30.9.02

..Ég er ekki frá því að ég hafi verið hrifnari af Batman ÁÐUR en þeir fóru að dissa Tilveruna í öðrum hverjum link!
Jæja.. komdu nú alveg marg blessuð og sæl.. Ertu búin að klippa klofið og táslurnar úr sokkabuxum og nota þær sem bol?? Þú ert bara handlagin ung stelpa sem kannt að klæða þig fyrir skólaböllin á ódýran hátt! Nei.. ég er ekki að segja að þú sért cheap!! Ekki ráðast svona á mig maður!! Ég var bara að hrósa þér fyrir að nýta ónýtar sokkabuxur sem aðrir myndu henda í ruslið......
NEI!! Ég er ekki að segja að þú sért white trash! Vá.. ég held ég hætti bara núna.. Alltof mikill misskylningur í gangi :o)
Jæja.. túrbóbekkirnir uppteknir og nýjar andlitsljósaperur í þessum venjulegu.
Niðurstaða: Ef ég fer í tvo ljósatíma í viðbót í vikunni er ég algjörlega gjaldgeng á astró *hrollur*. Þegar ég kom heim stríddi bróðir minn mér á extrím litnum í andlitinu, en mamma gerði hafragraut handa mér og Óla. Langt síðan einhver hefur gert hafragraut handa mér. Ég hugsa að þetta sé af því að allir nema ég og foreldrarnir flytja í vikunni.. þá verð ég aftur litla barnið á heimilinu. Líklega verið að þjálfa mig í því.. heh
Það er annar þátturinn af Sörvævör í kveld. Persónulega fannst mér serían í Ástralíu skemmtilegust og mér finnst þessi ekkert lofa neitt of góðu. Ég er að spá í að fylgjast samt með nokkrum fyrstu þáttunum og sjá hvernig þetta kemur út. Ef þetta verður sökkí áfram þá hætti ég að nenna að snobba fyrir sörvævör!
Það er þá til gott fólk í heiminum...
Þar-síðustu helgi var ég að djammast í kjól sem ég er ekkert sérstaklega oft í. Þegar ég var í einni sveiflunni á dansgólfinu kom stelpan sem var að dansa fyrir aftan mig og lagaði miðann sem var á bakinu á kjólnum mínum (hann hafði víst farið upp úr kjólnum og stóð beint út í loftið).. Ég reif hann að vísu af eftir þetta, enda átti hann ekkert að vera þarna. Engu að síður fannst mér þetta rosalega sætt af þessari stelpu. Hún sýndi mikin nágrannakærleik. Mér nefnilega finnst vera rosalega ljótt þegar svona miðar standa upp í loftið á flíkum og hún bjargaði mér frá því.
Þetta er örugglega sama týpan og bendir öðrum á að þeir séu með drasl í tönnunum eða maskara á kinninni. Það er eitthvað sem gæti orðið vandræðalegt að benda fólki á, sértsaklega ef maður þekki það ekki vel. Það er samt miklu fallegra af manni að láta sig hafa það frekar en að aumingja fólkið fari í gegnum daginn með brokkolí í brosinu.
Stelpa.. ef þú ert að lesa... Þakka þér fyrir! Þú ert góð sál :o)
Jæja.. múví kvót tæm...
Quote: What's that stench?? It's fantastic!
Hint: Þetta er úr nýlegri mynd
Manstu eftir þessari?
Áðan var sængin mín svo hlý og herbergið svo kalt. Undir henni leið mér vel, en fyrir utan hana var ég þreytt. Ég grátbað klukkuna að vera ekki orðin svona margt, en allt kom fyrir ekki. Í kolli mínum komu upp hugmyndir um að drepa tímann, ekki í þessum almenna skilningi. Eftir svona 5 mínútur ákvað ég að hætta að vera lítil píka og fór á fætur. Í þessari viku ætla ég nefnilega að vera dugleg. Fyrsta miðannaprófið er á föstudaginn, og svo restin í næstu viku. Ég er að spá í að búa til verðlauna og refsingakerfi handa mér.
Vill einhver annar gefa mér eitthvað ef ég er dugleg?..

29.9.02

Bara að minna á að mér finnst hann eins sætur og alltaf. Ekkert búin að gleyma Barry!
Hvar er eiginlega Siggi twoflower?? Af hverju er hann ekkert lengur á msn eða að svara kvikmyndagetraununum mínum?? Finnandi vinsamlegast hafið samband við þann sem týndi honum :o)
Ég vil bara endurtaka þetta sem ég sagði um banana þarna í den.
Váts.. það var sko gaman áðan á "lífinu". Meira að segja obboðslega gaman. Svo þegar ég kom heim var til köld pizza til að bíta í! Getur lífið orðið mikið betra? Neibbs.. held ekki. Svo var svona líka sætur barþjónn að vinna á nasa. Ég versla mér yfirleitt 1 drykk max inni á staðnum, er bara búin að fylla nógu vel á tankinn áður (er SVO dýrt þarna). Engu að síður keypti ég mér alveg 3 millera í gleri fyrir 700 kall stykkið.. alla hjá þessum gaur.. *úff* sætisæti. 2100 króna virði :oP. Ég lifi í þeirri blekkingu að hann sé læknanemi sem vinnur fyrir bókum og skólagjöldum sem barþjónn í góðum fílíng. Gjöriði svo vel að svipta mig ekki þeirri sjálfsblekkingu.. ;o)
Öll þessi hamingja gerir það að verkum að ég ætla ekki einu sinni að minnast á stelpuna í hórubuxunum eða það að nasa hafi lokað korter í fjögur í staðinn fyrir fjögur.. Nope, nope, nope. (enn fyrir ykkur sem eru að spá í hvernig hórubuxur eru, þá eru það leðurbuxur sem eru opnar á hliðunum efst uppi og niður að hnjám báðu megin, með svona kross leður böndum í staðinn fyrir heilt efni, þannig að þar sést bara beint í skinnið og engar nærbuxur eru því leyfirlegar. Svo ef píkan sem er í hórubuxunum beygir sig of mikið niður skerast böndinn inn í lærin á henni.. svona ef þið voruð að pæla ;o) )

28.9.02

*úff* Ég má til að segja ykkur hvað ég varð pirruð í gær (en bara stutt sko... ekki nema í ponsu stund.. ég lofa). Mig vantaði framleingingu á getnaðarvarna og tíðarstjórnunar dópinu mínu. Þessvegna hringdi ég á fimmtudaginn í heilsugæsluna og fékk að vita hvenær símatíminn hjá heimilislækninum mínum væri. Hann var sem sagt kl. 11:30 - 12:00. Í gær læddist ég svo fyrr úr tíma til þess að geta hringt án þess að bíða of lengi. Því miður fyrir mig fór ég ekki fyrr en 11:33. Ég hringdi beinustu leið og var sett á "hold". Ég veit ekki hvort þið munið eftir litlu hljómborðunum sem allir áttu í den, þessum sem ljósin kviknuðu fyrir ofan nóturnar sem maður átti að ýta á... Allavegna.. lagið sem var bakvið var örugglega útsett í þannig grip. Öðru hvoru kom þurrkuntuleg rödd sem sagði: Læknirinn er enn upptekinn. Símtöl verða afgreidd í þeirri röð sem þau berast. Svo kom aftur hljómborðslagið.
Ég veit ekki hvort ég hafi sagt ykkur þetta, en Símon, síminn minn.. HATAR fólk. Alltaf ef einhver hringir í mig segir hann bara: Abbabbabb.. ég nenni sko ekkert að hlusta á þetta kvikyndi.. og þykist vera batteríislaus. Eftir 15 mínútur á hold var ég farin að hafa áhyggjur á líftíma Símonar. Ég var reyndar mun fyrr farin að hafa áhyggjur af minni eigin geðheilsu, þar sem að ég var að verða brjáluð á "læknirinn er enn upptekinn" konunni. Jæja.. 20 mínútna bið og enn enginn læknir. Svo allt í einu, eins og fyrir kraftaverk fæ ég samband. Samtalið mitt tók ekki langan tíma. Hefði ég beðið 5 mínútum lengur, hefði ég þó þurft að ræða við hann um geðveiki á háu stigi og bilað hjarta... *úúúúúff* aftur...
En jæja.. ég verð víst að fara að skvísa mig til núna... Laugardagur í dag þú veist..
Ég var að senda yfirvaldinu Emil. Ég fékk nefnilega póst frá vondum mönnum í Nígeríu sem báðu mig um að brjóta lögin. Þeir vildu að ég passaði fyrir þá 42 komma eitthvað milljónir dollara og gefa mér svona prósentur af pössuninni. Svona Emlar frá þessu landi eru víst rosalega algengir, og ég er ekkert sértsök fyrir að hafa fengið einn slíkan. Ég fór samt á logregla.is og leitaði mér upplýsinga um hvað gera skildi...
Ég er góður, lítill, löghlíðin borgari :o).. Veit samt ekki hvort svona fer beint í ruslið hjá efnahagsbrotadeild ríkislöggustjórans...:o)
Hvurslags mannvonska er að vekja fólk með því að öskra við hurðina þeirra: "ÓSK!!! ERTU VAKANDI!!???".... Well.. NOW I am!!

27.9.02

Heimsins besti drykkjuleikur...?
Ég ætla ekki að kommenta á Íslenskrar erfðargreininga málið, enda hef ég ekki laggt í vana minn að vera pólitísk á netinu. Fólk sem þekkir mig samt veit mína skoðun ;o)..
Hinsvegar... Ef maður tekur einhverntímann upp viðtal við Kára Stefánsson væri það hinn besti drykkjuleikur. Þáttakendur ættu að drekka í hvert sinn sem hann segði "fyrirtæki". Alveg yrði maður rúllandi fullur á innan við 5 mínútum. Svona án gríns... hveru oft er hægt getur maðurinn sagt þetta orð!??
Tóti sem er einn í tölvulandi sendi mér Emil og sagði mér hvað osk.exe sé. Svarið var svona:
Þetta er 'On Screen Keyboard' you silly sod!
Þá vitum við það ;o) Það samt sendur ef maður heldur músinn yfir osk.exe sko.. :oP.. En datt mér í hug að gera það..?? (hahahha.. ég sagði gera það).. Neeeeii!
Mission Rubenstein
Síðustu helgi, þegar ég var að taka mig til heima hjá Hákoni fyrir djammeríið, rákumst við á snyrtivöru merkta "Helena Rubenstein". Hákon reyndi að sannfæra mig um að þarna væri þekkt merki á ferð, en ég bara fussaði og sveijaði og sagðist ekkert kannast við það. Aldrei hafði ég heyrt um þetta áður. Hann var alveg gáttaður á fáviskunni í mér, en ég reyndi að segja honum að þetta væri bara í his demented head, og þessi snyrtivara væri bara eitthvað ómerkilegt drasl. Núna i vikunni hef ég spurt nokkra hvort þeir kannist við "Rubenstein" merkið.. en allir sem ég hef spurt koma af fjöllum. Þessu ætlaði ég að núa drengnum um nasir, en allt kom fyrir ekki. VIð ákváðum að fara í snyrtivörubúð og spurja um þetta. Þegar þangað var komið fengum við langa ræðu frá 4 starfskonum um gæði og frægð Rubensteins merkisins. Þetta er sko engar alþýðusnyrtivörur! Ég sem sagt hafði alveg kolrangt fyrir mér, en núna veit ég þó betur.

Svona.. by the way, Palli benti mér á þetta:
C:\windows\system32\osk.exe eða c:\winnt\system32\osk.exe
Told you I was famous ;o) (p.s. þorði ekki að opna file-inn.. veit ekkert hvað þetta er)
Fyrst ég kláraði leikinn með nagdýrinu á snjóboltanum, er ég þá best í hemi?? Bara pæling sko.. Ekkert að segja að það sé staðreynd... ;o)
Föstudagsrútínur eru góðar rútínur
Ég er fyrsta manneskjan sem myndi standa upp og mótmæla of miklum rútínum í lífinu. Það verður að vera svolítið fjölbreytt og skemmtilegt skal ég segja ykkur. Ég er hinsvegar fylgjandi svona... litlum.. rútínum. Ég t.d. borða oftast kvöldmat og ég fer í skólann á virkum dögum kl. 8:15. Ég fer að djamma á laugardögum og ég tannbursta mig áður en ég klæði mig á morgnana og áður en ég fer að sofa.
Föstudagar eru hinsvegar með aðeins skipulagðari heldur en aðrir dagar. Skúrikonan tekur nefnilega yfir kastalann heima þegar ég er búin í skólanum. Þessvegna nenni ég ekki heim til mín, af því ég myndi bara þvælast fyrir :o). Til þess að ég sé nú ekki ein einhverstaðar að flækjast hef ég komið upp rútínu.
Frá klukkan 7 til 16 er dagurinn bókaður. Rútínan mín inniheldur 40 mínútna morgunbrennslu, morgunsturtu, tannburst, skólann, svo hádegismat og eitthvað hangs með Palla, næst fara í ljós, Kringluna og ríkið með Hákoni og svo að lokum sendi ég gjarnan Pétri sms og tékka á hvort hann vilji kíkja á dvd um kvöldið og fæ eitthvað form af "get ekki í kvöld" smsi til baka (híhí.. veit þú ert að lesa þetta ;o) )
Af öllum rútínunum mínum í heiminum eru föstudagsrútínurnar skemmtilegastar.
Eru svona bolir aftur komnir í tísku? Þegar ég var í svona 8. eða 9. bekk var rosalega "in" að vera í bolum sem stóð á eitthvað eins og "babe" eða "99% angel". Þeir voru gjarnan í hroðalega píkulegum litum... þessum sömu og allir máluðu húsin sín í á tímabyli (myntulitaður, ferskjulitaður, lillablár...)
Annars eru tískustraumar þegar maður er á þessum aldri stór hættulegir. Sem dæmi ætla ég að taka fermingafötin. Þegar ég fermdist, var í tísku að vera í skærlituðum (og ég meina SKÆR) pilsum eða kjólum úr sundbolaefni, og kubbaskóm með. Sem betur fer var ég með nægilegt sjálfsálit til að finnast þetta hinn argasti viðbjóður og keypti mér hin sætustu föt. Ég er algjörlega sátt við mínar fermingamyndir.
Mér finnst það í raun mannvonska hjá 17 og hinum þessum búðum sem "ákvarða" fermingatískuna, að prómóta svona óbjóð. Mér er alveg sama hvort ógeðslegt, skærappelsínugult efni hafi verið á tilboði. Þetta er búið að eyðileggja fermingamyndirnar hjá hundruðum ungra stúlkna á mínum aldri. Ég man einmitt þegar ég fór með mömmu að skoða fermingaföt, og afgreiðslu stelpan í 17 reyndi að höfða til óöryggisins í mér. "Það verða ALLIR í þessu".. "Þetta er það sem er í tísku núna".. Á þessum aldri VILL maður gjarnan vera eins og allir. Ég er viss um að margar stelpur hafi endað í skærgrænum sundbolaefnis-kjól og kubbaskóm þvert gegn vilja sínum, í þeirri góðu trú að þær væru eins og allir hinir sem skipta máli...

26.9.02

Af hverju gegnur Tomma kisu ekki betur í þessari könnun?? Ég kaus Tomma allavegna!
Ég er tölvu-nörd
Ég er svo mikil húsmóðir í mér að það tekur engu tali. Kom heim og eldaði mér pasta með túnfisk og fínti. Túnfiskur er svo góður. Einu sinni smakkaði ég svona túnfiskssteik á eldhúsinu sáluga (sem núna er víst orðið "the promised land".. barnaland í kringlunni"). Það var ótrúlega jömmí. Alveg eins og eitthvað kjöt frekar en fiskur.
Annars er ég í hrópandi mótsögn við marga jafnaldra mína, þar sem ég myndi kjósa fisk og soðið grænmeti fram yfir skyndibita any day!! Mín fjölskylda er nefnilega svona take-out family extrordinare! Ég held að það sé málið. Maður þráir frekar það sem ekki er í vananum. Aðrir fá kannski ekki söbba eða slíkt oft, og þyrstir því meira í djúsí söbb með djúsí drasli (ekki afgreiddan af vondu söbba stelpunni).
Stelpur sem koma alltaf of seint ættu ekki að vera á hverjum degi í svona *klappklapp* stígvélum. Tja.. nema þær VILJI að allir snúa sér við og taki eftir þeirra "grand, but fashionably late, enterence".
AHA!! Ég er svooooo mikill mannþekkjari! Þokkalega búin að fatta þetta allt núna! *fatt*
Annars hef ég aldrei verið mjög hrifin af *klappklapp* skóm. Skór sem bjóða ekki upp á hlaup eða hopp eru leiðinlegir skór. Ég á reyndar nokkur pör af skvísí-skóm, t.d. hnéhá fake-snakeskin boots með svaka hæl (er örugglega 167 á þeim eða eitthvað.. hahahha) og meidjör attetjúti. Þeir eru samt með svona drasli framan á tánni, eins og er i tísku núna. Þá meina ég, þeir eru nr. 36, en looka svona 38. Ástæðan er sú að þar sem minn fótur endar kemur einhver þvengmjó tískutá, sem er svona fyrir lookið, en engar táslur. Þetta er eitthvað sem ég veit að er voða tískó fyrirbæri.. en mér finnst þetta über ljótt. Hvað með stelpur sem nota skó t.d. nr. 39, 40? Þá er eins og þær séu í skóm númer 42 eða eitthvað..
Svona *klappklapp* skór eru líka miklu óþægilegri af því að þeir eru með svo hörðum botni. Fatta ekki píkur sem nenna að djamma í þessum skramba. Líta rosa vel út kannski en komast ekki á dansgólfið út af sárindum í fótum (eftir að labba frá leigubílnum og inn á staðinn)..
En jæja.. ég ætlaði bara rétt að minnast á sataníska skó sem ekki má hlaupa í.. þetta átti nú ekki að vera svona löng, hatursfull færsla :o)..
Svona til að útrýma biturleika í færslunni; *glimmer, bangsar, kettlingar, hamingja, haribo*
Í dag er slæmur hárdagur en vonandi verður þetta nú engu að síður góður dagur. Það er nú einu sinni óskadagur. Ég býst reyndar ekki við að ég eigi eftir að standa upp í tómri hamingju og syngja "it's such a perfect day" þegar hann er c.a. hálfnaður, enda gerist það ekki nema svona 2x í viku sko.. hehehe.. Segi svona..
Það er kalt úti. Ef ég væri í mellankólískum fílíng færi ég að gráta... en þetta þýðir bara að bráðum get ég farið að nota húfurnar mínar. Þær eru fínar... *sjibbí*

25.9.02

Hvar var þessi Haukur í horni á Skjá einum fundinn? Í ruslatunnu?
Í gær, áður en the pepperswine byrjaði (mikið sniðugur þáttur það.. Í þetta sinnið fékk samt enginn taugaáfall..), var hann að spyrja fullt af fólki hvort það þekkti einhvern sem væri "homo sapiens". Sumir sögðust engan slíkan þekkja, en aðrir sögðu að þeir væru t.d. sjálfir homo sapiens. Ég ætla ekki að fara að útlista mig allra kvenna spakasta, en ég er samt ekki frá því að homo sapiens sé útdauð tegund. Fræðiheitið yfir "manninn" er homo sapiens sapiens. Þetta gerir hann Hauk í horni að svolitlu kjánapriki, og allt "gáfaða" fólkið sem vissi "rétta svarið" var ekkert svakalega gáfað eftir allt saman. Ég ætlaði annars bara rétt að benda á það. Megin hugmyndin á bak við þessa færslu er önnur.
Undirtitillinn fyrir Hauk í horni er "fávíst fólk á förnum vegi". Með þessar upplýsingar í fartaskinu myndi ég aldrei samþykkja að svara spurningunum hans fyrir framan cameru. Nú myndi ég heldur ekki álíta mig sérstalkega fávísa manneskju, ég vinn allavegana alltaf í trivial og gettu betur.. (híhí). Það er kannski þessvegna sem ég væri ekki til í að leggja þetta á sjálfa mig. Það er styrkur hvers manns að þekkja sín takmörk, og ég veit það vel að ég veit ekki allt. Þar af leiðandi eru einhverjar líkur á því að ég myndi EKKI vita svarið við einhverri af spurningunum hans. Það er líklega hégóminn í mér, en mér finnst það ekkert hroðalega aðlaðandi að koma í dágskráliðinum "fávíst fólk á förnum vegi" hljómandi eins fávís og homo sapiensið sem stjórnar þáttunum.
Spurning mín er því þessi; Af hverju er alltaf nóg af fólki sem vill svara honum?
Ber fólk ósjálfrátt óttablandna virðingu fyrir beyglum með kameraman og mæk? Er þetta kannski verra? Eru Íslendingar að þróast í sömu átt og Bandaríkjamenn? Tilbúnir að gera hvað sem er til að komast í sjónvarpið. Er kannski ekki langt í það að það komi innlend þáttaröð af batchelor..?? Hver veit..
I did it... Ég keypti mér drasl on-line á hann Atlas :o(.. I'm so weak!... En það er samt allt í lagi af því þetta var rosa fínt drasl og ég hlakka til að fá það sent heim :o) *jeiij*
abbabbabb.. Bróðir minn bað mig um að passa son sinn í smá stund, þegar sonurinn var NÝ BÚINN að fylla bleyjuna sína. Ég sagði bara jáneitakk.. I don't do dypers..
Núna er verið að taka stinkinn af barninu svo ég geti passað án þess að fnæsa yfir lyktinni :o)
Pæling: Af hverju ræður íslenska ríkið ekki einhvern í fullt starf við að hreinsa götin á frönsku-krydd staukum á veitaingastöðum landsins?
Lægsti euro reikningur frá upphafi!!!??
Þrátt fyrir óhóflega notkun á honum Atlas eina helgina, er reikningurinn í fyrsta sinnið (held ég) undir 20.000 krónum. Kannski er þetta vegna þess að ég lækkaði heimildina mína niður í 25.000 fyrir einhverju síðan. Kannski er þetta vegna þess að ég er orðin rosalega dugleg að spara.
Þarf ekki að halda upp á þetta?? Ætti ég ekki að kaupa mér eitthvað af þessu drasli sem ég er alltaf að heimsækja á netið... MEÐ EUROINU?? Sounds like a plan ;o)
Góðan og blessaðan daginn! Mig langar að gera ykkur öllum greiða og benda ykkur á síðu þar sem hægt er að downloada Kama Sutra bókinni góðu. Það má að sjálfsögðu ekki fussa og sveja, þar sem þarna er ekki bara um gelgjulega bók með stellingum í að ræða, heldur miklu meira. Ég held að allir hefðu gott að því að lesa hana. Svona til viðvörunnar tekur hún 17 mb pláss á disknum eftir að það er búið að vista hana, þannig að fyrir ykkur með lítið pláss, endilega brennið bara á disk.

24.9.02

Stundum myndast gellur bara vel þegar þær eru að drekka
Af hverju er þetta næst vinsælasta myndin í albúminu mínu? Eru það skólastelpulegu fötin pervertarnir ykkar?? Það kæmi mér ekkert að óvart. Vitiði hversvegna? Vegna þess að ég var skólastelpa í Japanese subculture prófinu..
Jólagjafir eru gjarnan stórt vandamál í nútíma samfélagi. Hvað á að gefa? Hversu miklu á að eyða í gjafirnar?
Þessi jólin þurfum við ekki að standa frami fyrir þessu vandamáli! Hvers vegna? spyrjið þið örugglega.. Nú.. hann Fjölnir okkar Þorgeirsson ætlar að gefa út æfisögu! Ég legg bara til að allir gefi öllum sem þeir þekkja bókina hans, helst nokkur eintök hverjum! Ég get ekki beðið eftir því að lesa um samband hans við uppáhalds sílíkon sprengjuna mína, hana scary spice. Annað sem ég hlakka mikið til að komast að, er það... hvernig í andskotanum kom hann upp með hugmyndina á Fjölbó? Þetta var ótrúlega original og mér finnst það til skammar að tae-bo fólkið hafi stolið henni á svona samviskulausan hátt....
Ég mun einning fræðast meira um hann heldur en bara þetta sem kemur í séð og heyrt. Ekki bara; FJÖLNIR ANDAR AÐ SÉR SÚREFNI!! eða.. FJÖLNIR OG NÝJA KÆRASTAN! krapp sko.. ég er að tala um þetta sem virkilega skiptir máli.. Eitthvað sem hann helgar lífi sínu. Eins og t.d. eitthvað um nýju kærustuna hans, eða það að hann andi að sér súrefni. Ég get ekki beðið!
(P.s... mér finnst diss auglýsingar yfirleitt ekkert sniðugar... en þessi sem kemur stundum á radio-x... - Fjölnir Þorgeirsson.. ef þú ert að hlusta.. Drullaðu þér þá á aðra stöð.. fær mig samt alltaf til að brosa ;o) )
Edgar suit er Gomer Pyle!!
Veit einhver hvað þetta þýðir?? Já neinei.. þessvegna er ég hérna til að segja frá!! Finnst þér þú ekki vera heppinn núna að vera hérna á síðunni til að ég geti sagt þér þetta leyndamál?? Hmmm ha?? Júbbs.. ég vissi það ;o)..
Þannig er þetta semsagt að gaurinn sem leikur í nýju Law and order þáttunum.... þessi sem veit allt í heiminum... hann er sami gaur og lék þennan í Edgar suit í Men in Black I... OG!! Hann er líka sami gaurinn og lék Gomer Pyle týpuna í Full metal jacket (sem er by the way slatti svöl mynd... aha.. aha..) nema bara fyrir svona 15 kg síðan!!
Þá vitiði það!! *highfive*
Það er alltaf að verða ljósara og ljósara fyrir mér að ég bý í alvörunni úti í rassgati. Á tímabyli reyndi ég að sannfæra alla um að Ártúnsholtið væri meira svona eins og rasskinn Reykjavíkur, en það að ég sé alltaf helmingi lengur að keyra í skólann, heldur en þegar ég bjó í Kópavogi og keyrði í Verzló, sannar fyrir mér á hverjum morgni að það er sko ekkert nein kinn sem bækistöðvar mínar eru staðsettar á!
Svona er þetta nú víst...

23.9.02

< hallæris færsla >
Jæja.. verður maður ekki að vera hallærislegur líka og kommenta á þetta bögg á Katrínu og Beturokk.
Hvernig sem horft er á málið, hvort sem fólki finnst þær leiðinda píkur, eða hipp og kúl, breytir það ekki staðreyndinni; Þær eru að fá miklu fleirri heimsóknir heldur en aðrir sem halda úti svona síðum.. og það hlýtur að segja eitthvað. Hvort þetta sé Howard Sternismi sem er í gangi, hrein og klár snilld af þeirra hálfu eða blanda af báðu ætla ég ekki að segja til um. Ég ætla bara að segja..... *bammbammbammbamm* ef þið eruð að lesa síðurnar þeirra reglulega á annað borð er nokkuð hallærislegt að vera að dissa þær.. Það er eins og að segja að skyr sé vont, opna svo nýja dollu og fá sér væna skeið.
Takk fyrir.. :o)
< / hallæris færsla >
Annað próf því að ég veit það er svo leiðinlegt að skoða þau.. haha.. tók svona.. "dateability" próf og fékk út: Damn, J-Lo! You are...78% dateable! Attractive and confident, witty and charming, a healthy ambrosia-based diet... you're wanted in the 48 contiguous states, you slayer.......... (blablablabla)
En annars er ég eiginlega að pósta þetta þar sem að besta piköpp lína sem ég hef séð er þarna í prófinu: Your father must have been a thief, because I saw him stealing candy from a K-Mart
You have a fair stress level.
One of the reasons for this is your conscious awareness to release your stress before letting it get worse.
However when you come across many troubles at the same time, you might be unable to handle it. There comes the problem. For this type you better enjoy the green and wood.
As long as you are in the natural enviroment, you will be peaceful to resolve any problems.

Þá vitum við það.. Þarf bara að naga spýtu í náttúrunni og þá un-windast ég algjörlega :o)
Er ekki kominn tími á nýja kvikmyndagetraun?? Jú.. það finnst mér..Síðasta var auðvitað úr American History X.. og voru verðlaunin ansi fín þá sko... Þið sem gátuð ekki svarið misstuð náttúrulega bara að því sko.. *hí á ykkur.. bend* En núna kemur ein létt:
Quote: 1: How about Thursday?
2: My favorite day!
1: Great! I'll get tickets.
2: I love tickets!
Hint: Ekkert of original.. en sniðug mynd sem þarf ekki að hugsa yfir..

Veistu hvaðan?
Ef ekki máttu alveg samt senda mér Emil, því að ég er ekki búinn að fá neinn í dag!
Óli litli frændi og fjölskyldan hans fá íbúðina sína afhenta næsta laugardag. Auðvitað verður ponsu leiðinlegt að sjá á eftir honum (eða þeim kannski frekar)... En ég hlakka samt smá til að fá aukið personal space, sem fylgir því að 3 manneskjur yfirgefi kastalann. Ég fæ líka gamla konungsríkið mitt aftur, þetta sem ÉG málaði sjálf í uppáhalds litnum mínum. Er líka stærra en þetta núverandi... Svona in fact er það veglegast í kastalanum.. Prinsessan ég náttúrulega valdi það bara á sínum tíma og enginn laggði í að mótmæla.. hehe..
Við búum í landi þar sem brauðauglýsingar eru hannaðar til að fá mann til að hlýna um hjartarætur. Fyndið samt hvað þessi auglýsing hefur þveröfug áhrif á mig. Ég þori ekki að borða neitt á næstunni (ekki einu sinni heimilisbrauð), út af ótta við uppköst... *klýgja*
blogBuddyinn minn, hún Matthildur, er í fýlu!
Það var verið að skammast í mér fyrir að hafa síðustu 2 færslur of langar.... well..
fleh.... Hér kemur þá ein stutt og leiðinleg.. :oÞ

Minns, Palli, Natti og Natta frú fórum á Scooby Doo í gær. Það var næstum því 200 krónanna virði!

22.9.02

Gölluð stelpa skrifar....
Þetta er eiginlega pæling sem kemur út frá "ekki skilið athygli" fæslunni hér fyrir neðan:

Síðan ég var 15 að verða 16... hef ég verið í samböndum í næstum 4 og hálft ár samtals. Ég er samt búin að vera single í rúma 6 mánuði núna. Man ekki af hverju, en einhvern vegin kom þetta upp um daginn, og ég fór að leggja þetta saman. Þetta er svoldið rosalegt marr...
Með þessar staðreyndir á borðinu.. finnst einhverjum ennþá skrítið að ég sé ekki á stanslausum makaveiðum hverja helgi? Persónulega finnst mér að þetta jaðri við fullu húsi og að bara fólk með royal flush gæti maldað í móinn. Svarið er engu að síður; já.. Held ég verði að segja að mjög mörgum finnist það afskaplega skrítið. Ætli Íslendingar þurfi að læra að spila póker betur??

Það er ótrúlega ríkjandi viðhorf í þjóðfélaginu að stelpur eigi að vera búnar að gifta sig í síðasta lagi 22gja. Svo á að reyna að eignast börn, hund, einbýlishús og veðlán við fyrsta tækifæri eftir brúðkaupið.
Núna er nákvæmlega mánuður í 21 árs afmælið mitt, þannig ég hef ekki langan tíma til stefnu. Kannski er það þessvegna sem fólk fussar og sveijar yfir "bágri stöðu minni". Ef ég væri 2 eða 3 árum yngri fengi ég kannski minna fuss. Veit það ekki sko. Hef aldrei prufað að vera einhleyp 18 ára. Það sem ég veit hinsvegar er að það að vera einhleyp 20 ára er hreint ekki svo slæmt.
Þegar ég er spurð hvers vegna ég eigi ekki kærasta, og svo horft á mig með rannsakandi augnaráði, eins og til að reyna að koma auga á gallana sem valda kærastaleysi mínu, svara ég gjarnan: Af hverju ætti ég að eiga kærasta? Ég hef ekki enn fengið gilt svar við þessari spurningu. Líklega vegna þess að fólkið hættir að grandskoða og hugsar: "ah.. lesbía!".. Sumir hafa reyndar brost yfirlætislega og bent mér á einkamal.is, eða einhleypa frænda sinn sem var að koma úr löngu sambandi.

Niðurstaðan er sú... að allir þurfa að berjast við einhverskonar fordóma frá samfélagsins hönd.. og þetta eru mínir. Stelpur sem eru sáttar við að vera einhleypar, næstum því 21 árs gamlar (hehe.. vá.. ég læt það hljóma eins og það sé actually mikið), eru líklega gallaðar. Kannski er ég gölluð... en ég kann vel við mig hérna í deffected section með hinu gallaða dótinu :o).. Ég er ekki tilbúin til þess að príla upp úr drasl körfunni nema fyrir slatta af fiðrildum...
Ég sit hérna uppi í sófa og er að reyna að greiða flækjur gærdagsins úr hárinu. Ef ég væri betra skáld væri þessi síðasta settning full af tilvísunum í drama lífs míns og það að greiða flækjur úr hárinu væri táknræn merking fyrir það að koma lífinu á réttan kjöl.
Vandamálið er það að líf mitt er tiltölulega dramafrítt á þessari stundu, og ég er ekki frá því að það er á réttum kili líka... Settningin verður þá að standa fyrir nákvæmlega það sem hún segir. Ég held að þessar staðreyndir svifti mig öllu skálda leyfi. Hvernig er hægt að vera skáld ef maður er ekki fökked öp?? I ask you!

Jæja.. í gær þá misfórust missionin eitthvað, en það var svaka gaman engu að síður. Staðurinn var Nasa eins og svo oft áður þegar við Hákon eigum í hlut, og við dönsuðum eins og endranær. Er meira að segja ekki frá því að við höfum dansað meira en venjulega, þar sem það vottar af harðsperrum í lærunum. Þegar allt var orðið stappað á gólfinu sjálfu, færðum við okkur upp á sviðið. Þar var svona sesspúl af white trash. Allar tegundir.. Þarna var fólkið sem var ný búið að kynnast og var að dansa alternitive útgáfu af tangó, þó hvorugt hafði lært dans. Það stoppaði þau ekki í því að gera rosalega snúninga og hopp, rekandi sig í alla aðra í 5 km radíus. Á tímabyli henti gaurinn sér meira að segja niður á gólf í rosalega pósu. Mig langaði svo að klappa, en ég hélt samt aftur að mér. Maður má víst ekki hvetja fólk í svona hlutum. Einhvern tímann verður sviðið stappað og gaurinn verður heddböttaður fyrir að taka svona mikið gólfpláss. Ég vil nú ekki hafa það á samviskunni.
Þarna var annars líka nördalegi gaurinn sem hafði drukkið aðeins og mikið.. og gekk um á milli stelpna og reyndi að riðlast á löppunum á þeim... (eða.. svo gott sem..). Ef maður leit til vinstri mátti sjá 2 c.a. 100 kg gellur að grinda.. Það getur samt verið foxy á vissan hátt, þar sem þetta er eiginlega það sama og fjórar 50kg.. right?? hehe.. Þarna voru líka stelpurnar sem voru með sameiginleg danspor fyrir hvert einasta lag. Dönsuðu allar eins, með sömu handahreifngar og allt. Þær voru heldur ekki lærðir dansarar, en höfðu líklega hisst heima hjá einni alla vikuna til að æfa. Til hægri var gaur með sólgleraugu. Ég þarf ekkert að tala meira um hann.. Það segir sig sjálft að fólk gengur ekki um með sólgraugu inni. Á nóttunni. Á skemmtistað. Á Íslandi.
Þegar ég var búin að horfa allt í kringum mig og flokka... fór ég að hugsa hvaða flokk annað fólk myndi setja mig í. Ég meina... ég var nú stödd þarna í miðri hringyðunni... Ég hafði enga hugmynd um það. Ég held að tangó-dansfríkin, drukkna nördið sem var að riðlast á hnjánum á mér, stelpurnar sem voru að grinda, þessar sem dönsuðu allar eins, eða gaurinn sem sá sól sem enginn annar sá, hafi heldur ekki haft hugmynd um hvaða flokk ég var að setja þau í. Eftir þessa pælingu ákvað ég að hætta að vera píkan sem flokkar þetta kvöldið..

21.9.02

Það er hrein illska í heiminum. Eitthvað hroðalegt sem heggur í sálir góðra manna. Þeir sem þekkja mig best vita hvað ég á við, þar sem ég hef verið óspör á stór orð yfir þennan fjanda. Djöfullinn er eitthvað sem ég vil kalla - Ilmkertin í Rúmfatalagernum. Hvaða sataníski mannhatari kom upp með þessa hugmynd? Það er einhver sá mesti óþefur sem hægt er að finna í heiminum af hverju og einu kerti. Sterk lykt sem brennir sig inn í nefið og eitrar allan öndunarveginn....
Við þurfum að safna liði og sigrast á þessum óvini!!

20.9.02

Hahaha.. ég var að sjá þátt sem er svoooo mikil snilld. Hann heitir Greg the bunny. Það er eitthvað klikkað fyndið við litlar sætar brúður með kjaft eins og á sjóara.
Rochester!! NO DONT DO IT!!
...give me one good reason!!
Eh... prison rape!
Vá hvað ég mæli með þessum þætti... Of sniðugur!
Ég spurði kunningja minn á msn: "Má ég ekki fá neina athygli af því að ég á ekki kærasta?? Ertu að gera upp á milli fólks?? Ertu með fordóma gangavart einhleypum stelpum??
RASISTI!!!"
.... og hann svaraði:
sko...... málið er að ef þú ert í sambandi þýðir það að einhver þykir þú það góð að það sé þess virði að vera með þér..... þannig að þá langar mann að vera með þér..... en ef þú ert single er greinilega eithvað að þar sem enginn vill vera með þér......... sama ástæða og giftir karlar eru eftirsóttir

Hmm.. líklega kominn tími til að sækja súkkulaði ís og borða hann beint upp úr dollunni yfir Sleepless in Seattle.. *sniff* Ég á ekki skilið athygli.. *sniff*
Dýrarútínur??

Afi minn og amma eiga hund sem heitir Georg. Hann er stórmerkilegt kvikyndi en ég ætla ekki að fara meira út í það núna. Þau hafa lagt það í vana sinn að fara með Gogga í labbitúr eftir að Leiðarljós er búið. Hér kemur glitchið: Afi og amma eru miklir Leiðarljós aðdáendur og láta gjarnan taka upp fyrir sig þáttinn ef þau eru ekki stödd á landinu eða uppi í sumarbústað eller noget. Hundurinn gerir engan greinarmun á upptöku eða frumsýningu þáttana og heimtar að fara í labbitúr eftir loka lagið í leiðarljósi, hvort sem um réttan tíma er að ræða eður ei.

Frænka mín átti einu sinni kött. Alltaf þegar það var kominn matur í skálina hjá kisu var bjöllu hringt. Kötturinn kom þá eins og byssukúla, á ótrúlegum hraða og að matarskálinni. Þetta gerði hann hvort sem hann var einhverstaðar í húsinu eða í nágrenni við það. Glitcið?? Þegar verið var t.d. að þurrka af kom stundum fyrir að bjallan gaf frá sér lítið klingj. Þá kom kötturinn á sama hraða og annars og var sármóðgaður ef hann fékk ekki mat í diskinn sinn.

Niðurstaða: Það að segja að ef einhverjum ákveðnum skilyrðum sé fullnægt, tákni það að einhver fái verðlaun er hættulegur leikur. Þetta er leikur sem foreldrar allstaðar á landinu leika með nammidögum. Foreldrar - Börnin ykkar munu finna glitch á kerfinu..!! Just you wait...
Það var svo erfitt að vakna í morgun. Ekki vegna þess að ég væri alltof sybbin... heldur vegna þess að mér var að dreyma svo skemmtilegan draum. Hvaða svindl er það að maður geti ekki bara sett svona drauma á pásu og haldið áfram með hann næst þegar maður lúllar?? Þessi draumur var um nornir, galdrakalla og magical shopping mal... Mjög sniðugur.. Var meira að segja action og spenna í gangi þegar ég vaknaði. Held að það ætti að gera kvikmynd eftir honum... - Based on a dream by Ósk... Ég er allavegana über súr yfir því að vita ekki hvernig hann endaði... *súúúr*

19.9.02

Það að Blink182 sé spiluð á svo að segja einu útvarpsstöðinni sem ég hlusta á, er persónuleg móðgun við mig... Alveg klikkað diss meira að segja. Ég held að allir sem hlusta á lög með þessari hljómsveit verði verra fólk fyrir vikið.
You scored: 16 out of 17
You have what it takes to be an extreme survivor!
Reward yourself with a Gloria Gaynor "I will Survive" T-shirt, and feel free to taunt the predetory animal of your choice.
Now YOU try it :o)
vábbs.. ég er svoooo södd. Maður á greinilega ekkert að borða fyrr en kl. 12 á daginn.. :oÞ
Til hamingju með afmælið broskalla afi!!
Það er bara eitt óþægilegra en að sjá að pillurnar á pilluspjaldinu eru að klárast. Það er þegar bensínljósið kviknar í bílnum mínum. Þetta hefur nú mest rætur að rekja til ársins í fyrra þegar ég kláraði alla peningana mína og lifði á euro í einhverja mánuði. Alltaf þegar bensínljósið kveiknar veit ég að bráðum fæ ég að blæða um 5000 kalli í bensín. 5000 kall er slatti mikill peningur þegar maður er ekkert að vinna og er bara að skólast. Ég skal nú bara segja ykkur það að ég persónulega eyði ekki 5000 kalli á mánuði í mat handa mér (kosturinn við að klína sér á foreldrana)... hvað þá 7500 (þarf að fylla Bennann minn svona 1.5x yfir mánuðinn).. *dæs* Jæja... búin kl. 10 í skólanum þannig... ég ætla að fylla alla bíla sem ég á af bensíni og kaupa handa mér eitthvað að borða svo að hlutfallið peningar sem fara í Benna/Peningar sem fara í mig verði ekki OF ósanngjarnt!

18.9.02

Maddlú bennti mér á auglýsingu með Kylie Minogue sem var bönnuð í Bandaríkjunum. Ég er búin að sjá auglýsinguna.. en kaupi samt ekki að þetta séu kynþokkafyllstu nærföt í heimi. Hef séð mörg skvísulegri í gegnum tíðina. Fannst nærbuxurnar t.d. ekkert spes :oÞ... En anywho.. þetta er eitthvað sem allir.. og þá sérstaklega melir.. ættu að hafa gaman af!! (og ef þetta var ekki gaman fyrir ykkur strákar getið þið kíkt á þetta.. og ef það virkar ekki skuluð þið bara skoða þetta!!!)
*útt* Ég fékk 24.940 stig í Diamond mine.... Held það sé bara mitt besta ever... enda var ég komin með mikið ógeð!
Vá.. er öll mín veröld byggð á lygi?? Ég var að komast að því að einn af mínum bestu vinum, hann Palli.. heitir allt í einu bara Páll Guðjón... Þetta er eitthvað sem ég hafði ekki minnstu hugmynd um. Ég hefði heldur aldrei komist að því hefði ég ekki fengið lánað hjá honum 800 kall fyrir Lilo&Stitch á sunnudaginn (af því að netið var í fýlu) og væri að millifæra peninginn til baka. Þarna stóð þetta svart á hvítu... Páll GUÐJÓN Sigurðsson.. *amazed*
Í gær fór ég í nýja ofur-risa-über stóra Byko. Vá hvað það var flott. Ég held ég hafi aldrei áður séð heilan gang bara með þvottabölum. Ég fékk tárin í augun og sagði upphátt... Its... bjútíföl....
Þetta er barasta draumaland fólks sem vantar eitthvað í búið. Úrvalsvörur á öndvegis verði! Ef ég væri sjálfstæðari en ég er... væri ég örugglega þarna núna að kaupa mér diska og ryksugu :oÞ en neinei.. ég bara bý með foreldrunum og gullfisknum mínum.
Annars var ég að spá hvaða mannvonska það er að hafa súkkulaði selt við kassann í svona búðum. Ég þurfti virkilega að taka á honum stóra mínum (jáms.. væri kannski svoldið dónaleg settning ef ég væri gaur.. hehe) til þess að versla mér ekki eitt slíkt og möntsja. Allt annað að fara í sjoppu eða stórmarkaði þar sem maður VEIT að nammi verður á staðnum og þar sem maður verið undirbúinn freistingunum. Þetta fólk er náttúrulega bara að þessu til að kvelja manneskjur eins og mig. Heiðarlegt fólk sem er háð sælgæti fremur en sígarettum eða eiturlyfjum. Mér tókst þó að sleppa því að kaupa mér úttla! Lofuð sé Ósk!
Ég sá á tilverunni að maður getur unnið geimferð ef maður drekkur pepsi. Það er ekki nóg til að koma mér til að drekka þennan ljóta viðbjóð. *foj* Tja.. nema það myndi frjósa í helvíti akkúrat á sama tíma ;o)
Pæling: Ef ávextir væru fitandi.. myndi maður þá fá svona "craving" í appelsínur?
Hámark letinnar...??
Í gær fékk ég Emil þess efnis að það væri frí í fyrsta fyrirlestrinum í dag. Ég fékk semsagt að sofa heilum klukkutíma lengur. Ég gleymdi samt að breyta vekjaraklukkunum mínum áður en ég sofnaði, þannig að önnur byrjaði að hringja kl. 6:50, og hin kl. 7. Í staðinn fyrir að tussast bara til þess að seinka þeim snooze-aði ég bara í einn og hálfan. Önnur hringdi á 6 mín fresti, og hin á 9 mín þannig ég þufti alltaf að vera að setjast upp og lemja snooze-takkana. Er það ekki hámark letinnar þegar maður er of latur til að geta sofið almennilega...???

17.9.02

Spádómskaka dagsins (í boði Nings) sagði að sérviska mín gæddi líf annara lit (nema hún sagði þetta náttúrulega á ensku...). Þetta er annað sem ég er tilbúin til að kaupa, enda jávkætt og fallegt. Svo hafa líka allir í kringum mig verið að berjast við að segja að ég sé skrítin, helst einu sinni á dag hver.
Spádómskakan sagði að það væri ekkert slæmt að vera skrítin (sérvitur)... því að þá er lífið hjá þeim sem þekkja mig ekki svart/hvítt lengur.. Mér finnst að vinir mínir ættu að gefa mér einhverja gjöf fyrir að halda lífinu þeirra í lit. Á ég bara að taka upp málningadótið mitt ókeypis..? Hmm.. ha?? ;o) Hvað er ég?? Hóra?? Jáneinei... Pay up people! :o).. Poki af haribo frá hverjum og einum! Ef þið ætlið eitthvað að þræta fyrir þetta þá er ég með spádómsköku miðann hérna hjá mér til sönnunar!!!!
Stundum verður maður víst að byrja aftur á byrjuninni til að brillera í framhaldinu... en er þetta ekki svoldið extrím?
Ég er alveg tilbúin til að kaupa þetta sem er sagt um mig í persónuleika trénu mínu... hehe.. fólk trúir öllu bullshiti svo lengi sem það er hrós ;o)... Annars get ég líka alveg fundið mig í seinni partinum.. (ástarmál sem vefjast fyrir blablabla..)
Salatbarinn í Hagkaupum er orsök gríðalegrar gleði, en jafnframt gríðarlegrar sorgar. Ég er einmitt í þessum töluðu orðum að japla á blöndu af pasta, kotasælu, túnfisk og brauðteningum í tómri hamingju. Þetta þykir mér góður matur og er barasta voðalega hollur líka (tja.. nema þú sért heilaþvegin anti-kolvetnisti sem heldur að þú fitnir á því að horfa á hrísgjrón.. en þá ertu líka kjáni og átt ekkert að vera að þvælast á síðunni minni.. ;o) ). Túnó is magniffikó... :o).. En anywho.. þá eru vondar tilfinningar einning tengdar þessum sama salatbar. Eftir jólaprófin í fyrra... var ég algjörlega búin. Ég ákvað að taka síðasta 300 kallinn minn í öllum heiminum og splæsa á mig einu salatboxi, stærð 1. Ég valdi mér vandlega í boxið og burraði svo heim með góssið, full tilhlökkunnar. Þegar ég fékk mér fyrsta bitann komst ég að því að pastað var allt myglað. Gleðin mín breyttist í tár.. (tja ekki alveg.. en mig langaði að grenja). Allur peningurinn minn í heiminum var búinn og salatið mitt var myglað. Gjersamlega eyðilagði fyrir mér jólin og ég hef verið í meðferð 3x í viku síðan þetta gerðist. Þetta er allt að þokast í rétta átt... (neinei.. reyndar ekki.. ég er of mikið jólabarn og ég hef aldrei farið í meðferð... Ég bara fattaði að það var enginn point með þessari sögu.. þannig ég ákvað að breyta endanum aðeins... tók einhver eftir því??)
Úbbs.. gleymdi að segja að þetta þarna áðan var úr snilldarmyndinni "How to irretate people"
...En allavegna.. þá finnst mér að ég ætti að fá einhver stórkostleg verðlaun. Ég var í prófi sem þýðir að ég lúllaði ekkert mikið í nótt (Veit..veit... it's a sickness.. :oÞ ) og SAMT fór ég beint inn í eitt vinnuherbergið eftir prófið og kláraði skiladæmi í öðru fagi :o).. Is this the new improved Ósk...?? Hver veit..
Hehe.. hérna er eitt ókeypis kvót handa ykkur þarna úti.. Ekki getraun.. bara sniðugt sem ég man eftir.. Er reyndar ekki alveg klár á að ég sé að fara alveg rétt með það:
*A friend of mine was at a cocktail party and he said:* The problem with women is that they take everything so damn personally! *Three women imediatly stood up and said; Well I don't!!*
Fleh.. ég held sko.. að sumar gellur haldi actually að það sé voðalega pæjó að hafa g-string gaurinn upp úr buxunum.
Hver veit.. kannski er þetta afskaplega hipp og költ tískufyrirbrigði. En einu sinni var líka í tísku að vera í innvíðum gallabuxum og í leðurjakka með stroffi.. Það getur engin logið því að mér heldur að það sé flott! Nærtækara dæmi er þegar ég var í grunnskóla og allir strákarnir girtu sig á hnjánum.... Það var heldur ekki flott...Sérstaklega ekki þegar sumir melirnir voru í sömu boxerunum nokkra daga í röð... Núna er það greinilega komið að stelpunum að tapa kunnáttunni á því að girða sig. Ef við bíðum nógu lengi kemur það örugglega í tísku að hneppa tölum á skyrtum vitlaust. Annað hvort sleppa einni úr í miðjunni eða bara að hafa endana mis síða niðri.
Mér finnst by the way líka frekar lame þegar gellur eru í venjulegum brjóstahaldara í hlýrabol/kjól þannig að hlýrarnir á haldaranum sjást (sérstaklega ef þeir eru í allt öðrum lit en bolurinn)... Ég ætla samt ekki að fara að röfla um það núna af því að hitt fer meira í mig ;o) En svona fyrir stelpur úti sem höndla það ekki að sleppa the breast-restriction device (sem er reyndar bara einfaldasta lausnin á þessu sko..) .. þá er ég hérna með ráðgjafahorn Óskar:
Það er hægt að fá svona hlýralausa brjóstahaldara gaura sem sjást þá ekkert í þessum venjulegu hlýrabolum. Ef þú ert í bol sem er ekki með baki er víst líka hægt að fá svona skálar sem eru með lími og þú setur bara beint undir jor búbís. Ef þú ert ekkert sérstaklega að fíla svona hálfa haldara er hægt að versla sér gaura sem eru með glærum hlýrum og sjást þá mun minna. Ef ekkert af þessu er eitthvað sem þú höndlar.. þar sem að nákvæmlega EINN spes super-über-ofur-túttustækandi-2skála-viðbætandi-undrahaldari er óaðskiljanlegur partur af djammgallanum þínum þá er ég með þá tillögu að þú hættir að djamma í fötum með einföldum hlýrum!

16.9.02

...um hugsunarfresturinn er búinn... svarið er: Bónda.. *híhíhí*
Hvað kallar maður dreifara sem á 100 kærustur?? HAHAHAHAHAHAHAH
Pæling: Ef maður heilsar sumu fólki án líkamlegrar snertingar í hinu daglega lífi... af hverju faðmar þetta sama fólk mann alltaf ef maður hittir það niðri í bæ, um nótt, um helgar?
Um daginn var ég að hlusta á feel-good kasettuna mína. Ég hef hana alltaf í Benna. Mamma og pabbi tóku hana upp þegar við Daði vorum ponsur. Ég var 2gja ára og stóri bróðir 3gja. Við erum að syngja og segja brandara og sögur á þessari spólu. Þarna má einmitt heyra (líklega) fyrsta textann sem ég bjó til. Hann var við gamla Nóa lag.. og hljómaði svona:

Gamli Nói, Gamli Nói
er að passa spýtu
Missir spýtuna ofan á sig
Missir líka videoið...

Jáms... hæfileikar frá byrjun... hehehe..
Jæja biddsjés... Kvikmyndagetraun og tóm gleði. Síðasta var úr "The running man"... en þessi er úr mynd með meiri gæðum..
Quote: Hate is baggage, life's too short to be pissed off all the time, its just not worth it.
Hint: Ekkert hint að þessu sinni..
Hefur þú græna?
Dead leaves in a dirty ground when I know you're not around... lalala..
Mér fannst þetta lag ekkert spes þegar ég heyrði það fyrst.. en núna er það alveg all that plus a bag of chips baby.
Þetta er kannski ekki gott dæmi, þar sem þetta var eitthvað sem bara vandist vel.. en.. Ég held að smekkur breytist svona með aldrinum. Manni á að fara að finnast ólívur góðar, fíla the golden oldies, puffa yfir nútíma tónlist og finnast það betra að sofna fyrir 22 á kvöldin. Allt þetta á að hjálpa því að viðhalda jafnvægi í tilverunni og jafnframt lífshringnum.
Það er einmitt þessi hringur sem lætur fólk yfir 30 og fólk undir 30 farast á mis at times. Þetta fólk "yfir" er endurnært á mánudögum, en búið eftir vikuna á föstudögum. "Undir" fólkið hinsvegar er alveg búið eftir skemmtun helgarinnar, en er alveg að blíva á föstudögum.
Í gær fórum við Palli og Maggi (já bíddubíddu. þetta er barasta ekkert þessi sem er kallaður Maddlú.. turnes out theres more than one Maggi out there!!! Totally blew my mind!) á Lilo&Stitch. Ég var kannski ekki með hæðstu vonirnar bundnar við þessa disney mynd en hún var æði :o).. Ég var svo ánægð með hana og ég held að það sé alveg svoldið síðan að ég hló svona mikið að mynd frá þeim. Ég held með Stitch!! ;o)
Annars er pjásan ég að fara í próf á morgun.. og dreymdi prófadraum í nótt. Svona þetta venjulega.. Ég vaknaði og fattaði að það var ekkert mánudagur heldur þriðjudagur og ég hafði ekkert lært. Pfff.. prófkvíði dauðans.. (Ha?? Ertu með prófkvíða dauðans Ósk?? SKILAÐU honum! Ég er viss um að dauðinn sé ekkert að fíla að þú sért að ræna dóti frá honum!!! Takktakk.. *hneygj.. Gimmí a 5 aur!)

15.9.02

Við hvert skref sem ég tek er eins og hnífar stingist upp í fæturnar á mér. Var ég hafmeyja sem gerði samning við vonda norn en gleymdi því í þys helgarinnar? Neibbs.. líklega ekki. Kannski komst ég bara að því hvernig tilfinning það er að labba 55 mínútur í satanískum stígvélum. Fæturnir mínir gráta í hverju skrefi, en veskið mitt er sáttara engu að síður. Þannig var nefnilega mál með vexti að netið var niðri hjá mér síðustu 2 daga (hence no færsl sko..) og ég gat ekki millifært cash fyrir djammið í gær. Ég vil ekki ofnota euroið og þetta var niðurstaðan hjá mér. Þjáning!
Ég lauk 4 missionum á djamminu með sóma. Ég held að ég gæti orðið góð í þessum leik. Reyndar voru þessi ekkert erfið. Fyrsta var að labba einn hring á NASA og fá sætan strák til að kveikja í sígarettu fyrir mig. Næsta var að fá stelpu til að dansa við mig, þriðja var að eignast nýja vinkonu inni á klósetti og fara með henni að pissa. Fjórða missionið er leyndó en það var engu að síður leyst af hendi með prýði! :o) *tóm gleði*

13.9.02

Er ég komin með vikulega áskrift af blogger dagsins hjá Sigurjóni og co? Er ekki frá því að þetta sé þriðja vikan í röð hjá mér :oÞ..
Kíkti í gær á kaffihús með Völu svölu. Nýji staðurinn okkar er bara kaffi Vín. Höfum verið svoldið að finna okkur aftur í kaffihúsamenningunni eftir að gamli-usual staðurinn okkar hætti að vera brúkaður (löng saga..)
Eins og alvöru pjásur fórum við í eina spyrnu á leiðinni heim. Spyrnur eru stundum sniðugar.
Þegar ég var ný komin með ökuskírteinið átti ég hvítan chevy frá ?87 :oP. Sjálfskipt kvikyndi með 2000 vél sem eyddi öllu bensíninu í heiminum. Þá lennti ég slatti oft í því að einhverjir melir á mínum aldri gerðu svona *brummbrumm* hljóð þegar ég var við hliðina á þeim á ljósum. Hvíti, gamli burrinn vann alltaf... enda var fólk alveg að vanmeta hann í svona aðstæðum. Hann leit nefnilega ekkert kraftmikið út beyglan sú arna.
Núna er ég svona nokkurn vegin hætt þessari vitleysu (tja.. nema t.d. ef ég lendi á ljósum við hliðina á Völu þegar ég er að keyra heim frá kaffi Vín....).
Fyrir c.a. ári síðan var ég að bíða eftir grænu sammen med 17árastrákabíl. Þeir gerðu sig líklega í spyrnu. Ég ákvað að standa ekkert í þessu og sat bara í gúddí fílíng og beið. Þegar þetta gula lét sjá sig þá keyrði ég hægt og rólega af stað... en spyrnustrákarnir þutu ekki framhjá. Mér þótti þetta frekar dúbíöss þannig ég leit í baksýnisspegilinn. Melurinn sem var að keyra hafði þá drepið á bílnum. Ég og Karen (sem var memmér í bíl) hlógum okkur máttlausar og þegar þeir komu aftur við hliðina á okkur á næstu ljósum bentum við á þá og hlógum meira. Þeir horfðu skömmustulegir niður og voru hreint ekkert eins svalir á þessum ljósum eins og þeim fyrri... Stundum er gaman að hrekkja litla stráka sem halda að þeir séu stórir strákar...
Híhí... áhugavert innskot frá Palla .. (vá hvað það er gaman að fá svona Emila..):
Já veistu hvað .. Ég var að lesa grein um mann sem hafði eytt mikilli vinnu í að finna út hvenær fyrsti broskallinn var notaður.
Fyrsti broskallinn verður 20ára gamall eftir sex daga! og hann leit svona út
:-)

Ef þig langar þá geturðu skoðað meira um það hérna:
Hafið þið lent í því að vera að bursta tennurnar... og fara að raula með sjálfum ykkur eitthvað lag. Þið haldið áfram að raula þetta blessaða lag þegar þið takið ykkur til. Svo þegar sest er inn í bílinn og svissað á, enn með lagið klingjandi í hausnum, er einmitt sama lagið í útvarpinu. Mér finnst þetta svoldið sniðugt og freaky í einu. Hefur komið fyrir alveg nokkrum sinnum hjá yours truly, t.d. í morgun. Núna var þetta eitthvað U2 lag. (mér finnst U2 kúl en myndi ekki flokka mig sem harðkjarna aðdáanda... tja.. nema þessu væri snúið við og merkingin væri aðdáandi hardcore. Ég fíla hardcore!!)
Er þetta tilviljun?? I think not!! Ég held að stundum tappi maður bara inn í útvarpssendingar framtíðarinnar... Yah.. thats it..

12.9.02

Ég hef ekki áhuga á golfi. Ég get ekkert að því gert. Mér þykir íþróttin ekki spennandi né áhugaverð, hvorki in action né í sjónvarpi. Ég fór til Flórída árið 2000 með fjölsk. Þar tóku samt foreldrarnir og bróðir minn með sér golfsettin sín, enda voru þau mikið inni í þessum skramba á þeim tíma. Þau fóru á hverjum morgni út á golfvöll. Ég kom meira að segja með alveg 2x til að keyra þessa litlu golfbíla. Þeir eru svooooooo mikil snilld. Ég var samt hrifnari að því að koma ekkert með, heldur sitja ofan í sundlauginni úti í garðinum hjá húsinu "okkar" og lesa Pratchett..
Jæja.. nóg um það. Einn daginn tókst þeim samt að draga mig í minigolf. Þetta var rosalega flottur völlur. Með fossum og hellum og öllum skrambanum. Pjásan ég, sú eina sem hafði ekki stundað golfvellina allt sumarið, vann þau öll í minigolfi. Venjulega finnst mér ekkert *über* gaman að vinna. Ekki miskylja mig.. mér finnst það alveg gaman.. en ekki GAMAN! Þetta var engu að síður einhver sú mest gefandi reynsla sem ég hef á æfi minni upplifað. Aðalega af því að hin voru svooooooo súr! Stundum er gaman að vinna þegar fólk er tapsárt!
Er ég sætra stelpu segulstál?
Það sem fólki dettur í hug.. Búið að gera sérstakan leik sem mælir hversu lengi þú getur haldið takkanum á músinni niðri. Ég gat haldið lengur en 1.1%, eða í 10 sek og 64 sek.brot.... Hvað get ég sagt? Ég er ekki mjög góð í að bíða ;o)
Í gær sá ég mann í sjónvarpinu spyrja fólk á förnum vegi hversvegna kvenmenn klæðast g-string. Það virtust nú ekki margir vita þetta... en kannski sýndi hann bara í sjónvarpinu þá sem voru ekki klárir á því... Who knows :o).. Allavegna.. Kvenmenn klæðast g-string vegna þess að....
- Það sést ekki eins mikið nærbuxnafar í gegnum flíkur (nærbuxnaför eru off)
- Ömmunærbuxur með rassi eru miklu óþægilegri og eru alltaf að flækjast eitthvað fyrir
- G-string eru flottari
Í dag eru sex mánuðir síðan ég skrifaði fyrstu færsluna! Til hamingju með það ég!!
Allavegana... í gær fékk ég fyrstu forgen cookie (spádómsköku?) æfi minnar. Inni í henni var miði sem á stóð: "Your best defense strategy is to adopt a cooperative posture."
Bróðir minn ráðlaggði mér að hunsa bara þennan miða, þar sem að það besta sem ég persónulega gerði þegar ég væri í vörn væri að koma öðrum í vörn.
I did not know that.. Vonandi jarðar þetta ekki við emotinal terrorism.. :-O.. Nahh.... varla.. :o)

11.9.02

Fór í mikla fýlu og henti út öllu fólki af msn-inu mínu sem talar aldrei við mig. Hvað er þetta fólk að bæta mér á contact listann sinn ef það ætlar svo ekkert að nýta það neitt frekar?? Hmm.. ha?? Bara pirrandi að sjá það logga sig inn endalaust og svo bara vera hangandi þarna í einhverjum flokkum en ekkert segja hæ eða neitt :oÞ.
Sópaði út 24 stk... :o).. Jájá.. ég er bara bitur af því ég á enga vini og svo vill heldur enginn tala við mig á msn.. *HAHAHA*
Kíkti með Ásgeiri á söbbvej. Þetta er náttúrulega þó nokkur hetjudáð þar sem vonda stelpan var að vinna.
Allavegna... mér finnst það merkilegt hvernig sumir karlmenn geta barasta vakið heilu næturnar spilandi CS. Ég er meiri orðaleikja týpa... (kings/space/police/heros quest, monkey island, Larry, full throttle, Gabrial knight leikirnir, broken sword... you get the point..) eða hlaupi, hlaupi hoppi leikja týpa (gömlu disney leikirnir, Tomb raider, commander keen....) og svo þegar ég var yngri voru líka svona mortal commbat leikir rosa uppáhalds...(Var alltaf Kitana fyrst.. en svo Sindel í nýrri leikjunum. Er eiginlega alltaf einhverjar píkur í lemji-leikjum frekar en melir.. My feminin side sko... Lemja gaura í hakk sem beygla í pushup haldara og læraháum, háhæluðum stígvélum..)... Held ég hafi samt aldrei vakað alla nóttina til að tölvuleikjast!
Hvernig ertu í músaklikki?
Æjajæja... Everybody know what time it is??? KVIKMYNDAGETRAUNATÍMINN!! :o)
Quote: Manneskja 1: I'll be back. - Manneskja 2: Only in a rerun.
Hint: Cool, hot and buzzing (meðal annars)

Veistu hvað ég meina?

Já.. og p.s. Síðasta quote var úr "Emperors new groove" Ekkert smá súrt hvað fáir gátu það.. Kunnið þið ekki gott að meta?? Hmmm. ha? ;o)
Er ég föðurlandssvikari? Er ég vondvond hóra sem trampar yfir þjóðarstoltið á skítugum skónum? Tja.. call me what you like (as long as you call me.. hahah.. ah.. 1993 var gott ár fyrir tónlist) en ég vil samt barasta ekkert sjá myndina K-19 með stolti Íslands, honum Ingvari E Sigurðs.
Það hefur verið sérstakt tabú hjá mér að horfa á myndir sem eru byggðar á sannsögulegum atburðum (tala nú ekki um ef þær eru titlaðar "A true story about a woman") og þetta er einmitt slík. Myndir sem eru hannaðar til að láta áhorfandann grenja eru ekki minn tebolli. Fatta myndir sem gera mann hræddan... ég meina... maður fer í rússíbana út af sömu ástæðu ... En grenja?? Pfff..
Svo skil ég heldur ekki af hverju allir í myndinni tala ensku með lélegum rússneskum hreim. Ef þeir eru að tala ensku á annað borð.. HVAÐ ER ÞÁ MEÐ HREIMINN?... Þetta verður hryllilega off eitthvað. Að leika Rússa sem talar ensku með rússneskum hreim við aðra Rússa.. er eins og að vera dökkhærð kona að leika ljóshærða og segja heimskulega hluti öðru hvoru til þess að passa í hlutverkið..
Hún fær samt einn plús. Mér finnst treilerinn sem sýndur er á Íslandi fyrir myndina krúttlegur. Mistör Indiana Jones er náttúrulega aðal celebið þannig að það er eiginlega bara sýnt frá honum í treilernum. Íslendingar hafa hinsvegar fundið eitt lítið atriði í kynningunni þar sem sést í hálft andlitið á Ingvari. Tækifærið var nýtt og hent inn einhverjum Arial stöfum með nafninu hans á einmitt þeirri míkrósekúntu sem annar en Han Solo spókar sig á skjánum... Sætt að halda í stoltið... :o)

10.9.02

Oj.. hvernig getur fólk átt sextán chivava hunda?? Vantar held ég einhverja kafla í bækurnar hjá sumum... heh
Hey!! Daði stóri bróðir er 22 í dag!! Til hamingju Daði!! :o)
Þið sem þekkið mig vel vitið hvað það þýðir!! Bara 1 mánuður og 12 dagar í það að ég verð 21!! (Not everything is about you Ósk.. :oÞ )
Ég er svona c.a. best í heimi í þessum leik
En svona að öðru.. Ég er að drepast úr afbríðissemi út í þennan og þennan vegna góða veðursins hjá þeim!!!
Allskonar fólk til í þessum heimi
Ef ég mætti ráða yfir heiminum í einn dag... þá myndi ég...
...Útrýma svona blásturs þurrkugaurum af almenningsklósettum og innleiða handklæði eða bréfþurrkur í staðinn.
...Flytja allt fólk sem horfir á drama myndir, faðmar ókunnugt fólk á djamminu og telur upp hvað það hefur drukkið mikið við hvert tækifæri á eina eyju/land.. (eða bara Cleveland.. hahahah) (Lets face it... ég ræð heiminum og mig langar ekkert að hanga með svona fólki...)
...Fyrirskipa Radio-X að splitta sér aftur upp í þessar 2 stöðvar sem þær voru... heimta harðara rokk inn á milli og hætta þessu bullshiti að hafa bara lög sem skífan hefur umboð fyrir á playlistanum!! (Vill getað skipt á milli ef það er eitthvað sökkí á annari rásinni þakka fyrir)
...Banna haribo og frönskum kartöflum með sósu að vera fitandi
...Refsa öllu fólki sem er með animated gifs á heimasíðunum sínum... (allavegna ef það eru svona snúandi att merki... eða eitthvað í þeim dúr)
...Setja lög gegn linsoðnum/illa steiktum eggjum þar sem gulan í þeim er svona eins og gult kömm..
...Banna allan spam-mail, ananas breezer, über væmið áfengi og allt sem er með jarðaberjabragði en er ekki jarðaber
...Útskýra ýmislegt fyrir Bandaríkjamönnum, t.d. það að Evrópa sé ekki eitt land sem heitir Yourp og að nota orðið "heimurinn" í merkingunni Bandaríkinn væri ekki ásættanlegt þar sem að ég réði yfir miklu meira en bara USA sko!
...Harðbanna Englendingum að elda mat... (because euww!)
...Vacumpakka Keikó og senda hann á sædýrasafn. Veröldin er með næg vandamál fyrir og íslenskar hvalveiðar eru nokkuð dauðadæmdar á meðan þessi er að spenndýrast í kringum landið.
...og margt.. margt fleira!
Awwó! This is Ósk. I'm not in right now but please leave a message after the beep. *BEEEP*
Eh.. Ósk? This is Josh... Josh Harnett again... I was just wondering.. you never called me back the other day.. Is it me?? I mean.. a lot of girls would like to be in your position... Oh.. sorry.. I didn't mean to be like that... Just... *shit*.. call me.. Okay?
*Delete message*
Vá... tekur maðurinn ekki hitni???
Ég fékk frekari typpaskoðunarpælingar sendar í Emil... Tóm gleði, enda orðið mikið áhugamál hjá mér.. hahaha.. En allavegna...ég ætla að pósta þennan Emil líka fyrir gellurnar sem heimsækja mig hingað!! Þessar eru svoldið sniðugar og koma frá Borgari:

Ó-já! Það er sko alveg horft á typpið á manni í sturtu... Ég er þó sammála fyrri ræðumanni að þetta sé harðbannað samkvæmt "reglunum". En það breytir þó ekki staðreyndum:
Það er alkunna að strákar á öllum aldri "bera sig saman" þegar þeir stríplast í hópum. Það sem færri [konur] vita er hvers vegna... Að vera með stærsta typpið er samasem að vera með mest respect í hópnum (svoldið erfitt að útskýra þetta). Ég hef reyndar mest tekið eftir þessu hjá íþróttamönnum, eða gaurum sem fara reglulega saman í sturtu. Það er eins og margir (flestir?) karlmenn fyllist einskonar lotningu í viðurvist stórra typpa. Í huga karlmannsins er samasem merki milli þess að hafa stórt typpi og getu til að fullnægja konum... en við erum einfaldir svoleiðis ;-)

Tvær sögur úr samtímanum:
* Kunningi minn spilar með fótboltaliði. Allir í liðinu voru með það alveg á kristaltæru hver úr liðinu var með stærsta typpið. Nema einn daginn gerist það að nýr leikmaður bætist við hópinn, og... það klöppuðu allir fyrir honum í sturtu eftir æfingu fyrir að "slá metið" um töluverða lengd.

* Besti vinur minn til margra ára hefur ákaflega gaman af því að fríka fólk út. Hann er með ótal brögð tilbúin sem hann notar á okkur hin. Eitt af því versta sem hann hefur gert mér er "sturtuatriðið". Það virkar svona: Við förum í sund og tilheyrandi... nema þegar við erum komnir úr löginni og röltum í rólegheitum heim segir hann alvarlegur "þú ert með svakalega flott typpi"... og ég fríka út! Ég fattaði nottla að hann var að spila með mig þegar ég var farinn að öskra á hann =) -- Nema... þetta var ekki í fyrsta skipti sem hann hafði framið þennan verknað. Annar vinur okkar hafði lent í klónum á honum, "rosalega ertu með fallegt typpi". Sá svaraði einfaldlega "já, ég veit" og til dagsins í dag er hann sennilega sannfærður um ágæti typpi síns.

Smá pæling: Karlmenn stara á brjóstin á konum þegar þeir eiga að vera að horfa í andlitið. Konur taka alveg eftir því. Karlmenn vita að konur taka eftir því, þeim er bara nákvæmlega sama (af því brjóst eru betri en allt allt allt - eða?). Það sem ég veit ekki er... er konum sama? Eru þið jafnvel bara að reyna að njóta þess að sjá karlmenn ásigkomulagaða, skjálfandi og stamandi þegar þeir dást að mjólkurframleiðslutækjum ykkar?

9.9.02

væri þetta ekki sætt?As dictators go, you're kind of pathetic! Instead of military coup or systematic persecution to get power, you just happen to be the head of the only party in the UK that isn't totally worthless! While not very impressive it is none the less effective! You can do whatever the hell you like without any chance of getting voted out of office! People know that the only alternative would have them eating their children if they ever got back into power! However, you still think that you are as loved as you were when you were first elected into power? News flash for you: You're not!

What tin-pot dictator are you? Take the "What Dictator am I?" test at PoisonedMinds.com


...ég semsagt sökka sem dictator! :oÞ
Oh.. ég er svo bitur út í leiðinlegu Subway stelpuna. Alltaf þegar ég sé að hún er að vinna þegar ég fer og fæ mér söbba fæ ég svona *ónei* tilfinningu og panta mér eitthvað fljótlegt. Hún var alveg ágæt núna framan að.. En svo borgaði ég 159 kr. með 500 kalli. Ég rétti fram hendina til að taka við klinkinu, en hún svona horfði á mig og droppaði peningunum alveg við hliðina á hendinni minni. Ég þurfti að plokka 341 kr upp úr söbbaborðinu. Vonda píkan!
Merkilegt hvað ég veit um marga sem eru bitrir út í þessa stelpu. Fólk byrjar ótrúlega oft að minnast á hana.. og allir í kringum það sem hafa átt samskipti við hana á söbbvej í Ártúnsholti kveikja strax á hver þetta er.
Ég á svooo margar sögur af þessari beyglu frá svooo mörgum mismunandi aðilum.. Hvaða aumingjar erum við að vera ekki búin að hringja í Alþjóðlegu Söbbvej höfuðstöðvarnar og kvarta yfir henni?
Fékk sendan áhugaverðan Emil um typpaskoðanir í sturtum, jafnt sem annarstaðar, frá ungum manni sem heitir Þórir. Ég fékk leyfi til að pósta hann þar sem að ég held að margar stelpur þarna úti séu forvitnar um þetta. Here goes:

Typpa skoðun er með öllu óheimil. Þetta er ein af Ósk-ráðu reglunum, sem allir strákar verða að fara eftir. Þetta gildir hvort sem er um sturtur í
íþróttahúsum, sundlaugum, gufuböðum (nema kanski grískum gufuböðum, en þangað fer hvort eð er enginn heilvita (gagnkynhneigður) karlmaður:), og hvar annarsstaðar þar sem menn eru berir saman. SexyLosers teiknimyndasögurnar fjölluðu einusinni um þetta, og segja í raun allt sem segja þarf. Auðvitað eru til pervertar sem fara ekki eftir reglunum, en ef þeir ætla að stunda það að brjóta reglurnar þá verða þeir líka að þola það að vera barðir reglulega. Auðvitað yrðu þeir ekki lamdir alltaf, flestir myndu bara horfa á þá með fyrirlitninga svip og kanski segja eitthvað uppbyggilegt eins og "djöfulsins pervert" eða "hugsa þú bara um þíns eigins typpi" (ATH. þetta er kvikmyndagetraun, sjá svar neðst). En sumir myndu líka bara berja þá. Annars eru "reglurnar" merkilegt fyrirbæri sem félagsfræðingar hafa eflaust rannsakað einhverntíman og er alltof langt mál að reyna að útskýra í einum emil.

Ég vona að þú sért einhverju nær um typpaskoðun.

ps. Kvikmyndagetraunin er auðvitað úr Stellu í orlofi.

(Frá Ósk: Ég er rosalega ánægð með að fá svona góðar útskýringar á efni sem ég er að pæla í sendar í Emil. Mér þætti mjög vænt um ef aðrir þarna úti tækju þennan mel sér til fyrirmyndar! Jeiij..)
Hahah.. Dýramyndin af mér, Palla og Natta er komin á Batman.is...
Það er svo mikið vesen að vera kvenmaður. Hvernig getur maður mögulega verið svona mikið af "unwanted body hair" á líkamanum? Fjarlæging þeirra er auðvitað löngu komin upp í vana... en stundum stoppar maður og hugsar um þetta allt saman. Leggir, handakrikar, skvísa, augabrúnir.... Allstaðar hár sem þarf að snyrta. Svo ég tali nú ekki um þetta á kollinum. Það veður víst að vera ágætlega hyrt líka.
Sumar konur gefast upp á því að snyrta þetta. Þetta eru konurnar sem horfa alltaf á skvísuna á manni í sturtunni í sundi (auðvitað gera þetta ekki ALLAR konur með skógi vaxna bikinílínu.. en samt prósenta af þeim). That kind og women creep me out. Ekki endilega það að þær séu un-trimmed - kannski meira það að ég er kannski ekki að fara í sund til þess að sýna húsmæðrum hvernig my privates eru snyrt. Ég hef stundum verið að spá í því hvernig maður eigi að bregðast við. Er einhver önnur leið en þessi venjulega; Bara bakka lengra inn í sturtuna og láta eins og maður taki ekki eftir þessu? Kannski er besta lausnin bara að horfa til baka. Maður gæti hugsað á meðan: FEEL THE PAIN BITCH!! En vandamálið er að ég hef ekkert ódrepandi áhuga á því að spotta loðnar skvísur á konum í sundi.
Hmm... hef greinilega ekki hugsað þetta til enda. Ég ætti að spyrja vini mína hvort þeir lendi í typpa-skoðunar köllum í strákaklefunum og hvernig þeir bregðist við.
Mér finnst svona barnamáltíðir svo kúl. Það kemur ennþá fyrir, ef ég er ekki mjög svöng, að ég fæ mér slíkar á skyndibitastöðum. Þá fæ ég hæfilega stóran skammt af möntsji.. OG dót!! Ég veit ekki með ykkur.. en mér finnst dót sniðugt!!!

8.9.02

Sögustund með Óskímon:
Þegar ég byrjaði með Djúlls, fyrrverandi melnum mínum, fyrir rúmlega 5 árum síðan bjó hann í Vogum á Vatnsleysuströnd (aha.. I KNOW!! dreifari.. hehehe..). Hann sagði mér á sínum tíma sögu sem gerðist þar í bæ. Here goes:
Hann þekkti eina stúlku sem starfaði sem leikskólakennari í bænum. Einn daginn hafði lítil stelpa komið til hennar í leikskólanum og sagt við hana: Mamma var að fæða í nótt :o)!! og leikskólakennarinn svaraði: Ha?? Var mamma þín að fæða?? og litla stelpan játaði því... Konan hafði þá hugsað sig aðeins um, en mundi ekki eftir því að hafa séð á mömmu stelpunnar að hún væri ólétt. Engu að síður óskaði hún pabba hennar innilega til hamingju með nýja barnið þegar hann kom að sækja títluna. Pabbinn kom algjörlega af fjöllum. Konan minntist þá á að dóttir hans hafði talað um að mamma hennar hafi verið að fæða um nóttina. Þá hugsaði pabbinn sig aðeins um og sagði svo hálf vandræðalegur: Neeii. hún var bara að fá það!!
(ég fæða.. ég fæða.....)
The moral of this story is: Ef þið haldið fyrir einhverjum vöku á nóttunni með hvaða hætti sem er... getur það komið aftan að ykkur seinna!! Virðið svefninn hjá öðrum! ;o)
I am the lizard king - I can do anything!
Ég held að fólk sem fíli ekki The Doors eða Pixies ætti bara að flytja á aðra plánetu. Að fíla ekki Doors eða Pixies er eins og að finnast jarðaber vond.

7.9.02

Vissuð þið það að það var hægt að láta mála sig í Kringlunni í dag? T.d. gat maður verið bleikt pardusdýr, sem ég heyrði að væri miklu flottara á sýni-myndinni en þegar væri tilbúið á andliti :oÞ.. En allavegna þá létum við Palli og Natti það eftir okkur að finna innra dýrið í okkur. Þetta getur víst kallað fram villidýr í sumum, þannig að best er að fara varlega. Sumir geta líka orðið bara geðveikir.. lent í identety krísu þegar þeir líta í spegil.. En aðrir finna bara hugarró og eru sáttir við lífið :o)
Uppáhalds var að koma með þá tillögu að hafa alltaf mission á djamminu. Þá ákveður maður mission áður en maður fer í bæinn... og reynir svo að framfylgja því. Mér finnst það rosalega sniðug hugmynd og ég held þetta gæti verið skemmtilegt. Held samt að mín mission byrji smátt... svona; Spyrja X marga til vegar, fá 2 vini til að syngja fyrir mig Backstreet boys lag, fá lánaðan 50 kall hjá strák í rauðri skyrtu eða eitthvað svoleiðis...

6.9.02

Ég dróg Hákon með mér í Smáralindina til að skoða útsölumarkaðinn hjá hagkaupum. Hann var reyndar ekkert spes (markaðurinn það er)... en ég keypti mér 2 CD bækur; The Interactive SPACE encyclopedia og Dr. Ruths encyclopedia of Sex. Þessar tveir gæðadiskar kostuðu ekki nema 499 kr. stk. og voru mun fleirri encyclopedia diskar þarna sem ég hafði augastað á. Á þessum síðustu og verstu tímum verður samt að spara aðeins, þannig frekari encyclopedia munaður var ekki samþykktur af debitkortinu. Ég hlakka samt til að henda þessum í drifið og fræðast meira um undur alheimsins og kynlífsins..
Ávi... ég meiði mig. Ég var að ljósast og gaurinn sem þvoði bekkinn áður en ég fór í hann hefur sett alltof mikið af ætandi-hreinsiefni á þá. Allavegna er ég með svona svíði fílíng allstaðar á bakinu en er ekkert brunnin. Þetta kom einu sinni fyrir þegar ég fór í ljós í Grænatúni í den, en fór svo þegar ég bara strauk yfir bekkja djöflana með vatni og pappír áður en ég brúkaði þá.
En allavegna.. hef ég aldrei verið krakkinn sem hlýddi þegar mamman sagði: Ekki klóra í þetta... þá svíður þér meira!! Þegar ég fæ moskídóbit í útlöndum þá klóra ég alltaf ósjálfrátt og það verður miklu verra :oS... Ég er að reyna að vera stillt núna og láta þetta í friði.. its just soooo hard..
Ég var að fatta (tja... kannski ekki.. en maður tekur svona til orða. Það er ekki eins og ég hafi litið niður og komist að því mér algjörlega að óvörum að ég hafi klætt mig í hvítan bol í morgun...). Ég er í hvítum bol.. and it's after Labour day! Ég er að spá hvort þetta sé svona líka á Íslandi. Maður meigi ekki vera í hvítum fötum eftir einhvern ákveðin dag. Kæmi mér svo sem ekkert að óvart þar sem tískufasisminn ætlar engan enda að taka... T.d. hefur tekist að sannfæra saklausar stúlkur þarna úti núna.. um að það sé hrottalega pæjulegt að vera í gallabuxum og strigaskóm...... Well.. it's NOT!
Pæling: Er Latibær að taka yfir heiminn? Komnir með sitt eigið hagkerfi og líka útvarpsstöð núna... Watch out world!
En það er annars eittt gott við Latabæ. Það er mjög auðvelt að átta sig á íbúunum þar. Glanni Glæpur er t.d. einhver sem maður ætti að passa sig á... og Siggi sæti á örugglega alltaf haribo!!
Awwó addlir saman :o) Ég var að fatta... að eftir 6 daga (híhí. hún sagði sex).. þá á ég 6 mánaða (haha.. hún sagði aftur sex) pósk-afmæli. Mikið hroðalega líður tíminn hratt. Maður eldist víst með hverjum deginum og yngist ekki allavegna á næstunni. Ég reyndar er ekki í sama "vá hvað ég er fullorðin" fílíngnum og ég var í þegar skólaárið byrjaði í fyrra. Þá var ég alveg í þessu grúvi: "Vá.. ég er í háskóla. Vá hvað ég er stór.... "
Hef ekki enn fundið fyrir þessu sama þetta árið..:o)

5.9.02

Ég mátti ekki fá miða á xXx... Fólkið sagði að þeir væru búnir... :oÞ
Smelltu hérna ef þú átt miða og villt bjóða mér memm!!
Sú síðasta var úr Starwars IV, A new hope!! En hér kemur ný kvikmyndagetraun handa ykkur minn hungraði múgur:
Quote: It is no concern of mine weather your family has.... what was it again?? Food!! You really should have tought of that before you became pesants!!
Hint: Vá hvað þetta er góð mynd. Ein af fáum sem ég á í DVD formi af því að hún er svo æði.. tja.. og líka af því að gaur sem er æði gaf mér hana í jólagjöf :oP En allavegana.. á top 5 listanum mínum yfir kvikmyndir!
Heillaðu mig!!!
Guess what!!..... I'm jömmí!

Jáms.. eins og c.a. öll önnur próf sem ég tek..... ber Dagný ábyrgð á þessu
...Ef þú segir andi liðinna jóla rosalega hratt. .hljómar það eins og Angelina Jolie!
(Í boði Rúnu)
Úff.. ein í endorfín-vímu. Ég tók 40 mínútna morgunorbið mitt eftir skólann í þessu sinni og það er bara allt annar boltaleikur sko... Nú verð ég super happy í allan dag... :o)
Ég var að fatta... ég sá The Batchelor á þriðjudaginn og sagði ekki orð um það. Ég verð að bæta úr því sko...
The Batchelor er raunveruleika þáttur. Það eru til tvær tegundir af svoleiðis þáttum. Önnur er sú tegund sem t.d. Survivor og Amazing race falla undir. Í þessum þáttum getur maður sett sig í spor keppanda og verið sammála eða ósammála ákvörðunum þeirra í þeim aðstæðum sem þeir eru í (þó það sé ólíklegt að maður myndi lenda í þeim).
Undir seinni tegundina fellur The Batchelor. Aðrir þættir í þessum flokki eru t.d. Boat full of whores (Love cruze) og Temptation Island. Þetta eru aðstæður sem engin heilvita manneskja myndi setja sig í og líklega ekki margir sem geta sett sig í spor fólksins í þáttunum. Takmarkið með þeim er það að gefa áhorfendum tækifæri til þess að hneykslast. Þetta eru reyndar ekkert eins skemmtilegir þættir og þessir í hinum flokkinum, en engu að síður finnst öllum gaman að hneykslast.
Í þessu tilfelli er aðal melurinn gaur sem vill gifta sig. Hann á að vera einn af eftirsóttustu piparsveinum Ameríkunnar, en hefur barasta ekki enn fundið réttu píkuna. Þessvegna er smalað saman í eitt hús fyrir hann 25 stk. gellum með stórar túttur sem reyna að vinna ást hans og tja.. viðringu?? (HAHAH). Í hverjum þætti velur hann nokkrar gellur sem hann vill kynnast betur.. og svo í síðasta þættinum biður hann kannski eina píkuna til að giftast sér. Hún á án efa eftir að segja já, þrátt fyrir að hann hafi sofið án nokkura getnaðarvarna hjáöllum hinum gellunum og að hún hafi bara þekkt hann í mánuð. Þau eiga bæði eftir að fara að gráta og segjast loksins hafa fundið hamingjuna. Þá á ég eftir að vera stödd fyrir framan sjónvarpið og segja hátt og snjallt: ÓMÆGOT!!! Gjöööögt hallærislegt!
Í næsta þætti fara stelpur greynilega að kjökra og segjast vera að falla fyrir gaurnum með hvítu tennurnar eftir þessa 2 daga sem þær hafa þekkt hann og umgengist. Afbríðissemi út í hinar gellurnar mun líka láta á sér kræla.
Við vitum sem sagt hvar ég verð næsta þriðjudag!! Fyrir framan imbakassann!

4.9.02

ég sakna svoooo hamsturs.is. Þetta var brilliant síða! Hvenær kemur hún aftur :o/ ??
Annars er ég núna að ná mér í Opera núna. Mistör Pú ætti að vera sáttur við mig... Ég held samt að ég geymi með að frelsast til Linux... Ég á samt linux sokka. Þeir eru svartir, gráir og gulir. Táslunum er breytt í Linux mörgæsina. kinda cool actually..
Að lokum... sjálfur belj....gæji!!!
Rétt í þessu kom geitungur inn um gluggann. Hann lét ansi ófriðlega. Ég veit ekki hvort ég hafi sagt ykkur þetta en ég og geitungar erum ekkert bestu vinir. Þeir nefnilega sækja svo mikið í mig.. ég hlýt að vera svona sæt.. HAHHAHAHAH *ræskj*... (*úff* núna er fullt að fólki þarna úti sem túlkar þetta sem über egó og hugsar: ÓMÆGOOOT.. heldur hún í alvörunni að hún sé sæt?? Glaaaaataaað.. Sad-sad-sad... en ég var samt í alvörunni bara að djóka.. Kannski ég ætti að lita alla kaldhæðni með fjólubláum..) En allavegna þá sveimaði hann í kringum mig og sagði BZZZ rosalega hátt. Ég greip það spóluhulstur sem var mér næst og fangaði hann í það. Mér fannst það svoldið kaldhæðnislegt að þetta hafi verið hulstrið utan að "Live and let die". Ég hljóp með kvikyndið niður og út um útidyrnar og opnaði þar hulstrið. Geitungurinn leit á mig og öskraði. Hann flaug á ofurhraða í áttina til mín og ég rétt náði að henda mér inn um dyrnar, taka kollhnís inn og loka hurðinni í einu og sama múvinu. Hurðin lokaðist í sömu svipan og geitungurinn kom að henni og hann flaug á hana. Ég held að það sé hola á hurðinni núna......
And this action adventure was brought to you by...... Haribo... The candy that cares!!
Þegar ég var í 4. bekk í Verzló varð ég gæsamamma í stutta stund. Í einhverjum frímínútunum vorum við nokkrir krakkarnir að segja jökkí sögur. Þið vitið hvernig þetta er... svona eins og þessi með kjúklinginum á KFC með krabbameinsæxlið... eða konunni sem var með dauðan kakkalakka í eyranu.. eða þessi með konuna sem fluga verpti inn í ennið á og svo komu lyrfur út þegar hún var að greiða sér og rak greiðnuna í kýlið.....
Anywho... Ein sagan sem var sögð var um stelpu sem hafði verið í ljósum og fengið brund á mallann (Þá hafði sem sagt gaurinn á undann bara jizzað upp í loftið og enginn þrifið það í millitíðinni). En allavegana í framhaldi af þessu byrjaði næsti tími.. og stelpan sem sat við hliðina á mér spurði mig ósköp lágt og saklaust..: "Óósk... hvað er brundur??" Mér brá smá.. En þar sem hún hafði greinilega spáð í þessu svoldið mikið og var svona einlæg stríddi ég henni ekkert. Þess í stað útskýrði ég þetta fyrir henni eftir bestu getu.
Helgina á eftir var actionary party sem sami hópur mætti í. Í partýinu vorum við eitthvað að rifja þetta upp... en þá spurði önnur stelpa: "Hérna... hvað er brundur??" Ég fékk það hlutverk að útskýra þetta fyrir henni... enda í mestu æfingunni.
Eftir þetta allt saman get ég ekki sagt annað.. en ég sé betur undirbúin til að segja mínum börnum (tja.. eftir að þau fæðast og komast á gelgjuna) frá blómunum og býflugunum!
heh.. einu sinni sagði bróðir minn mér smá sögu. Vinur hans var að þvælast á flugvelli í Ástralíu þegar hann sjá frægt celeb sem ætti að vera öllum Íslendingum kunnulegur í sjón. Þetta var nefnilega hann Harold Bishop úr grönnum. Að sjálfsögðu var pilturinn frá sér numinn af gleði yfir því að hitta loksins átrúnaðargoðið og hljóp í áttina að honum. Hann bað hann um eiginhandaráritun en mistör bissjopp bara strunsaði framhjá með trýnið upp í loftið. Ég held að frægðin hafi stigið honum til höfuðs! Ætli þetta sé svona með alla grannanananana?
Ég fæddist á fimmtudegi. Núna hef ég lifað í 250 mánuði, 1088 vikur eða 7622 daga.
Ég á afmæli næst eftir 48 daga, 15 klukkutíma, 22 mínútur og 12 sekúntur.. nei.. 11.. nei.. 9....
Pabbi tók mynd af mér og Óla í gær. Ég var að passa hann pínu ponsu á meðan foreldrar hans kíktu á videoleiguna. Var einmitt búin að vera að tjásast uppi í rúmi að lesa skólabækur og var orðin svoldið tussuleg þegar smellt var af. Mér er svo sem sama.. hefur verið mitt markmið í gegnum tíðina að setja tussulegar myndir jafnfætis ótussulegum myndum í albúmið mitt ....so here goes!

3.9.02

...a lot of people said winning this award 4 years in a row couldn't BE done!!
Hvað er með kvenfólk sem notar ekki bara vond ylmvöt, heldur líka alltof mikið af þeim?? Ég held að þetta sé eitthvað form af geðveiki. Það getur ekki annað verið en að þær taki eftir þessu. Ég meina.. rétt í þessu fór ég upp á 4 hæð í skólanum mínum í lyftu og hún angaði öll af vondu ylmvatni. Tjéddlíngarkvölin sem hefur verið á undan mér í lyftudjöflinum hefur megnað leiðina sína. Ég bara get ekki SÉÐ hvernig hún hefur ekki fundið þessa lykt líka. Þetta er ekki fallega gert....
Í gær, strax á eftir þættinum Fear factor kom einhver grill þáttur. Í þeim þætti var einhver súr maður sem sagði að hann væri að búa til sumarsalat. Þetta dirfðist hann til að segja þegar út um gluggann mátti sjá trén rífa af sér laufblöðin. Þau voru eins og strippari sem var of seinn inn í atriðið sitt. Það síðasta sem að mér kom til hugar í gær, þegar ég leit út var orðið sumar..
Ég viðheld þó sólinni í hjartanu, þar sem ég blæddi í þetta guðsvolaða ljósakort. :o)
Pæling: Af hverju er alltaf jarðaber ofan í skálunum í cheerios auglýsingum..?? Hefur einhver borðað cheerios með jarðaberjum og mjólk??
En að öðru... Kannski maður reyni að plögga þennan miða á fimmtudaginn kl. 16...
Í gær gat ég ekki sofið. Ég lá uppi í rúmi og horfði upp í loftið. Svo fór ég að skanna sjónvarpsstöðvarnar. Eftir einhvern tíma fór þetta út í naglasnyrtingu. Þegar neglurnar voru orðnar pússaðar og lakkaðar leiddist mér aftur. Sjónvarpsdagskráin var búin. Ég slökkti ljósin og reyndi aftur að sofna. Ég nennti ekki að kíkja í bókina mína. Í myrkrinu fór ég að hugsa. Ég prufaði að fara í splitt þarna uppi í rúmi.. og mér til gleði og hamingju komst ég enn í splitt á báðum... Það var samt tímabundin ánægja. Mér leiddist strax aftur. Þá tók ég upp tölvuna mína og skrifaðir alveg 3 blaðsíður af kjaftæði sem enginn mun nokkurn tímann sjá nema ég.
Er þetta það sem fólk gerir þegar það liggur andvaka??

2.9.02

I am sooo weak. Ég skellti mér bara á veftilboð, prentaði út Lindarsól afsáttarmiðan og fór og keypti mér 14 tíma ljósakort. Ekkert meira dagdraum um ljós sko... Var að koma úr einum túrbótíma.. Er strax orðin ponsu brún... *sjibbí*
En annars: Fyrirgefðu framtíðar-Ósk sem þessi óvæntu útgjöld munu koma niður á í apríl :oP
Síðasta var úr Dick Tracy... en þetta.. er úr einni bestu mynd allra tíma:
Quote: The garbage shoot was a wonderful idea. What an incredible smell you've discovered.
Hint: svoldið gömul mynd..

Any idea...?
Ég má barasta til með að segja ykkur eilitla sögu. Ég var að spá í að sleppa því.. en mér fannst þetta bara of fyndið til að segja ekki frá. Ég sleppi því bara að setja inn mynd af stelpunni í staðinn ;o)...
Í Pammæli (Palli og afmæli í einu orði) fór ég að fá mér að pissa... Svo sem ekkert skrítið við það sko.. en.. nema hvað.. inni á klósetti var einhver stelpu týpa að tala á vinkonu sína (nibbs.. ekki við.. heldur á..) It went a little something like this:
.....og svo hefur hann komið til allra landana í heiminum nema Íslands og Grænlands.. og svo ekur hann á Porsche og svo á hann gjööööðveikt stórt hús... og veistu hvað hann er með mikið á mánuði..?? 600.000... *pása*... EFTIR skatta.. Og svo.. sagði hann við mig.. að ef ég myndi vilja komað þangað út.. þá gæti hann borgað miðann og ég gæti bara gist hjá honum.
Svo á hann lítinn bróður sem er 18 ára... og veistu hvað hann gefur honum mikið í vasapening á mánuði..??? 300.000!! Svo er hann bara ógeðslega frábær.. en hann er eiginlega bara 31 árs sem er svoldið mikið.. en.. ég meina.. hann á Porsche!!

Það sem ég vildi segja:
#1. Ef hann hefur komið til allra landa Í HEIMINUM 31 árs gamall (right) nema Íslands og Grænlands væri hann örugglega að koma hingað núna fljótlega..
#2. Ef hann væri með 600.000 kr. á mánuði myndi hann EKKI!! gefa litla bróður 300.000 af þeim...
#3. Ef hann er svona frábær og fullkominn væri hann ekki að eyða öllum sínum tíma til að tjatta á netinu við einhverja tæplega 16 ára gellu frá íslandi (sem greinlega er ekkert mjög skýr ef hún trúir þessu kjaftæði).. heldur væri hann úti að plana næstu utanlandsferð eða aka um á bílnum sínum.. EÐA.. eyða öllum þessum 300.000 kr. sem hann á eftir þegar hann er búinn að borga bróður sínum vasapeningana ;o)
#4. 31 árs karlmaður sem býður 15 ára stelpu ókeypis ferð til annars lands, fría gistingu hjá sér.... og er algjörlega óskyldur henni kallast barnaperri!

Það sem ég sagði:
*dæs*
Mér finnst eitthvað hræðilega rangt við það þegar kennarar byrja á að kynna efni sem virkilega erfitt.
....Þetta er náttúrulega rosalega erfitt efni.. og ef þið getið þetta ekki er það allt í lagi af því að þetta er svo ÓTRÚLEGA erfitt... og ég held að enginn geti þetta strax.. og bara.. ef ég væri þið myndi ég fara heim að gráta... og bara læra allt HITT rosalega vel.. af því að þið eigið aldrei eftir að ná þessu.. nema kannski sumir.. sem hafa verið að gera þetta oft áður.. og í allt sumar.. og síðasta vetur.. og bara.. mjög lengi.
Afskaplega röng nálgun..
*úff* mig langar svoooooo í soundtrackið úr XXX!!! Diskurinn er alveg að rokka..

1.9.02

Sögustund með Óskímon:
Einu sinni æfði ég ballet. Mér fannst það mjög leiðinlegt. Þetta var bara eitthvað sem maður ÁTTI að gera með fimleikunum í den..... Var víst til þess að fá mýkri og fallegri hreifingar og eitthvað bullshit. Allavegana.. þegar ég var komin út í að æfa 4 tíma á dag, 6 daga vikunnar var ég líklega orðin of barin til hlýðni til þess að segja: FUCK YOU!! Ég fer EKKI!!! í ballet!! við fimleika þjálfarann. En svona til að gera langa sögu stutta var þetta einhver sú leiðnlegasta íþrótt sem ég hef nokkru sinni komið nálægt. Það að standa við ljóta slá og vera þokkafull í þriðju pósisjón er eitthvað sem höfðar ekki til mín. Eftir svona 2 ár af þessu hætti ég í þessum hefðbundnu fimleikum og fór í trompfimleika. Þá var engin meiri ballet og tóm gleði.
Nokkrum árum eftir að ég hætti í venjulegu fimleikunum (og ballet-vibbanum þar með).. fór ég til Danmerkur með nokkrum krökkum úr skólanum. Þetta var semsagt svona alþjóðabrautarferð í Verzló þegar ég var í 5.bekk. Við létum að því verða stúlkurnar í ferðinni að skella okkur á konunglega danska ballettinn í konunglega danska leikhúsinu. Tilfinningar mínar til þessarar ferðar voru svona nokkuð blandaðar.. Svo mætti maður á staðinn og horfði á ballettinn. Mér fannst þetta alveg þrælskemmtilegt og komst alveg á blað með mínum skemmtilegustu leikhúsreynslum (...Mouse trap í London... og Starlight express t.d.). Það var live sinfóníu hljómsveit að spila, búningarnir voru rosalega flottir og líka sviðsmyndirnar. Mér fannst ótrúlegt hvernig ég gæti algjörlega vitað hver söguþráðurinn væri án þess að enginn á sviðinu segði eitt einasta orð. Ég fílaði þetta svo barasta út í gegn þegar allt kom til alls.
The moral of this story is: Stundum getur verið gaman að horfa á hluti sem manni finnst leiðinlegt að stunda sjálfum... alveg eins og það getur verið leiðinlegt að horfa á hluti (fótbolta t.d.??) sem manni finnst gaman að leika sér í persónulega...
Um daginn fór ég að velta svolitlu fyrir mér. Íslendingar eru merkilegt flytji fólk. Það fólk sem ég hef þekkt í gegnum tíðina og hefur flutt á nýja staði byrjar flytji-ferillinn mjög hratt og vel. Eldhúsum er rutt út og ný sett í staðinn. Skipt er um allar flýsarnar á baðherberginu/unum og allur nýji verustaðurinn er málaður hátt og lágt. Þegar næstum allt er tilbúið er svo flutt inn.. en þá kemur level tvö í innfluttningsleiknum. Allir litlu hlutirnir sem átti að klára á næstu vikum á eftir. Þetta geta verið hlutir eins og setja höldurnar á eldhússkápana eða kýtta upp í göt inni í þvottahúsi. Þetta er level sem endist oft í mörg ár ... eða áratugi.
Ætli að við gerum alla hluti svona..? Ekki bara að flytja í nýtt húsnæði?