30.4.03

Í gær sagði ég að það væri komið sumar.. og píndi vin minn með mér í ís (fékk mér bragðaref með jarðaberjum, þristum og nóakroppi.. mmmm) af því að það var of gott veður fyrir sund (of margir alltaf í sundi þegar það er rosa gott veður)
Í dag held ég að ég fari út og búi til snjókall eftir vinnu.
Aaah.. Íslenska sumarveðrið..
Ef maður myndi fara nógu rosalega langt til vinstri í excel.. hlyti maður að enda á dálk nr. OSK
Ég er ekki frá því að ég fái útborgað í dag. Minns kvíður eiginlega svolítið fyrir barasta. Aðal ástæðan er sú að í allan vetur lifði ég eins og kirkjurotta.. og alltaf þegar ég sá hluti sem mig langar í, sagði við sjálfa mig: Ég kaupi mér svona í sumar... Núna er ég búin að ýta öllum dagdraumunum um þessa hluti á undan mér og það hefur myndast stór, stór haugur sem er orðinn of þungur til þess að ýta áfram og of hár til þess að príla yfir. Mér sýnist á öllu að ég verði að fara að versla mér eitthvað af þessu stöffi.. Ef ég passa mig ekki á ég eftir að eyða öllum laununum mínum í þetta!!
Skrítið. Mér líður svo voðalega vel. Ég er reyndar alveg keppnis syfjuð (sofnaði seint og vaknaði oft í nótt affí að Óli litli frændi var í pössun og var stundum með læti og vaknaði svo snemma).. og mér er dálítið illt í bakinu.
En mér líður svona vel... eins og ég sé að kúra í hlýju rúmi og einhver sé að klappa á mér höfðinu.. og að ég hlakki rosalega til einhvers... og sé svo rosalega glöð allt í einum pakka.... Allt án engrar sjáanlegrar skýringar..
...Skyndilega finnst mér lagið hans Sting - every breath you take vera endalaust stalker-legt...

Every breath you take
Every move you make
Every bond you break
Every step you take
I'll be stalking you

(breytti síðustu línunni lítilega.. en I'll be watching you er að segja alveg það sama.. bara ekki eins brutally sagt. Svona eins og þegar maður segir að fólk sé feitt vs. frjálslega vaxið)

29.4.03

Jæja.. mín er að plana aðra heilsuátaksgeðveikisviku með Pú.
Kannski... svo að ef ég fer til útlandana þann 22. maí, þá horfi einhver á rassinn á mér þegar ég verð í bikiníi...
Kannski... svo að ég verði trogdor bolinum mínum til sóma...
Kannski... svo að ég verði gella og geti stofnað hljómsveit og orðið fræg eins og Birgitta í Írafár... *hóst*
Kannski... út af einhverju allt öðru ;o)
Burnination has been achived!
Einu sinni fékk ég alveg rosalega reiðilegt sms sem sagði einfaldlega: "Láttu kærastann minn í friði!" Ég leitaði að númerinu sem sendi skilaboðin á simaskra.is, en það var óskráð. Þetta var einmitt ekki nema 2 dögum eftir að ég hafði hætt með mel sjálf, þannig að ég kannaðist ekkert við að hafa verið að plaga einhverja kærasta síðustu mánuðina... tja.. nema vera skildi minn fyrrverandi (h0h0h0)
Ég sendi því til baka "Hmm.. hver er kærastinn þinn?" en viðkomandi tussa var eitthvað óviljug með að svara því og bara skammaðist og hótaði öllu illu. Þegar ég sagði loksins "Hvernig get ég látið kærastann þinn í friði ef ég veit ekki hver hann er".. fékk ég (finally) fullnægjandi svar.
Þetta var einhver gaur sem hafði verið að reyna við mig rúmu hálfu ári áður en ég fékk smsin frá píkunni hans. Einu samskiptin sem ég hafði við hann á þeim tíma voru að svara stundum smsum sem hann sendi mér, enda hafði ég engan áhuga á pilti (eitthvað með gaura sem hafa einkanúmer á bílnum sínum sem er ekki alveg að gera það fyrir mig. Merkilegt hvað fólk vill eiga frekar en peninga). Ergó -> smsin voru aldrei neitt djúsí.
Ég hló mig máttlausa og sendi henni til baka að hún væri hálfviti og í framtíðinni ef hún ætlaði að njósna um kærastann sinn og senda ókunnugum stelpum hótanir ætti hún að vinna heimavinnuna sína betur... og hún mætti alveg eiga gaurinn sjálf, enda væri hann enginn happafengur.
Andskotinn.. miðað við það sem ég var að svara honum hefði ég geta verið frænka hans eða eitthvað - fyrir utan það að þetta var allt dagsett einhverjum 7 mánuðum fyrir hótanirnar frá núverandi kærustunni hans.

The moral of this story is: Ef þú átt geðveika kærustu sem höndlar ekki tilvist annara kvenmanna í þessum heimi skaltu henda skilaboðunum frá mér úr símanum þínum eða ekki skilja símann þinn eftir einan þar sem geðveika beljan gæti náð í hann!!
Áðan spurði ég mömmu á hvaða hátt vatn væri gott fyrir heilann. Hún sagði mér að ef maður fengi ekkert vatn myndi maður drepast... og það að drepast væri ekkert gott fyrir heilann á manni. Hann starfaði nefnilega ekkert vel eftir það.
Personally.. I think she's on to something!
you're just too good to be true... can't take my eyes of you... I LOVE YOU BAAABY.. and if it's quite allright I need you baby....

Ég veit ekki hvort sé verra - það að ég sé aftur komin í beinsamband við útvarpsstöð kvenkynsbókara yfir fertugu (talaði mikið og illa um hana síðasta sumar)... eða sú staðreynd að ég kunni actually textana við c.a. öll lögin sem eru spiluð þar...
Er ég eitthvað skemmd fyrst ég þarf oft að grípa inn í stafrófslagið. Svona.. hmm.. err.. (eer,ess,té,u,vaff) aah.. það er á undan vaff... Til þess að átta mig á hvar orð eiga að vera svo að þau séu rétt röðuð í stafrófinu...? Ég meina.. er þetta eitthvað sem maður á að vita bara..??
If I go crazy then will you still call me Ofur-Ósk??

28.4.03

Á Akureyrinni komst ég að því að 6 bjórar í bænum eru ekki það sama og 6 bjórar eftir 389 km brummbrumm. Ég allavegana hef ekki verið svona drukkin síðan ég var 17 ára (og þá einmitt líka á Akureyri.. en eftir 750ml vodka flösku svo það er varla sambærilegt). Þetta hafði svo sem engin varanleg áhrif á mig, þar sem ég verð aldrei þunn (7,9,13).. nema á þann háttinn að ég er töluvert vitlausari næsta dag (það lagast samt ;o).. HEY!! VÍST!! Lagast það! Hættu að hrekkja!!).
Niðurstöðurnar voru sem sagt þær að ég keypti mér lítinn kindabangsa fyrir of mikinn pening næsta dag. Þessi kind verður alltaf alltaf í töskunni minni, eins og tarot spilin og morðingi litli gormur!
Ég hef ákveðið að láta ykkur finna nafn á hann og mun hér seinna koma nafnasamkeppni - Name that sheep! ;o).. Fyrst ætla ég samt að taka mynd af honum til að sýna ykkur svona til þess að veita ykkur innblástur.
Sumir hafa það alveg á hreinu hvernig skuli matreiða grillaða Ósk.. *grill*
NAUSS!! NAUSS! Á föstudaginn.. fékk ég tilkynningu frá tollinum að Trogdor the burninator bolurinn minn væri kominn til landsins. Einhverra hluta vegna ákváðu þeir samt að halda honum eftir hjá sér, svo að þeir gætu rukkað mig um toll af þessum $17 bol. Mis.. mis.. mis.. Svo loka þeir kl. 16:30.. mis.. mis.. mis.. Ég MUN!! samt sækja hann einhvern tímann í vikunni og þá!! ÞÁ!! verður burnination achived!!
öööööö... öööööööööööööööööö... vona að ég sé ekki að fara að fá gubbupest... öööööö *kvísí* (óh.. og by the way þá er ég EKKI ólétt ef þið ætlið að reyna að skjóta því inn!! Það er að ganga svona gubbuviðbjóður :oP... )
Ókeypis ráð:
Ef þið fáið ykkur pizzu í Kántrýbæ á Skagaströnd (þar sem húsin eru í fönkí litum og Hallbjörn spilar kántrí tónlist. Úúúú! og Karen bjó þegar hún var smásmá!).. þá skuluð þið EKKI.. nema einhver sé með bizzu (byssu) við hausinn á ykkur... panta pizzu (bizzu, pizzu.. fattiði?? I'm funny) með auka osti! Ég held að þeir hafi tekið tunglið (sem er úr osti eins og allir vita) og ryfið það niður og sett það allt á pizzurnar okkar.
Þeir segja að brennt barn forðist eldinn, en það á líklegast bara við um litlar ponsur. Það er nefnilega hægara sagt en gert að kenna gömlum hundi að sitja (eða gamalli tík að fylla út skattaskýrsluna þína og nudda á þér axlirnar). Sjálf á ég líklegast aldrei eftir að læra!
Ef ég byggi í landi hinna huguðu sem tryggja bensín-frelsi í heiminum (frelsa bensín frá undiroki vondra einræðisherra) þá gæti ég án efa farið í mál við "the good people of MS" fyrir að skrifa ekki á skyr.is með stórum stöfum: Snúið skyrinu frá ykkur þegar þið opnið það.
Þar sem að ég er varanlega gróðursett á landi elds og ýsu, þá virðist ég þurfa að kenna sjálfri mér um að sulla skyri á mig í hvert einasta skipti sem ég opna svona dollur....

27.4.03

Ég er komin aftur til ykkar! Eru ekki allir að tapa sér í hamingju og móðursýki núna?? Svona *ómægot,ómægot* fílíngur?? Ekki?? Darnit
Þessi ferð var alveg frekar þétt...
Það sem við gerðum m.a. spes akureyskt var:
- Borða á Bautanum
- Fá okkur Brynju-ís
- Gera heiðarlega tilraun til þess að heimsækja Nettó

Það sem ég lærði m.a. nýtt var:
- Á Akureyri þykir "Cafe Amor" ekki vera súlustaðarlegt nafn
- Þar er enn korter í þrjú menning við líði á skemmtistöðunum
- Þar eru fleiri á rúntinum en á skemmtisöðunum sjálfum

Ég segi ykkur kannski meira seinna ;o)

25.4.03

Ég held að ég sé aðeins of hyped yfir þessari ferð. Síðast þegar ég var svona hyped yfir einhverri ferð var það humarhátíðin í fyrra. Sum ykkar munið kannski eftir því að önnur hver færlsa hjá mér í svona viku var e-ð í sambandi við humar. Kát eins og humar um sumar *humr, humr*.. Stuff like that.. Hún var óvart ekkert skemmtileg. Spurning um að tóna þetta niður:
Það verður örugglega allt í lagi.. ekkert meira...

AAAh.. who am I kidding.. *HUMR*
Lítil forritunarlykkja fyrir helgina

while( euro != maxed )
{
beer = true;
}
Ef ég fór á google og fann út hvað væri meðal eyðslan á bílnum mínum pr. 100 km... fann svo út hvað það væri langt til Akureyrar og margfaldaði það með 2 og fann svo út hvað bensínlítrinn kostaði og reiknaði út hvað það myndi c.a. kosta að burra fram og til baka frá Akureyrinni....
...er ég þá:
a) geðveik
b) uppfull tilhlökkunnar
c) fátæk
d) Allt af ofantöldu

Engin verðlaun.. Eða jú! VERÐLAUN! Sendi þau í ímeilj á sunnudaginn!!
Ég er komin með nýtt uppáhalds. Það er eitthvaðpúss. It has a nice ring to it. Svona.. Hey! Ef þú ætlar að vera viðkvæmipúss þá..... eða ekki vera dramapúss. Svona alveg eins og strumparnir nema bara púss..
Ha?? Svaf ég lítið í nótt?? Hmm... öll sönnunargögn virðast benda til þess :oP.. HEY! Hættu að vera stríðnispúss!
Á eftir, þegar vinnan mín er búin (nei.. ég meikaði svo ekki að vakna í gær og var í fríi þá í staðinn fyrir í dag.. *fífl*), þá er ég að fara í ROAD TRIP!!! til Akureyrar. Ég fann gistihús sem er á göngugötunni á Akureyri og við ætlum að taka með okkur djammgallann. Ég hlakka svo voðalega til.... Þið verðið samt að fyrirgefa mér ef þið heyrið ekkert í mér þangað til á sunnudaginn... ég lofa að hugsa til ykkar ;o).. Samt mest til þín *bendir* 'cause you're my fav. *blikkblikk*.. Yeah.. you! You know who you are! :o*

24.4.03

Stundum finnst mér dálítið vont að svona margir séu farnir að heimsækja mig á netið. Neinei.. ekki misskilja.. ég elska ykkur öll upp til agna.. (eða eitthvað svoleiðis)... eeen.. stundum... stundum langar mig að segja stöff sem fólk gæti tekið illa. Aðgát skal höfð í nærveru sálar og allt það... Þetta veit ég.. þannig að ég hef gert mitt besta til þess að vera ekki of vond við fólk sem ég þekki ekki vel... eða minnihlutahópa (aðra en dreifara og fegurðardrottningar) sem gætu orðið súrir....
Eins og kunningi minn orðaði þetta fyrir þó nokkru síðan:
Þetta er eins og að skipta um buxur fyrir framan 300 manns....

Mér sýnist ég verða að bíta í tunguna á mér þá í þetta sinnið og ekki segja það sem mér liggur á hljarta... eins og svo oft áður...
Gleðilegt sumar öll sem eitt. Hvar er annars haglélið sem einkennir þennan dag venjulega á Íslandinu góða? Eitthvað hefur það gleymt sér... en ég kvarta svo sem ekki!

Í gær fór ég að velta fyrir mér hversu vel ég fór alltaf með peninga í æsku. Einhverntímann voru bróðir minn og hann Gísli vinur okkar sem bjó í næsta húsi (ég hef verið svona 5 ára og þeir 6.. haha.. ég sagði sex) að ganga í skrokkinn á kókflösku sem þeir fundu. Þeir gjörsamlega mölvuðu hana í spað og ég bara horfði á þá hneyksluð og spurði hvort þeir VISSU hvað það væri hægt að fá mikið nammi fyrir 15 krónur! Þetta er nammi sem enginn mun nokkurntímann fá, þar sem að kókflaskan liggur í valnum.
Hugsiði nú til minna orða næst þegar þið ákveðið að lemja kókflösku!!! It's wrong... It's all wrong..

23.4.03

Mér finnst að það ætti að tala um snáka sem litla og feita.... af því að þeir eru
________________________________ svona..
Hahah.. eitthvað fyrir þetta eina fífl sem borðaði alltaf orma í leikskólanum (og hætti því svo ekkert í ellinni)
Það sem er freystandi:
Vinna á morgun og fá frí á föstudaginn í staðinn...og fara í helgar roadtrip til Akureyrar... eða bara.. Fjarskanistan.. any where :o)... Gera bara skemmtilega hluti alla helgina og kannski djamma í afdala bæjum sem enginn hefur heyrt nefnda á nafn áður..
Það sem er að reyna að skemma:
Ég á ekki marga peninga eftir (EN!! það er nýtt kortatímabyl og ég er byrjuð að vinna) og flestir sem ég þekki komast líklega ekki frá vinnunni eða skólanum á þessum tíma....

Skemmistöff sökkar!! Ég er samt alvarlega að spá í að tékka á þessum möguleika vel og vandlega áður en ég afskrifa hann algjörlega...
Stundum... en bara stundum.. vakna ég barsta eiturhress. Tilbúin til þess að takast á hvað sem dagurinn kann að bera í skauti sér. Í dag er ekki einn af þessum dögum. Í dag er ég þreytt! Í dag vill ég sofa meira!

22.4.03

Æji.. ég veit að svona próf eru óþolandi.. en þetta var bara of kúl til þess að pósta því ekki ;o)

strongbad
You are StrongBad. You hate everyone, especially
HomeStar. Your e-mails and prank calls are
hilarious. You're my favorite character. You
try to be evil, but sorry, being shirtless with
boxing gloves just isn't scary. Don't worry
what everone else thinks because hey, they are
all "crap for brains".

Og hver ert þú svo..??
Frakkar geta sagt Osk líkast Ósk... Sko þá!
Skilur þú ekki öll dónalegu orðin sem þú hefur heyrt á enskunni??? Hérna er orðabók fyrir þig!
Pæling: Ef fólk lendir í slysum og missir útlimi sem er svo ekki hægt að græða á.... hvað er gert við útlimina?? Er hægt að jarða eina löpp eða hendi eða eitthvað?? Ekki er þessu hent í ruslatunnuna... :oO...
Ég var að opna stóra páskaeggið mitt. Málshátturinn í því sagði:
Oft er stór kólfur í lítilli klukku.
Ég er augljóslega klukkan.. þar sem ég er lítil... og ef ég skil þetta rétt þá held ég að Nói Siríus sé að segja að ég sé með stóran rass. Set lögfræðingin líka í þetta!
Ég veit hvernig hljóð kemur þegar maður stígur ofan í drullusvað í pollastígvélum.......... og leikur sér svo að því að tosa löppina smá upp úr og stíga svo niður aftur. Það er næstum því eins og prumpuhljóð. Ég man það rosalega vel.
Ef ég eignast einhvern tímann stelpu... vil ég að hún verði hlaupandi um í gulum kjól með tígó og í pollastígvélum daginn eftir að það hefur ringt á sumrin... hoppandi í drullupollum og leðju. Ef ég eignast einhvern tímann strák... vil ég að hann verði hlaupandi um með stígvélin utan yfir buxurnar og með hufu, en ekki í úlpu, hoppandi um í drullupollum og leðju, daginn eftir að það hefur ringt á sumrin...
Ef ég eignast stelpu... eða strák... eða bæði.. eða hvorugt.. þá ætla ég að fá mér pollastígvéli og hlaupa út daginn eftir að það hefur ringt á sumrin íklædd gulum kjól, með húfu á hausnum, en ekki í úlpu.... og ég ætla að hoppa í drullupolla og leðju.. týna túnfífla... og hlægja. Setjast svo í grasið og verða rassblaut en vera alveg sama. Maður hlær aldrei eins mikið og á sumrin þegar maður er að hoppa í drullupollum. Ég held að þetta sé lykillinn að hamingjunni. Sumt fullorðið fólk hefur týnt honum og veit ekki hvernig á að finna hann aftur.
Ég man þetta núna af því að mér líður eins og kusunum líður á vorin, þegar þeim er hleypt út í fyrsta skiptið.
............Ég held að þetta eigi eftir að verða gott sumar............
Ég er tuttugu og eins og hálfs árs í dag. Til hamingu ég!
Verður engin veisla, en ef einhver á pakka sem hann þarf að losa sig við get ég alveg tekið við þeim.......

Tala annars meira á ykkur á eftir þegar ég kem heim úr vinnunni ;o)... Stej át of trobbúl!
Jæja, þá er klukkan skriðin fram yfir 1 og ég að þykjast ætla að vakna fyrir vinnu og brenna páskaeggi og hátíðarsleni.
Stundum.... en ekki öllum stundum (orðtak stolið frá Aloner), er rúmið mitt of stórt fyrir mig og Tuma bangsa.... Stundum.... en ekki öllum stundum (did it again... kinnroðalaust) sakna ég stráksins með sniðuga hárið sem skemmtir sér á böllum djöfulsins... og puðrar af því að hann getur ekki kitlað....

21.4.03

Stutt pósk um hvað mér finnst diet kók vera mikill viðbjóður.... svona til að vega upp á móti þessum 2 löngu hér á undan:
Mér finnst diet kók vera viðbjóður!!!
Ég veit mikið um emotinal terrorism, þó svo að ég beiti slíku aldrei. Fólk ætti bara alltaf að þekkja svona vel. Ef þú veist hvenær verið er að beita þig emotional terrorism er alltaf hægt að grípa til viðeigandi ráðstafana í stað þess að brotna undan ofur þunga kúgunarinnar. Sjálfsvörn if you will.
Þar sem ég hef ekki verið þekkt fyrir neitt annað en að vera góð við ykkur skellimúffurnar mínar, mun ég nú gefa ykkur fyrstu kennslustundina í emotinal terrorism:

--Lesson 1--

Persónur og aðstæður í frásögninni hér á eftir eru algjörlega uppspuni höfundar

Píböls:
pjása, melur
Aðstæður:
Pjásan hefur verið afundin síðustu mínúturnar og hefur verið að droppa mörgum nokkuð augljósum hintum um að hún sé ekki sátt...
Kúgunin:
Melur: Er ekki allt í góðu [insert sætt gælunafn á chix]?
Pjása: *hnuss* ég myndi nú ekki segja það....
Melur: Hvað er að..?
Pjása: HVAÐ ER AÐ?? Ef þú veist það ekki, skiptir það GREINILEGA ekki máli...
:::Melur veit ekkert hverju á að svara og telst nú "kúgaður". Hann reynir á næstu mínútum að að veiða upp úr pjásunni hvað hann gerði rangt og eftir langan tíma af því að sannfæra hann um að hann sé vondur, vondur melur mun hún skýra frá því. Þegar hún loksins greinir frá að hann hafi ekki vaskað upp strax eftir matinn eins og hann hafði lofað eða e-ð álíka saklaust mun melnum nú þegar líða eins og að hann sé mesti hálfviti í heimi fyrir utan fólk sem borðar nýrnabaunir. Hann mun eyða afgangi dagsins í að gera pjásunni til geðs og skammast sín.:::

Það sem melurinn hefði átt að gera:
---[insert samtalið fyrir ofan]--
:::Hér er MJÖG mikilvægt að melur drepi kúgunina við fæðingu:::
Melur: *taka utan um pjásu* Veistu... ef þú segir mér ekki hvað ég gerði rangt get ég ekki lagað það.
:::Nú er hann búinn að snúa sig út úr því að þurfa að giska á af hverju hann ætti að skammast sín. Pjásan verður að segja hvað sé að svo hún komi ekki út sem vondi. Ef hún segir ekki hvað sé að núna er hún drasl og hver vill deita drasl?:::
Pjása: Þú ert ekki ENN búinn að vaska upp.. og þú SAGÐIST ætla að gera það (Note frá Ósk: hahah.. gera það)
Melur: Já, alveg rétt. Ég gleymdi því alveg.
:::Fer að vaska upp, algjörlega ó-kúgaður tilfinningalega því að hann var búinn að segjast og er ekki fífl sem segir en meinar ekki (hei.. það er leiðinlegt að vaska upp.. en núna þarf melur ekki að eyða öllum deginum í að sleikja fíluna úr pjásunni. Annars hefði hann kannski þurft að leyga Sense and Sensibility eða eitthvað þússt... og EUW):::

--End of lesson 1--
Haldiði að stelpan ykkar hafi ekki skellt sér út í körfubolta!!! Ég komst að því að mér hefur farið dholdið aftur í þessum annars ágæta leik, sem er svo sem ekkert skrítið þar sem ég hef ekki skoppað bolta í ár og dag. Merkilega skemmtilegur leikur samt. Ég er kannski ÓSKöp lágvaxin, en í den stóð ég mig samt ágætlega með frekju og ágætis hittni.
Núna á ég víst bara frekjuna eftir.....
Körfubolti er mjög áhugaverð bolta-íþrótt. Það sem mér finnst skemmtilegast við hana er það að það er aldrei neinn einn í "marki". Það er immitt það sem sökkar mest við fótboltann og handboltann. Maður kannski skýtur beint á markið og hefði hitt rosalega fínt, hefði ekki eitthvað gerpi í ljótum hönskum stoppað boltann frá því að dúndrast tignarlega í netið með tilheyrandi fagnaðarlátum (ég reyndar hef aldrei tosað bolinn yfir hausinn á mér eins og mennirnir í sjónvarpinu.. þar sem ég er með túttur og fleiri boltar á vellinum myndi bara rugla hina leikmennina) og hamingju.
Ég er með nokkuð góða hugmynd um hvernig megi gera fót- og handbolta að skemmtilegri íþróttum. Það væri snilld ef einhver annar leikmaður úr liðinu manns gæti skutlað sér inn í markið, fellt markmanninn og haldið honum niðri svona rétt á meðan maður væri að skjóta boltanum þangað. Svo gæti hann líka gert ritvélina á milli rifbeinana á honum eða ýtt ofan á augnlokin á honum og sagt: "FINNST ÞÉR ÞETTA GOTT.. HA.. HA?? FINNST ÞÉR ÞETTA GOTT??". Svo kannski gæti einhver leikmaður úr liðinu sem markmaðurinn er í komið hlaupandi til bjargar og tosað í litlu hárin aftan á hausnum á þessum sem er að halda markmanninum niðri og bitið í hendina á honum og svona...
Djöfull væri það sniðugt.... Ef þetta væri kjeisið.. myndi þessi snót jafnvel hugsa sér að horfa á þessa boltaleiki í sjónvarpinu ;o)..
Hallærispósk:
Sunnudagur páskahaldsins er ekki svo slæmur hlutur þar sem að hann ber upp á mánudag. Á morgun verður sem sagt fyrsti dagur vinnuvikunnar, sem er heldur ekkert svo slæmt, þar sem hún er bara 4 dagar að lengd. Svo á ég líka enn eftir að opna páskaeggið sem er nr. 7 þannig að ég hef slatta af úttla to keep my company.
*söngl* Always look on the bright side of life.
Þetta eru annars búnir að vera prýðilegir páskar. Pretty damn lazy eins og páskar eiga að vera. Í gær fékk ég líka loksins að sjá Harry Potter 2 og mér fannst hún frekar skemmtó. Mér finnst hún samt nokkuð scary fyrir litlar ponsur. Þegar það var búið þá fór ég að horfa á video með Aloner og sá aðra mynd sem ég hef aldrei séð áður; Lock, stock and two smoking barrels. Hún var líka tölvuvert (hlýtur að vera betra en töluvert) nett!
Endir..

20.4.03

híhíhí.. Það er verið að linka í teiknimyndavondukallaprófið mitt á tenglum.tk
Batman.is linkaði á þessa undir "ofurgella í bláu".
Nó komment abát þe búbs end stöff... Þið formið ykkar álit sjálf... :oP
Bráðir eru barns hugir...
...sagði málshátturinn í strumpaegginu sem ég opnaði rétt í þessu. Ég held ég sé ekkert að vera of bráð í þeirri "skjúkdómsgreiningu" að Nói Siríus hafi verið að kalla mig barnalega.... Set lögfræðing í þetta strax eftir páska!!

19.4.03

Herregud! Ég hef aldrei á æfi minni séð eins risa stóra hunangsflugu og þessa sem flaug inn í herbergið mitt fyrir c.a. 2 mínútum. Ég er ekkert að ýkja. Þetta kvikyndi var eins og allavegana þrjár af þessum hefðbundnu. Mín fyrstu viðbrögð voru að sjálfsögðu mjög stöðluð - hlaupa fram og sækja digital myndavél til þess að taka mynd af þessu ferlíki (well.. stöðluð fyrir Óskina). Þegar ég kom til baka var hún svo bara flogin út. Er víst ekki mjög hrifin af sviðsljósinu..
Flugudraslið..
Copy-paste dagsins:
My opinions may have changed, but not the fact that I am right.

18.4.03

Djöfullsins krapp... Ég verð kannski í útlöndum þegar eurovision er :oO
Jæja.. það eru páskar. Um páskana er tilvalið að velta fyrir sér páskalegum hlutum... eins og t.d. á hversu sterkum ofskynjunarlyfjum hefur fólkið sem fann upp páskakanínuna verið?

Páskakanínan er huge kanína sem hoppar um með körfu fulla af handmáluðum eggjum til þess að gefa litlum börnum.
Í fyrsta lagi.... af hverju ættu börn að vilja handmáluð egg? Það er ekki eins og það sé hægt að borða þau. Það er ekki einu sinni hægt að kasta þeim á milli, því að þau geta brotnað við minnsta óhapp.
Í öðru lagi... hvernig ætti kanínan að geta haldið á körfunni?? Hún er með loppur, en enga putta. Ef hún gæti einhvern vegin haldið á körfunni.. hvernig gæti hún þá málað eggin sem eru í henni..?? Kanínur geta ekki haldið á pensli.. og ef þær gætu það myndu þær ekkert mála fallega.
Í þriðja lagi... hvar fær páskakanínan öll þessi egg?? Ekki eins og kanínur geti verpt sjálfar.. og ég efast um að ein kanína ráði við að ræna fullt af hænum án þess að vera alvarlega lamin.
Í fjórðalagi.. af hverju ætti kanína að vilja gefa einhverjum krakkagríslingum eggin sem hún hefur náð við erfiðan leik frá geðstyrðum hænum og svo málað með sínum eigin loppunum???
Ekki nema von að við Íslendingar höldum okkur við páskaungana! Þeir þurfa ekkert annað að gera en að vera sætir!!
Í dag er föstudagurinn langi og þá á manni víst að leiðast. Þannig var það allavegana þegar ég var lítill. Ekkert hægt að gera. Ég er alveg pottþétt á því að hann heiti "langi" af því að hann er svo voðalega lengi að líða. Hann heitir nefnilega "the good friday" á enskunni. Það er örugglega meira gaman í enskumælandi löndum á þessum degi.
Annars finnst mér það mjög áhugavert hvernig föstudagurinn langi færist alltaf til ár frá ári. Átti Jésu ekki að hafa verið krossfestur í dag..?? Hvernig getur dagsetningin á krossfestingunni verið mismunandi eftir árum..??
This puzzles me.........

17.4.03

Úú... Eitt copy-paste fyrir Palla pú....
Pú... this is for you....:
The box said "Requires Windows 95 or better." So I installed LINUX

Og nokkrir fyrir mig því mér finnst þetta fyndið:
- Make it idiot-proof, and someone will make a better idiot.
- If we aren't supposed to eat animals, why are they made of meat?
The universe is a figment of its own imagination.....
Sjitt hvað bachelor hóran valdi ekki einn gaurinn af því að hann átti litla íbúð. Hún valdi heldur ekki fyndna gaurinn síðast því henni fannst hann ekki vera rosa svona ljótt bandarískt sætur held ég. Svo sagði hún honum að hann hefði fengið rós hefði hún mátt velja einn í viðbót. HEY!! En æði.. Þýðing: Þú varst fyrstur til að tapa...
Heimska tík :oP
(Ég er bara bitur því að hún valdi uppáhaldsið mitt... *bitr*)
Gleymdi að segja ykkur það að ég fór á Johnny English á þriðjudag með Sigga sæta. Hún var eiginlega bara alveg prýðileg. Það sem mér fannst samt áhugavert var að það var rosa mikið af litlu fólki (krökkum sko.. ekki dvergum) í bíó og þegar ég fór að horfa í kringum mig sá ég að minn haus náði ekkert mikið hærra upp úr sætinu heldur en hausinn hjá þeim. Eru krakkar á Íslandi að stækka eða er ég bara svona voðalega mikið smásmá??

....Ósk: Á alltaf "stripparaskó" ef allt annað bregst
Stundum er ég svolítið hrædd um að spilla ykkur ;o).. En hei:
Fyrir ykkur sem áttu tölvu snemma: Nostralgía
Ég hef aðeins verið að velta fyrir mér hugtakinu "borgaraleg ferming". Nú er ég ekki allra kvenna spökust í kirkjulegri vitneskju og tek því áhættuna á því að virka heimskari en ég er... en... : Stendur orðið "ferming" ekki fyrir staðfestingu? Og þá staðfestingu trúar sinnar? Hvað nákvæmlega er fólk að staðfesta í borgaralegri fermingu? Er það að staðfesta að það hafi farið í 3ja mánaða námskeið í siðferði og hvernig skuli koma fram við náungann?
Ef það kallast "ferming".. ættu þá ekki öll námskeiðslok að kallast fermingar?? Skulda ættingjar og vinir mér þá fullt af pökkum..??
Án þess að hafa það í hyggju að stuða borgaraleg fermingabörn, þá finnst mér að þetta mætti alveg eins heita "eignastu á öh... borgaralegan hátt... fullt af pökkum þegar þú ert 13-14 ára þó þú sért ekki tilbúinn til þess að lifa og deyja í Jesú nafni...".

P.s. Mér finnst 13-14 ára vera rosalega rangur aldur til þess að fermast (þá er ég að tala um fyrir alvöru fermingu... ekki borgaralega draslið). Ef krakkar væru 2-3 árum eldri myndu þeir örugglega hugsa þessa ákvörðun betur og mun færri aðilar myndu láta að þessu verða.. Þetta er í rauninni miklu stærri ákvörðun en maður gerir sér grein fyrir sem ponsa.
Isspiss (ef einhver segir .is er hann hálfviti).
Þetta var annars fínn dagur. Ég fór í nudd nokkuð fljótlega eftir vinnu - í boði Pallapú meira að segja. Hann gaf mér svona gjafakort á þetta þegar ég átti afmæli (fyrir 6 mánuðum mínus 5 dögum.. miðað við að það sé 17. í dag). Núna er ég með nudd-harðsperrur...

16.4.03

Ef ég væri illgjörn myndi ég reyna að eignast börn og skíra þau nöfn sem ríma... eins og Einar Steinar... eða Ævar Sævar... eða finna einhvern sem heitir Kári og eignast með honum dóttur sem væri kölluð Lára Kára.....
Ég heyrði alveg rosalega fyndið kvót í vin sonar konu sem er að vinna með mér (náðu allir þessu..??)
Hann sagði víst: Ég er svo óheppinn.. að ef ég myndi kaupa mér dverg myndi hann stækka!
Á hverju ári gefa mamma mín og pabbi mér páskaegg. Ég vil alltaf fá með strumpi.. og það komst actually til skila þetta árið. Ég fékk myndarlegt páskaegg nr. 4 með strumpi á sér. Ég veit ekki ennþá hvernig strump ég fæ af því að þau keyptu 2 önnur alveg eins handa bróður mínum og kærustunni hans.
Í dag fékk ég svo páskaegg nr. 7 (huge) frá vinnunni hennar Óskar... og svo fékk ég líka lítið páskaegg fyrir einhverja málsháttakeppni.. líka í vinnunni. Ég á semsagt þrjú stykki núna... OG!! Jimmy er eitthvað lokaður um páskana.. Mér sýnist allt líta út fyrir að ég geti vellt mér upp úr súkkulaði eftir páskana.. og steli einum af þessum sækó sætu ungum úr kringlunni og festi á hausinn á mér með double tape.... þá geti ég litið út alveg eins og páskaegg sjálf ;o)

15.4.03

Fordómar eru bygðir af fáfræði. Eftirfarandi texti er byggður á fordómum og ekki skal taka of mikið mark á honum (mér finnst ég samt hafa rétt fyrir mér):

Mér finnst fegurðarsamkeppnir kjánalegar. Ég held ég hafi líka sagt þetta áður. Jafnvel oftar en einu sinni. But... here's why:
Hvaða píkur fara í fegurðarsamkeppnir? Þessar sem eru tilbúnar til að eyða mörgum, mörgum peningum í kjóla og allskonar vesen til þess að fá að vita hvort einhverjum dómurum finnist þær vera sætari eða ljótari en hinar pjásurnar sem setja sig í sömu stöðu.
Hvaða stelpur eru tilbúnar til þess að eyða pening í svoleiðis krapp?? Ég mun skipta þeim í tvennt (the ones who understand binary and the... oh.. wait.. no..):

a) Píkur sem eru óöruggar með sig. Einhverjar sem er auðveldlega hægt að tala til í að taka þátt þegar haft er samband við þær. Ég held að þetta séu sömu týpur og eru talaðar á að taka þátt í djúpu án þess þó að þær hafi verið að trana sér fram í þáttinn. Það er hægt að sannfæra þessar stelpur um næstum hvað sem er ef það er ýtt rétt á þær... Þessar pjásur eru kannski ekki alveg öruggar á því að þær séu sætar. Þær hafa jafnvel fengið jákvæð viðbrögð við útlitinu sínu en eru samt ekki vissar og vilja vita hvar á skalanum þær eru. Hérna er samt shocking staðreynd: Píkur sem eru tilbúnar til þess að fara í einhverja keppni til þess að fá úr því skorið hvort öðrum finnist þær vera sætar... eru augljóslega að byggja hamingju sína á vitlausu fólki... Óh.. og þessar tussur eru gjarnan með pinna í naflanum... (æl)

b) Tussur sem eru alveg pottþéttar á því að þær séu mega-gellz. Þær nota útlitið óspart til þess að trana sér fram. Oft beljur sem fá kick út úr því þegar gaurar gefa í skyn að þær séu flottar og eru gjarnan mjög duglegar við að troða sér á djamm-myndir... Ef þær fá ekki nógu mikla athygli bara með fleygnum bol, er hann gjarnan tosaður neðar eða gripið í næstu vinkonu og hún kysst tungukossi beint á snjáldrið.. Daginn eftir er svo sagt: Vá.. ég man ekkert eftir þessu.. ég var svo full maður... Þessar fara í fegurðarsamkeppnir vegna þess að þær "vita" að þær muni vinna og geta ekki beðið eftir allri umfjölluninni sem þær og brjóstaskoran þeirra muni fá eftir sigurinn. Óh.. og þessar tussur eru gjarnan LÍKA með pinna í naflanum... (æl aftur).

Stelpur sem fara í fegurðarsamkeppnir líta líka allar rosalega svipað út. Ef einhver sker sig mikið úr hópnum í byrjun er hún mótuð á "réttan hátt" á meðan að á "undibúningsferlinu" stendur. Þessvegna er best að hafa sem flestar af type a) í fegurðarsamkeppnum. Það er svo auðvelt að fá þær til þess að breyta sér án mikils tuðs.
Það sem mér finnst þó í rauninni kjánalegast við fegurðarsamkeppnir eru titlarnir. T.d. "Fallegasta kona Íslands... " - slegið fram kinnroðalaust. Ég hef séð margar mjög sætar stelpur á landi forsts og funa sem falla í hvorugan af hinum áður nefndu hópum hér að ofan og myndu ALDREI fara í þessa keppni.... en eru samt miklu meiri gyðjur en týpur a) og b) sem keppa oft í sætukeppnum. Það ætti að breyta titlinum í "Þessi sem 4 dómörum fannst fallegust af 20 stelpum sem falla undir a) eða b) týpur... öh.. Íslands"
(P.S:Ef netkostningar eru látnar gilda e-ð í loka ákvörðun dómara eru þær líka algjört crapp... vinnur bara sú sem á flesta vini... sama ástæða og Angel fór í eurovision...)

Jæja.. ég gæti sagt miklu meira um þetta og hversu naflalokkar eru mikið crapp.. But I'm not gonna ;o)... Nú er Óskin hætt að tala.. *usss*

Úbbs.. gat ekki hætt að tala strax...: Hvað er líka með þessa ræðu sem er ALLTAF flutt eftir sigurinn: Ég bjóst ekkert við því að vinna.... þetta er rosalega góður hópur og......... er þeim kennt þetta í sætustelpu-boot-camp??
Það er farið vel með mig í vinnunni minni. Stundum gefur fólk mér súkkulaði for no reason at all. Ég hef líka endurnýjað kynni mín við vatnsdæluna (þið sem voruð ekki byrjuð að heimsækja mig þá geta aflað sér upplýsinga hér, hér, hér og hér), og gengur það vel so far.... enda er hvergi írafár spilað nálægt mér þar sem ég er núna....
Ég get ekki sagt ykkur mikið núna.. þó ég hafi fulltfullt að segja. FULLT!! Ég er nefnilega að fara í afmæli til hennar ömmu minnar, en hún er 63ja í dag :o).. Happíbörþdej gramps.. (þess má geta að þetta er amma mín sem spilaði með mér kings quest og svona þegar ég var lítil.... tölvunörda amman..)
Ég þarf samt að segja allskonar hluti.. og ég mun ganga í það mál þegar ég kem heim í kvöld/nótt!!

14.4.03

Þessi hefur týnt bolnum sínum. Aumingja stelpan :oO
Mér þætti fyndið ef.....
.....Maður væri að keyra og sæi (komið af sær.. h0h0.. ) mann vera að tala í gemmsann sinn... (sem er nefnilega ólöglegt in case you are crimminals and didn't know).. og maður myndi taka upp símann sinn og hringja í lögguna til að láta vita af þessu lögbroti.. HAHAHAHAH.. Oh bíddu... Það er ekkert svona fyndið... Kva.. hver sagði þetta?? Eitthvað fífl.. *lítur flóttalega í kringum sig..*
Hann hljóp þangað ---->
Hey.. ég var ekki búin að segja ykkur frá póskafmælisgjöfinni sem ég fékk. Mín fékk sendan pakka nefnilega. Í honum var the powerpuff girls - heroes and villans soundtrack. Ég er ekkert smá glöð með þennan pakka og þori núna að fullyrða að hann Kiddi hafi fengið get out of hell free kort fyrir þetta mikla góðverk!
Það er ennþá sígarettulykt af jakkanum mínum síðan um helgina. Ég kenni köttum almennt um þessa sígarettulykt. Einu sinni refsaði ég nefnilega alltaf jökkunum sem ég var í á djamminu með því að hengja þá út á snúru. Síðast þegar ég gerði það (hahah..ég sagði "gerði það") þá kom ég að jakkanum liggjandi í blóði sínu (nei.. það var ekkert blóð.. er bara að reyna að gera þetta átakanlegra) á jörðinni... með moldarkisuspor á sér og ... *halda niðri í sér andanum* KISUPISSUPOLLI!!!!
Það tók LANGAN tíma að losa mig við kisupissufýluna.. þannig að núna sætti ég mig alveg við reykingalyktina....
Maður veit aldrei hvað maður hefur átt fyrr en kisa hefur pissað á það....
Þá er fyrsti dagurinn í vinnunni búinn og gekk hann bara ágætlega. Ég bið ykkur þó að fyrirgefa hversu illa ég hef synt (eins og í synda sko..) ykkur í dag.
Ég er djöfulega syfjuð. Í gær gat ég ekki sofnað. Ég lá vakandi með opin augun og fór svo að hugsa hvað það væri örugglega ógeðslegt ef einhver myndi skera í augun á manni með ostaskera. Það getur ekki verið heilbrigt. Fyrst ég var byrjuð að hugsa svona var ekki séns fyrir mig að sofna næstu klukkutímana.
Í bílnum á leiðinni í vinnuna sagði maðurinn í útvarpinu að einhver gaur hefði verið fyrsti Kanadamaðurinn til þess að klæðast græna jakkanum (golf thingy), eins og hinir sigurvegarar mótsins síðustu ár. Þá fór ég að spá í því hvort maður þyrfti að sýna fram á lélega einkunn í samræmdu í íslensku (lítið í.. út af sk reglunni *slá um sig*) til þess að verða íþróttafréttaritari.
Kannski hinir mennirnir sem höfðu unnið mótið LÍKA fyrstu Kanadamennirnir til að klæðast þessum jakka.............?
Ég veit það ekki.. og svona í hreinskylni sagt gæti mér ekki verið meira sama. Eina golfið sem þessi píka spilar er það sem kent er við mini..... (ekki bílinn samt.. neeeei.. Samt kúl bíll.. Mr.Bean keyrði hann.. *unnnunnnunnunn.. BÍP*.. Svefngalsi..?? )
- This is so sad.. *sniff*
- Tími fyrir sjálfsskoðun
- Kannski sjónvarp sé ekkert afslappandi
Ég vann hann :oD..

13.4.03

*ÚFF*.. Á morgun er fyrsti dagurinn minn í vinnunni. Ég væri nú að ljúga ef ég segði að mig langaði ekki í smá lengra frí... En það verður samt fínt að gera eitthvað annað en að læra :o).. Svo þarf ég líka bara að vera í 3 daga áður en póskarnir koma...
Einn brandari líka :oP
Töff myndir:
- 1
- 2
- 3
- 4
Ég komst að því í dag að sundlaugin í Borganesi er hin veglegasta og með ansi kröftugri rennibraut. Hvers vegna veit ég það..?? Nú... ROAD TRIP!! heheh...
Vitiði af hverju ég er miklu leiðinlegri núna heldur en ég var t.d. síðasta sumar?? Það er af því að síðasta sumar... þá skrifaði ég niður í reminder símann minn allt sem mér fannst sniðugt um leið og það gerðist. Núna er ég bara winging it along as we go. Ég vil kenna nýja símanum mínum um þetta, þar sem hann er með calander en ekki reminder. Ekki misskilja mig... mér þykir voða vænt um hann Steinar, en ég sakna stundum Símonar svolítið...

12.4.03

*URRR* ... .*GRÖMP* .... *UUUURRRR*
Herbergisglugginn minn snýr að bakgarðinum hjá okkur.. sem snýr að bakgarði nágrannans. Eru einhverjir runnar sem skilja þá að. Helvítis nágranninn var að fá sér heitan pott og ákvað að bjóða allri fjölskyldunni í heimsókn til þess að hafa læti þegar ég ætla að reyna að leggja mig.... Samsæri... og þetta á póskammlinu mínu!! Ég er að spá í að safna saman í reiðan múg og hlaupa á eftir þessu fólki með kyndla og heygaffla....
Well THIS is freaky!
Helvítis bi.is er niðri svo ég get ekki millifært peninga til að kaupa mér bús. Búnaðarbankinn er að reyna að rústa djamminu mínu.. *urr*

ÉG Á 1 ÁRS PÓSKAFMÆLI Í DAG!!!!!!

Nauss... NAUSS!! Ég vaknaði just in time til að sjá súrustu teiknimynd sem sýnd hefur verið á Íslandinu góða. Sami gaurinn talar fyrir alla melina og sama píkan fyrir allar chixurnar og hvorugt reynir einu sinni að breyta röddinni á sér of mikið fyrir hvern og einn. Hún gengur pretty much út á svona pokimonlike spil. Hvernig er hægt að gera heila teiknimynd um svona??
400 kr. samlokur eru bara góðar þegar maður hefur drukkið og er svangur....... Svona normally eru 400 kr. samlokur 200 kr. of dýrar...........................
Mikið rosalega sé ég núna muninn á því að djamma með píku og að djamma með mel.. Ef maður djammar með píku setja gaurar hendur á rassinn á manni hvert sem maður fer - Meira að segja á Spotlight... So? Djamm með píku á morgun aftur!! Hehehe (neinei.. ekkert endilega út af höndunum á rassinum á manni út um allar trissur... Meira út af því að það er rosa gaman að djamma með Völu san.. Go Vala og Ósk!!! Dinamic duo síðan 7 og 8 ára..)

11.4.03

Mín keypti sér stuttan hvítan kjól áðan til þess að vera pæja á djamminu. Ég er samt barasta ekkert viss um að hann verði fyrir valinu þegar ég vel mér djammgallann fyrir kvöldið. Kannski ég geymi hann aðeins. ÚÚ.. svo keypti ég hvítvín af því að það stefnir allt í ch1x0r djamm í kvöld.. Mí and Vala...
All I know is: Það verður sko djammgalli extrordinare sem stelpan ykkar á eftir að enda í. Á örugglega eftir að naglalakka mig líka.. Take it to the limit fyrir allar hinar helgarnar sem engin Ósk var til þess að skemmta...
I am above all
Heh.. ég var að spá.. Íslensku kennarinn minn frá því í 4. bekk í Verzló myndi örugglega dangla hressilega í mig ef hún myndi villast inn á póskið mitt. Ég nota "maður" alveg frekar mikið... Svona: "og svo fer maður að gera þetta..." eða e-ð. Hún alveg harðbannaði þetta á sínum tíma.
Well.. what mama don't know won't hurt her.... :oP
Heheh.. ég er svo mikill kjáni. Stundum ligg ég alveg hálf-vakandi uppi í rúmi vegna þess að ég þarf svo að pissa... en ég meika ekki að fara undan sænginni til þess að rölta inn á klósett. Svo ligg ég og reyni að hunsa þetta í marga tugi mínútna og sef alls ekkert vel á meðan. Á endanum dröslast ég svo og fæ mér að pissa... voðalega grumpy yfir þessu öllu saman.
The bottom line is... þarna er illa farið með gott lúll, þar sem að ef ég myndi fara á klósettið um leið og ég vaknaði í spreng, þá gæti allt lúllið sem á eftir kæmi verið ljúfara.... Maður hugsar víst ekki alltaf rökrétt þegar maður er að reyna að lúrikúra..

10.4.03

Bachelorette píkan er fífl :oP.. Hún valdi ekki uppáhalds gaurinn minn, þennan sniðuga. Mér finnst að hún ætti að velja gaur sem fær hana til að hlægja frekar en gaur sem fær hana til að sniffa yfir ljóðunum sínum...
Hlátur over sniff...
Áðan fór ég í Kringluna. Þar sá ég litla gula páskaunga. Merkilegt hvað þessi kvikyndi geta verið endalaust sæt. Ég væri alveg til í að eiga lítin gulan unga sem ég myndi skíra Mr. Beepers.
Ég væri hinsvegar ekkert til í að eiga hann þegar hann yrði stór hæna. Hænur eru ekkert sætar. Ég held að eina fólkinu sem finnst hænur sætar séu hænuperrar....
Þarf að kynna mér allskonar reglur og stöff eftir að ég varð ljóshærð aftur...
Hvað geri ég ekki fyrir ykkur?? (...tja.. ég uploada t.d. ekki bikini myndum eða brjóstaskorumyndum... en hey.. má ekki spilla ykkur ;o).. )
Ljósærðumyndir:
- Hér er ég mygluð með ljóst hár
- Hér er ég störu og ljóst hár
- Hér er ég með skrýtin svip og ljóst hár

Annars á það eftir að lýsast meira þegar brúna skolið fer alveg úr...
Merkilegt hvað ég er yndilseg í dag. Og frábær. I really like myself when I don't have to study. Þá er ég svo góð við mig. Ég fékk mér miller í gær... og svo svaf ég út. Á eftir ætla ég að gera allskonar dót sem er ekki að læra. I love myself!!

9.4.03

Jæja... 3 klukkutímum og 8.500 kalli síðar er ég aftur orðin ljóshærð. Kann barasta betur við mig svona skal ég segja ykkur.
Ég sat stillt á stólnum mínum þennan tíma og las blöð um hvernig maður á að klæða sig og hafa á sér hárið.... Svo las ég líka blöð um þessa ímynduðu elítu á Íslandinu góða. Merkilegt hvernig lesefni á svona stöðum er alltaf súrt. Ég ætla alltaf að taka með mér bók en somehow gleymi ég því alltaf.
Mín klippigella fær plús fyrir að gera hárið á mér fínt og fyrir að vera ekki með mindless chitchat og tilgerðarlegar tilraunir til samræðna. Ég HATA mindless chitchat. :o)
Á tímabyli sat við hliðina á mér ungur maður sem var að tala við klippipíkuna sína um stjórnmál og kosningarnar í vor. Hún vissi að vísu ekki hvaða flokkur Frjálslyndiflokkurinn var, en fyrir utan það hélt hún alveg algjörlega haus. Kom mér verulega á óvart og kennir mér enn og aftur að dæma ekki fólk. Klippigellur vita greinilega um fleiri hluti en J.Lo og hvar hægt sé að fá ódýrustu ljósakortin...
Who knew??
Í dag er föstudagur skólagöngu þessa árs - var í síðasta prófinu :o)
JEIJ.. Allt bú!! Næst á dagskrá:
Lúll... og svo strípur
Gríptu fiskinn á meðan hann er til sölu í Tiger!
Ég að vera vírd:

Fhqwhgads - to the limit says:
I'm feeling poetic ..
Fhqwhgads - to the limit says:
Af hverju ætli maður sé alltaf skáldlegur þegar manni líður e-ð sökkí :oP?
Fhqwhgads - to the limit says:
...þegar eggjandi undirföt ástarlífsins eru ekkert lengur en gamlar, þæfðar prjónabrækur....
Fhqwhgads - to the limit says:
og einn dropi í tímans ólgusjó virðist vera nóg til að flæða yfir jörðina og drekkja manni...
Fhqwhgads - to the limit says:
heheheh.. okay.. ég er hætt
Fhqwhgads - to the limit says:
á morgun mun ég greiða flækjur gærdagsins úr hárinu og brosa....
...Ég held að ég sé að verða geðveik.
Kannski er ég löngu orðin geðveik en bara fattaði það ekki fyrr en núna.
Kannski þýðir það... að ég er loksins orðin minna geðveik - fyrst ég varð loksins það sain að sjá að ég væri ekki alveg sain....
Orsök??
margir mismuanandi þættir settir í mixer....
þeyttir saman á fullu blasti og gumsi svo hellt í martini glas...
skreyttir með grænni ólívu og tannstöngli með fínti á endanum...
....Ég er að verða geðveik á því að horfa á cocktailið mitt og reyna að fatta úr hverju það er búið til.
....Ég er að verða geðveik vegna þess að ég er lítil Óskin.
....Ég er að verða geðveik vegna þess að ég veit ekki hluti sem mér finnst að ég ætti að vita... vegna þess að stöff sem mér finnst að ætti að vera algjörlega ljóst og augljóst er að fela sig a bakvið ljósastaur. Ég sé alveg í bumbuna á því samt. Veit bara ekki alveg hvað þetta er..
Samansafn af gömlu pælingunum mínum:
- Pæling: Fer einfættur maður einhverntíman á fætur?? Hehe.. Sé þetta fyrir mér: „Ég fór á fót í morgun kl....“ eða konan hans: „DRULLAÐU ÞÉR Á LÖPP KADDL!!“ *hugs*

- Pæling: Hver þarf einkamal.is þegar maður hefur oskimon.com? Oskimon.com er líka meira international. Hér er mér boðið á hlaðborð með nördum af öllum þjóðernum í smakk. Merkilegt að ég sé ekki að nýta mér þetta ;o)

- Pæling: Er ég eina stelpan á Íslandi sem ekki er til mynd af með tunguna ofaní kokinu á annari stelpu? Byrjuð að vera útundan sko!!!

- Pæling: Af hverju er sætt að segja að einhver sé algjör rassgat... en ef maður myndi segja: oh.. hann er svo mikil píka.. þá er það ekkert sætt... Af hverju er sætt að segja... æji.. algjör rúsína... En svo þegar maður fer út í æji algjör sveskja... þá er það bara merki um að einhver hafi verið of lengi í sundi. *hugs*

- Pæling: Af hverju fylgir það aldrei spiderman sögunum hver sér um að þrífa alla þessa vefi sem hann skilur eftir út um alla borgina. Ég meina.. þegar hann sveiflar sér skilur hann eftir langa spotta út um allt á húsunum..........

- Pæling: Af hverju ætli "pedofile" þýði barnanýðingur en "pedicure" þýði fótsnyrting.........

- Pæling: Finnst engum skrítið nema mér að sjá stóra, íslenska kalla á hestbaki, dragandi hælana eftir jörðinni whilst riding "The Icelandic pony"? Baaaarað spá

- Pæling: Orðatiltækið "I wouldn't have missed it for the world" er crapp rigth? Ef einhver kæmi til þín og segði við þig: "If you will go to your sisters wedding, the world will explode and everybody dies!!" og þessi sami dúddi hefði haldbærar sannanir að þetta væri allt saman satt og rétt... Myndi EINHVER svara: "Pfff.. I'm not gonna miss it for the world"? Varla...

- Pæling: Er Mexíkósku landamærana ALDREI gætt?? Bara svona.. af því að í bíómyndum kemst hvaða low life sem er þangað yfir án nokkura skilríkja eða neins...

- Pæling: Getur orðið “kynsjúkdómur” ekki líka átt við um þegar t.d. karl segir: Allar konur eru sjúkar”? Þá er sko verið að dæma annað kynið sem sjúkt…

- Pæling: Ef ég ætti fimmaura fyrir alla fimmaurabrandarana mína... ætti ég marga fimmaura

- Pæling: Af hverju var ég spurð í bak og fyrir hvort ég væri með eitthvað oddkvasst í handfarangrinum (eins og t.d. naglaskæri eða naglaþjöl) í tékkinninu, en gat svo keypt mér naglaskæri eða naglaþjöl þegar ég var komin inn?

- Pæling: Af hverju eru til nöfnin Ólafur og Ólöf, Guðlaugur og Guðlaug eða Ósk og Óskar... en ekki Kolbrúnn...

- Pæling: Af hverju ætli fljúgandi rottur séu notaðar sem tákn um ást, frið og allt þetta? Dúfur eru í alvörunni ekkert þokkafullar og glæsilegar. Þær borða kúkinn sinn! Kámán!!

- Pæling: Ef maður vildi spara pening við gerð ævintýris, væri ekki best að Mjallhvít og dvergurinn sjö yrði fyrir valinu? Með því að breyta nafninu svona lítillega er hægt að kötta niður kostnað sem fylgir því að ráða heila sex auka dverga. Þá þarf aðeins einn dverg sem heitir Sjö!

- Pæling: Hvar eru allar ófríðu popp og R&B stjörnurnar?? Þið vitið.. þessar sem kunna actually að syngja og eru frægar þessvegna, ekki af því að þær eru góðar að mimea og eru jack-off material...

- Pæling: Af hverju ætli ég heyri alltaf "Freestyler" lagið í höfðinu á mér þegar nafnið á Profiler er sagt á skjá einum? já... og veit EINHVER hvað er actually sagt í því lagi? ♪♫Frístæl on þe top of mæ dóm... like a vaggvaggvaggavaggavagga mækrófón♪♫???

- Pæling: Er Latibær að taka yfir heiminn? Komnir með sitt eigið hagkerfi og líka útvarpsstöð núna... Watch out world!
En það er annars eittt gott við Latabæ. Það er mjög auðvelt að átta sig á íbúunum þar. Glanni Glæpur er t.d. einhver sem maður ætti að passa sig á... og Siggi sæti á örugglega alltaf haribo!!

- Pæling: Ef maður heilsar sumu fólki án líkamlegrar snertingar í hinu daglega lífi... af hverju faðmar þetta sama fólk mann alltaf ef maður hittir það niðri í bæ, um nótt, um helgar?

- Pæling: Ef ávextir væru fitandi.. myndi maður þá fá svona "craving" í appelsínur?

- Pæling: Af hverju ræður íslenska ríkið ekki einhvern í fullt starf við að hreinsa götin á frönsku-krydd staukum á veitaingastöðum landsins?

- Pæling: Af hverju hringir aldrei neinn í mig á skólatíma, nema þegar ég gleymi að taka hljóið af símanum?

- Pæling: Hvernig veit þvottaefnisfólkið hvernig lykt er af sumar engi? (summer meddow fresh)

- Pæling: af hverju eru búðir fullar af flottum fötum þegar ég á ekki pening til að versla, en ekkert í þeim talar til mín þegar ég ætla að verlsa (...ekki að það væri ekki spooky shit ef að fötin færu að tala til mín sko... )

- Pæling: ef pillan er 97% safe.. gæti maður þá orðið óléttur 3x ef maður gerði það 100 x...

- Pæling: af hverju er notað orðtakið "pöddufullur"? Ég hef ekki enn hitt fulla pöddu!

- Pæling: Hvernig segir maður grænlenskur á ensku??
Greenlandic - neeei
Greenlandish - neeeii
Greenish - heh.. nice ring.. en neeei

- Pæling: Af hverju ætli Sigurður sé strákanafn, en Urður stelpunafn..

8.4.03

Eru grænir sokkar leyndarmál farsælla sambanda?
Ég fékk skutl heim til mín hjá strák sem er með mér í skóla. Þekki hann ekkert mjög vel. Bíllinn minn var heima þið skiljið. Þegar ég kommentaði á það að samband hans og kærustu hans virtist vera hið besta sagði mér litla sögu.
Kærastan hans hafi fengið 1.500 kall hjá honum til þess að eyða í sjálfa sig... og hún fór og keypti handa honum græna sokka.
Mér fannst þetta svo sætt að ég nánast táraðist yfir þessu. Varð öll hálf meyr. Strákurinn var líka ánægður með sína konu og sagði með bros á vör: Svona eiga sambönd að vera!
Svo vaknaði ég og furðaði mig á því af hverju ég mundi þetta krapp ennþá.......
Fer ekki bráðum að koma að því að fólk geti ekki lengur réttilega sagt að Elvis lifi?? Ég meina.. myndi hann ekki fara að drepast úr elli bráðum?? :o)
Þegar ég verð gömul og komin á eftirlaun ætla ég ekki að eyða haustdögum lífs míns í leit að hinu fullkomna ýsuflaki. Ég ætla ekki að keyra á 30 eftir Ártúnsbrekkunni eða tuða yfir því hversu verðið á kindereggjum og hrísmjólk hefur hækkað síðustu árin. Neei. Ég!!! ætla að verða eins og Jessica Fletcher eða Matlock. Ferðast um landið og leysa sakamál. Ég er alveg pottþétt á því að það væri fullt af djúsí sakamálum á landinu ef ég myndi leita nógu vel. Ef ég verð heppin (og gæðastaðall rúv breytist ekkert á þessum árum), þá fæ ég kannski vikulegan þátt í sjónvarpinu.
- Ósk og dulafulli blýantanagarinn....
- Ósk og mál þjófóttu kisunnar....
Í gær stefndi allt í voða. Ég var að leika mér með hann morðingja (litla slinkyið) og hann flæktist. Ég var alveg farin að panikka því að mér gekk ekkert að greiða úr flækjunni, en þá tók hetja nokkur við stjórninni og algjörlega cool-headed tókst honum að bjarga morðingja frá bráðum bana..

7.4.03

Ég er að vinna í nýju frameless looki fyrir oskimon.com, og mun það líklegast koma í loftið á 1 árs pósk afmælinu mínu, þann 12. apríl. Mér sýnist á öllu að þið þurfið að fletta upp þeim degi í dagatalinu og gera stóran, rauðan hring utan um hann... úúú.. og broskall. Hey.. teikniði líka brunahana að pissa á hund.. 'cuz I think that might be funny... taka svo mynd og senda mér, af því að ég fæ engan Emil lengur eftir að þetta kommentakerfi kom upp... (þó það sé nú alltaf niðri.. )
...og þá kom í ljós að vélmennið var með mannsheila, stolinn frá góðum, gömlum manni. Börn mannsins komu til að leita að honum. Þau kölluðu til vélmennisins og það mundi eftir þeim og lífi hans sem hafði verið stolið frá honum. Hann táraðist, og það olli skammhlaupi. Vélmennið datt ofan á börnin sín og púkan og krammdi heilann. Ekkert af þeim lifði..

Veit einhver hvaðan þetta er?? ;o)
Ætli það verði búinn til dans við þetta summer-hit, eins og var gert fyrir tómatsósulagið..?
Stór stund í mínu lífi. Þann 9. apríl næstkomandi mun ég í fyrsta lagi vera búin í prófunum og í öðru lagi verða aftur ljóshærð.
Ég hringdi í klippistofuna sem ég hef farið í síðustu árin, en núna er hún orðin einhver hipp og kúl stofa í smáralind og hækkar verðið um nokkra fimmhundruð kalla á milli heimsókna hjá mér. Í þetta skiptið ákvað ég að spyrja hvað það kostaði áður en ég pantaði mér tíma og núna er klipping og strípur komin upp í 10.500 kall fyrir stelpur með sítt hár. Vitiði hvað það er hægt að kaupa margar fílakarmellur fyrir 10.500?? SJÖHUNDRUÐ!!
Ég ætla þá að gerast svo djörf og prufa nýja. Fyrsta skiptið í einhver 6 ár sem ég fer ekki á sama staðinn í klippingu. Tilfinningalegur rússíbani ;o)

6.4.03

Djöfull.. það þarfað skrifa inn aldur í páskaleik mónu. Þá á ég líklega ekki séns á því að vinna þannig.
Ah.. never mind.. Nói er líka minn eggja-gaur!!
Ég og Palli skelltum okkur í bláa lónið eftir skvass. Ætluðum fyrst að fara í sund, en allar laugarnar voru eitthvað svo fullar (nei.. við tékkuðum ekki á öllum. Bara Árbæjar og Kópavogs :oP.. ). Vissuð þið... að í einu glasi af nektar er ríflega dagsskammtur af C-vítamíni..... hahah.. neinei.. vissuð þið að það kostar orðið 980 kaggl ofan í lónið?? En jæja.. við vorum með einhvern 2 fyrir 1 gaur þannig þetta var aðeins ódýrara. Var líka hin fínasta "dýfa" og núna er ég voða afslöppuð. Fórum svo eftir þetta og fengum okkur steikur á einhverjum stað í Keflavík og átum aftur allar kaloríurnar sem við drápum í skvassi. ROAD TRIP!

5.4.03

Í gær sáum við Hákon DVD mynd með Swarzenegger undirtitlaða:
Featuring Arnolds real voice for the first time
Kemur svo sem ekki að óvar að við höfum séð hana í 790 kr. rekkanum.
Áðan sat ég á klósettinu og horfði á tærnar á mér. Horfði á tærnar og hugsaði. Ég var löngu búin að pissa, en ég sat áfram.
- Stundum er ég alveg gáttuð yfir því hvað það er til mikið sem er hægt hugsa um.
- Stundum er ég alveg gáttuð yfir því hvað það er hægt að hugsa mikið um suma hluti. Ég held líka að það sé auðveldara þegar ég er ekki í sokkum.
Þegar ég var lítil lá ég oft á gólfinu í upp í 2 klukkutíma og horfði á loftið. Spáði í öllum sköpuðum hlutum. Það kom fyrir að ég hugsaði t.d. svo mikið um hversu skrítið það var að vera til, að mér fannst ég hætta að vera til í smá stund.
Niðurstaða þessa mikla heilabrots að þessu sinni var einfaldlega þetta kvót:
Life would be easier if I had the source code.
Ekki misskilja mig. Ég var ekki að vorkenna mér. Ég var bara að hugsa. Það er aldrei gott að hugsa *of* mikið um nokkurn hlut. Maður kemst aldrei að neinni alvöru niðurstöðu, bara fleiri spurningum sem þarfnast líka svara.
Ó... og ég komst líka að því að ég er með of brúnar táslur. Þarf að tjilla á ljósunum aðeins.
Í gær var ég að spá í því hvað dýrum finnst við segja. Ég meina... okkur finnst hundar segja *VOFF* (.. nema útlenskir.. þeir segja *BARK* ) og kindur *Meeeh*(nema útlenskar. Þær segja *baaaah*).. Hvað ætli þeim finnist við segja?? Það sem mér fannst líklegast var:
fafafafafa
Ósk - píkan með lausnirnar....
Ef maður myndi taka sig til og fylgjast með beinum útsendingum ríkissjónvarpsins (sjónvarpi allra landsmanna.. HAHAHAHHAH) af þinginu, myndi maður líklega verða leiður á því nokkuð fljótt. Ég held að ástæðan séu of íhaldsöm föt þingmanna. Ég hef því komið með lausn á þessum vanda, sem ég tel að öllum ætti að finnast ásættanleg. Eruð þið tilbúin? -
Hawaiian friday!! Á föstudögum mæta karlkyns þingmenn í bermúdabuxum og hawaii skyrtum og plögga svona fake blómsveig utan um hálsinn... Konurnar í kókoshnetubrjóstahöldurum og strápilsum með svipaða blómsveiga... Ég myndi sko horfa meira á þessar útendingar þá takk fyrir!!
Ef ég tala ekkert á morgun, þá er það af því að ég verð dáin úr harðsperrum...

4.4.03

Vá hvað það sökkar þegar maður á fyrrverandi kærasta sem kann rosa vel fagið sem maður er lélegur í og er að fara í próf í alveg bráðum og stressar sig fullt... og ákveður að láta að því verða eftir langa og mikla umhugsun að biðja hann um hjálp.. en svo má hann ekki hjálpa því að hann fær ekki leyfi hjá tjæróinu..
Alltaf að koma fyrir mig.. HAHAH.. oh wait.. no :o)
jæææja.. ekki búið að koma múvíkvót í marga mánuði. Kominn tími á eitt slíkt. Eins og venjulega þá eru verðlaun og það er alveg bannað að svara í kommentakerfið!
Kvót: Like a midget at a urinal, I was going to have to stay on my toes
Hint: Ekkert spes mynd... en svona "time passer"
Veistu svarið?

3.4.03

Rökhugsunin hjá mér á það til að vera eitthvað mis. Ég er að fara í próf á morgun kl. 9. Í dag gekk mér ekkert að byrja að læra. Gat enganvegin einbeytt mér og var hálf ónýt eitthvað. Þá ákvað ég að rökréttasti hluturinn væri að leggja mig bara til kl. 18 og læra svo í alla nótt. Ég nefnilega einbeyti mér alltaf betur þá, út af þessari marg umtöluðu vanstilltu bio-klukku minni. So far gengur miklu betur en í dag, en það á hinsvegar eftir að koma í ljós hvernig ég á eftir að meika nóttina og prófið eftir ekkert lúll (líklega bara svona létta dagsförðun. HAHAHAHAH)
Ef ég ætti appelsínu myndi ég gefa hana til styrktar fólki sem á engar appelsínur. Svo myndi ég fá appelsínuna aftur úr sjóðnum, því að þá ætti ég ekki lengur neina appelsínu. Svo myndi ég gefa hana aftur.

2.4.03

.....af hverju ætli það sé gott þegar eitthvað eða einhver "segir sex"...
Ef maður vill vera kúl... á maður þá bara að tala fullt um "sex"?? Hey....
SEX!!!

Ósk er stelpa sem segir sex.....
Ákvað að panta mér Trogdor the Burninator bol.. þrátt fyrir að sendingakostnaðurinn sé $12.95... :oP.. Bolurinn er frekar ódýr sjálfur :o).. bara $17, þannig þetta jafnast út. Dollarinn er líka svo mikil ponsa núna... svo langar Óskin voðalega í þennan bol. Á hann alveg skilið sko ;o)...
Kveikt á sjónvarpinu og ég heyrði fólk með Sirrí pjásuna segja: Þegar ég var úti í búð að velja þetta sagði herra við mig: Mmmm ætlar þú að nota þetta snarl í fólki í kvöld?? Þú velur alltaf það besta þar.
Eins og einhver karlmaður myndi horfa á fólk..... OG viðurkenna það..
Hahah.. það er einhver gaur í heimsmetabók guinnes sem er hættur í skóla, hættur að vinna, hættur að deita... og gerir ekkert annað núna en að búa til stórar sápukúlur. Gott mál... goooott mál.. :oP..
Byrjaði víst þegar hann var að leika sér við frændur sína með því að blása sápukúlur. Kom köllunin... *hóst*...
Merkilegt hvernig mega-gíga beibs eru með svona kannski 7 í meðaleinkunn á píku síðunni hans Grettis. Held mig langi ekkert sérstaklega að vita hvernig mynd af mér í "mæ börþdej súts" væri reituð. *hendir kentuckyinu frá sér, tekur upp salatblað og labbar í gymið*
h1h1h1h... G00g13 1 l337
V3157u 3|<|<1 hv3r|\|1g 4 4ð 74la 1337??
Besta spamm ever!!
The Health Discovery that Actually Reverses Aging while Burning Fat, without Dieting or Exercise!

This Proven Discovery has even been reported on by the New England Journal of Medicine.
Forget Aging and Dieting Forever! And it's Guaranteed!

*BURNINATE*
Liður í devious plotti mínu í að fara snemma að sofa svo ég geti vaknað alveg eldsnemma og farið að læra :
Skilja Emmu laptop eftir inni í læriherberginu minu...

1.4.03

...getur einhver sagt mér af hverju það koma 2 teiknaðar myndir af sama lundanum þegar maður leitar að "Ósk Ólafsdóttir" í myndaleitinni á google..??
Aloner hló að mér í gær. Mikið... Svo fór ég líka að hlægja að mér af því að hann hló svo mikið. Ég held það hafi sjaldan verið hlegið eins mikið að mér á eins stuttum tíma...
Ég sýndi honum nefnilega pönnuna sem ég er með falda inni í skápnum í máliherberginu mínu. Hún er undir stórri spýtu þannig hún sést eiginlega ekkert og enginn nema ég (tja.. og nú Aloner og þið) veit hvar hún er.
Ég var nefnilega að elda einhvern tímann fyrir jól og fór svo að sækja Hákon (bestasti vinur hennar Óskar), af því að honum var boðið í matinn sem ég var að elda. Mér tókst einhvern vegin að gleyma pönnunni á hellu sem var á fullu blasti, og það með plast spaða ofan á sér. Þegar ég kom til baka var pannan ekki í góðu skapi. Ég gerði örvæntingafullar tilraunir til þess að laga hana, en svo sá ég að það virkaði ekkert svo ég faldi hana inni í skáp... Voru bara svona ósjálfráð viðbrögð. Ég sagði auðvitað ma og pa frá þessu... En pannan er samt ennþá inni í skápnum mínum að fela sig :oP...
Hvar er fólk sem getur sagt manni hvernig á að varpa 1:1 venslum í töflur þegar maður þarf á því að halda..???
Ég held að fólkið sem prentar lítil verk og stór séu glæpónar, því að sönn íslensk sakamál gaurinn talar inn á auglýsinguna þeirra....
Pæling: Af hverju ætli Sigurður sé strákanafn, en Urður stelpunafn..
Æji dognabbit.. ég setti inn eina skorumynd due to a popular request. Ég meina... hvað gerir maður ekki fyrir lesendurna..??
Ég er svo freyttur. Langar mest aftur að fara að sofa, en það er víst bannað. Próf númer 2 á morgun og það er í hinu stór sniðuga fagi gagnasafnsfræði....