30.11.02

Hmm.. ætli sumir karlmenn séu kerlingar??
Nú hef ég, þökk sé oskimon lesendum, tvær útvarpsstöðvar til þess að hlusta á. Ég get skipt á milli radio-x og radio-reykjavík eftir minni henti semi. Það sem mér finnst fyndnast, er að radio-reykjavik tilkynnir öðru hvoru hlustendum sínum að aðal markhópur þeirra séu karlmenn. Samt spilar stöðin öðru hvoru lög sem eru næstum því kerlingaleg.....
Samt ekkert verri stöð en radio-x :o).. Vantar bara ennþá ALVÖRU rokkstöð, sem spilar líka metal :o)

29.11.02

Í dag er kaarmed í sjónvarpinu. Kaarmed dagar eru góðir dagar!
Hehe.. The Advertising Slogan Generator!!
- Thank Ósk It's Friday. // Go ahead.. THANK ME!
- Kids will do anything for Ósk // I'm sure they would :o)
- Puts the Ósk in Britain. // Jáms... það er ÉG!! sem setur Óskið í Bretland!
- Do You Eat The Ósk Last? // ouch
- How Many Licks Does it Take to Get to the Center of a Ósk? // euww.. dónó .. nóg af svona í byli!!
- Maybe she's born with it - maybe it's Ósk // hehe.. it's Ósk!!
- The loudest noice comes from the raw naked Ósk // Úbbs.. *roðn* I'm a screamer..
- Ósk - The Best A Man Can Get. // híhí.. really??
- Ósk Wanted. // I'm sooo wanted..
- Give That Man A Ósk. // pfff.. ég er búin að fá nóg að þessu.. Ég er líka manneskja!
- The Coolest Ósk on Ice. // Svalisvali.
- Make Fun of Ósk. // NEI!! Ekki hlusta!
- A Day Without Ósk is Like a Day Without Sunshine. // Vá.. í alvöru?? Awww..
- A Ósk Is Forever. // Eða svona c.a.
- Obey your Ósk // Yup.. Now.. give me some candy!!
- There's First Love, and There's Ósk Love. // Jámm.. I'm special!
- The Joy of Ósk. // I'm such a joy..
- Probably The Best Ósk In The World. // Ég held það líka :o)
Mín er að borða afskaplega fínan og góðan pastarétt. Hann er reyndar með smá svona fitu-beikoni inn á milli en ég plokka það bara úr. Ég var svo svöng, og svo dugleg í morgun að ég ákvað að blæða í mig svona mat. Kostar reyndar ekki nema 590 kr, sem flokkast nú ekki sem mikið blóð, en þegar maður er fátæk-námspjása heldur maður í hvern dropa! Ég ætti allavegana að hafa alveg verulega auka orku fyrir vikið í allan dag! Föstudagsrútínan mín er nefnilega dáin á meðan á verkefninu stendur, þannig að ég fæ ekkert að fara í ljós heldur. Hvaða svindl er það?? Kannski breytist ég í lík og dey... :-O!! Ég ætla samt að reyna að plögga kringluna á eftir með Hákoninum minum!! Föstudags-kringlan er það eina sem eftir lifir af rútínunni! Blessuð sé minning hennar!
Vitið þið hvað er hard-core?? Að vara seint í lúllið.. vera drullusybb en vakna SAMT!! snemma til að fara í workout. Hell yeah! Þá kannski verð ég svaka-pæ á djamminu á morgun *hopphopp* Ég hlakka svooooo til að fara að djamma á morgun!! JEIIIIIJ!!

28.11.02

Nýji desktop bakgrunnurinn minn er ekkert smáááá kúl. Bubbles fær hvíld í nokkra daga sko :o)
Mamma og pabbi keyptu svona piparkökudropa. Ég stalst í tvo áðan. Bragðið var uppi í mér og mér langaði svo í meira. Ég hljóp niður og leitaði að piparkökuboxinu en ég fann það hvergi. Ætli þau hafi falið þær svo ég borði þær ekki fyrir laugardaginn (þau eru með svona jule-frukost þá..). Myndi ég borða þær?? HA??
Hvar eruð þið piparkökurnar mínar.....? Ég þrái ykkur!!
Sumt fólk er geðveikt...
Ég er svo syfjuð að ég gæti verið köttur. Kettir eru alltaf svo syfjaðir.. Allavegana sofa þeir rosa mikið. Þeir vilja heldur aldrei leika nema þegar þeir eru ný orpnir. Þegar mömmukisan er ný búin að verpa kettlingunum eru þeir litlir, sætir og þeim finnst gaman að leika. Svo aldrei aftur.
Ég var annars að fá úttladagatal :o).. Það er blátt með jólasveini og krökkum. Mmmmm dagatal!
Mér finnst fátt leiðnlegra í þessum heimi, heldur en útihlaup. Jájá.. hlaupa á hlaupabrettum er allt í lagi.. en að hlaupa úti?? *hrollur* Útið er til að labba í! Maður hleypur ekki úti!!
Það er þessvegna sem ég myndi aldrei getað treyst maraþon hlaupurum. Þeir taka þátt í margra klukkustunda útihlaupi, sumir án þess að hafa nokkra von um að fá einhver verðlaun eða eitthvað. Svona fólk er náttúrulega bara sjúkt og hlýtur að koma frá hinum illa!

27.11.02

Í gær kvöldi fór ég á kaffihús með Völu pæju og vinkonu hennar, henni Árnýju. Það svona nokkurn vegin sannaði fyrir mér að stelpur geti alveg verið skemmtilegar. Samt ekkert allar stelpur.. fussumsvei nei! En sumar ;o).. eins og t.d. .... tja.. VIÐ! Hahaha.
En allavegana. Ég komst að því að það er 20 ára aldurstakmark á kaffi París á kvöldin. Við vorum allar skilríkjaðar. Ég tók það ekkert svo nærri mér. Þýðir það að ég sé að verða fullorðin? Orðin bara sátt við að vera spurð um skilríki, því að þá verð ég bara gella lengur..?? ;o)
Bíddu.. eru erlendir aðdáendur hættir að senda mér e-mail og farnir að biðja mig að hafa samband við sig í gegnum kommentakerfið!?? Hvurslags..
Þá er ég búin að hitta fólkið sem ég á eftir að hanga með nótt og dag næstu 3 vikur! Held þetta sé ekkert of slæmt fólk sko! Allavegana vona ég ekki.. annars verða næstu dagar sökkí.
Það er annars komin smá jólapúki í mig sem ég ætla að vona að verði ekki svæfður í of mikilli verkefnavinnu. Ég hlakka til að hlusta á jólalögin sem ég "má" byrja að hlusta á 1. des! Kannski fæ ég í skóinn. Ég er samt ekki viss. Ég hef fengið í skóinn á hverju ári síðan ég var 14 ára. Kannski finnst jóla samt að maður sé orðin of stór til þess að fá í skóinn ef maður er 21.
Ja kvur skrambinn
Djööööfull sökkar það að taka einhverja úber brennslu og þurfa svo að bíða í margar mínútur eftir því að fara í sturtu, þar sem að einhver annar í famelíunni ákvað að vakna snemma og sturta sig og taka sig til. *SÖKK*
En annars hitti ég verkefnahópinn minn í fyrsta skiptið í dag. Krossaputta að þetta sé gott fólk!

26.11.02

Fyndið. Þegar fólk spyr mig hvort að hinn eða þessi vinur minni sé kærastinn minn.. svara ég eiginlega alltaf með: "nei.. við erum bara vinir!". Um daginn fór ég samt að spá í því hvað er nákvæmlega átt við með þessari setningu. Mér finnst það ekkert "bara" að vera vinir. Þeir sem eru vinir mínir eru ekkert bara. Þeir eru yndi! :o).. Er merkingin kannski að við séum vinir en ekkert annað? Ekki bridge félagar (thank god), partur af liði í samræmdum-sunddansi, tja.. eða kærustupar? Þetta kallar á aðra pælingu. Flokkar kærustupar sig sem vini? Já.. þetta er vinur minn, og kærasti hann........? Ég sé það ekki alveg fyrir mér. Allavegana, þegar ég hef átt kærsata hef ég aldrei kynnt hann sem vin minn. Ég hef heldur aldrei sagt eitthvað eins og: "Hei.. ég og vinur minn fórum í bíó í gær og...." þegar gaurinn er kærsati. Mér finnst þetta svoldið áhugavert....
Haha.. ég er með svona hvítan maska í andlitinu. Ef ég setti rúllur í hárið og reddaði mér bleikum slopp og gúrkusneiðum fyrir augun... þá væri ég alveg eins og kellingin í the mask (mrs. peanman).
***SOMEBODY STOP ME***
Hey! Á ég að segja ykkur svolítið kúl!? Ég var að vakna! hehe.. Mmmmmmmmfrídagur! Það var enginn til að eyðileggja sofaútið mitt heldur. Svo var pælingin að taka 50 mínútna work-out og fara svo í klukkutímalangt freyðibað... með andrés-andarsyrpu (vantar að lesa eitthvað sem reynir EKKI á heilann núna).. og svo var ég að spá í að setja á mig einhvern andlitsmaska.. og kannski plokka augabrúnirnar og pússa og naglalakka neglurnar. Kominn tími til að gera eitthvað görlí takk fyrir!

25.11.02

Hey! Palli og Maggi!! Ef þið eruð að lesa þetta.. langar ykkur ekki á Harry Potter 2 á morgun??
Áðan fór ég með Hákoni í Nammiland (já.. ég má nú halda upp á prófalokin) og í labbitúr niður Swimmingpoolroad. Laugavegur er orðinn svo limmited eitthvað. Nánast engin búð til að skoða almennilega þar lengur. Er ekki aaaalveg að fíla það. Maður stoppar samt alltaf í Tiger. Tiger er góð og falleg búð, þar sem ekkert kostar meira en 400 kall. Ég elska drasl búðir.
híhíhí.. JEIIJ! Ég er búin í prófum.. fo now! Ekkert smá góð tilfinning. Núna er ég líka í frí þangað til á miðvikudaginn!! JÖSS! Hver vill koma út að leika?
Heilög kusa hvað mig kvíður hroðalega mikið fyrir prófinu eftir 3 tíma. Shæt.. ég fæ örugglega magasár eftir smá stund!

24.11.02

Mikið andskoti hef ég verið leiðinleg upp á síðkastið. Hef ekki verið nógu dugleg að sinna ykkur! Það fór eins og ég hafði spáð fyrir um, ég hef fengið skammir líka fyrir vikið. Það er ömurlegt að vera skömmuð. Sérstaklega ef fólk segir fussumsvei og færir hægri bendiputtann frá hægri til vinstri!!
Ái.. mér tókst að klemma vörina á mér með reiknivélinni minni. Það var ógísslega vont.. Svo potaði ég óvart í augað á mér líka..
Mmmmm.. það er kalkúnn í matinn á eftir. Lyktin er að æra mig. Ég er svöng og langar í strax!
Hmm..

23.11.02

Jæja.. ma og pa eru komin heim frá pílagrímsför sinni til heimalands Haribo. Þau komu ekki með fríhafnarnammi frekar en fyrri daginn. Bjélvaður dónaskapur. Ekki það að ég hefði fengið mér nammi.. er í heilsukasti remember? Ég borða ekki óhollt. Oh no I sjúr dónt!

En hei! Í gær gleymdi ég í annað skiptið á lífi mínu að borga í stöðumæli (klukkan var hálf sex og mér fannst of dimmt úti til að það gæti kostað ennþá) og fékk í annað skiptið á lífi mínu stöðumæla sekt. Þetta er svo merkilegt. Ég held að ég sé svona eins og fólkið sem drekkur aldrei kók. Svo fær það sér fyrstu kókflöskuna sína og vinnur utanlandsferð í tappaleik. Ég er það fólk.. nema með stöðumælasektir í staðinn fyrir utanlandsferðir. Það rokkar. ÉG ROKKA!
Saturday morning, the sound from the lawnmoter, attatched to my heart....
Í gær vakti ég fram eftir og fékk mér hvítlauksbrauð í kvöldmatinn. Ekkert eins og að horfa á James Bond, angandi af hvítlauk.
Ef ég hefði eitthvað merkilegt að segja, myndi ég örugglega segja það.

22.11.02

Þegar ég verð stór... Ætla ég að giftast gaur sem finnst lakkrískonfektið með marsípani best. Þá mætti ég borða allan hreina lakkrísinn sjálf. Can you think of a better match than that?? :o)
Hahaha.. vá hvað ég hló.. Þetta er kannski ljótt að gera svona við litlar mjásur.. en.. samt... Híhíhí
Oj.. ég fór upp í skóla til að læra, því að skúra kemur alltaf á föstudögum. Ég vildi ekki þvælast fyrir henni. Ég fór inn í c.a. eina vinnuherbergið sem var með ágætis plássi. Heyrðu.. eru þá ekki bara einhverjir 2 gaurar hérna að spila hip-hop viðbjóð. Það ætti einhver að gera shift-delete á þessa viðbjóðslegu tegund tónlistar! ÚRKYNJUUUUN!
..áðan var líka emenem :oS
Það er of snemmt til að ég sé tilbúin að formlega viðurkenna að það sé föstudagur. Ég vil meina að það sé ennþá fimmtudagsnótt...

21.11.02

Ég var að fá leiðbeiningar í gegnum síma frá Hákoni hvernig ég ætti að framkvæma hinar ýmsu reikniaðgerðir á reiknivél fyrir prófið á morgun. Ég hef ekki komið nálægt reiknivél í nokkur ár :oP..
Twilight zone
Nei andskotinn. Núna er mér allri endanlega lokið!
Föt: Gráar íþróttabuxur, blár bolur, íþróttaskór og órennd grá fleeze peysa.
Svipur: Blanda af "ómægot hvað er ég að fara út úr húsi í svona fötum" og "ómægot ég á eftir að læra fullt"
Annað: Tagl í hárinu og ég algjörlega ómáluð (sem er að vísu ekkert óalgengt..).
Ég hafði sem sagt ákveðið að skipta ekki um föt til þess að skila spólunni frá því í gær. Ég henti henni í video-leigu gaurinn og fór aftur út í bíl. Fyrst ég var nú komin út, ákvað ég að fara út í esso-gaurinn og kaupa mér einhverja ávexti til að mötsja. Heyrðu.. þegar ég var þar.. kemur ekki upp að mér myndarlegur ungur maður og gefur sig á mál við mig. Ég svaraði því sem hann spurði mig að frekar stuttlega og gerði mig líklega til að fara að borga fyrir bananananana mína þegar hann biður mig um símanúmerið hjá mér. Mig rak í rogastans. Kjálkinn datt niður í gólfið. Augun skutust út úr augntóftunum og allt þetta klassíska. Ég horfði á hann gapandi, en honum virtist vera full alvara. Ég var svo hissa á því að nokkur maður skildi biðja um símann hjá mér þegar ég var eins tussuleg að raun bara vitni að ég actually stamaði upp #-inu mínu. Ég man ekki hvenær ég gaf svona.. einhverjum gaur bara.. upp #-erið mitt síðast.
Svona eftirá að hyggja efast ég ekki um að hann sé geðveikur og ég eigi eftir að lenda í einhverju hroðalegu drama í kringum þennan mel. Ef hann er ekki geðveikur, er hann líklega svona freelance símasölumaður sem vantar ný símanúmer til að hringja í, þar sem að allir eru búnir að láta loka á símasölu í heimasímunum sínum..... Hey! Kannski er hann svona skát fyrir breytt útlit í einhverjum sjónvarpsþætti...
Nah.. líklegast bara psycho axe murderer :oÞ
Vá.. oskimon.com er næstum því orðið að batman.is, tilveran.is eða humor.is type síðu. Ætlaði nefnilega að splæasa á ykkur öðrum sniðugum link án þess að segja eitthvað merkilegt :oP.. Hmm.. kannski ég reyni að segja eitthvað merkilegt svo ég verði ekki linka síða. *hugs*.. merkilegt.. hmm.. Já.. ég veit.. ég hendi á ykkur einni af reglunum mínum.. látum okkur sjá....
Reglur lífs míns
Regla #2. ekki drekka bjór sem lítur út fyrir að feitir þýskir gaurar hafi jizzað í hann

Jæja.. núna get ég verið hamingjusöm og lánað ykkur þennan link án þess að finnast ég vera linkasíða.. Here'sit be: Hvað er mikið klám í einu prentara hylki?
Mig langar í ber. Jarðaber..... bláber... krækiber... vínber.... eða desember. Ef það væri desember þá væri ég búin í prófum. Ef það væri 19.desember væri ég komin í jólafrí líka :o) Jóóóóúlafríh!
Bíddu... var svona léleg þáttaka??
Hehe.. minnir mig á hann Snáka vin minn..
Úff.. ég hata svona jógúrt sem er hannað þannig að álfilman rifnar aldrei almennilega af. Svo þarf maður að fara með hendurnar ofan í jógúrtið til að ná henni af. Það er krípí. Mér finnst ógeðslegt að vera með hendurnar ofan í mat sem er ekki pizza eða eitthvað svoleiðs. Hef alltaf verið svona. Borðaði t.d. bara hvítt kjöt á kjúklingi þvi mér fannst svo krípí að halda á leggjunum þegar ég var ponsa. Eina skiptið sem ég man eftir því að hafa borðað þannig í æsku, var þegar ég var svona 4 ára og amma vafði mörgum lögum af pappír utan um endann á leggnum.

20.11.02

Pizza og video er náttúrulega mikil snilld. Ég hef þó fundið neikvæða hlið á pizzu og video. Það er opin hvítlauksolía og svangur karlmaður. To make a long story short þá heltist hvítlauksolía yfir allt borðið hérna uppi og yfir eina fjarstýringuna. Ekkert mál að þrífa upp olíuna, en að taka lyktina er meira mál. Núna angar maður af hvítlauk ef maður hækkar eða lækkar í sjóbinu :oÞ
Árans.. The Ketchup song er í sjóbinu. Undir venjulegum kringumstæðum myndi ég bölva og taka hljóðið af... en núna hugsa ég ekkert um annað en að ég fari ekki út á lífið um þessa helgi heldur :o/..
By the way... ég lærði dansinn á því að horfa á myndbandið og hann er ekkert flókinn :oP.. Get alveg kennt þér hann Vala! Annars getur hún amma líka kennt þér!
...Ég er með 5 Gunna og 4 Geira á msninu mínu.. Hvaða einhæfni er það??
Hvar er Helgi?? Hvar er Dagur?? (Haha.. já.. núna langar mig líka í vin/kærasta sem heitir Dagur.. Þá get ég alltaf sagt... í dag er gleði - Dagur.. HAHAHAH.. )
Hey.. var ég búin að segja ykkur að mér finnst skemmtistaðurinn Viktor vera drasl? Einu sinni var hann rosa uppáhalds en hann er bara búinn að fara down hill. Ég held að síðasta hálmstráið hafi verið fyrir c.a. ári síðan, þegar ég fór á "eftir-prófadajmmið mitt fyrir jól". Þá var ég að djamma með Elvu frænku, Völu (hún var að útskrifast einmitt þá.. var með hvíta lögguhúfu og allt..) og Hákoni. Ég ætlaði að kveikja í sígarettu fyrir einhvern með eldspýtustokk sem mér hafði verið fenginn í hendur á Viktor. Þetta var svona kvikyndi sem maður snýr á rönguna og brennisteinninn er aftan á bakinu á honum (eldspýtustokknum það er...) Ég kveiki á eldspýtunni og það hljóp glóð í stokkinn og það kveiknaði í honum líka. Ég náttúrulega droppaði bara stokknum á gólfið. Var ekkert að fá einhverja komplexa að hlaupa með hann inn á klósett og henda honum í vaskinn, alveg logandi eins og heima hjá djöbblsa. En anywho.. stokkurinn náði samt að brenna mig rosa mikið og ég eyddi þessu djammi með vinstri hendina ofan í vatnsglasi. Daginn eftir voru ponsuputti og hringaputti með svona eins og þykku ostlagi á sér af því þeir voru svo ónýtir. Tók alveg þvílíkan tíma að lagast. Ég í dag með miklu minni tilfinningu í húðinni þar sem Viktor brenndi mig!
DAMN YOU VIKTOR!! DAMN YOU TO HELL!
Mest vanabindandi leikur sögunnar! Rankaði við mér þegar ég var búin að klára hann :oP
Ég hef haldið uppteknum hætti og er byrjuð að myrða annan regnskóg. Ég veit ekki hvaða geðveiki það er hjá mér að vilja hafa ALLT útprentað... :oP
Jæja.. 2 down.. 2 to go.. Þessi 2 to go sökka líka :oP. Var sem betur fer enginn ræskjandi gaur í stofunni sem ég var í. Gott. Þá þarf ég ekki að kaupa nýtt strokleður :o)
Próf eru hola í annars heilbringum tönnum..
Þau eru lykkjufall á sokkabuxum...
Þau eru nýrnabaunir í spaghetti...
Þau eru hælaskór við gallabuxur...
Þau eru Fólk með Sirrý á skjá einum!

19.11.02

Af því að ég er svo ógeðslega leiðinleg og hef ekkert að tala um nema hjúpun og vensl... ætla ég að leifa ykkur að dunda ykkur við eitthvað annað; veskú!
Mér var litið niður á neglurnar á mér rétt í þessu og tók eftir því að þær eru ekki "stráka" lengur. Eru orðnar nokkuð stórar og fínar. Ég hef barasta ekkert nagað þær í þessum prófalestri so far.. en mig grunar að þær eigi eitthvað eftir að eyðast fyrir þetta sem ég tek næsta mánudag :o/...
Haha.. svona er póskið mitt þegar það er pimpað!
Jæja... það er LÖNGU kominn tími á múvíkvót. Ég man ekkert hvað síðasta var......
Þessi mynd fékk frekar lélega dóma en mér fannst hún kúl:
Quote: We are all blind men in a cave, looking for a candle that was lit 3000 years ago.
Hint: nýleg mynd...
Jæja.. svarið nú!
P.s... þeir sem svara í kommentakerfið eru vondir og ljótir :o)

18.11.02

Hér á eftir kemur stuttur pistill sem bróðir minn skrifaði fyrir heimasíðu jóladjammbombunnar 2001. Ég á nefnilega alveg æst fyndin bróður. Við náttúrulega ólumst upp saman og finnst líkir hlutir sniðugir... en allavegana.. nú er ég komin út í vitleysu.. here we are:

Konur eru frá Venus körlum er drullusama- hornið
Seint verður kvenna geð kannað
Í upphafi þessa pistils vil ég taka fram að allar þær rangfærslur sem í honum leynast stafa aðeins af vanþekkingu höfundar á kvenfólki en eru ekki sprottnar af einhverri illsku eða öfund í garð kvenna.
Það er einlæg skoðun mín að síðan að Eva beit í eplið og frænka hennar Pandóra opnaði budduna sína hafi kvenfólk markvisst unnið að því að gera okkur karlmönnunum vandlifaðara í heimi hér.
Þrátt fyrir að Mel Gibson vilji halda öðru fram skilja karlmenn ekki neitt í konum og gera sér enga grein fyrir því hvað þær vilja. Gott dæmi er spurning sem allir karlmenn óttast, finnst þér ég vera feit. Kvenmönnum er títtrætt um það að þær vilji ekkert frekar en að karl þeirra sé hreinskilinn og sannsögull en það skal engum dyljast að hreinskilni er það síðasta sem á að ráða svarinu í þessu tilfelli. Einnig er varhugaverð spurningin, sérðu ekki eitthvað öðruvísi við mig. Þessi er snúin. Þú mátt aldrei segja nei. Þú skalt heldur ekki reyna að prumpa og láta eins og að þú hafir ekki heyrt í henni. Allar líkur eru á því að kvenmaðurinn hafi farið í klippingu en þó skaltu ekki láta það álit ráða niðurstöðunni í þessu tilviki. Segðu heldur varstu í ljósum eða ertu búin að grennast. Það er nefnilega þægileg þumalfingursregla að kvenmenn ætlast aldrei til þess að þú svarir því sanna og enn síður áttu að svara því sem augljósast er. Best er að fela hversu glórulaus þú ert með skammarlega augljósum gullhömrum...........
(svo kemur eitthvað meira.. en ég ætla að hætta að kópípeista hér)
"Pönkrokkarinn" hún Avril Lavigne lítur bara svona út ef hún málar sig ekki... Hún er heppin að vera svona sk8er týpa og strákastelpa og þessvegna þurfa ekki að vera alltaf með málningadótið á lofti og vera sæt :o)..
(nei.. ég er ekki að segja að þessar myndir séu eitthvað sérstaklega slæmar af henni. Hún er bara voða venjuleg stelpa. Mér finnst bara þetta sellát dæmi svo hallærislegt. Þykjast vera eitthvað annað en blöðrupoppsgellurnar og vera svo bara það nákvæmlega það sama :o).. )
Það var einhver gaur fyrir framan mig í prófinu í dag sem hætti ekki að ræskja sig. Ég var í alvörunni (og þetta er ekki djók) næstum því búin að henda strokleðrinu mínu í hann. Þá rankaði ég við mér og fattaði að það yrði erfitt að telja honum trú um að ég hafði misst það á hann. Vá hvað ég var pirruð á honum. Ég hata svona "fólkahljóð" í prófum.
Annars var ég að fá þær aumu fréttir að ég verði drottning í ríki mínu þessa viku aftur, þar sem ma og pa ætli til útlanda. Það er ekkert gaman að vera drottning þegar maður er í prófum. Enginn til að elda ofan í mann þegar maður er busy eða neitt. Sýnist að ég eigi eftir að lifa á jógúrti og eplum... *sökk*.. Svo koma þau líka aftur heim áður en prófin eru búin :o).. Perfect timing :o)
Dagný kom með sniðuga spurningu fyrir mig og þið eigið að hjálpa að svara.. Here goes:
Er rétt að erlendar stúlkur taki þátt í Ungfrú Ísland ? (sko það eru allavegana 2 stelpur sem eru búnar að vera í kynningum sem eru bara búnar að vera á klakanum í 3 og 6 ár. Ekki taka íslenskar stelpur þátt í ungfrú bandaríkin eller noget)
Setti inn nýtt ljóð sem ég gerði í gær if anyone should be interested...
Blue-screen of death bolurinn reyndist hvorki happa né óhappa. Mér gekk bara. Ekki vel eða illa. Bara gekk. Ekki miklar fréttir þar... En þið vitið samt hvað er sagt.. no news is good news!
Annars.. ef ég held mig við að skrifa svona færslur fer ég að fá kvörtunar Emila um að ég ætti nú að drífa mig að klára þessi próf svo að fólk hafi eitthvað að lesa aftur. Það kom nemmilega fyrir í miðannaprófunum. Ég var víst svo leiðinleg þá.. hehe.. allavegana fékk ég nokkrar kvartanir :oP...
...P.s. Sigga er fyrirgefið fyrir að kalla mig Ã?sk í linkalistanum sínum... af því að hann segir að ég sé "drottning bloggsins".. *hlýn um hjartarætur*
Heeeey! Einmitt þegar ég hélt að lífið væri sökkí kom stórt umslag inn um dyrnar. Í því var... *daddaddadammm* Blue-screen of death bolurinn minn. Ég smeygði mér í hann og hann smellpassar. Ég ætla í honum í prófið og tékka hvort hann sé happa :o)
Jæja kærafólk.. Þið hafði 2 tíma til að óska mér góðs gengis í fyrsta prófinu mínu. Það byrjar nemmilega kl. 13.. :o)

17.11.02

Ég var að tala við ungan mann á msn og á meðan við töluðum saman ákvað ég að verða bara alvöru gella.
....Á morgun byrjar gelluvæðingin fyrir alvöru! Hollur matur og work-out dag hvern nema um helgar!! Spurning hvað ég held þetta út í marga klukkutíma!
fleh.. ég er búin að vera að éta í allan dag. Það á víst að vera einhver taktík þegar maður er með prófkvíða að borða á 3gja tíma fresti hvort sem maður er svangur eður ei og drekka ósköpin öll af vatni. Mér finnst ég ekkert búin að gera annað í dag en að éta jógúrt og ávexti. Hversu sökkí er það? Í gær þegar ég var að versla í matinn keypti ég mér bara eitthvað hollt.. en núna þrái ég ekkert frekar en súkkulaðiköku eða bland í poka... já.. og kók!
Já.... mér finnst kók best og pepsí vera óbjóður, eins og ég hef sagt oft áður. Það er einmitt þessvegna sem ég upplifi alltaf svona augnablik þegar ég sé fólk sem ég þekki kaupa pepsi... *búmmbúmm*... *búmmbúmm*... Nooooooooooooúú!! Dooooooon't doooooo iiiiiiit!! *búmmbúmm* *búmmbúmm*...
Annars kláraði ég nú samt pepsi leikinn um daginn og fékk sem betur fer engin verðlaun...
Mikið rosalega hefur verið leiðinlegt á '85 ballinu hjá MS.. Það fóru bara allir að lúlla!
Ávi. Ég vaknaði með vondan hálsríg sem er að kvelja mig. Ég svaf líka einhvernvegin ofan á hendinni minni og hún var öll ónýt áðan. Gat ekki einu sinni tekið stöff upp með henni eða neitt :-O.. hún er búin að vera að lagast smátt og smátt núna :o)...
Annars hef ég tekið það upp þessa vikuna að teygja alltaf áður en ég fer að sofa. Var orðin eitthvað stirðari en áður. Tek 12 mínútur í þetta á hverju kvöldi og það ætti að redda þessu hjá mér á nótæm :o).. Kemst næstum í spíkat aftur núna!

16.11.02

Vá! Ég verð að segja ykkur.. þegar maður er í bíóinu í Smáralind og stendur við handriðið (haha.. fyndið orð.. "hand-riðið" er það ekki bara sjálfsfróun??) og horfir á fólkið fyrir neðan.. er ekkert lítið freistandi að skyrpa fram af. Ég hef reyndar aldrei gert það (HAHA.. hef aldrei gert það.. littli miss virgin.. HAHAHAHA.. *ræskj* *hósthóst* vá hvað ég er fyndin :oP.. greinilega búin að læra yfir mig .. ) en ég hef oft hugsað um þetta. Hef meira að segja haft svona "tendensa" lengi...
Ekki einn einasti melur sem ég hef séð auglýsa hr.Ísland keppnina höfðar til mín. Hehe.. ég ætla ekki að halda því fram að ég sé náttúrulaus samt.. er alveg skotin í einhverjum gaurum... en þessir eru bara ekki á nokkurn hátt að gera það fyrir mig. Ef um aðrar fegurðasamkeppnir væri að ræða gæti ég örugglega sagt að svona "pretty boys" geri það ekki fyrir mig... en þessir eru ekki sérstaklega "pretty" greyjin..
Æðislegt.. frábært.. Mín er hérna að taka sér einhverja smá pásu frá lærdóminum og ætlar að setjast og horfa á sjónvarpið.. Heyrðu.. er þá ekki bara Oprah á stöð 2 og Fólk með Sirrý á Skjá1...
Ef ég ætti ekki Cartoon network væri ég reið ;o)
Eminem er white-trash...
Ég gæti rifið mig úr öllum fötunum, hlaupið út á götu og öskrað.... en þá yrði mér bara kalt... Það er þessvegna sem ég hef ákveðið að verða ekki geðveik í dag.
Ég stend við inngang fjallsins ógurlega og horfi upp. Einhverstaðar lengst fyrir ofan er fjallstindurinn, en hann er hulinn skýjum. Ég fæ sting í hjartað þegar ég hugsa um hætturnar og erfiðleikana sem kunna að bíða mín, en jafnframt fyllist ég tilhlökkun við þá tilhugsun að ég geti komist á leiðarenda upp á mitt einsdæmi. Ég tek djúpan andadrátt og opna stóru koparhurðina sem er fyrir framan mig og geng inn.
Lyktin af gömlum glósum fyllir vit mín. Á gólfinu fyrir framan mig liggur forritunarbók og sefur. Reyni ég að komast fram hjá henni án þess að vekja hana, eða mun ég fara í forritunarpróf á mánudaginn?
Forritunarbók; Leikni 5, Þrek 6

15.11.02

Djöffsbögg. Mér finnst rosalega gaman að pota í augun á svona myndum og böngsum og svoleiðis. Það er svo sniðugt. Ég pota t.d. alltaf í augun á ruslatunnunum sem eru fyrir utan dótabúðina í kringlunni. Þið vitið... þessar sem eru eins og höfrungar í laginu. Áðan sá ég svo rosalega flottan elg í jólasveinabúningi.. og mig langaði svoooo að pota í augun á honum.. en ég var bara ekki nógu stór :o(.. Ég naði rétt svo upp í nasirnar... engan vegin augun! *súri*
Hlustaði aðeins á 104.5 í dag. Ágætis stöð en vantar samt enn allan metal í útvarpið :o)
Do you have a heart? Half a heart?? Þá finnst mér að þið ættuð að hjálpa henni Ljómalind að verða fræg!!
Ef þið eruð vont fólk sem vill ekki hjálpa aumingja mumu.. held ég að þið ættuð að kíkja á þessa síðu!
Eru allar Óskir sniðugar?? Ætli það sé bara nafnið eða..?? Það er spurning. Kannski þið ættuð að skíra stelpurnar ykkar "Ósk" þegar þær fæðast... allavegana ef þið viljið að þær verði sniðugar sko..! En ég meina.. ef ekki.. þá verða þær kannski bara ekkert sniðugar.. Algjörlega á ykkar ábyrgð sko! Engin pressa eða neitt..
Haha.. mér finnst dindill svo fyndið orð. HAHAHA
Vitið þið hvað væri ótrúlega sætt og fallegt?? Næst þegar það er skafiveður úti og ég þarf að fara einhvert mjög snemma á morgnana... að einhver væri BÚINN að skafa bílinn minn (þá meina ég bara rúðurnar sko..)
Í morgun þá var eins og að Fjölnir tattú hefði mætt og tattúverað frostið inn í rúðurnar. Vá hvað það var erfitt að skafa. Ég er örugglega komin með huge skafivöðva.. hehe

14.11.02

Note to self: Kex með smjöri, sultu og osti er sniiiiiiiiilldar gott
...mig langar í hvítan síðan frotte slopp og hvítt hangklæði rúllað upp á hausinn... og grænan andlitsmaska... og naglasnyrtingu....
:oP
Jæja.. ég skellti mér í heimsókn til mömmu í vinnuna og spurði hana út í hárið á mér. Hún sagði að það væri rosalega flott eins og er og ég ætti barasta ekkert að fara að lýsa það meira. Ég sýndi henni fyrir myndina.. og hún sagði að hún væri fín, en hárið mitt væri fínna núna. Ég ákvað að taka mark á henni þar sem að hún hefur umgengist mig meira en nokkur önnur manneskja í heiminum. Hárið mitt verður EKKI lýst meira í byli... End of story!
Mér finnst ég vera með svo æðilsegan tónlistarsmekk. Alveg frábæran hreint út sagt. Ég hlusta bara á lög sem mér finnst góð. Með þetta að leiðarljósi finnst mér að einhver útvarpsstöð ætti að spila BARA lög sem ég fíla. Ekkert blink182 drasl... ekkert Beasty boys frá því í gamlagamla daga (því þeir SÖKKUÐU óvart í gamladaga) og nálgunarbann á Dj.Rampage takk fyrir. Það væri svo fallegt ef einhver spilaði alvöru rokk... Bara rokk... þungt rokk... létt rokk... nörda rokk...
Radio-X er eina stöðin í útvarpsstöðvaflóru okkar íslendinga sem ég hlusta á. Hún er samt orðin svo mikil píkustöð, að það kæmi mér ekkert að óvart ef einn daginn þegar ég væri á leiðinni í skólann fengi ég eitur-hressan FM-hnakka beint í æð, á meðan hann væri að kynna fyrir mér þau lög sem væru næst á dagskrá. Einhverja týpu sem er meira að segja psycho hress á morgnana (fyrirgefðu.. er þannig fólk til?? Og ef það hefur einhverntímann verið til.. værum við hin ekki búin að drepa það??). Alvöru svona metal er orðið næstum útdautt líka. Stundum langar mig til að grenja þegar ég hugsa til þeirra daga sem við áttum 2 "rokk" útvarpsstöðvar sem voru í samkeppni og gamla X-ið var upp á sitt besta.
Allt sem ég segi er; Vonandi fæ ég geislaspilara í bílinn í jólagjöf :oÞ

13.11.02

Æji.. ég veit þetta er lame.. Mar á ekki að copy-peista úr msn-samtölum... en ég má eiginlega til með að deila þessu með ykkur. Ég sagðist hafa saknað mels sem er á msn hjá mér og hafa samið ljóð á meðan hann væri í burtu þess efnis. Þegar hann vildi sjá það kom þetta hér á eftir einstaklega spontant og mér fannst þetta voðalega djúpt hjá mér... Here goes:


Hvar ertu,
Riddarinn minn
...með hvíta lyklaborðið?

Söknuðurinn breytir
tárnum
í fljót....
sem rennur til
sjávar...
...og gerir
alla fiskana
leiða

Ég hendi mér
á hnén..
og ÖSKRA
...en enginn heyrir..

Enginn heyrir þegar maður
öskrar... í stafrænu
Ætli að maður verði gamall fyrir aldur fram ef maður er mikið í pólitík?
Ég var að fá póst frá henni Dagný... Hef að vísu séð þetta áður en aldrei á meðan ég hef verið að póska. Mér finnst þetta voða sniðugt og ætla að deila þessu með ykkur...

Gleði eða geðheilsa ???

Til að lífga uppá gráan hversdagsleikann og gera dagana meira spennandi og innihaldsríkari, er mælst til að þú gerir eitt/fleiri/öll eftirtalin atriði reglulega... hvort sem það er að hoppa í stað þess að ganga, hengja flugnanet í kringum skrifborðið þitt eða.....

1. Í hádeginu: leggðu bílnum og sittu í honum með sólgleraugu. Miðaðu með hárþurrku á bílana sem keyra framhjá. Athugaðu hvort þeir hægi á sér.

2. Kallaðu sjálfa þig upp í innanhúss kallkerfinu. EKKI reyna að breyta rödd þinni.

3. Stattu föst á því að netfangið þitt sé: Xena-Warrior-Princess@OCDSB.edu.on.ca eða Elvis-the-King@OCDSB.edu.on.ca

4. Hvert skipti sem einhver biður þig að gera eitthvað fyrir sig, spyrðu ,,má bjóða þér franskar með þessu?"

5. Stilltu ruslafötunni upp á skrifborðið með miða á sem segir ,,Innbox"

6. Þróaðu með þér óeðlilega hræðslu við prjónadót

7. Fylltu kaffivélina með koffínfríu kaffi í þrjár vikur. Þegar allir eru búnir að losna við koffínfíknina, fyllirðu á með espresso.

8. Á allar kvittanir skrifar þú; Fyrir kynlífsþjónustu.

9. Ljúktu öllum setningum þínum með; Samkvæmt spádómum.

10. Ekki nota punkta.

11. Hoppaðu í stað þess að ganga.

12. Spurðu fólk hvers kyns það sé. Hlæðu brjálæðislega þegar það hefur svarað.

13. Taktu sérstaklega fram í bílalúgusjoppunni að pöntun þín sé ,,taka með".

14. Syngdu með í óperunni.

15. Farðu á ljóðakvöld og spurðu afhverju ljóðin vanti allan ryþma.

16. Hengdu flugnanet í kringum skrifborð þitt. Spilaðu frumskógarhljóð af diski alla daga.

17. Tilkynntu vinum þínum fimm dögum fyrir partýið að þú komir ekki því þú sért ekki alveg upplögð.

18. Biddu vinnufélaga þína að ávarpa þig með Gladiator-nafni þínu, Rock Hard.

19. Þegar peningarnir koma út úr hraðbankanum hrópar þú ,,Ég vann! Ég vann!!! Þriðja skiptið í þessari viku!!!!"

Og að lokum, síðasta ráðið til að halda uppi mátulegri geðveiki í
hversdagsleikanum:

20. Sendu þetta bréf áfram til allra í netfangaskrá þinni, líka þeim sem hafa sent þér þetta og einkum þó þeim sem hafa sérstaklega frábeðið sér ÖLL svona bréf.
Ég er að fara að hringja í klippifólkið mitt. Ástæða:
Daginn sem ég fór í strípurnar var hárið á mér svona
..... Í gær var hárið á mér svona!!!
Finnst þetta dhoooltið búið að leka úr miðað við 9.600 kr. klippingu skho..
Sögustund með Óskímon
Pabbi hans Djúlls og konan hans eiga heima á Akureyri. Þegar við Júlli vorum saman þá fórum við stundum til Akureyrar (Akureyris ef maður segir eins og Bó Halldórs) í heimsókn. Mér finnst þetta sniðugur bær, þó það sé alltaf hætta á innilokunarkennd ef maður hangir þar lengur en viku. Það eru líka til góðar franskar þar. Kannski þessvegna sem Akureyrskar píkur eru miklu feitari heldur en Hafnfirðskar.
En anywho.. ég ætlaði að tala um eitt föstudagskveldið sem við vorum þarna. Við hittum einhverja vini hans Djúlls sem búa á staðnum, svona áður en haldið var á tjúttið (..djamm er sko kallað tjútt á akureyri.. og ef fólk spilar saman í hljómsveit þá er það að djamma saman. Tók mig dholdin tíma að fatta af hverju.. en svo gerði ég mér grein fyrir því að fólkið þarna á Akureyri er bara well.. not like us.. heheh.. dreifarar hafa bara annan orðaforða!).. Við vorum að spá í hvað við ætluðum að gera af okkur áður en við færum út og einhver stakk upp á því að við færum í sígarettu-póker. Ég var sú eina á staðnum sem ekki reykti og hljóp því út í sjoppu til þess að kaupa mér einn pakka af einhverjum kvikindum. Svona tveimur tímum seinna sat ég uppi með innvolsið úr c.a. 6 sígarettupökkum. Melirnir sem ég hafði verið að spila við, pirruðu sig svolítið. Ekkert endilega því að ég var stelpa og átti ekki að vinna stráka í póker (er ekki eins mikið testósterón yfirflæði í gangi þarna sko. Bara voða indælir strákar sem telja sig vera listamenn). Ekki endilega af því að ég var að minnsta kosti 5 árum yngri en þeir flestir... Kannski frekar að þeir sáu fram á sígarettulaust djamm.. úbbs.. tjútt meina ég. Ég henti sígarettunum á ekkert sérstaklega skipulaggðan hátt ofan í tóma pakka sem voru á borðinu.
Ég tók auðvitað þá ákvörðun að bjóða gaurunum upp á sígarettur... en þá tók við endalaust vesen. Þeir vildu nefnilega bara SÍNAR tegundir. Allt "tjúttið" fór því í það að róta í sígarettu pökkum og skoða litla letrið á sígarettunum sjálfum til að finna einhverjar spes tegundir. Það er ekki alltaf gaman að vinna :oP
Í dag ætla ég að vera svooooo dugleg að læra. Fyrsta prófið mitt er nefnilega á næsta mánudegi. Ég þarf ekki að endurtaka hversu ómannúðleg og kvikyndisleg mér finnst próf vera. Ef þið eruð ekki öll komin með það á hreint núna eruð þið bara líka vond. Vond eins og nýrnabaunir og súkíní!! :oP VOND!

12.11.02

Þetta er SVOOO nýji uppáhalds leikurinn minn :o)
Vala er fiðrildi!! HAHAHA.. Kjána-fiðrildi! (einkahúmor :oP)
Heilsufríkin sem eru í sama vinnuherbergi og ég!!
Stelpa: Á ég að kaupa fyrir ykkur skyr??
Önnur stelpa: Já takk.. .is með vanilu
Þriðja stelpan: Nei.. en gætir þú sótt fyrir mig vatn??
Jæja.. ég vil meina að ég hafi slegið annað heimsmet. Ég hef örugglega drepið fleirri sokkabuxur en nokkur annar í heiminum. EVER!! meira að segja.. ef einhver væri í fullri vinnu við það eitt að slátra sokkabuxum, from 9 - 17 á fínni skrifstofu... myndi hann ÖRUGGLEGA ekki getað drepið eins margar sokkabuxur og ég hef gert í gegnum tíðina. Tja.. nema kannski að hann fengi sér power-aid og amfetamín og tæki 5 klukkutíma í yfirvinnu á hverjum degi. Djöfull myndi það annars rokka ef ég gæti unnið við slíka vinnu. Svolítið ómannúðlegt að vísu, en ef það yrði borgað eftir fjölda dánra sokkabuxna ofan á tímakaupið væri ég sko aldeilis að dansa!!
Talandi um að dansa... hópurinn minn í verkefninu sem ég á að vera að vinna í núna hringdi allur í mig í sitthvoru lagi og allir sögðu að þeim myndi seinka (jáh.. allir 2!) Kannski að þeir séu hræddir um að ég skemmi sokkabuxurnar sem kærusturnar þeirra eiga eða eitthvað.. :oP..
Don't worry my friends!! Don't worry.. ég skemmilegg ekki annara manna sokkabuxur nema þeir hafi gert eitthvað ljótt af sér.. Hehe.. varla þá einu sinni... Allavegana rústaði ég ekki sokkabuxunum sem drullukuntuhóran sem drap í sígarettunni í hendinni á mér (er by the way enn með brunasár) átti! Spurning um að hunt her down og skemma sokkabuxurnar hennar... muahhahahahahw!!!!
Ég er svona dholdið að pæla... gaurarnir sem teiknuðu súperman og batman og fleirri action hetjur upprunalega... af hverju settu þeir nærbuxurnar utan yfir á búningunum þeirra? Voru þeir kannski svona miklir perrar? Fannst æst gaman að teikna nærbuxur. Það er allavegana sama hvernig ég lít á þetta, ég bara get ekki séð að einhverjum hafi einhverntímann fundist þetta kúl. Þetta komst allavegana aldrei í tísku.
Þetta væri svo sem ekkert vitlausara en margt annað sem hefur verið "in" síðustu árin. Þegar ég var í grunnskóla sást allavegana í nærbuxurnar á strákunum með mér í bekk, því að þeir voru í svo miklum skopparabuxum. Ég er alveg viss um, að ef að einhver aldurshópur væri fáanlegur til þess að ganga í nærbuxunum utan yfir buxurnar væru það krakkarnir í "gaggó". Það væri held ég áhugaverð félagsfræði tilraun að reyna að láta þetta riðja sér til rúms í tískuheimi unglinga. Ég held að það fyrsta sem þyrfti að gera væri að fá hann Beckham til að ganga í nærbuxunum utanyfir. Eina vandamálið er að ég efast um að posh spice gefi grænt á það.....
Helvítis beljan.. alltaf eyðileggjandi allt fyrir manni.. hehehe
Ég var að spá.... Mér finnst svona krema-fólk svo fyndið. You know.. svona týpur sem halda að öll lýti verði löguð með einhverju sem kemur í neytandavænum umbúðum. Auðvitað eru til fyrirtæki sem gera út á svona hluti. Selja krem sem eiga að gera þig tip-top fit á 4 vikum og fæðubótaefni sem eiga að koma í veg fyrir alla óhollustulöngun. Sure.. þetta hljómar allt afskaplega vel... en ég held að það sé snowballs chance in hell að fólk verði fit ef það situr bara í sófanum heima hjá sér, smyrjandi á sig kremi. J.Lenno tók víst fyrir einhvern líkamsræktarhring um daginn. Ég sá það reyndar ekki, en hann á víst að vera þannig, að ef maður setur hann á sig áður en maður work-outar, þá á hann að hjálpa fólki að ná árangri.... Yah..!
Sé þetta fyrir mér: Stórmerkilegt!! Keypti mér þennan hring, æfi mig með hann og grenntist um 15 kg!!! (fylgir ekkert sögunni hvort að manneskjan hafi æft sig ÁÐUR en hringurinn kom til sögunnar...)

11.11.02

Mamma og pabbi komu heim frá Danmörku í gær. Þau komu með nokkra hluti sem ég bað þau um að kaupa handa mér, namely jólagjafir. Ég ákvað að það væri sniðugt að láta þau versla 3 stk núna, á meðan ég ætti enn smá pening. Þau voru samt svo sæt við mig að þau vildu ekki að ég borgaði þeim til baka fyrir gjafirnar. Það reddar fjárhaginum mínum pínu ponsu, en alls ekki endanlega..
Mamma keypti líka handa mér maskara og augnskugga. Hún er mjög dugleg að kaupa snyrtidót fyrir Óskina sína. Ég held að svona 90% af snyrtidóti sem ég eigi sé eitthvað sem ma hafi keypt úti í útlöndum. Ég er ekki frá því að þetta sé hint.. að ég ætti að mála mig meira svona dagsdaglega, þar sem stundum fylgir með gjöfinni lýsing á hversu auðvelt það er að smella þessu á sig áður en maður fer út úr húsi....
- The hint has been logged but not noted ;o)
Reglur lífs míns:
Regla #18: Þú getur ekki vorkennt dauðum flugum
Hafið þið séð þáttinn "Heimsmetabók Guinnes" á skjá 1? Þar kemur fram allskonar fólk og gerir eitthvað nasty shit fyrir framan myndavélina, eins og að negla einhverju drasli í gegnum húðina á sér.... og kemst svo í heimsmetabókina.
Ég er sko aldeilis kandídat í heimsmetabókina, og ég gerði ekki einu sinni nasty shit!! Ég snúsaði frá 7 til 11! Ýtti á snooze takkann á 9 mínútna fresti allan tímann. Það hlýtur að vera fokking heimsmet!! Jafnvel bara heimsmet.. ekki einu sinni fokking! Hehe

10.11.02

Ég var að setja fjórar nýjar myndir inn í albúmið mitt. Þær eru úr afmælispartýinu hans Magga. Þær eru svona:
- Mynd 1
- Mynd 2
- Mynd 3
- Mynd 4
Vá.. það er m.a. út af svona hlutum sem ég fæ mér ekki gestabók á síðuna mína...
Ég er að spila Simon the Sorcerer og hann sagði; I like chilly, but I HATE kidney beans. Wow.. við eigum svo mikið sameiginlegt ég og Símon!
Viset the worst of the web.... Allt er nú til!
Ef þetta gerir það ekki fyrir þig ættir þú að reyna að hrekkja bangsa!
Hey... hérna yfir morgun- og hádegismatnum mínum, sem að þessu sinni er í formi pop-secret og kóki í flösku rifjaði ég upp dálítið fyndið sem gerðist í gær. Það var my old buddy and pal Hákon sem varð vitni að þessu. Hann hafði brugðið sér á klósettið á Nasa (hvar annarstaðar myndum við vera á laugardagskvöldum?) Hann heyrði einhvern mann tala á (nei.. ekki við).. einhvern gaur og það á ensku. Maðurinn var að segja eitthvað eins og: I mean, america is a great contry, but you tend to over react... og blablabla.. og svo kom einhver ræða um Írak og svona... Eftir einhvern langan tíma af áróðri hætti maðurinn að tala og hinn sagði: Well.. that's all good, but I'm from Sweden!
Hehehe..
Ég er að gera mjög áhugaverða tilraun til þess að tannbursta mig með hægri og vélrita með vinstri í einu. So far so good!

9.11.02

Ég var í sniðugu matarboði! Mætti á staðinn og fékk hinn fínasta nautakjötsrétt og hvítlauksbrauð. Hvítlauksbrauðið var algjörlega fyrir mig. Ástæða: þegar ég bauð hjúunum í mat á þriðjudaginn var hvítlauksbrauðið sem ég hafði látið mér hlakka til að möntsja í rauninni eitthvað ostabrauð.
Ekki nóg með þetta, heldur var ég leyst út með nokkrum hlaupstaupum og hot 'n sweet flöskunni sem ég lánaði bróður mínum fyrir nokkrum helgum (DAMN!! aftur væri gaman að eiga kall sem héti Helgi.. Kirk! Hvar er Helginn??)..
HAHAHAHAHA..
Strædó er að koma.. strædó er að koma!! (*úff*.. mig vantar svo að þið vitið hvað mér fannast þetta Radíus skjetsj fyndið.. :oÞ... )
Kunnið þið spontant writing? Maður á að loka augunum og skrifa það sem puttarnir vilja að maður skrifi án þess að hugsa sig um. Þetta á að koma upp um sálarástand manns á hverjum tíma ef maður gerir þetta rétt. Ég hef gert þetta öðru hvoru... Núna síðast kom fram:
--- --- ---
Ég held að ég sé eins og bjalla. Kannski að allir séu eins og bjöllur. Núna er ég ný búin að skella utan í aðra hiðina og gera fallegt *klingj* hljóð. Mig langar ekki aftur í miðjuna þar sem það heyrist ekkert í mér. Ég held líka að ef ég væri kerti væri ég gult kerti. Þegar ég var lítil var gulur uppáhalds liturinn minn. Hann gerir mig alltaf glaða. Ég er glöð núna.
--- --- ---
Ég er aperently mjög sátt við lífið núna sem sagt :o)
Ég skrapp í mat til ömmu og afa. Mmmm hvað ég fékk gott að borða. Kjötbollur í brúnni sósu, kartöfulur, grænar baunir og rauðkál. Man ekki hvenær ég fékk svoleiðis síðast. Ég þurfti samt að passa mig að borða ekki OF mikið, þar sem ég fer í matarboð til Daða bróður og Rúnu á eftir.
Matarboðadagur í dag hjá mér sko :o)
Hvenær veit maður að eitthvað er ekki lengur bara gott að eiga inni í ísskáp heldur eitthvað sem manni virkilega langar að borða á hverjum degi?? Hvað gerir maður svo ef varan hættir að seljast í búðum (tja.. gæti verið krabbameinsvaldandi eða eitthvað... stranger things have been known to happen.. :oP... ) eftir að maður hefur tekið þá ákvörðun að "gerast áskrifandi"..? Svo... þó að manni finnist þessi matur rosalega góður... getur samt verið að maður sé með ofnæmi og maturinn sé bara hreinlega ekki manni ætlaður til dagsdaglegrar neyslu..
All very puzzeling..

8.11.02

Hvar er Slúður-Fanný? Týndist hún??
Brunabjallan fór í gang. Mín eyddi svolitlum tíma í að pakka Emmu saman áður en ég labbaði út. Spurning um forgangsatriði sko... - being horribly burned to death v.s. missa Emmu.. ;o)
Fyrir ykkur: minnsta vefsíða í heimi!!!
Fyndið hvernig svona hip-hop skoppara wannabe labba alltaf eins og þeir séu bátur. Vagga svona alveg rosalega... sérstaklega til annarar hliðarinnar og sveifla höndunum á fáránlegan hátt. Fyrst tónlistamyndbönd hafa svona áhrif á þá... Hvað er þá Christina Agulera að gera aðdáendum sínum?? Flestir aðdáendur hennar eru einmitt 12 ára og yngri. Er hún að ala af sér heila kynslóð af ókynþroska grunnskóla-gellum í hórugöllum??
Hver veit....
Hann Bíbb-Bíbb er batteríislaus. Eins og er þá er aumingjans Benna litla brumbrum bara læst með fjarlæsingagaurnum á lyklinum mínum, en ekkert þjófavarnadrasl í gagni núna. Ekki eins og það sé eitthvað í bílnum til þess að stela.. en það er bara the pinapple (hljómar betur en princeipple) of the thing! Ég vona að hann finni það í hjarta sínu að fyrirgefa þessa illu meðferð á sér.
Benni - Ég elska þig!
Jæja.. mín búin að saumaklúbbast! Það var bara ansi næs. Það eina sem fer í taugarnar á mér, er að skúra kemur á morgun og ég þarf að taka til. Það er gegn minni sannfæringu að taka til. Sérstaklega þegar maður á réttilega að vera uppi í rúminu sínu að slappa af. Mitt líf þrýfst best í skipulagðri ringlureið.

Annars gerði ég svoldið no-no áðan. Ég var að kaupa mér tölvuleik - og það rétt fyrir próf. Leikurinn heitir - Simon the Sorcerer 3D og er framhald af leiknum Simon the Sorcerer sem ég kolféll fyrir á sínum tíma. Ég hefði persónulega verið meira til í non-3D framhald.. en þessi lítur ágætlega út. Mig langar líka í Grim Fandango, sem ég hef ekki enn keypt (hvað er með það?? Af hverju hef ég ekki keypt hann ennþá? Ég er búin að heimsækja hann rosalega oft í búðir..).. en ég ætla að láta það bíða þangað til um jólin :o)

7.11.02

heheh.. fyndið drasl.... frá Gretti.
Fyndið hvað fólk með sirrý gellan er alltaf klædd eins og 19 ára gella.... Fullorðnar konur, sem eru augljóslega ekki 19 ára gamlar eiga að klæða sig eftir aldri....
Ég heiti Ósk og ég er þvottaefnisfýkill!
...mér finnst svo góð lykt af þvottaefninu sem mamma mín kaupir... að oft þegar ég er að þvo stöff, set ég alltof mikið þvottaefni í vélina. Núna lyktar herbergið mitt eins og þvottahús. Var að skipta um á rúminu og var nýbúin að drekkja þeim rúmfötum í nokkrum tonnum af þvottaefni..
Í dag er officially eini matarboðafríi dagurinn í drottningaverunni þessu sinni. Ég er nefnilega að fara í saumaklúbb í kveld. Í saumaklúbbum hittast margar stelpur og tala hátt. Lykillinn er að þegar einhver vill segja eitthvað þarf hún að yfirgnæfa hinar sem eru að tala nú þegar. I'm not very good at that.. Finnst meira gaman þegar fólk hlustar á mig bara af því að ég er að segja eitthvað merkilegt.. ekki af því ég tala hátt... :o)
Note to self: Sama hversu mikið maður ætlar sér það.... það gengur ALDREI upp að sofna kl. 4 og vakna kl. 8... (nema maður sé að fara til útlanda :o) )
Er ekki ennþá sofnuð. Held það sé thrillið við að vera ein heima með læti kl.seint.
Ég bjó mér til samloku með salami, hvítlauksrjómaosti, venjulegum osti og blaðlauk, setti hana í grillið og sit núna og horfi á svona imformertials með samlokuátinu. Þar kemur fram nokkuð venjulegt fólk og reynir að sannfæra mig um að ég ætti ekki að geta lifað án þess að eiga draslið sem það er að auglýsa. Eins og er, þá var maður í grænum pólóbol að sópa einhverjum 30 mismuandi hreinsiefnum a borðinu sínu, til að sýna fram á að "Quick'n brite" sé eina hreinsiefnið sem heimilið þarf. Svo kemur eitthvað fólk með 80's-legar hárgreiðslur sem segir hvernig líf þeirra sé orðið mun betra eftir að það keypti þetta efni... Það fær líka örugglega meira að ríða núna sko! Allavegana gæti auglýsingin allt eins gengið út á það.
Jæja.. ef ég myndi panta núna.. fengi ég ekki 1, ekki 2.. heldur 2 og hálfan lítra í fötu! Svo ég tali nú ekki um alla skósvertuna sem ég gæti þrifið úr teppum... Ég er agndofa... En þið??
Pæling: ef pillan er 97% safe.. gæti maður þá orðið óléttur 3x ef maður gerði það 100 x...

6.11.02

Jæja.. eftir að ég var búin að gera mig "myndalega" (HAHAH Orðaleikur) fór ég upp í skóla og lét smella af mér. Myndin leit bara ekkert illa út þarna í digital stráknum, en ég á eftir að sjá hvernig hún kemur út þegar hún er stærri. Ég er yfirleitt alltaf :o| <--svona á svipinn á myndum sem mér er styllt upp fyrir. Ég kann ekki að gervibrosa og verð á svipinn eins og það sé ljósastaur uppi í rassgatinu á mér... (tja.. ekki það að ég hafi prufað að hafa ljósastaur uppi í rassgatinu á mér.. en ef ég hefði prufað það... er ég viss um að ég hefði verið svona á svipinn í ferlinu)
Svo skrapp ég út í kringlu að kaupa mér nokkra hluti fyrir matinn í kvöld. Ég þrammaði í gegnum alla Kringluna til þess að fara í Hagkaup, og kaupa nákvæmlega sömu hluti og ég hefði getað keypt í Bómuss, nema bara fyrir meiri pening. Af hverju gerði ég svoleiðis? Það er ekki eins og það sé einhver rosaleg biðröð á þessum tíma í Bómuss. Ég reyndar veit sjálf svarið... og ég held að Vala gæti jafnvel giskað á það líka.. En svona fyrir ykkur hin... þá er svarið.. þriggja atkvæða, níu stafa orð sem byrjar á N og endar á d... *roðns*
Djöfulsins viðbjóður... Bróðir minn gerði þetta alltaf þegar við vorum lítil og hann var að hrekkja.
Sæddl.. Mig langar í pizzu.. Og það er megavika dómínós í gangi. Tilviljun... Ég held ekki! Annars ætlaði ég að baka pizzu á föstudaginn, þannig ég held ég tjilli í dómínós..
Það hefur oft verið sagt um mig að ég gæti raðað upp í top 10 fyrir alla hluti. Mér finnst engu að síður svona spurningar alltaf vera svo kjánalegar.
Hérna á eftir var ég búin að skrifa langan texta um af hverju mér þætti slíkt.. en tók hann svo út, þar sem ég tók þá ákvörðun að mig langaði ekkert að útlista mitt kynlíf á internetinu.. :o) Pantiggi!
Hmm.. spurning hvort ég skelli mér í myndatöku á eftir. Er einhver kona að taka myndir af öllum nemendum í skólanum fyrir kennarana. Fyndið samt. Alltaf þegar einhverjar svona myndatökur eru í gangi, er það akkúrat sá dagur sem ég lýt MEST út eins og drasl. Kannski maður heimsækji "heimið" og sturti sig og greiði jafnvel fyrst. Would that be vain?

5.11.02

Þegar ég verð stór... verður kannski búið að finna upp sængurver sem sængin helst alltaf rétt í. Ég þarf þá aldrei að taka hana úr því og setja aftur í... eða laga hana til. Eða vera löt og gera það ekki (haha.. æst óheppin að gera það ekki) og vera kalt á táslunum eða efri partinum á líkamanum. Það væri svo innilega gaman og skemmtilegt...
Kannski.. er það ekki hægt. Það myndi bara brjóta gegn einhverjum óskráðum reglum alheimsins. Eins og ef maður bindur brauð með smjöri og sultu á bakið á ketti, þannig að sultan snúi upp. (kisi lendir alltaf á löppunum og brauðið alltaf á sultunni. Heimurinn gæti farist...)
Weebl og Bob; arty:
This dish.
The dish of life.
It held the love of mine.
Now lies. Empty.
My heart, like the dish. Is empty.
Once it was full.
With pie?
Full with my pie!
Pie!
Now pie gone!
Yet we hunger.
Hunger for pie.
Yes.
Pie.

Where go the pie?
I had none.
That is the question.
Me hand none.
Now like my innocenece
pie gone.
Life! Why do you mock me?
Why my pie?
Why?
Úr veggjakrotsbókinni:
Jólin koma bara einu sinni á ári. Gott ég er ekki jólin!
Ég var að muna.... á menninganótt, þá stoppuðum við í stutta stund á spotlight. Ætlum að sitjast niður og fá okkur eitthvað að drekka áður en flugeldasýningin byrjaði. Mig langaði eiginlega bara í vatn og bað um slíkt... og þá sagði konan mér að það kostaði 200 kall. TVÖHUNDRU KALL?? Fyrir vatn? Á Íslandi? Er þetta virkilega orðinn svona mikill e-pillu staður að það þarf að rukka 200 kall fyrir vatnið til að barinn græði eitthvað? Kannski þeir ættu að rukka fyrir loftið líka. Horfa á hvern andadrátt sem maður tekur og setja það á reikninginn.
Jæja vinan.. þú tókst 340 andadrætti. Erum með tilboð á laugardögum; 400 á verði 300. Langar þig að anda 60x í viðbót áður en þú ferð út??
Þriðjudagar eru leiðinlegustu dagar vikunnar núna.. (Tja.. reyndar á eftir mánudögum af því að það er alveg sama hvað gerist.. það er ekki hægt að hafa leiðinlegri daga en mánudaga.. no matter what)..
Hey annars.. Vala: Eru þriðjudagar ekki Völuflipp dagar?? Ég man ekki betur. Hérna er þá dholdið handa þér (í boði Slúður-Fannýar): Taraaa
Í kvölt ætla ég að gera pastarétt með kalkúnabringu. Vá hvað ég hlakka til.. :o)

4.11.02

Lagaði færsluna með bolunum hérna fyrir neðan... svona ef þið nennið að lesa :o)
Híhí.. var bara að sjá þetta núna.. Verí kjút.. *roðns*
Ég er dottin í það að skoða boli. Ég fann eina síðu þar sem hægt er að kaupa allskonar gaura með mismunandi setningum. Þessar finnst mér fyndnar:
- Yo Mama's The weakest link '
// (Haha.. mér finnst þessi æði. Besta comeback sem ég hef heyrt)

- I like to get drunk and place bids on Ebay.
// (Wild man!!)

- When you use a feather, it's erotic,But when you use the whole chicken, it's KINKY!
// (There's an idea!)

- Sheep Testicle Fondler
// (úú.. og svo gælir hann örugglega við sig með heilum kjúkling á eftir)

- Runs with scissors.
//(heh.. tilvitnun í Cheers)

- I don't wanna be your friend.
//(váts.. stundum þyrfti ég alveg þennan bol)

- It's not you, it's me
//(for those break-up situations)

- Can't we just be friends?
//(Annar break-up bolur.. Finnst hinn samt betri)

- I pee in the shower.
//(..really? I fondle sheep!! Lets be friends..)

- Save the trees. Eat a beaver.
// (mmm... bjór)

- Master of My Domain Name
// (Hell yeah I am!! Svo segir fólk að ég hafi engin völd!)

- Guns Don't Kill People - No, Wait - Yes, They Do!
//(Nákvæmlega!!)

- I have a rifle and it IS tourist season.
//(Hmm.. þekkir þá á bermúdabuxunum..)

- full Frontal Nerdity
//(Wow.. Now I'm all hot and bothered)

- I'd Rather Have A Frontal Lobotomy Than A Bottle Of Perrier
//(minnti mig á "I'd rather be horribly burned to death" kvótið sem ég nota alltaf)

- I Go From Zero to Bitch in 6 Seconds
//(I'm fast..)

- It's always about you isn't it?
//(Snilldar bolur..: I just finished MY first lesson and I haven't open MY mouth yet!)

- One of us is thinking about sex.......O.K., now it's two.
//(Mér finnst þessi æði líka. Langar í svona)

- I shoot and kill animals because I know they are guilty!
//(Hell yeah they are!!!)

- Santa's Personal Injury Lawyer
//(There's a lot of money there!)

- If you don't like how I drive - stay off the porch!
//(Hættu svo að tuða!!)

- Don't Hate Me Because I'm Beautiful. - Hate Me Because I'm a bitch!
//(Rétt skal vera rétt)

-Kids today are spoiled. But nothing a little refrigeration won't cure.
//(Heh.. they stink too...)
- I know you are, but what am I? //(Næst besta comebackið á eftir Yo mama's the weakest link!)

- You shut up. No you shut up.
//(Hehe.. No.. YOU!! shut up!)

- I Own Screwdriver. Will Fix Cat For Food.
//(Girls gotta make a living)
Roses Are Red,
Violets are blue,
I'm a raving lunatic,
HAAAAAAAAHHHH!!!!!
*úff*.. Mig langar svo að kaupa mér "Blue screen of death" bol. Kostar $20.25. Langar reyndar mest í svona, en þeir senda ekki til Íslands *hágrát* Meiri fantaskapurinn!
Hmm.. hvað er eiginlega með þessar sjónvarpsþulur á ríkissjónvarpinu? Langar okkur svona mikið að borga einhverjum tjéddlínga beyglum fyrir að kynna dagskráliði live?? Þær eru meira að segja staddar á staðnum kl. 00:00 á áramótunum til að óska landsmönnum árs og friðar (..pæling annars: árs?? Ég óska þér árs?? Hvaða snillingi datt þetta í hug??), og eru því á einhverju rosalegu álagi. Ég held svona í alvörunni að það séu betri hlutir sem má gera við skattpeningana...
Æji.. nennir einhver að senda mér Emil og segja mér brandara eða tala um hvað þið gerðuð um helgina eða eitthvað. I'm bored... Nenni ekki að vera í skólanum á mánudögum :oP
Megið líka setja mig á msnið ykkar!
HA-HA!! Þið sem hafið verið að kalla mig strák í gegnum tíðina... hér er ég með augljósa sönnun þess að ég sé EKKI!!! gaur!
Pabbi var eitthvað að fiffa network dótið heima, og setti upp network bridge. Þegar ég kom svo í skólann virkaði ekki netkortið hjá mér. Ég skoðaði vandamálið eitthvað aðeins, en ákvað svo að þetta væri ekki mín sérgrein og fór með tölvuna beint til kerfisgaurana í skólanum og þeir löguðu þetta fyrir mig. Ef ég væri melur... hefði ég óvart aldrei fengið hjálp svona snemma.... fyrst hefði ég skemmt eitthvað meira í desperate tilraun til að laga :o)

3.11.02

Þegar ég verð stór ætla ég...
...að eiga kaddl sem notar bleikt joop ilmvatn!
Bráðum... þá má ég elda. Ég hlakka afskaplega mikið til. Pabbi og mamma eru að fara til útlanda og þá verð ég aftur drottning í kastalanum. I like being the queen.... Ohhh.. can you feeeeel the power!!!!??
Vá hvað það var gott veður í gær. Ætla ekkert að fara út í dítel... en ég ætla bara að segja þetta:
Til drullukuntuhórunnar sem ákvað að það væri góð hugmynd að drepa í sígarettu í framhandleggnum á mér: I hope you wont get horribly burned to death or anything!!! :o)

2.11.02

Mikið rosalega getur maður verið geðveikur...
Ég hef farið að skemmta mér á hverjum laugardegi í nokkuð langan tíma (með eins laugardagsfríi í miðannaprófunum). Fyrir hvert djamm þarf ég að velja mér föt. Það verður erfiðara með hverri vikunni, ekki vegna þess að ég á ekki nógu mikið af fötum, heldur vegna þess að ég get nú ekki farið í einhverjum fötum sem ég er *ný búin* að fara í. Hvaða geðveiki er það? Eins og einhver eigi eftir að líta á mann og hvísla að vini sínum:"Gawd.. þessi stelpa er í sama kjól og hún var í fyrir 2 vikum síðan...".. Dont think so Tim. Engu að síður tókst mér að grafa upp kjól sem ég hef ekki farið að skemmta mér í að ég held ever. Heppin ég!
Pælingin er að fara næst bara í einhverju sem ég er gella í. Sama hversu langt eða stutt er síðan ég hef verið í kvikyndinu!
.....annar peningapössunar Emil takk fyrir.. Þetta sinn frá Zimbabwe..
Í dag er laugardagur. Þetta veit ég vegna þess að The Bold and the Beautiful eru í sjónvarpinu.
Í gær fór ég í ammlisspartýið hans Magga. Þar sá ég í fyrsta sinnið á ævi minni tölvunörda í karókí. Ég ætla ekki að ljúga því að ykkur að það hafi verið sérstaklega fögur sjón, en hún var óumdeilanlega áhugaverð. Það er á stundum sem þeim að maður þakkar fyrir að vera edrú og ekki nágranni sem er að reyna að sofna...
Þetta var engu að síður mjög veglegt partý og hefði ég verið með glas í hönd sem innihélt eitthvað annað en vatn eða kók, hefði það verið jafnvel veglegra. Ég þori allavegna ekki að stíga á vigtina núna út af öllu snakkinu sem ég borðaði...

1.11.02

Hey.. ég var að fatta.. að geitungadraumurinn minn var rangtúlkaður hér fyrir neðan. Allt í einu kveikti ég á því að geitungur er hornet, ekki wasp *dah*
1 Hornet: troublesome obstacles to be overcome (341-13). 2. warning about dangerous condition

2. Hornet: For a young woman to dream that one stings her, or she is in a nest
of them, foretells that many envious women will seek to disparage
her before her admirers.

Jæja.. strax skárra. Í þessu á ég allavegana aðdáendur og svona.. híhí
Pff.. hvað var ég að fá skitna 4 tíma ókeypis í ljósum þegar ég gat fengið FIMM tíma ókeypis. Er nefnilega í einkaklúbbnum, og þá get ég fengið 50% afslátt af öllum ljósakortum í Lindarsól! Gott ég sé að kveikja á því núna.. :oP
Hint: Ef þú ert að hlera símann hjá einhverjum, EKKI láta rukka gaurinn sem verið er að hlera fyrir það!!!
Palli: Hver er meningin að vera með póst-serverinn í vinnunni þinni í klessu? Berð þú ekki ábyrgð á honum? hmm..ha?? Hvernig á ég núna að senda þér Emil og spyrja þig hvað þú viljir borða í hádeginu?? I ask you!!
Þá er ég kominn í fyrirlestur. Loksins.
Í gær tók ég mig til og rippaði 22 uppáhalds geisladiskana mína á hana Emmu vinkonu mína. Svo þegar ég var búin að því defragmentaði ég hana og setti í hleðslu. Hún var líka að fá nýja desktop mynd sem ég bjó til smá sjálf.
En allavegana. Þegar maður er að rippa, getur maður sótt allar upplýsingar um geisladiskinn á netið, þannig að í staðinn fyrir t.d. Track 1 kemur nafnið á laginu, og efst er skrifað nafn á disk og flytjanda. All at the touch of a button. Það merkilega er hins vegar, að ég náði öllum upplýsingum um alla þessa diska. NEMA White Ladder með David Gray. Ég hefði nú haldið að það væri frekar að það væru til upplýsingar um þann disk, heldur en t.d. Strumpastuð, en svo er greinilega ekki... Very puzzled..
Orðið snillingur er ofnotað í íslensku samfélagi... en í mínu tilfelli er það engu að síður eina orðið sem mögulega getur lýst mér almennilega. Hverjum öðrum hefur tekist að sofa tvisvar sinnum yfir sig sama morguninn án þess að sofa yfir sig?
Ég fór svolítið seint að lúlla í gær. Í kringum 2 meira að segja. Þegar ég opna augun er ég alveg frávita af syfu. Ég lít á klukkuna og hún segir mér að hún sé korter yfir átta. Ég blóta eitthvað og tekst við illan leik að koma mér upp úr rúminu, þrátt fyrir gífurlega þreytu. Ég tek mig til og þegar ég er á leiðinni út set ég á "laumulegt" á símanum mínum. Þegar ég er að læsa honum aftur, segir síminn að klukkan sé tuttugu mínútur yfir 3. Ég fer þá aftur inn í herbergið mitt og kíki á klukkuna þar. Jamms... líka eitthvað yfir 3. Ég var sem sagt á leiðinni í skólan tæplega hálf fjögur. Ég blóta aftur, geng úr skugga um að síminn sé stilltur og fer aftur að sofa.
Ég vakna aftur, þegar foreldrarnir eru á leiðinni í vinnuna og setja þjófavarnarkerfið á. Þá kemur svona bíííip-bííííp-bíííp. Ég lít á klukkuna og í þetta sinnið er hún í ALVÖRUNNI 8:15. Síminn minn var stilltur á laumulegt og lét bara vita með einu píkulegu bípi að ég ætti að vakna. Aftur blóta ég og hendi mér í fötin, tek dótið mitt og keyri upp í skóla. Þegar ég er loksins komin þangað er fyrirlestrasalurinn "minn" lokaður og læstur. Það var þá sem ég mundi að það var frí í fyrsta tíma!

Ef ég yrði eitthvað gáfaðari myndi ég labba á ljósastaur :oP