31.8.03

Af hverju stendur "ÓSK GELLA" í nafinu á nótunni sem fylgdi með pizzunni sem ég pantaði um helgina? Er Hrói Höttur skotinn í mér?
Ég er öllu menningalegri en ég gerði mér grein fyrir. Hún Lauga var að benda mér á að skrif af síðu minni hafi verið copy-peistuð yfir í lesbók morgunblaðsins í gær. Ég væri að sjálfsögðu meira upp með mér hefði þetta ekki verið undir fyrirsögninni "blogg". Ég póska (til þess að gleyma... Oliver Twist).
Annars er líka til færsla á vísindavefnum um "blogg" með copy-paste frá póskinu mínu. Alltaf verið að tengja mig við þennan skramba, alveg eins og hann Einar er alltaf beðinn um að aðstoða fólk í rúmfatalagernum....
Maður verður stundum að sætta sig við svona hluti. Mótbyr gefur manni bara sterkari lærvöðva og tónaðari rass.....

29.8.03

Í gær fór ég að velta því fyrir mér hvernig ég gæti mögulega orðið meira nörd. Þar sem að þið lofuðuð að þið mynduð ennþá elska mig þó ég gerðist roleplay nörd, prufaði ég það í fyrsta skipti síðustu helgi. Fannst það rosa gaman. Ég er Gnome bard. Það lítur allt út fyrir að við spilum aftur þessa helgi.
Eftir miklar pælingar þá komst ég að því að ég þyrfti að læra að kunna að meta Startrek. Fara að halda maraþon og svona. Svo var annað sem mér datt í hug líka. Ég þarf að ganga í skirtum með svona... brjóstvasa og fá mér svona.. pennavasa úr plasti til þess að geyma þar. Gleraugun eru a work in progress (var síðast reyndar bara með -0.25, en hey.. get samt keypt mér gleraugu!).
Annars er ég eiginlega bara blanko. Einhverjar tillögur frá þegnunum..?
Það er stór hættulegt að vera í löbburum með hæl. Ég er náttúrulega frekar lágvaxin snót. Enginn dvergur svo sem, 162cm á hæð. Í dag er ég í háhæluðum löbburum. Með því fyrsta sem kom fyrir mig þegar ég var að labba frá bílastæðinu í skólann, var að ég rak kollinn í skilti. Það var krapp vont. Hingað til hef ég aldrei tekið eftir þessu blessaða skilti. Ég hef nefnilega alltaf labbað beint undir það án þess að slasa mig á því. Ég er með kúlu, allt út af hælunum....
Damn you Wee-bull. You winn this time!
Ég er fangi í mínum eigin kastala. Skúra er að þrífa eins og berserkur fyrir utan hurðina hjá mér og ég er læst inni í dyngjunni. Ég þarf að pissa. Ég þarf líka nauðsynlega að tannbursta mig og taka til nesti fyrir daginn. Ef það væri ekki fyrir þetta þráðlausa net, gæti ég á engan hátt komið skylaboðum til þegna minna um að ég hafi ekki verið myrt af emúa eða eitthvað.
Litla Pú á annars afmæli á morgun, og þá verður hann eins gamall og ég í alveg tæplega 2 mánuði. Hann sagði í gær að hann væri samt alltaf stærri og það væri það sem skipti máli. Ég er ekki alveg sammála því. Ég drop-kickaði samt ekki í andlitið í þetta sinnið. Vildi ekki rústa á honum brosaranum fyrir afmælismyndirnar. Ég skrifa bara einn I.O.U. miða upp á drop-kick í andlitið og gef honum með pakkanum sínum....
Ég er svo réttlát að ég gæti ælt á mig....

28.8.03

Subhumanism
Hafið þið einhvern tímann viljað hella hreinu, óþynntu subhumanism í staupglas og slamma því? Nei.. ég er ekki að segja ykkur að horfa á Eminem myndband. I've already taken out my white trash you see.
Ég sá nefnilega auglýsingu í fréttablaðinu í dag. Þar voru ekki minni manneskjur en Selma Björnsdóttir og Birgitta Haukdal, ásamt einhverjum öðrum tussum, að auglýsa söngskóla fyrir alla aldurshópa. Í horninu stóð "Hentar vel fyrir undirbúning Idol"....
I rest my case.
Ég var að fatta.... að ef ég tæki mig til og héldi ykkur ábyrg fyrir ykkar áheitum... þá væri ég núna að rukka inn
- Bláalónsferð
- Slatta af innegin á adult.is
- 2 ljósatíma
- Miða á Foo Fighters (tja.. dholdið of seint núna að vísu)
- Ís
- Full body þrif á Benna
- 3x 20 mín nudd
- Út að borða á American Style
- Pakka af heftum

...Þar sem að ég er réttlát og góð drottning, hef ég ákveðið að þið fáið að sleppa þessu í þetta sinnið ;o)... Mín verðlaun eru bara að vera mjórri núna en ég var fyrir 2 mánuðum og þar af leiðandi einu skrefi nær því að vera megagígaofurchix og æfinlega óhamingjusöm vegna "einfaldskolvetnisskorts" (fræðilega heitið yfir nammi muniði).
Kannski ég haldi bara áfram að vera dugleg. Ekkert mál að fara í Jimmy 4x í viku svo sem... og 1100 - 1200 kaloríur á dag eru aaaalveg feyki nóg fyrir ponsur eins og mig.. *sannfæra sjálfa sig*
Ég held að það sé næstum því óhætt að segja að það sé komið haust. Nú er ég ekki að reyna að vera skáldleg og nota "haust" sem myndlíkingu fyrir ástarsorg eða slæmt sálarástand. Ég hef það bara fínt. Ég er að nota það yfir mánudag allra árstíða, þegar laufin verða allskonar á litin og detta svo af trjánum án mikillar mótstöðu.
Þessir þrír mánuðir sem koma í veg fyrir að allir Íslendingarnir flytji til heitari landa eru næstum því á enda. Kannski ég fari og kaupi mér ljósakort :oP..

27.8.03

Hvenær hættu brandarar að vera fyndnir? Gerðist þetta bara einn daginn? Var þetta kannski bara smám saman? Hættu að verða fyndnir ponsu á hverjum degi, þangað til að það var ekkert fyndn eftir.
Ég kenni internetinu um... og öllum þessum gamanþáttum í sjónvarpinu. Maður er svo upptekinn af sjónrænu árteiti að gamli góði brandarinn gerir ekkert fyrir mann lengur. Ég fattaði þetta ekki fyrr en um daginn, þegar ég hló af brandara í fyrsta sinn í langan langan tíma. Kannski svolítil þversögn, ég veit... Það var bara þá sem ég fattaði að brandarar séu aldrei sniðugir lengur........
Nýtt hár; Hot or not?
Í gær var ég í "pantatíma stuði". Ég pantaði mér tíma í klippingu og strípur sem ég fer í á eftir. Það var ekki nóg fyrir mig svo ég ákvað að panta mér líka tíma í sjónmælingu. Ég týndi nefnilega gleraugunum mínum í fyrra og komst að því núna, þegar ég fór allt í einu að mæta í tíma, að ég sé ekkert hvað kennarar eru að krota upp á töflu í dæmatímum.
Fjögur augu eru betri en tvö I guess...
Sirka ábát núna eru allir bloggplebbar (og það er fátt plebbalegra en að "blogga") að röfla um gæði og gleði foo fighters tónleikanna í gær. I strive to be different so I'm not gonna. Plebbism er lame. Ég segi þá bara í staðinn.... þegar ég verð stór við ég verða Foo!!

26.8.03

Góður leikur maður
Hey!! Foo fightes í kvöld :oD
Þegar ég er næstum 16 mínútur á leiðinni í skólann, þá er eitthvað gífurlega mikið að. Hingað til hefur það verið piece of pie að pjásast í skólann á ásættanlegum tíma, þar sem að "venjulega fólkið" leggur af stað nægilega snemma til þess að mæta kl. 8, á meðan ég þarf ekki að vera mætt fyrr en 8:15. Hata þegar fólk vill vera eins og ég..
Pakkpakkpakkpakkpaaaaaaakk.
Það geisar enn netstormur uppi í skóla.... færslur dagsins to follow..

25.8.03

Ég hef aldrei fattað hvað sé svona gaman við það að fá póst. Sjálf finnst mér það hundleiðinlegt. Kannski að það sé vegna þess að ég fæ aldrei öðruvísi bréf heldur en þessi sem koma í gluggaumslögum og vilja kreista frá mér hverja krónu. Bastarðabréf nýrnabauna!
Ég er að velta því fyrir mér.. hvort ég ætti að fara að líta á svona auglýsingabæklinga sem berast í höllina sem persónuleg bréf til mín. Þá strax er pósturinn meira gleðilegur. Mér finnst fátt skemmtilegra en að skoða slíkan ruslpóst. Drasl stuff á tilboði, sem ég hef þó engan hug á að kaupa gleður mig. Þessir bæklingar eru litríkir og fallegir. Spurning um að setja inn svona talblöðrur á þá... Þá verða þeir eins og teiknimyndasögur.... I like those too...
Ég barst með öldu múgsefjunnar og skolaði á land í Pfaff (sem ég mun héðan í frá tengja við sexy losers og Mikes left hand strip), þar sem ég keypti mér ný headphones. Gvöð gammér eyra svo nú má ég heyra... Pfaff seldi mér headphones svo nú má ég... meira?
Hvað er málið með tussur sem ákveða að tattúvera á skvísuna á sér? Á SKVÍSUNA!!! Masókistamellur. Vakna þær bara upp einn daginn og hugsa; Tja.. mikið væri það nú fínt að hafa einhverja mynd... Á KYNFÆRUNUM.. *Hálfvitar*.
Svo er náttúrulega hægt að gera eins og kærastan mín hún Angelina Jolie (aha.. nafnið hennar hljómar eins og andi liðinna jóla ef maður segir það hratt... OG er eins foxy eins og hún er fucked up).. og tattúvera nafnið á gaurnum sínum á skvísuna... og hætta svo með honum. HAHAHAHA.. fáviti..
Svo hittir hún einhvern annan mel... og alltaf þegar þau fá sér að rýþha, þá blasir við nafnið á fyrrverandi kærastanum on the zkgvíz...
Abbabbabb. Persónulegur skóli kallar víst á nafnspjöld. Allavega eru það tengsl sem einhver með nægilega mikil völd til að hrinda slíku í framkvæmd fannst. Ég ætla svo sem ekki að slá því föstu, en einhvern vegin grunar mig að viðkomandi hafi horft á of marga touchy-feely-knúsknús-Oprah-like þætti í sjónvarpinu. Ég var allavega að fá afhent spjald með fullu nafni mínu á sem ég á svo að ganga með á hverjum degi héðan í frá. Þá geta nýrri nemendur leitað til mín og kennarar ávarpað mig með nafni. Þá eru allir svo glaðir og allt er persónulegt og hlýlegt. Andskotinn ef ljósbleikir kærleiksbirnir og regnbogar verði ekki farnir að sjást á göngum skólans á næstu mánuðum og ég verð köfnuð í eigin ælu...
Eeeeeinhver hefur ekki verið duglegur að horfa á Seinfeld sko (þeir sem ná tengslunum eru hetjur og fá stig og bolta... I'm feeling generous!!)
Mkay.. ég er búin að hringja í húð og kyn og er (að sjálfsögðu?) clean. Ég svo sem bjóst ekkert við neinu öðru, þar sem ég er mjög samviskusöm í getnaðarvarnanotkun (öryggið á oddinn áður en þú færð þér á... öh right.. þið fattið mig) en það er samt alltaf betra að tékka á svona reglulega, alveg eins og þessi krabbameinsskoðun sem ég fer í núna í næsta mánuði.
Ég vil samt að sjálfsögðu endurtaka áður gefna yfirlýsingu mína þess efnis að það sé eitthvað bogið við það að eldri maður rukki MIG fyrir að fá að skoða upp í skvísuna á mér. Alveg ætti það að vera á hinn veginn.
Um daginn sagði ég að það væri alveg brjálað að gera hjá mér við að fara úr buxunum þessa dagana og stend ég við það... tja... á vissann hátt, þar sem að ég náttúrulega geng aldrei í buxum. Táknrænt sko. Eða... öööö.. pie!
Um helgina fékk ég snilldar hugmynd, reyndar við lítin fögnuð viðstaddra, þar sem ítrekaðar tilraunir voru gerðar til þess að myrða mig með púðalemji. Ég fór að velta því fyrir mér að gamalt fólk er alltaf með svo lausa húð. Hugmyndin mín gekk út á það að selja elliheimilum gamlafólkasnaga, sem væri svo hægt að hengja fólkið á bara á hnakkadrambinu á kvöldin. Það myndi spara umtalsvert pláss held ég.
Þar sem þessi annars prýðilega tillaga féll í svona grýttan jarðveg, ákvað ég að það væri kannski mannúðlegra að dæla í þau valíumi áður en þau væru hengd upp... Tja... eða dæla bara í fólkið sem lamdi mig með púðum valíumi.. Það þarf augljóslega að tjilla aðeins sko...
I'm back in skúúúul... Til að byrja með vil ég biðja ykkur afsökunnar á því að ég hafi ekki svarað kommentunum ykkar. Mér sýnist á öllu að ég verði að gera það (hahaha.. gera það) þegar ég kem heim, þar sem netið er í veseni hérna. Vírus sko. Það sem sagt breytir litlu að ég segi þetta snemma um morguninn, þar sem að ég get ekki póskað þessu fyrr enn á eftir :oP.. Net-hret-skítaret.. HAHAHAH...
Allavega.. ég skrifaði að sjálfsögðu schlatta yfir daginn... Set hann bara allan inn núna :o)

24.8.03

Hvað er það sem gerir fyrsta skóladaginn á haustin svona sérstakan? Ég hef aldrei almennilega áttað mig á því. Kannski eru það þessi blessuðu takmörk sem eru ekki ennþá orðin fjarlæg og líta út fyrir að vera vel innan seilingar. Ég er allavegana núna að taka mig til fyrir morgundaginn. Setja í töskuna mína, stilla klukkuna, búa til nesti - og hei! Ef ég er eins geðveik og ég gruna mig um að vera, þá á ég eftir að velja mér föt til þess að vera í á morgun, en eftir að klukkan galar skipta algjörlega um skoðun. Pfff... öll fötin mín eru fín hvort eð er :oP..
Stundarskráin mín segir að ég eigi ekkert að mæta fyrr en kl. 13, en þar sem að ég er ennþá dugleg, þá á ég date við ungan mann í einu vinnuherberginu kl. 8 á morgun. 8 tíma lærdómur á dag kemur einkunnunum í lag.... or... sumfin...
Nú er bara spurning um hvað af heilanum hafi ekki rýrnað eftir sumarið og hvort það sé hægt að nýta hann í tölvunarfræði lærdóm að nýju.
Dagur eitt... punktur
Fregnir af andláti mínu eru stórlega ýktar. (Stig og bolti fyrir þann/þá fyrstu sem veit hvaðan þetta kvót er).
Ég mun mæta aftur til leiks tvíelfd á morgun....

21.8.03

Happiness is just a flaming mo away!
Ég er að fara í sumarbúúústaaaf.. *smell í góm*... Grilla geðveikt góðan mat... súpa rauðvín og hvítvín... vera menningarleg.. hanga í heitapottinum... Reyndar bara yfir eina nótt (sumarbústaðurinn sko.. ekki heitapottahangsið)... En hey.... samt gaman, gott og fallegt ;o)
Hvenær ætli hlutirnir breytist?
Í gær fór ég í Lush búðina í Kringlunni. Stelpan sem var að afgreiða þar var rosalega nice. Sýndi mér allt stuffið og sagði mér hvernig allt saman virkaði. Leyfði mér að þefa af þessu og hinu. Ég var mikið að spá í að biðja hana um að vera vinkona mín. Þá mundi ég að það virkar ekki þannig lengur. Hvenær breytast svona hlutir??
Þegar maður var ponsa var þetta algjörlega góð og gild spurning.....

20.8.03

Sækja um nýtt debetkort/skólaskírteini - checked....
Láta taka ógeðismynd í nýja debetkortið/skólaskírteinið - checked....
Kaupa sjöttu, sjöundu og áttundu DVD myndina í þessari viku - checked, checked og checked....
Kaupa allskonar óþarfa - checked....
Fara í 80 mínútna langt fegrunar-raflost, á meðan ég les Piramids - checked....
Pissa í glas hjá húð og kyn - checked....
Fyrirfram afsökunarbeiðni um póskléttan dag. Verð lítið heima :oP.. nóg að gera... lítið frí... *fnuss*svind*

19.8.03

Í gær fékk ég alveg hreint brilliant tillögu. Palli (ctrl + F) lagði til að ég gæti haft VIP zone á nýja pósk kerfinu mínu. Þá væri bara login fyrir nokkra velvalda einstaklinga, og eftir að viðkomandi hefur slegið inn notandanafn og lykilorð, birtist síðan nákvæmlega eins og venjulega, nema líka með póskum merktum VIP.
Þá get ég sett inn alla ljótu, vondu hlutina sem ég hugsa stundum, en vill ekki póska á almennum vettvangi. SCHNILLD.
Ég er víst ógeðslega fyndin. Ég veit það vegna þess að ég hef fengið þónokkra Emila þess efnis. Sjálf finnst mér ég fyndnust þegar ég segi: HAHAH.. þú sagðir gera það!! ... Öðrum finnst ég fyndnust þegar ég segi að maður myndi spara laun 6 leikara með því að skýra bara einn dverginn Sjö, í Mjallhvít og dvergurinn Sjö.
Ég held að aðrir hafi þroskaðari húmor heldur en ég..........
Fyrirtækið mitt er að massa þessa hjólakeppni..... no thanks to me...
Einu sinni las ég ekki bók sem hét Óbærilegur léttleiki tilverunnar, eftir Milan Kundera. Hún er ennþá í plastinu sínu, lengst ofan í skúffu. Hún var til prófs í menningafræði, þegar ég var í 5.bekk í vérsglóv. Kápan á henni var leiðinleg. Mér gekk samt ágætlega á prófinu.

Í menntaskóla þarf maður ekki að lesa bækur til þess að ganga ágætlega á prófum. Þessvegna las ég þær sjaldnast. Fyrir mér var 7 ekkert slæm einkunn fyrir enga vinnu.
Í rauninni finnst mér það stórmerkilegt að ég hafi haldist í menntaskóla öll þessi ár, nánast án þess að gera nokkurn skapaðan hlut.
Stundum er ekki gott að vera yfirburða gáfuð ung snót. Einu sinni heyrði ég einmitt að það sé alltaf minna samspil á milli gáfnafars og einkunna eftir því sem maður fer hærra í skólastigið. Krakkar sem fá háar einkunnir í grunnskóla eru gáfaðir, fólk sem fær háar einkunnir í menntaskóla lærir. Fólk sem fær háar einkunnir í háskóla lærir ennþá meira.

Ég lærði ekki í grunnskóla.
Ég lærði ekki í menntaskóla.
Ég lærði ekki fyrsta árið í háskóla heldur....

....hugsunin um að læra er scary. Ég kann ekki að læra. Þetta árið ætla ég samt virkilega að reyna mikiðmikið. Hann er búinn að lofa að vera duglegur að halda mér við efnið. Vera vondur og skipa mér meira að segja ef ég stend mig ekki nægilega vel.
Palli (ctrl + F) sagði í gær að þetta væri það sem vinir væru tilbúnir til þess að gera fyrir mann. Verða þessir sem maður hatar til þess að hjálpa manni. Mér fannst það meika mikið sense :o)
Í dag.... er síðasti vinnudagurinn minn.

18.8.03

Blogger er í fýlu. Ég verð að vera duglegri með að forrita nýja kerfið mitt sýnist mér :oP... Tíminn til að skipta þessu öllu út er löngu kominn...
Í gamla daga byrjuðu öll ævintýri á „Einu sinni voru karl og kerling í koti sínu...“. Gjarnan áttu þessi hjón einn son, sem var svo sendur út í heiminn með nesti og nýja skó. Pilturinn reyndist svo öllum að óvörum vera hetja hin mesta og oft hneppti hann hálft konungsríkið og kóngsdótturina með fyrir vikið (pakkadíll).
Í dag byrja ævintýri ekki lengur svona. Það trúir enginn á dreka og tröllskessur, svo að ef einhver á að hitta slíka veru, verður hann að búa í öðrum heimi en okkar.
Stundum langar mig að búa í þar. Þið vitið ekki hvað mig langar mikið að kunna að fljúga eða galdra. Eða bæði. Bæði betra. Auðvitað eru allar líkur á, að ef ég byggi í þessum "hinum heimi", að ég væri bara óbreyttur borgari. Bóndadóttir jafnvel eða vinnukona.. sem yrði svo étin af eldspúandi dreka...
Kaldhæðni sökkar...
Hafið þið einhvern tímann upplifað ykkur máttvana gegn æðri máttarvöldum? Þegar ég var lítil (*dæs*.. okay.. minni), lifði ég í endalausum ótta um að móðir mín myndi ryksuga playmo kallana mína.....
Djöfull hata ég svona "nickname" og "username". Mér finnst "nick" í eðli sínu vera hallærisleg. Svo á ég ekkert þannig nafn. ég vildi skrá mig sem user hérna og þar sem að nafnið sem ég nota oft á svona stöðum var upptekið og öll óvenjulegu nöfnin sem mér kom til hugar voru vond (Tamulah, Smavoo, Sashama)... endaði ég á því að skrá mig sem "Haribo". *dagdreym* mmmmmmharibo
Í morgun, þegar ég leit í spegilinn fannst mér ég vera sæt. Merkilegt. Ég er ekki búin að borða nammi svo lengi, að ég hefði haldið að allur sykur væri farinn úr mér. Að þessu tilefni skellti ég mér í sokkabuxur og stígvél, sem hefur ekki gerst lengi. Eins gott að mjólka þetta kjútness.
Annars hef ég svolítið verið að velta fyrir mér þessu orði... "sætt". Hvolpar og kettlingar eru sætir. Ef manneskjur eru sætar... eru þær sætar á sama hátt og hvolpar og kettlingar?? Svona... awww... *abúsíbúbú*?
Spurning um að tappa einn hundakofa, leggja út Ósk - Lord of sætt, sem gefur öllum hvolpum og kettlingum +1/+1 og park-walk....

15.8.03

Það er nú ekki skrýtið að það logi allt í illdeilum á vesturbakkanum. Ariel Sharon er að vinna upp lifetime af bullyism eftir að hafa verið strýtt í grunnskóla fyrir að heita 2 stelpunöfnum....
Af hverju ætli pabbi og mamma hans bútrósbútrós galí, hafi ákveðið að skýra hann bútrós tvisvar sinnum....?
Við hverju er svo sem að búast við konum sem vinna í læknamóttökum..??
- Sérvaldar af vondu söbbvejmellunni og nýrnabaunum
Húð og kyn fólkið eru nasistadjöflar. Ætlaði að panta mér tíma hjá þeim (eins og maður á að gera relgulega og eins og manni á ekki að finnast neitt vandræðalegra að tala um heldur en að fara í klyppingu... og eins og allir ættu að gera amk einu sinni á ári!!!!). Það var á tali, og þegar ég náði inn var klukkan um 9:07 (maður á að hirngja á milli 8-9). Konan sem svaraði bað mig vinsamlegast að hringja aftur á mánudaginn, þar sem að tímapantanna móttaka þennan daginn væri liðin.
Það vita að sjálfsögðu allir að heimurinn ferst ef ekki er farið nákvæmlega eftir reglum. Hún hefur örugglega skellt á manneskjuna sem var að panta tíma kl. 8:59, um leið og klukkan varð 9... og svo var hún að leika sér í skjáleiknum þessar síðustu 7 mínútur áður en ég komst í gegn.. *grrr*
Allt í einu er ég rosalega reið út í mig fyrir að hafa ekki drullast til þess að klára síðustu þrautina í the 7th guest í gamla daga. Það voru víst 3 mismunandi endar á þessum leik....... ég sá engann af þeim :o/
Ég vona að það haldist tiltölulega blautt fram á sunnudaginn....
Nei.. ég er ekki geðveik, ég lofaði bara ma og pa að slá blettinn ef það héldist þurrt úti. Ég nenni ekki fyrir mitt litla líf að fara út að slá.
Spurning hvort ég gæti mútað einhverjum af gaurunum mínum til þess ef sú staða kæmi upp með mat eða áfengi...

14.8.03

Það sem mér finnst fyndnast við þetta, er að það er einhver gella þarna sem heldur því fram að það sé ekki súrefni í bjór (megin uppistaða bjórs er einmitt vatn, sem er sett saman úr vetni og súrefni.. ) og svo dissar hún seinna einhvern gaur fyrir að vera að flagga fáfræði sinni...
hahahahhahaha... æskan í dag... Alveg ótæmandi uppspretta hamingju :o)
Heimskur hlær að sjálfs síns fyndni er örugglega máltæki sem leiðinlegur maður fann upp. Hann hló þessvegna aldrei að sér.....
Vonda internet.... Var að panta mér stuff af því í líklega síðasta skiptið þetta árið... Skólinn fer að byrja og þá verður maður að kúra á öllum peningunum. Ég fékk mér;
- þetta hér
- og þetta
- og svo þetta
Munduð þið ennþá elska mig þó ég myndi ákveða að gerast roleplay nörd??
hahahahahah
Hafið þið einhvern tímann átt svona móment.. þar sem ykkur langar að sökkva niður í jörðina í smá stund, af því að þið farið svo hjá ykkur? Ég átti þannig móment í gær. Kannski þessvegna var ég tussulegri en venjulega þegar ég vaknaði. Ég ákvað af því tilefni að skella á mig maskara. Maskari gerir stelpurnar sætar segir víst málshátturinn. Ef hann gerir það ekki, þá ætti hann svo sannalega að gera það (haha.. gera það).
Um leið og maskarinn var kominn á augnhárin hennar Óskar, þá þurfti eg að hnerra. Helvítis augnhárin mín eru of löng og maskarinn klesstist út um allt andlit. Það fóru 2 dýrmætar mínútur af þessum morgni í að þrífa þetta úr andlitinu á mér.
Ef ég vissi ekki að það væri "baka-pizzukvöld" í kvöld heima hjá mér væri ég búin að ákveða að þetta yrði vondur dagur.. :o)

13.8.03

Í dag er 13. ágúst. Það þýðir að ég hef bara 2 daga til þess að skrá mig í idol. Eftir 2 daga í viðbót af einföldum kolvetnisskorti er ég líkleg til hvers sem er...
Það er rosalega algegnt að fólk sem telur sig vita meira en aðrir um ákveðna hluti slái um sig. Ég er alltaf að lenda í þessu með tölvugaura. Ég er víst ekki þetta týpíska tölvunörd svo að gaurar eru mjög gjarnan að slá um sig í kringum mig. Mér finnst rosa gaman að hlusta á þá segja allskonar krapp og leiðrétta svo allt eftir á.... *biddsj*
Tilvísunarfæribreyta!! haha..
Ég er samt ekki vel stödd í öllum svona umslá-aðstæðum. Bifvélavirkjar eru t.d. djöfulegir. Ef ég væri bifvélavirki og væri að útskýra eitthvað fyrir "leikmanni" myndi ég segja.. „Sjáðu hringlaga thingyið þarna?? Það á að segja BRÚMM.. en það gerir það ekki vegna þess að þessi reim þarna er ekki lengur tengd við það...“.....
Leiðinlegt fyrir ykkur að ég sé ekki bifvélavirki...
Það kemur fyrir að fólk tekur mig of alvarlega. Ég væri örugglega líka að tuða ef enginn tæki mig nægilega alvarlega. Hey... if you can't stand the tuð get out of the oskimon.com!
Bóhemfötin reynast ekki eiga við mig. Ég er komin úr hórusokkabuxunum og rauðu skónnir meiða mig... Back to punk-goth-subcultural...
Skortur á einföldu kolvetni (það er víst fræðilega heitið yfir nammi) virðist bera með sér hörmulegar aukaverkanir. Ég er komin með allskostar óstöðvandi þörf til þess að tjá mig. Ég þarf að segja svo mikið.. mig kitlar í puttana eftir því að mála. Mig langar að fara heim og sækja mækinn minn og tengja við Emmu og syngja fullt af nýjum lögum sem ég á inn í hana. Mig langar að hoppa upp á skrifborðið mitt og dansa eins og geðveiklingur með guano apes (en ekki hvað?) öskrandi í eyrunum á mér (neibb.. ekki geðveik.. er með headphonea).
....dans uppi á skrifborði er ekki eins og forritun... They'll know... they'll know............
Það er alltaf að styttast í tónleikana með foo slagsmálahundunum. Mér finnst að Einar ætti að vera extra góður við mig þangað til, af því að ég er að geyma miðann hans.... ;o)
Í morgun ákvað ég að fara í hóriblú (netasokkabuxur). Þetta eru fyrstu og jafnvel einu netasokkabuxur sem ég hef átt og mun eiga á lífi mínu. Það eru alveg 4 mánuðir síðan ég keypti þær og þær eru ennþá í heilu (tja.. eða eins heilu lagi og netasokkabuxur geta verið) lagi, sem segir kannski mest um hvað ég hef notað þær lítið. Á sínum tíma keypti ég þær, vegna þess að fyrir mikinn sokkabuxnabana og lykkjufalladrottningu, gat ekki verið slæmt að ganga um í sokkabuxum sem var ætlað að hafa göt á sér.
Ég veit ekki alveg hvers vegna ég fór í þær í dag, en ég hugsa að ég hafi fundið hjá mér ódrepandi þörf til þess að vera bóhemic. Til þess að kóróna þetta allt saman, fór ég í rauða pæjuskó sem ég hef heldur aldrei notað. Spurning um að redda skær-appelsínugulum jakka og skella sér svo á kaffihús og lesa ljóðabók eftir vinnu.....
Þoka er svo mistísk. Mér finnst alltaf eins og einhver kröftug galdravera sé með rosalega mikinn hausverk, eða í þunglyndi þegar það er þoka úti. Þegar það er þoka... langar mig að hlaupa til og stofna nornasveim. Ég get það bara ekki, vegna þess að ég þekki engar stelpur. Ég held að strákarnir mínir yrðu ekki góðar nornir.

12.8.03

Í dag er ég búin að póska í 16 mánuði. Ég er dugleg. Í dag eruð þið búin að kommenta í tæplega 10 mánuði. Þið eruð búin að kommenta hvorki meira né minna en 8400 sinnum, svo þið eruð líka dugleg :o)
Hér með og héðan í frá verður helsta takmark mitt í lífinu að klára professional borðið í minesweeper. Þegar það hefur tekist mun ég verða almáttug!
Í algjörlega rökréttu framhaldi af þessu kæfandi heilbrigði og kaloríuinntöku upp á 1200 á dag hef ég tekið þá upplýstu ákvörðun að gerast bitur. Ég hef svolítið verið að skoða það í hverju biturleiki felst.... ég held ég gæti höndlað hann. Gæti jafnvel verið nokkuð góð í honum. Verst að punk-goth-subcultural fatasíðan sem mér fannst svo töff (í alvöru) er niðri :o/.. Held að punk-goth-subcultural föt hefðu hjálpað mér í biturleikanum... Best að nota þessi vonbrigði sem áburð á biturleikann!

Viðbætt: gotic búðin er komin aftur
Shift hvað ég er með mikinn hausverk. Mér líður eins og það hafi komið elding í hausinn á mér og klofið hann í tvennt. Það er á stundum sem þessum að mér er hugsað til ógeðis heilaormamyndarinnar sem þessi fantur sendi mér í Emil fyrir nokkrum mánuðum.
Stundum... en ekki öllum stundum... finnst mér leiðinlegt að búa ekki í stærra landi. Helsta ástæða þess er þessi sjúki húmor sem ég hef gjarnan verið (réttilega?) ásökuð um að hafa.
Ég get t.d. ekki farið á hraðstefnumót á landi frosts og funa með það eitt að markmiði að gera grín („ég hef bara verið kona í 3 vikur, svo ég kann þetta ekki alveg“... eða „eftir að ég drap alla kettina mína vantar mér félagsskap“.. „Þeir segja að ég eigi að elta næstu fyrir framan mig.. en síðast þegar ég gerði það fékk ég klamedíu.. svo ég fer ekki fet“ kinda thang..).

Ég get heldur ekki farið á 50%-afslátts-verð-á-barnum daga á Nellys án þess að heyra næstu daga: Djöööfull varstu fuuull maaaðuuuur...
Hvaða hillbilly ómenning er þetta í fólki að leyfa manni ekki að vera útúr drukkinni á smjörsýrustað með vinum sínum án þess að finna hjá sér þörf til þess að kommenta á það næstu vikur á eftir..
Er þetta kannski vegna þess að venjulega svíf ég um gólfin, þokkafull og konungleg? Pfff.. býðiði bara!! Þegar ég verð orðin óhamingjusöm gyðja, þá hendi ég inn í þennan cocktail flyðrulegum fötum og smeðjulegum Ítala sem heitir Alfonz.... Just watch me!!
Hafið þið einhvern tímann verið að hlusta á tónlist... sem ykkur finnst svo vond.. að þið búist við því að á hverri stundum eigi heilinn í ykkur eftir að hvellspringa og blóð leka út úr eyrunum á ykkur....
Stundum stend ég sjálfa mig að einum af fáránlegustu fordómum sem hægt er að hafa. Ég, Tiger-drottningin, hef stundum fordóma fyrir vörum og þjónustu sem er ódýrari en gengur og gerist annarstaðar á landinu. Í gær fann ég stað þar sem ég get farið í klippingu og strípur fyrir 5440 krónur (normið er kannski 8500+). Ég rankaði við mig þegar ég var að leita að einhverjum "dýrari ódýrari" stað.

Af þessu tilefni rifjaðist upp fyrir mér saga sem ég las í hinni hörmulega leiðinlegu bók "World of Business" þegar ég var í 4. bekk (2. ári) í verzló;
Hún var um fyrirtæki sem framleiddi gallabuxur. Gallabuxurnar þeirra voru ódýrar og góðar, en þær seldust ekki. Fyrirtækið fékk til liðs við sig markaðsgúrú (ekki þennan með skyr.is nei..) sem ráðlagði þeim að hækka verðið um 250%.
Árangurinn stóð ekki á sér. Þessar buxur sem áður höfðu verið hundsaðar á hillum búða ruku núna út eins og Óskir af nýrnabauna og súkímí hlaðborði....

Spurning um að tékka á ódýru strípunum. Ef þetta verður viðbjóður nota ég bara innri reiðina sem á eftir að fylla mig og beini henni í listina.... Ekkert verra að vera reið pjása þegar ædolið mitt í tónlistinni er reið tussa!

You did what you did to me, now it’s history I see... Things will happen while they can... I will wait here for my man tonight, it’s easy when you’re big in japan.........
Ég hata þig.. ég hata þig.. ég HATA þig..

Í morgun, þegar ég vaknaði sá ég að það var bóla á hökunni á mér.
Ég (furðulostin): Hvað ert þú að gera hér!! Þetta andlit er þvegið kvölds og morgna og belive you me, ég er ekki búin að borða nammi síðan á miðvikudaginn!!! Þú ert eitthvað að villast...

Hún (bastaðurinn er með eins rödd og slangan í Harry Potter) : Óóóó nei mín kæra fröken Ósk. Ég var pöntuð hingað.

Ég: Komdu þér héðan... eða.... EÐA ÉG DROP-KICKA ÞIG Í ANDLITIÐ

Hún: Reyndu það. Þitt andlit er mitt andlit... HAHAHAHHAHA

Ég verð að viðurkenna að helvítið hefur unnið þessa orustu. Þó svo að ég muni aldrei viðurkenna mitt andlit sem hennar, er hún engu að síður staðsett þar, og drop-kick í andlitið (aldrei þessu vant) myndi ekki leysa þetta vandamál mitt.

11.8.03

Ég er hætt að borða óhollt. Bara hollt. Bara lítið... og bara hollt.
Ekkert haribo... engir feitir hamborgarar og ekkert stórt glas af köldu kóki. Hollt.. hollt.. Leiðinlegt... leiðinlegt... leiðinlegt líf. Þá verð ég megabeib. Just add water!
Ég verð einstaklega glæsileg, en óhamingjusöm stúlka.........

Hamingja er ofmetin...
Are you afraid, when I am strong
Far’s my mind, just my body that’s here

You better run my darling
It’s fear
It’s now or never, nothing’s real
Keep your hands away, it’s mine all mine
awww.. hversu sætt er "bílasturtan" sem nafn á bónstöð?
Emú dagsins er sportútgáfan af emúa.
Herregud hvað ég hata þegar fólk segir "akureyris".. Kláraði enginn grunnskóla nema ég eða??
hér er eyri
um eyri
frá eyri
til eyrar <-- ath.. ekki eyris..
akurEYRAR!!!
Ef ég sé te aldrei aftur... þá verður það of snemma *ææææl*
Jákvætt: Á níunda áratugnum þurfti fólk ekki að vera myndarlegt til þess að "meikaða" í tónlistinni

It's just another manic Monday (oh-woe)
I wish it was Sunday (oh-woe)
'Cause that's my Funday (oh-woe)
My I don't have to runday (oh)
It's just another manic Monday.

Neikvætt: Það þurfti heldur ekki að hafa hæfileika...
Manngæska mín á eftir að verða mér að falli
Stundum langar mig rosalega að segja ykkur frá fólki sem ég hef hitt í gegnum tíðina, og þá gjarnan á miður góðan hátt.
Mig langar að tala um skrýtnu, vitlausu konuna sem var að vinna með mér fyrir löngu síðan... mig langar að tala um misheppnuð deit sem ég hef farið á - og hvers vegna þau gengu stundum bara illa sökum hroðalegra persónugalla (eða t.d. því sem aðeins væri hægt að lýsa sem tourlettes sjúkdóm í miðjum bíósal) þeirra sem buðu mér út.
Mig langar að segja ykkur hvað mér finnst um þennan og hinn í alvörunni. Mig langar... en ég get það ekki. Ég get það ekki vegna þess að nú orðið eru yfir 95% af þeim sem koma hingað fólk sem er mér algjörlega ókunnugt.
Ég get það ekki vegna þess að það fylgir því viss ábyrgð að skrifa á opinberum vettvangi og það er nú bara þannig að...

Eitt bros getur dimmu í dagsljós breytt,
sem dropi breytir veig heillar skálar.
Þel getur snúist við atorð eitt.
Aðgát skal höfð í nærveru sálar.
Svo oft leyndist strengur í brjósti, sem bast
við biturt andsvar, gefið án saka.
Hve iðrar margt líf eitt augnakast,
sem aldrei verður tekið til baka.


Maður á ekki að vera vondur bara vegna þess að maður getur það...
Minn venjulega indæli morgunprótein shake er óbjóður og viðbjóður í dag. Ég þarf að kvelja mig til þess að drekka þetta sull. Note to self: ALDREIALDREIALDREI aftur nota vatn í staðinn fyrir fjörmjólk.... Ekki einu sinni þegar allar stuðmusurnar fara í verkfall og fjörmjólk ríkur upp í verði....

10.8.03

Í gær, í einhverju moment of weaknes skráði ég mig á friendster.
Eftir að ég hafi skrifað alltof langan prófíl sem er nokkuð öruggur um að fæla alla væntanlega vini frá, tókst mér að finna heilan helling af fólki sem ég kannaðist við þarna. Ég fann meira að segja einn fyrrverandi kærasta. Maður rekst á suma á ólíklegustu stöðum.
Ég blótaði þessu apparati annars í sand og ösku í gær. Ég vil alltaf fá skjótan árangur. Vildi fá skilaboð frá fólki og það STRAX. Auðvitað fékk ég engin skilaboð strax. Það voru allir annað hvort sofandi eða ennþá að skemmta sér. Það er enginn í tölvunni á laugardagsnóttu nema að hann sé skrítinn, geðveikur eða.... ég.
Í morgun sá ég hinsvegar á Emlinum mínum að ég væri komin með fyrstu skilaboðin mín.... Er það gott, slæmt eða þarna í miðjunni í whogivesaflyingville?? Aðeins tíminn mun leiða það í ljós... (djöfull ætti ég að fara að skrifa handrit fyrir vísindaskáldsögur)
On the upside; 8+

8.8.03

Hafið þið einhverntímann spáð í því hvað stafurinn "ö" er líkur kalli sem er rosalega hissa?? Hann hljómar líka eins og maður sé hissa: öööö...?
5+
Djöfull er Guano Apes mikil sniiiilldar hljómsveit. Þegar ég verð stór langar mig að syngja alveg eins og tussan sem syngur fyrir þá.... þó hún sé Þjóðverji..

Do you really feel the same
when your cigarette´s lying between your lips
Why do you always need some stars
They just go out to find themselves

Ef ykkur vantar söngpjásu til að syngja guano apes lag/lög... gimmy a holar! Lofa engu um að syngja þau vel samt ;o).. but I'd love to give it a go... Hell.. I'll throw in Rob Zombie for the sake of it ;o)
Ég er svo mikill fire starter að ég gæti ælt á mig (gæti.. ætla ekki). Ég tók þarna dumb testið.. og svo bara kom ég af stað bylgju (hann, hún og hann tóku þetta t.d. á eftir mér.. skoða bara tímann sem það er póstað maður).
Ég er eldibrandur.. snúinn eldibrandur *úúúh*
ég líka..
Í gær komst ég loksins að því hversvegna við lærðum dönsku í barnaskóla. Eina sjáanlega ástæðan fyrir því er..... svo við getum svona c.a. lesið leiðbeiningarnar aftan á sjampóum og hárnæringum...
Í næstu viku verð ég ekki aðeins drottning míns eigin léns og þess þegna sem þangað rata (aaha.. ykkar sko), heldur einnig tímabundið drottning kastalans heima. Ég elska að vera drottning kastalans heima. Þá elda ég mat sem mér finnst góður og býð fóki kannski að borða með mér. Það kæmi mér líka ekki að óvart ef ákveðinn ungur piltur, sem hefur verið depribed frá baðkörum í langan tíma komi í heimsókn til að fá að dýfa sér ofan í mitt (why did that sound dirty?? Kannski affí ég er svo mikill pervertaóbjóður?)

En helgin?
Hmmm.. helgin... Tja. svo sem ekkert planað. Auðvitað ætla ég að skella mér í skrúðgönguna á morgun, rigning or not og fagna því hvað það er gaman og gott að vera til, sama hvernig kynhneigð maður hefur. Ég held að það sé líka eitthvað verið að plana Mekong ferð (ctrl + F).
Svo er ég bara blank. Veit ekki hvort ég nenni á djammið þessa helgina (*gasps for air* Ekki segja þetta aftur Ósk.. *slá utan undir*.. EVER). Spurning um að tékka á henni Völu pie, sem er víst farin að fá smá kúlu á magann sinn. Maður er hálf andlaus eitthvað þegar þessi sem maður hangir oftast með um helgar er að stinga af út á land.. :o)
Það er fátt sem lætur þig líða eins vel eins og fullur tankur á föstudegi....

7.8.03

whooohooo:

How DUMB are you?

Brought to you by the good folks at sacwriters.com
.
Hversu heilaskemmdur ætli maður þurfi að vera til þess að búa á heitum og góðum stað og vakna einn daginn hugsandi;
„Nú ætla ég að skella mér til ÍSLANDS og hjóla í kringum landið. Þar er nefnilega meðalhitinn 10°C lægri en hérna heima.. og svo er auðvitað allt út í bröttum brekkum og aldrei er hægt að segja til um hvenær rok og rigning brestur á“;

Lets buy a gun and declear the real kind of tourist season... muahahahahw
Pæling: Væri ekki sniðugt að markaðsetja samloku... sem væri svona eins og Gaua-biti...nema héti Geek-a-Bite.. og væri fyrir nörda...
Emú dagsins sýnir það og sannar að maður þarf ekki að vera manneskja til þess að fylgja tískunni!
Nýlega uppfærður top 10 listi kvikmynda hjá mér;
(í engri sérstakri röð)
- The Nightmare Before Christmas
- The Emperors New Groove
- Shrek
- Pirates of the Caribbean: The Curse of the Black Pearl
- Dark Crystal
- The Shawshank Redemption
- The Mouse Hunt
- Dracula
- The running man
- Indiana Jones and the Last Crusade
Djöfull er þetta töff tónlistarsíða hjá Kristínu...
Samkvæmi
Þegar litlar stelpur verða gelgjur, þá eiga þær til að vera mjög erfiðar og þá sérstaklega við feður sína. Hurðaskellir og ÉG HATA ÞIG öskur eru ekki allskostar óalgeng. Þegar ég var 13 - 15 ára var ég líka lítil gelgja. Ég tók svona köst á pabba minn, því að mér fannst hann vera að gera ALLT sem í hans valdi stóð til þess að vera leiðinlegur við mig.
Eitt dæmi um þetta var að alltaf þegar ég var að fara í partý, sagði hann; ertu að fara í samkvæmi?
Mér fannst þetta orð „samkvæmi“ vera bein árás á mig og ég átti það til að gjörsamlega sleppa mér þegar hann sagði þetta orð. Þar sem að pabbi er frekar líkur mér í persónuleika hætti hann að sjálfsögðu ekki þegar hann sá að þetta færi í taugarnar á mér. ÚFF hvað ég skellti oft hurðum þegar ég heyrði þetta orð..
Hahah.. stelpur á gelgjunni.. *hræðsl*..
Í gær, í góða veðrinu, kl. 17 fórum við Palli (ctrl + F) í bíó. Við sáum að ég held, þá bestu nýju mynd sem ég hef skoðað allt þetta árið.
Myndin heitir "Pirates of the Caribbiean; The curse of the black pearl". Þetta er rosaleg Óskamynd....
En jæja.. þessi bíóferð kallaði á pælinguna hvort að til sé sérstakt sambíósbootcamp fyrir litlar stelpur sem vilja vinna í nammisölunni..... *hugs*

6.8.03

Spurning: *halda á verkjatöflum* Hvort viltu eina eða tvær?
Svar: *aumleg rödd* Fjóóóúúraar
Ég, drottning ykkar, þekki Konunginn í Svangt... Við kóngafólkið höngum saman!
PinkGlitter
Um daginn sendi Palli (ctrl+F) mér grein um camgirls. Hún fjallaði um hvernig þú átt að verða successful camgirl og fá ókunnuga gaura til þess að leggja pening inn á paypal reikning hjá þér bara fyrir það eitt að vera til. Þessar gellur eiga reyndar að vera á bylinu 14-17 ára, en ég er viss um að ef ég klæði mig bara nægilega gelgjulega geti ég alveg púllað það. Andskotinn maður.. það er ekki ÞAÐ langt síðan ég var 17 (næstum 5 ár... shift hvað ég er gömul).
Aðal lykillinn að þessu var slutty make-up og það að tala eins og fæðingarhálfviti. Maður á að segja hluti eins og OMG U R SOOOO the kEwLiEzt!
Camgirl nafnið mitt er PinkGlitter. Núna vantar mig bara webcam og truck load af 40 ára viðbjóðum til þess að skoða mig þegar ég er "on-line" og til að leggja pening inn á paypal reikninginn minn. Almost there :oP :o)
þessum er ekki eins vel við Emúa eins og mér...

Viðbætt: Ég er alvarlega að spá í að byrja á að hafa emúmynd dagsins.. lipur og tignarleg dýr
Hahaha.. flottasta emú mynd sögunnar.
*uRR* Ég er í gallapilsi (nei.. ekki gaddla... galla) með rassvösum. Það er svo sem ekkert tiltökumál... ef það væri ekki fyrir þá staðreynd að eg þarf alltaf að vera að tosa það niður á mjaðmirnar, því að það vill gjarnan leita upp á mittið og þá eru rassvasarnir á bandarískum stað.
Oj hvað mér finnst bandarískt staðsettir rassvasar vera krappljótir. Svona bandarískar mellur með stóra rassa eru alltaf í viðbjóðslegum innvíðum gallabuxum þar sem rassvasarnir eru á bakinu, svo rassinn á þeim lítur miklu út fyrir að vera miklu stærri...
Ah.. Bandaríkin (enough said... reyndar virkar enough sad líka.. hahah)
Hafið þið séð gömlu World Class auglýsinguna sem hangir fyrir ofan þar sem maður borgar í Hard Rock (nei... var ekki þar nýlega.. bara ryfjaðist allt í einu upp fyrir mér). Þar er mynd af andlitslausum kroppum í rosalega skimpí 80's legum skimpífötum. Fyrir neðan stendur skrifað „Það eru ekki fötin sem menn vilja - heldur það sem þau hilja“.
Æji.. ég ætlaði að skrifa eitthvað um hvað það væri sniðugt að vera wanted bara út af því sem kemur frá háls og niður úr, en ekki the stuff that counts... en það væri bara of easy. Ég er of syfjuð. Skáldið afganginn....
Pláss til að skálda:
_________________________________________________
Í dag er ég meira syfjuð en nokkur hefur verið syfjaður... ever. Okay.. kannski ekki, en þetta er deffenetly í top 5 yfir syfjur sem ég hef upplifað.
On the bright side;
Í dag fæ ég dálítið sem ég hlakka voðalega til að fá (ekki „það“ nei)... Leyndó ;o)
Hvaða depribed konur kjósa kynþokkafyllsta mann heims? Í fyrra var það vælukjóinn sem sparkar í bolta og gengur í nærbuxum af konunni sinni, henni anorexiu spice, en í ár er það öllu verra..
Justin fucking Timberlake! Pínulítill mömmustrákur sem er copy/paste af Michael Jackson, nema hann þessi er hvítur og laðast að kvennmönnum. Tussur eru fallandi fyrir honum hægri og vinstri. Ég læt það nú vera að Britney Spears hafi verið með honum þegar hún var ennþá sæt (orðin mikill og sjúskaður óbjóður í dag.. dópið sko.. ;o)..), enda er hún ekki merkilegur pappír. Öllu verra þykir mér að hún Alyssa Milano, kærastan mín úr Charmed hafi verið að deita hann. Núna er það hún Cameron Diaz sem hefur tekið við barnapössuninni, sem er að vísu minna skrítið, þar sem téuð Diaz hefur aldrei átt auðvelt með að halda sig í fötum.
*ÖSKR* Getur einhver í gvöðanna bænum (þarf ég að hitta ykkur í bæ guðanna þá til þess að fá þessar upplýsingar..??) sagt mér hversvegna ég er búin að vera með "Já, það er daloon dagur í dag ♪♫" á heilanum síðan ég vaknaði. Þetta væri öllu skárra ef ég vissi hvað kæmi næst....en núna klyngir þessi eina settning aftur.. og aftur.. og aftur í hausnum á mér... engin miskunn (vorkunn, Iðunn, Gefjunn, Ljótunn.... enn eða ennenn reglur... got'z to luv'em)

5.8.03

...the nightrider car wasn't evil!!
...No, but its windsheald whipers were!
Það er svo voðalega heitt hérna inni. Ég er búin að strippa niður á hlírabolinn, svo það er eins gott að ég hafi rakað mig undir höndunum nýlega.
Annars finnst mér það bölvaður dónaskapur að maður sé með öll þessi hár sem þarf að raka, plokka og snyrta... Spurning um að tékka á þessu...
Djöfull er Arnold Schwarzenegger (þurfti að fletta upp hvernig Schwarzenegger væri stafsett) ógeðslega ólíkur sér í T1. Hann er búinn að bryðja svo mikið af sterum að andlitið á honum er fönkskrítið, svo ég tali nú ekki um allt þetta hár á hausnum á honum...

Um daginn las ég grein í morgunblaðinu um þennan annars mæta mann. Hann lýsti því yfir sem ungur melur, að hann skildi halda til hollywood, gerast frægur og ríkur og giftast meðlimi Kennedy fjölskyldunnar.
Konan hans er einmitt af Kennedy ættum. Hefði maður ekki verið dhooooldið söspissjöss í hennar sporum þegar hann lýsti yfir eylífri ást og falaðist eftir því að troða hring á hringaputtann..?
Kjánalegt að elska einhvern vegna þess hvað hann er, en ekki hver hann er.....
Fyrir Palla (skrifaði Palli þarna, þvi hann gerir alltaf ctrl + F og leitar að Palli.. les aldrei í alvörunni);
It's not the kewliezt <3
Mér finnst það sooooldið mikið ósanngjarnt að ógreidd námslán lendi á eftirlifandi ættingjum látinnar manneskju. Bara... úbbs.. hann pabbi þinn dó.. borgaðu núna fyrir margra milljón króna stjórnunarnámið sem hann tók núna um daginn og þú skrifaðir aldrei upp á!
Jæja esskurnar mínar. Þá hefur drottningin ykkar snúið aftur að tölvuskjánum eftir langa helgi. Did you miss me?
Þetta var annars brilliant verslunarmannagaur. BRILLIANT.
Svona þar sem að flestum finnst ekkert gaman að lesa um hvað aðrir gera sér til dundurs á daginn þá hef ég þetta eins stutt og ég get:
Á laugardaginn fórum röltum við niður laugaveginn, fengum okkur ís, fórum svo í Nauthólsvík og lékum okkur í frisbí og smá í blaki. Svo fór ég heim og laggði mig fyrir dinnerinn. Við byrjuðum heima hjá Einari og fengum okkur hvítvín í fordrykk. Svo fórum við á Carpe Diem. Þar vorum við í einstaklega góðu yfirlæti. Ég fékk mér alveg snilldar nautasteik, hann fékk sér lambahryggvöðva og hann silung. Auðvitað smakkaði ég þetta allt og þetta var allt rosalega gott. Ég klúðraði að taka ekki myndir af matnum, en við tókum myndir af eftirréttunum okkar, því að ég er svo white trash og vildi það endilega;
- Minn
- Einars
- Pallapús

Eftir matinn var bjór. Þegar við gerðum okkur grein fyrir því að það var 50% afsláttur á barnum... þá breyttum við yfir í skot. DJÖFULL skutum við mikið. Við (,allavegana ég... og Palli) vorum líka töluvert búsuð.
Daginn eftir voru ekki allir eins hressir, but it was all worth it :o)...
Afgangurinn af helginni fór í letikast. Horfðum á Terminator 1 og chilluðum. Var meira að segja gripið í forritun í gær og futureama, enda fer þetta oft saman.

2.8.03

God damn. Í dag finnst mér ég líta fínt út nakin, en ekkert spes í fötum. There's a new one! Ef ég væri megaúberofur flyðra, myndi ég sleppa því að klæða mig í dag. Ef ég væri aðeins minni flyðra, en þó töluverð, myndi ég fara í ROSALEGA skimpí fötum á djammið í kvöld eftir galadinnerinn (aha.. er að fara rosa fínt út að borða í kvöld... *tilhlakk* Er að tala um nautasteik, rauðvín... allur pakkinn). Ef ég væri glyðra, myndi ég vera stutt á djamminu, hözzla mér einhvern gaur og vera þá bara nakin tiltölulega snemma...
Sýnist ég þurfa að vinna í flyðru og glyðru eiginleikum mínum á stundum sem þessum :oP
My eyes.. my eyes... sá alveg óvart part af myndbandi með einni af elíutuhljómsveitum Íslandsins góða. Megi sá sem efast um kynhneigð þessa söngvara brenna í helvíti um aldir og æfi.....

1.8.03

Music is a cruel mistress
Ég:
I want a girl, who will laugh for no one else..and not the way she puts her make-up on her shelf...
Ég:
when I'm away she never leaves.. the... house...
Hann:
Engu nær
Ég:
ómenningalegi óbjóður...
Ég:
Tyggjóklessa undir skó mínum!! Lykkjufall á sokkabuxum!!
Ég:
Þetta er Weezer... og þú ÞEKKIR þá ekki?
Ég:
....and I thought you were an educated man..
Hann:
Ég þekki enga texta með Weezer nema Say it ain't so og Buddy Holly, I'm not a big fan.
Ég:
:|
Ég:
I don't think we should see each other anymore
*Pæl*..ef ég ætti kærasta sem héti Helgi.. Myndi helgi örugglega koma miklu oftar en einu sinni í viku...
Ég held að ákveðin ungur maður hafi verið að líkja mér við þessa konu...
HAHAHAHHA:
Svo legg ég til að við setjum upp vinnuhópa sem nota helgina í að girða á borgarmörkum þ.e. að undanskildum úthverfum, og svo beinum við hyskinu sem drattast í bæinn á mánudaginn bara beint á tjaldstæðið á Selfossi og segjum ; "gjössovel, þið eruð flutt."
Jakvörksrambinn. Í ár er ekki eins glatt á hjalla og um sama tíma í fyrra. Þá læddi Pósturinn Páll inn bréfi inn um bréfalúguna sem í stóð að skatturinn skuldaði mér 84 krónur. Þá eyddi ég tíma mínum í að velta því fyrir mér hvernig ég ætti að ráðstafa því merka og mikla fé og íhugaði að kaupa eitthvað fallegt handa vinum mínum.
Þetta árið komu þrumur, eldingar og hellidemba áður en vonda söbbvej mellan (ég var reyndar ekki á staðnum þegar bréfið kom, en ég held að hún sjái um þennan helming skattabréfanna) smeigði lymskulega inn umslagi með grimmum örlögum góðrar sálar. 112 krónur af launum mínum, unnum inn með eljusemi og dugnaði, skulu blæða af launaseðlinum til djöfulegs ættbálks vampíru anda - skattsins.
Ó... krúel fejt!! Vhæ dú jú mokk mí!! *kasta sér niður á hnén og steyta hnefann í átt að himninum*
Er ég að breytast í allt sem ég hata...?
Naaah. Varla.
Ananas er ég að segja þetta vegna þess að ég er að spá í að diddsja ru gaurinn og fá mér annan host. Fram að þessu hef ég bara borgað tæplega 2000 kall fyrir domain nafn til 2ja ára. Engan meiri pening. Hefur alltaf fundist það hálf lame að vera með einhvern rosa hóst til þess að hýsa bara ósköp venjulega persónulega heimasíðu. Það sem gróðursetur mig í þessa annars áhugaverðu stöðu, er sú staðreynd að ég er að forrita nýtt pósk kerfi og kommentakerfi og svona. RU gaurinn er ekkert alltof hot fyrir því að fólk sé mikið að skrifa ofan í grunna í gegnum netið, og þessvegna myndi ég þurfa aukin réttindi þar... EÐA nýjan host. Ég hallast frekar að seinni kostinum, því að þá gæti ég hostað albúmið mitt líka sjálf og geymt allskonar annað stuff á heimasvæðinu mínu í skólanum...
Glæpaósk
Ég meiði mig svo í samviskunni. *Ái*
Um daginn fórum við Einar í 10-11 í lágmúla og hann var að kaupa sér eitthvað í matinn. Þegar það var verið að afgreiða hann, rak ég auguin í einhvern grillbækling við endann á kassanum Hann leit nú ekki mjög mérkilega út. Ég kyppti honum samt með mér svona for the sake of it. Í gær (eftir snilldar video kveld með herra díler og herra kreatín átu) fór ég að fletta í gegnum hann og þá sá ég í kreditinu að "allur ágóði á sölu þessa bæklings rennur til Geðhjálpar". Þetta var þá ekkert ókeypis eftir allt saman.
Á eftir, þegar ég er búin í vinnunni, ætla ég að fara niður í 10-11 og borga hann :o/.. I feel awful. Spurning um að spyrja bjarnabræður hvort ég megi ganga í klíkuna þeirra *sniff*