31.12.04

Ég veit eiginlega ekki alveg hvað Dido er að pæla. Þekkir hún mig ekki? Veit hún ekki hvað ég er með sjúkan, sjúkan huga? Af hverju valdi hún þetta nafn? Auðvitað misles ég þetta í hvert skipti! AUÐVITAÐ!
Ég á kassa af búsi og fjórar, litlar rauðvín, nýjan, hroðalega skimpy, rauðan kjól og áramótahatt, en allt stefnir í að ég verði bara heima í kvöld.
Eins og Einar segir; I've got tissues (reyndar segir hann venjulega "you've got tissues", en það á ekki alveg við hér sko). :o)
Það er svo sem alveg fullt í boði. Það er ekki málið. Ég bara nenni einhvern veginn niður í bæ, á smekkfulla skemmtistaði. Ég nenni ekki í partý, fullt af fólki sem ég þekki ekki neitt. Ég nenni ekki að ráfa um, léttklædd, í hælum með áramótahatt úti í einhverjum hríðarbil eða að skjálfa eins og hjálpartæki ástarlífsins á meðan ég stend í röð og bíð eftir leigara.
Einhvern veginn langar mig samt að gera eitthvað. Þetta eitthvað virðist bara ekki vera í boði :oÞ Núna væri mest til í rauðvín, osta, vínber og actionary með strákunum mínum og.. tja.. stelpunni minni (hún er úti í útlöndum og strákunum mínum verður stráð út um allan bæ í mismunandi partý og böll).
Ég hugsa að þetta sé merki um að ég sé orðin gömul.
Ég vissi að eitthvað væri að í gær, þegar að stelpan í ríkinu spurði mig ekki um skilríki.

Reyndar er allt ekkert ómöuglegt. Á morgun er mér boðið í murderhunt, þar sem að ég mun breytast á undraverðan hátt yfir í tálkvendið, hana Töru Misu, sem er ein hinna grunuðu í morðmáli Pepe Roni, ítalsks veitingarstaðaeiganda í New York.

"Tara is Rocco's vivacious young fiancée. She was just an upstairs maid in Rocco's villa until she swept him off his feet. Now Tara keeps a smile on his face and a firm grip on Rocco's assets.

Costume suggestion: Tara is dressed to kill. She knows the effect she has on men and flaunts her charms shamelessly"

Svo sem skref upp á við frá maddömmunni sem ég var í síðasta morðmáli! Hmm. Ég er alltaf flyðran!

30.12.04


Mynd á nýja kjólnum mínum og allskonar drasli i kring. Ég hafði víst rétt fyrir mér. Tiny kjóll var ódýr (1900 kall). Þau splæstu ekki einu sinni heilu baki á hann.

Sent með GSMbloggi Og Vodafone
Ég finn hjá mér gríðarlega mikla þörf til þess að kaupa áramótaföt handa mér fyrir peninga sem ég á ekki til. Spurning um hvort ég fjárfesti bara ekki í einhverju rosalega efnislitlu. Það hlýtur að vera ódýrara.

29.12.04

Raunveruleikasjónvarp
Ég: http://www.mbl.is/mm/frettir/innlent/frett.html?nid=1118244
Hann: Ég er að segja þér það, að fanatískir gæludýraeigendur eru sjúkasta fólk í heimi.
Ég: haha.. I KNOW
Hann: Hvað næst, A queer bet for the straight pet
Ég: A queer cat for the straight pet? Eða bara queer pets for the straight cats. Samkynhneigð gæludýr taka ketti í gegn
Hann: Eða.. EÐA... bachelorpet
Ég: hahah. EÐA!! survivor! HAHAHAHAHAHAH
Fuck you Stöð 2!
Ég veit ekki alveg hvort að ég sé að vera viðkvæm og taka þetta of nærri mér.
Málið er sem sagt þetta:
Ég geri mér fyllilega grein fyrir því hversu hroðalegar náttúruhamfarirnar í Asíu voru. Ég á ekkert erfitt með að setja 80.000 manns í samhengi. Ég vil að sjálfsögðu að það séu sagðar fréttir af þessu í fjölmiðlum okkar.

Mér hins vegar virkilega blöskraði þegar ég horfði á fréttirnar á Stöð 2 yfir matnum. Fyrst var sýnd upptaka af því þegar flóðbylgjan skall á fólk sem líklega drukknaði skömmu seinna. Því næst var sýnd gervihnattamynd sem sýndi fullt af líkum innan um spýtur og brak.

Nú á ég ekkert erfitt með að horfa á hrottaleg atriði í bíómyndum, en þegar um er að ræða alvöru fólk þá er skórinn á krummafæti.

Þessar myndir hjálpuðu mér ekki á nokkurn hátt að skilja betur hvað hefði gerst eða hversu hræðilegt þetta allt saman væri. Eini tilgangurinn sem ég sé með þessu er að sjokka.

...makes me sad
Stundum velti ég því fyrir mér hvers vegna ég gef ekki bara skít í þetta allt saman og held jólin 24. janúar. Jólamatur, jólaföt, jólaskraut og jólagjafir, allt saman á 70-90% afslætti á neyslufylleríisútsölunum og hægt er að pikka bara laglegasta jólatréð upp fyrir utan húsin í götunni sinni.

Daginn er svo sem ennþá að lengja þegar þarna kemur við sögu. Það er kannski svolítið síðan að lengsti dagur ársins kvaddi, en ég sé ekki að það ætti að skipta miklu máli. Ef það á að blanda blessuðu Jésubarninu inn í þetta allt saman, þá fæddist hann ekkert í desember hvort eð er. Hver hefur séð lömb sprangandi um í haganum í desember?
Ég er meira að segja nokkuð viss um að það væru meiri líkur á hvítum jólum.

Hmm.. Kannski hljóma ég "cheap". Fyrir okkur námsmennina, sem lifum eingöngu á góðmennsku ættingja og lánum frá LÍN, lengst undir fátæktarmörkum, er þetta þó ansi girnilegur kostur.
Light travels faster than sound.
*pása*
This is why some people appear bright until you hear them speak.

Ég er svo sterk að ég get haldið á heilum kassa af áfengi með einni hendi! Wraaar! Hehe.. Það voru semsagt bara 12 flöskur í kassanum, en eins og þið sjáið, þá brosi ég samt breitt. Atvr.is sagði mér nefnilega að markaðsvirði búsins séu heilar 3984 kr! Vúhú!

Sent með GSMbloggi Og Vodafone

28.12.04

Alveg gæti ég ælt á fólk sem kallar börnin sín prinsa eða prinsessur.
Stundum finnst mér magnað að ég hafi ekki fengið anorexíu sem krakki. Ég fattaði í rauninni ekki fyrr en mörgum árum seinna að ég hafi átt það á hættu.

Þegar ég var lítil og voðalega mikið í fimleikum (24 klst á viku), predikaði þjálfarinn yfir hausamótunum á okkur að sumar okkar væru alltof feitar. Hún meira að segja viktaði okkur reglulega til þess að athuga hvort að einhver væri að þyngjast óeðlilega mikið.

Á þessum tíma var ég léttust í bekknum mínum. Ég man það vegna þess að strákarnir sem léku atriði úr kardimomubænum á bekkjarkvöldinu okkar báðu mig um að leika Soffíu frænku, því að það væri svo auðvelt að halda á mér.
Þrátt fyrir það, þá hætti ég, eftir tilskipun þjálfarans, að drekka nýmjólk vegna þess að hún var fitandi.
Classy
Klassaverðlaun gærdagsins hlýtur stúlkan sem loggaði sig inn á msnið hjá kærastanum sínum (einu sinni enn) og breytti display nafninu hans í "Hans nafn & Hennar nafn" þegar ég gerði mig líklega til þess að tala við hann, svona til þess að undirstrika að hann sé ekki maður einsamall. Sérstaklega kúl.
Ég er eiginlega hrædd við að segja þetta. Viddi á eftir að ræna reiða múgnum og senda hann á eftir mér með sérstaklega oddkvassar heykvíslar og endingadrjúga áramótakyndla ef hann les þetta.

En.. öh.. allavega. Ég missti rúmlega 1 kg yfir hátíðarnar. Ekki búin að kíkja á fitumæligræjuna, en málbandið er sammála þessum úrskurði.

Þá veit ég það. Ef ég lendi einhverntímann á svona vegg aftur, þá ét ég bara rosalega mikið af mat, smákökum og nammi!
Hvenær verður fólk fjölskylda?

27.12.04

Váh... Ég gerði svolítið sem ég geri yfirleitt bara ekki. Sendi sms í svona leik
Allavega... Ég vann einn af þessum 20 kössum af sex on the beach. Vúhú. Eða.. Damn. Kemur í ljós ;o) Kemur allavega til mín einhver karlmaður á morgun með þetta!
Stundum er ég næstum því viss um að speglar séu gluggar inn í samhliða vídd. Þetta er ekki í alvörunni ég í speglinum. Hún er örvhent.

Skilaboð frá reiknivélinni minni..

Sent með GSMbloggi Og Vodafone
Ég lýsi hér með því eina tímabili ársins þar sem að tónlistarsmekkur minn verður eh.. questionable lokið! Áðan, á leiðinni upp í skóla, heyrði ég Ragga Bjarna syngja Skítamóralslagið "Ertu þá farinn". Þegar svona lög eru byrjuð að slæðast með jólalögunum er þetta bara ekki þess virði lengur.

Svona.. í öðrum fréttum, þá á ég það til að fá óreglulegan hjartslátt (erfi þetta frá mömmu). Þetta gerist að vísu ekkert rosalega oft (kannski 2x á ári. Oftast þegar ég að hreyfa mig eitthvað), en þegar þetta á sér stað þá verð ég eiginlega bara að leggjast niður þangað til þetta er búið vegna þess að mig svimar svo.
Í morgun, þegar ég var í loftinu (á hlaupabrettinu) kom þetta fyrir og ég var með púlsmælinn á mér. Ég datt úr 188 slögum niður í 140 og hélst bara niðri. Ég hef sem sagt komist að því að þessi óreglulegi hjartsláttur er alls ekkert óreglulegur. Hann bara dúmpar sig niður minnkar þar af leiðandi blóðflæðið sem orsakar svima. Afar áhugavert.
Þessi uppgvötvun er eins og þegar ég veit ástæðuna fyrir því að umferðin hreyfist ekkert áfram. Hjálpar mér ekki shift! :oÞ

26.12.04

Af hverju heita þetta fæðingablettir ef kona fæðist ekki með þá? Þetta er eiginlega bara heimskulegt!

Frændi í jakkafötum..

Sent með GSMbloggi Og Vodafone
Nú jæja. Ég skrapp að rækta mig í morgun í nýju skónum með nýja púlsmælirinn. Ég virðist hafa sloppið þónokkuð vel við alla jólafitu. Ég er allavega viss um að mjaðmirnar mínar eru þarna einhverstaðar allar lean og stinnar á göldrótta bandaríkjakvendinu sem tók mínar og lét mig fá sínar í staðin á meðan ég svaf. Ég er perulaga.
Blasted water weight goes straight to my hips!
Var hugsað til skólabróðurs míns þegar ég sá þetta

25.12.04

Þetta eru búin að vera góð jól með eindæmum, fyrir utan þá ákvörðun hjá mér að fjárfesta í nælonsokkabuxum. Ég var búin að gleyma því að þær eru með nýrnabaunum og vondu söbbvejmellunni.. í.. eh.. vonda liðinu!
Ef ég ætti tímavél, myndi ég nota hana til þess að finna misogynistic viðbjóðinn sem fann upp þessa guðsvoluðu flík og kenna honum eilífðarkapalinn. Þá hefði hann ekki tíma til þess að finna upp neitt lengur.
Já. Varið ykkur á heift Óskímon!
Reyndar myndi ég líka gera ýmislegt annað ef ég ætti tímavél, t.d. fara aftur í tímann og borða aftur jólamatinn í gær.
Fyndið annars með jólamatsklíkur. Hvað fólk borðar á aðfangadag er orðinn mælikvarði á persónugæði einstaklinga. Þegar ég fregni að einhver borðar hamborgarhrygg eins og hún ég, þá rym ég góðlátlega gef viðkomandi gullið prik í huglægu bókhaldi mínu. Ef ég rekst hins vegar á einhvern sem telur sér trú um að ræfilslegar rjúpur (sér í lagi ef fólk sýður fuglsgreyjin) séu góður matur eða hátíðlegur, fussa ég og sveija og tek viðkomandi af jólakortalistanum mínum (nei. Ég sendi að vísu ekki út nein jólakort, en ég GÆTI alveg sent þau, and you know I could!)

Ég er búin að háma í mig eins og ponsa sem leikur lausum hala í Nammilandi. Ekkert samviskubit. Hvað getur kona hvort eð er þyngst mikið á þrem dögum? Er þetta ekki meira jólakílóið heldur en jólakílóin?? Pfff.. Bring it on! Misst kíló yfir árið verða ennþá í andstæðu við hagkerfi Bandaríkjanna. Meira út en inn.

Hmm.. já. Annars fannst mér sérstaklega gaman áðan þegar við stórfjölskyldan létum renna í eins og tvo actionary. Þú veist ekki hvað mamma þín er mikill snillingur fyrr en þú sérð hana reyna að leika Njál á Bergþorshvoli eða sýndarveruleika...

24.12.04

Herre gud. Ég hef ekki fengið svona margar gjafir síðan ég var krakki. Vá. Ég á bestu fjölskyldu og vini í heimi! Foreldrarnir fóru sérstaklega overboard reyndar...

Mamma og pabbi:
- Geðveikt flottar græjur //þið vitið.. þessar sem spila geilsadiska. Fermingagræjurnar mínar gáfu upp Andrés Önd fyrr á árinu
- 2 sængur með 100% gæsadún //Eins og þið munið láku hinar fuglum
- Púlsmælir //Gaf sjálf Palla svona og lét mikið af hvað þetta væri kúl gjöf
- Ótrúlega flottir Nike hlaupaskór //Ég hef aldrei átt svona flotta hlaupaskó
- Penni og skrúfblýantur með nafninu mínu á
- Fleeze teppi

Elsku Einar
Ég hélt fyrst að hann hefði gefið mér blóðþrýstingsmæli og hárþurrku og hefði þar að leiðandi endanlega tapað sér. Ég hringdi í piltinn og spurði hann varlega út í gjafirnar og var að leita að leið til þess að segja honum að ég vildi skipta, þegar í ljós kom að ég væri plebbi sem opnaði ekki kassa, en ofan í þessum kössum leyndust alvöru gjafirnar..
- Sería 3 af Family Guy //Á 1. og 2. fyrir sko. *elsk*
- Citadels spil úr Nexus //Looks awsome!
- Vampire Storyteller's Screen //Nú get ég ráðið heiminum
- Vampire teningar //Vúhú
- Reglustika //Heheh.. skot á gömlu reglustikuna mína..

Vala, Halli og Andri Freyr
- Dove sett //You know me so well *knús*
- Mýksta trebba í heiminum

Hákon
- Töfrasproti með blikkljósi og galdri hljóðum //AWSOME!! Famelían mín var að galdra í lengri tíma

Palli
- Geðveikt fínan stein í keðju //Er róandi, eykur frið, þekkingu, visku, tengingu við andlegu sviðin, næmni, sannleiksþrá, bætir samskipti við aðra, kemur jafnvægi á karl- og kvenorku líkamans, dregur úr ótta, stillir hugan, er jarðbindandi. Váh!! Hæfileikaríkasti steinn í heimi!

Elva frænka
- Powerpuff girls handklæði //Híhíh.. þú þekkir mig líka vel!

Maggi og Dóra
- Angels and Demons //Vúhúúúú! Ég á til að lesa núna! Eina bókin sem ég fékk, þið redduðuð mér alveg

Tölvu-amma og afi
- Svoo fína peysu úr 100% silki //Þetta er í alvöru peysa sem ég hefði keypt sjálf hefði ég átt fullt, fullt af pening
- Sett með ilmvatni, body lotioni og sturtugeli //Namms

Amma og afi sykur
- Jólasveinaskeið úr silfri með gullhúð //Ótrúlega fínar. Þetta er 6. skeiðin sem ég eignast í þessari seríu. Verð að viðurkenna að fyrstu árin fannst mér þetta ekkert æðislegt, en núna er ég alveg seld!

Rúna og Donni ("tengdó")
- Sería 1 af Futurama //Váh! Hversu kúl geta tengdarforeldrar orðið?

Daði og Rúna //Bróðir og "mágkona"
- Dagatal með Ólamynd í hverjum mánuði //Fékk svona í fyrra líka. Mikið uppáhald
- Mynd af Ólasvein í ramma //Vúúúh.. Nýtt jólaskraut :oD

Óli guðsonur
- Fleeze húfa //Mmm hlý

Ösp frænka og Frikki kærastinn hennar
- Rosa fínt krem //Mjúkimjúki

Veiveivei.. Ég á svo mikið af nýju dóti. Veiveivei..
Gleðileg jól skellimúffurnar mínar..

(Nei, ég póstaði þetta ekki kl. 6:00.. stillti bara tímann þannig svo þetta væri meira ekta)
Á hvaða karmellusósu var fávitinn sem ákvað að Andrés Önd ætti að hljóma svona?? Voru neglur á krítartöflu ekki nógu prirrandi?

Jólatréð mitt!

Sent með GSMbloggi Og Vodafone

Við vorum að koma frá heimsókn að leiðinu hjá langömmu og langafa. Svona var ég.. Í þykkum sokkabuxum, hlýju pilsi, ullarpeysu, úlpu, með húfu, trebba og vettlinga og í kuldastígvélum

Mamma: (í fullri alvöru) Ertu nógu vel klædd?

Sent með GSMbloggi Og Vodafone
Funniest joke ever told by a dog..

23.12.04

Vá.. Jólin eru bara alveg að koma [insert óviðeigandi, hvít gusa eins og í "strædó er að koma" brandaranum hjá radíus]. Í dag er messan hans Þorláks og framundan eru tveir, heilir ræktarlausir dagar auk viðbjóðslegrar óhollustu. Ég er strax byrjuð að sjá 2. janúar, sem markar byrjun næsta 12 vikna prógrams hjá mér, í hyllingum. *skvabbskvabb*

Annars hafði ég í gær ákveðið að hleypa skúrikonunni inn í herbergið mitt, aldrei þessu vant og leyfa henni þar að gera sitt versta. Ég var augljóslega með óráði eða hafði gleymt hvernig 8:30 er á bragðið...
"I don't like it. He can finger me!"
Finnst mér ekki hljóma eins mafíósalega og það á að hljóma í þessari Bond mynd..

22.12.04


Guðsonurinn fékk að leika lausum hala á fasteigninni minni. Þetta er eina myndin sem ég náði þar sem að Ólasveinninn var ekki hreifður.

Sent með GSMbloggi Og Vodafone
Elva frænka mín, sem verður hjá okkur um jólin, sefur í næsta herbergi. Flugvélin hennar kom í nótt, svo ég kann ekki við að byrja á sækóklíner tilburðum alveg strax. Það er örugglega ekki gott fyrir heilsuna að vakna við slík óhljóð.

Annars gleymdi jólasveinninn mér í morgun. Mamma hringdi í mig og minntist eitthvað á það. Ég undraði mig á því hvers vegna hún vissi svona mikið um málið, en svo virðist vera að foreldrar mínir og jólasveinarnir þekkist ágætlega. Þau eiga það líka sameiginlegt að vera miklu eldri en ég. Kannski ég ætti að skoða vinahópinn þeirra aðeins betur, næst þegar hann kemur í heimsókn og ímynda mér hvernig karlarnir myndu líta út með jólasveinahúfu og alskegg...

21.12.04

Ég er búin að taka allt draslið mitt úr skúffum og skápum og setja á rúmið. Virtist vera góð hugmynd at the time. Ég á svo mikið af drasli að nú er ekki lengur pláss fyrir bæði það og mig á flugmóðurskipinu.
Í kvíðakasti hringdi ég í Hr.Mon og grátbað um gistingu (ætlaði að segja hýsingu. Þá hefði ég verið heimasíða..). Elsku strákurinn tók bara vel í það og lofaði mér að auki DVD glápi, rauðvínsdrykkju og nýju, hvítu súkkulaði (rauðvín og hvítt súkkulaði passa saman eins og... ristað brauð og ostur) þrátt fyrir að koddinn minn hafi fiðrað alla íbúðina hans þegar hann gerði tilraun til þess að skipta á honum.
Ah.. life is good!

Dread was as foreign to her as the landscape ahead!

Sent með GSMbloggi Og Vodafone
Ofur-Ósk pshyco cleaner
Þá er kominn sá tími sem ég kvíði fyrir á hverju ári;
Hin árlega jólahreingerning!
Það er ekkert við því að gera annað en að henda tagli í hárið, fara í föt sem almennt fá ekki að heiðra líkama minn nema í ræktinni, grípa 2 svarta ruslapoka í aðra hendi og vasaljós í hina, stilla fanatísk jólalög inn á FMið, þjófstarta þvottavélinni og draga djúpt síðasta andann fyrir næstu klukkustundirnar.

I'm going in!

20.12.04

Skrambinn hafi það! Getið þið ekki passað upp á neitt?
Ég rétt fer út úr bænum og á meðan, þá skreppur fyrst Örævajökull og svo landið allt! Það er eins gott að ég var ekki lengur.. hver veit hvað hefði minnkað þá..

Flotti jólabakgrunnurinn minn

Sent með GSMbloggi Og Vodafone
Mér var boðið í svo mikið um helgina að ég panikkaði og fór upp í sumargústaf...

17.12.04

Ég held að ég eigi aldrei eftir að nenna að horfa á box aftur. Við kíktum á video kvöld uppi í Þórshamri eftir æfingu í gær, þar sem horft var á Pride. There is no going back!

16.12.04

Ég fór í fyrsta munnlega prófið í mínu háskólanámi og það á ensku. Fékk 8.5 og er ekkert sérstaklega sátt. Hefði viljað fá 9 eða yfir.
I've got issues :o)

14.12.04

Ég vorkenni ykkur smá að eiga ekki bestu mömmu í heimi eins og ég :o)
Mismunun!
...af hverju er ekki til tímabil þar sem drullug dýr teljast hátíðleg?
- Um atriðið á ströndinni í karate kid og ástæðan fyrir því að ég var ásökuð um að vera sjúkasta manneskja sem Einar þekkir.
Ég: Já, þetta hefði geta endað illa..
Hann: Eða vel ef þú villt ekki að hann fjölgi sér
Ég: Svo hefði hann líka geta dottið öðruvísi og þá hefði hann ekki verið hreinn sveinn lengur....
Alltaf gaman að mæta kl.9 þegar þú átt að mæta kl. 10.. og.. og... haldiði kjafti!

13.12.04

Það er gat á dúnsænginni minni. Nú lítur rúmið mitt út eins og ég geri sjúka, sjúka hluti með fuglum!
Um daginn gaf half-orcið mitt (2 lvl) rottu með 6 hitpunkta, 57 í skaða í einu höggi. Venjulega þegar Cronck drepur fast, segir Palli eitthvað eins og hausinn hafi flogið af andstæðingnum eða að öxin hafi klofið líkama hans í tvennt... En þarna voru engin orð til þess að lýsa því hvernig rottan leit út eftir aðfarirnar.
Ég spjallaði um þetta við bróður minn stuttu seinna og hann kom með þá tillögu að Cronck hafi drepið rottuna, leitað á henni og fundið skilríki, flett henni upp í þjóðskránni, farið svo heim til hennar og lumbrað líka á þeim rottum sem fundust þar.

Einhverjar aðrar hugmyndir?
Gafst upp á rúmlega 2ja ára imood hundsi... Fallin ;o)
Frekar nálægt litnum sem ég fékk í fyrra.. Kona breytist víst ekkert svo mikið á einu ári..

you are deeppink
#FF1493

Your dominant hues are red and magenta. You love doing your own thing and going on your own adventures, but there are close friends you know you just can't leave behind. You can influence others on days when you're patient, but most times you just want to go out, have fun, and do your own thing.

Your saturation level is high - you get into life and have a strong personality. Everyone you meet will either love you or hate you - either way, your goal is to get them to change the world with you. You are very hard working and don't have much patience for people without your initiative.

Your outlook on life is very bright. You are sunny and optimistic about life and others find it very encouraging, but remember to tone it down if you sense irritation.
the spacefem.com html color quiz
Ég held ég sé með geðveikt hátt í charisma!
Þegar ég var ponsa vildi ókunnugt búðarfólk gefa mér nammi (don't take candy from strangers) eða bakaríisbakkelsi (en þeir sögðu ekkert um kókoskúlur). Núna er mér hins vegar boðin vinna hvert sem ég fer. Tja.. allavega í vísindaferðum og í ræktinni (þegar ég er sveitt og þegar ég er drukkin. Nokkuð magnað!)
Spurning um að halda áfram að vera dugleg að sprikla. Samkvæmt einhverri rannsókn, þá hækka laun háskólamenntaðra (bachelor degree) og lítilega búttaðra kvenna, hlutfallslega jafn mikið við að missa þessi 5 auka kíló og við að fá masterspróf. Væri ekki ónýtt að vera með þannig laun í sumar í einhverri af þessum vinnum sem allir eru að bjóða mér! Svo get ég fitnað aftur eftir að hafa nælt mér í gráðuna. Híhíhí..

Giljagaur gaf mér svona flotta jóla-styttu! Ég held ég sé aftur komin á jólasveinalistann! Veeei!

Sent með GSMbloggi Og Vodafone

12.12.04

Ég vona að það geri mig ekki að vondri manneskju...
....en mér finnst þetta vera ógeðslega fyndið!
Orðtak dagsins...
Follow your dreams, except the one where you're at school in your underwear.
Þau ykkar sem hafa heimsótt vefkonungsríki mitt í einhvern tíma, munið eftir því hversu eyðilögð ég var þegar ég hætti skyndilega að fá í skóinn á 21. aldursári. Í fyrra sá ég jólaveinana svo niðri í bæ, vappandi um og hlægjandi stórkallalega eins og ekkert hafi í skorist. Ég varð eðlilega bitur og sár og skrifaði reiðilegt pósk í tilefni þessa! Ég er ekki frá því að jólasveinarnir heimsæki heimasíðuna mína, vegna þess að í nótt, þá kom Stekkjastaur og skildi eftir litla gjöf í jólasokknum á hurðahúninum!

We're back in business!!!

11.12.04

9.12.04

Gagnkvæmur skilningur
Ég: Veistu hvað.. Ég tók til. Kinda.. Ég hrinti öllu draslinu af rúminu mínu og niður á gólf..
Hann: Hehehehehe
Step 1: Push all the stuff to the floor.
Step 2: ...
Step 3: Profit!

8.12.04

Híhí.. Ótrúlega sætar, litlu stelpurnar sem voru að syngja Snæfinn snjókarl í Íslandi í Dag. Þessi stærri er með þvílíka sviðsframkomu líka. Awww... :o) Jól!

Palli goatse-aður! Oskimon 1337 h4x0r strickes again!

Sent með GSMbloggi Og Vodafone

7.12.04

Váh.. þessar barnatennur eru ekkert að virka.. Ég er orðin svo fullorðin að mér finnst allir strákarnir í herra Ísland vera pínuponsur!
Mér finnst svo fyndið þegar konur segja eitthvað eins og: Ef ég myndi grennast, þá myndu brjóstin á mér minnka og kallinn yrði ekkert sáttur við það!

Tja.. Það er samt örugglega hughreystandi að hafa eitthvað til þess að viðhalda eigin sjálfsblekkingu :o)
Hmm... það er reyndar eitt kætandi við að lesa blöð frá 1998 og 1999 á biðstofum... Það er þegar þú sérð strákana í Oz lýst sem björtustu voninni..

hahahah

6.12.04

Tók mynd til þess að sýna Völu barnatennurnar mínar. Deili þessu bara með ykkur líka. Ég er sem sagt með 2 barnatennur, sitthvoru megin við augntennurnar (hringur utan um aðra þarna á myndinni. Takið líka eftir því að ég er ekki með neinar viðgerðir *montmont*). Það eru engar fullorðinstennur undir. Ég verð alltaf 2 tönnum frá því að verða fullorðin..

Hint um að nú sé kominn tími til að afþýða frystihólfið..
Ég keypti frosið grænmeti og fékk svo kvíðakast yfir því að þurfa að troða því inn í frystirinn.

Mér áskotnaðist þessi jólahundur vegna þrautargöngu minnar fyrr í dag og sökum þess hversu vel ég er lofuð! Hann heitir Klemenz.

Sent með GSMbloggi Og Vodafone
Fór í skvísuskoðun (eftir 40 mínútna bið fram yfir tímann á biðstofunni) og ég er ekkert lítið violated (ef ykkur finnst það vera eitthvað persónulegra að segja frá því heldur en almennum læknisheimsóknum eruð þið friggin' hálfvitar).
Nógu andskoti finnst mér það ömurlegt að þurfa að borga um 5000 kr. fyrir að gamall kall stingi puttanum upp í skvísuna á mér (tvisar I might add), sem undir öllum eðlilegum kringumstæðum ætti að virka í hina áttina... en að helvítis kallinn strjúki mér upp eftir löppinni á meðan ég ligg þarna með allt glennt út í loftið? Það er of mikið fyrir minn smekk.

Oh wait! Lykkjufallið á sokkabuxunum var þegar hann lét mig sjálfa skutlast með krabbameinsstrokusýnið í umslagi til sýkladeildarinnar for testing, eftir að hann hafði látið mig gera allt paperwork fyrir sig!

Þessi maður fær sko ALDREI, ALDREI að kíkja aftur upp í nokkurt einasta gat á líkaman mínum.

ALDREI.

Mæli með því að enginn hringi í mig það sem eftir lifir dagsins. Ég er í frenzy.. geri ekki greinamun á vinum og óvinum..

Já.. og stelpur! Endilega gefið mér upp nafnið á ykkar lækni ef þið eruð sáttar. I need a new one.

5.12.04

Ömurlegt að það sé enginn á msn hjá mér þegar mig langar í sund. Kann ekkert á síma lengur. Pfff...
Í gær spilaði ég Magic: The gathering eftir laaaaanga pásu. Ég bjó mér meira að segja til nýjan, goblin - based stokk (rauður er flottasti liturinn. Svartur er OF evil. Ég reyndar hakkaði nokkrum hvítum þarna saman við for good measure). Ég var búin að gleyma hvað þetta var skemmtilegt..
Goblin spilin eru líka snilld:

Step 1. Find your cousin
Step 2. Get your cousin in the cannon
Step 3. Find another cousin.

What do you mean we're out of things to mealt? Give me your leg!

Throw rocks at 'em! Throw spears at 'em! Throw Furt at 'em!

Only when the anger passed did Varv realize he had burned down his home, destroyed his weapons, and killed his friend Furt

He is smart for a goblin. He can do two things. Hit and run.

What's got two arms, one wing, and no brain (goblin á svifdreka)
Það er lítil fluga inni hjá mér. Ég veit ekki hver andskotinn hún heldur að hún sé. Það eina góða við fimbulkalda veturinn hér á landi elda og ýsu, er að flugur hafa sig almennt hægar!
Hvernig á ég að lesa í þetta? Ný kynslóð ofur-flugna sem fljúga jafnt á vetri sem og sumri. Hyggjast þær taka yfir landið og svo heiminn í kjölfarið?
Ég bið lesendur um að hafa augun opin og byrgja sig upp af hárspreyji og kveikjurum. Hver veit hvenær bardaginn um landið mun hefjast!
Nú er aldeilis illt í efni. Á karate æfingunni í gær var verið að kenna okkur allskonar fantabrögð (sjálfsvarnardæmi) og svo virðist sem að nokkrir andstæðingar mínir hafi tekið þetta aðeins of alvarlega. Ég er með ljóta marbletti eftir að hafa verið haldið upp við vegg (átti reyndar bara að halda í gallann, en ég er samt alveg með fjólublá handaför á sitthvorum upphandleggnum.. eitt til tvö fyrir hvern putta) og svo er ég líka marin á hálsinum.
Það svo sem truflar mig ekkert að vera öll hálf fjólublá, en útlit og staðsetningar þessa marbletta eru alveg sérstaklega heimilisofbeldislegar.

Ég er ekki frá því að ég neyðist til þess að ganga í rúllukragapeysum næstu daga til þess að koma í veg fyrir að fullvaxnir karlmenn geri aðsúg að aumingja Einari (eða gefa honum the evil eye eins og þegar ég var að skipta um spurngið dekk á fjölförnum stað og hann horfði á. Stupid steríótýpanir... eins og ég geti ekki skipt um dekk á mínum eigin bíl! *görr*)

4.12.04


*söngl* ein, lítil jólaÓsk...

Sent með GSMbloggi Og Vodafone
Oprah er með 640 óléttar konur í áhorfendastúkunni. Hvað er hún að kalla yfir sig? Geta svona miklir hormónar verið á sama stað án þess að allt endi í rifrildi og grenji?
Kannski ég ætti að horfa á þáttinn og sjá hvort þetta verði blóðugt.
Við skruppum út á stredderí með karatefólkinu okkar í gær svona að tilefni þess að við værum komin með nýtt belti. Ég tek mig miklu betur út í gallanum með lituðu belti. Amazing what accessorizing can do for you ;o)

3.12.04

Jæja.. Ég fer víst í eina endurtekt. Ég er samt ekkert súr yfir því vegna þess að:
1) Það er í fagi sem er ekki leiðinlegt að læra fyrir
2) Ég átti ekki skilið að ná öllu á þessari önn
3) Að rétt skríða hefði tekið of stóran bita út úr aumingja meðaleinkunninni minni og núna get ég meira að segja hækkað hana ef ég er dugleg :o)

Hakuna matata..

2.12.04

Snillingurinn og stórvinur minn, hann Hákon á 32ja ára afmæli í dag :o) Óska honum innilega, innilega til hamingju!
I remember we were driving, driving in your car
The speed so fast I felt like I was drunk
City lights lay out before us
And your arm felt nice wrapped 'round my shoulder
And I had a feeling that I belonged
And I had a feeling I could be someone, be someone, be someone
Merkilegt hvað sumt fólk getur verið indælt :o) Fallegt.

1.12.04

Í hallargarðinum er eitt stórt grenitré. Á hverju ári um þetta leiti, tekur faðir minn sig til og þekur tréð með hvítum ljósaseríum (enda eiga jólaseríur að vera hvítar eða rauðar. Svona marglitar eru ekki málið). Það er rosalega flott. Það lítur næstum því út eins og tréð sé gert úr ljósi.

Nú er af sem áður var....

Eftir jólin eru seríurnar að miklu leiti dauðar og það þarf að verlsa nýjar í þeirra stað. Þetta árið urðu fyrir valinu einhverjar sem áttu að vera sérstaklega endingagóðar og höfðu nokkra extra fídusa. Ég giska á að utan á pakkanum hafi staðið eitthvað eins og að hægt sé að stylla þær þannig að það styrnir tignarlega á þær.
Jáneeeii. Raunin er að helvítis tréð er orðið flogaveikt. Allur hallargarðurinn blikkar eins og titty bar skilti í vegas og það er víst ekki með nokkru móti hægt að ná samningum við kvikyndið til að hætta þessu..
Kominn tími á árlega quizið sem hefur sannað það fyrir ykkur á 9.desmonber síðustu 2 árin að þið þekkið mig ekki (set það samt í dag svo ég muni eftir þessu)!

Fyndið að það sé alltaf hægt að nota sama prófið á hverju ári.. :o)
Núkva. Ég er eina síðan sem kemur upp þegar leitað er að ooooooojojojojoj
ÞAÐ ER KOMINN DESMONBER!!
Váh. Kúl. Þetta virkar bæði fyrir mon og fyrir mús! (Músaþemað á msn heldur áfram. Desmúsber)
Ég er hópur :oD Vei

30.11.04

Hmmmm
Hverjum þarf ég að múta til að taka boðlega mynd af mér? :o)
- I know what I'm doing! I didn't spend 12 years in kindergarden because I'm stupid!!
(eh.. why then??)
I got my foot cought in the radiador!

- I know you hate being ugly, but someone has to make everbody else look good.

- Dexter, I am your father.
- OOOHhh.. That's not possible! Oh wait, no, you are right.

- What do you think, Rubber Ducky?
(*Quack, quack.*)
My thoughts exactly!

- Well, enough about me. Let's talk about me! What do you think of me?

- Wooha. Who's that handsome guy?
*hringir* 911 emergency?? There's a handsome guy in my bathroom! Oh wait. Cancel that. That's just me!

- And Mojo was hurt and I would have kissed his little boo boo but then I realized he was a BAD monkey so I KICKED HIM IN HIS FACE.

- Do you think I'm blind? Of course I smell it.

- My favorite hat's been ruined. And, oh yeah, Townsville's under attack by an evil demented zombie magician.

- Let me tell the story. I tell it the bestest. Besides, I remember everything like it happened yesterday.
IT HAPPENED TODAY

29.11.04

Original hugmynd...
Auglýsingin fyrir einhverja bók segir..
Klara ólst upp hjá hippa foreldrum, en býr nú með uppa.
Klara? Meinar þú ekki Dharma?

Ég og vinur minn hann Andri. Ég og mamma hans erum búnar að baka 5 sortir. Soddans dugnaður! :o)

Sent með GSMbloggi Og Vodafone
Jæja. Ég veit ekki alveg hvernig þetta gerðist. Mig grunar að maðurinn hafi verið á sterkum lyfjum þegar hann fór yfir prófið mitt. Held að ég hafi bara flotið áfram á tölfræðinni!

Hef annars bara eitt að segja við viðbjóðslegasta fag sem ég hef á æfi minni lært...

Hérna.. Stærðfræðigreining?

FAAAAAAAACEE!!!


Sent með GSMbloggi Og Vodafone

28.11.04

Man enginn annar eftir Centurions? Við Daði bróðir áttum Max Ray, Ace McCloud og Doc Terror í hágæða plast actionköllum back in the days!

Reyndar erum við bróðir minn ekkert voðalega marktæk. Við áttum líka fullt af Star Wars köllum, c.a. alla He-man kallana og nokkra transformers líka!
Bleh.. Ég á alveg líf! Honestly. Ég gleymi bara alltaf að segja frá því.
Málaði piparkökur með mömmu, pabba og Óla í gær eftir æfingu. Fór svo í sumarbústað, ein með emúanum. Borðaði grillaðar lambalundir, drakk rauðvín, kíkti í pottinn, las World of Darkenss og slappaði af á meðan að Einar spilaði á gítar og raulaði fyrir mig.

Á föstudaginn fór ég í vísindaferð í Betware og spilaði svo roleplay með "stóru" grúppunni (sem sagt elskuna mína hana Na. Mætti reyndar enginn nema "litla" grúppan + Helgi).

Á fimmtudaginn hitti ég Völu og Andra Frey sæta, syfjaða strák.

Svo man ég ekki hvað gerðist en... hmmm.. Á laugardaginn í síðustu viku spilaði ég RP með litlu grúppunni (Half-orcið Cronck).. daginn áður fór ég í nudd og afslappelsi á Laugum oooog...

Æi.. ég man ekkert svona langt aftur í tímann. Látið mig vera! Ég á samt líf!
Amma og afi, og amma og afi (bæði settin sem sagt) gáfu mér karate galla í afmælisgjöf. Meira að segja þann fínasta sem er hægt að versla í Þórshamri.
Ég keypti hann á laugardaginn fyrir peningana sem þau gáfu mér þarna fyrir rúmlega mánuði. Ég hækkaði um nokkur karöt á því að fara í hann held ég.

25.11.04

If you eat something and no one sees you eat it, it has no calories
Hmmm. HMMMM. Fæ mér samt ekki popp.
Aðskilnaður ríkis og kirkju
- og þar með leikskóla og kirkju
Ég á ekki börn. Engu að síður finnst mér þetta mál vera allt hið merkilegasta.
Er það réttlætanlegt guðþjónustur séu partur af leikskólastarfinu? Hvað með börn með annan trúarlegan bakgrunn? Er það eðlilegt að setja foreldra þeirra í þá aðstöðu að þeir verði að velja um hvort að "önnur" trú sé predikuð fyrir barninu, eða að það sé útundan í almennu leikskólahaldi?

Sjálf er ég ekki mjög trúuð. Ég fer ekki í kirkju og ég bið ekki bænirnar mínar. Hins vegar veit ég, að ef ég myndi lenda í snjóflóði, grafast í fönn og ekki vita hvaða átt væri upp eða hvort einhver myndi finna mig, þá myndi ég leita til æðri máttarvalda.
Ég ætti ekki bágt með að tilvist guðs væri kynnt fyrir mínum börnum, frekar en tilvist jólasveinanna.
Hvað með ef það ætti að hafa fyrir þeim einhverja allt aðra trú? Einhverja sem er kannski ekkert vond trú, en samræmist ekki mínum eigin gildum eða sannfæringu?
Tja.. Ég veit ekki hvernig ég myndi bregðast við þá!

Ætti það ekki að vera foreldra, frekar en ríkisins að fræða barnið um svona mál?
Skólapósk
Aaah.. Góð tilfinning.
Ég er búin að skipta um aðventunámskeið (3ja vikna námskeið eftir próf). Sagði mig úr vefþjónustum. Leið eins og ég væri að fara að gera 4. lokaannaverkefnið án þess að læra sérstaklega mikið nýtt. Hafði ekki áhuga eða nennu í það.
Núna er ég komin í syntax and semantics (sem er kúl, vegna þess að mér fannst stöðuvélar svo skemmtilegur áfangi), sem er kennt af Ítalanum Luca (ömurlegt að tímarnir séu ekki á 2.hæð. hahaha.. Stig og bolti fyrir þá sem fatta). Luca er æði.

- It is not socially acceptable to be a computer scientist
- *Bendir á 2^n* And this is the reason computer scientests put on garlic necklesses

Svo táknar hann stundum lokastöður með broskalli í staðinn fyrir með 2 hringjum.
Aaah. Svo góð tilfinning.

24.11.04

Það er beltapróf í karateinu eftir viku og einn dag. Þá fæ ég kannski gult belti. Eða. Ég fæ ekki gult belti upp í hendurnar, en ég get farið út í búð og keypt mér það án þess að fá nagandi samviskubit yfir því að gera eitthvað sem ekki má (eins og þegar Einar dregur mig yfir götuna þegar rauði kallinn er í gangi). Gulur var uppáhalds liturinn minn þegar ég var lítið mon og hann er líka notaður til þess að tákna gleði og sumar og svo er hann liturinn sem er á uppáhalds blómunum mínum, túnfíflum (NEI! þeir eru ekkert illgresi!). Það getur ekki verið slæmt.

Spurning um að fara að æfa kiaið mitt samt. Einhverra hluta vegna hljóma ég eins og rosalega frústreraður kettlingur eins og er..

23.11.04

Damn me. Ég fíla Manson! There.. I said it! Í gegnum árin hef ég verið að reyna að ljúga því að sjáfri mér að hann sé ekkert svalur, vegna þess að hann er kommörsjal hóra og eins mikið just-add water drasl og Spice girls voru. Hann er ekkert annað en gothic spice!

Jæja. Annað en þær, er helvítið samt talandi. Helvítið er meira að segja bara nokkuð klárt. Sáuð þið hann í Bowling for Columbine? Hmm? Haa?
Annað en hjá þeim, þá eru hans cover-lög góð. Meira að segja nokkur af "hans" lögum.

Ég hef líka alltaf verið rosalega veik fyrir goth. Í öðru lífi, þar sem mér væri sama að fólk horfði á mig með hryllingssvip í augunum og hraðaði börnunum sínum í burtu frá mér, þá væri ég all small, dark and gruesome. Með svarta augnmálningu, gerviblóði og í nornasveim/vampírukölti!
Á hverju einasta ári, á öskudagsballinu í grunnskóla (að undanskildu einu, þegar ég var pönkari), á meðan að hinar stelpurnar voru Lína Langsokkur og prinsessur, þá var ég norn. Alltaf.
Ótímabært jólaskraut og jólalög virðast ekkert pirra mig þetta árið. Tek þessu með opnum örmum og sælubrosi. Ágætt að allt verði svona festive og hamingjusamt.
Óli að leika sér með plast nashyrning og flóðhest:

- Ég ætla að ÉTA þig nashringur!
- En.. ég er líka ljótt dýr!
- Ó. Þá skulum við bara étast.

[insert videoclip þar sem nashyrningur og flóðhestur éta hvorn annan]

22.11.04

Mig langar alltaf í eitthvað sem ég tími ekki að kaupa handa mér sjálf. Alltaf. Það líður ekki sá dagur að ég mér detti ekki í hug eitthvað sem mig langar meira en allt að eyða peningunum mínum í (þeir eru nú orðnir svo fáir eftir að þeir fara að deyja úr einmannaleika).

Alltaf.

NEMA! Þegar ég á að skrifa jólagjafa ÓSKalista fyrir fólkið mitt. Þá langar mig ekki í neitt og vantar ekki neitt.
Á mbl er frétt með fyrirsögninni "Engin innbrot framin í Kópavogi um helgina". Þetta minnir mig skemmtilega mikið á "Ég var aldrei með Döllu"...

Ég er svo liðug.. Meira að segja á tungunni.

Sent með GSMbloggi Og Vodafone

21.11.04


Többgörlaði tölvuna hans Einars þó hann læsi henni alltaf þegar hann fer fram.. I'm goood!

Sent með GSMbloggi Og Vodafone
24 klst og 5 mínútur í að ég verði búin í prófum!

20.11.04


Hver segir að það sé ekki hægt að kaupa sér vini? Ég eignaðist þessa fyrir einn brauðpoka..

Sent með GSMbloggi Og Vodafone

19.11.04

Fitness-pirr dagsins
Verð aðeins að fá útrás...

Mér finnst svo fyndið þegar fólk er að gera magaæfingar á hverjum degi til þess að reyna fá flatan maga. Ef þú ert bara að gera uppsetur og eitthvað, þá færðu að öllum líkindum bara sterkari magavöðva undir sömu fitunni (tja.. reyndar brennir þú meira ef þú ert með stærri vöðva, but that's another story).

1. Líkaminn getur ekki breytt einni vefjategund í aðra. Þetta er sitthvor hluturinn all togeather. Magaæfingar breyta sem sagt ekki fitunni á maganum á þér í vöðva.
2. Fita fer af líkamanum í lögum. Þú færð flatari maga á því að gera brennsluæfingar og borða hollan mat (..og ekki óhollan þá) heldur en að gera uppsetur á hverjum degi. Það er samt auðvitað sniðugt að æfa magavöðvana líka 1-2x í viku til að fá flottari vöðva..
Ef ég væri hundur, þá væri ég hraust. Nebbinn minn er kaldur!

18.11.04

- Óli frændi syngur "Afi minn og amma mín, fóru út að hjóla. Afi datt ofan í drullupoll og amma fór að góla" 30x
- Rafmagnið slær út
- Vinir þeirra eldri koma í heimsókn og þau ákveða að sýna þeim "nýju" græjurnar á fullu blasti

...það á eftir að bráðna í Hel ef ég fer ekki í endurtekt. Hmm. Eftir að ég viðurkenndi þetta fyrir sjálfri mér, þá sló aldeilis á stressið!

Klukkan og hitastigð inni í eldhúsi. 12.5 gráður! Thats it! Ég er flutt..

Sent með GSMbloggi Og Vodafone
Aaaafork. Ég var að komast að því rétt í þessu að ég er í íslenska landsliðinu í handbolta. Eins og ég hafi ekki nóg á minni könnu núna, þó svo að landsleikir bætist ekki við líka!

Allavega sagði auglýsingin að við séum öll í íslenska landsliðinu í handbolta...

17.11.04

Ég rómanseraði sjálfa mig upp úr skónum. Eldaði nautasteik og ofnbakaðar kartöflur í kvöldmatinn og útbjó salat úr fersku spínat og furuhnetumi. Þetta snæddi ég svo við kertaljós og drakk með sykurlaust appelsín úr rauðvínsglasi.
Já, ég er svo sannarlega drottningin í klakahöllinni (hitamælirinn segir 16°C. Gott að eiga svona friggin' stórt hús þegar það tekur mörg ár að kynda það þegar það kemur vetur. Ég endaði á því að sofa með 2 sængur og í fötum síðustu nótt. Vonandi geta mamma og pabbi lagað þetta þegar þau koma heim).
Ég stal emoticon stuffinu þarna frá Laugu því mér fannst það svo krúttlegt. Setti það samt bara á health því það er lengi að loadast og ég vissi ekki hvar ég átti að setja það :o)

Mig langar í þessi stígvél í 36!

Sent með GSMbloggi Og Vodafone

16.11.04

Hahah... Tölvugraffík bókin mín er dóni..
"Using these definitions, we can write any 3D vector, such as (a,b,c) in the alternative form
(a,b,c) = ai + bj + ck"


Æi haldiði kjafti! Ég má halda í einhverja gleði í lífi mínu, þó svo að hún sé heimskuleg.
Í gær fór ég í Nóatún á háannatíma. Nóatún er svo grimmilega dýr og vond búð að ég ákvað að það væri lítið að gera þar. Það reyndist rétt. Nóatún er líka hverfisbúð einhverstaðar uppi í sveit (Árbæ, rétt hjá sundlauginni), svo að allstaðar hanga uppi auglýsingar um pössun, dýrahald og þess háttar. Ég rak augun í eitt plagg, prýtt mynd af stæðilegum clipart manni með skíðastafi. Titillinn var "Lærðu stafagöngu - 20% meiri brennsla". Mig langaði að hlægja eins og brjálaður vísindamaður og prumpa. Frekar myndi ég rölta 12 mínútum lengur pr. klst og vera 200% minni fáviti en að labba um í Heiðmörkinni, skíðalaus með skíðastafi.
Í bílnum á leiðinni heim fór ég svo að hugsa... Þetta gæti bara vel verið málið fyrir mig! Ef þið haldið að ég sé þokkafull núna á 15 km hraða á klst á hlaupabrettinu, við það að deyja úr hjartaáfalli og drukkna í eigin svita..... bíðiði þá eftir að þið sjáið mig á hlaupabretti á 15 km/klst með skíðastafi á lofti!!
Ég er lasin og það er snjór
Þetta gæti verið titillinn á nýju blúslagi. Hentu inn lokaprófum og þá bæti þetta líka verið lífið mitt. Ég hef ekki farið í ræktina í dag og mér líður eins og ég gæti þá bara alveg ekki verið til. Myndi borða súkkulaði ís beint upp úr dollunni og horfa á teiknimyndir.. en þá yrði ég bara feit og missti af dýrmætum próflestrartíma. Feit og fallin.
Í gær viðraði ég þá hugmynd við Einar, að einn daginn, þegar við værum komin með buru (en ekki börn sko. Hvað er bura anywho? Ekki einu sinni Wikipedia veit) myndum við fá okkur gælurottu. Mér til mikillar undrunar, þá þvertók hann fyrir það og sagði að þær væru með ógeðsleg skott. Eftir miklar umræður, kom fram að sköllótt skott þættu miður glæsileg. Engu að síður féllu loforð mín um að finna rottu með hært skott einnig í grýttan jarðveg.
Ohh.. Karlmenn! Hver skilur þá? ;o)

15.11.04

Fréttirnar..
Já krakkar mínir! Ef ykkur líkar ekki við lögin, skulið þið bara brjóta þau!
Mikið er ég ánægð að ég eigi ekki barn á grunnskóla aldri. Það yrði mér sannarlega erfitt að senda það á hverjum degi í skólann, þar sem að lögbrjótar sem græta það (kom fram í fréttunum áðan að margir yngri nemendur hafi farið grátandi heim í morgun eftir að ljóst var að kennarar hugðust ekki mæta..) hafa fyrir þeim einhver twisted gildi.

En ekki hvað?
Allir fjölmiðlar blaðra um að Kaldaljós hafi unnið Edduverðlaunin fyrir bestu myndina, eins og það sé rosalega merkilegt. Það voru ekki framleiddar nema einhverjar 3 íslenskar kvikmyndir á þessu ári og hún þessi hafði nú þegar verið útnefnd sem framlag Íslands til óskarsverðlaunana þetta árið (af sama fólki?).

...svona fannst mér um það!

Sent með GSMbloggi Og Vodafone

Svona var Benni i morgun...

Sent með GSMbloggi Og Vodafone

Klám..

Sent með GSMbloggi Og Vodafone
Í veðri sem þessu, verð ég alltaf að halda virkilega fast í veruleikann. Mig kitlar alltaf í handbremsuhendina..

12.11.04

Nauss! Ísland í dag pussunni tókst að slá sig sjálfa út í þetta skiptið! Ekki bara talaði hún með fullan munninn, heldur söng líka!
Rokkarinn í mér er að lúlla sér. Á meðan hlusta ég á Portishead og get ekki einbeitt mér því að ég þarf svo mikið að hlusta. Ég held ég geti ekki hlustað á góða tónlist þegar ég er að læra..

...Það er mér líka svo mikil fróun að hlusta á góðar söngkonur frekar en söngvara. Ædentafæja mig svo mikið með þeim öllum saman að ég gæti ælt á mig. Kannski ég ditsji bara tölvunarfræðina eftir masterinn og gerist rokk söngkona, bassaleikari, einkaþjálfari og fátæk..
Heitt og kalt. Tja.. Eða úti og inni
Held ég haldi mig bara við kalt og úti að þessu sinni:
Tilgerðarlegar greinar um hvað þér eigi að finnast flott, hvað þér eigi að finnast hallærislegt og hvernig þú eigir að klæða þig, eins og t.d. aftast í fréttablaðinu og fremst í Birtu.
Já. Og snjór. Snjór er bæði kaldur og úti þessa stundina.
Fjórða insomnia nóttin í röð. Gæti verið að það séu að koma lokapróf?

11.11.04

Ég er víkingur. Tja. Eða valkyrja. Eða.. gyðja einhvers sem er kalt. Samt ekki Hel.
Þetta segi ég vegna þess að mér tókst að hlaupa frá bílnum og inn í hús án þess að verða úti á leiðinni! Já, það er aldeilis gott að ég sé í góðu formi. Annars hefði ég kannski ekki náð alla leiðina að hurðinni áður en blóðið í mér hefði farið að frjósa. Já, það hefði sko ekkert verið glæsilegt hefði ég orðið mikið meira cold blooded en ég er nú þegar. Hefði kannski rankað við mér með vorinu, hrindandi gömlum konum og hangandi með bensínbarónum.

Ég ætla allavegana ekki út aftur fyrr en það er kominn maí. Í minnsta lagi ekki trebba og húfulaus!
Prótein vöfflu uppskrift ef einhver hefur áhuga..

9.11.04

Hann: Flott mynd. Þú lítur út fyrir að vera sæt á henni

Væri ótrúlega fallegt og gott hrós ef þetta kæmi ekki frá einum af mínum bestu vinum. Hann meinti þetta samt vel. Var ekki að segja að ég væri ljót venjulega.

Ef mynd af einhverjum er góð.. er hún þá betri en fyrirmyndin? Er þessi mynd sem ég er núna með á msn betri en ég? Er hún kannski sitjandi í sínum ógeðslega tvívíddar heimi, bullandi hamingjusöm í sjálfboðavinnu fyrir göfugan málstað og á herbergi sem er ekki allt úti í drasli? Er hún glöð? Og ekki svöng eða með prófkvíða? Og á hún kannski eitthvað að borða? Og setur hún kannski ekki "og" á eftir spurningamerkjum og punktum því að hún er með málfræðireglur drjúpandi út um öll vit.

Eitt er víst.. Hún er svo góð manneskja að hún hefði ekki skrifað ljóta örsögu eins og ég gerði hérna fyrr í dag. Svo virðist vera að fólk þarna úti sé almennt ekki listrænt þenkjandi. Eða almennt þenkjandi. Æi fuck off. Ég má vera bitur þegar ég er bitur!
Orðtakið var sem sagt "hláturinn lengir lífið". Stelpan vildi ekki deyja... þess vegna hló hún.
Orðtak dagsins..
Hláturinn bergmálaði á milli húsanna. Hún hló eins hátt og eins innilega og hún gat á meðan að höfuðið grét. Blóðið seitlaði út og litaði stéttina rauða. Hún reyndi að loka augunum fyrir eigin lífi sem þaut framhjá henni á hraðspóli. Helvítis endursýningar.
Já.. get ég fengið nautasteikina, en borna fram í bát??
Það er sko engin spurning að ég fer þangað næsta nammidag! Who's with me??

8.11.04

Of vondu vön
Áðan, þegar ég var að sniglast um í eldhúsinu, rakst ég á undarlegan.. eh.. dunk! Já, ég held barasta að það sé ekki hægt að kalla þetta annað. Ég hafði aldrei séð hann áður, en samt hafði hann vinalegt merki á bumbunni.
Þetta voru sem sagt sunmaid, california rúsínur í nýjum stay fresh pakkningum. Ég opnaði hann varlega við mér blöstu litlu, krumpuðu gleðigjafarnir. Ég stakk tveimur upp í mig og...

...þær voru VIÐBJÓÐUR! Allar.. djúsí og ógeðslegar. Euuuughhh..
Heeey!! After picture af kjólnum mínum!
Sést víst ekki eins vel hér..

Leyfilegar brownies. Hendi inn uppskrift og review á health á eftir..

Sent með GSMbloggi Og Vodafone
Það kemur mér ekkert við að...
...tæplega 80 kg kvenmaður hlaupi í þröngum hjólabuxum og íþróttatoppi einum fata á hlaupabretti nálægt mér
...plastgellan niðri í búningsklefa máli sig og setji upp rosa hárgreiðslu áður en hún fer að pósa við ýmis tæki uppi í sal, þar sem að æfingar myndu skemma makeöppið
...manneskjan á næsta borði á veitingastað hafi hæðsta sms bíp í öllum heiminum
...ókunnugt fólk sé haldið ranghugmyndum, þó svo að ég viti betur og geti leiðrétt misskilninginn
...fólk gangi um í viðbjóðslegum fötum bara vegna þess að þau eru í tísku
...foreldrar kaupi McDonalds handa akfeitum börnunum sínum af því að þau nenna ekki að elda ofan í þau og krakkakvikyndin kunna ekki lengur að meta neitt annað
...for( ;/*ever*/; ) { [insert annað atriði] }

Jæja. Fyrst þetta kemur mér ekki við, þá er best ég fari að leiða þetta hjá mér og geri þar með líf mitt ánægjulegra!

7.11.04

Í nótt svaf ég í takt við lekan krana sem býr á hæðinni fyrir ofan Einar. Drippdrippdripp... og mig dreymdi sýru. Stundum þegar ég vaknaði, íhugaði ég að fara í gulan Henson galla og stúta krananum með Umu töktunum mínum. Svo mundi ég að ég á engan gulan Henson galla. Eða Umu takta.

6.11.04


Namm.. Einar keypti sér Dove handsápu (eins og glöggir lesendur muna, þá flokkast ég sem doveaholic). Nú ætla ég aldrei að pissa annarstaðar en heima hjá honum!

Sent með GSMbloggi Og Vodafone

5.11.04


Iii.. Ömurlegt. Kom ekkert í hann!

Sent með GSMbloggi Og Vodafone

Ég er í baði með tannhvítudót uppi í mér, nebbahreinsiplástur á nebbanum og ég er að lesa Andrés Önd. Ég get VÍST multitaskað!

Sent með GSMbloggi Og Vodafone
I feel so naughty..
Ég neyddist til þess að skipta á dögum (vegna Vetrarhátíðarinnar í kvöld. Maturinn er víst ekki authorized) og hafa nammidag í dag. Mér finnst eins og ég sé að brjóta einhver lög með því að sitja hérna í læristofu á föstudegi og borða nammi. Í hádeginu förum við Einar á Indókína eða Eldsmiðjuna eða eitthvað, í staðinn fyrir venjulega hádegismatinn minn (skyr með létt kotasælu, heilhveiti samloka með heilum pakka af kalkúnaskinku og gúrkum eða eitthvað í þá áttina). Kannski ég verði svo drukkin af rebalisma eftir það að ég æði yfir götur án þess að græni kallinn sé í gangi og borði brauð í hægindastólunum í Kringlunni....

4.11.04

Neiðinn kennir hálf naktri konu að þrengja kjóla
Úff. Ég held það sé kominn tími til þess að reyna aftur að særa burt illa anda úr saumavél satans. Ég hefði haldið að hún myndi taka mig í sátt, þar sem að ég keyrði um á daihatsu charade '91 árg (Dodda litla) í menntaskóla. Það er náttúrulega saumavél líka!

Ég er að spá í því að gera heiðarlega tilraun til þess að breyta brjóstakjólnum. Ég mátaði hann í gær og sá að ég er komin með svo lítil búbs að þau myndu bara hoppa út, eins og þungarokkarar af polka danskeppni, ef ég svo mikið sem hugsaði um að beygja mig fram.
Ég ætla því að reyna að laga hann til svo að hann sé ekki svona geypilega fleyginn og þrengja hann svolítið.

Tölvunarfræðinemi við saumavél er eins og lögfræðingur með samvisku!
Linkapólitík
Mikið rosalega verð ég stundum glöð að hafa ekki uppfært linkana mína í 2 og hálft ár.

3.11.04

Og þetta kallar kona vinkonu sína..
Ég: Já, er hann langur?
Hún: Hann er orðinn heilir 73 cm, á ekki langt í að ná þér

Ah.. by the way þá vorum við að tala um son hennar ógeðslegu pervertarnir ykkar!!
Aldrei þessu vant er ekki um að kenna leti og almennu andleysi að ég hafi ekkert látið frá mér heyra í dag. Félagi Blogger hefur verið í einhverju PMS kasti. Ég kvarta þó ekki. Þetta er ókeypis þjónusta og hann stendur sig almennt eins og hetja!

Ég keypti mér miða á Vetrarhátíð Visku.

Ég á ekki lengur nein föt sem passa á mig, svo ég er ekki að djóka þegar ég segist ekki eiga neitt til þess að fara í... Görr!

2.11.04

Híhíhí.. önnur Mús Lee mynd. Þessi er eftir hann Adda.

Mátti pósta.. EN:
- í guðana bænum taktu fram að þetta er gert á 3 mín
- Og að hugmyndin sé algjörlega stolin frá myndarlegri vinkonu þinni sem að fékk hana væntanlega frá þér

That's now logged and noted :o)
Það er sko ekki ónýtt að vera með hæfileikaríku fólki eins og henni Laugu í lokaverkefnishóp.
Varúð - heilsupósk
Hmm.. samkvæmt nýjustu tölum er ég með ~20% líkamsfitu. Ennþá í ideal flokknum. Ég var 18.9% samkvæmt 3 point testi og fannst það svolítið lágt, þannig að ég tók 7 point test og fékk 20.3%
Ég klára sett 2 af 12 vikum á laugardaginn. Ég er að spá í að taka eftir það 6 vikur, borða svo bara jólamat án samviskubits eins og eðlileg manneskja og skella mér eftir það í næstu 12 vikur.
Takmarkið mitt er 17 - 18% Langar rosalega að segja 15%, en ég vil ekki vera geðveik :oÞ
Ef ég er komin niður í 17% og er ósátt við mig held ég að það sé ekki bodíið sem sé bilað..

Endurgerð mín af kisumyndinni hérna fyrir neðan. Í hlutverki skjaldbökunnar er Kusi káti og í hlutverki kisunnar er ég sjálf. Ottó tók myndina.

Sent með GSMbloggi Og Vodafone
Ég á penna sem er búinn til úr samanþjappaðri illsku. Hann lítur sakleysislega út á yfirborðinu, en látið ekki blekkjast!
Ég eignaðist skrifara hins hníflótta í gær. Þegar ég settist í sætið mitt (já. ég á sæti) áður en tölvugraffík tími byrjaði, þá sá ég að sá sem hafði brúkað það á undan mér hafði skilið pennann sinn eftir. Ég tók hann upp og skoðaði hann. Það vildi einmitt svo skemmtilega til að mig vantaði kúlupenna. Ég setti hann ofan í töskuna mína og í augnablik fékk ég svona *guðminngóðurhvarerbarnið* sting fyrir hjartað. Það var nefnilega þá sem ég mundi eftir því að tíminn á undan er LÖGFRÆÐITÍMI *bammbammbaaaaaaahhhmm*

Það kæmi mér ekki að óvart ef ég vaknaði einn morguninn... DAUÐ.. með penna hins hníflótta í barkanum.

1.11.04

Já.. þessi skjaldbaka lítur ekki vinalega út! Eða þessar baunir
Hmmm.. skrítið! Á kvöldin tannbursta ég mig, þvæ á mér andlitið með þvottapoka og set á mig rakakrem. Á morgnana, þegar ég vakna, tannbursta ég mig, þvæ á mér andlitið með þvottapoka og set á mig rakakrem.
Í millitíðinni hef ég bara sofið.
Það er augljóslega einhver sem er að nota á mér andlitið og tennurnar á nóttunni! Mig grunar að það sé sama manneskjan og stelur sofinu mínu. Einhverra hluta vegna er ég syfjuð og andfúl þegar ég vakna eftir 7 klst svefn!

31.10.04

Ef þú segir síminn með útlenskum hreim.. Þá er eins og þú sért að segja sæði á útlensku..
Palli segir að það sé skrítið að fyrirtæki geti borið virðingu fyrir sjálfu sér með svona nafn og svona logo.
Ég horfði á Memento í gær með Einari, Palla, Maddlú, Dóru hans Maddlú og rosalega miklu nammi. Eftir að hafa eytt nokkrum klukkutímum í að hugsa um þessa mynd, þá hef ég komist að niðurstöðu.

Andskoti var gaurinn sniðugur að tattúvera á sig allar þessar upplýsingar! Kannski að þetta gæti nýst mér til þess að koma í veg fyrir stanslausar árásir sem ég verð fyrir sökum slapps skammtímaminnis og skerts athyglisspanns..

30.10.04

Ekki gleyma því "að hata"!
Skrítið. Ýmiskonar fólk hefur tjáð sig um hversu ofnotað "ást" og "að elska" sé í orðaforða manna og kvenna. Þetta er orðið svo tuggið að bráðum fer það að nálgast klysjuna sem allir krakkar í 3.bekk í grunnskóla skrifa (eða þau okkar sem fengu að fara í skóla og kunnu þar að leiðandi að skrifa á þessum aldri) um stríð og mannvonsku. Þið vitið.. ófrumlegi textinn sem MS skellir ásamt innihaldslýsingu á vinalegar mjólkurfernur.
Sama fólk nefnir "hatur" og "að hata" aldrei á nafn í sama samhengi. Er þetta á einhvern hátt veikari orð, eða eru þau notuð í færri tilvikum? Ég stórlega efast um það.
Þau okkar sem höfum í alvörunni hatað, alveg eins og þau okkar sem höfum sannarlega elskað, vitum hversu báðar tilfinningarnar eru gegnumsýrandi og persónuleikabreitandi á öllum sviðum lífs þíns. Hvers vegna gleymist önnur, eins og ófríða stelpan í bekkjapartýi? Er þetta ef til vill vegna þess að main( stream ) fólkið sem sér sig knúið til þess að elskast með hinni klysjunni við hvert tækifæri hefur ekki enn haldið potluck þar sem þetta hefur komið upp?

That being said..

Djöfull HATA ég ofleikandi kellinguna með ýkta framburðinn í flísa auglýsingunni frá Húsasmiðjunni!
Á laugardögum rætast fantasíur. Ristað brauð með smjöri og osti er t.d. algeng fantasía hjá mér...

29.10.04

Ég fór í gröfubílaleik áðan. Það var gaman. Ég fann mér vinalega, gula gröfu og elti hana frá gyminu og næstum því alla leið heim til mín. Ég var svo búin á því að mig langaði ekkert að taka fram úr henni og ég var ekkert að blóta greyjinu heldur. Stundum er þægilegt að vera slow. Ég held að mig hafi liðið eins og snigli. Ég held að sniglum líði líka vel.

28.10.04

Það stendur "GRIP 1335 0.5" á blýantinum mínum. Hann er bara 2 frá 1337!!!

27.10.04

Kafnaði næstum því á eigin munvatni. Hvað ætli minningagreinarnar hefðu sagt..
Ég á vin sem vinnur á Essóstöðinni á Ártúnshöfða (bensínstöðin MÍN því ég bý í Ártúnsholti. Nei. Það er ekki það sama og Árbær!). Mér finnst svo voðalega gaman þegar hann dælir á bílinn minn. Síðast þreif hann t.d. alla gluggana fyrir mig bara for the sake of it, á meðan ég var inni að borga. Þegar ég er eineygð þá spyr hann alltaf hvort hann eigi ekki að skipta um peru og ef ég bið hann um að fylla brummann, þá vill hann vita hvort hann eigi ekki líka að tékka á rúðupissinu og kannski olíunni.

Mig hefur lengi vel langað til þess að senda yfirmönnum hans tölvupóst og láta þá vita hversu frábær þessi dælimon er. Segja þeim að þeir eigi að hækka launin hans, gefa honum rjómaís og klappa honum á kollinn. Það er það drottningalega í stöðunni að sjálfsögðu! Eina vandamálið við þetta allt saman, er að ég hef ekki hugmynd hvað vinur minn heitir og það kemur ekki fram á heimasíðu Esso.
Tillögur?
Ansans ári. Ég er með bólu og hún er stór. Þetta veldur mér mikilli hugarangist, þar sem ég fæ bara yfirleitt ekki bólur (og ef þær koma, þá get ég ekki látið þær í friði svo þær fara seint). Hver er þetta og hver er áætlun hennar? Ætlar hún að taka yfir allt andlitið? Kannski færa sig á nebbann svo ég fái kringlótt, rautt nef eins og viðbjóðurinn hann Pennywise?
*GASP*! Hún ætlar að breita mér í fjöldamorðstrúðinn úr It, með dauðaljósum og öllu!

26.10.04Vöðvinn minn :o) Honum er illt í sér núna... Var með aðra mynd áðan, en ég skipti henni út vegna þess að lýsingin var skrítin. Ég leit út eins og naut á sterum..
Sent með GSMbloggi Og Vodafone
Í gær labbaði ég framhjá 9 ára krakka sem kveikti næstum því í mér með sígarettunni sem hann var að reykja. Það var alveg óvart. Greyjið náttúrulega ný byrjað að labba og ekki komið með fullt vald á útlimum.
Það er engu að síður gott að sjá að æskan finni sér ný áhugamál í þessu kennaraverkfalli. Ævintýraland í nikótínsjokki er ekkert það sama og plain old Ævintýraland!
Úff. Ég er með harðsperrur allstaðar. Samningaviðræður mínar við stiga bera engan árangur frekar en ég væri kennari. Þeir fara hvergi. Ég þarf að staulast upp og niður kvikyndin með tárin í augunum. *sniff* kúlurasskúlurass. Gekk frá höndunum líka áðan svo ég get ekki lyft neinu upp án þess að skjálfa eins og gúrkusölumaður með Samkeppnisstofnunina í heimsókn.
Þetta er náttúrulega bara sjálfskapavíti, en ég gef mér samt fullan rétt til þess að væla. Ef ég væli ekki, hver gerir það þá fyrir mig?

Stundum velti ég því fyrir mér hvers vegna ég er að standa í þessu, þegar ég gæti drukkið djúsþykkni og skellt plástri á rassinn á mér. Fregnir herma að það séu meira að segja til megrunareyrnalokkar!

Þol, styrkur og endorfín elskan. Fyrir utan það.. að ef ég væri ekki alltaf með harðsperrur, hverju ætti ég ÞÁ að tuða yfir??
ÉG DREP ÞIG!!

25.10.04

Þetta ættu allir að athuga!
Ekkert smá mikið að gera hjá honum hundi þessa helgina!
Um helgina dýfði ég aðeins litlu tánni ofan í lífið. Varð eiginlega hálf hrædd við allar hálf nöktu og skjólgóðu stúlkurnar sem urðu á vegi mínum. 15 kílóa auka þétting er ekki sérstaklega áberandi nema þú sért í magabol og þvottapoka sem þú hefur skírt pils.

Annars var þetta snilldar helgi. Á föstudaginn skruppum við að gefa gæsunum og mávunum á tjörninni brauð. Ég er orðin einstaklega leikin í því að koma á stað slagsmálum. Á tímabili var mér samt hætt að verða um sel, þegar allar gæsirnar höfðu þrengt að okkur og engin undankomuleið sjáanleg. Ég var farin að halda að þær myndu éta mig þegar allt brauðið væri búið. Ég held ég hafi séð heimildamynd um morðóðar villigæsir á Discovery!

Ó.. nei bíðiði! Það voru víst morðóðir höfrungar í The Simpsons.

Svo gerði ég eitthvað meira börþdei stuff og endaði daginn á því að spila roleplay. Palli var að stjórna okkur í nýju ævintýri (hann stóð sig eins og hetja!) svo ég bjó til nýjan character. Hann heitir Cronck (stig og bolti ef þið vitið hvaðan nafnið er) og er caotic evil, half-orc barbarian. Ekkert sérstaklega klár en afskaplega stekur og finnst sérstaklega gaman að slátra mönnum, dýrum, plöntum, annars konar creatures og... tja.. flest öllu.

Á laugardaginn fór ég í karate, í afmælisveisluna mína og fékk köku, skrapp í smá stund til Maddlú í útskriftaveislu, fór út að borða á Rauðará með Einari og foreldrum hans í þeirra boði, fór svo í afmælis-/útskriftapartýið hans Magga og borðaði hann út á gaddinn, kíkti aðeins niður í bæ í eitthvað dæmi þar og druslaðist heim.

Á sunnudaginn vaknaði ég, fór í ræktina, hélt upp á afmælið mitt fyrir ömmurnar og afana og svo kíkti ég í heimsókn til Völu um kvöldið :o)

Upptalning er svo skemmtileg.. er það ekki? ;o)
Ég er með svo miklar rassperrur að ég lenti næstum því í sjálfheldu inni í bílnum mínum í morgun. Það var bara fyrir mikla þrautsegju og sjálfspyntingahvöt að ég náði að rísa að nýju.
Talandi um elsku Benna, þá þurfti ég að meitla hann út úr 10 tonna klakastykki í morgun. Ég sé ekki aðra skýringu en einhver hafi kastað cone of cold á hann stuttu áður en ég kom út. Bölvaður sértu Wee-bull!!!

24.10.04

Ég veit ekki hvort þið hafið tekið eftir því, en ég hengdi upp norðurljósin. Það voru engin ský á himninum og það var eitthvað svo kalt. Ég ákvað þess vegna að gefa ykkur eitthvað fallegt til þess að horfa á. Ikea og Garðheimar eru líka byrjaðir að hengja upp sitt skraut og það væri bara sóun að geyma þau ofan í krukku í allan vetur.
Ég viiiiildi að það væri hrekkjavaka á Íslandi. Ég er samt ekki enn komin með nógu flott læri til að geta sprangað um í Elviru búningnum mínum utan dyra. Það skiptir ekki máli. Ég gæti verið lamb guðs for all I care. Ég vil bara þessa hátíð. Ég er ekki að tala um eitt partý (þó ég myndi að sjálfsögðu mæta í slíkt), heldur allt heila klabbið! Gjöf eða grikk, ponsur í býflugnabúningum og klósettpappír í trén hjá nágrannanum!
Af hverju í alle verden taka klakabúar sig til og grípa Valentínusadaginn höndum tveim, á meðan Fonzie allra hátíða er haldið úti í kuldanum??

Eg bjo til icosahedron úr svala thinkgeek dótinu sem Palli gaf mér í afmælisgjöf.

Sent með GSMbloggi Og Vodafone
Fordómur!
Mér finnst ótrúlega kjánalegt að sjá fullvaxna karlmenn, eina úti að labba með svona preview af hundi. Þið vitið, svona pínu lítinn sem myndi ekki ná upp að hnjám ef hann flaðraði upp um konu!

22.10.04


Ég gaf mér armband úr svona kúluvél í afmælisgjöf. Það er með Nemó á!

Sent með GSMbloggi Og Vodafone
Víííí.. búin að fá fleiri gjafir. Fékk Monsters manual II frá Daða og Rúnu. Það er algjör snilld :oD, svo gáfu ma og pa mér áður nefnd vetradekk og viðgerð á Benna bíl, ásamt þvílíkt flottum nike íþróttabuxum. Óli frændi gaf mér ótrúlega fína mynd af Lilo og Stitch sem hann teiknaði sjálfur. Ég ætla að hengja hana upp!

Hey já! Svo gaf tilboðsklúbbur MasterCard mér líka afmælisgjöf. 2 fyrir 1 á útgáfutónleika Nylon. *thíhíhí*
Finnst einhverjum öðrum ennþá skrítið að Halldór Ásgríms sé forsætisráðherra? Einhvern veginn sé ég alltaf fyrir mér Dabba Kóng eða Margret Thatcher þegar ég les "forsætisráðherra".
Ég er 23ja ára. Verð það reyndar á morgun líka, en það er merkilegt í dag vegna þess að þetta er fyrsti dagurinn sem þetta á sér stað. Ég á afmæli! Veivei.. Það er svo rosalega gaman. Einn dagur á ári sem ég á sjálf! Ekkert eins og jólin því að þá fá allir pakka og athygli. Þetta er dagurinn minn... tja, og Helga Bænarí víst líka... en samt fyrst og fremst MINN!
Ég er búinn að fá 2 pakka, báða frá Hr. Mon. Ég fékk klukkutíma nudd og baðstofu aðgang í Laugum (VEIIII) og báðar Vampire roleplay bækurnar úr Nexus! Þær eru svoooo svalar. Ógeðslega töff myndir og ég hlakka ekkert smá til að lesa þetta og spila svo seinna! Leave it to Einar að gefa mér dekur OG eitthvað sem höfðar til vampíru fetishins í mér OG roleplay nördsins.
Á eftir fer ég með ma og pa að versla gjöfina sem þau ætla að gefa mér. Kuldaskó á Benna bíl! Hann verður ekkert smá ánægður!

Góður dagur! Góður dagur!

21.10.04

Á leiðinni í skólann, þá lenti ég á ljósum fyrir aftan strædó. Aftast í gulu hættunni sátu litlir strákar sem voru eitthvað að gretta sig framan í mig. Ég ullaði alveg ógeðslega ljótt á þá. Þeir voru svo hissa að þeir snéru sér fram og hættu að geifla sig. Mér fannst ég fyndin.
Þetta er að vísu bara fyrir mig, en ég gef ykkur leyfi til að skoða ef ykkur vantar innblástur, hugmyndir eða að dissa mataræðið mitt ;o)

20.10.04

Ég er komin í lokaverkefnishóp. Vííí.. Mér lýst líka rosalega vel á hann! :oD Ég vissi að þetta væri góður dagur!
Urrrrr.. ég þarf að kynnast fleiri stelpum. Get kannski ekki haldið how to host a murder á afmælinu mínu því fallega parið fer til útlanda og Vala mín er að fara í partý. Vantar kvenfólk í hlutverk!
Dagurinn í dag hófst á því að ég sá ókunnugan mann á nærbuxunum. Það var sem sagt skipt á búningsklefum í Veggsporti í dag vegna þess að sveittir verkamenn voru að gera við gufubaðið í kvennaklefanum.
Ég sem sagt æddi bara inn í minn venjulega klefa. Andskotinn að búast við því að ég geti lesið á morgnanna!

Annars hef ég góða tilfinningu varðandi daginn í dag. Við ljónið (Benni bíll) veiddum stæði fyrir utan skólann í morgun. Það hlýtur að boða gott.

19.10.04

Ég er komin í hrópandi mótsögn við sjálfa mig. Ég keypti mér 6 stk stakar bómullar g-string nærbuxur. 3 svartar og 3 hvítar. Og það úr pakka! (utan á pökkunum er flottasti rass í heimi. Get ekki linkað á hann því að sloggi.com er ógeðisflash síða). Ég kaupi mér ALDREI stakar nærbuxur. Ég fæ útbrot og froðufelli ef ég er í nærbuxum og brjóstahaldara sem tilheyra ekki sama setti.
Til að byrja með ætla ég að ganga í þeim með hlýrabolum í sama lit. Sé til hvert ég leiðist þaðan. Hver veit. Eftir einhvern tíma gæti ég jafnvel farið að ganga í fötum sem tónera ekki.

*Pása*

HAHAHAHAHAHHAHAHAHA
Ég dag er ég semi undead. Eftir allar pælingar mínar um hversu svalt það væri að vera vampíra, þá verð ég að segja að þetta eru viss vonbrigði. Ég er náttúrulega ekki algjörlega undead. Það gæti verið málið. Þetta gerist ef drottningar fara að sofa klukkutíma áður en þær eru vanar að vakna og fara í ræktina.
Í dag ætla ég að eiga smá me time, enda tími til kominn. Taka til, setja í þvottavél og fara í ljós.
Hversu slæmt er ástandið ef ég er farin að líta á það sem me time að setja í þvottavél?

18.10.04

Hann Maggi minn, a.k.a Maddlú er hvorki meira né minna en 27 ára í dag! Ég óska honum til hamingju með það og vona að hann eigi eftir að nýta þessi þrjú góðu ár sem hann á eftir vel ;o)
Ööööö.. ég fékk bara 9,2 í miðannaprófinu í stöðuvélum. Var svo viss um að ég myndi aldrei fá undir 9,5. On the sucky side, þá er þetta töluvert betri einkunn en sú sem ég á eftir að fá fyrir 3D mazeið mitt... *bleh*


Svefngalsi at it's finest
Ég hef aldrei áður tekið eftir því hvað ég er með vinalegt hné...

Sent með GSMbloggi Og Vodafone

17.10.04

Mér er svo voðalega kalt. Ég sit undir teppi og skelf eins og gömul þvottavél. Veður.is segir að það séu 5°C úti, en það er einmitt svipað hitastig og er inni í ísskápum. Já, við búum í ísskáp og enginn virðist sjá neitt athugavert við það. Enginn nema ég. Ég er svo sérstök. Las það í bók sem ég keypti. Hún segir að ég sé falleg, vingjarleg og sérstök. Ekki eins og neinn annar. Merkilegt að bókin viti þetta allt saman. Kannski að hún segi mér hvaða tölur ég gæti valið í lottóinu ef ég les lengra. Mér er bara of kalt til að lesa. Ég er líka of gáfuð til þess að spila í lottói.
Mér er reyndar of kalt til þess að forrita Wolfenstein 3D án blóðs eða vondra kalla og hunda, en ég verð. Var löt í gær (Lesist, algjörlega scullfucked eftir smalltalk ógeiðsverkefnið).

16.10.04

Sko.. mér finnst einfaldlega ekki í lagi að þessi bakgrunnur sé notaður á heimasíður saklausra barna. Þessi neðri er að kúka og ég vil ekki einu sinni vita hvað þessi efri er að gera!!


Sorgleg saga úr samtímanum
- Endurgerð
Einu sinni voru nammi og nammi sem voru ástfangin.Allt í einu kom vond hendi og tók nammi upp! Nammi öskraði upp yfir sig..Í næstum því sama augnabliki var nammi komið upp í munn...Nammi leið eins og tíminn hafi frosið..
...Svo var þetta allt búið..

15.10.04

Andvarp? Hvað með æðarvarp..?

Ég er búin að hanga ein heima í allann dag að gera verkefni í forritunarmálinu sem hefði aldrei átt að vera fundið upp, dinner deitið ditchaði mig og ég hef ekki séð neina manneskju í allan dag. Ég er lasin og ég er bitur, en bygawd, ég á góðan kjúkling..

Sent með GSMbloggi Og Vodafone
Og þá sagði sólin STOPP
Hættu þessu tuði
Ég er líkamsræktarfasisti. Ég veit það. Sem slíkur, þá pirrar það mig eins og gelgja með tyggjó, að hlusta á fólk væla um að það þurfi að koma sér í gott form, en gera ekkert í því. Það pirrar mig að hlusta á fólk kvarta yfir því hvað það er feitt á meðan það étur mars og drekkur kók. Það pirrar mig þegar fólk segist ekki hafa viljastyrkin í að hætta að borða óhollan mat. Það pirrar mig þegar ég sé kellingarnar í ræktinni labba á 5 km hraða á klst á meðan þær spjalla saman um að nú hafi þær farið 4x í viku í marga mánuði, en sjá engan mun á sér.
Það pirrar mig þegar fólk telur sér trú um að það sé til einhver auðveld og styttri leið í þessum málum. Fuck herbalife, Hollywood kúrinn, Landspítala kúrinn og megrunarplásturinn. Ef þetta væri svona einfalt væri ekki til feit manneskja á landinu!

Þú veist hvað þú villt. Þú veist hvað þú þarft að gera til þess að ná takmarkinu þínu. Hvað er vandamálið?? Ég held að helsta ástæðan fyrir því að þú sért ekki búinn að ná þangað, sé að þú fórnir langtíma markmiðinu þínu fyrir það sem þig langar í nákvæmlega núna. Þú átt ekki einu sinni eftir að muna hvernig þessi hamborgari var á bragðið eftir klukkutíma.

14.10.04

Ég: Sko.. ég skil ekki alveg þessa himna-pælingu. Þú átt t.d. að hitta alla ástvini þína þar. Eru þá allir eins og þeir voru þegar þeir dóu? Getur þú þá verið "eldri" en mamma þín og pabbi? Eru kannski allir bara á þeim aldri sem þeim leið best á? Hvernig þekkir þú þá ömmu þína ef hún lítur allt í einu út fyrir að vera tvítug?

Daði bróðir: Ósk mín, ég myndi ekkert stressa mig á þessu. Þú átt hvort eð er aldrei eftir að sjá himnaríki!

Mamma: .....segir lögfræðineminn!
Fátt þykir mér pervertískara en logarithma fetish, tja.. nema ef það væri kannski þessi setning:
"Repeated Integration by Parts with a Twist".
Veit ekki hvað það er, en hún hljómar bara skemmtilega dirty..
Æi hvað ég er andlaus eitthvað. Engar endur... engar engar.

13.10.04

Eagles may soar, free and proud, but weasels never get sucked into jet engines.
I don't want my eyes anymore..
Að sjálfsögðu er það í minn hag að fólk sé tiltölulega open-minded í sambandi við hluti og atburði sem ég þarf sjálf að sinna ef ég ákveð einn daginn að fjölga mér.....

...en... ARG!

12.10.04

Ófarir annara, ef þessir aðrir eru verulega pirrandi, eiga það til að kæta mig. Gerir það mig að kaldrifjaðri tík? Ef svo er, þá verð ég bara að læra að lifa með því eins og öðrum göllum. Ég er t.d. líka með drésalappir og stóran rass :oÞ
I love lamp

Ekki óvanaleg sjón á kvöldin; Ég og Emma laptop. The gruesome twosome..

Sent með GSMbloggi Og Vodafone

Hér er hún solo, elsku skinnið. Do not underestimate the power of pink chicks. Enda alltaf aftur á þessu wallpaperi..

Sent með GSMbloggi Og Vodafone

11.10.04

Á laugardaginn kíktum við í heimsókn til foreldra hans Andra Freys, Völu og Halla. Á einhverjum tímapunkti var kveikt á poppTíví og á meðan það var í gangi kom 2x sama ógeðslega lagið með sama ógeðslega myndbandinu (án gríns.. Klof atriðið á eftir að gefa mér matraðir). Lagið heitir Dragostea Din Tei (fann nafnið á vinsældarlista FM. Ég VISSI að ég myndi finna svona vanskapnað þar). Á leiðinni heim í leigubílnum fór ég að giska á hvað textinn þýddi.
Það sem ég kom upp með var eitthvað eins og:

Ég á bolta og hann er rosa fínn
Rosa rosa fínn
Rosa rosa rosa fínn

Ég var rétt í þessu að sjá hvað alvöru textinn þýddi.

Mín útgáfa var betri!
Elsku skeiðvöllurinn minn
Ég á svo stórt rúm að ég get týnt fjarstýringunni minni í því. Ég á svo stórt rúm að ég get legið í því á hvaða rönd sem er. Ég á svo stórt rúm að ef ríkið myndi sjá það, yrði ég að borga fasteignagjöld. Ég á svo stórt rúm að þegar það var í hælaskóm fann það olíu..
Híhí.. litlar ponsur tala eins og litlir hvolpar.
Annars er ég með krúttlegasta kennarann. Einn af þessum sem fólki langar til að hlaupa til og vefja sig utan um legginn á og láta hann svo labba um með sig fasta við löppina.. og gefa sér svo rúsínur og suðusúkkulaði! That guy is KILLING me.
Hann er alltaf að segja eitthvað sem myndi undir venjulegum aðstæðum fá mig til þess að segja "thíhíhí" þú sagðir [insert setningu]. Alveg ótrúlegt hvað ég hef náð að halda haus í þessum tímum.

- Ef þessi Turing vél á að gera það...
- Eins og þið sjáið þá er X-ið með lítið undir sér...
- Og nr.2...

*úff* Áðan benti hann meira að segja með miðjuputtanum (4 í binary). Þrátt fyrir þetta allt saman þá er hann yndi og snilldar kennari. Snilldarsnilldar.

10.10.04

Ómægoooot! Hún er bara með eina löpp!!
Auglýsingar
- Fólkið í Subway auglýsingunum er feitt og fólkið í McDonalds auglýsingunum er mjótt. Mér finnst þetta skrítið. Kannski rugluðust þeir á crewi í stúdíóinu...

- Glasið í Nupo létt auglýsingunni mjókkar í miðjunni eftir að hafa haft dótið í sér. Spurning um að nota bara einnota plastglös undir þetta...

- Ef þú átt Tuscon jeppa þarftu alltaf að keyra upp á jökul til þess að fá klaka í vatnið þitt. Kannski ég fái mér ekki þannig...

- Þú verður að smakka eldbökuðu pizzurnar frá ömmubakstri segja þeir. Ætli einhver brjóti á mér hnéskeljarnar ef ég neita?
Elva frænka, íturvaxni, ljóshærði aerobic þjálfarinn, flugfreyjan og háskólaneminn sem hefur búið í Þýskalandinu síðustu 14 árin (fyrir utan 1 ár sem hún bjó heima hjá okkur) ætlar að koma í heimsókn til okkar í eina viku. Komið með einhverjar sniðugar tillögur af skemmtilegum hlutum sem ég get gert með henni!

9.10.04

Það að kúka er mikið feimnismál fyrir flestar stelpur. Alveg hreint magnað. Ég get t.d. alltaf séð ef einhver stelpa er að gera nr.2 í skólanum hjá mér. Klósettin eru sett þannig upp að þú gengur í gegnum hurð og þar fyrir innan eru 3 básar og 3 vaskar. Ef ytri hurðin er lokuð og fyrir innan er einn bás upptekinn, er nánast öruggt að þar inni er stelpa sem óskar mér skjóts dauðdaga. Í gær fór ég inn við slíkar aðstæður til að sækja mér vatn og búa mér til prótein shake (með handhristara). Ég var frammi í þó nokkurn tíma á meðan vatnið var að kólna og svo á meðan ég var að hrista shakeinn. Á meðan heyrðist ekki neitt frá bás nr. 1. Stelpugreyjið hefur ekki þorað að koma fram og láta einhvern tengja andlit hennar við þessa athöfn.

Um daginn fór ég að sækja mér vatn og ytri hurðin var lokuð. Rétt áður en ég teygði mig í húninn opnaðist hún og við mér blasti stúlkugrey með eitthvern þann kindarlegasta svip sem ég hef á æfi minni séð. Þetta var bland af "guðminngóður draugur" og "kassastarfsmannagerfibrosi". Komst upp um hana sko.
Út af þessum svip, þá verður hún að eylífu brennimerkt í mínum huga sem kúkastelpan.

8.10.04

- Í dag skráði ég mig úr vísindaferð því að fólkið mitt hætti við að fara. Ég þarf líflínur.
- Í gær þurfti ég næstum því að taka próf í vitlausu sæti. Vá hvað það var óþægileg tilfinning
- Á miðvikudaginn táraðist ég yfir Americas Next Top Model (ég hef ekki tárast yfir sjónvarpsefni síðan Mufasa dó)
- Í fyrradag varð ég svo glöð út af engu að ég fór að hoppa, alein heima hjá mér

...Mikið er ég ánægð að enginn sálfræðingur eða geðlæknir sé að greina mig. Þetta er nefnilega örugglega svipað og með sjónina. Ég sá rosa vel, þangað til að ég fór til augnlæknis og komst að því að ég er með -0.25 á öðru og -0.5 á hinu. Núna get ég varla lesið bílnúmer á bílnum sem er að keyra fyrir framan mig nema að píra augun..
How much wood can a woodchuck chuck if a woodchuck can chuck wood??
Mig langar í rauðvín, jazz og axlanudd, osta, papriku, vínber og vatnskex. Mig langar í afslappaðan hlátur og pictionary. NÚNA

7.10.04

Kominn tími til að svekkja nýja lesendur...

...Vitiði hvernig bragð er af grænum hlunki?
PECAN HNETU!!

Híhíhí. Hvað ætli margir taki crying game atriðið í sturtunni í hvöld.
Þú ert óþekkt próf *flengj, flengj* Óþekkt próf!!

...refsaði stöðuvélum og reiknanleika..
Ég stalst í Jimmy, þó það sé ekki Jimmy dagur (karate í kvöld sem sagt). Vantaði að blása smá gufu. *Tjútjú* The little engine that could!
Núna er ég með bullandi samviskubit. Hversu heimskulegt er það að fá samviskubit yfir því að hreifa sig of MIKIÐ? Vandamálið er sem sagt það að ég þarf eiginlega að auka við kaloríuinntöku í dag. Veit einhver hvað það er erfitt að bæta við kaloríum af hollum mat? Það er enginn orka í þessu andskotinn hafi það....
Crazy is walking down the street with half a cantalope on your head, saying I'm a hamster, I'm a hamster
Geðveiki getur líka verið að ráðast á ferskt salat með remúlaði eins og danir gera.
Þar hafið þið það. Geðheilsa mín er ekkert í hættu þó mig langi að sjá Yu gi oh myndina.
Sá einhver annar þegar Fólk með Sirrý spurði formann samkynhneigðra stúdenta hvort honum þætti sexy að horfa á tvær konur í ástarleik?