30.6.02

Mun sá dagur nokkurn tíman koma að ég mun vinna í pool? Æji.. ég er bara ekki viss.. Kannski eru mér ætlaðir stærri hlutir í lífinu. Ætti ég að fá mér hund? Ég fór með Völu og Myrru þarna á Geirsnef þar sem hundarnir hlaupa alltaf.. og það eru bara ansi nettir gaurar sem eiga hunda... Allavegana lookuðu þeir ansi foxy.. Æji.. kámán.. ég myndi ekki nenna að standa í því.. Ef mig myndi langa að binda mig svona niður næði ég í band..
Þetta var annars nokkuð frábær helgi.... Bíddubíddu.. helgar um sumarið eru ALLTAF frábærar... Tilviljun?? Ég held ekki!
The results are in.... rosalegasti dansdúettinn fyrr og síðar er Óskíbuski og sætur punktur fimmtán! heh...
Annars er ég að spá.. ég var á NASA í góðum fíling þegar einhver skipti um D.J... allt í einu komu BARA súr lög. Mín pæling er að þessi gaur sé notaður til að tæma staðinn, þar sem hann var þétt pakkaður af fólki þangað til að hann þessi byrjaði að spila. Þetta er svo sem nokkuð sniðugt að losa jafnt og þétt út af staðnum á þennan hátt. Ég persónulega tók upp minn jakka þegar eitthvað lag ættað frá þættinum "Rólegt og rómantískt" var sleikt á fóninn... en þá var ég líka búin að þola ÞRJÚ R&B lög í röð sem er nokkuð erfitt.
En jæja.. Dagurinn hennar sunnu og engin sól úti. Benni er uppi á granda eftir innfluttningspartýið hans Maddlú og ég veit barasta ekkert hvernig ég á að sækja hann.. My kingdom for a bílaskutlari!!!

29.6.02

Ég kíkti niður í bæ með Hákon sætasta áðan. Við skoðuðum badass mótorhjólatöffara frá norðurlöndum sem voru að halda einhverja ráðstefnu og fengum okkur ís og kíktum í kolaportið. Ég komst að því að kolaportið hefur barasta ekkert breyst síðan ég var ponsa. Er það bara ég eða er í alvörunni krípí að selja notuð nærföt og einhverja persónulega hluti úr dánabúum?
Vá hvað var dansað í gær. Ég og Hákon erum dans... eh.... lúnetikks bara!! Yes.. that's it! Við erum að tala um sveitt stuð sko. Maður var hættur að fara á barinn og fór frekar inn á tojarann til að skvetta vatni framan í sig og súpa smá slíkt (nei.. oj.. ekki ÚR klósettinu.. bara vaskinum). En.. allavegana áðan þegar ég var að tannbursta mig fann ég fyrir smá flökurleika. Ég varð rosalega hrædd um að ég væri að verða þunn.. Það væri sko vatn á millu allra þeirra sem ég hef reynt að draga með mér í sund og skauta svona daginn eftir prósentu neyslu. Það leið hjá.. Sem betur fer.
Planið í dag: Sækja Benna niður í bæ.. oooog.. .hmmm.. *hugs*.. Veit ekki meir!

28.6.02

Vá.. *hrun veraldar* Vitiði að ríkið á eiðistorgi er opið til ÁTTA á föstudögum?? AHA!! I KNOW!! Ríkisstofnun að reyna að koma til móts við fólk... *gapir út í loftið totally dazed and confused*
*smjatt* Ég fékk köku í vinnunni. Súkkulaðiköku. Hún var sæt og góð og frá Jóa Fel... Barasta alveg eins og súkkulaði kakan sem ég fékk í útskriftaveislunni minni... nema það stóð ekkert **Til hamingju Ósk** á þessari með hvítum dúlleríis stöfum. Bráðum kemur líka helgi. Þá verður gaman. Ég veit ekki enn hvað ég ætla að gera, en vonandi verður það rosalega skemmtó.
♪♫I am going on a... summer holiday.. doing things I've always.. wanted to... Everybody has a summerholiday just like meeee and yoooooouu... to let our dreams come true... We're going where the blablablabala.. we're going where the skyyyyy is blue... We've seen it in the movies.. now let's see if it's truuuuue♪♫ (okay.. kannski ekki summerholiday.. en weekendholiday)
Dilbert er fyndinn... allavegana stundum
Romance is in the air.. Oh.. and I'm a sexí bidds (held samt að gaurinn sem sagði það hafi bara verið að vinna inn browny points til að fá bjór í kvöld.. )
Sumar eru æðisleg... En.. segið mér samt.. hvaða kjánaprik er að senda mér Emil á frönsku?? Getur einhver sagt mér HVERSVEGNA ég ætti að kunna frönsku?? Tungumál ástarinnar já.. en einhver ætti að drullast til að gera mig ástfangna áður en hann fer að röfla við mig á útlensku. Fyrir utan íslensku gæti ég höndlað þýskuna og dönskuna.. (já.. og auðvitað ensku) en önnur tungumál geta baaaaara verið í annara manna Emilum! :o)
Þú!! Já! *bendir* Ég veit hvað þú ert að gera.. Oh yes pal.. I'll be keeping a close eye on you! Haltu þig bara frá namminu mínu.. MMhmm!!
Pæling: Finnst engum skrítið nema mér að sjá stóra, íslenska kalla á hestbaki, dragandi hælana eftir jörðinni whilst riding "The Icelandic pony"? Baaaarað spá
Í gær var ég að scrolla á milli sjónvarpstöðvanna og í fyrsta skipti í langan tíma staðnæmdist ég á þessari sem er geymd í nr. 1 takkanum á fjarstýringunni minni. Þetta er sem sagt Ríkissjónvarpið, sjónvarpssrás allra landsmanna (I'm NOT going there right now..). Það sem fékk mig til að staldra við var sjónvarpsþulan sem var á skjánum. Af hverju er ég (tja.. kannski meira aðrir en ég sem eru ekki í skóla og lifa ekki góðu lífi í sumar á persónuafslættinum) að borga launin hennar? Þetta er gert allt saman í rauntíma þið vitið. Á bíórásinni er ekki einu sinni rödd sem kemur og segir: "Ooooh.. næst á dagskrá er...." Það sem ég vil meina eeeer.. reka allar þessar tjéllíngar og fá eina sem er með góða rödd til að tala inn á ALLAR kynningar í byrjun dagsins og spila þær svo bara fyrir hvern dagskrálið. Ósk finnst fáránlegt að hafa þessar gellur á fimmföldu aukavinnu kaupi á áramótunum fyrir að óska landsmönnum nær og fjár árs og friðar þegar klukkan hefur slegið 12 sinnum. Does that make me crazy?? Hver veit.......

27.6.02

awwwww... *hlýn um hjartarætur* Ég var í heimsókn á síðunni hennar Dagnýjar og sá að hún er komin með link á mig! Mikið er það sætt af henni.. Takks Dagný
Ég heyrði það í fréttunum um daginn að dagurinn í einhverri laxá kostaði 47.000 kr. Ef ég ætti 47þús krónur sem ég hefði ekkert að gera við og langaði í fisk.. vitið þið hvað ég myndi gera?? Ég myndi bara borga mig inn á hótel, fá mér nudd og kampavín og panta mér svo bara lax í kvöldmatinn. Mér finnst reyndar laxar ekkert svo góðir einu sinni... Myndi bara panta mér BETRI fisk. Ef það væri ekki það sem ég væri að leita að.. myndi ég fara í heitan pott og veifa einhverju priki þar... Kæmi á sama stað niður.. nema vatnið væri þægilegra og ég gæti verið í bikiníi í staðinn fyrir að vera í vöðlum..
Sögustund með Óskímon:
Einu sinni var ungur piltur, sem flokkast núna sem kunningi, góður vinur minn. Við höfum svona driftað í sundur út af kærasta og kærustu veseni og þess háttar. Allavegana þá er það ekki aðal málið í sögunni. Aðalmálið er lítil keppni sem við háðum heima hjá honum. Hann bjó á þeim tíma á 3ðju hæð í blokk. Keppnin gekk út á það að vera fyrstur að ná í hurðahúninn á útidyrahurðinni þegar við fórum út úr húsi. Ég vann alltaf (tja.. nema einu sinni.. en ég segi ennþá að það hafi verið svindl að lyfta þessum 2gja ára krakka og setja hann niður í hlaupi-veginn minn). Einu sinni sem oftar vorum við í þessari keppni og ég var í skóm sem áttu engan hæl. Hann steig á endann á skónum mínum og ég datt niður heilt sett á tröppum, berleggjuð. Ég skrapaði allt hnéð mitt eftir teppinu og var hölt í marga daga. Ég er enn með stórt ör á því. Í fallinu náði ég samt að grípa í hurðarhúninn og vann.
The moral of this story is: Ég vann.. þannig að þetta var þess virði.
Hehehe.. ég komst að því hver skipulaggði þessa lokun á Ártúnsbrekkunni.... And the one who got scull-fucked is.......... Ólinn hennar Óskar ;o) Hann skammaði mig fullt á MSN.. *úbbð* Sagði að ég væri móðursjúk og ætti að skammast mín og ikkva...
Óli says:
"úú... ég er kelling og kemst ekki vanalegu leiðina mína! ...þessi helv... fífl þurfa alltaf að vera að malbika... ég vil fá malarvegi aftur... úúú.."
Held þetta sé svona eins og þegar maður segir við gaur sem heldur með Liverpool að Manchester rokki eða gaur sem drekkur Pepsi að Kók sé miklu betra... Strákar verða reiðir yfir slíku... Held að skoðanir séu ekki leifilegar í öllum tilfellum sko :o)..
Í gær kom lítið bíbí inn í sólstofu til mín. Ég held að hann hafi heitað Þröstur. Hann flaug inn og var að snappa á einum glugganum þegar ég kom að honum. Ég, góða stelpan sem ég er, smalaði honum Þresti út um opnu hurðina aftur. Það reyndar var mikið vesen (ég held að Þröstur hafi ekki verið neitt aaaalltof skýr sko *ræskj*) en tókst á endanum. Ég tók það hinsvegar ekki að mér að þrífa allan bíbíkúkinn eftir hann. Það er ekki í mínum verkahring að skeina fluglum þakka fyrir!
Mér finnst snilldin ein þegar fólk skammast sín fyrir að kaupa smokka.
Maður: *tiplandi á tánum í kringum búðarborðið* hóstar uppúr sér: „Ég ætla að fá *lítur í kringum sig* svona.. hlaupbangsa.. oooog.. örbylgjupopp.. og svo.. þetta græna þarna.. og svo smokka"..
Afgreiðslustúlka:„Hvernig smokka má bjóða þér?"
Maður: *greinilega búinn að kvíða fyrir þessari spuningu* „bara hvað sem er.." *brosir vandræðalega*
Afgreiðslustúlka: *sækir allar tegundirnar og raðar þeim fyrir framan manninn* "Þessir heita inspiral og eru rosalega sniðugir en þeir eru svolítið dýrir.. og þessir heita...
Maður:„flott ég tek þessa bara".. *þakklátur yfir að þessi raun muni brátt taka enda. Fær smokkana í hendurnar og hleypur hann út í bíl og þurrkar svitann af enninu.. *
Ég held að svona rýþhi ekki meira en einn sem nemur einum smokkapakka á 3 mánuðum sko, til þess að það þurfi ekki að ganga í gegnum þessa hroðalegu lífsreynslu strax aftur.
Svo eru líka til týpur sem eru svoldið varar um sig þegar smokkar eru keyptir.. En vill ekki líta út fyrir að vera kveifar.
Kona::„Ég ætla að fá smokka takk! Svona pakka af Durex fetherlight af því að þeir eru svo góðir!!! NEI! Hafðu þetta 2 pakka!" ... *röddin er óörugg þrátt fyrir að vera há.. og örvæntingin skýn úr augunum..*
Fylgist með næst þegar einhver kaupir smokka þegar þú ert úti í sjoppu þar sem þeir eru ekki í grípi fjarlægð fyrir kaupandann.. Það er voða áhugavert..
Méééér.. finnst ekki gaman þegar...
...fólk sendir SMS í bíó
...fólk talar í símann í hálftíma þegar ég er í heimsókn hjá því og ég sit inni í stofu eins og fífl á meðan.. FÍFL segi ég..
...sokkabuxur hata mig
...samlokur verða soggy
...Benni verður drullugur
...Fólk bítur í gaffalinn sinn (ávi.. hljóðið)
(♪♫brown paper packages tied with a string... thease are a few of my.... ♪♫)
Í gær, um fimm leitið lá leið mín í Bómuss... Mig vantaði sokkabuxur þú skilur. Þar sem að það tók 35 mínútur að komast út í Bómuss (Hann er sko vinur minn og líka grísa sem eiga bágt) í stað þessa venjulegu 5 fór ég að velta fyrir mér... Hverjum var scull-fuckað svona illilega að hann hélt að það væri GÓÐ hugmynd að loka hálfri Ártúnsbrekkunni kl. 17?? Það sem kom mér reyndar mest að óvart var að þetta hafi ekki verið gert á föstudegi...
Anywho.. ég keypti mér 3 pör af sokkabuxum... einar liggja nú þegar í valnum.. I'm an ANIMAL!!! Run while you can!

26.6.02

Ég er komin með bláa stafi á nagportal... JEIIIJJ!! Var ég búin að segja að þetta er uppáhalds nagportalið mitt á allri jörðinni - Nej!! Í heiminnum!! ALHEIMINUM!! *knús* nagportal... ;o)... Ætli þetta hafi verið "jólagjöfin" mín?
Ég held ég hafi barasta aldrei sýnt ykkur ►ÞESSA◄ síðu! Mér finnst hún snilldin ein skal ég segja ykkur... Allavegana þangað til hún breytist...
Ég hef svolítið verið að velta fyrir mér ávöxtum... sérstaklega þessum forboðnu. Einhverntímann heyrði ég orðtakið "Forbidden fruit taste the best". Nú hef ég ekki laggt það í vana minn að jappla á forboðnum ávöxtum þannig ég veit ekki hversu mikið er til í þessu. Ég veit hins vegar að þessir ávextir eru gjarnan mun girnilegi í útliti. Maður reynir heldur sjaldnast að bíta í þá.. þannig maður hugsar meira um hvernig þeir skildu vera á bragðið, heldur en þeir ávextir sem maður getur nartað í að vild. Hver veit.. kannski er verður maður ekki ónæmur gagnvart töfrum þessara ávaxta fyrr en maður hefur smjattað á þeim.......
♪♫Then you came along.. with your siren song.. to tempt me to madness♪♫
Af hverju eru mínir stafir á Nagportal bara appelsínugulir? Af hverju eru þeir ekki bláir? Blár er uppáhalds liturinn minn.. Ósk vill bláa stafi!! *sniffers* Kannski er ég ekki nógu merkileg. Hefur líklega verið þetta 3ðja sæti í ungfrú blogg sem fór með framann sko.. Þetta er bara eins og þegar María Karrí lék í Glitter... all over again. Að vera þriðja best í að vera sæt af blogg stelpum er eins og að vinna í sundkeppni fjölfatlaða katta með rakað skott, gular strípur og bleikar ólar... Ég reyndar hef aldrei unnið slíka keppni.. en ég get mér þess til að þetta sé svipað. Heheh.. neinei.. ég segi bara svona.. Ég mun hampa þessum titli við hvert tækifæri og ég er að spá í að láta prenta þetta á boli og kjóla.. Eitthvað stutt og kjetsí eins og: "Ég er 3ðja best í að vera sæt af stelpum sem blogga á Íslandi".. Höstla örugglega fullt út á þetta.. (ef fólk er ekki of drukkið til að lesa allan þennan texta)!
Anywho.. Ég vill bláa stafi!! VILL!
Jeiiij... Dagný ætlar kannski að gefa mér innpakkaðan grænan frostpinna ef hún hittir mig einhverntímann... JÖSS!! Þessi jólapakkafærsla er greinilega að virka... Vill einhver annar gefa mér eitthvað?? :o) Þá ertu næst besti vinur minn !!!!
Æji.. Ósk vill svo hroðalega mikið fá sér eitthvað óhollt.... Bara.. EITTHVAÐ... franskar.. hamborgara... kók... nammi... snakk.... EITTHVAÐ!!! Af hverju fæ ég stundum svona "the munchies". Mér finnst þetta barasta ekkert sanngjarnt og ég fer fram á að þetta hætti nú þegar. Af hverju er alltaf verið að brjóta á mer? Þegar ég vill fara út að leika.. er sól allan daginn, en svo er sent út all clowds alert þegar ég fer út úr húsi (*calling all clowds, calling all clowds.. the bird has left the cage..*).. Annað dæmi?? Ókelídókelí... Nýrnabaunir...bara til í þeim tilgangi að brjóta á mér!! Já.. og hvað er með þessar sokkabuxur??? Hmm?? Endurtek.. það er EKKI eðlilegt að eyða mestum fatapeningnum sínum í nælonsokkabuxur! Já.. og svo er líka fólk sem segir mamma þín eitthvað of oft.. Það er líka að brjóta á mér!
Úff.. ég var að tala um jólin og núna langar mig svo mikið að fá pakka (the true spirit of christmas).. Vill einhver gefa mér pakka? Anything.. bara pakkað inn í fínan pappír með korti! Plíííííííís... *puppy-eyes* Gjööörðu það!!!
Hef ég sýnt ykkur inn í Benna litla, sæta brummbrumm? Ekki..? Það er svona sko!! Jáms... ég get svo svarið það!
Mér finnst gervirjómi.. (a.k.a. sprauturjómi) vera MIKLU betri en alvöru rjómi. (*úff* núna eru mumu örugglega reiðar við mig og ég á eftir að fá Emila í hrönnum frá reiðum kusum sem vilja að ég taki þetta af heimasíðunni minni.. but it aint gonna happen cows.. Þið líka eruð svo lengi að vélrita með klaufunum að ég á eftir að fá Emlana frá ykkur þegar ég verð löngu búin að gleyma þessari færslu.. so.. don't bother! muahahhaahaw.. ómægot.. ég var að segja "mu" sáuði þetta?? Er ég kannski belja? Er ég að ráðast á mínar eigin "systur" og þeirra framleiðslu?? En ég meina.. mér finnst nautakjöt rosa gott.. Vá! Núna gerði ég sko mistök.. ég hefði ekki átt að missa þetta út úr mér... Brjálaðar kusur eiga eftir að mæta fyrir utan húsið mitt með mótmælaspjöld og baula illilega í áttina að mér... Hvað er ég búin að kalla yfir mig?)

25.6.02

Þetta er nýja vinkona mín. Hún er afskaplega yndæl og mér finnst að allir þarna úti ættu að taka hana sér til fyrirmyndar! Hún á líka fína síðu sem þú ættir alveg að skoða! :o)
Óskímon verður niðri á milli Í dag milli KL. 17 og 18 vegna flutnings á rouder.. (eitthvað HR dæmi) Þannig.. ekki senda mér Emil og segja.. Hey Ósk.. síðan þín er niðri beijb! Sendu mér frekar Emil og segðu hvað þú saknir mín.. hahahah..Það væri allavegana sætt.. ;o)
Ég kom svona út í þessu prófi... Ég kannaðist aaaaaðeins við kóðann.. Ég bara kem ekki fyrir mig hvar ég hef séð hann áður *djúphugsun*.. Ég hlýt að muna það einhvern tímann bráðum...
Kúl próf samt.. ;o)
Var að kíkja.. Vinsælustu myndirnar (mest skoðuðu) í albúminu mínu eru bara ekkert svakalega pæjulegar... tja.. nema þessi í 5. sæti kannski.. Maja addar alltaf við pæjustuðulinn sko.. ;o)
nr. 1 Grillimyndin
nr. 2 Styttumyndin
nr. 3 Línudansmyndin
nr. 4 Ég, mygluðmyndin
nr. 5 Ég og Maja í gellu grúvinmyndin
Hmm.. af hverju þessar?? I have no clue..
Hóhóhó.. The plot thickens.. Ég hef komist að því hvers vegna það er svona healthy að drekka að minnsta kosti 2 lítra af vatni á dag. Það er öll hreyfingin sem maður fær af því maður þarf svo mikið að labba á klósettið.
Ég kíkti í gærkvöldi á Hákon sæta.15 (Bubbi: Ef þið viljið fræðast meira um þetta er slóðin tvöfalltvaff, tvöfalltvaff, tvöfalltvaff, punktur box, punktur fimmtán.. híhí.. punktur isið hans var eitthvað illa skrifað..) með kassa af grænum frostpinnum og gjöf. Gjöfin var sparigrís með hamri... Fannst hann svo sniðugur. Er til svo mikið sniðugt í Tiger.. Ég hefði átt að vera löngu búin að fara þangað! (JÁ!! kaupæðið náði tökum á mér.. hver gefur vini sinum sparibauk?) Anywho.. er það mannlega mögulegt fyrir einn karlmann að borða 4 græna frostpinna í röð og á svipuðum hraða og ung snót borðar 1? Tja.. ég hélt ekki.. þangað til í gær. Grænir froskapinnar rokka by the way!
Hvað segið þið? Er svona pogo-sticks nýja æðið? Þið vitið.. kengúruhoppuprikin frá kók. Ég hef séð þannig stundum í kók auglýsingum. Sko.. hlaupahjól gátu plummað sig vel á íslenskum markaði.. svo man ég líka eftir jó-jó æðunum tveim. Heck - ég átti jó-jó og kunni allt þetta... walk the dog og cradle og svona.. Af hverju ekki hoppuprik? Kannski kemst þetta á sama skala í cool-factor og hlaupahjól voru síðasta sumar. Allir bara hopping-crazy on the streets of Iceland. *hopphopp*
Váts.. ég tók líka gender prófið og fékk út að ég væri DEFFENETLY gaur! Fólkið segist vera 80% sjúr á þessu. Hvað í fokkinu er þá þetta *bendir* Flotholt??
Sögustund með Óskímon:
Vinur minn sem vinnur við að aðstoða fólk sem veit ekkert um tölvur lennti í þessari skemmtilegu lífsreynslu. Pilturinn var í vinnunni sinni í góðum fílíng þegar síminn hans hringdi. Hann svarar með sömu up-beat mannelskandi röddu (hehe.. yeah right.. sérstaklega á morgnana ;o)) og hann er vanur. Í símanum er maður sem segir farir sínar ekki sléttar. Manninum tekst að koma út úr sér, þrátt fyrir augljóst tilfinningalegt ójafnvægi, að á tölvuskjánum hans standi "System overload". Hann þorir ekki að gera nokkurn skapaðan hlut við tölvuna þar sem í henni eru mikilvæg gögn sem hann megi barasta alls ekki missa. Honum er augljóslega mikið niðri fyrir og heimtar að pilturinn komi á staðinn og bjargi því sem bjarga verður. Vinur minn sækir súperman skykkjuna sína og hleypur á þangað með fljúgihljóð á vörunum og hendurnar útréttar, vísandi beint fram... Þegar þangað er komið skoðar hann skjúklinginn og sér að screen saverinn er í gangi. Skjárinn er svartur og hvítir stafir koma sveimandi yfir hann. Stafirnir segja:
System overload
The moral of this story is: vinnustaðagrínarar geta verið sniðugir... og ef þú kannt ekkert á tölvur getur þú huggað þig við það að kannski kemur lítil saga um þig hérna á síðuna mína *devilish grin*
Það er aldrei, undir nokkrum kringumstæðum í lagi að fara í Kringluna þegar nýtt kortatímabil hefur nýlega gengið í garð. ALDREI! I did og allt í einu fannst mér að ég gæti ekki talist alvöru kvenmaður ef ég ætti ekki allavegana einn bleikan brjóstahaldara og bleikan g-string. Eftir eina létta ATLAS æfingu var ég orðin kvenmaður aftur. Í næstu búð sá ég svo bleikan bol og bleikt pils. Í sama lit og nærfötin sem ég hafði keypt (tilviljun? ég held ekki) þannig að auðvitað varð ég að máta. Þegar ég var komin að kassanum náði ég samt að slá smá viti í kollinn og sleppa pilsinu (sér einhver mig fyrir sér í bleiku pilsi??)... en bolinn fékk euro að borga fyrir. Núna var ekki aftur snúið. Euro vildi endilega komast út úr veskinu og hreyfa sig... og ég leyfði honum það.
*Úff* never again..

24.6.02

Jamm og já.. Sörvævör er búinn þannig að ég verð að finna mér nýtt passtime á mánudagskvöldum. Ef þú ert ekki búinn að sjá þáttinn.. ætla ég ekki að vera vond, vond stelpa og segja þér hver hafi unnið. Allt sem ég vil segja er... hvað er með þetta "All I did.. I did because of my love for you guyes" dæmi... *hóst* kjaftæði *hóst*
Ef þú þarft tvo hamborgara til að verða saddur.. Þá borgar þú fyrir tvo hamborgara, ekki einn..
Já.. og ef þú breytir bílnum þínum í bát þegar það er heitt úti... Ertu sniðugur ;o)
Stundum geri ég þau mistök að tala áður en ég hugsa... eða tala eftir að ég er búin að hugsa of mikið. Um daginn varð mér það á þegar ég var að borða hlaupbangsa. Ég sagði upphátt: Ég bít alltaf hausinn af þeim fyrst svo þeir geti ekki öskrað þegar ég borða þá. I will NEVER!! hear the end of it sko!
Stundum fer ég líka að hlægja.. út af því virðist.. engu.. Þá er ég búin að hugsa eitthvað sniðugt sem er of langsótt og mikið vesen til að segja frá.. þannig að ef fólk spyr mig hvað sé fyndið segi ég gjarnan; Ekkert! Does that make me wierd?? I guess so ;o)
Sögustund! Komið hingað til mín krakkar mínir.. Setjist þið bara á gólfið hérna í kringum stólinn minn.. ég ætla að segja ykkur sögu. Þetta er saga sem Eddie vinur minn sagði mér fyrir svolitlu síðan. Þið verðið að vera stillt!! Þetta gerðist fyrir nokkru síðan á skemmtistað brúna fólksins, Astró. Þetta var áður en hann hafði verið gerður upp. Hann og félagi hans römbuðu þangað inn og voru að láta sér leiðast. Þeim fannst bara hreynt ekki gaman og gerðu sig líklega til að fara þegar þeir sáu fjallmyndarlega unga stúlku koma labbandi með tilheyrandi mjaðmaskutli og attetjúti. Stelpan labbaði að ungum pilti sem sat nálægt þeim vinunum og settist klofvega ofan á hann. Hún byrjaði að kyssa hann heldur ástríðufullt, en ungi maðurinn reyndi að ýta stúlkunni frá sér. Hún tók þetta ekki í mál, hélt áfram að kyssa hann og hélt báðum höndum um höfuðið á honum og þar með því föstu á meðan. Eftir smá stund af þessu stendur stelpan skyndilega á fætur og kúgast og kúgast. Hún spýtir út úr sér ælu og ælir sjálf. Strákurinn hafið nefnilega alveg viljað kyssa skutluna.. hann þurfti bara að æla. The moral of this story is: Nei þýðir nei!
Hvað sé ég?? Mér sýnist heldur betur hafa dregið til tíðinda... Katrín er að hörfa fyrir sterkri innkomu annarar snótar í ungfrú blogg. Ég sá á síðunni hennar stúlkunnar að hún var hann Tommi í vondukallaprófinu mínu, alveg eins og ég!
En anywho.. ég er ekki lengur fyrst til að tapa! HAHAHA
Einu sinni las ég um atburð sem átti sér stað í úlöndum, langt, langt í burtu. Maður hafði lamið konuna sína til dauða og var dæmdur til að borga dagsektir. Það virkar sem sagt þannig að hann átti að borga einhverja lága upphæð á hverjum degi í einhvern ákveðinn tíma. Myndin sem fylgdi með greininni var af manninum steitandi hnefana í átt að kerfinu og hneykslaðir karlmenn stóðu allt í kring, takandi andköf vegna óréttlætisins sem hann var beyttur. Maðurinn sagði: „Ég hefði alveg skilið þessa refsingu hefði ég deytt konu annars manns.. en þetta var MÍN!! kona!!"
Sinn er siður í hverju landi... :o)
Ég var að kíkja hvernig ég er að standa mig í Ungfrú Blogg.. Ég er í 2. sæti eins og er sem er bara nokkuð fínt held ég. Katrin.is er annars að hakka þessa keppni í sig... Hún verður líklega að borða spaghetti, kássur og mexíkóskan alla vikuna til að klára allt þetta hakk..
Híhí.. það kætir mig alltaf jafn mikið að keyra framhjá PMS fyrirtækinu á morgnana. Svo keyri ég líka framhjá The KKK premises sem er ekki eins sniðugt mál.
Í gær fór ég í hver er maðurinn við Palla. Honum fannst eitthvað ósanngjarnt þegar ég valdi KFC kallinn og Sófus gæðahund...en honum tókst samt að giska á þá báða tvo á endanum... þannig ég skil ekki hvað hann var að væla. Mér fannst ég persónulega vera alveg hroðalega fyndin... alveg táraðist ég hló svo mikið af sjálfri mér... Kannski ég ætti að láta skoða mig :oP.. ég er örugglega biluð í Óskinni..

23.6.02

Stelpan kíkti á Sorority boys. Mér fannst hún eiginlega nokkuð sniðug.. kannski af því ég bjóst ekkert við svo miklu... Svo var ég líka *ótrúlega* skotin í einum leikaranum. *úff* Hvað er verið að hleypa svona flottum gaur á hvítatjaldið?? Ég er viss um að þetta sé allt svona money making sceam! *thíhí* (REALLY ÓSK?? Komon! Þú ert ekki svona saklaus.. Þessir Hollywood strákar rífa bara hjartað á þér í tvennt og möntsja í morgunmat með low fat mayjo og kjúklingatófú....OPEN YOUR EYES GIRL!!)
Ég skrapp í sund. Á Selfossi.. Hahah.. gjöðveikt villt. Anywho.. sundlaugin er miklu stærri og veglegri en maður heldur. Hún er meira að segja með stórri rennibraut og svona (reeeyndar.. er rennibrautin svo hæg að maður gæti fengið sér kaffi og kringlu og lesið moggann á leiðinni niður.. en það er annað mál.) Stelpuklefinn var líka held ég fjós frá landnámsöld.. allavegana var hann nokkuð gamall og engin þarna var með snyrta skvísu heldur. En svona.. fyrir utan það var þetta hin prýðilegasta sundlaug.. Hún fær 2 og hálfa Ósk af fjórum..
Heheh.. ég var að fá Emil frá Hirti þar sem hann sagði mér að ég væri komin í Ungfrú blogg keppnina. Það verður svo sem áhugavert að sjá hvar ég stend á útlitsskala bloggstúlkna. Ætli þetta endi samt ekki allt saman með Sleepless in Seattle og súkkulaðiís upp úr dósinni eftir mikið heart break sem útkoma mín á eftir að valda.. :oÞ..
Eru þið hrædd við mig? Ekki?? Kannski þið ættuð að vera það. Ég get gert allskonar spooky shit. Í alvörunni. Haldið þið að hann Ögri hafi alltaf verið grís?? HAHA.. ég er bara að stríða.. þið þurfið ekkert að vera hrædd við mig. Ég er bara lítil skólastelpa. Ha..? Sönnun? Okay.
Sönnun 1
Sönnun 2
Sönnun 3...
Æji.. ég er kannski ekkert SVO lítil... ég fékk allavegana að fara í stóru rennibrautina, en ekki Palli!!!

22.6.02

Ég kíkti í Nauthólsvík og í fjölskyldu og húsdýragarðinn áðan með honum Palla. Það var mjög fínt. Dýrin eru öll vinir mínir núna (sérstaklega Ögri svín.. en kannski minna þarna snobb kalkúnninn). Svo fór ég líka barasta að fá mér söbba. Það er eitt sem ég er svoldið ekki að ná með Söbbvej... af hverju er ódýrara að fá sér söbb með kalkúnabringu og skinku og sleppa skinkunni... en að fá sér söbba með kalkúnabringu. Kannski einhver söbbastarfsmaður þarna út i upplýsi mig....
Planið er annars að fara til Péturs sæta í video á eftir.... :o) Jibbíjaíjókajíjeij

21.6.02

Jæja.. prófið er tilbúið.. Kóðinn er nú ekki algjörlega minn eigin viðurkenni ég :oÞ.. En mig langaði svo að prufa að gera svona... Þið megið leika ykkur í prófinu ef þið viljið, en það er hér! Ég er farin út að leika núna!
Jeiiij frí. Og hvað er ég að gera?? Ég er að forrita on-line quiz.. hehehe.. Tek mér pásu í kvöld og fer út að leika ;o)
Skemmtu þér rosa vel um helgina!!!
Áááááái.. ég var að skera mig svo hryllilega djúpt á puttanum... *hágrát* þetta er svo vont. Papercuts SUCK!!! Vill einhver koma að kyssa á bágtið.. ég meiði mig svoooooo *ber sig aumlega* Þetta er örugglega eitt enn plottið til að klóna mig.. Nenniði að hætta þessu?? ;o)
Ég heyrði svolítið sniðuga settningu í gær....; Fyrirgefðu óvinum þínum ef þú getur ekki fundið betri leið til að hefna þín á þeim!
Fyndið.. og meikar líka smá sense ;o)
Ætli fólk sem drekkur kaffi sé yfir höfuð skjálfhentara en annað fólk? Oft þegar ég labba um vinnuna mína sé ég litla kaffipolla hér og þar. Sérstaklega í tröppunum þar sem einhver hefur laumast út til að fá sér kaffi og sígó. Hvernig getur maður verið ófær um að halda á kaffibolla án þess að sulla úr honum?? Kannski veit ég það ekki nema ég prufi að drekka kaffi.. but I'm REALLY not going there.. ;o) ... Þannig þetta verður annar hlutur sem ég mun furða mig á um ókomna tíð.......
Í þessu prói kom ég svona út. Soddans engill ;o)
♪♫sjá þeir koma hátt ofan úr skýjunum... Þeysast áfram.. bæja fra vandanum.. Þegar allt virðist bjáta á.. *lalalalalala* Syngum kærleiks sönginn.. FIMM, FJÓRIR, ÞRÍR, TVEIR, EINN!!! ♪♫
Sex stórir hamborgarar (HAHA ég sagði sex)... 1500 kall.
Skechers skór... 5000 kall.
Vinátta að eylífu... Verðlaus!
Það eru til ÓSKöpin öll af priceless myndum á netinu. Pfff.. hvað er ég eiginlega að segja þér þetta... þú veist örugglega allt um þetta mál. Ég er allavegana komin í þannig groove.. að þegar ég sé eina af "priceless" auglýsingunum í sjóbbinu hjá Euro... eða fæ svona priceless vin sendan í Emil... þá hugsa ég alltaf um húmorinn.. Húmorinn við það að í ensku tungumáli sé bein þýðing á orðinu "ómetanlegt" barasta "verðlaus"...

Engin ummæli:

20.6.02

Ómægot.. Það verður sko gaman í kvöld! Planið?? Hehe.. Antz og haribo...
Pæling: Einu sinni.. meira að segja ekkert fyrir svo löngu síðan.. var ég svo upptekin að því að haga mér eins og ég væri fullorðin. Svo varð ég nógu fullorðin til að skilja að það er miklu skemmtilegra að haga sér meira eins og maður gerði þegar maður var barn... (upp að vissu marki auðvitað)
Ég tók þetta próf í gær. Svoldið corcky en sniðugt samt.. Ég ætti kannski að fara að æfa þetta skeiða-trix.. Lítur skemmtilega út! (And that dog was TOO crispy!!!)
Vá.. það var að koma lag á rás kvenkynsbókara yfir 40 that just moved me. Í gamladaga þegar ég var ekki svona harnaður rokktöffari var þetta lag barasta uppáhaldslagið mitt eða einhvað. Þetta var á Batman forever disknum (sem ég reyndar keypti út af Hold me, thrill me, kiss me, kill me með U2.. GOTT LAG!). Getur þú giskað á hvaða lag þetta er?? Hmm? Ekki?? Það er "Kiss from a rose" með Seal. Afskaplega sætt og rómó! *hlýnun um hjartarætur*
Hahahaha... Ég hélt ég myndi deyja úr hlátri (nei.. ég dó ekki í alvörunni.. DAAAHH!) þegar ég fékk þetta sent í Emil (Takk Íris). Mér finnst þetta alveg gjersamlega ótrúlega fyndið... Kannski maður ætti að fá sér svona Breezer oftar...
Æji.. einmitt þegar ég gleymi að taka með mér morgunmat í vinnuna (drykkjarjókúrtið mitt góða), er bara brauð og súpa í hádegis matinn. Bjélvað ástand er þetta.. Þýðir ekki að gráta þetta núna (þroskuð ákvöðrun). Ég fékk mér allavegana Lýsi og kalk í morgun!! Verði þér að góðu... og mér líka!
Ég átti einu sinni gullfisk. Hún hét Rán (örugglega útpældasta gullfiskanafn sögunnar.. Rán eins og í dóttir Ægirs-sjávargoðs OG rán-fiskur.. *haha*) Hún var sæt og góð og lifði í 2 og hálft ár sem ég hef heyrt að sé góður aldur hjá gullfiskum sem búa í litlum kringlóttum skálum. Hún atti kærasta í smá stund. Ég nemmilega gaf Hákoni uppáhalds eins gullfiskaskál og gullfisk sem hét Nebbi. Nebbi dó eftir 2 mánuði. Kannski er þetta eins hjá fiskum og mannfólki. Gellufiskar lifa lengur en strákafiskar. Eða.. kannski var Hákon OF góður við hann.. gaf honum of mikið svona vondalykta-fiskamöntsj. Jæja.. anywho.. Ég á ennþá skálina hennar... tóma að vísu, því að enginn fiskur mun koma í staðinn fyrir Rán.. *sniffers* Rán.. Where-ever you are... We'll meet again someday!! :o/
Allar heit-trúaaðar manneskjur.. þið verðir bara réééétt að fyrirgefa.. en mér finnst þetta ótrúlega fyndið.. heheh... Kannski maður ætti að taka upp á einhverju svona framtakssömu til að afla fjár áður en mánaðarmótin koma! ÉG VEIT!! Ég sel bara Doddann minn í staðinn... Oh.. wait.. I'm already trying... :oÞ.... Þar fór það
Jeiij.. strax kominn óskadagur! Síðan ég ákvað að kalla fimmtudaga óskadaga hefur mér líkað enn betur við þá. Svo er líka alveg að koma helgi.. Hver er þessi Helgi?? SEGÐU mér það ÓSK!! grrrr... *afbríðissemi*.. hehe.. rólegur.. ekki kaddlmaður.. þetta er bara það sem útlendingarnir kalla "weekend" (*thíhí* ein að slá um sig á erlendum tungumálum...)
Var ég búin að segja ykkur að ég breytti ♫Fingralaginu♪... Núna syngur maður um Feitaputta, bendiputta, dónaputta, hringaputta og ponsuputta. Mér finnst það miklu sætara. Hitt er eitthvað svo gamalt.. Reyndar held ég að ég láti mín börn í framtíðinni frekar syngja þetta á gamla mátann... Varðveita málið og svona.. :oÞ ´*úff* kannski ég ætti að fara að vanda mig meira að tala.

19.6.02

*úff* Albúmið mitt datt niður áðan og ég þurfti að setja allar myndirnar og alles inn í það aftur.. Það var handavinna en nú er þetta allt búið. Þú mátt kíkja á nýju slóðina þess ef þú vilt. Einhverjar lélegar, nýjar myndir.
Annars var ég að koma úr heimsókn frá henni Karen minni (Karen kallar mig alltaf Óskin klára... mér finnst það svo fínt.. *híhí*) og Ella. Ég var að skoða íbúðina sem þau voru að byrja að leygja sér og mér finnst hún afskaplega fín. TIL HAMINGJU!!!
Now.. to business.. Hver ætlar að leygja eina slíka handa mér???
Note to self: Vera í ALLAVEGANA 2 bolum í vinnunni ef maður ákveður að sleppa brjóstahaldaranum og þarf að vinna frammi á símanum í klukkutíma þar sem er KALT! *vandræðalegt*
Úúú.. ég gleymdi að segja.. ég hennti inn nýju dóti í um mig í gær.... Skoðið ef þið nennið
Hvernig væri ef ég myndi byrja á vefsíðuverðalunum? Ég gæti kallað þau eitthvað eins og... Gullni Óskimoninn... eða... Óskarverðlaunin. Svo myndi ég búa til lógó eða eitthvað sætt og tilnefna einhverjar síður í hverjum mánuði og svo tilkynna einn sigurvegara í lok mánaðarins.. It would be ... like SOOO cool.. *hehehe* Kannski.. væri hægt að hafa nokkra flokka líka.. hmmmmm *hugs*
*sjáfyrirsér* aaand the black bealt in Keep'n it real goes to....
Jeiijj! Ég var að skoða reijtíngið mitt á síðunni hennar Sollu glósu. Ég sá að ég var bara með svona 2 hoppandi broskalla og varð voða sár og sendi henni Emil.. Hún hækkaði mig upp í 4 hoppandi brosgaura!! JEIIJ JEIIJ!!
Anywho... hversu hallærislegt er það að Will Smith sé svona frægur rappari? Áður en hann meikaði það í hinum stóra heimi bíómyndanna og var enn í svona grínþáttum var hann kosinn lélegasti rappari ársins.. og núna kemst hann upp með hluti eins og "Willenium" *úff* Ég hef aldrei fílað hann mikið drenginn.. Finnst hann cocky og hallærislegur. Hann er svona týpa sem heldur að hann sé all that plus a bag of chips og hagar sér samkvæmt því.. Ég reyndar viðurkenni að ég hef haft gaman að myndum eins og Bad Boys og Men In Black (seinna er örugglega samt bara af því að Tommy Lee Jones er svooooo kúl :o)) en fæ gjarnar svona ljósgrænar þegar ég sé hann annarstaðar..
Hmmm.. af hverju man ég ekki hvar þetta grín var? Mér varð hugsað til þess um daginn og fannst það mjög skondið. Híhí.. Setting var í banka þar sem einhver maður stóð við skiltið sem segir "Vinsamlegast bíðið eftir kalli gjaldkera"... HAHAHA.. ring a bell?? Jáms.. orðaleikur ;o) Þeir eru sniðugir.. (*insulting intelect time* Hann var að bíða eftir eiginmanni gjaldkerans.. HAHHA get it? *pot*)

18.6.02

Hmm... ég fékk póst áðan þar sem verið var að segja að vampíru-vandamálið mitt væri leyst, þar sem að ég yrði aldrei stór.. viðkomandi sagði að ég væri 150 cm.. Ég vill bara leiðrétta það hér með að ég er EINNSEXTÍUOGTVEIR (CM!! EKKI MM)... og er ekkert dvergur.. *fnuss*
Allavegana... þá síðan ég sagði frá þessu desktopmynda dóti er búið að bætast í hópinn sem vill fá slíkar myndir og það strax. Héddna.. er ekki hægt að nota bara myndir af litlum kisum eða eitthvað fínt í staðinn?? Ég meina.. hver myndi seríósslí hafa þetta á desktopnum sínum?? Tja.. ég veit reyndar um einn ungan mann sem vill meina að hann myndi hafa slíkar myndir uppivið.. en ég held samt að hann sé bara að hlífa tilfinningum mínum ;o)
*brrrrr* Eru svooo miklar rollur í mér.. KALT!! Er ekki einhver sybbinn þarna úti sem getur tekið þessar rollur að sér og talið þær.. ?? Ég skal láta þig fá þær ókeypis.. bara ef þú tekur þær í BURTU! *brrrr* :o/... My kingdom for fox!! (hef ekki enn fengið að vita hvað refir segja.. )

Ég er svona nærbuxur (hvar gróf þetta fólk annars upp þessa LJÓTU g-string?)
Ég er í smá tilvistarkreppu.. Þegar ég verð stór ætla ég að verða vampíra, af því að þær eru svo afskaplega kúl...EN mér finnst hvítlaukur svo góður.. Hvað á ég að gera í þessu máli? Ætli það sé til gervihvítlaukur fyrir vampírur.. alveg eins og það er til gervisætuefni fyrir sykursjúka.... *hugs* Æji.. annað... Sumarið er líka uppáhalds árstíðin mín og vampírur meika ekki sól - en meika vampírur þá sterk ljós og svona ljósalampa?? Ég gæti jafnvel dekoreidað kastalann minn í hawaii stemningu.. *úff* en þá væri ég ekki kúl lengur ef ég væri sprangandi um í hawaii skyrtu með mai-tai í hendinni.. Æji.. líklega er þetta vitlaus starfsákvörðun ... ég veit ekki..
HEI!! Bíddujú!! Ég held ég fíli ekkert heldur að fá svona fleyg í hjartað!! Kannski er von eftir allt!! *jözz*
Búin að plögga mér eins og eitt pop-up fyrir myndinar... Ég fann hann þegar ég var að skoða síðuna hjá Gummijóh gaurnum sem ég var í bloggprófinu. Var sko að læra um idolið mitt... Vona að honum sé sama ;o) Setti link á hann í kóðanum og allt sko...
Hahhaha... ég var að fá beiðni númer tvö um að búa til desktop myndir og screen-savera með mér.. :-O Er það ekki svoldið of mikið egó?? Sætt samt.. *roðns*
Hey!! Sáuði annars *blikk* kallinn í síðasta blaðri?? Var hann ekki fíddn?? ÉG bjó hann til SJÁLF... Gerði líka fleirri kaddla... þarf aaaaðeins að laga þá kannski samt.. :oP
Jáms.. satt og rétt.. helgin er búin! EN!! Lítum á björtu hliðarnar.. það var í raun enginn mánudagur í þessari viku og allir vita að þeir eru af hinu illa. Þessi vika verður líka bara voða stutt og eftir bara nokkur lúll í viðbót verður kominn föstudagur.
Það eru annars rollur í mér.. *brrr* kalt. (I don't know but I've been told - eskimo pussy is might cold.... úúú-úú.. annar líka... This is my rifle this is my gun.. this is for fighting this is for fun...) Ég hef heyrt að maður eigi ekki að venjast hitastigi undir 15°C hérna í RVK á sumrin ;o)

17.6.02

Fyndið hvað maður tekur oft fönkí myndir þegar maður er að taka svona sjálfsmyndir. Var ég búin að segja að ég hitti Völu niðri í bæ áðan? Ég var með Sófus, slökkviliðshundinn minn (Játs!! Hann er alvöru slökkviliðs.. er með sönnun hérna fyrir því.. Er í slökkvistöð og allt!) og hún var með Myrru, voffann sinn. Maður má ekki oft vera með þessi grey niðri í bæ þannig við ákváðum báðar að nota tækifærið í tilefni dagsins.
Annars sökka ég í svona labbaítakt tækjum.. Samt var ég í nam og allt :oP.. Ætlar þú að gera eitthvað big deal út úr því?? Hmm?? Yeah yeah.. fuck off..
(ég vil tileinka þessari færslu, og þessari með laugardagsmyndunum honum Sigga.. og ég vona að ég hafi átt nægilega mikið líf fyrir mig OG hann þessa helgi... Siggi - þú ert góður strákur þó þú sért Selfyssingur *híhí*)
Awwww.. *bráðn* Hann Tóti var að koma í heimsókn með Bubbles blöðru handa mér. Hún er ógísslega fín... Nákvæmlega eins og blaðran sem mig langaði svo í!!
TAAAAAKKK TÓTI!!!! *tnúúúð*
Palli er svo góóóóður við mig. Hann gaf mér aðgang að albúma-dótinu sínu og núna er ég búin að setja næstum ALLAR egómyndirnar mínar á einn stað... Nefnilega HINGAÐ!! Tjékkit!
Ég fékk blööööfvu!! :o) Palli gaf. Palli er góður!! Palli veivei!!
Þessi blaðra er dalmatíuhundur sem heitir Sófus og er slökkviliðshundur :o) Það var annars ágætt niðri í bæ... nema stulturnir sem hrintu mér þannig ég meiddi mig í löppinni.. þeir voru vondir.
Gleðilegan júní númer sautján!! :o).. Minns fer niður í bæ bráðum og leikur sér við hina krakkana.. sé ég þig ekki bara þar?
(P.s... Skór númer 36 eru ekkert óeðlilegir!!)
Váf.. ég gerði sko fullt á laugardaginn. Ég eignaðist t.d. nýja vini og komst að því að ég get litið út eins og geimvera á sumum myndum. Ekkert meira? Júts.. Ég rifjaði upp hvað það getur verið æðislega gaman að príla og ég er bara nokkuð góð í því. Ég kann ennþá svona basic hluti eins og að hanga á hvolfi. Ég reyndi að auka á prílþekkingu með því að læra línudans, en það er svoooldið erfitt að halda jafnvægi á svona bandi skal ég ykkur segja.
Svo prufaði ég nýtt mataræði, en það féll mér engan vegin í geð þannig að ég tók mér stöðu fyrir framan grillið og grillaði ótrúlega góða hamborgara sem litu svona líka girnilega út. Ég hjálpaði líka Magga að ná í einhverja kassa fyrir flytjidótið sitt. Án þess að ég vilji vera með einhvern móral.. held ég að ég hafi þurft að halda á lang mestu...
Ég fór líka í smá trip down memory lane og skoðaði gamlar polaroid myndir sem Maddlú hafði tekið. Það var sniðugt. Jáh.. ég stóð sko ekki eins og stytta þennan laugardaginn. (já.. og svo var það auðvitað lónið og keflarvíkurkókið.. en engar myndir til þaðan víst affí að Palli tók ekki myndavélina memm.. :oP )

16.6.02

Mamma og pabbi gáfu mér ekki blöðru í dag :o/.. samt er júní númer 17 á morgun. Þau keyptu bara handa litlu frændum mínum. Ég er búin að fá blöðru ÖLL síðustu ár.. en ekki núna. Mig langar í svona gasblöðru með Bubbles the powerpuff á.. ég sá þannig í Kringlunni í dag. Áttúru fékk ég ekki blöðru?? *sniffers*
*útundanfílíngur*
*vakn* Núna er ég að fara í smáralindina með henni Völu-san. Vá hvað það er gott að lúlla sér svona út.
Hér er annars eins og ein pæling: Auglýsingin sem segir "Eyddu í sjálfan þig - taktu strædó"... gerir ekki ráð fyrir að maður meti tímann sinn NEITT. Þegar ég var lítil og átti ekki bílpróf gat það tekið mig upp í klukkutíma að komast á milli punkts A og B í strædó, en núna tekur það mig 15 mín. tops á Benna. Núna getur maður leikið sér á punkt B 90 mínútum lengur (fram og til baka dæmið sko)... Persónulega finnst mér það verðmætara að geta gefið sjálfri mér tíma til að skemmta mér og öðrum, heldur en að spara nokkrar krónur.
ÉG ætla að eyða í sjálfa mig og nota bílinn!!
Laugardagur:
Ég, Vala og Palli kíktum í Bláa lónið og klesstum túrsitakömmi (kýsli?? neh.. held ekki) í andlitið í góðu stuði. Þegar við vorum búin að jappla á líkamshárum milljón manna ákváðum við að fara í mini-road-trip upp í keflavík og versla kók. Keflavíkurkók er EKKI gott og héðan í frá mun ég nota orðtakið "Rokkar eins og keflavíkurkók" ef einhver hlutur skildi vera slæmur. Kókið var bæði heitt, vont og fjarlægði 145 kr. úr veskinu mínu. *helvítiskeflavíkurkókgrrrr*. Eftir Keflavíkurvibbann fórum við Palli niður í bæ að leika okkur og svo til Max að grilla. (Myndir koma við tækifæri ;o)) Jæja.. tlhukkan orðin margt og Óskir eiga að fara í bælið sitt... nætínæt
Nibbð.. ég fór ekki í road-trip :o/.. Euro vinur minn ákvað að ég væri búin að maxa hann þannig að ég átti eiginlega barasta ekkert péníng fyrir bensíni.. en það reddast allt ef ég sel hann Þórð (Dodda litla brummbrumm). Ég ákvað að láta það ekki of mikið á mig fá og er búin að eyða helginni í öðruvísi vitleysur.
Föstudagur:
Fór í pottapartý og eins og allir vita eru slík mikil snilld. Maður hefði samt átt að klára að elda sig í pottinum og EKKI fara niður í bæ. Ég hef nefnilega heyrt að á 3gja daga helgum fari enginn að djamma á föstudaginn. Það var allavegana MIKIÐ tómt og Astró dyravarðafólkið meira að segja grátbað okkur um að koma í heimsókn til þeirra og lofaði stuði. Stuðið var í formi gamals kalls sem flengdi mig og bennti síðan saklaus á vin sinn sem var líka á grafarbakkanum. ÚJE.. hit me again.. eða.. nei annars. Anywho.. samtals á öllum stöðunum sem við fórum á hafa verið svona 10 manns.. MAX! Ég fór þessvegna heim fyrir fimm og vaknaði þess í stað í kringum hádegi... early to bed and early to rise og allt það..

14.6.02

Jæja snúlls... Ekki vera fúl út í mig ef ég læt ekkert heyra í mér um helgina.. ;o)
Skemmtið ykkur afskaplega vel.. :o* ... ég veit allavegana að ég reyni að gera það! (ÓMÆGOT.. ég sagði "gera það" híhí.. ótrúlega vandræðalegt)
Ætli orðið "slæmir" sé komið af "slimy"..
Ótrúlega slæmur matur (ótrúlega slimy matur)... Mjög slæmur maður (mjög slimy maður).... Works on both levels you know....... Tilviljun..?? Ég held ekki ;o)
Af hverju ætli það séu alltaf svona marsípan rjómakökur með uppstoppuðum (niðursoðnum) ávöxtum í veislum. Finnst einhverjum þannig gott í alvörunni?? Mér finnst úkklakökur miklu betri!! Ég náði að frekja í gegn súkkulaðiköku frá Jóa Fel þegar ég útskrifaðist í den (haha.. æst gömul sko).. og núna er þetta bara orðið trend í fjölskyldunni.. halda sig bara við gömlu góðu súkkulaðikökuna frekar en marsípan(oj) rjóma(oj) niðursoðna(oj) ávaxta viðbjóð!! :o) Það hefur gert líf mitt miklu betra. Ég væri örugglega í brjálaðri ástarsorg núna (út af því að „sumar-flingið“ mitt er alltaf að daðra við aðra stelpu.. *HINT-HINT*) ef ég hefði fengið marsípanrjómaviðbjóð í öllum þessum fjölskylduveislum... LIFI ÚKKLAKÖKUR! NIÐUR MEÐ MARSÍPAN KÚGUNINA!
Af hverju líður tíminn alltaf hægar þegar maður vill að hann líði hratt?? Af hverju á maður að lúlla á nóttunni og vaka á daginn..? Af hverju rak ég hendina í svo það kom blóð? Af hverju eru allt í einu svona margir að heimsækja síðuna mína? Er einhver að linka á mig?? Ég er ekki svona skemmtileg sko..
Af hverju er ég að spyrja þig? Þú veist þetta ekkert frekar en ég er það?? En skilaboðin mín til tímans eru; Líddu HRATT til 15:00 og svo hægt eftir það og fram á þriðjudag kl. 8:00!! Takk fyrir ;o)
*úbbðí*... Kunningi minn var að skamma mig á msn fyrir að hafa eyðilagt hjá honum "kynlífið" með síðustu færslu.. En ég meina... það lesa allir Tilveruna er það ekki?? Þannig.. það var ekki beint ÉG sem skemmdi.. er þa?? :oS... *sowwy* annars..
Hmm.. ætli maður ætti að taka þetta alvarlega og finna sér kaddl?? Neeeeehh... ;o)
Í gær fór ég á þessa síðu sem Katrín celeb blogger benti á. Mér fannst gaman að fikta í fólka generatornum. Ég breytti reyndar minni gellu í paint þannig að hún var í alveg sömu fötum og ég var í gær og gerði hárið líkara mínu og augunum. Teiknaði meira að segja töskuna mína inn á... So.. what do you think?? ;o) ( ég veit.. ekkert líf... jadíjada )
Ég á lítinn og afskaplega myndarlegan frænda. Hann er 1 og hálfs árs. Nýlega lærði hann orðið "datt" og skyndilega eru hlutir byrjaðir að detta all over the place. Frændi er oftast á staðnum með æsispennandi lýsingu á atburðinum; Datt!
Ég verð nú að segja alveg eins og er... ég er byrðuð að efast um hvort það sé í raun og veru satt... kannski.. duttu hlutirnir bara ekkert. Kannski var þeim HENT!!! Ég veit.. þetta er mikil samsæriskenning... kannski svolítið óréttmæt... you tell me ;o)

13.6.02

I'z got a black belt in keepinit real.. ;o)... Ég fékk ís áðan. Hann var hvítur og sætur og bjó í brauðformi. Ég skírði hann Ásgrím (ice cream). Ég öskra, þú öskrar, við öskrum öll á Ásgrím (jájá.. þú veist alveg hvernig þýðingin er en ég ætla að skrifa hana samt til að móðga your intelect... ; I scream, you scream, we all scream for ice cream!! ).. En á ég að segja þér leyndó?? *pssst*.. come closer... a little closer.. WOW!! Maybe not that close.. Ekki fara inn fyrir mitt personal space venur.. en.. allavegana.. Það verður líklega road trip um helgina.. JEIIIJJ!!! :o).. Road tripp'n big time.. hehehe... Líklega kannski mögulega jafnvel til Akureyrar.. eða.. bara.. EINHVERT... og svo tekur maður með sér djammgallann og skemmtir sér í "útlöndum"... gamangamangaman.. →GAMAN←
JÖÖÖZZZ! Ég fékk freknur!! Meira að segja næstum því nógu margar! Ég er svooo glöð. Þá verð ég rosa sæt alla helgina kannski :o).. vonandi.. eh.. jáv.
Á morgun... eftir kl. 15.. verður svo gaman. Þá verð ég frjáls í.... (start - run - calc - *reikni*) 89 klukkutíma!! AWWÓ FRELSI!! Hér er ég!!Find your emotion!

bara eitt enn.. NÚNA er ég hætt ;o)
What Seven Deadly Sin Are YOU? [?]

You're LUST! Sex, sex, sex! It's all you think about! You're not opposed to having more than one boy/girlfriend, and you're very flirtatious. You're represented by the color blue.HEY! Blár er einmitt uppáhalds liturinn minn... well what do you know :o)

Which Kiss are You?

Which Kiss Are You?


svo er ég svona koss... Jæja.. nóg af prófum í byli :oÞ
Kannski að ég kíki í útilegu um helgina... Mig langar alveg hryllilega mikið út úr bænum og helgin er löng og fín :o).. Ég er meira að segja búin kl. 15 á morgun í vinnunni... Nú er bara spurning hvern ég tek með... Hver vill lúlla með mér í svefnpoka??? H0h0h0..
Ég ætla líka í sund á eftir með Geira sobba-gelgju og frænda hans. (ÉG VEIT ég er alltaf í sundi.. *uss*.. það er bara svo gaman)
Ekki gera þau mistök að fara á nagporta.com þegar þú ætlar á nagportal.net. Ef maður fer á þetta með punktur cominu kemur upp allskonar dónaskapur og klám pop-up (ég VEIT!! ekki ef maður notar Opera) og það er bara mjög erfitt að slökkva á þessu öllu saman.. :oS.. So.. note to self: PUNKTUR NET!! EKKI PUNKTUR COM!! (nema auðvitað ef þú ert að fara á oskimon sko.. þá máttu alveg fara á punktur com)
Pæling frá Sverri Stromsker um fótbolta:
Fótbolti er þvílíkur grenjandi öfuguggaháttur að það er leitun að öðru eins helvíti á þessum hnetti. Menn eru fyrst og fremst í fótbolta til að strjúka rassinn á samherjum sínum þegar þeir hafa skorað. Það er ekki flóknara en það. Stundum eru þessir kúkalabbar orðnir svo kynferðislega æstir þegar ekkert mark hefur verið skorað í langan tíma að loksins þegar einhver skorar þá ráðast þeir á hann slefandi og leggja hann flatann á jörðina og fara að kyssa hann og kjassa og strjúka hann allan hátt og lágt og riðlast á honum í hópum eins og kanínur. Hommakanínur. Þegar andstæðingurinn á aukaspyrnu rétt fyrir utan vítateig þá safna þeir sér þétt saman og halda um slátrið á sér. Hálfvitar. Þeir eru ekki að passa á sér hausinn.

Nei, þeir þurfa ekkert á honum að halda í fótbolta. En slátrið þurfa þeir að vera með í lagi ef þeir eiga að geta fengið eitthvað kikk út úr leiknum. Þessir asnasparkarar eru allt saman saurþjöppur fram í fingugóma ættu að fara í lögformlegt umhverfismat. Það má undrun sæta að sjónvarpið skuli vera að sýna frá þessu helvíti. Ég sem góður og gegn borgari, ímynd siðgæðis og tandurhreins hugarfars, ætla að fara fram á það við Sjónvarpið að það hætti tafarlaust að sýna þessar viðbjóðslegu klámmyndir.
Nú er ég manneskja sem fílar teiknimyndir MJÖG vel. Tvær uppáhalds myndirnar mínar eru meira að segja "The Nightmare Before Christmas" og "The Emperors New Groove". Powerpuff girls, Johnny Bravo og félagar eru oft heimsóttir á Cartoon Network, enda mikið skemmtileg rás. Hvaðan kemur þá þessi skyndilegi splattermynda áhugi? Hmm.. I find myself choaking on all my contridictions... Annar helmingurinn sem sagt öskrar á haribo, teiknimyndir, kjóla, smirnoff ice, Barnarásina og sund.. en hinn á franskar með sósu, splatter, íþróttaskó, bjór, Radió X og tölvur.. Heh.. ég er viss um að ef þessir tveir helmingar myndu splittast upp myndu þeir ekki þola hvorn annan en sambúðin er ansi ljúf svona í einni manneskju... :o)
Ég er svooooldið svona að spá. Í gær fékk ég mér eins og einn shake í einu ísbúðinni sem er til á Íslandi (þessari sem er laggt í Álfheimunum). Eins og oft áður fékk ég mér shake með súkkulaði og piparmyntu. One thing puzzles me... Ég er ALLTAF spurð þegar ég bið um slíkan; Viltu súkkulaði og piparmyntu eða súkkulaðipiparmyntu? Og ég bara.. ke?? Bara.. annað hvort. Hljómar alveg eins allavegana.. Núna hef ég gerst svo fræg að prufa bæði og ég sé bara ekki nokkurn mun á bragði heldur. Oh.. so many things for me to wonder........ Allavegana.. ég þarf að fara að sparka í vatnsdæluna núna.. þar sem þetta viðbjóðslega Írafár lag er í útvarpinu.. And all I know is.. ég vil bara veraveHEEEra ég sjáááálf.. *snapp*
*híhíhí* Það er alltaf gaman að láta eitthvað kæta sig á morgnana. Svona... in short: Clinton og starfsfólk hans prökkuruðust eitthvað á Hvítahúsinu áður en Bush og co tóku við... fjarlægðu W úr lyklaborðum og svona... Allavegana.. þetta er víst eitthvað sem gerðist líka þegar Clinton tók við af George Bush eldri og þegar pabba-Bush tók við af Ronald Reagan. Komin hefð á þetta. Þeir reyndar eyðilögðu fyrir 1,7 milljónir íslenskar sem er svoldið mikið... en bíddubíddu.. Tekur ekki bara Bushy sig til og lætur gera skýrslu um þessa eyðileggingu.. og hvað kostar skýrslan? 18 milljónir króna takk fyrir..
*klappklappklapp* Oh.. the home of the brave...
Hér sit ég með vanillu plúsinn minn í hendinni og er að velta fyrir mér hvort ég sé heimsins mesti lúser. Ástæða? Í morgun.. eins og marga aðra morgna (ALLA virka daga sem ég á að mæta í vinnuna) snoozaði ég frá 7:00 - 7:45.... All I know is... ég hef heyrt í MÖRGUM myndum settninguna "You snooze - you loose"... *úbbð* Kannski ég ætti að fara að einbeita mér að því að vakna ferkar bara kl. 7:45 í stað þess að snooza svona mikið :oÞ

12.6.02

Ég hef alltaf dáðst af myndavélamönnum sem taka upp golfmót. Það hlýtur að þurfa mikla staðfestu að halda sér vakandi í gegnum allt mótið. Annað sem mér finnst merkilegt með þá er að þeir geta fylgt eftir þessum pjúní kúlum í loftinu alveg þangað til að þær lenda. Ég hef PRUFAÐ að fara á golfvöll. Þegar ég var úti í Flórída með mammí, pabbí og Daða bróður voru þau öll í þessu golfi. Ég kom einu sinni memm á golfvöllinn til að keyra svona lítinn sætan bíl (híhí.. var svo fínn). Ég gat ekki fyrir mitt litla líf séð hvert þessar kúlur fóru eftir að þeim hafði verið misþyrmt með þessum prikum... En by god!! Ég gat keyrt þessa golfbíla betur en nokkur annar ;o).. Náði meira að segja að beygja þannig að svona vökvugræjur sprautuðu bara á mammí en ekkert á mig... *dæs* those were the days ;o)
Ég fékk þetta próf sent í Emil:

Söguhetjan í þessari frásögn er ung kona. Hún var stödd í jarðaförinni hjá mömmu sinni þegar hún hitti mann, sem hún þekkti ekki né vissi hver hann var. Þessi maður var draumagaurinn hennar og hún varð ástfangin af honum á staðnum.

Nokkrum dögum seinna drap unga konan systur sína. Þegar lögreglan spurði hana hvers vegna kom hún með áhugavert svar.
Hvaða ástæðu hafði hún til að drepa systur sína?

Ekki kíkja á svarið fyrr en þú hefur spáð smá í þessu!
Híhí.. fyndið hvað maður kann ekki texta við mörg lög sem maður heyrir en sögnlar samt með þeim í huganum... t.d. R.E.S.P.E.C.T.. find out what it means to me.. R.E.S.P.E.C.T.. rírírí ísítí.. siggidúmísiggídúmísiggidúmísiggídúmí....
eða...: Yes it's true... Yes its true.. I'm so appiú ísabbitú... ´
*úff* Sáuði dæmin sem ég var að taka??? Núna er ekkert með það sko.. ég þarf að fara í ráðgjöf út af þessu Létt 96,7 dæmi :-O
Niðurstöðurnar úr könnuninni eru ekkert búnar að breytast svolítið lengi. Hvað er þetta fólk.. léleg þátttaka ;o)... Persónulega er mín röð svona; Fyrst slást við varúlfa (Þeir eru bara svona... dýr...Ekkert eitthvað OF supernatural.. Þarf bara að plaffa þá einu sinni í brjóstið með silfur byssukúlu og þá eru þeir bara dauðir. Þeir líka eru bara að varúlfast eitthvað þegar það er fullt tungl.. ekkert neitt svona þess á milli), því næst uppvakninga (þeir eru held ég svolitlir pushovers... veit samt ekki alveg hvernig maður drepur þá endanlega.. þarf eiginlega að horfa á fleirri splattermyndir með uppvakningum) á eftir þeim - vampírur (þær eru kick ass kúl og geta flogið ef þær breyta sér í leðurblökur og svona.. svo eru þær alltaf á sveimi á nóttunni og eru ekkert sérstaklega bundnar við nein landsvæði.. OG svo geta þær breytt öðrum í vampírur líka) og að lokum.. - draugar (Það kom mér gífurlega að óvart að fólk vildi helst slást við drauga eða uppvakninga. Uppvakningar eru örugglega léttir sko.. en draugar?? Hefur enginn séð "Thirt13en ghosts"?? Þeir eru nú svoooldið scary sko!! Geta alveg brotið mann í tvennt og svona..)
Hvað er með Bonsai buddy?? Þið vitið.. fjólublái apinn sem kemur á ÖLLUM pop-up gluggum ALLSTAÐAR :oÞ.. (já ég veit.. opera er með "turn of popup windows.. blablabla linux rokkar blablabla digital ixus *híhíhí*..).. En allavegana þessi fjólublái apaviðbjóður fer svona nett í taugarnar á mér og hann mætti alveg bara.. vera einhverstaðar annarstaðar.. Má endilega taka nýrnabaunir með sér á nýja staðinn líka.. ;o)
*úff* ef ég heyri einu sinni enn þetta VIÐBJÓÐSLEGA lag með Írafár... held ég að ég verði að fara fram í mötuneyti og sparka í vatnsdæluna.. (HAHAHA)
Váf... My world just shattered all over again. Ég fór að í vinnuferð upp í tollstjóran í rvk vin okkar. Allavegana... What's wrong with this picture:
Ég fór upp í pæju-lexusinn og keyrði í sól og geðveiku veðri til tollstjórans. Það var ekki mikil umferð. Þegar ég kom þangað var laust stæði beint fyrir utan og það var búið að broga nægilega mikið í stöðumælinn til þess að ég þurfti ekki að láta mitt klink af hendi. Lyftan var einmitt á neðstu hæð og var snögg að fara með mig upp á þá fimmtu. Þegar þangað var komið var ekkert að gera hjá gjaldkerunum og engin röð sjáanleg. Ég gekk beint að þeim næsta og hún afgreiddi mig án þess að neitt vesen kæmi upp. Eftir það keyrði ég bara aftur upp í vinnu í sömu sól, sumari og umferðaleysi og áður.
AHA!! I KNOW!! *shattering world*
Ég fékk eftirfarandi Emil áðan sem komment á síðasta blaður í mér;
Vatnsdæla .. VATNSDÆLA .. við erum með eina svona gráa og hún dældi mjög hægt úr sér vatni .. var kannski svona 10-15sec að fylla glas og þegar við keyptum aðra kom ljós að þessi hafði allan tímann verið biluð. Alla vega þá getur hún líka komið með 'kælt' vatn og kolsýrt vatn mega-hasar.

Það finnst mér ósanngjarnt! Klakar og kolsýrt og stuð bara?? Ekki þannig hjá mér :oÞ Bara bigass vél sem gerir ekkert annað en að þykjast vera meira en krani! Ég fer fram á klaka og kolsýrt (þó mér finnist kolsýrt vera viðbjóður.. it's the principle of the thing!!) við þessa vél. Kannski ég ætti að skrifa henni formlega kvörtun...
Híhí.. Það er komin ný vél fram í mötuneyti. Hún er áhugaverð í laginu og er svört að lit. Ég labbaði í kringum hana og skoðaði... og eftir miklar pælingar gerði ég mér grein fyrir að þessi tignarlega svarta vél með fallega bláa takkanum sínum.. *dammdammdamm* spýtir hægt og rólega út úr sér mjórri vatnsbunu. Ég hló að henni og sagði henni að hún gengdi sama hlutverki og krani.. hún væri bara í fínni fötum. Ég held að henni hafi ekki fundist þetta fyndið.. allavegana tók það hana djöfulli langan tíma að fylla litla vatnsglasið mitt. Better make peace with the... *eh*... (eitthvað annað en kranni... eitthvað annað en krani *hugs*) thingy... !! :o)
Einu sinni var ungur maður sem ég þekki að vinna í veisluþjónustu. Hann vann meðal annars á árshátíð McDonalds. Það er svo sem ekki það hroðalegasta. Það hroðalegasta var að þegar hann var að vinna þarna í góðum fíling tók hann eftir því að það var verið að veita verðlaun. Verðlaunin hétu t.d. McDuglegastur, McStundvísastur, McStuðboltinn og eitthvað í þessum dúr. Ég hef verið að velta fyrir mér þessari McGeðveiki. Kemur maður heim til [insert ástvin] og segir; HEY!! Guess what?? Í dag fékk ég verðlaunin McBrennirsjaldnastfranskarnar!!! Ég held að þetta sé bara McSteikt sko... McBandaríkin hafa byrjað á þessari McVitleysu. Þetta á örugglega að vera svona "verðlaunakerfi" Þar sem allir góðir starfsmenn vinna einhver verðlaun... þó svo það væri ekki nema McSætastur...
McDæs...

11.6.02

Ég fór í sund aftur í dag. Gæti örugglega farið að selja auglýsingar á bikini-in, er svo oft í sundi. Allavegana.. í þetta sinnið sleppti ég að synda með ALLTOF mörgu fólki og plástrum - já.. ég fór í Laugardalslaugina. Hún var alveg prýðileg greyjið og ég kunni bara fínt við mig þar. Svo er freknu-generatorinn þeirra í lagi.. allavegana fékk ég nokkrar freknur á nebbalinginn hennar Óskar. Takmarkið er að safna aftur í svona. Ég er svolítið að pæla að fara bráðum að skipta út Árbæjarlauginni. Það er alltof mikið fólk þar. Það er náttúrulega mitt starf sem tölvunarfræðinemi að hata fólk.. ;o)
♪Ég er að elda... elda mat. Ég tek stöppu og set oní eldgamalt vaskafat... og seinna þegar ég eignast mann, elda ég svona fyrir hann - þú mátt sjá, en farðu svo frá.. því ég er að eeeeeeelda.. ♫

Þú ert GummiJóh

Þú ert kvikmyndaáhugamaður og tölvulúði en veist ekki alveg hvort þú þorir að láta nördið skína í gegn á síðunni þinni.

Taktu hvaða bloggari ert þú prófið hér!Best að finna urlið hans og byrja að lesa :o) Ég er greinilega búin að finna mér nýja role-model!... Liturinn á þessu passar líka svona líka glymrandi á síðuna mína. Ég samt leyfi nördinu mínu alveg að skína í gegn sko :oÞ Er haggi annars??
Ég fékk eftirfarandi Emil núna rétt í þessu:
Í hvaða leikskóla varst þú eiginlega?

"Sól ☼, sól ☼ skín á mig, ský, ský burt með þig... gotteraðláta sólina ☼
gleðja sig. Sól ☼, sól ☼, skín á mig "

Þetta er ekkert svona. "Gott er í sólinni' að gleðja sig" smellpassar
hinsvegar, stuðlar og allt!
Maður getur náttúrulega ekki látið hjá líða svona árásir á þjóðskáldin (-:

I stand corrected! :o) Bið þjóðskáldin innilegrar afsökunnar !!
Móðgun dagsins í boði móðgunaspilana hans Palla: I refuse to enter a battle of wits against you becase I will not attack an unarmed person.
(innskot.. this could work on 2 levels ef manneskjan sem þú ert að móðga hefur ekki hendur)

:: how jedi are you? ::


Híhí.. lítill alveg eins og ég! Tilviljun? Ég held EKKI! (HAHA Hann sagði fuck!)
Af hverju geng ég aldrei í bleikum fötum? Hmm.. það er eiginlega bara bleikum að kenna sko. Reyndar þegar ég var lítil var gulur uppáhalds liturinn minn og ég vildi ekki sjá þessa þarna.. ♀"stelpuliti"♀;... Bara *úff*. Svo breytti ég yfir í bláan þegar ég varð minni ponsa. Núna nýlega ákvað ég samt að gefa bleikum tækifæri og keypti mér einn bleikan bol. Ég fór í honum að djamma og annað brjóstið datt út þegar ég var að hlaupa í áttina að leigubílaröðinni með Elvu frænku. Bleikur sem sagt fékk sitt tækifæri en klúðraði því!! So sowwy Mr.Pink. You shouldn't have pulled that titt throwing stunt! *talaðu við hendina*
♪♫Sól ☼, sól ☼ skín á mig, ský, ský burt með þig... gotteraðláta sólina ☼ gleðja sig. Sól ☼, sól ☼, skín á mig ♪♫..... See anything that doesn't fit?? Hvernig geta þau troðið "gott er að láta sólina gleðja sig" inn í svona stuttan part af laginu? Well... don't know, don't care... Það er bara kúl af því að þetta er fallega sólarlagið (HAHAHAH orðaleikur)...

10.6.02

Ég fór aftur í sund áðan. Bara ég, Palli, vinur Palla, svona 200 annað fólk og álíka margir plástrar. Það var bara prýðilegt þrátt fyrir augljósan freknuskort. Ég er núna orðin viss í minni sök að Árbæjarlaugin sé biluð. eða.. allavegana freknu-generatorinn hjá þeim.
Ég er að pæla í að fara að lúlla mér bráðum.... allavegana um leið og hárið mitt þornar svo ég lendi ekki í öðrum af þessum bad hair days.
Palli sagði að ég minnti hann stundum á Johnny Naz. Ég hugsa að ég tali ekkert við Palla aftur. :oÞ
Það settist lítil fluga á tölvuskjáinn minn. Ég reyndi að klikka á hana með músinni til að drepa hana en það virkaði ekki. Hún sat bara sem fastast. Svo reyndi ég að shjúúa henni burt með músinni en það virkaði ekki heldur. Ég var að leita að debug forriti á tölvunni þegar hún flaug bara sjálf í burtu. Ég held að tölvan mín sé kannski biluð.. :oP
híhí.. í gær fórum ég, Vala og Palligefa brabra. Það var alveg slatti gaman og ég eignaðist meira að segja nýjan vin. Það eina sem varpaði skugga á þetta var það að Vala var með einhver gelgju læti og vildi ekki láta taka myndir af sér. Það samt náðist ein mjög góð af okkur saman
Ég hef svolítið verið að velta því fyrir mér hvort manni geti líkað illa við manneskju bara út af því að hún hefur leiðinlega rödd. Ég held ég hafi staðið sjálfa mig að þessu nokkrum sinnum. Svona.. yeahyeah.. leiðindapúki nenni ekki að leika við þig... af því að manneskjan hljómar eins og hún sé alltaf að tuða. Þetta er líklegast tilbrigði af fordómum og ég ætti að blása þeim í fordómablöðruna mína sem fyrst.. eða.. eitthvað.. :oP
Annars fékk ég hryllilegt lag á heilann... Það er með henni Jóhönnu Guðrúnu barnastjörnu. Ég nemmilega skipti gjarnan yfir á barnarásina 102,2 ef það er eitthvað súrt á Radio-X. Barnarásin er æði. Allavegana.. it goes a little something like this: ♪♫ Ég hef lifað áður, ég hef lifað áður... ♪♫.. Svo man ég ekki meira nema svona.. lalalallaa.. sem er slæmt. Það er viðbjóður að hafa lag á heilanum og kunna bara eina línu í því.
Haha.. viljið þið sjá bad hair day? hehehe.. góð mynd marr ;o) Ég hef annars verið smá að spá í því af hverju það eru til svo margar myndir af mér haldandi á Símoni... Er ég alltaf með símann í hendinni?? :oS...
En svona.. að lokum fyrir fólk sem kann gott að meta... tvær töffara myndir af Benna bílnum mínum;
Töffaramynd númer 1 -
Töffaramynd númer 2
I ♥ the fact that it's monday. Var ég ekki búin að segja ykkur hvað mér finnst mánudagar æðislegir? Ef það væru ekki til mánudagar væri ég varla hérna í dag. Þeir hafa göfgað líf mitt frá unga aldri. Ekkert meira svona helgarvesen eða letilíf!! JÖZZZ!! Það er sko sannarlega gaman að mánudagurinn hafi komið og bjargað mér frá öllu slíku (það sér enginn í gegnum þetta er það..??). *ATSJÚ* ég var að hnerra og það sagði enginn "Guð hjálpi þér" við mig. Hmm.. ég samt er ekkert súr yfir því.
<---- þessi kona nefnilega gaf mér súkkulaðiköku uppskrift um daginn og gefur mér líka stundum súkkulaði með piparmynntu inni í sér.
Maður getur ekki verið fúll út í þannig gæðamanneskjur! :o)
Síðan ég var lítil ponsa og mamma mín og pabbi keyrðu mig í skólann á morgnana hefur verið EITT lag sem hefur VIRKILEGA farið í taugarnar á mér á þessum tíma dagsins.. and.. it goes a little something like this: "Við bjóðum ykkur góðan... daginn.. og gangi þér allt í haginn.. engum þarf að leiðast.. blablablablabla heima eða að heiman...something something..blablabla". Þetta er eitthvað það hressasta lag í öllum heiminum og ekki nokkur manneskja sem á erfitt með að vakna á morgnana hefur minnstu samúð eða skilning á þessu lagi. Í rauninni finnst mér það hroðalega illgjarnt að spila þetta lag yfir höfuð. grrrrrrrrillgjarnt

9.6.02

Bláalónsplön duttu uppfyrir en þetta var engu að síður góður dagur. Ég fór meira að segja bæði í Smáralind og Kringluna með Völunni og keypti mér alveg hryllilega pæjulegt bikini. Auðvitað vígði ég það líka í sundi. Ég varð meira að segja smá brún og allt. Núna á ég hvorki meira né minna en 6 (haha.. ég sagði sex!) mismunandi sundföt. Er það eitthvað form af geðveiki?
Svo fórum við í billiard þar sem ég vann Palla, Palli vann Völu og Vala vann mig. Hefði svo sem virkað sanngjarnt að allir hafa unnið einu sinni en Vala var ekki sátt við að tapa yfir höfuð eins og svo oft áður. Við gáfum líka brabra brauð. Brabra var bara ekkert alltof upprifiið yfir þessari skyndilegu góðmennsku og var ekkert að æsa sig of mikið yfir öllu niður-rifna brauðinu allt í kringum sig í vatninu. Mér fannst það svolítið vanþakklátt hjá þeim. *fnuss* Vonda bra!
Lewis vann Tyson auðveldlega
Lennox Lewis varði heimsmeistaratitilinn í þungavigt í hnefaleikum í nótt með því að vinna auðveldan sigur á Mike Tyson í Memphis, Tennessee. Lewis hafði yfirburði frá fyrstu mínútu og sigraði á rothöggi í áttundu lotu. Það var aðeins í fyrstu lotu sem Tyson hafði eitthvað að segja í hinn armlanga Lewis.
(HAHAHAH!! Gott á Tyson! Gott á Tyson.. Verst samt fyrir ungfrú Ísland.. núna er kjóllinn hennar ekki eins kúl..)
Ég er annars að fara í bláalónið! Ekki þú! Ha-Ha!
Ég komst að því áðan að hvítir bolir og hamborgaragrillingar eiga ekki saman. Ég allavegana lít út eins og ég hafi verið í blóðugri baráttu við naut... og líklega tapað. Allavegana gat ég ekki klárað 2gja hæða lúxus grillhamborgarann minn úr tveimur 140 gramma kjötstykkjum auk annara áleggja. Ég held að ég hafi líka tapað vitinu þar sem ég held ég hafi hitt stelpu sem reyndi að sannfæra mig um að henni þætti ekkert skemmtilegra í þessum heimi en að taka til og þrífa. *hóst* bullshit *hóst* Some people just aim to please I guess :o).. allavegana kvartaði enginn þegar hún heimtaði að vaska upp eftir alla. Svipuð týpa líklega og vill alltaf vera designated driver... hehe..
Minns var að koma frá Pétri sem býr í dreifarabæ. Ég sá nýju íbúðina hans í fyrsta skipti og hún var rosa fín. Ég sá líka bónus video í Keflavík í fyrsta skipti og það var ekki alveg eins fínt... kannski var ástæðan bara sú að ég var búin að vera í þvílíkum spreng síðan í Hafnarfirði og fólkið í Bónus video var ekkert það fljótasta að afgreiða. Þetta er örugglega frábær videoleiga ;o)

8.6.02

Fólk segir stundum að maður læri eitthvað nýtt á hverjum degi. Í dag lærði ég það að fuglar geti hljómað eins og 17. júní leikföng. Svona *bíbbíbbíbb* RAAA *bíbbbíbbbíbbb* Alveg hreynt ótrúlegt að þessi hljóð komi úr eina og sama fuglingum og alveg hreynt ótúrlegt að hann hafi ákveðið að planta sér á tréð beint fyrir utan rúmið sem ég lá lúllandi í. Megi hann hvíla í friði..
Ég fékk skjámyndina mína. :o) Takk Snorri! jeiij...
Vissuð þið annars að ef maður hellir bragðaref í klósettið kemur alveg eins hljóð og kemur þegar maður gubbar. Það er ekki fallegt.. Bara ooooojjj...
Ég er að fara að grilla hambó á eftir heima hjá fólki sem ég þekki ekki, þannig að það er eins gott fyrir veðrið að halda sér góðu og sleppa allri rigningu!!! Pælingin er svo annað hvort að kíkja á djammið með Völu skvísu eða fara til Keflavíkur í heimsókn til hans Péturs.. Pétur er góður strákur!
Vá.. Það var einhver rosalega góður við mig og ýtti á F5 svona 587 sinnum til að verða númer 10.000 og sendi mér ekki skjámynd... :o( Þetta er nauttla ekki fallegt sko :oÞ

7.6.02

Vill einhver vera voða góður við mig og taka skjámynd ef hann verður númer 10.000??? Þá kannski fær hann/hún verðlaun!! AHA!
Nenniði að svara þessu fyrir mig? Þetta er eitthvað sem mig hefur alltaf langað til að vita! :o)
Ég labbaði mér út í Bómuss áðan sem stiður gott málefni. Ég þurfti nemmilega að kaupa female-related products. Í fyrsta sinn síðan ég byrjaði að fara í Bómuss var ekki nokkur maður í búðinni og ég fór beint á kassann til að borga... engin röð. Ég hringdi að sjálfsöðgu BEINT í X-Files og tilkynnti þetta.
Váááá.. það voru einhverjar pælingar með road trip. Það væri æðislegt. Til þess er sumarið nú.. þó það sé vont veður er alltaf gaman að road tripast!! En.. þær eiginlega dóu eftir að pælingarnar breyttust í tjaldferð.. Maður nennir ekkert að tjalda í viðbjóðslegu veðri hef ég heyrt :oP
södd
Það er lag í gangi á útvarpstöð allra kvenkynsbókara yfir fertugu (létt), sem ég fæ blessunarlega að hlusta á allan daginn hérna í vinnunni :o). Í laginu er endurtekin línan "If tomorrow never comes".. Bíddu.. hvar er "if-ið"?? "Á morgun" kemur aldrei. Þegar á morgun kemur verður á morgun orðinn í dag og á morgun er daginn eftir. Tomorrow WILL never come mr. songwriter guy on the chanell for female book-keepers over 40! *hristir hausinn og setur upp fullorðins-svipinn* Hvar finna þau þetta fólk?
Hvar eru eiginlega allar MSN hórurnar mínar?? Ekki það að ég vilji endilega eitthvað tala við þær allar.. bara... er svona smá hughreystandi að sjá þær þarna vappandi um á contact listanum mínum. Where are you my dears? Eru kannski allir bara búnir að block-a mig af því að ég er svo desparate? Jájá.. *fnuss* þið eruð bara SJÁLF desparate!! (And the comback of the year award goes to............)
Lítill fugl hvíslaði því að mér að það væri kominn föstudagur (hvað er annars með þetta máltæki.. ekki eins og það komi einhver bíbí fljúgandi, hlammi sér á öxlina á manni og hvísli í eyrað á manni.. *bíbí, það er föstudagur, bíbí*). Mikið kætti það mína litlu lund. Á föstudögum hef ég nefnilega heyrt að helgin byrji. Þegar vinnan er búin í dag verð ég frjáls þangað til að mánudagurinn kemur (no wonder I hate mondays). Föstudagar eru SVO uppáhalds. Alveg.. right up there with túnfíflar og haribo. Hvað verður gert um helgina?? Hmmm... veit ekki.. en það verður eitthvað magnað.. eitthvað rosalegt;o).. Ætli maður kíki ekki eitthvað aðeins út á lífið og hjálpi jafnvel Maddlú með að stússast í nýju íbúðinni sinni (til hamingju með íbúðina Maddlú!!!). Kannski maður skreppi aftur til hans Jóns (a.k.a. Nonna) og fái sér eina tvöfalda Jónssamloku.. Jónssamlokur eru góðar.
Vá.. ég er búin að fá fullt af pep-talk Emilum :o).. Fólk sem kom inn á síðuna mína í fyrsta skipti í gær sá að í nýjasta tuðinu mínu var ég eitthvað að barma mér yfir karlmönnum. Þá ákváðu þeir að ég væri hroðalega desparate. Fyrst kom reyndar ótrúlega krúttlegt e-card sem bara lét mér hlýna um hjartarætur (Takk Tóti - whoever you are!!) það var bara ósköp sætt. En eftir það komu svo hvorki meira né minna en 6 Emilar þar sem gaurar voru annað hvort að segja að þeir gætu svo sem farið á date með mér fyrst ég ætti svona bágt með mig eða svona.. "Þinn tími mun koma vinan".. hehehe.. jámm og já... Þetta er svoldið sniðugt...
Ég er í nýja pæjubolnum sem ég keypti í gær. Vá.. ég elska að afmeyja svona ný föt. I'm strutting my stuff and all that. Annars er ég ósátt við þessi ský sem ÞÚ!! *bendir* pantaðir. Ég er bara ekki að fíla þetta og finnst bölvaður dónaskapur hjá fólki að panta svona ský og rigningu yfir heila helgi. Ég er heldur ekkert voðalega sátt við að fíflarnir mínir séu að breytast í fífur. Það hefur enginn sent mér fíflablómvönd ennþá heldur.... Sé ykkur þá bara á næsta ári fíflar!! *sendir fingurkoss*

6.6.02

Say my name.. sunshine trough the rain... Ég hitti the man of my dreams í dag. And then I met his beautiful wife (girlfriend)... Minnir mig á ákveðið lag... Isn't it irconic?? Minnir mig líka á ákveðna bloggfærslu....
HEY! Æði! Ég var að fá mér mood indicator... hann er
<---- þarna
Núna vitiði alltaf í hvernig stuði ég er!! :o)
Bloggvæðingin á íslandi hefur gengið of langt.. Þetta er orðið eins og .com fyrirtækin í Bandaríkjunum "in the 90's"... Hún er líka búin að eyðilegga tilveruna GERSAMLEGA! No fun anymore... Bara verið að linka á eitthvað fólk sem ég nenni ekki að lesa um.. *fnuss* hvað kom fyrir allar fyndnu myndirnar og brandarana???
Hahaha.. húmor.. orðið "Hippopotomonstrosesquippedaliophobia" þýðir "ótti við löng orð". Ótrúlega súrt fyrir fólk sem er hrætt við löng orð að þurfa að segja af hverju það þjáist við annað fólk.
Spurning: Hvað er að þér maður..??
Svar: Æji.. ég er bara..hippopotom.... AAAARG!! *panikk*
Úffffff... ég lúllaði næstum yfir mig. Það er of mikil uppsöfnuð þreyta búin að koma sér fyrir í Óski. Hún er svona í dvala þegar ég á að fara að lúlla samt, en vaknar í GÓÐU stuði þegar ég á að fara að vakna... *geysperssmeyspers* (á sama leveli og jeeperscreepers)...... Kannski fer ég á skauta í dag :o).... Skautar eru kúl

5.6.02

You people wanna hear the most anoying sound in the world??
AAAAAAAAAAAAAAAAAIIIIIII!!!
(jámm.. var að horfa á Dumb&Dumber.. afskaplega mikið sniðug mynd... gave me a few ideas too)
*dæs* Geir var að skammast yfir súrmatstuðinu í mér hérna áðan. Búið að snúa þessu röfli upp í andúð á harðfisk og hangikjöti.. Það er ekkert að því... Ég borða líka lambalæri sem voru borðuð í gamladaga sko.. og fisk..og smjör og skyr. Ég er að tala um geymsluaðferðirnar.. allt þetta súra og skemmda.. HÖFÐAR EKKI TIL MÍN!! Exkjúsmí en ég fíla minn mat óskemmdan.. ég fíla líka mína bíla óbilaða og mitt vatn ófúlt.. but that's just me ;o)
Ég var að panta auglýsingu handa Dodda litla brummbrumm í DV. Kannski selst hann greyjið. Ég kíkti á listaverðið bæði á honum og Benna. Doddi var með listaverð upp á 115.000 sem var ansi fínt, en Benni upp á 959.000 krónur. Það náttúrulega bætist einhver peningur svo á aukahlutina hans þannig að þetta verð svo sem sleppur. Kannski ég hendi inn einni hérna líka:
Til sölu Daihatsu Charade, 1991 árgerð. Hann er keyrður 130.000 km og er í voðalega góðu ástandi. Listaverðið hans eins og þið sáuð er 115.000, en ég myndi alveg meika það niður í 90.000 en EKKI minna takks :oÞ... Áhugasamir.. sendið mér Emil..
Finnst einhverjum súrar gúrkur góðar í alvörunni? Ég er svoldið að spá í þessu. Sama með þorramat.. ég er viss um að íslendingar borði hann bara til að krípa út fólkið í kringum sig.. Svona: *karlmannlegurhlátur* HO-HO-HO.. ég get borðað svona mikið af súrum viðbjóði.. og þykist finnast þetta gott *rop* Well newsflash! Það er búið að finna up alternitve leiðir til að geyma mat. Það þarf ekki lengur að pissa á hann til að finna ekki mylgubragðið og það er hægt að frysta mat í staðinn fyrir að setja hann í mysu. Fólk borðaði líka bara pungana af hrútum (haha.. ætlaði að segja kindum.. en það er búið að borða pungana af þeim.. allavegana eru þær ekki með neina) vegna þess að það þurfti að nýta allan mat sem það gat fundið. Ég er viss um að aumingja fólkið sem þurfti að mysa allt í gamla daga af illri nauðsyn myndi snúa sér við í gröfunum vitandi af afkomendunum étandi þetta á þorrablótum út um allan bæ þegar ferskur matur er til heima hjá þeim. Líka með skötu.. Þetta er eitthvað sem fólk borðaði til að finnast jólamaturinn vera enn betri.. Það versta og ógeðslegasta sem fólk gat hugsað sér. Núna er þetta eitthvað sem sumir Íslendingar eru búnir að telja sér trú um að þeim finnist gott.. *dæs*
Best að kíkja hvað er í matinn á eftir fyrst ég fékk mér ekkert drykkjarjógúrt í morgunmat...(var allt búið sko.. SVINDL) Dúbbídú... "sumarhlaðborð" hmm.. hljómar dúbíöss.. Örugglega eitthvað sem er gert úr afgöngum frá matnum sem var síðasta sumar... Kannski maður fái sér bara súpu og salatbar eða jógúrt þetta hádegið. Ég treysti ekki alveg réttum sem geta ekki sagt hreynt út hvað þeir eru... t.d. svikinn héri.. Þetta er gert úr einhverju sem guð og dýrið sem fór í hann vita aðeins hvað er..
Hahaha... annað sem ég er að spá í... Af hverju ætli að það sé til orð í latínu yfir menn sem laðast kynferðistlega að trjám.. eða menn sem hafa ofsahræðslu við ávexti. Hvað ætli þessir gaurar þarna í gamladaga hafi verið að spá. Bara gangandi um í kjólunum sínum og svo allt í einu: *brainstorm* Það hefur alltaf vantað orð yfir menn sem laðast kynferðislega að trjám!!
Ég ætla líka að búa til nýtt orð yfir þetta á íslensku.. fyrst þetta er nauðsyn í hvert þróað tungumál... Orðið er Trjáskur©
Pæling: Af hverju ætli "pedofile" þýði barnanýðingur en "pedicure" þýði fótsnyrting.........

4.6.02Sagði ykkur að ég væri Ofur-Ósk
Jeiiij.. æðislegur dagur (fyrir utan augljósan símahórdóm). Hékk í ponsu sólbaði og svo fórum við út og grilluðum hambó og pulsur (ekki pylsur sko) og Maggs grillaði franskar frá suðurveri og Palli grillaði á sér heilann af því að hann talaði svo mikið í símann. Ég upphvötaði nýja ofurhetju sem hét ofurpulsa. Hún var með skikkju úr pulsubrauði. ALGJÖR GELLA! Ofurpulsa er nýja side-kickið hennar Ofur-Óskar held ég. Svífur tignarlega um himininn en þarf samt reyndar að vera með gaffal inn í sér og fá hjálp frá öðrum til að fljúga :oP...
Ég fór allavegana í stóran og blóðugan slag við Palla um framsætið hans Maggs eins og svo oft áður.. En ég tapaði núna :o/.. SVINDL! Finnst öööömó að einhver sem er yngri en ég fái að sitja í framsætinu... *fnuss*
Ég var að taka Are you a sexgodess prófið á emode. Ég fékk út:

A brilliant bolt of lightning descends! SHAZAAM! The oracle has spoken!
The smoke clears to reveal that inside you is a divine being,
PERSEPHONE, Goddess of the Night,
a woman in touch with her deepest inner desires.

As the most sexual of all the female deities, you are very comfortable in the bedroom. Your skill at pleasing a man is unmatched, and you know exactly what you need for your own pleasure. As a woman of passion, you're very comfortable with expressing your desires to anyone. You are a proud and confident woman who exudes sensuality. You cherish the intimacy of physical attraction and know what it takes to win a man. As a woman deeply in touch with your sexuality, you definitely know how to thoroughly enjoy yourself! Your polished bedroom performance always keeps them coming back for more. When everything is going right, a light shines down from the heavens. Behold, the skies proclaim, here lies a goddess!