31.12.03

Í gær horfðum við Einar og Palli á The Fellowhip of the Ring. Ég og Palli gæddum okkur á ostum og hvítvíni (í boði ostakörfunnar frá mömmu hans Pú), á meðan að minna dannaði vinurinn hámaði í sig snakk.... og hvítvín já. Ég held að ostar hafi drepið vin hans í æsku eða eitthvað, honum er allavega ekki vel við þá.

Piltarnir lömdu mig svo mikið með púðum að ég íhugaði að fá áverkavottorð og fara með málið lengra.
Það eina sem ég gerði af mér var að tala ítrekað um atriðið í There Something About Mary, þegar gaurinn rennir í pippið á sér... og segja að hann hafi komið "kjötinu undir kartöflurnar"... og að svo hafi þurft að sauma 10 spor.. Og lýsa því svo á graffískan hátt hvernig þetta myndi líta út ef "kjötið færi undir kartöflurnar".. og hvernig þetta myndi virka þegar rennilásnum er rykkt til baka.. og halda þessu áfram eftir að þeir voru farnir að gera sig líklega til þess að grenja eins og 7 ára stelpur..
Fannst þetta dholdið gróft hjá þeim
Þessi er alltaf kætandi ;o)

30.12.03

Ég: mér finnst ostar með myglu vera kríííípí. Þeir eru skötur ostsins
Hann: neinei, ósköp eðlilegt
Ég: ooooooojojojojoj OJ
Ég:..þú ert þá eins og náriðill... nema... ostar en ekki fólk.. og ... ekkert kynlíf involved
Hann: þú ert bara ekki með nógu þróaða bragðlauka
Ég: Jájá.. og þú ert kúkalabbi!!
HAHAHAHAHAHA
NO respond to this!
Hann: júmm, ég er kúkur og þú ert klósettpappírinn sem ég var þurrkaður á
HAHAHAHAHAHA
Ég:...já.. en ég er þá með minni kúk á mér en ÞÚ!!!
HAHAHAHAHAHAHA
Hann: nei, ég ER á þér ...
Ég: Öh.. fleiri netpervertar... Frábært
Getiði hver gleymdi að fara í ríkið í dag! Yup.. me. Miðað við að ég hafi vaknað til lífsins kl. 16 í dag, á eftir að vera mjög erfitt að fara á fætur fyrir hádegi á morgun.....
Af hverju fer ég aftur ekki á ircið lengur..??
Ég reyndar álpaðist þangað í nótt... Þetta er útkoman;

[02:40] <[ritskoðað1]> hæ
[02:40] <[ritskoðað1]> ask
[02:40] <[Osk-]> hæhæ
[02:40] <[Osk-]> ég er 22ja úr henni reykjavík
[02:40] <[ritskoðað1]> viltu einn yngri
[02:41] <[Osk-]> vil ég?? Sure.. Gæti notað hann til þess að skafa bílinn minn á morgnana og taka til öðru hvoru
[02:41] <[ritskoðað1]> hehe
[02:41] <[ritskoðað1]> ekkert meira
[02:42] <[Osk-]> Til hvers ætti ég að "vilja" einhvern yngri annars?? :oP :o)
[02:42] <[ritskoðað1]> fækka fötum með
[02:43] <[Osk-]> Neinei.. er orðin svo gömul að ég get alveg klætt mig í og úr sjálf
[02:43] <[ritskoðað1]> semsagt ekki gröð
[02:44] <[Osk-]> Það er internet fullt af klámi þarna úti.. Hvað ertu að hanga á ircinu maður? :oP
.... svo kom bara þögn ....


[02:42] <[ritskoðað2]> gröð?
[02:43] <[Osk-]> Já takk.. Ég hef það bara fínt þakka þér fyrir. Fínt að vera í jólafríi!
[02:44] <[ritskoðað2]> lol
[02:44] <[ritskoðað2]> gröð?
[02:43] <[Osk-]> Nei, ég er ekkert svo hrifin af dramatískum myndum. Þær höfða sjaldan til mín. Nema kannski Shawshank redemption.
.... svo fór hann ....


[02:49] <[ritskoðað3]> ask
[02:52] <[Osk-]> 14 ára kk ísafirði
[02:52] <[ritskoðað3]> ég er kk líka
[02:52] <[ritskoðað3]> bæ
.... þriðja samtalið farið ....


[03:02] <[ritskoðað4]> kvöldið
[03:03] <[Osk-]> aaaallóalló
[03:03] <[ritskoðað4]> ertu kvk?
[03:04] <[Osk-]> Þú meinar því þú þekkir svo marga gaura sem heita Ósk?
[03:04] <[ritskoðað4]> lol nei
[03:06] <[ritskoðað4]> hvað viltu tala um?
[03:07] <[Osk-]> Ég vil tala um flauelisjakkaföt og hversvegna gaurar ganga í þeim!
[03:09] <[ritskoðað4]> viltu tala um sex?
[03:11] <[Osk-]> NEI!!
[03:11] <[Osk-]> Ég vil tala um flauelisjakkaföt og hversvegna gaurar ganga í þeim... Ertu ekki að fylgjast með??
[03:12] <[ritskoðað4]> mundir þú vilja klæða mig úr þannig?
[03:13] <[Osk-]> Öh.. hvernig myndi það svara spurningunni minni?
... og þar endaði samtal 4


[03:04] <[ritskoðað5]> HÆ
[03:04] <[Osk-]> jámm.. og gleðilegan þriðjudag
[03:05] <[ritskoðað4]> LOL SÖMULEIÐIS
[03:07] <[Osk-]> Vá.. Djöfull ertu hávær!
[03:08] <[ritskoðað5]> HVERNI ÞÁ?
[03:08] <[Osk-]> Nei bara.. er caps lock fastur niðri á tölvunni þinni? *gasp* Stal honum kannski einhver?
[03:09] <[ritskoðað5]> HA??
[03:11] <[Osk-]> ÞÚ TALAR SVO MIKIÐ SVONA...
[03:13] <[ritskoðað5]> SKILEGGI
[03:14] <[Osk-]> andskotinn.. Nú er ég komin með harðsperrur í augun á öllum þessum hástöfum...
[03:15] <[ritskoðað5]> JÁ. MEINAR.
[03:16] <[ritskoðað5]> ÉG SKRIFA ALLTAF SONA
[03:18] <[Osk-]> áttu þá ekki einhverja heimasíðu sem ég get skoðað. Með snúandi @ merki og javascript alert gluggum??
[03:18] <[ritskoðað5]> HA????
[03:19] <[Osk-]> Ekkert.. Þú ert örugglega æðislegur
... og þar með loggaði ég mig út
Oft eru hlutir sem ég undra mig á. Í gær fór ég að velta því fyrir mér hvort maður geti verið ullt annarstaðar en í bumbunni. Handullt eða nebbullt... Held ekki...

Svo er ég líka að spá í því af hverju maður getur ekki verið gáfaðar buxur á íslensku...
Skyndilega myndi ég elska að eiga jeppa. Svona sem getur keyrt ofan á snjónum og með mig í 10-11 sem er alltaf opin til þess að versla handa mér nammi. Gvöð hvað mig langar í nammi...

29.12.03

Völva óskímon
Í fyrra kom Völva Óskímon með eftirfarandi spádóma um nýja árið (sem nú er að líða).. :

- Á næsta ári mun vatnið vera blautt og póstkassarnir rauðir.
- Fólk utan að landi mun tuða yfir einhverju að eftirfarandi:
a) Ekki eru byggð handa þeim jarðgöng
b) Þeir fá ekki jafnmikla athygli og vonda fólkið á höfuðborgarsvæðinu
c) Both of the above...
- Fleiri munu fljúga til London og Kaupmannahafnar en síðustu ár
- Til Íslands mun koma frægur erlendur gestur sem er þekktur fyrir eitt af eftirfarandi:
a) Tónlist
b) Stjórnmál
c) Leiklist
- Einhver á eftir að tuða yfir því að laxveiði fari versnandi
- Minna framboð mun verða á rjúpum fyrir jól á næsta ári en síðast liðin jól
- Íslensk erfðargreining mun komast aftur í fréttirnar
- Fleiri börn munu fæðast á Íslandi á næsta ári, en fyrir 100 árum síðan.

Eins og glöggir sjá, rættist hvert eitt og einasta atriði á þessum lista, sem sannar gífurlega skyggnihæfileika völvunnar. Hún mun að þessu tilefni skella hér fram spá sinni fyrir árið 2004:

- Strax í byrjun ársins verður mikið um flugelda á himnum borgarinnar
- Eitthvað verður um ósætti í sambandi við veðurfréttamenn og spár þeirra
- Nýtt mál mun koma til kasta fjölmiðla eða lögreglu, sem mun bera heitið "stóra [insert nafnorð] málið"
- Útlendingar og veiðimenn eiga eftir að týnast uppi á hálendi
- Nýr raunveruleikasjónvarpsþáttur mun hefja göngu sína úti í Ameríkunni, og rata fljótlega eftir það á land elds og ýsu
- Ljót föt komast í tísku
Hvað eigum við töfrasprotinn og tiarað mitt að gera af okkur á gamlárskvöld? Ég verð heima til svona 00:30, en svo er ég opin fyrir öllu (innan skynsamlegra marka)...
Heim komst mærin að lokum. Tveir stæðilegir karlmenn og hundur mokuðu Benjamín Rafn út úr snjónum og komu honum út á það sem var einu sinni var kallað gata... en núna skafl (the artist formaly known as...). Með Bennan í öðrum gír og hjartað í kokinu bar þessi ævintýralega ferð árangur, án katastrófískra vandamála...
Ég festi mig einu sinni lítilega en náði að losa mig aftur sjálf, með gífurlegri ökuleikni minni og gáfum (en hvorugt var eins sýnilegt þegar ég festi mig)...

Núna hefur mér æðra vald (já.. það er nefnilega til. Hann pabbi minn!) fyrirskipað að drottningin og glæsi-vagn hennar haldi sig heima fyrir.
Þegar ég var svona 5 ára og átti heima á Hjallaveginum.. þá móðgaðist ég eitthvað. Ég ákvað að fara að heiman. Ég setti samloku með spægjupylsu í einhvern rauðköflóttann klút sem ég átti og hélt honum fyrir aftan bak, því að ég fann ekki prik sem var hægt að binda hann á (svona eins og í teiknimyndunum).

Ég labbaði næstum því framhjá 4 húsum áður en ég varð svöng og settist niður og borðaði samlokuna mína. Útlaginn... engar reglur. Eftir að hafa borðað samlokuna var klúturinn orðinn painfully tómlegur. Ég horfði á hann og ákvað að rölta heim aftur og fylla á hann. Á leiðinni til baka, framhjá þessum 4 húsum, gleymdi ég því að ég væri súr og hljóp aftur inn og fór að leika mér....

Ég held sem sagt að svona oftast sé ég með fjögurra húsa fýlu span..
Það virðist vera að hlutir eins og hnéskeljabrot, þynka og að fólk sé lamið til óbóta með lurkum hljómi ekki gleðilega í allra eyrum.
Ég er ekki bitur. Ekki um jólin... þó ég sé búin að vera lasin. Turnes out að ég var ekkert þunn.. ég var með gubbupest.. Jáneinei.. þið þurfið ekkert að vorkenna mér. Ég er með heilan hafsjó af fólki sem nennir að standa í svoleiðis (eða.. sjóleiðis fyrst þetta er hafsjór.. or sumfin).... þó ég nenni víst sjálf ekki að staldra við og vera lasin. Ég fer í skvass á morgun, þó ég æli upp úr mér bleiku galli... og svo maganum á eftir því (Viddi.. ég þyngdist by the way um 300 grömm þessi jólin.. svo þú getur andað léttar ;o).. ).

En jújú.. ég er þakklát fyrir allskonar hluti.
- Mér finnst gaman að lesa e-maila frá lesendum mínum þegar þeim er aðeins hægt að lýsa sem... drukknum..

- Mér finnst sniðugt að þegar guðsyni mínum sé sögð sagan af Gullbrá og böngsunum 3 fyrir svefnin, megi aldrei minnast á að stólinn sem Gullbrá settist í brotnaði... vegna þess að þá vaknar hann alveg upp og fer að velta því fyrir sér hver muni gera við stólinn (hlýtur að vera æðislegt að vera tæplega 2ja ára með fullt af spurningum sem allir geta svarað..)

- Mér finnst æðislegt að gnomið Na sé orðin 8. levels bard og eigi fullt af flottum hlutum... Og að hún ætli að borga druid fyrir að þjálfa handa henni skógarþröst... Því þeir eru líka litlir, sætir og finnst gaman að syngja.. Held þau gætu átt mikið sameiginlegt ef þau færu að spjalla saman.

- Mér finnst sniðugt hvað það er mikið af hlutum í þessum heimi sem mig langar ennþá í.. Þó ég sé nýbúin að fá fullt af pökkum. (langar í dreka AD&D bókina.. og Dungen masters.. og fullt af öðrum líka.. og Grim Fandango leikinn.. og nýjan host... og tíma í kickboxi... og bobit... og allskonar meira..). Þá hef ég fullt af dóti til að stefna að.

- Mér finnst sniðugt að ég hafi aldrei hitt fulla pöddu eða myndarlegt fjall.

- Mér finnst fyndið að í bókahillunni minni séu allar bækur sem eru ekki eftir Pratchett, úr dragon lance flokknum eða Andrés anda syrpur.... Annað hvort um roleplay, kynlíf, tövlur eða bjór (I'm ready for my penis now).

- Ég er glöð yfir því að morðingi hafi ekki framið sjálfsmorð þegar hann var í pössun hjá mér (Rúna sagði að það væri líklega eina morðið sem hann gæti framið)

- Það kætir mig að árið 2004 sé bráðum að fara að byrja.. og líka næsta skólaönn. Er held ég skráð í skemmtileg fög...

- Það kætir mig líka að það sé actually einhver sem náði að lesa þetta langt án þess að zooma út ;o)

27.12.03

Þeir áhyggjulausu og fallegu dagar þar sem ég varð ekki þunn eftir nótt af stredderíi eru að baki. Þynkan heltist yfir með aldrinum eins og sannleikurinn sem er sárastur. Það versta við þetta allt saman er að enginn virðist vorkenna mér. Það hlakkar í öllum sem ég ber þessar fregnir.

Engum líkar við manneskju sem verður ekki þunn...

26.12.03

Venjulega væri ég fyrsta manneskjan til þess að hía á plebba sem reyna að pína ofan í sig eitthvað sem þeim þykir vera viðbjóður, svona í þeirri von að þeim þyki þetta gott einhvern daginn.
Ekki ætla ég að drekka 15 bolla af kaffi til þess að finnast það vera drekkandi einn daginn. Ekki ætla ég að háma í mig rándýran kavíar til þess að geta seinna meir verið dönnuð í yfirborðskenndum veislum.

Hinsvegar!!

Á hverju ári, eftir matinn á aðfangadag koma tölvu-amma, afi og bróðir pabba í heimsókn. Þá fáum við eitthvað rosa fínt púrtvín í þessu litlu, krúttlegu glös. Þetta þykir þeim eldri vera guðaveigar miklar og góðar. Sjálf fæ ég mér alltaf bara eitt glas á hverjum jólum og finnst þetta alltaf vera hálf.... ikíngút. Á hverju ári finnst mér skrambinn verða betri og betri. Þetta árið var púrtvínið 30 ára gamalt (Hvað er þetta maður!! Ég er að borga góða peninga fyrir þetta vín.. Ég vil ekki fá eitthvað gamalt drasl!! Komdu með nýjasta vínið þitt!! hehehe) og það jarðaði við að vera drekkanlegt.

Einhver jólin mun það gerast að ég fæ ábót á púrtvínið mitt... Þá verð ég orðin fullorðin.
Fuglabíbí og emúinn voru að kaupa miða á Return of the king... í lúxus. 5. janúar takk fyrir. Spurning um að nýta "ókeypis bjór" miðann sinn í léttvín. Vera dönnuð.

Annars hef ég oft undrað mig á þessum snillingum sem búa til ógeðisdrykkinn peffsí... Að bjóða ferð á slóðir Lord of the Rings í einhver verðlaun. Hvaða fávitar...?? "Hérna bjuggu svo hobbitanir... Og þarna kom Gandálfur niður hæðina með svört sólgeraugu..."

25.12.03

Ef þér vantar arin
...kaldhæðni anyone?
Ég fíflast líka alltaf svona með mínum vinum!!
Á messu heilags þorláks lét ég aðeins sjá mig niðri í þessum blessaða miðbæ okkar... Hverja haldið þið að ég hafi séð á vappi aðra en jólasveinana!? Ég var svo svikin. Á tímabyli íhugaði ég að vinda mér upp að einum af þeim og koma á stað drama. Það er svo mikið sem ég þarf að segja við þá.
Bara allt í einu hætta þeir að gefa mér í skóinn. Sísvona! Ekki orð... ekki bréf.. ekki einu sinni sms eða e-mail. Ég hélt að þeim væri haldið einhverstaðar þvert gegn vilja sínum.... eða dánir... eða verra! Í Keflavík!

Svo sé ég þá bara labbandi um, heila heilsu í miðbænum... og það HLAKKAR Í ÞEIM! Með poka á bakinu...
Hef ég ekki verið góð stelpa? Hef ég ekki sett jólasokkinn á hurðahúninn eins og venjulega? Ég er döpur, barin og bitur... og krefst skýringa!
Það fer ENGINN svona með drottninguna...
Mér líður eins og einhver hafi ráðist á mig og lamið mig til óbóta... með lurkum (búin að vélrita of lítið síðustu daga til þess að segja bara "ég er öll lurkum lamin"). Allt bendir til þess að ég verði að fara að fjárfesta mér í nýjum skeiðvelli og höfuðhvílu. Drottningadyngjan mun að sjálfsögðu verða California KingSize (kingsize drottninga dyngja? Mótsögn?) og öllu betri en þetta kvikyndi sem ég hvílist í nú til dags.

Ég fór reyndar fyrir jól og skoðaði nokkur rúm. Ég get alveg svarið fyrir það að fátt er skemmtilegra en að hlamma sér í rúm út um allan bæ og búðir, í fullum drottningaskrúða and the boots to match ("boots to match" parturinn er kvót hvaðan!?). Sérstaklega þegar sölumaður stendur yfir þér og hagræðir koddanum þínum og svona.

Uppáhaldið ykkar fann eitt sem kostaði ekki sál, löpp og bland í poka fyrir 300 kall, en ég myndi samt telja mér verðugt. Fyrsta vísbending mín um að rúmið væri gott, var að það var gervi mannshryggur við hliðina á því. Ég veit ekkert hvað það þýðir, en það getur ekki verið slæmt. Það sem gerir bælið ennþá meira spennandi er þetta tabú element sem það hefur fram að færa. Þetta er víst "kírópraktor dýna", en hnykklæknar eru ekki viðurkenndir lagarar samkvæmt íslenskum stöðlum.

Það eina sem ég þarf núna að spá í, er hvernig ég mun nota kvenlegan kynþokka minn (og ef það virkar ekki, barefli og hótanir) til þess að tæla út úr bankanum þennan pening sem ég lagði samviskusamlega til hliðar í sumar....

24.12.03

Þá er stelpan búin að éta svo mikið að það mun taka marga mánuði að ná þessu öllu af aftur. Hverjum er ekki sama! Til hvers eru hinir mánuðirnir hvort eð er annars??
Ég fékk hvorki meira né minna en 12 pakka þetta árið. Ég veit að pakkar eru ekki allt... eeeen ... ég fékk...;

- frá mömmu og pabba: DVD spilara, reiknivél sem getur nuddað á mér axlirnar og teiknað gröf (..by request. Þarf hana fyrir strjála stærðfræði á næstu önn), pashmina, einhvert ofur-rafdrifið handsnyrtisett, sem ég mun gefa einhvern séns

- frá afa sykur og ömmu: hin hefðbundna jólaskeið, en ég hef fengið mismunandi slíka síðustu 5-6 árin eða svo.

- frá tölvu-ömmu og afa laga: eyrnalokkar og 5000 kall

- frá Daða bróður, Rúnunni hans og Ólanum þeirra: brilliant dagatal með myndum af guðsyninum fyrir hvern mánuðinn

- frá Lindu, mömmu Rúnu: obbússlega sæt englastytta

- frá Völu mjög áhugaverður drykkjuleikur... hlakka til að prófa

- frá Hákoninum mínum: kerti og spil. Spilin eru reyndar 52 things to do on a date spil.. very sniðug!

- frá Maddlú mínum: bók

- frá Einari mínum: sería 2 af family guy, Hogfather eftir Terry Pratchett og magic spil
....aðrar hefðir láta mann vakna kl.8 um aðfangadagsnótt..
Mmmm.. jólasængurfötin komin á rúmið hjá mér. Svo hrein og mjúk og góð. Sumar hefðir eru frábærar.

23.12.03

Herregud. Ég hef tekið til.. til óbóta! Mér sýnist ég hafa tekið til gjöfina hans Hákonar svo vel að ég finn hana ekki.. :oS.. Minnið mig á að þrífa aldrei í kringum mig aftur!
Af því tilefni að mér hafi tekist að brjóta mig út úr umferðinni í fyrsta skiptið síðan kl. 12 (var að keyra út jólapakka fyrir Hugvit) vil ég nota tækifærið og óska sýru hippanum sem hannaði Hafnarfjörðinn í sínu rosalegasta LSD flashbacki gleðilegra jóla. Ég vona einnig að hann fái ekki fast spark í sköflungin.

22.12.03

Ég skil ekki alveg fólk sem lætur "jólastressið" ná tökum á sér. Hvaða frík telja sér eiginlega trú um að það geti ekki átt góð jól nema það þrífi innan úr eldhússkápunum og endurraði öllu í nærfataskúffunni sinni? Á þetta ekki einmitt að vera tími þar sem manni á að líða vel? Allt í góðu að renna yfir með ryksugunni og taka svolítið til... en að vaka fram eftir öllu til þess að þrífa með eyrnapinna úr hornunum á parketinu er too much.
Sama með jólagjafir. Af hverju eru allir búnir að sannfæra sjálfa sig um að DVD spilari eða digital myndavél sé minnsta mögulega gjöfin sem hægt sé að gefa?? Tapa sér svo í peningastressi og visareikningum.
Og jólakortin? Ekki sendi ég jólakort. Ekki ætla ég að væla yfir því að þetta sé svo mikið álag og stress að komast yfir að senda öllum sem maður þekkir blaðsnepil með ósk um ár og frið (hvað er annars með þetta ár!? Ég óska þér árs!? En ekki hvað?) ...

Hvernig væri bara að slappa af og njóta þess að vera í fríi og borða góðan mat? Hafa það skemmtilegt með famelíunni og horfa á allt fína skrautið í staðinn fyrir rykið í hornunum?
Sjálf hef ég aldrei sleppt mér í "Jesú fæddist á jólunum" boðskapnum, enda fæddist hann ekkert á jólunum. Það þýðir ekkert að það sé einhver hræsni að njóta jólanna. Þetta er nú einu sinni hátíð ljós og friðar... og kann ég að meta hvoru tveggja...
Það virðist vera að ég fái gest yfir hátíðarnar. Hann heitir Morðingi og er gullfiskurinn sem við Einar gáfum Palla í afmælisgjöf (já.. ég skírði hann Morðingja.. ). Palli ætlar nefnilega að fara heim til mömmu sinnar og pabba, til dreifaravíkur um jólin og Morðingi greyjið má nú ekki vera einn með sjálfum sér á meðan. Svona hlutir fylla stúlku ábyrgðartilfinningu, sér í lagi þegar ég horfi á tóma skálina sem Rán synti í forðum (Rán eins og dóttir Ægirs sjávargoðs og Rán-fiskur. Var orðaleikur). Hún náði reyndar þeim himinháa aldri 3ja ára áður en hún fór með magann upp í loftið.
Nú er bara að fríska aðeins upp á fiskauppeldistaktana.....
Við fengum 9 fyrir tölvuleikinn okkar.. *SINGING* Við fengum 9 fyrir tölvuleikinn okkar.. *YEAH* Hvað fengum við fyrir tölvuleikinn?? Við fengum 9!! Hver fékk 9 fyrir tölvuleikinn sinn? VIÐ!!!
....and I know when to kill. If I can't have it all, then nobody will.

21.12.03

Ætti maður að skella sér á Dead Sea Apple í kvöld?
Nauss. Tæplega fimmþúsund hit í hundrað þúsundin. Allt að gerast.
Hafið þið einhvern tímann staðið í langri röð. Svo langri að FM tussan fyrir framan ykkur var farin að stressa sig á að fötin hennar færu úr tísku á meðan hún biði? Ég hef staðið í slíkum röðum og bölvað. Bölvað og blótað í huganum. Biðraðir eru niðjar þess hníflótta og Íslendingar hata þær meira en diet kók og rauðan magic samanlagt.
Ég er Íslendingur.
Mikið finnst mér gaman að hlusta á jólalög. Það sem er skemmtilegast við þau er hvað textarnir eru oft mis. Þá er ég ekki að tala um bakraddirnar í "Snjókorn falla" (sjúbídúbí.. va-vaaa.. sjúbídúbí vaa-vaaa), heldur bara texta í heild.

Sumir eru svona "Hey.. sjáðu mig.. ég kann að ríma".. eins og þessi hérna;
"Allt í einu birti upp í huga mínum. Ég man er ég var barn í fötum fínum"

Sumir eru svona "Hey.. ég er í ömurlegri hljómsveit, en vil gera jólalag, svo það verði eitthvað spilað með mér á hverju ári". Það er venjulega eitthvað eins og ef maður skipti "strump" í orðaforða strumpanna út fyrir "jól". Eitthvað eins og þetta:
"Ég fór í jóla-miðbæinn og sá jóla-róna á jóla-bekk að drekka jóla-brennivín. Svo keypti ég jólagjöf í jóla-kringlunni handa jóla-kærustunni..."

Sumir eru svona "Hey.. Ég er búin að búa til töff lag, hver hlustar á textann? Nenni ekki að búa til texta", eins og þessi hérna:
Lífsvatnið dýra úr lindinni góðu, færi ég henni. Ef ég nenni.

Ah.. jólalög..
Í gær varð stelpunni það á að ráfa inn í nærfatabúð. Hún rankaði ekki við sér fyrr en níuþúsund og tvöhundruð kalli seinna, með poka með rauðu corsette, 3 pæju nærbuxum og 3 settum af nælonsokkum í hendinni... tekið út á credit.

Merkilegt nokk er ég ekki með neitt nagandi samviskubit. Ég átti skilið að gefa mér jólagjöf. Ég er búin að vera svo dugleg. Hef líka verið voðalega hæversk á lingerie innkaup þetta árið, svo ég átti þetta svo sem inni.

...Ef þið eruð að velta því fyrir ykkur þá, já. Ég er að sannfæra sjálfa mig frekar en ykkur...

19.12.03

Í gær fór ég að velta því fyrir mér hvernig snákar geti kúkað. Snákurinn sem ég þekkti kúkaði nefnilega. Ef snákar eru skoðaðir í návígi eru þeir eiginlega bara hné. Hver kúkar eiginlega með hnénu á sér..??

18.12.03

Heheh.. þetta lítur út eins og einhver þurfi serious geislameðferð eða vaxmeðferð...
Við keyptum okkur miða á Xmas tónleikana í kvöld. Ég hlakka fullt til að sjá þá :oD. Flestar góðu íslensku hljómseveitirnar (ekki draslið) ætla að koma fram og skemmta bara mér.. og kannski hinum líka ;o)...
Jeij.. JEIJ!! Jólafrí. Sýningin gekk snilldar vel, sem er ekki að undra miðað við afurðina sem var í eldlínunni! JEIIJ!!
Nú mun ég njóta þess að vera lifandi. Taka til. Setja í þvottavél. Fara með bílinn í skoðun. Mmmmlife :oÞ

17.12.03

Gleðileg jól elskan.. by the way.. þú ert með of litlar túttur!
Á einhverri af þessum mörgu heimasíðum sem fyrir finnast í hafsjó internetsins sá ég dulítið sem kætti mig. Þar var listi yfir nokkrar jólagjafhugmyndir og þar af var lagt til að gefa brjóstastækkunargel. Ég hló svo mikið að ég hélt ég myndi detta af jörðinni.
Hvað annað væri mögulega hægt að gefa kærustunni sinni sem væri mikið ósmekklegri gjöf? Breath mints? Nefháraklyppur?

16.12.03

Við skiluðum leiknum okkar áðan. Nú er bara eftir að kynna hann á fimmtudaginn og svo sting ég mér á bólakaf ofan í tæplega 3ja vikina VERÐSKULDAÐ frí!!!
Eftir spennufallið fór ég í föndurbúð og keypti stuff fyrir tæpan 5000 kall. Þið fussið kannski og sveijið, en þetta var... merkilegt nokk.. vel sloppið. Þegar afgreiðslumærin var að slá vörurnar mínar inn í kassan byrjaði hún að margfalda öll verðin með núll komma eitthvað. Yndælis frú. Yndælis alveg hreint. Þetta segi ég að sjálfsögðu bara vegna þess að hún gaf mér 25-50% afslátt af öllu sem ég keypti.
Sú ákvöðrun var sem sagt tekin að vera hvítt rusl á jólunum (hvítt rusl.. hvít jól.. allt það sama) og gefa öllum ættingjum eitthvað klaufalegt jólaföndur eftir sjálfa mig. Það hlífir fjárhaginum sem stendur á barmi hengiflugs, en þar sem ég verð að nostra við þetta sjálf er heldur ekki hægt að kalla þetta cheap. Bara persónulegt. Oh.. I'm good!
Að sjálfsögðu blandast inn í þetta viss ótti, þar sem ég hef engum gefið jólaföndur síðan ég stundaði nám við yngri bekki grunnskólans. Á móti kemur að ég held að ömmur og afar séu bundnir vissum eið (guðjónssen?), þannig þau verða að vera ánægð með það sem ég gef þeim....

Þetta verður fínt..

15.12.03

VARÚÐ: survivor spoiler
Gaurinn með klámmyndahárið og yfirvaraskeggið , sem laug um ömmu sína, var rekinn út í síðustu kosningunum og ég var næstum því leið. Það hefði orðið gaman að heyra ræðuna hans í final two.
Annars er ég gífurlega glöð að gamla vælukellingin hafi ekki unnið. Óþolandi kelling. Hefði kannski mögulega fengið meira kútós hjá mér hefði hún verið nægilega gáfuð til þess að taka Jon með sér í lokadæmið, en nei.. hún var vitlaus. Vitlaus og vælandi. Það var hennar thing..
Sandra var aldrei í miklu uppáhaldi hjá mér þangað til þarna í lokadæminu. Kannski var það bara vegna þess að vælukellingin sat við hliðina á henni.
Þegar hamborgari er borinn saman við sellerí er hann miklu girnilegri en þegar hann situr við hliðina á nautalund or sumfin...
Undrandi Ósk
1. Alveg stend ég agndofa yfir þessum jólatrjáslum sem spretta fullvaxin upp úr frostbitinni jörðinni eins og túlípanar. Engin angatetur, bara fullvaxin jólatré með ljósaperum og böndum til þess að halda þeim niðri.
Svo þau fljúgi ekki af stað kannski? Kannski! Er víst alveg nóg af ofurhetjum í heiminum núna, með leðurblekumanninum, X-mönnunum og Bubba Morthens.
Engu að síður furða ég mig á þessum trjám og hversu þau eru snögg að vaxa. Yfir eina nótt, þegar jólin eru að glenna sig handan við hornið birtast þau út um allar trissur. Á umferðareyjum sérstaklega.

2. Ég undra mig líka á því hversvegna sjónvarpið reynir að ljúga því að mér að karlmenn ættu að vilja sama ilmvatn og gaur sem fór í keppni um að vera sætastur á supposöblí að nota. Af þeim piltum sem ég þekki, er ekki einn einasti sem myndi reyna sitt besta til að herma eftir sætukeppanda, enda er fólk sem fer í slíkar keppnir með einhver issjú varðandi sjálfsálit... Hvort sem það er egó eða lágt sjálfsmat... Bæði vont...
Sem sagt; Hvor er verri? Fávitinn sem fer í keppni um að vera sætastur eða fávitinn sem reynir að líkjast fávitanum sem fer í keppni um að vera sætastur?

3. Síðasta undrið í dag er hvað ég get þekkt fólk rosalega vel en samt ekki vitað hvað ég eigi að gefa því í jólagjöf.
Sönnun þess að sjónvarp hefur áhrif á börn
Forsaga: Óli litli frændi var í pössun heima hjá mér um daginn. Hann er einmitt ekki enn orðinn 2ja ára.. og já. Hefur aldrei smakkað hunang. Eftirfarandi samtal átti sér stað;

Mamma: Jæja Óli minn. Hvað viltu borða?
Óli: huhmammg!
Mamma: Hunang?? Hver borðar hungang?
Óli: Óli!
Mamma: Já, en hver annar?
Óli: bánnsínon!

14.12.03

Fyrst ég hef ekkert merkilegt að segja... og þið þekktuð mig ekkert vel samkvæmt prófinu þarna...

Conscious self
Overall self
Take Free Enneagram Personality Test


Enneagram Test Results
Type 1 Perfectionism |||||||||||||| 54%
Type 2 Helpfulness |||||||||||| 46%
Type 3 Ambition |||||||||||||||| 70%
Type 4 Sensitivity |||||| 30%
Type 5 Detachment |||||||||| 34%
Type 6 Anxiety |||||||||||| 46%
Type 7 Adventurousness |||||||||||||||| 62%
Type 8 Hostility |||||||||||||| 54%
Type 9 Calmness |||||||||||||||| 70%
Your Conscious-Surface type is 9
Your Unconscious-Overall type is 9w1
Take Free Enneagram Personality Test


ENTP - "Inventor". Enthusiastic interest in everything and always sensitive to possibilities. Non-conformist and innovative. 3.2% of the total population.
Take Free Myers-Briggs Personality Test


13.12.03

Ég var víst rosalega fallegt barn.....
Ég er ekki að fara að koma með svona "mamma sagði að ég væri sæt" yfirlýsingu. Þrátt fyrir að ég sjái þetta ekki sjálf á gömlum myndum af mér, sögðu þetta allir. Líka fólk sem tengdist mér ekkert persónulega.

Þegar ég varð eldri þá lenti ég oft í því að mér voru gefnir hlutir eða nammi eða eitthvað, engöngu vegna þess að fólki fannst ég vera heillandi, merkilegt nokk. Þetta gerðist sérstaklega oft úti í útlöndum, enda var ég ljóshærð, bláeygð og kunni oftast að klóra fram nokkrar góðar setningar á frummáli heimamanna (kunni allan andskotan á öllum mögulegum tungumálum).

Ég man einu sinni eftir því þegar ég var úti í Hollandi. Ég prílaði upp á svona plastasna sem fólk setur pening í fyrir ponsurnar sínar svo að hann hreifist (svipaðar græjur eru t.d. í kringlunni). Það leið ekki á löngu þangað til að það kom einhver og lét pening í asnann fyrir mig. Þegar asninn stoppaði kom önnur manneskja og setti pening í og svona gekk þetta lengi vel. Þegar á leið var ég orðin þreytt á þessu, en fólkið með peningana hætti ekki að koma. Eftir heillangan tíma (reyndar líður tíminn lengur þegar maður er ponsa) komst ég loksins niður af hrossinu við illan leik.

Þetta hefur líklega haft áhrif á mig alveg til dagsins í dag. Ég á ennþá erfitt með að taka við gjöfum eða greiðum frá fólki, og þá sérstaklega fólki sem ég þekki ekki vel, án þess að borga til baka aftur.. og þá helst miklu meira.

Sem betur fer fyrir mig fölnaði fegurðin með árunum og fólk er löngu hætt að gefa mér stuff vegna þess því finnst að ég sé sæt.. heheh
Annar jólasveinamorguninn kominn og farinn og skórinn var tómur. Þetta rennir stoðum undir kenningu mína frá því í fyrra, að jólasveinunum sé haldið einhverstaðar þvert gegn vilja þeirra.
Í gær dýfði ég tungunni ofan í líf, eins og baðsaltið heima hjá Einari forðum. Það smakkaðist merkilegt nokk, betur en baðsaltið. Ég mæli í alvörunni ekki með því að þið setjið tunguna á baðsalt. Nema mér sé illa við ykkur. Þá mæli ég sterklega með því!
Aaaanywho. Ég fór með verðlaunin til sigurvegara bannersamkeppninnar og svo beint í bíjóv með Palla. Við sáum Elf sem er...... jáh. Ágæt.

(Pósk inni í póski: Annars var ég að tala við Sigga um daginn (Siggi: ég gleymdi by the way að telja upp Matchstick man þá..), um allar myndirnar sem ég hef séð í bíó. Ég komst að því að ég væri búin að fara á miklu, miklu fleiri myndir en ég hafði áður haldið, og það fór að verða ljósara fyrir mér hversvegna ég ætti engan pening eftir frá sumrinu.)

Svo fór ég líka og hitti hann Hákon minn og gaf honum loksins afmælispakkann sinn. Heima hjá honum spilaði ég Bobbit í fyrsta skipti. Stórhættulegt og mjög vanabindandi helvíti.. HELVÍTI :o). Veit einhver hvað bobbit er?

12.12.03

Elsku ambindryllurnar mínar. Þið haldið þó ekki að ég hafi gleymt ykkur!?? Því er nú fjarri lagi, því ég hugsaði um ykkur mikið og vel allan þennan tíma sem ég lét lítið fyrir mér fara í mínu stafræna konungsríki. Þannig var bara mál með dráttarvexti að ég og afgangurinn af hóp 12 var í betaprófunum í dag. Það lá dálítið á að koma öllu sem við vildum koma inn í kerfið í gott stuð fyrir þann tíma, svo ég gaf mér ekki einu sinni nokkra dropa úr tímans ólgusjó í að segja ykkur að ég væri lifandi. Ég held að það sé hið besta mál fyrir ykkur hin, þar sem ég hefði varla geta talað um aðra hluti en session og servlettur.
Allavega. Betaprófuninni var refsað illilega. *REFS*. Óþekk betaprófun.. *REFS,REFS*...
Verkefna skil eru á næsta þriðjudag, svo að ég hugsa að ég smakki smá líf í kvöld en láti mig svo aftur hverfa tímabundið úr lífum ykkar... But... rest asure.. I shall return.. Hef of mikið að segja um ekkert til þess að fólk nenni að hlusta á mig... svo ég skrifa bara í staðinn... Lucky you ;o)

11.12.03

"Choose a vikingbattlegame. Choose a framework. Choose a software team, Choose a fucking big computer screen, Choose tomcat, JBoss, class diagram, and ant with attitude. Choose good design, low compiling time and source safe backups. Choose a soild scedule. Choose starting demands. Choose your programming rules. Choose iTunes and matching library.... nenni ekki meira..

9.12.03

Akkúrat ár síðan ég póstaði þessu prófi:
...þessu sem sagt..
Þið megið spreyta ykkur aftur ef þið viljið... Tja.. ef þið haldið að þið þekkið mig eitthvað betur í ár en í fyrra ;o)
Hvað ætli stór hluti af lífi mínu fari í compile og deploy...
...hafið þið einhvern tímann fengið hjá ykkur rosalega þörf til þess að kirkja einhvern með músasnúrunni ykkar...??
Um daginn sagði ég að stelpa sem ég sá í sjónvarpinu væri píanóbarsleg. Ég er vond manneskja. Ég mun án efa brenna upp til agna í djöfullegum eldtungum helvítis.... Það er ljótt að segja svona.. ljóttljóttljótt...

8.12.03

you are crimson
#DC143C

Your dominant hue is red... you are passionate, energetic, and unafraid of life's changes. You're all about getting out and trying something new, even if it means taking risks that other people would be afraid of. Hey, if they're afraid and you're not, more power to you, right?

Your saturation level is high - you get into life and have a strong personality. Everyone you meet will either love you or hate you - either way, your goal is to get them to change the world with you. You are very hard working and don't have much patience for people without your initiative.

Your outlook on life is bright. You see good things in situations where others may not be able to, and it frustrates you to see them get down on everything.
the spacefem.com html color quiz


En en... everybody loves me... right?? :oO
Ég kom heim með bros á vör og neyddi foreldrana til þess að baka með mér tvöfaldan skammt af jólasmákökum. Fer enginn að segja að ég sé ekki hörð í horn að taka...... *tough svipur*
Repost... Ýsa v.s. laukur
Ég hef svolítið verið að pæla í fólki sem er grænmetisætur vegna þess að það vill ekki borða "hugsandi verur". Ég er viss í minni sök um að sumt grænmeti er langt um gáfaðara en ákveðin dýr.

Dæmi??
Ýsa v.s. laukur

Ýsa:
Ýsa er í fyrsta lagi heimsk fyrir að vera myndarlegur fiskur. Ef ýsa væri ljótari, væri hún örugglega ekki borðuð eins mikið.
Klár dýr væru búin að gera sér grein fyrir því að það sé einhver/einhverjir reyna að veiða þau. Ef ýsa er nú þegar búin að fatta þetta, þá ætti hún að sjá að það er ekkert sérstaklega jákvæður hlutur að vera veidd. Fiskibátarnir eru alls ekkert himnaríki fyrir ýsur. Abbabbabb.. Þar eru þær sko myrtar!
Þetta kallar á næstu staðreynd sem sannar ýsu heimska - hún ferðast alltaf um í hópum eins og hálfviti. Það er miklu auðveldara að veiða hrúgu af ýsu þegar þær eru allar saman að synda, heldur en ef þær myndu skipta liði.
Ef ýsa væri gáfuð væri hún líka búin að skipuleggja auglýsingaherfeðir gegn ýsu-áti. Hún væri jafnvel búin að koma fram með snjöll slagorð eins og "Viltu fá meira að ríða? Hættu að borða ýsu" eða "Þorskar (<-- ekki ýsur sko...!! *mundu það*) losa konur við appelsínuhúð".

Laukur:
Laukur er í fyrsta lagi gáfaður fyrir það að vera ekki algengur aðalréttur. Ég persónulega þekki allavegana ekki marga sem fá sér bara lauk í matinn. Eiginlega bara ekki neinn. Fólk hinsvegar notar lauk oft í mat eða með mat. Þá er venjulega ekki notað mikið af honum í einu.
Laukur er líka með varnarkerfi. Ef laukur þarf að deyja, skal hann allavegana deyja með sæmd og berjast til síðasta lauksafadropa. Hann grætir fólk sem reynir að skera hann. Laukurinn kemur fólki oft til að líða mjög illa á meðan það er að myrða hann. Það er bara tímaspursmál um hvenær laukurinn kemur með öflugara efnavopn í baráttu sinni fyrir eigin frelsi og hamingju.
Þegar fólk er búið að borða lauk (aðalega hráan samt) verður það svolítið andfúl. Onion breath er ekkert heillandi sko. Hann er á réttri leið þarna....
Já.. og eitt enn.. onions have layers... like ogers ;o)

Jæja.. ég held að ég hafi sannað umfram allan efa að laukur er gáfaðari en ýsa. Laukur er augljóslega grænmeti og ýsa er dýr (oft um 1000 kall kílóið.. HAHAHA..haha? *hóst* hver sagði þetta?? Eitthvað fífl??). Ef einhver sem er grænmetisæta af ástæðunni sem ég gaf upp hér fyrir ofan er að lesa þetta, þá er ég ekki frá því að ég hafi gefið henni mikið til þess að hugsa um...!

Njótið vel, tannburstið ykkur kvölds og morgna, verið hamingjusöm og ekki stunda kynlíf með nánum ættingjum eða kindum (síðasti parturinn var sérstaklega ætlaður lesendum mínum utan að landi)

Já.. og p.s. Fyrsta manneskjan sem kemur með kvótið "Ég er ekki grænmetisæta vegna þess að ég elska dýr. Ég er grænmetisæta vegna þess að ég hata plöntur" er fáviti...
Ég á skilið að éta piparkökur í kvöld!!
Þá eru allar einkunnirnarararar komnar (nema úr lokaverkefninu sem við erum að gera núna) og ég náði öllu (misglæsilega að vísu... #)($/#% reiknirit..).
En ekki hvað??
Bróðir minn kom með þá snilldarlegu hugmynd um að sameina brúðubílinn, bókabílinn og blóðbílinn í einn bíl.
Það gæti orðið scary........ Blóðsugubrúðan Bubbi myndi strappa þig niður og taka úr þér blóð á meðan hún læsi upp úr Shakesphear...

7.12.03

Fyrir mörgum tunglum síðan var ég ponsa. 13 ára. Svo 14 ára. Svo 15 ára.
Í þá daga gat ég aldrei verið bara fín. Ég varð alltaf að blanda einhverju cooky með í cocktailinn líka. Ef ég var í fínum kjól varð ég t.d. að hafa bangsatösku sem fylgihlut. Eða neonlituð gúmmí armbönd með vatni og glimmeri inni í sér.
Fyrir ein jólin áttum við móðir mín í miklum og löngum samningaviðræðum. Hún var mjög sátt við fína, svarta pilsið og einföldu hvítu skyrtuna sem ég hafði keypt mér og ætlaði mér að skarta þau jólin. Það sem hún var hinsvegar ekki alveg að gúddera var plan mitt um að vera í ullasokkum og adidasskóm (þessum hefðbundnu hvítu með svörtu tánni og röndunum) við. Eftir marga klukkutíma óslitnar samningaviðræður samþykkti ég að vera í hvítum aerobik sokkum heilögustu dagana og hún að ég mætti vera í ullasokkunum um áramótin.
Glæsilegt. Glæsilegt.

6.12.03

Vá hvað ég tuskaði vin minn til í gær, þegar ég frétti að hann vissi ekki hver Doddi í leikfangalandi væri. Ég lamdi hann nokkrum sinnum í öxlina og kýldi hann í magann. Svo dróg ég hann að næstu tölvu og googlaði mynd af Dodda. Engum bjöllum hringdi heldur eftir það, svo ég sagði honum að hann væri kúwgalabbih og tók alla póst-its miðana hans og hljóp oft framhjá honum og setti post-its miða á hann í hvert skipti...
Hversvegna honum fannst þessi refsing vera fyndin er beond me... Hver veit ekki hver Doddi í leikfangalandi er..? Honestly??
Djöfull skemmtum við okkur í gær að segja brandara um gellur sem kalla sig Sessí.
Helló... I'm Shesseeey...
hahahahah
Geðveikin sem hefur gripið huga minn höndum tveim er veruleg. Í gær fékk video-buddyið mitt sér bjór, snakk, nammi og piparkökur á meðan að drottningin gæddi sér á vínberjum, epli og vatni.

Áðan fór ég út í hagkaup í kringlunni og keypti mér vínber í staðinn fyrir nammilandsnammi á 50% afslætti.

Ef ég verð ekki orðin gyðja í næstu viku með þessu áframhaldi.. þá.. þá.. öh.. I've got nothing... Þá.. eitthvað!

5.12.03

...Takið með fyrirvara
- beit samt fast í alvörunni og það var og er krapp vont
Við Aloner fórum á Indókína í hádeginu. Djöfullsins öskrandi snilld er Indókína.. 4 gómsætir réttir af eigin vali á viðráðanlegu verði. Við höfum nýlega byrjað á því að kíkja þangað þegar við eigum það virkilega skilið, eins og eftir síðasta prófið og svona. Í dag áttum við það virkilega skilið vegna þess að það er föstudagur.
Til að gera langa sögu stutta var ég svo gráðug að ég beit stykki úr tungunni á mér. Það blæddi svo mikið að ég drukknaði í eigin blóði og labba núna bara aftur á bak.
Þið hafið ekki minnstu græna hvað það er erfitt að skrifa pósk þegar maður er afturganga..
Stundum, þegar eitthvað gleður mig voðalega mikið og ég má ekki segja frá því.. Þá.. ha.. þá er ekki gaman... Sem er eiginlega dálítið mis... því að ef eitthvað gleður á að vera gaman er það ekki?? Júh.. hélt það!

Ekki misskilja mig samt.. ég er mjög mikil aðdáandi einkalífs míns, enda er ég yfirleitt ekki að fara mjög náið út í það hérna fyrir allra augum. Fatta ekki fólk sem uploadar sálinni sinni á internetið.
Vill það honestly að aðrir, þeim fullkomlega ókunnugir, viti hvert einasta smáatriði sálar- og einkalífs þeirra? Ef svo er, hvurn skrambann gengur þeim til? Er þetta einhver sálrænn exebithionismi? Bera sig eins og einhverjir pervertískir flasharar fyrir alþjóð?
Sjálf á ég reyndar alveg til að lesa persónulegt væl eftir aðra, þó ég lesi yfir höfuð ekkert rosalega mikið af vefleiðurum. Ástæða þess er líklega sú sama og liggur að baki áhorfi mínu á fyrsta Joe Millionare þáttinn í gær. Subhumanismi og dramadrottningar eru á einhvern óskiljanlegan hátt áhugaverðar, svo lengi sem þú tengist þeim ekki beint. Svona eins og heimildarefni um pöddur. Þú vilt reyna skilja hvernig þetta lið virkar...
Fyrirvari: Þó þetta sé dálítið diss og ég persónulega fýli ekki tónlistina hennar, er þetta merkilegt nokk ein af mjög fáum original söngkonum landsins og hún stendur sig eins og hetja... Mig langar heldur ekki að skera af mér eyrun, eins og þegar ég heyri í sumum óbjóðinum sem er framleiddur á landinu, þegar ég heyri lög með henni :o)

Hún: Þetta drasl framan í henni á víst að tákna mismunandi hluti í hvert skipti
Ég: Ha..? En þetta er bara svartur túss gone terribly wrong!
Hún: Jájá.. hún sagði að vinir hennar gætu stundum lesið í þetta
Hann: Iss.. ég get lesið í þetta! Þetta segir að hún sé HÁLFVITI!
- Tumi bangsi
- Ég og Tumi bangsi

4.12.03

"Skák er skemmtileg" hljómar grunsamlega líkt "flasa er falleg" í mínum eyrum...
Í sjónvarpinu er alltaf bara ein 15" pizza fyrir heila fjölskyldu....
lag dagsins er... þetta
Earth! Fire! Wind! Water! Heart! GO PLANET!!
- When Their powers combine.. I AM CAPTAIN PLANET!! ♪♫Captain Planet.. he's a hero.. Gonna get polution down to zero.....♪♫
Einu sinni voru vondir þættir á Cartoon Network, sem hétu "Captain planet and the planeteers". Þættirnir fjölluðu um 5 krakka sem áttu hringa sem höfðu mismunandi eiginleika. Hver um sig gat stjórnað einu elementi.. Nema einn var svo óheppinn að hann gat bara ráðið yfir dýrum (þessi með heart hringinn). Ef ég ætti vatns hringinn... eða vinda hringinn hefði ég bara blásið vondum dýrum í burtu. Þarft ekkert að vera vinur þeirra ef þau eru að fara að lemja þig í hakk.
Jæja.. allavegana.. Fjölluðu allir þættirnir um að berjast gegn vondum gaurum sem menguðu landið. Dumpuðu olíu í sjóinn og svona.
Þegar krakkarnir stóðu görguðu textann sem stóð í fyrirstögninni byrtist Captain Planet galvaskur og reddaði málunum á síðustu stundu.. áður en einhver var látinn éta geislavirka drullu eða eitthvað.

Jæja.. nú hef ég 2 spurningar...
1. Af hverju horfði ég oft á þessa þætti, þó þeir hefðu verið vondir?
2. Af hverju kom þetta allt í einu upp í hugann núna?
Ég fór á finding Nemo í gær..

Hér er smá spoiler: NEMÓ FINNST!! heheh.. Góð mynd samt.. mæli með henni ;o)

3.12.03

Reykjandi fólk fer í mál við tóbaksfyrirtækin vegna þess að sígaretturnar sem það er að reykja daglega eru óhollar og geta, eða hafa gert það lasið...
Þeir sem mér finnst að ættu frekar rétt á að fara í mál við tóbaksfyrirtæki (eða reykingamenn) er fólk sem fær krabbamein eða eitthvað vegna óbeinna reykinga. Það er fólk sem er ekki að soga ofan í sig sígarettureik á hverjum degi vegna þess að það vill það, heldur vegna þess að aðrir í kringum það taka ákvörðunina fyrir það.
Það væri þó auðveldlega hægt að réttlæta fyrir mér þessar málsóknir - en!

Það sem væri hinsvegar undir engum kringumstæðum hægt að réttlæta fyrir mér er þegar feitt fólk fer í mál við skyndibitakeðjur fyrir að hafa gert sig feitt.

Svoleiðis fólk ætti frekar að fara í mál við menntakerfið eða foreldra sína, þar sem að það er augljóslega hálfvitar.
Vissir þú að djúpsteiktir kjúklingabitar, franskar og hamborgarar væru fitandi..?
Ef ekki... þá ertu hálfviti og það er ekki sök skyndibitaiðnaðarins.
Ef þú vissir þetta...Af hverju er þetta þá skyndibitastaðnum að kenna? Kom fulltrúi hans heim til þín tvisvar sinnum á dag, beindi byssu að gagnauganu á þér og neyddi þig til þess að borða bumbumat?
Nei?
Viltu þá banna allan mat sem er óhollur, vegna þess að þig persónulega skortir sjálfsaga?
Ekki??

Then this beats the crap out of me..
Kvenmenn klæða sig og fylgja tískunni fyrir aðra kvenmenn. Við höfum nú þegar fengið það á hreint. Mín helstu sönnunargögn eru þau að ekki einum einasta karlmanni sem ég hef rætt við þykir támjóir ógeðisskór vera að gera það fyrir sig.
Ef við skoðum líka hverjir hanna og ákvarða tískuna hverju sinni, þá eru það í langflestum tilfellum samkynhneigðir karlmenn eða konur.
Með þetta að leiðarljósi undrast ég að kvenmenn klæði sig upp í einhverja tískugalla þegar þær fara að veiða sér karlmenn á skemmtistöðum landsins.

*undr*

2.12.03

Bannersamkeppni
Öllum sem tóku þátt í samkeppninni þakka ég kærlega fyrir sitt innlegg og vil segja án allrar yfirborðssemi segja að það var mjög erfitt að velja sigurvegarann. Ég mátaði alla bannerana fram og til baka oooog...

...sigurvegari samkepparinnar (sigurbannerinn má sjá uppi á síðunni minni núna), er hann Ólafur Haukur Flygenring (merkilegt nokk, einnig velgjörðarmaður Buy-Ósk-a-slinky foundation). Honum verður send í snailmail glæææsileg verðlaun, sem ég mun reyndar ekki klaga hver eru fyrr en þau hafa borist honum í pósti.

...annars fannst mér þessi líka (eftir sama höfund.. annars hefði ég gefið þessum aukaverðlaun) snilld, en hann passaði ekki alveg á síðuna mína.. :o)
Dagar mínir eru súkkulaðidagataldir....
Einn var svo góður og sætur að hann keypti handa mér súkkulaðidagatal, fyrst foreldrarnir voru ekki búnir að gefa mér ennþá....
Þegar ég kom heim beið mín annað, nákvæmlega eins dagatal, sem hinir eldri og vitrari höfðu fjárfest í handa stelpunni, aðeins 2 dögum of seint.

Kaldhæðnin í þessu öllu saman er, að í morgun hófst gríðarlegt heilsuáttak hjá mér. Eitt af þessum sem ég fer í gymið á hverjum morgni áður en ég fer í skólann og borða hollan mat. Allt er þetta til þess að ég verði einhvern tímann megababe sem getur brotið hnetur á milli rasskinnana og gengið daglega um í bikiníi og hælaskóm eins og gellurnar sem eru í sætukeppnum, því það finnst mér svo töff (fór kaldhæðnismælirinn hjá einhverjum í gang..??).

Nú er mun ég byrja á því á hverjum degi, áður en haldið verður í harðsperuframleiðandi líkamsræktahúsið, að háma í mig súkkulaðimola í formi lesta, stjarna eða jólatrjáa... í tvíriti..
Ekki öll heilsuáttaksfórnalömb eru eins heppin að þessu leiti og drottningin!
Ef mér yrði úthlutað gaur sem...
...ætti heima í íbúð, þar sem húsgögnin væru samansett úr pappakössum og útilegustólum (hahaha.. þegar ég fór heim til Sigga þegar hann bjó úti í Danmörku voru hans húsgögn bjórkassar og vindsæng. Kössunum var raðað upp í stóla og borð. Mjög fínt!)
...væri klæddur í innvíðar gallabuxur og skjannahvíta strigaskó
...væri með sítt að aftan
...dansaði macarena í fínum samkvæmum
...héldi að koktailsósa væri einn af þremur helstu fæðuflokkunum.....

....þá gæti ég líka snurfusað upp á hann og hýbýli hans þannig að allir vinir hans og nánasta famelía yrði agndofa yfir árangrinum. Það þarf í alvörunni ekki the fab5 til!
Hann Hákon minn er hvorki meira né minna en 31 árs í dag. Gamlimon... Til hamingju ;o)
Ég verð að seinka tilkynningu úrslita þangað til í kvöld :o).. Hef ekki tíma til að gera annað stuff núna en víkingabardagaleikinn sem við erum að mixa...

1.12.03

- Boobs anyone?
- Umhverfisvænn bíll
Oj.. ég sá litla, sæta hundinn, sem býr fyrir ofan Einar, í sjónvarpinu að sýna föt. Greyjin litlu. Hafa ekkert um málið að segja. Ljóttljóttljótt..
(já.. ég er að horfa á sjónvarpið... hence allar sjónvarpsfærslurnar :oÞ.. )
Hann: Hey já, maður þarf að muna að taka með sér puttafatnað á molgun
Ég: ha?
Hann: puttafatnað.. þúst.. klæðnað fyrir hendurnar
Ég: af hverju?
Hann: Nú affí að við ætlum í ljós
Ég: handklæði?
Ég: hááááalfviti
hahahahahhahahahahah... var auglýsing á Skjá einum. It went-a little something like this:

Varist dýrar eftirlíkingar......
spennuzkjár...

Fávitar..
Hahahah.. skrambans snillingur. Ef aðeins einn einstaklingur á jörðinni mun fara til helvítis eftir að hann deyr, er það hann Jon í survivor.. Ljúgandi bastarðurinn... :o)
Vá... bráðum er heilt ár síðan ég notaði mood indicatorinn minn. Lifi ég :o)...
Múvíkvót á mánudegi my dears...

Létt:
Kvót: That's it! That's IT! Einhorn is Finkle! Finkle is Einhorn. Einhorn is a MAN! Oh, my GOD! Einhorn is a MAN!!!
Hint: fönnífönní

Erfitt:
Kvót: Jólin eru blóðbað!!
Hint: Ekkert hint.. þetta á að vera erfitt :oÞ

Svar við annari hvorri?
Þá er kominn 1.des, þannig að ég má officially, samkvæmt reglum konungsríkinsins míns fara að hlusta á jólalög. Fer heim og rippa eins og einskinsmanns fyrirtæki í kvöld og bý til einn kraftmikinn mp3 disk fyrir Benjamín Rafn, ofur brumma.

Annars fyllir stelpuna viss sorg, þar sem að foreldrarnir hafa ekki enn gefið henni súkkulaðidagatal, eins og á hverju ári síðan að hún var pínu, pínu ponsa. Ef það reddast ekki í dag fer ég og kaupi mitt eigið!! Það verður táknræn athöfn fyrir alla sem eru orðinir of fullorðnir til þess að fá súkkulaðidagatal frá foreldrum sínum. Best að hringja í DV eða Séð og heyrt, eða hvað öll þessi slúðurblöð heita og fá ljósmyndara á staðinn...

Svona að öðru.. Á miðnætti í dag rennur út skilafresturinn í samkeppninni, og nú þegar hafa nokkrir ágætis bannerar verið skráðir til keppni. Úrslit verða kunngjörð á morgun um hádegi...