31.12.02

Jæja.. þá er ég búin að vera að borða rosa góða kalkúnabringu og sprengja upp stöff með litlu frændum mínum. Þeir eru einstaklega hugrakkir með þetta allt saman þrátt fyrir ungan aldur. Sá eldri hélt meira að segja á stjörnuljósi, en sá yngri er ekki komin með aldur til :o).. Núna er það frétta-annállinn og svoll-heiðis..
*vakn* Ég lúllaði í 2 tíma. Það var ágætt :o).. Vonandi endist ég þá lengur í kvöld!
Komin úr ríkinu. 12 ára stelpan sem var að afgreiða mig bað um að sjá skiríki fyrir þessum þrem bjórum sem ég var að kaupa (á nefnilega fleiri hjemme). Ég sýndi henni þau með bros á vör, en engu að síður var ég alveg komin í stellingar til þess að neita ef hún myndi biðja mig um að kaupa sígarettur fyrir sig. Maður verður stundum að setja fótinn niður. Börnin eru framtíðin og ekki vill maður að þau séu reykjandi frá sér allt vit og heilsu....
Æðislegt.. Svo er Blogger líka hálfviti með hor og vill ekki pöbblissja það sem ég var að skrifa. Er þetta eitthvað þema í dag??
En og aftur vakna ég þegar ég vildi frekar vera sofandi. Búin að hringja út um allar tussur (heh.. hljómar betur en trissur) að tékka hvort að einhver sé að selja miða á nasa í kvöld en enginn vill kannast við þetta. Mér sýnist á öllu að Mogginn sé bara að ljúga, og þar með fellur hið gamla "saying" að moggin ljúgi aldrei! Eina fólkið sem vildi segist hafa verið að selja téða miða, átti heima í Máli og menningu á Laugaveginum í gær, og það sagði okkur að allt væri uppselt hjá þeim. Allt stefnir í að kaupa þetta við innganginn í nótt og vona að allt sé barasta ekki uppselt þar líka.
Núna næst á dagskrá er að fara í heimsókn til vinkonu minnar, vínbúðarinnar Heiðrúnar og fá hana til að selja mér eins og nokkra millera í gleri. Svo sýnist mér að allt stefni í annan blund, þar sem að meintar forsölubúðir eru bara hálfvitar með hor og enga miða á nasa!!

P.s. Þið megið vorkenna mér í kommenta kerfinu ;o)

30.12.02

JEIIJ
Weak mind...
Tilraun mín til að verða ofur-über-mega-gellu-beib á áramótunum dó. Ég var orðin alveg 2 kg. mjórri en fyrir viku síðan. Búin að drekka alveg 2 og hálfan lítra af vatni á dag og ekkert borða óhollt. Núna var ég eitthvað svöng og rölti niður í eldhús.
Þetta byrjaði með samloku með túnfisksalati... svo annari... svo allt í einu var ég komin með súper-dós í aðra hendina (Maddlú að "kenna".. hann gaf mér kyppu af súperdósum sem svona auka jólagjöf" og risa tópas í hina!
Fleh..
Eddu prófið segir líka að ég sé líklega gaur :oÞ..
Ég fékk 110 stig. Úrdráttur: (haha.. dráttur)
Flestir karlar ná stigafjölda á bilinu 0 til 180 og flestar konur 150 til 300. Heilar sem eru karlmiðaðir eru yfirleitt undir 150 stigum. Þeim mun nær núlli sem þeir eru, þeim mun afdráttarlausari karlheilar eru þar á ferðinni og testósterónmagnið að líkindum í meira lagi. Þessir einstaklingar búa yfir góðri rökvísi og skilgreiningarhæfni, eiga auðvelt með að tjá sig með orðum, eru agaðir í betra lagi og vel skipulagðir.
Þeim mun lægri sem stigafjöldinn er hjá konu, þeim mun meiri líkur eru á að hún hafi lesbískar tilhneigingar. (nújæja... ) Heilar sem eru kvenmiðaðir fá yfirleitt meira en 180 stig.

En allavegana.. eftir að hafa lesið þetta allt út í gegn hef ég ákveðið að taka ekki mark á þessu prófi, því að eins og allir vita er ég með afbrigðum listhneigð og það var talað um að fólk sem er yfir 180 sé svoleiðis. Greinilega bara krapp! (Hey.. það eru til sængurföt í rúmfatalagernum sem heita krepp.. hversu fyndið er það?? Ég keypti næstum því þannig til að gefa einhverjum... bara til að geta sagt: I bought you some krepp.. hehehe)
Í gegnum tíðina hefur alltaf einn hlutur farið mjög í taugarnar á mér. Sá hlutur er klósettpappírsrúlla sem snýr vitlaust! Hvað er eiginlega málið með það?? Ekki eins og það sé eitthvað erfitt að snúa henni rétt þegar hún er sett inn. Eins og ég segi - There should be a law!! Sérstaklega þó á almenningssalernum, en einning ætti að vera til staðar einhver refsing ef rúllunni er snúið vitlaust í heimahúsum. Finnst líka að það ættu að vera lög gegn nr.2 á almenningssalernum. Hvaða fólk fer í kringluna til að gera þannig?? Phewy...

29.12.02

Ég skemmdist í sundi. *Skemm*
Æji.. það er svo súrt að eiga að hringja í einhvern og vekja, þegar púkinn sem maður á að vekja vaknar ekki :oP :o).. Ekki alvöru púki samt... bara... tek svona til orða!

28.12.02

Pæling: af hverju er notað orðtakið "pöddufullur"? Ég hef ekki enn hitt fulla pöddu!
dónó með músinni þinni
Ég, ofur-Ósk og side-kickið mitt ofur-pulsa höfum ákveðið að láta til okkar taka í málefni sem hefur verið látið kjurrt liggja of lengi. Það mun vera gróf poppvæðing fatabúða og hárgreiðslustofa. Þetta er náttúrulega eitthvað sem er rangt og vont og kallar á harkaleg viðbrögð af hálfu allra sem eru góðir og sómakærir í þessum heimi!!
Síðasta hálmstráið var þegar ofur-pulsa fór í strípur í gær og þurfti að sitja undir dúndrandi popptónlist Christina Agulera (veit að margir hefðu svo sem ekkert á móti því að sitja undir Christina Agulera.. en þetta var bara í útvarpinu.. og ekkert myndband heldur í gangi sko.. ). Léleg popptónlist virkar á ofur-pulsu eins og kriptonæt virkar á súperman.. og hún limpaðist niður og bað um vægð en allt kom fyrir ekki! Á meðan ofur-pulsa var í klippingu og strípum var hún kvalin og pínd. Hún rétt náði að skríða út og fljúga aftur heim.
Þegar hún hafði jafnað sig náði hún að segja mér frá hrakningum sínum og ég sór þess eyð að hjálpa henni (eða kannski hún mætti hjálpa mér frekar.. hún er einu sinni side-kickið) að vinna á þessum fjanda!!!
*Stendur upp með hendur á mjöðmum og vindurinn feykir skykkjunni tignarlega til og frá*
Eftir afar nákvæmar og vísindalegar rannsóknir, hef ég komist að því að ég talaði mest í júní...
Úff.. ég var búin að drekka svo mikið vatn í gær að ég vaknaði alltof snemma. Þurfti nefnilega að pissa þið skiljið. Ég þarf svoooo að fara að sofa út. Ósanngjarnt að vakna kl. tíu-eitthvað í útsofinu manns.
Í kvöld er planið ekki að fara að djamma. Ég á nefnilega ekki nógu marga peninga til þess að fara að skemmta mér bæði í dag og á áramótunum. Stundum sökkar að vera fátæk námspjása, but I'll survive (...as long as I got love to give, I know I'm still alive..) :o)... Ég var að spá í því að fara í sund á eftir með Geir, af því að hann er á Íslandinu í nokkra daga... og svo í kvöld kíki ég kannski á kaffihús eða eitthvað með Völu.. Er svo sem ekki búin að plana meira fyrir daginn í dag....

27.12.02

Þá er mín komin heim af Two Towers. Mér fannst hún alveg rosalega góð. Ég get eiginlega ekki beðið eftir síðasta hlutanum. En jæja.. ég gat beðið þetta lengi eftir öðrum.. ég ætti að höndla svo sem eitt ár í viðbót eftir þessum síðasta... *dæs*
Á eftir, kl. 20 förum við Palli á Two Towers. Við vorum nefnilega svo sniðug að ég gaf honum miða í jólagjöf og hann gaf mér miða. Pizza hut og LOTR... Get ekki hugsað mér betri cocktail svona nákvæmlega núna...... ;o)
Bíddubíddu...? Er ekki bara venjulegur föstudagur í dag?? Af hverju eru þá allar búðirnar nema svona 3 lokaðar í kringlunni?? Hmm... ha?? SVARIÐ MÉR!
Völva Vikunnar
Eftir því sem ég verð eldri, fara tilvitnanir í völvu Vikunnar sífellt meira í taugarnar á mér. Þetta er einhver tjéddlíng sem spáir fyrir í lok árs hvernig nýja árið sem er handan við hornið muni verða. Þetta hefur konan gert síðast liðin 30 ár. Þessi kona fer á allt annað level en Nostradamus, en hann notaði þá aðferð að ef maður talar bara nógu andskotið mikið um nógu andskoti breytt svið hlýtur eitthvað að því að reynast rétt og allir álíta mann mikin spámann. Völva Vikunnar hins vegar kemur með rosalega spádóma eins og: Togstreita á milli ólíkra stjórnmálaflokka mun aukast (í alvöru..? Það eru að koma kostningar.. *dah*).. eða fólk sem helgar sig mannrækt mun vera mikils metið (já.. vegna þess að fólk sem helgar sig mannrækt er venjulega dissað í klessu þá..??)
Sjálf sé ég mér hér sterkan leik á borði og sé jafnvel fram á að hassla mér völl á þessu sviði.

Kannski ég þreyti hér með frumraun mína:
- Á næsta ári mun vatnið vera blautt og póstkassarnir rauðir.
- Fólk utan að landi mun tuða yfir einhverju að eftirfarandi:
a) Ekki eru byggð handa þeim jarðgöng
b) Þeir fá ekki jafnmikla athygli og vonda fólkið á höfuðborgarsvæðinu
c) Both of the above...
- Fleiri munu fljúga til London og Kaupmannahafnar en síðustu ár
- Til Íslands mun koma frægur erlendur gestur sem er þekktur fyrir eitt af eftirfarandi:
a) Tónlist
b) Stjórnmál
c) Leiklist
- Einhver á eftir að tuða yfir því að laxveiði fari versnandi
- Minna framboð mun verða á rjúpum fyrir jól á næsta ári en síðast liðin jól
- Íslensk erfðargreining mun komast aftur í fréttirnar
- Fleiri börn munu fæðast á Íslandi á næsta ári, en fyrir 100 árum síðan.

..jæja.. ég læt þetta duga í byli!
Váá.. þvílík gargandiöskrandihoppandi snilld! Ég var í panikki öll jólin yfir jóla-aukakílóum og þorði ekkert að vikta mig. Þess í stað reyndi ég að borða ekkert of óholt á kvöldin og drakk svona 2 lítra af vatni þá líka. Þessi vörn hjá mér hefur haft þau áhrif að ég er núna heilu kg léttari heldur en á mánudaginn. Ég held að ég hafi aldrei áður lennt í þessu. Halelúja!
Lifi JólaÓsk!

26.12.02

Þið eruð ekkert að sigra heiminn í því að hjálpa mér við áramótin. Ég hef svo sem ekkert hroðalega merkilegt að segja þar sem að ég hef ekkert gert síðustu 2 daga annað en að liggja í leti. Í gær fékk ég reyndar mjög góða gjöf, sem var jafnframt önnur bókin sem ég fékk þessi jól. Sú fyrri var snilldarbókin The worst case scenario survival handbook - christmas (frá Hákoni bestasta). Þessi sem kom í gær var hvorki meira né minna en "The Ultimate Hitchhiker's Guide", sem inniheldur allar 5 sögurnar og eina auka sögu. Tóm gleði :o).. Það var hann Maddlú sem gaf mér þessa gæðabók.
Fanks Maggi :o)

25.12.02

hahahahaha
Jæja, þá er jólaboðsfólkið farið heim. Sá sögulegi hlutur gerðist að liðið mitt tapaði í trivial. Ég held að það hafi aldrei gerst áður. Brúni fleygurinn var ekki alveg að gera sig sko. Ég allavegana kippi mér ekkert of mikið upp við það... Must be a one time thing ;o)
Hvað er hægt að gera sniðugt á áramótunum...?? Langar að djamma eitthvað skemmtó eftir kl. 0:00

24.12.02

Jæja.. þá er ég búin að borða fullt,fullt af góðum mat og opna alla pakkana mína. Ég fékk sjö pakka. Á reyndar eftir að fá einn á morgun líka. Ég var bara rosa sátt. Fékk m.a. æðsilegan bílageislaspilara alveg eins og Ósk óskaði sér. Hann spilar mp3 og allan andskotan. Ekki það að ég vilji spila andskotann.JEIIJ. Ég hlakka svo til 27. Þá opnar aftur og fólkið sem seldi ma og pa geislaspilarann og sagði að innsetning væri innifalin og getur sett spilarann inn í Benna litla brummbrumm. *tilhlökkun*
Jólatréð og pakkarnir heima hjá Ósk :o)
Gleðileg jól!!!

23.12.02

Ég fór áðan í Smáralindina. Keypti mér lítið svona "tiara" og töfrasprota sem ég ætla að hafa á áramótunum. Mér hefur alltaf langað til að fara að djamma með töfrasprota. Býður upp á svo mikið!
JEIIJ! Núna er ég búin að gera allt fyrir jólin. Tóm gleði!
*vakn* *geisp*
Noh.. bara komin Þorláksmessa! Gleðilega slíka! Einhvern veginn átti ég moment of weakness í gær þar sem ég bauðst til þess að briiisuga allt húsið og vökva blómin. Þeir sem þekkja mig best vita að svona þrif er ekki eitthvað sem ég "do". Ég held að jóla-andinn hafi ráðist á mig og lamið mig í klessu, þangað til að ég varð að bjóðast til þess að gera þetta.
Anywho, þá voru ma og pa svo þakklát að þau gerðu handa mér óskalista. Þeirra gjöf er nefnilega sú eina sem ég á eftir að kaupa og ég veit ekkert hvað ég á að gefa þeim. Einhvern vegin efast ég um að ég kaupi eitthvað af listanum, þar sem að mér sýnist á öllu að þau séu að reyna að halda þessum lista eins low budget og þau geta svona til þess að ég eyði ekki miklum pening. Á honum eru glæsilegir hlutir eins og : Diskamottur og "Límmiðahit fyrir CD-diska". Við Hákon uppáhalds ætlum að kíkja í jóla-geðveikina á eftir og reyna að finna eitthvað handa þeim...
Mér sýnist annars skólanetið mitt vera niðri þannig að þið eigið ekki eftir að sjá þetta fyrr en seinna. Það er einmitt líka ástæðan fyrir því að snjókornin hans Bogga eru bara broken-image icons!

22.12.02

Hey.. kúl... ég er elskuð!!
Muniði þegar ég setti link á ratemykitten?? Núna getið þið gefið sílíkon túttum einkunn!! Veskú!
Áðan fór ég með ma og pa út í Garðheima til þess að kaupa fleiri jólaseríur. Maður getur víst aldrei átt of margar slíkar. Þar sá ég allavegana allskonar inni gosbrunna. Sumir gáfu frá sér reyk og höfðu diskóljós. Mér finnst svona diskóblikkandi reykgosbrunnar eitthvað mesta disaster síðan að María Karrí lék í Glitter.
Það er ekki endilega það að svona gosbrunnar séu actually framleiddir sem hræðir mig. Það er frekar það að fólk sé actually að kaupa þá!
(Svipað consept og Séð & Heyrt spilið... nógu scary að einhver hafi látið sér detta í hug að búa til Séð & Heyrt spil.... ENN meira scary að einhver láti sér detta í hug að kaupa það..)
Híhí.. mamma og pabbi voru að gefa mér gjöf. Hún er rosa smart. mmmgjöf!. Nú fáið þið líka að sjá mynd af mér þar sem ég er nývöknuð daginn eftir djamm...
Búnnadjamma :o)..
Núna er næsta mál að dagskrá ítarleg og góð tannburstun. Einhvern vegin tókst mér að brjóta ilmvatnsthingyið sem ég var með í töskunni minni í gær og skera mig c.a. 4x djúpt á líkinu. Það er nú ekki sniðugt eða fallegt. Ljótu sár *fnuss*

21.12.02

Jæja.. búin að fara í ljós, baða mig, raka un-wanted body hair, plokka augabrúnir, naglalakka mig, setja á mig andlitsmaska og búin að opna fyrsta bjórin. Hehe.. ég legg kannski svoldið mikið í að gera mig sæta núna, þar sem ég þarf að vera sæt fyrir allar hinar helgarnar sem ég komst ekkert út!!
Er að styttast í þetta allt saman..
Jæja fantarnir ykkar...
- 1
- 2
Af því að það eru bara 3 dagar í jól I bring you: Ólasveinn
Dagurinn eftir deginum sem ég dó úr túrverkjum..
Mmmm.. life really DOES taste good. Ég held ég hafi aldrei kunnað að meta svona ... the simple plesure of life svona vel. Í gær átti ég meira líf heldur en alla dagana síðustu þrjár vikur samtals. Ég fór á Nings með Palla, fór í ljós, fór í Kringluna og ríkið með Hákoni og keytpi mér heavy foxy gellubol og svo kom Valan mín í heimsókn og við horfðum á Charmed og fórum svo á kaffihús.
Ég veit ég er búin að segja þetta allt saman áður.. ég bara varð að segja þetta aftur.
Núna í dag svaf ég til 12 og er að horfa á Glæstar vonir og nördast í tölvunni.... í kvöld fer ég svo á djammið í fyrsta sinn í 4 vikur...
mmmmmmmlife....

20.12.02

Jóla-geðveiki
Íslendingar verða geðveikari í jólastressinu með hverju árinu. Kringlan er blind-haugafull af fólki sem leitar að hinni fullkomnu jólagjöf. Ég er viss um að það eykst að sama skapi fjöldi fólks sem kaupir dansandi jólasvein sem gengur fyrir 4 AA batteríum í einhverju panikk-kasti.
Í fyrra var ég í Hagkaupum í kringlunni þegar það var kallað upp í hátalarakerfinu: "500 ljósa seríur eru á 200 kr næsta korterið".... og ég fékk strauminn af brjáluðum húsmæðrum með innkaupakerrur á móti mér. Ég átti fótum mínum fjör að launa........ it's only getting worse with time you know ;o)
Jæja.. góð kringluferð maður. Keypti mér bjór og rosalega pæjulegan bol. Núna sýnist mér að ég fái mér ekkert nema kranavatn og gulrætur þangað til að ég er búin að djamma á morgun. Hann er nefnilega hálfgegnsær og dáldið skimpí. Er svartur með glansi og engum ermum eða hlýrum.
Ég keypti líka litla gjöf og setti hana undir tréð í kringlunni. Mér finnst að allir ættu að gera slíkt. Ég á sjálf ekkert mikin pening, en ég get þó séð af einhverjum 700 kalli í svona...
Vá hvað Séð og heyrt er orðið mikill skeinipappír. Ég þurfti að bíða í 20 mín. áður en ég komst að í ljósum áðan. Ég fletti í gegnum einhver 3 séð og heyrt blöð og komst m.a. að því að eitthvað fólk sem ég þekki ekkert og er líklega ekki frægt fyrir neitt nema að vera í jóga er að fara að eignast krakka... Ég komst líka að því að einhver feitur gaur ætlar að missa 60 kg.... og svo að eitthvað dreifara fólk hefði flutt á einhvern annan dreifarastað. Ég held að það viti heldur enginn hvaða fólk það er.
Gott blað maður!
Spurning dagsins:
Hvernig bragð er af grænum hlunk..??
(ég veit nefnilega svarið.. *smell í góm*
Whotsthemeil?? Gaur dagsins, gella dagsins og brjóst dagsins 3x á forsíðunni (eeeeitthvað hægt að uppfærast)... og gaur dagsins í dag... er berassaður í sokkum...
Note to guys. Það er ekki foxy að vera berassaðir í sokkum!
Í gær fékk ég að downloada öllum lögunum frá nightmare before christmas, korn disk og black album með metallica frá gaur. Ég er ekkert smá sátt við nýja stöffið mitt.
Gott stöff maður...
Á meðan ég svaf dreymdi mér tiltekt. Þegar ég vaknaði var ég með harðsperrur í aftanverðum lærunum. Merkilegt. Ég gerði ekkert í gær annað en að taka til. Ég hef líklega tekið svona rosalega til... Tekið til að meiri krafti en nokkur annar nokkurn tíman síðan að tímatal hófst!! That must be it!
Í dag er planið að reyna að dobbla Palla í mat, kíkja í kringluna með Hákoni og hitta Völu mína (sem er stalkuð af fríkum sem lesa síðuna mína... Hvað er með þetta magn af vírdó fríkí óbjóðum þarna úti?? Það er eitt ef fólk er eitthvað að böggast í mér þarna í alvöru heiminum.. en þegar fólk er farið að stalka vinkonu mína er það svoldið súrt.. Fífl: if you're readying this....: I hope you wont get horribly burned to death or anything..) í kvöld, sem ég hef ekki séð lengi.. Góður dagur maður!! Kannski næ ég líka að heimsækja ljósin. Ef ég næ því ekki fer ég bara á morgnu. Ég er nefnilega í jóóóólafríi sko ;o)

19.12.02

Ég fór á Stælinn fyrir famelíuna. Ég kom hlaupandi niður til þess að taka við peningum hjá mömmu svona svo ég gæti verslað góssið. Mamma hrópaði upp fyrir sig og sagðist varla hafa þekkt mig. Ég gapti og spurði hvernig stæði á því. Svarið kom um hæl: ÞÚ ERT Í BUXUM!! Og undrunin skein af andlitinu. Ég sannfærði hana um að þetta væri einungis tímabundið og ég myndi ekki láta mér dreyma um að fara að ganga í buxum eftir að stór-tiltektin (námugröfturinn) væri búinn.
Á leiðinni á Stælinn heyrði ég að ég held lélegasta jólalag í öllum heiminum. Til eru mörg slæm jólalög, en ég er nokkuð viss um að þetta sé það versta. Þetta var lag með Kristínu Agjúlera. Hún er heppin að vera með flott bod, þar sem að "vélin" er ekki til staðar og hún er algjörlega hæfileikalaus stelpu-pjásan.
Á stælnum pantaði ég 3 venjulega ostborgara, 2 tvöfalda og svo franskar. Þá fékk ég uppáhalds spurninguna mína: Taka með eða borða hér!? Hehe.. jáh.. borða hér takk. Ég er svoldið svöng þú skilur.. *zang*..
Anywho.. þetta var örugglega ein tilgangslausasta færsla sem ég hef skrifað. Húrra fyrir því!! :o)
...eins og í svo mörgu öðru rokka ég líka í dóna snake..
Jeiij.. Var að finna nýja svona "snípvörn" (svona drasl sem er ofan á músinni á laptoppum) handa Emmu. Setti hana beint á, af því að hin var orðin alveg gjersamlega eydd! Núna er músin alveg að rokka! *rokk*
Ég fann óopnaðan konfektkassa sem ég fékk gefins á agora tölvusýningunni. Var alvarglega farin að íhuga að senda fyrrverandi tengdó hann í jólagjöf, því að þau voru alltaf svo góð við mig, þegar ég sá að hann rann út 7. nóv. Held að það myndi gefa röng skilaboð að gefa útrunnið súkkulaði..........
Heh.. fyrsti fundurinn í námugreftrinum að þessu sinni er svona snepill sem ég og stelpan sem sat við hliðina á mér í 6. bekk í verzló skrifðum á:
Hún:
Hann Hr. [insert kennaranafn hérna] er frekar pirraður í dag. Þá getum við velt fyrir okkur hves vegna:
1) Kærastan hans dömpaði honum
2) Öfugu megin framúr í morgun
3) Þunnur
4) Annað
veldu nú -->

Ég
Ég verð að kjósa kost 4) - annað: Hann datt í bjórþamb & majones át um hlegina & heilsuátakið hans fór í klessu. Hann þyngdist um 2 kg & drekkti sorgum sínum í súkklaðiköku og rjóma eftir það. Hann vaknaði í morgun með súkkulaði út á kinnar og hann passaði ekki lengur í inniskóna..
JÆja.. þá er ég komin í jólafrí (kynningin gekk bara vel), klósettin komin aftur í gagnið og allt í tómri hamingju.
Dagurinn í dag fer í tiltekt sem mætti líklega frekar líkja við námugröft.. og kannski í að setja í einhverjar þvottavélar... Merkilegt hvernig mér finnst það ekkert of súrt að þurfa að taka til. Það er svona ponsulítið merki um að ég sé búin að öðlast mitt löngu týnda líf aftur...
Húrra fyrir Ósk! Hún lifir!!!!
Jæja.. þá er mín komin í svarta dragt og upp í skóla... tilbúin í kynninguna okkar... Wish me luck!

18.12.02

Þvílík geðveiki...
Það eru einhverjir "náttúrusteinar" á gólfunum á baðherbergjunum í húsinu heima. Mamma og pabbi fengu þá flugu í hausinn að setja eitthvað efni á þessa steina til að þeir verði fínni. Fyrst átti bara að setja á klósettið niðri... en svo var svo sterk lykt af efninu, að þau ákváðu að setja uppi líka til að klára þetta allt í einni umferð. Það má ekki labba á gólfinu í 12 tíma eftir að þetta hefur verið sett á. Ef ég þarf sem sagt á klósettið á næstunni, þá þarf ég að keyra til bróður míns og kærustunnar hans og fara að pissa... og keyra svo aftur til baka.
Gott plan það!
Hmm.. ég skrifaði huge langa færslu í gær um sund, en hún virðist ekki hafa komið inn. Ég verð þá að skrifa hana aftur, en hún verður örugglega ekki eins fín núna, fyrst þetta er taka 2 og ég nenni ekki að skrifa jafn ítarlega um þetta mál:
Í gær fór ég í sund. mmmmmsund. Ég þarf að sjálfsögðu ekki að taka fram að kostirnir við sund vega mun þyngra en gallarnir... en gallarnir eru þó engu að síður til staðar. Ég hafði hugsaði mér að segja ykkur frá nokkrum göllum við sund, eða svona.. frá einhverju sem pirrar mig oftast þegar ég fer í sund. Þið megið þó alls ekki misskylja og halda að ég sé alltaf í rosa fýlu þegar ég er ofan í lauginni. Þetta er meira svona tímabundið pirr. Here goes:
#1. Það er búið að hækka verðið úr 200 kr upp í 220. Ekkert smá óþægileg upphæð
#2. Þegar maður ætlar að fara að pissa áður en maður fer ofan í laugina, er næstum undantekningalaust einhver beygla búin að fara beint úr sturtunni eða lauginni og hlamma sér á setuna án þess að þurka sig áður eða setuna eftir, þannig að maður sest ofan á svona ógíbleytu ef maður fattar ekki að þurka setuna fyrst sem er líka ógí..
#3. Konur sem stara á skvísuna á manni í sturtunni
#4. Litlar stelpur í of stórastelpulegum bikiníum
#5. Þegar loftbólurnar í pubblupottunum eru með of köldu lofti þannig að manni verður ískalt þegar þær böbblast á mann.
#6. Þegar maður er að klæða sig í og einhver hefur hent blautum sundfötum á bekkinn sem maður sest stundum á, þannig að þegar maður sest þá lendir maður í polli og verður blautur á rassinum.
#7. Að fara í sokkabuxur strax eftir að maður kemur úr sturtu og er smá rakur enn á löppunum sínum... PEIJN :o)

En jæja... ég man ekki meira í byli... takkfyrir og góðar stundir..
mmmmpie! Ég var að vakna. Það er yndisleg tilfinning! Ég hefði reyndar alveg hæglega getað sofið lengur, en svona for now... þá er þetta puuuurrrrrrrrfect. Það eru alveg svona rúmar 3 vikur síðan ég svaf svona lengi.
Mín pæling er líka að fara að sinna ykkur betur. Starting from tomorrow. Þá er ég búin í skólanum og þarf að gera allskoknar dót heima. Auðvitað kem ég og segi ykkur eitthvað sniðugt öðru hvoru á meðan ég er að taka til í herbergjunum mínum og þvo þvott og gera allt sem mér finnst svo ÓSKöp (I know.. I know.. ósk-sköp.. - haha.. :oP..) skemmtó...
Hey.. komin með temp random scritpu fyrir reglurnar mínar hérna til vinstri. Held þetta virki ekki í öllum browserum enn sem komið er... Bannað að tuða yfir því. Ef einhver tuðar yfir því hendi ég kommentinu út.. MUAHAHAHHAW!! (dictator)..
Annars setti ég bara inn fyrstu 21 regluna núna.. Nennti ekki meira í bili.. :o) Hitt kemur kannski með tímanum og kalda vatninu!

17.12.02

Jæja.. held að það sé kominn tími til að plögga svarta dótið hérna á síðunni.. Spurning um að fara að leita að kóða, semja kóða eða fara að sofa. Erfið ákvörðun...
....3... 2....1... SKIIIIILL! Og verkefninu hefur verið skilað! Takktakk.. *hneygj*
.....annað sem er í anda jólanna
Gleðileg jól........ frá Ósk
Þetta stóðst.. mín svaf barasta ekki neitt. Það skemmtilega við allt þetta var að þegar =#)"$/=)(/ skýrslan var að klára að prentast var blekið akkúrat að klárast líka. Það þurfti því eiginlega að prenta allan skrambann aftur. Ég sendi þetta í Emil til pa í vinnuna og hann ætlar að sjá um að plögga þetta á hraðvirkari prentara gaur. Thank god... or.. pa..! En hey! Ágæt samt að nóttin mín hafi farið í allt annað og tilgangslausara en svefn *pirr*....
*piiiiiiiirrrr*
Ein ég sit og sauma......
Ég ligg hérna uppi í sófa, afskaplega syfjuð.. og er að bíða eftir því að prentunin endalausa muni klárast. Skýrslan sem við ætlum að skila á morgun er í prentaranum og það er alveg ótrúlegt hvað bastarðurinn getur verið lengi að prentast í highest quality. Ég er heldur ekki enn farin að lúlla mér og ég þarf að vakna eftir 2 tíma. Það stefnir bara allt í það að ég skrópi á lúllinu í nótt. Well.. that sucks..
Er líka margt og margir aðrir sem sökka.... en ég ætla ekki að útlista það hérna núna hvað eða hverjir það eru...

16.12.02

Hey! Á föstudagin.. þá.. ha.. þá ætla ég í ljós. Hákon sagði mér að krabbameinsfrumurnar mínar væru örugglega að drepast úr næringaskorti. Ég held líka að ég ætti að fara að drífa mig af því að ég er orðin eins og snæfinnur á litinn. Hey.. svo.. kannski fer ég með Palla í hádegismat á undan því.. og svo... þá fer ég í kringluna eftir ljósin.. It will be just like old times... og.. SVO! Djamm á laugardaginn.. Ómægot. .my life will be komplít!
Have I become everything I hate?
Þegar ég var smápíka í Vessló blótaði ég alltaf vondavonda fólkinu úr HR fyrir að leggja í stæðin okkar. Þá þurfti maður að leggja lengst úti í Kringlu og labba svo í skólann, kannski í vondu veðri og viðbjóði.
Í dag þegar ég ætlaði að leggja ljóninu mínu var bara ekkert stæði að sjá fyrir utan skólann minn. Ég greip því á það ráð að fara með ljónið á aðrar veiðilendur - namely Verzlunarskólastæðin.....
Ég er vondvond beygla...

15.12.02

Vélrita hraðar en vindurinn :o)... Fékk rúmar 2.870.000 í vélritunar-köfunar leiknum og flokkaðist sem Neptune, Sea God... Pfff... Natti-smatti.. Getur ekkert í þessu ;o)
Hey.. verkefnaskil á þriðjudaginn kl. 13! Það er bara ekkert of langt í jólafríið mitt! Reyndar er munnlegt próf á 19. kl. 9.. en eftir 10 er jólafrí! JEIIIJ!! LÍF!! JEIIJ!
Jæja.. sunnudagur!! Gleðilegan slíkan!

14.12.02

Jeiiij! Ég og ma og pa erum að fara að baka jólasmákökur! *hopphopp*.. Ég hef ekki bakað þannig í örugglega 2-3 ár! Þetta verður æði! Ég náði að kýla í gegn að við gerðum uppáhalds kökurnar mínar.. :o)... JEIIJ
Jólakorta hugmyndin mín:

Gleðilega jolapakka og farsælar komandi rakettur.....
...sé þig á nýju ári spikfeitan eftir allan jólamatinn.. og hrindi þér niður brekku og horfi á þig rúlla...
*flahflamm...flahflamm..*

JólaÓsk...

P.S.. ef þú gefur mér ekki pakka brýt ég á þér hnéskeljarnar með jólatré!
Ég gerði snjókall úr mandarínunum mínum. Ég raðaði þeim öllum ofan á hvora aðra og teiknaði andlit á efstu og tölur á þessa í miðjunni. Snjókallinn stendur núna við hliðina á tölvunni sem ég er að vinna á og brosir til mín. Af hverju myndi ég gera slíkan hlut spyrjið þig ykkur líklega! Ástæðan er sú, að við fórum út í Kringlu áðan og heimsóttum Nammiland. Hver vill borða mandarínur þegar maður á haribo??
Ég var að hugsa.... sumir ávextir eru BRILLIANT í PR starfsemi. Svona sé ég þetta fyrir mér:

Einhverntímann fyrir mörgum árum hefur grænmetið verið vinsælla. Á árlega ávaxtaþinginu var þessu vandamáli varpað fram og rætt frá öllum mögulegum hliðum. Hungangsmelónan, sem var í góðu sambandi við "undirheimana", hafði komið fram með þá hugmynd að grafa undan grænmetinu með vafasömum myndum af gulrótum í slagtogi við nýrnabaunir.
Það var þá sem bananinn stóð upp og kom með tillöguna "food in its own wrapping"!
Í eitt augnablik mátti heyra saumnál detta í salnum. Þar á eftir ómaði allt af skvaldri og andköfum. Appelsínan, sem var fundarstjóri, lamdi í borðið og krafðist þess að fá hljóð í salinn, ellegar yrði að gera hlé á þinginu uns allir hefðu róað sig niður. Eftir að regla hafði aftur komist á þingið kváðu sér margir hljóðs og létu í ljós sterkar skoðanir á þessu máli. Eftir langar umræður var gengið til atkvæða þar sem að "food in its own rapping" tillagan (gælunafn "operation lando") var samþykkt. Uppi var mikið fjaðrafok, þar sem að eplið og peran, auk nokkura annara minna þekkra ávaxta hreinlega neituðu að gangast við þessu. Þingið klofnaði og er enn í dag tvískippt....
Food in its own wrapping varð gríðarlegt succsess og það er einmitt þessari samþykkt að þakka að ég get geymt mandarínur í töskunni minni í dag, án þess að setja þær í poka!!!

13.12.02

Hringadrottinssögu spilið er næsta fjölskylduspilið.... og þú fær'ða í næstu BT verslun...
HAHAHAHAHHAHAHAHAHAHAHAHHAHAHAHA
Í dag fékk ég mögulega versta spam-sms since begining of time. Það var um próflokadjamm fyrir framhaldsskólana (eh.. af hverju fæ ÉG þannig... gloootað!!) Ég veit ekki hvort það sé vegna þess að ég svaf bara í 3 tíma í nótt og rökhugsunin þessvegna í ólagi, eða hvort það sé eitthvað að marka þetta.... en það tók mig langan tíma að hugsa upp verri cocktail en Írafár, DJ.Rampage og Rottweiler.
Hentu Jónsa úr svörtum fötum, kakói og nýrnabaunum með í blandarann og þá er ég ekki frá því að þar sé komin skotheld uppskrift að helvíti....
Það sem ég er þakklát fyrir í dag:
Ég er hætt að fá þessa ljóóóótu good-luck spam bangsa á msninu mínu frá fólki á contactlistanum!
Heeeey.. ég held með prófsýningum. Ég er ekki frá því að ég hafi hækkað upp í 8 úr 7,5 í einu prófinu mínu. 8 er betra en 7,5 sko ef þið vissuð það ekki!!!
Hey! Það var óskadagur í gær og ég bara gleymdi algjörlega að kommenta á það! Am I slipping in my old age..?? Ég er ekki frá því að það sé málið. Allavegana þá kom heldur enginn jólasveinn til mín í nótt. Kannski var það vegna þess að ég var ekki nógu styllt að fara snemma að sofa. Það gæti verið málið. Annað hvort það... EÐA jólasveinunum sé enn haldið föngnum gegn vilja sínum af óvini þeirra, jólasveinaóvinum... Heh.. eða Jóasveininum... HAHAHAHAHA... (ætli húmorinn manns fari í hakk ef maður sefur of lítið...?? Get back to me on that one! )
Váf.. ég er ekki frá því að tuttugasti klukkutíminn í þessum rikk uppi í skóla sé að fara að byrja... Vinnualkar framtíðarinnar.....?
Hey.. ég fékk 842.293 stig í þessum leik og var í leveli 21 þegar ég dó. Ég veit ekki hvort ég eigi að hlægja eða gráta!!

12.12.02

Ótrúlegt hvað klukkutima pása og kentucky getur gert fyrir mann! Ég er alveg hreint endurnærð hérna!
Er meira að segja með kók að súpa núna. Ákvað að ég væri búin að drekka það mikið að vatni að þetta væri nú allt í lagi.... :oþ....... :o) En anywho...
5 dagar í skil....
Próf sem ég var að finna í póstinum mínum. Ákvað að svara því af því að öllum gekk svo sökkí í persónuleika prófinu mínu:
* Ever been so drunk you blacked out:
Jámm.. bara einu sinni sko... Þá var ééég... 17 ára! Ef maður kann að drekka gerir maður ekki svoleiðis oftar! Tja.. nema maður sé einhver ömurlegur blakkátari...

* Put a body part on fire for amusement
Nei... ertu freak? Ég kveikti einu sinni í hendinni á mér.. en mér fannst það ekkert gaman!

* Been in a car accident:
Jáh.. bara svona árekstrum... en aldrei í órétti og aldrei slasað Óskin!

* Been hurt emotionally:
Böttofkors!

* Kept a secret from everyone:
Ég á mikið af leyndarmálum.

* Had an imaginary friend:
Hmm... nei!! Ég og Lalli leynivinur hlægjum alltaf að þannig fólki!

* Wanted to hook up with a friend:
Hmm.. já.. einu sinni

Cried during a Movie:
Hahaha.. nei.. held ekki sko!

* Had a crush on a teacher:
EUW! nei! Eða.. allavegana ekki kennara sem var að kenna mér.. *blikkblikk*

* Ever thought an animated character was hot:
Jessica Rabbit er beib

* Had a New Kids on the Block tape:
Eeeeuwww.. nei! Hvaða vírdó er að sema þetta próf???

* Cut your hair*:
Hehehe. já..1x þegar ég var ponsa. Það endaði með ósköpum... ÓSKöpum even

-------FAVOURITES-------------

* Shampoo:
Dove sjampó

* Colour:
kóngablár

* Day/Night:
Nóttin. Bio-klukkan (klikkan?) mín virkar þannig

* Summer/Winter:
Sumarið auðvitað.. :oP.. Eins og að segja Líf eða dauði.. What are you.. freaks?

* Lace or satin:
Mmmmm satin ef maður er að klappa en lace er oft flottara í útliti

* Cartoon Characters:
Jack the Pumpkin king, Homer Simpson, Jhonny Bravo og Bubbles!

* Food:
Spaghetti ofcource!

* Fave Advert:
Hahah.. þessi með fólkinu sem þrýfur húsið sitt.. svo koma krakkarnir inn og fólkið gerir svona *fussumsvei* hreifingu með puttanum og krakkarnir fara úr skónum og svo dansa þau öll.. HAHAH.. hún er svoooo hallærisleg! Gömul by the way..

* Fave Film:
The Nightmare Before Christmas

-----------------RIGHT NOW-----------

* Wearing:
Rauðum hnjá-síðum kjól, svörtum bol, ljósum sokkabuxum og svörtum stígvélum.. en ekki polla sko!

* Drinking:
Vatn úr flösku

*Thinking about:
Þetta próf auðvitað. Hvað er ég.. multitasking bitch??

* Listening to:
Fólk í tölvustofunni minni að tala saman

---------IN THE LAST 24 HRS--------

* Cried:
Hahaha.. nei..

* Worn a skirt:
Já.. ég var í gallapilsi í gær

* Cleaned your room:
Nei vá...

* Done laundry:
Nopenopenope

* Drove a car:
Já.. ég og Benni litli brummbrumm keyrðum í skólann og úr honum í gær!

-----------DO YOU BELIEVE IN-------

* Yourself:
Játs...

* Friends:
Again.. Játs!!!

* Santa Claus:
Gerði það þangað til að ég fékk ekkert í skóinn í dag :o(

* Tooth Fairy:
Veit ekki.. ég hef ekki misst tennur í mörg ár...

* Destiny/Fate:
Nei.. ég held ekki

* Angels:
Only human once.. haha.. conry Ósk

* Ghosts:
Já.. ég hef séð drauga.. I see dead people.. HAHAHA

---------FRIENDS AND LIFE--------

* Who's the loudest out of your friends:
Hmm.. ég á enga háværa vini held ég. Kannski Vala bara

* Who's the weirdest out of your friends:
Ég held að ég sé alltaf skrítni vinurinn... :oÞ..

* Who will respond to this e-mail fastest:
Myndi aldrei senda þennan Emil til nokkurs manns.. I have a heart you know!

* Who will you send this to who won't respond....
Ósk... =) <-- Þetta skrifaði sá sem sendi mér þetta.. þannig að ég er bara að svara núna.. MUAHAHAHHAW!

* Do you want all your friends to do this and send it back to you:
Nei takk... ómögulega
Man einhver eftir snorkunum, snorka-ætunum og snorkaætuætunni??
Albert hefur ekki látið á sér kræla í dag. Ég er nokkuð þakklát fyrir það. Ég reyndar hef ekki enn yfirgefið tölvustofuna "mína" þannig að hann kannski hefur lagt margar gildrur fyrir utan hana. Ég hafði heldur ekki í huga að nálgast nammisjálfsalann í dag, þar sem að ég veit nú að hann er á bandi Alberts. Það er bara spurning hverjum hann hefur snúið.
Móttó dagsins: Trust no one!
Í dag er ég þakklát fyrir:
fyrverandi kærasta sem eru kerfisfræðingar!
Ef ég fékk ekkert frá jólasveininum i morgun... þýðir það að ég hafi verið óþekk.. eða þýðir það að ég sé of gömul..??

11.12.02

Ég var svona að gera mér grein fyrir því að frípunktar renna út eftir áramót. Ég ákvað að skella mér á fríkaup.is og tékka á því hvað ég gæti keypt mér fyrir mína frípunkta sem eru víst líka í útrýmingarhættu. Ég komst að því að það eina sem kemur til greina er á þessari síðu! Húrra fyrir því! Líf mitt telst loksins fullkomið...

Annars er þetta á batman! Merkilegt að ef myndir af mér eru þarna koma þær alltaf í "haha" flokkunum..... Ætti ég að verða sár??
Mér finnst mandarínur góðar. Ég var einmitt að fá mér fyrstu mandarínurnar fyrir jólin. Hér á eftir fylgir uppskrift mín á mandarínum:
1. Fjarlægið allan börkinn af mandarínunni
2. Skiptið mandarínunni í tvennt og takið hvíta draslið sem er á milli í burtu
3. Takið einn bát og bítið efst af honum hýðið. Tosið svo hýðið af sitt hvoru megin og borðið innan í - ið og skiljið svo hýðið eftir :o)

Ef einhver skildi þetta... þá er þessi einhver gæða manneskja!! Held með því!
hey!! Skál.. Og kva.. bara einhver búinn að setja epli í hana! Hmm.. best að taka eplin úr skálinni og telja þau... Ef þau eru færri en 7.. þá segi ég manninum að hann sé kjánaprik.. Annars segi ég ekki neitt..
...Hljómar ekki flókið.. er það??
Hey.. ég gleymdi að segja eitt áðan:
*HOPPHOPPHOPPHOPP*
Heeeey... síðasta einkunnin mín komin inn og nú er ljóst að ég get gert hvað sem er annað í jólafríinu en að læra. Ég ætla að nota tækifærið og hoppa af gleði að því tilefni..

*HOPPHOPPHOPPHOPPHOPPHOPPHOPPHOPP
HOPPHOPPHOPPHOPPHOPPHOPPHOPPHOPP
HOPPHOPPHOPPHOPPHOPPHOPPHOPPHOPP
HOPPHOPPHOPPHOPPHOPPHOPPHOPPHOPP
HOPPHOPPHOPPHOPPHOPPHOPPHOPPHOPP
HOPPHOPPHOPPHOPPHOPPHOPPHOPPHOPP
HOPPHOPPHOPPHOPPHOPPHOPPHOPPHOPP
HOPPHOPPHOPPHOPPHOPPHOPPHOPPHOPP
HOPPHOPPHOPPHOPPHOPPHOPPHOPPHOPP
HOPPHOPPHOPPHOPPHOPPHOPPHOPPHOPP
HOPPHOPPHOPPHOPPHOPPHOPPHOPPHOPP
HOPPHOPPHOPPHOPPHOPPHOPPHOPPHOPP
HOPPHOPPHOPPHOPPHOPPHOPPHOPPHOPP
HOPPHOPPHOPPHOPPHOPPHOPPHOPPHOPP
HOPPHOPPHOPPHOPPHOPPHOPPHOPPHOPP*
Ég var ekki fyrr búin að smella á publish niðri í matsal, en að hann Albert lét til skara skríða. Ég hafði ákveðið að fá mér maltesers í nammisjálfsalanum hérna niðri, en hann batt svo um hnútana að nammisjálfsalinn tók 100 kallinn minn en lét mig ekki fá nammið. Ég hló upphátt og stórkallalega.. til þess að láta hann Albert vita að hann hefði ekkert haft nein áhrif á mig. Þar sem ég átti bara 80 kall eftir í klinkinu mínu fékk ég mér twix í staðinn. Tölvustofan sem ég held mig til er uppi á fjórðu hæð og ég labba nú yfirleitt upp stigana. Í þetta sinnið ákvað ég þó að taka lyftuna þar sem að hún var á 1. hæð og smellti á opnitakkann. Lyftan opnaðist ekki en fór þess í stað upp á 2. hæð. Ég blótaði Albert í hljóði og rölti upp stigann með twixið mitt í hendinni.....
DAMN YOU ALBERT!! DAMN YOU TO HELL!
Eins og svo oft áður hef ég verið að velta fyrir mér tilvist nýrnabauna í þessum heimi. Ekki það að ég hafi nýlega átt fund með slíkum baunum. Kannski frekar það að sem persóna verð ég að leitast við að skilja svona hreina illsku og skoða heimsmynd mína og sjálfsmynd út frá því. Eftir langar og þungar pælingar hef ég komist að því að þetta sé ekki eitthvað sem hafi sloppið út þegar askjan hennar Pandoru var opnuð. Ég held að kóalabjörninn Albert, sem er guð, hafi búið til nýrnabaunir til þess að refsa mannfólkinu fyrir að trúa ekki á hann. Þar sem að Albert á svo slæmt PR fólk, þá fór það einhvern vegin framhjá öllum að hann bæri ábyrgð á þessu og fylgjendum hans hefur því alls ekkert fjölgað. Nú situr Albert eftir með sárt ennið og plottar frekari ódæði.
Just you watch it Albert! I'm on to you. I'm SO!! on to you!!
Jæja styttist alltaf í jólin og núna kemur hann Stekkjastaur í nótt. Ég hlakka rosalega til að sjá hvort hann komi með eitthvað handa mér. Hann og bræður hans hafa verið duglegir við það síðustu ár.. en eins og ég segi.. þá er ég ekki aaaalveg sjúr með þetta árið. Krossa putta.. (og lappir).

10.12.02

Jæja.. ég gafst upp á helvítis emotion indicator draslinu. Tók það bara niður af því að ég var alveg hætt að nenna að skipta skapi á netinu. Spurning um hvað verður næsta skrefið. Kannski ég tussist til að gera svona "poll" (þá meina ég svona skoðunarkönnun þar sem ég spyr ykkur að einhverju sem mig langar að vita... ekki poll eins og í svona sem maður hoppar ofan í þegar maður er í stígvélum sem eru busslu.. ekki pæju) þarna eða eitthvað.. Eruð þið með einhverjar hugmyndir?? Linkur á mynd vikunnar kannski.. Ú!! Eða síðu vikunnar og af hverju mér finnst hún sæt og skemmtileg? Eða kannski bara hlut vikunnar. Ég gæti líka haft svona top 5 lista fyrir hverja viku. Top 5 hlaupin.. eða top 5 eitthvað sniðugt stöff....
Kannski get ég bara haft svart þarna? Hvernig væri það?? Hugmyndir fólk.. hugmyndir!!
Ef maður segir að einhver sé fjallmyndarlegur.. þá er maður að segja að hann sé eins myndarlegur og fjall. En hvaða fjall er samt verið að miða við? Getur maður sagt að einhver sé fjallmyndarlegur.. en meint eitthvað ljótt fjall.. þannig að gaurinn sé í rauninni ófríður? Hmm... áhugavert..
Eins og allt var ómögulegt áðan.. er allt yndislegt núna. Ég er með prince polo og ískalt kók í hönd og er að horfa á Lord of the rings á DVD. Eins og það væri ekki nóg.. þá er ég með fullt af myndarlegum karlmönnum í fjarlægum löndum (Danmörku þá helst..) að spjalla við mig á msn-inu..
mmmmmmmmmmmm....
Ég er svo voðalega svöng. Ég held.. að ef maður myndi skoða hvenær fólk hefði verið svangt... þá væri ég í top 97% yfir allt svangt fólk!! (Ég veit nefnilega að það er mikið fólk sem á ekki peninga og fær ekkert að borða á hverjum degi eins og við.. Þessvegna ákvað ég að reyna að hafa þessa prósentu tölu raunsægja. Ég er samt alveg rosalega svöng... ÓÐK ER ÐVÖNG!!)..
Kannski eg ætti að fara heim bráðum og fá mér að borða...
Ég hef komist að því, að ef ég dæli á ykkur of mörgum færslum í einu þá fæ ég engin komment. Pff.. hvaða bögg er það!? Eruð þið að kvetja mig til þess að vera löt!!? Ég er ekki alveg sátt við þetta..
Annars er þriðjudagur í dag, sem er dagurinn á eftir mánudögum, svona in case you didn't know. Þriðjudagar eiga það einnig sameignilegt að koma allir á undan miðvikudögum. Ef að þið eruð í vafa hvaða dagur er... en vitið að það sé miðvikudagur á morgun... þá er þumalfingursreglan sú, að það sé þriðjudagur!! Þetta er einstaklega auðvelt og þægilegt system sem er gert okkur til hægðarauka (pæling samt með þetta orð.. "hægðarauka".. er það ekki eins og laxerandi..??)
You don't know me.. you don't know me.. you don't know me........ well!!
Þið eruð ekkert að sigra heiminn í þessu prófi.. Er það kannski of erfitt fyrir ykkur..Hmmha?? Kannski að þið séuð bara ömurlegir lélegir-próftakarar.. Gæti það kannski verið málið?? HA!?? EÐA! er ég svona.. mistress of the night... Mysterious Óskí... Everybody wants to know her.. but nobody truly does..?? Er það kannski málið? ;o).. hehehe..

9.12.02

Fannst vera kominn tími til... Einu sinni flæddi allt yfir í svona... en ég geymdi að gera mitt þangað til að allir voru hættir að vera með viðbjóð á þessu :o)
Enjoy ;o)
Shit hvað gaurinn í Crave auglýsingunum (nýja ilmvatnið frá einhverjum..) er ótrúlega tjéddlíngalegur. Ég hélt fyrst að þetta væri gella hlaupandi um á túttunum. Var næstum byrjuð að vorkenna henni þegar ég sá að þetta var melur... Þá hætti ég að vorkenna henni og fór að vorkenna honum. Annars virðist það vera rosalega "in" núna að gaurar séu tjédlíngalegir í svona ilmvatnsauglýsingum. Mér finnst þetta svolítið skrítið. Hefði haldið að það sem myndi selja best væri einhver töffari sem laðaði að sér gellur eins og Óskir laða að sér geitunga á sumrin... Ekki einhver tjéddlíngastrákur :oÞ

OJJJ NASTÍ... ég er að horfa á CSI og það voru flatlýs í smásjá.. FUSSSSUMSVEI!
Jæja.. fyrst að ég er svona leiðinleg ætla ég að copy-peista pistil sem bróðir minn skrifaði fyrir réttu ári síðan. Kannski ekki oskimon... en samt úr oskimon-klaninu!! ;o)

Hanastélshornið:
Í kvikmyndum sé ég veraldarvana heimsmenn drekka hanastél. Það virðist þeim þykja gott. Ég er ekki heimsmaður. Ég er heldur ekki fagurkeri eða smekkmaður. Ég er eiginlega mest fyrir bjór. Það næsta sem ég hef komist hanastéli er þegar ég helli afgangnum úr nokkrum bjórdósum í sama glas. Þá blandast kanski saman þrjár til fjórar bjórtegundir. Það er klassi yfir því. Að vísu stafar þessi bjórblöndun ekki af neinni þörf á að vera álitinn séntílmaður af nærstöddum heldur af þeirri nýtistefnu sem ég var alinn upp við. Mér er það ljóst að smekkur manna er misjafn og þó að ég hafi einfaldan smekk getur verið að aðrir séu mér ekki sammála og vilji ef til vill dreypa á svona hanastélum. Það orsakast líklega af því að þeir finna sig knúna til ganga í augun á öðrum með látalátum og uppgerð. Slíkt þykir mér bera vott um óöryggi og stafar það oft af því að viðkomandi hefur gert sér grein fyrir því hversu óáhugaverð persóna hann er og reynir því að pakka sér inn í notendavæna glansmynd frá Hollywood. Það er yfirlýst stefna að allir eiga að skemmta sér vel á jóladjammbombunni. Þess vegna munu brátt birtast hér uppskriftir að hanastélum fyrir ykkur sem eruð of fín (óörugg) fyrir bjórinn. Til að byrja með er nýtniblandan látin nægja.

Nýtniblanda:
1/4 Amstel
1/4 Heineken
1/4 Carlsberg
1/4 Miller
Öllu blandað í stórt glas. Til þess að ná fram rétta bragðinu er betra að bjórinn hafi fengið að standa nokkra stund í opinni dós.
Tíminn er svolítið merkilegt fyrirbæri. Maður tuðar yfir því að vera of mikið uppi í skóla.. en í rauninni er þetta ekkert of langur tími ef maður lítur á hann í réttu samhengi. En talandi um tíma...
Þið hafið séð það í bíómyndunum þegar hermenn reyna að taka í sundur byssurnar sínar og setja þær saman á sem minnstum tíma. Ég og bróðir minn gerðum þetta einu sinni. Tókum í sundur penna og settum hann saman aftur. Við vorum með svona skeiðklukku og tókum tímann á hvoru öðru.
Svona *start* GOGOGO!!! Þetta er ofboðslega gaman :o).. Mæli með þessu ef þið hafið ekkert að gera, en hafið aðgang að kúlupenna!

8.12.02

(That's right... I AM THE PUMPKIN KING!! And I just can't wait till next Halloween... 'Cause I've got some new ideas that will really make them SCREAM!!........)
.
*úff* Þetta er svooo mikil snilld! Þegar ég verð stór ætla ég að verða the Pumpkin Queen. Mér finnst svona nornir og vampírur og svoleiðis svo kúl. Ég myndi rokka sem drottnari slíkra kvikynda.
Þegar ég var lítil var ég alltaf norn á öskudaginn... búin að segja ykkur það sko. Munið þið ekki?? Ef þið munið ekki eruð þið bara ömurlegir ekki-munarar. Viljið þið það?? Hmm...ha??

(My dearest friend, if you don't mind. I'd like to join you by your side. Where we can gaze into the stars. And sit together Now and forever. For it is plane... as anyone can see.. we're simply ment to be............)
Ég er að horfa á LANG uppáhalds myndina mína.. :o) Hún heitir nemmilega "The Nightmare Before Christmas" og er c.a. best í heimi!! BEST!! BEEEEEEST!!
Váh.. ég verð að segja eitthvað... bara svona svo ég segi ekki ekkert í dag. En samt.. ef maður segir ekki ekkert.. er maður að segja eitthvað.. ekki satt?? Kannski ég segi bara ekki ekkert!!
Sounds like a plan..

7.12.02

..var að láta mér detta annað slæmt plan í hug.. Það væri slæmt plan að ætla að plokka á sér augabrúnirnar með hamri þegar maður væri í boxhönskum og að hlaupa á hlaupabretti!!

...Væri líka slæmt plan að reyna að verða rík á því að selja bonsaii kettlinga til fólks sem á enga bonsaii kettlinga skápa! Hehehe.. það væri líka slæmt plan að ætla að vinka til Steve Wonder.. og enn verra ef maður léti af því verða.. En hey!! Georges Bush gerði það nú samt..! híhíhí
Í kvöld ætla ég að horfa á sjónvarpið og þegar ég er búin að því var ég að spá í að horfa á sjónvarpið :o).. Það er ekki slæmt plan er það? Slæmt plan væri kannski meira eitthvað eins og að ætla að ná til unglinga í gegnum kirkjutónlist eða teletubbies! Slæmt plan.. væri að reyna að hlaupa í gegnum vegg án þess að vera draugur. Slæmt plan væri að ætla að fá sér nýrnabaunir og kakó...
Mikið hef ég nú sinnt ykkur illa í dag! Ég ætla að bæta úr því hér með! Ég er mætt á staðinn og ætla að vera góð við ykkur. Ég ætla að vera góð við ykkur með því að segja ykkur frá því að ég fór í Nammiland áðan með hópnum mínum og við keyptum okkur nammi. Núna á ég slatta af nammi í nammipoka. Þú átt ekkert nammi er það??
mmmmmmmmmnammi!

6.12.02

Ég lokaði augunum og þegar ég opnaði þau aftur var aftur kominn föstudagur. Reyndar er ég nokkuð viss um að það hafi verið að koma jólin 2001 fyrir nokkrum augnablikum síðan. Mikið roooosalega líður tíminn hratt. Ég hef heyrt að þetta sé aðalsmerki þrítugsaldursins (vá.. sárt að segja þetta)... að tíminn líði næstum því á ljóshraða..
Kannski kemst ég að djamma á laugardeginum. Ég vona það.. Ég krossa lappirnar!! (hlýtur að vera betra en að krossa puttana..)
Leiðinleg helgi framundan. Helgin á eftir þessari verður ennþá leiðinlegri. Lokaverkefni á hverjum degi. Ég hlakka til að hlaupa um laugaveginn og í kringlunni með bros á vör og jólaskapið styllt á max!! :o)...
Ef að það væri kaldara úti og öll rigningin væri snjór.. þá held ég að Ísland væri snjóað í kaf. Ég er bara sátt við það að rigningin er rigning. Ég þoli ekki að keyra í snjó. Þá burra allir á svona 10 km hraða á klst og festa sig...

5.12.02

...mig langar í mörgæs.. Það væri svo sniðugt að fara með hana í labbitúr. Ég myndi kaupa handa henni rauða ól og ég myndi skýra hana Sparky.....
Það er kúl að eiga domain. Það er það í alvöru sko..
Hehehe.. annars finnst mér alltaf jafn súr húmorinn í jólasveina-æfingabúðuna auglýsingunum. Núna er það tómatsósulagið.. sem er þú öllu skárra en "Hey..hey baby.. *úúaa*" lagið sem var í fyrra. Va.. ég er allt í einu orðin of syfjuð til að geta meikað sense... Sowwy með það.. kannski ég segi þá bara líka frá því í þesari færslu að mig langi í súkkulaðibitasmákökur og að litli frændi minn, hann Aron Egill, sé í pössun heima hjá mér. Hann verður 2gja ára í janúar og er algjör snillingur..
Ég fékk 8.5 í forritun. Nokkuð sátt.. nokkuð sátt. Á ekki einhver að gefa mér gjöf núna þá?? Kannski gefa ma og pa mér eitthvað djúsí að borða ef ég segi þeim þetta...
Í gær sat ég og skrifaði "og Ósk" á svona 40 jólakort. Þetta er víst bara byrjunin. Á hverju ári skrifa ég líka undir jólakortin sem mamma og pabbi senda út. Auðveldara en að senda út sín eigin, mind you... en samt helvítis bögg að fá krampa í hendina á þvi að skrifa nafnið mitt.. sem er nú bara 3 stafir! Spurning um að fara að handskrifa meira... - naaaah.. :o)

4.12.02

Hey..bluescreen of death myndir!! Þær eru reyndar svolítið sökkí sko, en ég er brosandi á þeim!!
10% - Vá, þú svakalega spes og hálfgert frík
Einu sinni var ég úti á Krít. Þá var auðvitað hásumar, því að þetta var útskriftaferð. Á Krít er fólk ekkert mikið fyrir það að spila tónlist á öðrum tungumálum heldur en grísku. Hver veit.. fordómar eru byggðir á fáfræði.. og kannski er ég að lýsa minni yfir í þessum töluðu orðum... en... GRÍSK TÓNLIST SÖKKAR!! Sucks eins og 10 dollara hóra meira að segja!
Eini staðurinn þar sem að það var spiluð tónlist sem átti rætur sínar að rekja annað en til svæðisins sem fellur undir Grikkland, var vatnsrennibrautagarðurinn á eyjunni. Þar sem að Grikkir eru heldur ekkert að sigra heiminn í enskunni, þá föttuðu þeir ekki að þarna inni á milli leyndust non-summer hittarar eins og "Last christmas".
Mér fannst það viss fílíngur að vera að busslast í vatnsrennibrautagarði í júní í steikjandi sól og sumari, íklædd sundfötum og með Last Christmas á fullu blasti í hátalarakerfinu...
Ég held að það sé einhver að embessöla svefni frá mér. Í rauninni er ég næstum því viss um það. Ég fer ekkert svo seint að sofa. Ekkert svosvo sko! En samt þegar ég vakna er ég alltaf næstum því frávita af þreytu. Liggur við að ég tannbursti á mér hárið og greiði á mér tennurnar (Haha.. vá hvað maður Þarf að hafa fönkí tennur til þess að þurfa að greiða þær..) Auðvitað dreg ég þá fullkomlega rökréttu ályktun að einhver komi í skjóli myrkurs og steli svefni sem ég er búin að sofa til eigin nota! Núna er það eina sem ég þarf að gera að leggja gildru fyrir svefnþjófinn... Hver veit.. kannski heitir hann Dagur eða Helgi.. þá ætla ég að stela steliþjófinum!!
Mér sýnist á öllu að ég sé farin að hlakka of mikið til The Two Towers frumsýningarinnar. Í nótt dreymdi mig nefnilega svona Ringwraths... Hvað er málið með það?? Ætti ég kannski að leita mér hjálpar...??

3.12.02

En annars...... Digital myndavéla kvikyndið er aftur komið heim. Kannski ég taki blue-screen of death mynd af mér við tækifæri.. due to a popular demand :o)
Ég fór í sund með Palla. Það er svo rosalega langt síðan ég fór í sund. Næstum því eins langt síðan og síðan að blogger hætti að publisha færslurnar mínar.
Á leiðinni heim hlustaði ég á Eyva, sem hefur keppt bæði fyrir hönd Íslands og Noregs í Eurovision, syngja um að hann vildi að jólin kæmu strax í dag. Ég skil hann svo vel. Það væri alveg rosalega gaman ef að það væri aðfangadagur á morgun. Ég er komin í jólastuð.
Annars var ég svolítið að spá í þessari taktík hjá honum Eyva. Kannski að íslenskar fegurðarsamkeppnispíkur ættu að flytja til norðurlandanna og verða bara líka ungfrú Noregur eða eitthvað. Það eru hvort eð er alltaf sömu pjásurnar sem eru í þessum keppnum hérna heima. Why not think global?? Alheimsvæðingin er það sem koma skal!
SVO ekki mér að kenna að ekkert publishast...
Það er ennþá 2. des. Þetta veit ég vegna þess að ég gleymdi að borða þann 3ðja í morgun. Ég veit líka að Ísland er klofinn persónuleiki. Það er allt í einu komið vor aftur eftir veturinn á sunnudaginn. Ég held að það stefni á græn jól með túnfíflum og sóleyjum. Ég hlakka til að búa til snjókarl úr sandi og vatni í Nauthólsvík íklædd bikiníi og með góðaskapið á andlitinu... - á milli jóla og nýárs.

2.12.02

Jæja.. mín var bara á James Bond áðan. Í lúxus. Það var fallegt sko! En allavegana.. mér fannst þessi Bond mynd MIKLU betri en allar þær síðustu. MIKLUMIKLU!! Eins mikið bil eins og munurinn á haribo litlu hlaupi og súru nammi. Allavegana... þá lærði ég það að á Íslandi tala allir þýsku og hér er höll úr ís. Ég hef hugsað mér að skera mig þó út á þann mátann að halda mig við íslenskuna í póskinu mínu. Hvað get ég sagt..?? I'm walking on the wild side and I can't be stopped!!
Vill einhver senda mér jólalög..?? Hmm.. either that eða ég ætti að taka mig til og rippa bara jólalagadiska sem eru til heima á tölvuna.. Það væri svo sem ekkert heimskulegt. Já.. ég er heldur ekkert vön því að gera heimskulega hluti. Not at all my dear! I'm not the heimskuleg person mr!!!
Jáh.. by the way... (I tried to say I'd be there..).. þá held ég með Tomma í Tomma og Jenna!
Hákon bestasti og mestasti vinur minn er 30 ára í dag! TIL HAMINGJU HÁKOOOON!! *knúsíklessu*
Stjarnan sem var fyrir aftan des númer 2 á dagatalinu mínu sagði mér að það væri kalt úti og ég ætti að klæða mig vel. Ég þyrfti jafnframt að leggja aðeins fyrr á stað heldur en venjulega vegna þess að ég þyrfti að skafa. Ég er að íhuga að taka mark á henni...

1.12.02

Ég er ekki alveg sátt við það að enginn hafi verið búinn að skafa bílinn minn í morgun. Ég var búin að kommenta á þetta!! Hvað er málið??
Ég opnaði fyrsta des á jóladagatalinu mínu. Í glugganum var lest. Hún sagði *tjútjú* og hún sagði líka að það væru 23 dagar til jóla. Ég hlustaði á hana með áhuga og svo borðaði ég hana. Ég má semsagt officially hlusta á jólalög í dag :o) JEIIIJ!
Hey... eitt af bestu djömmum allra tíma þó svo að vafflan mín hafi lennt með smjörið (rjóman og úttlaið) niður á hraðbankann eftir bara 2 bita. Ástæða? tja.. ég sá rosalega fyndin "slagsmál". Ég "plöggaði" 2 mission. Þegar ég var að bíða eftir klósettinu kommentaði stelpa á að ég væri í geeeeeðveikt flottum bol og svo fékk ég að dansa í fyrsta sinnið í langan tíma. Reyndar voru fleiri ástæður en ég ætla ekki að útlista þær núna..
Lifi djammið! Lifi ljósið! Lifi Ósk! Já... og gleðilega aðventu!