur myndu gefa 200 kall væri þetta meira að segja komið!
Ég hins vegar veit að slinky er vinur for life, á meðan að klipping endist bara þangað til að hún vex úr sér.

Ég held að drottningin neyðist til að ráfa um konungsríki sitt með útigangsmannalegan lubbann þangað til að hún vinnur í lottói (sem gerist líklega ekki, þar sem hún spilar aldrei í lottó) eða sumarið kemur og hún fer að vinna. Þegar að því kemur verða c.a. 9 mánuðir síðan ég fór síðast í klippingu og strípur. The horror. The horror..
*Dæs aftur*
Mig klægjar inni í hálsinum. Þetta fer ekki þó ég hósti eða drekki vatn. Mig langar næstum að slíta af mér hausinn og troða puttunum inn í barkaopið og klóra mér...

11.2.04

Er eitthvað meira að gerast í stjórnmálum heldur en venjulega? Mér finnst ég ekki geta kveikt á sjónvarpinu án þess að vera virkilega reið út í þetta fólk sem er að þykjast vera í vinnu fyrir MIG. Fyrir okkur. Eru þetta algjörir vanvitar upp til hópa? Hvernig geta stjórnmálamenn með áralanga reynslu hagað sér eins og frekir krakkar í leikskóla?
Maddlú sagði mér þegar ég hitti hann á mánudaginn að hann hafi farið í partý þar sem þemað voru kvikmyndir. Ég er alltaf að lesa að Kirk sé á þema samkomum líka.
Aldrei má ég. Ég elska svona dress-up stuff. Alveg hreint elska. Af hverju heldur aldrei neinn sem ég þekki svona stuff?? *grump*
Nú verða allir þegnar mínir að sameinast
Eftir allt sem ég hef gert fyrir ykkur í gegnum tíðina... Ég hef sungið fyrir ykkur, gefið ykkur hljóðpósk og skrifipósk... og tekið myndir af uppskeru shopping sprees bara svo eitthvað sé nefnt.

Nú skuluð ÞIÐ segja mér hvað ég á að gefa ástkærri mágkonu minni í 21 árs afmælisgjöf (en hún á einmitt afmæli í dag)...

10.2.04

Merkilegt. Ef ég kaupi brjóstahaldara flokkast þeir sem large, þó mér finnist ég ekkert vera með stórar túttur... Og ef ég kaupi nærbuxur flokkast þær sem medium, þó mér finnist ég vera með stóran rass.
Eru allir heimilisfræðikennarar feitir?
Ég sótti mér klósett msn tákn og fannst það rosalega fyndið...
Þegar ég var yngri og horfði á ghostbusters 2 fannst mér endirinn svo rosalega áhugaverður. Þeir ákváðu örlög borgarinnar og hugsanir þeirra voru teknar og úr þeim formaður tortrímandi. Philsburry Dough boy varð endakallinn (svona eins og í gömlum tölvuleikjum).

Ég veit ekki hvað ég hef oft hugsað um það síðan þá, hvað það sé ómögulegt að hugsa ekki um neitt. Ef ég er að hugsa um ekkert, þá er ég að hugsa um að ég sé að hugsa um ekkert. Þá kemur tómið. Eins og í Never ending story.
Ég hef líka eytt þvílíkum tíma í að spá í hvað hefði gerst hefðu þeir hugsað um eitthvað annað. Rós kannski... eða appelsínu... eða mömmu sína. Hvernig hefði endirinn og endakallinn orðið þá..?

9.2.04

Framhjáhald
Ég var rétt í þessu að læðast heim. Með súkkulaði á skyrtukraganum og með bökunarlykt í hárinu tipplaði ég á tánum til þess að vekja það ekki.
Ég hélt framhjá heilsuátakinu mínu áðan með 3 framúrstefnulegum appelsínusúkkulaði muffins sem ég og Magginn minn bökuðum og borðuðum okkur til yndisauka. Mikið andskoti erum við frábærir bakarar!! Það var annars voðalega gaman að hitta strákinn. Ekki séð hann lengi lengi.
Mánudagur úti. Mánudagur inni
Úti geisar eitthvað sem er aðeins hægt að kalla nýrnabaun veðurfarins. Á meðan veðrið grenjar á rúðunni minni og heimtar að komast inn, sit ég hinu megin við gluggann undir sæng og bið til guðs að ég kviðslitni ekki, þar sem ég ætti ekki pening fyrir aðgerðinni.
Herregud hvað Jude Law yrði góður bond
Mig langar í kráku sem ég gæti skýrt Heimi. Þá héti hann heimir-kráka. Það hljómar eins og hermikráka ef maður segir þetta hratt.
Hver er tilgangurinn?? Hver þarf tilgang???
Ég þvæ hendur mínar af skyldurómantík og klysjum
Valentínusardagurinn er að koma. Ég ætla að nota þetta tækifæri til þess að vara alla karlmenn þarna úti sem hafa hugleitt að gefa mér eitthvað að tilefni dagsins!
Sá sem gefur mér eitthvað á Valentínusardaginn mun hrapa í áliti og verða að eilífu stimplaður sem plebbi!
Ég nenni ekki að halda rant um hversvegna mér finnst þessi dagur plebbalegur. Minnir að ég hafi gert slíkt í fyrra.
Fólk sem getur ekki séð það sjálft er hvort eð fólk sem ég vil ekki fá í heimsókn á síðuna mína :o)

7.2.04

Argvítans kjánaskapur er þetta í mér. Ég byrjaði á seríu 2 af 24 í gær. Nú verð ég þræll þessa þátta þangað til að ég hef séð hvern einasta þátt af seríunni. Ég held að fólk sem hafi aldrei horft á þetta geri sér ekki grein fyrir skuldbindingunni sem því fylgir að byrja á þessum þáttum. Þeir halda lífi þínu í heljargreipum. It's kinda like jumanji. Þú neyðist til þess að klára það sem þú byrjaðir á... og það sem fyrst!!
Ég er 164 *singing* ég er 164 *singing*...
Nýjustu mælingar hafa leitt í ljós að ég er 2 cm stærri en áður var talið... Nú fyrirbýð ég mér alla brandara um að ég sé smávaxin, þar sem ég er einnsextíuogFJÓRIR!!

6.2.04

Líf mitt er lýgi
Þið verðið að afsaka mig ef ég lest í tilfinningalegu ójafnvægi, en ég var að komast að dulitlu sem slóg mig alveg út af laginu. Getiði hvað!! Það sem þið lesið sem ponsur í skóla um að nautin GEFI okkur kjötið.. Well.. IT'S A LIE!!!! ALL LIES!!
Hahahha... Þetta er með fyndnari leikjum sem ég hef prufað nýlega....

Fanks Daði (Ekki bróðir. Dai)...
Þegar ég var minni (Helvítis Einar búinn að tattúvera í hausinn á mér að ég megi aldrei segja "þegar ég var lítil"... því að hann vill meina að ég sé það ennþá) voru 3 krakkar með mér í bekk með svona ginger-rauðlitað hár. Allir voru þessir krakkar með teina á einhverjum tímapunkti.
Ætli það sé algengara fyrir krakka með þennan hárlit að hafa teina heldur en krakka með öðruvísi litað hár? Maður heyrir þetta líka oft í samhengi "rauðhærður með teina". Alls ekki að segja að hvorugt sé slæmt.. Vala mín var t.d. ein af þessum krökkum (þó svo í dag sé hún hvorki með rautt hár né teina, merkilegt nokk).
Hvernig var þetta í ykkar ponsuskólum??

5.2.04

Já, hví ekki? Spurning um að panta sér tvo svona.
Og verðlaunin fyrir besta svarið í dag hlýtur....
Ég: Hvenær eigum við að fara í Jimmy á eftir?
Hann: Læt þig vita eftir 10min. Er með schedule sem er þrengra en hreina meyin í Sounds of music.
Hans Skoti ef það er ekki kominn tími á múvíkvót. Aðalega samt því ég sá svo sniðuga mynd í gær;
Kvót: It's not so funny meow is it
Hint: (annað kvót að þessu sinni); AM I DRINKING MILK FROM A SAUCER?

Svar?

Ah.. sem endranær mun ég slíta hendurnar af þeim sem svarar í kommentakerfið og troða þeim ofan í kok á honum.... Verðlaun eins og alltaf!
Samfélagið hefur gert mig svona
Ég vaknaði við illan leik í morgun og dröslaðist upp í skóla. Ég barðist í gegnum kalda flösu jarðarinnar og bíla á sumardekkjum. Lagði í upphitað stæði í kringlunni og labbaði barin og bitur yfir í skólann..... only to find out að það var frí í fyrstu 2 fyrirlestrunum.

The moral of this story is..... never try!

4.2.04

Morðóða vélmennið og blómálfurinn sem elskaði það
Ég er búin að betrumbæta mig svo verulega á síðustu mánuðum að stundum gapi ég og góni af undrun. Það síðasta sem ég hef tekið eftir í eigin fari, er að ég er farin að snúa skyrdollum frá líkamanum þegar ég opna þær....
Einu sinni var stelpa sem gekk í támjóum ógeðisskóm (og hafði ekki tapað veðmáli). Hún dó.
Djöfulsins snilld er þetta! Fanks Dal.. ;o)

3.2.04

Ef ég ætti rassvasa myndi ég geyma í honum skrifblokk með öllum af þessum milljónum af dollara hugmyndunum sem ég á til. Ég held í alvörunni að það sé öllu betra að eiga milljón dollara hugmyndir heldur en eina milljón dollara hugmynd.
Ég segi þetta líka vegna þess að þessa síðustu og verstu tíma hafa svo kallaðir vinir mínir *hnuss* verið að ljúga upp á mig stuttu athyglisspanni.

Svona í fljótu bragði þá man ég nokkrar svona hugmyndir;

1. Búa til myndina "Mjallhvít og dvergurinn Sjö"
Sparar 6 dverga laun með því að hafa bara einn dverg sem heitir Sjö

2. Fá samþykki frá Jóhönnu Guðrúnu, barnastjörnu um að fá að gefa út æfisögu hennar
Flestir Íslendingar gefa út svona skeinipappír fyrir fertugt, hversvegna ekki fyrir fermingu?

3. Ganga á milli húsa og selja hlutabréf í fyrirtækjum sem heita Díkót, Baujjur og Nohrrruljóós
...virkar líklega best í Breiðholtinu..

4. Gerast hinn íslenski Dr.Phil *slash* fab5
Dr.Óskímon gæti sagt feitu fólki að hætta að borða óhollt, á sama tíma og hún sendi gaura með sítt að aftan í klippingu og skammaði þá fyrir að vera ekki í betra sambandi við sitt innra barn...

5. Stofna ræstitæknaþjónustu sem sérhæfir sig í því að þrífa peeping básana sem Mr.Maxim ætlar að opna á Vegas
Held að það séu ekkert margir sem myndu vilja það starf sko, svo það væri hægt að fá ágætispening úr þessu. Borgað eftir kömmgrömmum..

6. Hahaha..sex.. *hóst* Ég meina.. rent-a-life
Fékk þessa hugmynd þegar Palli og Natti leigðu sér líf fyrir 100.000 kall á mánuði. Allt frá skeiðvelli og fjölvarpi, niður í fiskabúr.. Væri meira að segja hægt að henda inn í cocktailinn stalker, háværum nágranna og reglulegum smsum svo það líti út fyrir að leigjandinn eigi vini...

7. (then god is seven.. this monkeys gone to heaven) Break-up þjónusta
Man eftir því þegar ég hætti með strák í 12 ára bekk. Vinkona mín labbaði upp að honum og sagði við hann "Ósk er hætt með þér". Ég gæti tekið þetta að mér fyrir aðra, gegn vægri greiðslu.
o/
/|
/ >
Út fyrir endimörk alheimsins...
Ég er að spá í að breyta Emilnum mínum í Xena-Warrior-Princess-So-Cool-Awsome-And-Brilliant@hotmail.com. Muniði þetta ekki??

2.2.04

Hvers vegna átt þú ekki að ljúga um eigið identety á internetinu?
Einhvern tímann las ég á þessu interneti um gaur sem hafði farið inn á spjall fyrir lesbíur. Þar hafði hann hitt stelpu sem hann hafði kolfallið fyrir og talað við á hverjum degi, oft á dag. Þau virtust eiga allt sameiginlegt. Vandamálið var náttúrulega að hann hafði alltaf pósað sem kvenmaður sjálfur og gat aldrei sagt stúlkunni að hann væri gaur, þar sem að hún var í hinu liðinu.

Eftir að þetta hafði gengið svona lengi vel, ákvað maðurinn bara að biðja draumadísina um að hitta sig, svo að hann gæti þá bara komið þessu úr systeminu. Annað hvort myndi hún sætta sig við að hann væri í raun melur, eða eins og var reyndar líklegara, myndi hún ausa yfir hann skömmum og strunsa á braut.

Stúlkan var mjög treg til þess að samþykkja þessa tillögu, þrátt fyrir að þau byggju í sömu borginni í Bandaríkjunum. Eftir miklar fortölur ákvað hún að láta til leiðast.

Þegar maðurinn kom á veitingastaðinn sem þau höfðu komið sér saman um sat hann lengi vel og beið. Staðurinn var nánast tómur fyrir utan gaur sem sat í einu horninu með rós í hönd. Eftir langa bið fór að renna upp fyrir honum ljós. Gullfallega og bráðskemmtilega stúlkan sem hann hafði átt í lesbísku ástarsambandi við á internetinu síðustu mánuði var í rauninni maðurinn með rósina.

Þar sem maðurinn taldi sig vera lesbíu, en ekki homma gekk hann út án þess að tala við hotLez4U, eða hvað hann nú hét á internetinu og þetta fallega samband fékk aldrei að blómstra aftur.

Samt.. Hefði geta verið verra. Hefði geta verið bróðir hans eða frændi eða e-ð :oÞ
Nörda pr0n...
Heheh.. mér finnst þetta kvót svo skemmtilega biturt alltaf;
If they can put man on the moon... why can't they leave him there??
Með lögum skal land byggja
Ég hef tvisvar sinnum, eftir því sem ég man, hringt á 112. Annað skiptið var núna um helgina þegar ég sá einhverja bíla vera að keyra á Rauðavatni. Ég ákvað að hringja og láta vita af þessu. Held þetta gæti alveg verið hættulegt sko. Löggann sagði við mig: jáá.. þetta er nú svo sem ekkert ólöglegt.. Og skellti svo eiginlega á mig.

Hitt skiptið var þegar strákur sem ég þekkti ekkert voðalega vel (vissi samt að hann hafði gert tilraunir til sjálfsmorðs) sendi mér sms sem í stóð að það hefði verið heiður að þekkja mig og eitthvað meira, sem gaf sterklega í skyn að hann væri að fara að svifta sig lífi. SMSið sá ég ekki fyrr en rúmlega 2 tímum eftir að það var sent. Ég reyndi að hringja í hann nokkrum sinnum, bæði í gsm símann og heimasímann og hann svaraði ekki. Því greip ég til þess ráðs að hringja á lögregluna.

Þegar ég var lítil í grunnskóla, var mér kennt að það ætti alltaf að taka svona hluti alvarlega, svo ég gerði einmitt það.
Lögreglan sagði næstum því upp í opið geðið á mér: Bíddu.. og af hverju ertu að hringja í okkur?? Eftir að ég hafði nánast öskrað á vanvitann sem var í símanum sagðist hann ætla að kíkja við þarna og skoða þetta mál.
Daginn eftir náði ég loksins í sms sendarann og hann hafði að vísu ekkert reynt að taka eigið líf. Þetta var bara pathetic tilraun til að fá athygli. Lögreglan hafði aldrei komið til hans.

Hvað ef honum hefði verið alvara? Hvað ef plebbarnir á bílnum sem voru að keyra ofan á Rauðavatni hefðu sokkið í gegnum ísinn?
Ég var á The Last Samurai.
Gef henni 4 stig, enda ágætis filma (dholdið epic og braveharty í lokinn reyndar, en fín) og 2 bolta. Annar boltinn er fyrir love-interestið hans Krúsa. Hún var sæt. Hinn boltinn er fyrir fólk sem slóssst með sverðum. Það er kúl.

Fyrir þá sem eru ekki búnir að fatta kvikmyndafyrirgjöf mína ennþá (slow pokes), þá eru stigin það sem að eðlilegt fólk ætti að fara eftir og eru gefin á skalanum 0 - 5. Boltarnir eru hinsvegar shallow eða hallærislegar athugasemdir sem fólk með heilasterfsemistengt harðlífi getur nýtt sér.

1.2.04

Hey.. sáuð þið einhvern tímann hvernig ég leit út sem stríðsprinsessan Xena..?
Eftir að ég hafði nánast drekkt mér og föruneyti í menningu og farið á Listarsafn Reykjavíkur (Hafnarhús), Kaffi Vín, Kjarvalstaði og gert tilraun til þess að fara inn á Ásmundarsafn (lokar kl.16 helvískt).. fór ég að skoða þunglyndu og fiðurtættu fuglana í Blómavali. Stundum finnst mér þeir eins og franskar púðlur, sem er búið að berstrípa á völdum stöðum.

Merkilegt nokk rákumst við líka á blóm í Blómavali. Ég hef ekki átt pottablóm síðan... hmm.. *telja árin*.. Ever! Það var 40% afsláttur af öllum slíkum ljóstillífurum, svo ég keypti 2.

Annað er drekatré og ég keypti það því að ég hef aldrei átt dreka, en alltaf langað í. Mér finnst þetta líka hljóma miklu meira spennandi en bara plain perutré eða eplatré. Reyndar verð ég að viðurkenna að ég í fávisku minni trúði því alltaf að drekar kæmu úr eggjum. Eins og laukur.

Hitt blómstrið keypti ég sem fórn fyrir Albert kóalabjörn, þar sem þetta er gúmmítré. Kóalabirnir borða stundum gúmmítré, þó þeir borði aðalega Eucalyptus tré. Ef það verður búið að naga stóran hluta af kvikyndinu einhverntímann þegar ég kem heim, verð ég ekki hissa!
Hver þarf Hollywood??
Í gær fór ég með Pú og Einari að skoðaði stjörnurnar. Þær sjást einhvern vegin betur í gegnum stóran stjörnukíki en með berrössuðum augunum. Ég held að sæti barþjónninn þarna sem ég sá á Nasa fyrir löngu sjáist líka betur í gegnum kíkinn, heldur en þegar maður stendur bara fyrir utan gluggann hans (ha-ha).
Hann Þórir Már gaf mér þetta eiginlega í afmælisgjöf (ekki nema rúmir 3 mánuðir síðan ég átti afmæli. Átti erfitt með að finna tíma sem ég var ekki busy og það voru ágætis aðstæður).
Hann stóð sig eins og hetja og fær alveg stig og bolta fyrir að nenna að hanga þarna með sér alls ókunnugu fólki í -10°C og kenna þeim og sýna newba stuff (við vorum algjörir plebbar og fannst æðislega gaman að sjá tunglið stækkað to the limmit og læra að finna pólstjörnuna, sem er örugglega eitthvað sem er orðið gamlar prjónabrækur fyrir fólki sem stundar þetta)..