31.10.02

Ég man aldrei draumana mína. Ég man samt einn sem mér dreymdi um daginn. Mig dreymdi að geitungur flygi inn í eyrað á mér og suðaði eins og moðerfökker.. og þegar ég var að taka hann út stakk hann mig inn í eyrað og á þumalfingurinn og hann kramdist. Þetta er búið að vera að pirra mig svoldið þannig ég googlaði þetta:
-----
1. Wasp
These nasty creatures in your dream signify a significant time for breaking off an unrewarding relationship which is retarding your progress.
-----
2. Wasp
To see a wasp in you dream, signifies angry thoughts and feelings.
To dream that you are stung by a wasp, symbolizes growing envy and hatred towards you.
To dream that you kill a wasp, signifies your fearlessness to ward off your enemies and maintain your ethics and rights.
-----
3. Wasp
May indicate something which has had a stinging effect on you or someone who has the capacity to hurt you
-----
4. Wasp
Wasps, if seen in dreams, denotes that enemies will scourge and spitefully villify you.
If one stings you, you will feel the effect of envy and hatred.
To kill them, you will be able to throttle your enemies, and fearlessly maintain your rights.
-----

Well... that sucks..
Eksjúsmí? Hvernig í fokkinu er hægt að líkja Avril Lavigne við pönk rokkara?? ? Hún syngur c.a. nákvæmlega sömu tónlist og allar þessar popppíkur sem eru í "tísku" núna. Hún á bara einhvern umboðsmann sem sagði; Hey.. við þurfum stráka-stelpu í bransan sem þarf að kunna á snjóbretti og vera kúl. Þarf að vera mótvægi við svona Britney týpurnar... Nennir þú því ekki? Og hún náttúrulega segir bara; totally cool.. og fer að læra að verða skeiter. Fyndið að reyna að vera með hard-core ímynd og syngja svo píku-popp...
Það er næstum því komin helgi.. JEIIJ (..Vá hvað ég þarf að finna mér vin eða kærasta sem heitir Helgi svo ég geti tekið þennan Helga húmor to the next level :oP.. hehe.. kannski ég fari bara að leita í þjóðskránni af Helgum á mínum aldri...Þekkir einhver einhvern Helga sem hægt er að kynna mér fyrir???).
Ég held að þessi verði hreint æði! *hopphopp*. Ég er búin að setja niður nokkra fasta hluti.. og núna vantar bara að finna eitthvað skemmtilegt til þess að gera þess á milli :o) Allavegna á laugardaginn.. föstudagurinn er nokkuð fullbókaður...
Mig langar að halda hrekkjavöku. Klæða mig upp eins og norn eða hjúkka og labba í hús og öskra: GJÖF EÐA GRIKK! Og fá nammi... tja... eða drekkja húsinu í klósettpappír og setja raksápu á gluggana.
Öskudagur sökkar miðað við hrekkjavöku. Þá má maður bara fara í einhverjar búðir.. og syngja. Meira að segja eru margar búðir með fyrirframtilbúið skilti sem stendur á "ALLT NAMMI BÚIÐ".
Hver villl halda með mér hrekkjavöku..?? Hvar er stemmningin??
Váts.. Mér var greinilega ekki ætlað að fara í sund í gær. Maddlú hafði ákveðið að koma með mé.... en svo þurfti hann skyndilega að læra. Ég tók mig því til og hafði samband við 3 mismunandi vini og vinkonur... en allir höfðu sitthvora afsökunina fyrir því að koma ekki memm. Þá ákvað ég bara að hætta þessu í byli. Hmm.. er eitthvað nasty að vera með mér í sundi kannski?? hehhe.. Alllir alveg ... neeeeeeiii. .. ég kemst ekki núna *uppgerðarhóst* ég er svo lasinn sko.....

30.10.02

Á heilanum:
What's it been over a decade?
It still smarts like it was four minutes ago
We only influenced each other totally
We only bruised each other even more so

What are you my blood? You touch me like you are my blood
What are you my dad? You affect me like you are my dad

How long can a girl be shackled to you
How long before my dignity is reclaimed
How long can a girl stay haunted by you
Soon I'll grow up and I won't even flinch at your name
Soon I'll grow up and I won't even flinch at your name..............

(Funny thing is.. ég hef aldrei heyrt þetta lag nema í bílnum hjá Magga í sumar...)
Different flavors of life
Nick-fólk er svo ógeðslega fyndið. Svona týpur sem rölta um og vilja láta kalla sig nöfnunum sem það gengur undir á ircinu eða í CS eða eitthvað svipað. Þetta fólk rymur gjarnan í pirruðum tón ef það er kallað skírnarnafninu. Alveg.. : hérna.. fyrirgefðu.. ég er kallaður [insert nickname] VENUR! Auðvitað kvittar það með "töffara-tölvunafninu" sínu undir allt sem þarf að kvitta fyrir. Komment, e-maila, debitkorta blöð... you name it.
Svo eru sumar týpur sem láta búa til handa sér einhver föt... Stuttermaboli eða eitthvað með nickinu sínu á svo að allir séu vissir á því hvað eigi að kalla það.
Hvernig (sko.. ef).. ætli þessar týpur kynni sig fyrir "nýju fólki" ; Hæ.. ég heiti Fríða, en þú mátt kalla mig SexyGrl4-U... HAHAHAH...

Játakk... Ég er kannski sest í helgan stein í svona málum - en kallið mig........ Osk- !! Bolirnir eru í prentun ;o)

(Psst.. Palli: Svo eru líka svona leiðinlegar píkur sem nota nafnið sitt til að hæla ákveðnum líkamspörtum því að þær eru svo kúl... Know who I mean.. ;o)?? híhí )
Ég vann veðmál.. og núna skuldar ónefndur vinur minn mér fullt af nammi úr Nammilandi :o) *Sjibbíí*
Var að fá annan Nígeríu-póst.. Er ég svona peningapössunarleg?? :oÞ.. Þetta er þriðji svona pósturinn sem ég fæ. Hvurslagseiginlega..? Þeir meiga nú eiga það þessir að þeir ávörpuðu mig ekki sem "sir" :o)
Sagan af Grænu Appelsínunni í heild sinni:
Einu sinni var græn appelsína sem vildi sigra heiminn. Hún laggði því að stað í langferð með nesti og nýja skó í farteskinu. Einn daginn, sem annars ætlaði að vera eins og hver annar, kom hún að greifingja í baðherberginu á gistiheimilinu. Sem hefði nú verið alveg í lagi ef að hann hefði ekki verið að pissa í uppáhalds hattinn hennar. Hún varð rosalega reið og hristi greifingjan til og sagði illilega: "Sko, ef þú hættir ekki að pissa í hattinn minn þá neyðist ég til að klæða þig í dulagerfið mitt svo ég geti séð hvort það sé ekki nægilega sannfærandi sem ananas. Núverandi plott mitt til að taka yfir heiminn er að vinna mér inn viðringu og völd sem ananas. Það vita allir að þeir eru máttastólpar samfélagsins. Það eina sem er að þessari ráðagerð minni er erkióvinur minn, Stebbi Sígaretta sem hefur alla aðra ávexti í vasanum og það er óþolandi að þurfa að sætta sig við lífið í einhverjum vasa."
Græna Appelsínan hóf þá auglýsingaherferð í því skyni að frelsa ávextina undan harðri stjórn Stebba Sígarettu, en henni mistókst því að samkeppnisstofnunum komst í málið, og ákvað að frelsun ávaxta væri brot á samkeppnislögum nema grænmeti væri líka frelasað undan hinum illa.
Appelsínan drap greifingjan og skar niður í 4 búta. Hún setti 3 búta inn í frysti, en sendi hausinn í express pósti til Stebba Sígarettu. Á hausinn hafði hún rakað skilaboðin: "Beaware of my power, with bloodred greeting, Græna Appelsínan!"
Stebbi tók þessu nú með jafnaðargeði og panikaði ekki, því hann á gítar. Það sem hann tók til bragðs var engu að síður mjög snilldarlegt, en það var enfnilega að spila kartöflugarðalagið á rússnesku og gefa það út á plötu, því að Stebbi var svo mikill aðdáandi þessa lags. En í upptökunni ætlaði græna appelsínan [spúkí hljóð undir] að lauma duldum skilaboðum til Stebba svo að Stebbi fór með þau til lögreglunar. Þau lokuðu grænu appelsínuna inn fyrir að stalka Stebba Sígarettu. Í fangelsinu var svo appelsínan borðuð af klefafélaganum.
Endir..
Æðislegt.. frábært... blogger.com er í fokki... AFTUR:.. Go figure :oÞ
Æji.. :o/.. Það var strákur sem ég þekki að segja að ég liti út fyrir að vera í mesta lagi 16 ára á þessari mynd. Er ég í alvörunni orðin svo hroðalega barnaleg eftir að ég varð ljóshærð? Bara pínu ponsa?
Í gær... í kringum tólf fékk ég hroðalegt möntsjís. Ég bara gat ekki höndlað mig og varð að fá mér eitthvað að narta í. Ég rölti niður í eldhús og opnaði einhverja skápa. Í einum skápnum blasti við mér eitthvað protain-bar. Ég ákvað að það væri rosa sniðugt að fá sér eins og eitt svoleiðis í staðinn fyrir popp eða eitthvað og teygði mig í einn gaur í grænum umbúðum. Þegar ég var búin að opna bréf-thingyið blasti við mér ógnandi klessa sem leit út eins og hörnuð drulla. Ég horfði á þetta svolítið skeptísk.. en beit svo í kvikyndið. Já.. það var ekki um að villast... hörnuð drulla með svolitlum myntukeim. Someone is making A LOT of money selling people that crapp! Hehe.. that's it!! CRAPP!!! With a hint of mynt! Þeir ættu að skrifa það utan á umbúðirnar.. híhíhí... En allavegana.. ég kláraði krappið mitt og fór svo að lúlla... Sátt og sæl við að ég hafi borðað hollt-óhollt!!

29.10.02

Váts.. ég er bara afmælisbarn vikunnar hjá Rúnari (Captain Kirk)!!
Sögustund með Óskímon:
Þegar ég og bróðir minn vorum yngri bjuggum við í húsi sem hafði körfuboltakörfu í bakgarðinum. Þegar ég var í 9.bekk og bróðir minn í 10. fórum við á hverjum degi eftir skóla í asna. Ég geng bara út frá því að allir kunni reglurnar. Ef þið kunnið þær ekki ættuð þið bara að skammast ykkar!
Bróðir minn vann alltaf. Alltafalltaf. Einn daginn kom ég fyrr heim úr skólanum og æfði mig alveg þangað til að hann kom heim. Þann daginn vann ég í fyrsta skiptið. Síðan þá hef ég aldrei nokkurn tíman spilað við hann asna aftur.
The moral of this story is: Þegar þú sérð þér fært að hætta á toppnum. Gerðu það!
Note to self: Ekki kvarta aftur yfir nafnlausum skilaboðum af netinu, því að þá senda mér svo margir þannig til að stríða :oÞ
Keðjusaga (halda áfram í kommentunum);
Einu sinn var græn appelsína sem vildi sigra heiminn........
Váts.. I stone sleapt over myself! Það var kominn tími til að fara á fætur og ég hafði slökkt á báðum vekjaraklukkunum. Ég ákvað að loka augunum og telja upp á 20 áður en ég færi á fætur til að tannbursta mig og svona. Tæpum 3 tímum seinna opnaði ég þau aftur... heheh...

28.10.02

Hehe.. ég sá strák eiga svona móment þegar ég var í 3. bekk í Verzló. Hann var að drekka í fyrsta sinnið sitt og ákvað að það væri góð hugmynd að taka 10 tequela staup í einu. Guess what.. - It wasn't :oÞ..
Svona ykkur til tómrar gleði og ánægju ætla ég að skrifa upp einn kaflann úr snilldarbókinni sem Hákon gaf mér í ammlissgjöf (gaf mér hana og inneignanóturnar. Hann er svo góður). Hún heitir: "The worst-case scenario survival handbook: dating & sex. Látum okkur sjá.. ég opna einhverstaðar.. og kaflinn sem kemur upp heitir..... How to fake an orgasm.. Jáneinei.. förum ekki út í þannig, enda myndi ég aldrei mæla með slíku!! *skoða meira* ... *opn*
How to survive if you have excessive gas
Hahah.. þetta er of sniðugur titill til að segja ykkur ekki frá..
1. Limit your lactose intake during the date.
Many people suffer from an inability to digest milk sugar, or lactose. Colon bacteria ferment the milk sugar forming a gas that creates a bloated feeling. Keep your intake to less than half a cup at a sitting, avoid dairy products before your date.

2. Eat a small meal
Eating a huge dinner on a date is a sure-fire way to precipitate gas.

3. Avaid gas-forming foods
Bacteria ferment the indigestible carbohydrates in beans, broccoli, cabbage, and other vegetables and fruits into gases.

4. Drink peppermint tea
Replace an after-dinner drink with a cup or two of peppermint tea. This herb may give you some relief from the gas discomfort that follows a meal.

5. Emit the gas in private
As a last resort, head to the bathroom. If you feel bloated but are unable to pass gas easily, you can facilitate the emission of the gas as follows:
Place paper towels on the floor. Kneel on the towels, bend forward on the floor and stretch your arms out in front of you. Keep your buttocs high in the air, forming a triangle with your upper body and the floor (haha.. það er actually skýringamynd). This position will force out the unwanted gas and relive the pressure.

Be aware
- On average, humans produce 3/4 of a liter of gas daily, which is relesed 11 to 14 times a day.
- Men typically produce more gas than women because they consume more food.

...svo kemur listi yfir gassy foods to awoid sem ég nenni ekki að skrifa upp :o) Vona að þetta hafi hjálpað ykkur eitthvað.. ;o)
Vá.. nebbinn minn fer að detta af. Ég vissi ekki að það væri HÆGT að vera svona kalt á nefinu.. *hrollur*
Hey.. ég verð að deila þessu með ykkur! Ég er með naglalakk núna. Setti það á mig á laugardaginn. Ég er einmitt ekki oft með slíkt. Það er svona ljós hvítbleikt einhvern veginn. Voða kjút. Ég nenni samt ekki oft að nota svona, þar sem að ég hef voðalega litla þolinmæði á því að halda þessu við. Nenni aldrei að taka það af þegar það verður tjásulegt eða neitt.. *skammastmín*
Þegar ég var yngri notaði ég samt gjarnan þessi kvikyndi. Þá var einmitt rosa in að vera með blá, græn, fjólublá... tja.. öllum litum. Sum með glimmeri. Ég held að ég hafi átt um 15 mismunandi naglalökk og notaði þau óspart. Það sem mér finnst fyndið... er það að eldri kvenkyns fjölskyldumeðlimir kommentuðu gjarnan á það hversu óeðlilegt þetta væri. Hér kemur spurning. Af hverju er það eitthvað eðlilegra að vera með rauðar eða bleikar neglur?? Ég er ekki frá því að fólk fæðist ekkert með svoleiðis sko... Er það af því að það getur tónerað við varalitinn?? Samt kjánalegt þegar maður spáir í því :oP
*ömurlegurömurlegurömurlegurömurlegur* hehe.. Stig og bolti fyrir þann sem veit hvaðan *ömurlegur* dótið er :o)
Reglur lífs míns:
Regla #20 Það á ekki að vorkenna gaurum í jakkafötum þegar þeir kvarta yfir því að þeim sé kalt
Jájá.. ég hata þig líka komment kerfi.. *unnah*
Ég féll aldeilis í gær. Við Hákon fórum í Smáralindina og ég náttúrulega gat ekkert verið þar án þess að fara í Nammiland. Þeir eru komnir með stærri poka. The BASTARDS! Ég allavegana keypti mér rétt botnfylli í þennan svarta ruslapoka (eða næstum því)... og hagkaupspakkið rukkaði mig um tæplega 400 kall fyrir það! Ég auðvitað tók upp hníf, skar mig á púls og lét blóðið drjúpa ofan í peningakassann, til þess að undirstrika að þetta væri bölvuð blóðtaka.
Þegar ég kom heim var svo afmælið mitt að byrja og kalkúninn að koma út úr ofninum. ÁI hvað hann var góður!! I'll bet that's what heaven tastes like...
Í himnaríki er örugglega fullt af svona mat. Jömmí matur sem flýtur um ready to be eaten.... og Nammiland er þar líklega líka.... bara án tolla.
Ávi.. af hverju langar mig allt í einu í nautalundir eða lambafillet eller noget...?? Það er morgun :-O

27.10.02

Váts.. Ég var rétt í þessu fórnalamb einhvers hallærislegasta símaats sögunnar. Það hringdi einhver strákur alveg í eiturhressu skapi og reyndi að ljúga því að mér að ég hefði unnið geisladisk... svo fór hann að syngja og skellti á í miðju samtali, örugglega til þess að hlægja að því hvað hann væri fyndinn.... Er æska þessa lands virkilega svona hugmyndasnauð?
Híhí.. ég er ekki alvitlaus! :o)
Mín var alveg tilbúin að veðja aleigunni á það að ég yrði spurð um skilríki á Nasa, þar sem ég var komin með smápíkulegt ljóst hár. Það gerðist hins vegar ekki. Gott ég veðjaði ekki aleigunni maður. Þá væri einhver labbandi um núna með tvöhundruð og sjötíu kallinn í klinki og gömlu töluna mína í vasanum.. hehe.. segi svona. Á ponsu meiri pening en það.
Ég veit annars ekki hvort það hafi verið nýja hárið, nýji bolurinn eða blanda að báðu, en ég fékk allavegana svona 60% meiri athygli en venjulega. Go figure.
Kommentakerfið mitt er held ég með einhvern móral, þar sem að ég sá í gær að það hefðu komið fleirri komment.. svaraði þeim og allt. En núna þykjast þau ekkert vera til. Exskjúsmí? Mistör komment?? Ver ar jú? Dónt jú læk mí enímor?

26.10.02

Djöfull hlýtur að sökka að heita Gísli!
Ég veit ekki hvað ég er að kvelja sjálfa mig með því að hafa mynd af súkkulaðiköku á desktopnum mínum.
Ákvað einmitt að hætta að borða óhollt í nokkra daga um daginn. Hefur gengið frekar vel. Fór meira að segja á Salatbarinn hjá Eika með Palla um hádegið í gær, í staðinn fyrir kentucky eða eitthvað óholt. Svo á morgun, þegar það verður haldið upp á ammlið mitt fyrir ættingjana, verður kalkúnn í matinn, sem er náttúrulega frekar healthy! Go Ósk go!! .. Ég held líka að ég ætti að velja mér aðra desktop mynd :oP
Í gær í Kringlunni mættum við Ron Jeremy, frægasta klámmyndaleikara í heimi (or so they say). Hann gekk um í kammó fílíng og tók í krumluna á öllum sem urðu á hans leið. Ég verð nú að segja að ég hafi labbað svolítið meðfram veggnum þegar ég mætti honum. Hvernig ætti maður að fíla sig eftir að hafa tekið í lúkuna á manni sem hefur leikið í hundruðum klámmynda? Maður hefur áreiðanlegar heimildir um hvar hendin á honum hefur verið!!
hehe..

25.10.02

Ég var fá nýjan bol. Yndislegan, fallegan, glæsilegan bol sem sýnir skoru.. haha.
Hann er tæknilega séð frá Hákoni uppáhalds, þar sem ég keypti hann fyrir 1/4 af inneignarnótunni í Kringlunni sem hann gaf mér í afmælisgjöf og hann var líka með mér þegar ég keypti hann... Takk Hákon.. ;o) Flottur bolur maður!
Ég ætla sko aldeilis að vera í honum þegar það kemur að Nasa-heimsókninni á morgun.. :o) *tilhlökkun*.. Það er svo rosalega gaman að fá ný föt :o) *hopphopp*
(p.s. *extra*)
... Ertu ekki að grínast í mér? Í "sjónvarpsmarkaðnum" er hægt að kaupa gæða spólur eins og Girls going crazy, Lovers caught on tape, Girls going XXXtra crazy, Latina girls going crazy og Flashers.. Náttúrulega eitthvað sem ætti að vera til á öllum heimilum!
Excellent! Nine out of ten answers were correct
Thank you for taking the Fake or Foto reality check.
Mikið er ég skýr! :o).. Annars finnst mér fáránlegt að ég hafi giskað vitlaust á þessa einu sem ég klúðraði.. Ég veit ekki hvað ég var að spá!
I have a sickness. Ég fokking hata þegar hvaða fólk sem er sem ég er að umgangast setur mig ekki í highest priorety. Veit það er ekkert sanngjarnt... en ég verð samt pirruð ef ég fæ ekki alla þá athygli sem ég tel mig eiga skilið :oP... Hehe.. geðveikt skemmd :o)
Because of a popular demand: Brosmyndir af mér!!!
brosmynd 1, brosmynd 2, brosmynd 3, brosmynd 4, brosmynd 5, brosmynd 6, brosmynd 7!!
Sko.. brosi bara oft ;o)
Hey.. Hversu kúl er það að ég hafi verið uppáhalds karakterinn minn úr uppáhalds teiknimyndaþáttunum mínum í Hvaða teiknimynda hetja ert þú prófinu?
Aðeins meira kúl en að ég hafi verið Him í teiknimyndavondakalla prófinu og aðeins meira kúl en að ég hafi verið The city of townsville í hvaða borg ertu prófinu...
Ég reyndi ekki einu sinni að svindla til að vera þetta dót sko!! I just was :-O
Löngu, löngu kominn múví kvót-tími. Síðasta kvót var úr Nothing to loose, og ein besta mynd allra tíma var að sjálfsögðu Shawshank Redemption
Að þessu sinni kemur það úr mynd sem mig langar rosalega að sjá aftur. Hefði ekkert á móti því að eiga hana á video eða dvd heldur!
Quote: Manneskja 1: She certainly has a mind of her own. Manneskja 2: Yeah I hate that in a woman
Hint: (annað kvót) And we're back to the crushing.
Jæja svaraðu..
Já.. og þeir sem svara í kommenta-kerfið eru jökkí-öglí drasl sem fá engin verðlaun af þvi að þeir eru að skemma fyrir hinum!
Bróðir minn segir að andlitið mitt sé eins og sítróna í laginu........
Það er þá von fyrir íslenska tónlist...
Við Vala fórum í gær á Ibiza til þess að hlusta á hljómsveitirnar Pan, Coral og Xanax spila. Ég vissi svo sem ekki við hverju ég ætti að búast, þar sem að ég hafði ekki heyrt um neina af þessum hljómsveitum nema Pan og það var bara vegna þess að hann Dóri, sem var með mér í bekk í Verzló er söngvari og gítarleikari í þeirri gæða sveit. Ég hafði þó aldrei heyrt hana spila og ákvað í gær að það væri kominn tími til.
Allavegana... þá var ég mjög impressed af öllum þessum hljómsveitum og þær spiluðu allar tónlist sem ég fíla. Þetta var alvöru rokk! Mig langaði að spretta upp úr stólnum minum og lofa þann almáttuga. Það eru þá ekki bara írafár-píku-ógeð-hljómsveitir á Íslandi eftir allt saman. Ég varð líka rosalega skotin í baksvipnum á einum gítarleikaranum. Ég komst að því að ég er actually með baksvips-týpur sem ég fíla. hehe.. Ég er ekki alveg klár á því hvernig hann leit út hinu megin... En aftan frá var hann afskaplega girnilegur. *voff*

Á leiðinni heim setti Vala líka alvöru tónlist á í bílnum sínum. Þetta gerði það að verkum að ég var svo upp-rokkuð þegar ég kom heim, seint og um síðir, að ég gat ekki fengið mig til að fara að sofa. Þess vegna sótti ég mér eins og einn miller opnaði pakka af saltstöngum og horfði á The Nightmare Before Christmas í Emmu tölvu. Ég veit ekki hvað klukkan var orðin þegar ég loksins sofnaði. Það eina sem ég get sagt er... I'm paying the price today. Með vöxtum! Ég er svoooooooooo syfjuð... :oS
Lýsi hér með eftir góðum axla-nuddara... 'cause ÁTSJ

24.10.02

Ég er að fara í matarboð.. ekki þið *smell í góm*... Ég fæ líka gott að boooorða.. Liggaliggalááái!
I'm the luckiest christmas tree.. ho-ho-ho... hee-hee-hee... someone came and paied for me and took me home with them...
...Finnst þetta alltaf hljóma svo mellulega þetta lag :o) Kannski það sé bara "ho" parturinn..
Mér þætti svo afskaplega gaman ef einhver myndi bjóða mér á Sticks'n'sushi. Langar þangað að möntsja... Ég myndi fá mér 5 sticks og 5 sushi ef ég ætti að panta núna. :o)... Ég held að þetta sé uppáhalds veitingastaðurinn minn þrátt fyrir að ég hafi ekki komið þangað í rúmlega ár núna. Einhvern vegin er aldrei geggjuð stemmning hjá fólki að fara þangað með mér... En hrár fiskur getur verið æðislegur.. í alvörunni ;o)..
Vááá hvað tíminn líður hratt (á gervihnattaröld... lalalala).. Óskadagur bara strax genginn í garð með tilheyrandi stuði og gleði. Það er ennþá einhver letipúki í mér sem ég er að reyna að kveða niður.
Planið: Skella tagli í ljósa hárið, henda mér í einhver svona föt (já.. ég á alveg svona föt :oÞ) og taka svona 40 mínútna workout. Svo ætla ég að fá mér hádegis mat, fara upp í skóla og klára eitt verkefni og ef mér gengur vel ætla ég að skella mér í ljós eftir það allt saman.
Ooooog... veðbankinn er opnaður... 5/1 að þetta takist ;o)

23.10.02

Boring style: Ég og Palli fórum í bíó. Við sáum Red Dragon. Hún var nokkuð góð og ég mæli hiklaust með henni!

Ósk style: Við Palli skoðuðum bíó. Á einum tímapunkti í bíóhúsinu rann upp fyrir mér ljós. Kannski að fólkið sem hefur verið að telja mér trú um það í gegnum tíðina að ég sé skrítin, hafi eitthvað til síns máls. Ég keypti mér nefnilega bláan topp fyrir heilar 200 kr. Ég helti honum svo beint í vaskinn og fyllti svo flöskuna af kranavatni. Mig langaði ekki að drekka í gegnum rör, og mér hefur alltaf fundist böbblu vatn viðbjóður. En allavegana.. þetta þótti mér mjög eðlileg athöfn og sá í raun ekkert athugavert við þetta þangað til að einn klósettbásinn opnaðist og út steig vörpuleg tjéddlíng. Hún horfði á mig eins og ég væri kol-kreisí. Held meira að segja að þetta hafi verið *ómægot* svipurinn hennar... Kannski var hún bara hrædd því að ég var svo villt... Taking a walk on the wild side beint fyrir framan hana... Ég var að upplifa eitthvað sem hún hafði alltaf þráð að gera. Kannski fannst henni ég vera hálviti að drekka ekki þetta viðbjóðslega böbbluvatn fyrst ég borgaði fyrir það. Kannski fannst henni ég vera of ljóshærð :oS.. hver veit :o)

American style: Me and Palli went to see Red Dragon. Anthony Hopkins is like... tooootally cool. But.. what was WITH the girl who sat in the row behind us? There was like this.. scary scean where every body jumped in their seat... and the girl almost chocked to death on popcorn. I was like: HEY!! chocke already okay?? And let us get on with the movie... *gaaawd*
Spádómskaka dagsins sagði bara eitthvað bull. Það skildi hana ekki nokkur maður þannig að ég henti bara spádóminum. Ég túlka þetta þannig að það sé eitthvað óskiljanlegt í gangi. Gæti það verið að...... [insert óskiljanlegan atburð]
yahoo útvarpið rokkar. Hún María, sem er hetjan mín by the way, benti mér á það og ég er alveg að fíla þetta.
Maður sem sagt skráir sig inn í yahoo og svo velur maður "launch" og þar er hægt að velja um þær hljómsveitir sem þú fílar.. og til verður þín eigin útvarpsstöð :o) Ógísslega sniðugt.. Mín stöð spilar t.d. bara skemmtilega tónlist ;o). Er með Deftones, papa roach, the doors, led zeppelin, metallica og nirvana m.a...
Reglur lífs míns
regla # 15: Ef prentara pappírinn er búinn, er allt í lagi að nota línustrikuð ef þú heldur kúlinu yfir því
ég er svoooo löt núna. Ég er allavegana __________________________ svona löt. Ég nenni innilega ekki að klára eitthvað ljótt skilaverkefni sem ég á að skila fyrir miðnætti á fimmtudeginum... :oP... NENNI EKKI!
Boggi gaf mér rosa sæta ÓSKastjörnu í gær :o).. Bannað að segja hvers ég óskaði mér.... þannig eru reglurnar..
Jæja.. þá er kominn dagurinn eftir deginum sem ég á afæmli á. Ég veit alveg að ég fæ ekkert eins mörg sms í dag og í gær og þrátt fyrir að finnast sms mikil snilld, lifi ég það af (Takk fyrir nafnlausa skilaboðið Íris.. hafði ekki græna að þetta hefði verið þú sem stóðst fyrir þessum ósköpum ).
Það var samt voða gaman í gær. Ég er alveg rosalega ánægð með pakkana sem ég fékk líka.
En allavegana. Ég vaknaði rétt í þessu, með 2 sængur og eitt teppi ofan á mér. Mér hefur orðið eitthvað kalt í nótt, en nennti ekki að setjast upp og loka glugganum. Þetta er náttúrulega gífurlega gáfulegt :oP... Eins og að drepast úr hungri því að maður nennir ekki að opna ísskápinn...

22.10.02

Jæja.. Það kostar orðið 9.600 kall að láta gera sig ljóshærða. Þetta kom mér svolítið að óvörum, en það var samt allt í lagi. Mamma og pabbi gáfu mér nefnilega strípurnar í afmælisgjöf. Þau eru svo afskaplega góð. Ég varð svolítið ljóshærðari en ég bjóst við... En mér finnst þetta eiginlega bara svoldið töff.. :o).. Kannski er það bara vegna þess að ég er orðin 21 árs og kann að taka svona hlutum með þroska.. hehe.. *mont*
Svona fyrir ykkur;
FYRIR - EFTIR.
Úbbs.. ég held ég sé búin að skemma Palla. Ég á það til að segja "dónalega" hluti. T.d. kalla ég oft stelpur píkur eða pjásur. Það er ekkert til að rakka þær niður, enda á píka ekkert að teljast neikvætt orð. Það er meira vegna þess að ég kalla kynfæri kvenna skvísur, þannig ég get ekki kallað stelpur skvísur líka...
Palli hefur tekið upp þennan "kjæk" hjá mér, og sendi mér sms í morgun sem í stóð "til hamingju med ammalid pika".. Í gær kom líka póstkort frá honum sem hann skrifaði úti í Ungverjalandi, þar sem hann kommentaði á að þar væri mikið af sætum píkum...
(p.s. bróðir minn sendi mér líka "dóna" sms sem í stóð: "Til hamingju med daginn rassafés" , en það er ekkert mér að kenna. Hann hefur alltaf verið svona skemmdur *heh* )
......húfur.. húfur.. húfur... Sniðugar til þess að manni verði ekki kalt á eyrunum sínum. Í morgun tók ég húfu með mér í skólann, en setti hana ekki á hausinn. Ástæða? Ég var ný komin úr sturtu og var með blautt hár. Langaði ekki í svona hat-hair. Í gamla daga var það einmitt nægileg ástæða TIL ÞESS að vera með húfu.... (að vera með blautt hár).. Ég ætti barasta að skammast mín :oP

P.S... hversu sætt er þetta???
Hún á afmæli í dag
Hún á afmæli í dag
Hún á afmæli hún ééég
Hún á afmæli í dag

Hún er 21 árs í dag
Hún er 21 árs í dag
Hún er 21 árs hún ééég
Hún er 21 árs í dag!

JEIIIIJ!

21.10.02

Eru GSM símar niðjar hins hníflótta??
Fyrir daga GSM símanna og alveg þangað til að ég var 15 ára (fékk gemmsa í jólagjöf þegar ég var í 10. bekk), þá mundi ég öll númer sem ég þurfti að nota. Í dag man ég enn heimasímann hjá Völu (sem ég man hinsvegar ekki hvenær ég hringdi síðast í, þar sem að hún er að sjálfsögðu með sinn eigin mobile..) og símann þar sem ég bjó þangað til að ég varð 7 ára..... en næstum engin ný númer. Að vísu kann ég símanúmerið í GSM símanum mínum, til þess að segja öðrum... en það kemur fyrir að ég muni ekki heimasímann minn (flutti eftir að ég fékk GSM síma þið skiljið...). Ef að síminn minn myndi týnast, gæti ég ekki hringt í neinn og ég efast um að einhver gæti haft samband við mig. Tja.. ég gæti að vísu hringt í afa og ömmu, þar sem að þau hafa enn sama númer og fyrir GSM.

Þessi kvikyndi eru orðin svo rótgróin í okkar samfélagi að maður getur ekki ímyndað sér lífið án þeirra. Ég hef oft upplifað svona augnablik þar sem ég hef virkilega hugsað; Hvernig fór fólk að áður en gemmsar voru til??
Annars hafði Natti víst sömu áhyggjur endur fyrir löngu. Hann downloadaði símaskránni úr gemmsanum inn á laptopinn.... og viku seinna var BÆÐI símanum og lappanum stolið.. Ekki fallegt :oP
Ég ákvað að taka nokkrar myndir af nýja-gamla herberginu mínu fyrir ykkur. Ég sem sagt er að flytja aftur í MITT herbergi sem ég málaði sjálf og svona á sínum tíma. Það er líka málað í flottasta lit í heimi (uppáhalds litnum mínum). Er það ekki fínt??
Já.. og svo tók ég eina mynd af mér svona til þess að ég gæti sýnt ykkur hárið á mér og að ég eigi alveg skilið að fara í strípur!!
Dánartilkynningar og jarðafarir
Ástkær gullfiskur, herbergisskraut og sundgarpur, Fishy, andaðist á heimili sínu, fiskaskál, sunnudaginn 20. október síðasliðinn. Útför hans fór fram í kyrrþei inni á baðherbergi. Blómar og kransar eru vinsamlegast afþakkaðir, en þeim sem vildu minnast hans er beint á reikning nr. 323-26-5815, kt. 221081-4049.
Jæja mínir kæru lesendur. Ég er með sérstakan glaðning handa ykkur. Glaðningurinn er hún Vala! Ég nefnilega náði af henni nokkrum myndum í gær.. Muahahhaw..
Ef ég tala einhvern tímann um að ég hafi gert eitthvað með vinkonu minni, þá eru allar líkur á því að ég eigi við hana Völu, þar sem hún er c.a. eina alvöru stelpu vinkona mín :o) (ekki það að ég eigi margar stráka VINKONUR heldur.. hehe.. fleh)
Á eftir ætla ég að panta mér afmælisstrýpur :o)... Hvað er 7.900 kall sem fer beint í hárið á manni þegar maður á afmæli?? Thats right... penuts!! Já.. það eða afmælisgjöf.
Hvað er eiginlega með remix?? Er ég eina píkan sem sér í gegnum þetta allt saman. Koma einhver commercial lög sem er svo nauðgað hægt og rólega á útvarpsstöðvum borgarinnar. Svo þegar allir á landinu kunna orðið textann utan að og eru komnir með ælubragðið upp í hálsinn í hvert skipti sem þeir heyra í laginu út af tómri ógeði... þá.... ÞÁ!! er búið til remix. Sama lag er tekið og það er hent einhverjum grúví danstakti í bakgrunninn og kannski einhverjum súrum rappara sem segir öðru hvoru *aha...* ... *yeah*.. *one-time* eða eitthvað lame drasl. Flestir hrista ælubragðið úr munninum og syngja aftur með fullum hálsi....
It's WRONG I tell you!!!

20.10.02

Kenna sadistar sund??
Um daginn fór ég að velta því fyrir mér hvort allir sundkennarar væru mjög illgjarnar manneskjur. Þegar ég var lítil ponsa léttu þeir mann liggja á ógeðslegu gólfi sundlaugabyggingarinnar og æfa bringu-sundtökin. Maður lá þarna í sandi og drullu á ógeðslegum keramíklegum flísum og nuddaði sér upp úr viðbjóðnum í hverju sundtaki. Þegar maður var orðin eldri hættu þeir að láta mann liggja í viðbjóði og fóru í staðinn að færa tímana lengra inn á veturinn. Þá skalf maður eins og hrísla í sundfötunum sínum ofan í ískaldri laug og reyndi að vera mikið í kafi, þar sem að haglélið lamdi andlitið í hvert skipti sem það kom upp úr vatninu. Á bakkanum stóð sundkennarinn í kraftgalla og kuldaskóm og úthlutaði ferðum grimmilega. Þegar hann hafði lokið við það verk, fór hann inn og fékk sér kaffi og horfði á nemendurna út um gluggann til að sjá til þess að þeir myndu nú ekki svindla........ Ljóti sko!
ÁÁÁÁÁTSJ.. Ég svaf eitthvað rosalega skakkt og ofan á annari hendinni minni. Núna er hún varla starfshæf. Ég veit ekki hvernig ég get vélritað. There should be a law!!!

19.10.02

Rétt upp hendi sem eru að fara út í kuldann og frostið í nótt með mjöð í malla eins og sannir víkingar!!
*HÖND*
Ég er búin að vera að heyra það héðan og þaðan að ég eigi að vera romaticly involved með allskonar gaurum.... Af hverju er fólk sem ég þekki varla að halda því fram við aðra að ég sé með hinum og þessum strákum í sambandi?? Er ekkert í sjónvarpinu??
Ég viðurkenni það svo sem að ég eigi fleirri karlkyns vini heldur en kvenkyns og fólk sjái mig kannski í kringlunni eða eitthvað með strák mér við hlið, en á meðan ég er ekki að leiða þá eða reka tunguna ofan í kokið á þeim þætti mér vænt um að fólk leygði sér bara spólu eða eitthvað... :o)
Stundum þegar ég rumska á morgnana, án þess þó að ég hafi það í hyggju að vakna, finn ég mig samt knúna til þess að fara á fætur. Það er bölvað ofbeldi að vera ósybbin klukkan 11 þegar maður hefur ákveðið með sjálfri sér að sofa út :oP
dulafullur bréfaritari, galakjóll og lygatík
Jamm, dívíöss plottið hjá mér og Palla gekk upp. Ég verð nú eiginlega að monta mig af því þó svo að Palli eigi mestan heiðurinn skilið.
Í tilefni að stór-afmælinu hans Magga virktum við aðeins í honum forvitnina. Við sendum honum rauðvínsflösku og rosa fínan blómvönd í vinnuna í dag. Á kortinu sem fylgdi með stóð að hans biðu fleirri gjafir í mótökunni á Hótel Esju. Þangað ætti hann að fara og segja til nafns til að fá þær afhentar. Kortið hafði ég skrifað með stelpulegustu rithönd sem sögur fara af. Allir stafirnir voru hástafir og í staðinn fyrir punkt yfir i-unum voru litlir hringir. Ég er nokkuð stolt af þessu þó ég segi sjálf frá, enda tók djöfulega langan tíma að skrifa svona. Ekki fatta ég pjásur sem nenna þessu dagsdaglega....

Anywho, þá beið hans annað kort og rosa sætur bangsi á Hótel Esju. Á því korti var hann vinsamlegast beðinn um að fara heim og skipta um föt og hitta svo bréfaritarann á vetingastað í borginni á ákveðnum tíma. Bréfin voru að sjálfsögðu ekki undirrituð að nokkurri manneskju. Við Palli höfðum pantað borð daginn áður og plantað okkur þar og tókum svo á móti honum með bros á vör í okkar fínasta pússi (ég var meira að segja í síðkjól og allt.. erum að tala um öklasídd.. OG!!í hælaskóm). Þar buðum við honum svo upp á hina prýðilegustu máltíð. Þetta heppnaðist sem betur fer mjög vel, þar sem að margir liðir í áætluninni hefðu getað farið úrskeiðis ef allt hefði farið á versta veg. Hann var meira að segja mjög ánægður með þetta og ekkert fúll við okkur. Maggi verður líka ekkert oft fúll :o)

Ég gerði reyndar ekki ráð fyrir því að hann myndi hringja í mig á meðan á korta-dótinu stóð og segja mér frá þessu öllu saman. Þegar það gerðist komst ég að því að ég er helvíti magnaður lygari. Ég gerði mér upp gríðarlega spennu fyrir hans hönd og heimtaði að fá að vita öll smáatriðin á morgun. Ég kom meira að segja sjálfri mér að óvörum hversu sannfærandi ég var. Hann sagði líka í kvöld að ég hefði algjörlega fært mig undan öllum grun. Spurning um hvort ég ætti að endurskoða starfsval mitt. :oP.. Kannski að það sé laust starf hjá íslensku leyniþjónustunni...

18.10.02

Maddlú er 25 ára í dag! TIL HAMINGJU MAGGI!! :o) (P.s... palli er farinn að hallast að því að þetta sé eitthvað plott hjá þér.. Hvað ætlar þú eiginlega að eiga mörg afmæli?? Ég er ekki frá því að þú hafir átt eitt í fyrra líka.. á þetta bara að vera eitthvað... yearly thing?? Ertu pakkasjúkur??)
I have found utopia!!!
I shit you not. Þetta er lítið land sem á landamæri sín innan Hagkaupa í Smáralind. Þegar þú hefur ráfað langt inn í búðina og heldur að þú munir aldrei rata til baka. Þegar þú hefur fyllst angist og hræðslu finnur þú skyndilega hugaró! Við himininn ber tignalegur regnboga inngangur NAMMILANDS! Þú nálgast hann og fyllist lotningu þegar þú sérð inn í landið. - It's.......... bjútíföl! Eins og Sírenurnar tældu sjómennina til glötunar forðum, dregur fegurð Nammilands ungar sálir til sín. Þar finnir þú fyrir frelsi og gleði. Þú týnir þér í töfrum landsins og hamingja sem þú hefur aldrei fundið fyrir áður heltekur þig.
Með sól í hjarta og bros á vörum þarft þú engu að síður að yfirgefa landið að lokum. Fyrir heimsókn þína í Nammiland þarft þú að gjalda dýrum dómum. Auðlindirnar sem þú hefur á brott með þér, svona til minningar, tekur svo Hagkaupsfólkið og tollleggur grimmilega. Hugi þinn munn einnig reika til landsins æ ofan í æ uns þú finnur þig knúinn til þess að heimsækja það að nýju..............
Nammiland... Fallega Nammiland......
Síðan mín virkar ekki og það er ekkert mér að kenna. Þið sjáið þetta að vísu ekki fyrr en hún er komin upp aftur.. Þangað til eiga allir sem ég þekki persónulega og álpast á síðuna mína eftir að skamma mig fyrir að hún sé niðri. Ég á eftir að þurfa að segja oftoftoft að nemanda svæðin í HR sem hósta síðuna mína séu niðri. Vorkennið þið mér ekki fullt?? Nah.. þið þurfið þess ekki. Það er að koma helgi... :o) Maður getur ekki átt bágt á föstudögum!
Var sko EKKERT kalt áðan á leiðinni í skólann. Húfa, vetlingar og trefill... Allt sem er svo gaman að eiga á veturna. Ég fékk ekki einu sinni hroll á meðan ég var að skafa. Núna er bara tími til að vona að það verði ekki kaldara úti.

17.10.02

Mér fannst æðislega gaman í dag. Þegar ég var búin að skólaverkefnast fór ég í Smáralindina með Hákoni. Þar keypti ég mér trebba og vetlinga sem eru í sama lit og húfa sem ég á. Gonna break it in tomorrow is anybody is interested ;o). Ég fór líka á TGI's fridays í fyrsta skiptið mitt og varð ekki fyrir vonbrigðum. Æji.. ég nenni ekki að hafa þetta svona og svo gerði ég.. og svo fór ég.. og haha.. svo gerðist þetta færslu :oP.. Ég gerði alveg fullt og þetta var góður dagur in general. Ég fékk meira að segja 3 gjafir :o)...
Á morgun er föstudagur, in case you didn't know! (not calling you stupid or anything.. ég meina.. sumt fólk veit ekki að það er fimmtudagur í dag.. *skot*) Föstudagar eru bara rosalega góðir vinir mínir.. :o)
Vá.. það er sko algjörlega búið að redda fyrir mér deginum.. NEI!! Vikunni.. Ein af mínum uppáhalds síðum er komin aftur í loftið. Can you guess?? Nah.. hélt ekki... Kjánaprik :oP... Síðan heitir hamstur.is
Í gær fékk hann Benni litli brummbrumm eitthvað í augað. Ég fór í sund með Hákoni uppáhalds, en þegar við komum uppúr var hann Benjamín greyjið orðinn eineygður. Ég fórnaði höndum og bað guði og æðri máttarvöld um skýringar á þessu. Ég held ég hafi hent mér á hnén, steitt hnefana í áttina að himnunum sagt eitthvað eins og: "WHY ME??? WHY DO YOU MOCK ME!????", en þetta er allt í svolítilli móðu þannig ég er ekkert alveg viss á því. Ég er allavegnana ekki frá því að ég hafi verið ný búin að skipta um báðar framljósaperurnar.
Í morgun svo, þegar ég tussaðist fram úr rúminu og út að skafa, var hann hinsvegar aftur komin með sjónina á bæði ljósin. Getur það gerst?? Ætti ég að hringja á X-files? Ætti ég að fara í 7.900 kr strýpur á afmælisdaginn minn?? So many things for me to wonder... (Bæþevej.. ef þið eruð að spá í hvenær ég á afmæli, þá er það næsta þriðjudag... ;o). )

16.10.02

Pæling: af hverju eru búðir fullar af flottum fötum þegar ég á ekki pening til að versla, en ekkert í þeim talar til mín þegar ég ætla að verlsa (...ekki að það væri ekki spooky shit ef að fötin færu að tala til mín sko... )
Blind something....
Blind date?? Spyrjið þið mjög líklega. Jáneinei.. ég skal þá segja ykkur þetta.. Pfff..
Mér sem sagt vantaði hópfélaga í skilaverkefni í skólanum, þannig ég póstaði rosalega personal-add lega auglýsingu eftir slíkum á umræðuþræði fyrir námskeiðið. Needless to say var ég fljótlega búin að redda mér í hóp. Ég svaraði einhverjum Emilum frá stráknum sem hafði samband við mig, og svo hringdi hann í mig og við mæltum okkur mót. Ég sem sagt hafði ekki græna hvernig hann liti út og þurfti því að gemmsa hann áðan og segja að ég væri þessi sem sæti fyrir utan bókasafnið....
Með alla þessa lýsingu vel tekna til greina held ég að ég hafi algjörlega rétt á því að kalla þetta blind eitthvað. :oÞ..
Allavegana búin að hitta hópinn minn núna og þetta er yndælis strákar. Bara mjög sátt.

Annars vill pjásan sem kallar mig alltaf "kríli" (jájá.. hún er nefnilega 165 og ég er 162.. skil alveg af hverju ÉG!! er krílið) núna meina að ég gæti allt eins skráð mig á einkamál.is. Ég sé hvort eð er komin í hitta-fólk-af-netinu fýlinginn :oP..
Vonandi er ég ekki að móðga of marga þegar ég segi; Mér finnst það ótrúlegt að fólk vilji frekar eiga kristalsglös með ámáluðum stjörnumerkjum heldur en peninga!
*Gnýr þrír.. gnýr þrír.. er beðinn um að koma fram í upplýsingar*
Í gær kláraðist the bachelor. Hann valdi þessa með sílíkonið og þau þóttust bæði vera yfir sig ástfangin og hamingjusöm. Eeeenn.. svo var ég að fá sjóðheitt skúp hérna rétt í þessu.. Eftir að ég hafði fengið þessar upplýsingar ákvað ég að leita á netinu og sjá hvort ég fyndi meira um þetta.. here we go:
Eins og þið munið sem sáuð þáttinn, bað Alex hana Amöndu um að flytja til L.A. og vera nálægt sér til að kynnast betur. Hann gaf sterklega í skyn að þau myndu trúlofast einn daginn. Þegar Amanda kom hins vegar til L.A. þóttist Alex ekki einu sinni hafa tíma til þess að sækja hana á flugvöllinn. Hann hjálpaði henni ekkert að leita að íbúð eða neitt. Þegar það var slökkt á myndavélunum slökknaði greinilega líka á þessum rómantíska gaur í honum. Þau hættu saman og hún flutti til Kansas aftur....
HEY! Og hann fór í survivor audition en komst ekki í gegn áður en hann fór í þennan þátt! Hahha.. svo fann ég þessa setningu einhverstaðar: "...Alex, who is pursuing an acting career in L.A" So much for a cunsultant :oP
Getið lesið alla greinina hér og hér
Ég er komin með heimasíðu æði. Er búin að (ht)mellast svoldið mikið upp á síðkastið. Ætla samt ekki að sýna ykkur síðurnar fyrr en þær eru tilbúnar og komnar með tilgang :o)

15.10.02

Ég kemst ekki inn á Emilinn minn. Skyndilega - out of the blue finn ég meiri þörf hjá mér en nokkru sinni til að kíkja á hann. Ég á ekki von á neinu merkilegu í pósti... En af því að ég GET ekki skoðað hann á ég ekki eftir að geta sofið í nótt. Hehe.. okay.. an over statement..
Haldið þið að Ron Jeremy eigi eftir að hözzla íslenskar pjásur?? (Reyna að gera þetta svoldið interactive fyrst ég er að ákveða mig með þetta commenta kerfi.. Use it or lose it people.. ).. Ég held að hann eigi eftir að gera slíkt, þar sem að það var nóg að vera skoti síðustu helgi til að ná sér í eina. Þessi er meira að segja celeb, og einhver á örugglega eftir að reyna að smyrja sér inn á séð og heyrt með því að plögga þennan. Sé fyrir mér fyrirsagnir eins og: *Var með þessum fræga* eða *Ron er góður gaur*
Skoh.. beyglan bara farin að sækja í sig veðrið og láta oftar í sér heyra. Go beygla!!!
Jæja.. einkunn númer 2 komin inn. Hún var líka dholdil vonbrigði. Ég fékk 7.7. Veit ekki enn hvað meðaltalið er, en vonandi er ég yfir því. Það eru nefnilega víst þessi einkunn og svo þessi þarna sem segir 8, sem eiga að skipta mestu máli í niðurröðun hópa í lokaverkefninu. Kannski að ég fari og lemji hausnum utan í vegg eftir þennan tíma og skammist mín :oÞ.. Æji.. ég ætla ekkert að tuða.. Ég stend mig bara betur á lokaprófunum í nóvember :o)
Komment.. Hot or not?? ;o) ... Þetta er bara á trial sko.. Hendi þessu út ef það er eitthvað vesen :o)
Píkan ég þurfti bara að skafa ljónið mitt í morgun. Enn og aftur sannast að ég bý uppi í sveit, þar sem að það var örugglega ekki frost á rúðunum í siðmenningunni. Þegar að er svona kalt úti, verð ég þakklát fyrir það að það sé rafmagn í sætunum hans Benna. Maður bara ýtir á einn takka og fær heitan rass, þó að allt annað sé ískalt :o)
My name is Ósk, and I'm a dove-a-holic
Þar sem það var frí í tveimur fyrstu tímunum í morgunun ákvað ég að skella mér í eins og eitt heitt morgun bað. Ég stillti hitann á vatninu og setti dove freyðibaðið mitt út í. Þegar ég svo var komin ofan í baðið las ég smá og setti svo í mig dove shampó. Eftir að það var búið klessti ég dove hárnæringu í hárið og þvoði mér svo með dove shower-cream á meðan ég leyfði henni að vinna í hárinu. Það var þá sem það rann upp fyrir mér ljós. Ég á við vandamál að stríða........ :oP It just leaves your skin so silky smooth and fresh.. just.. just one more dove product.. PLEASE!!
*Úff* hvað það er kalt úti. Ég giska á að það sé svona 2°C áður en litlir krakkar festa tungurnar við leikskólaleiktækin. Það kom reyndar aldrei fyrir mig, en ég man hinsvegar eftir slíkum atburðum á Brákaborg. Þá komu fóstrurnar með volgt vatn og heltu á tungurnar svo þær losnuðu frá leiktækinu.
Frænka mín sagði mér einhvern tímann frá 9-11 þætti, þar sem að einhver krakka hálviti festi tunguna á sér við frystinn, en náði að teygja sig í símann og hringja á 9-11. Í fyrstu héldu hjálparstarfsmennirnir að þetta væri eitthvað at.. þar sem að barnið náttúrulega talaði eins og fífl.. Eh ehhfdi unguna vifffð fysssðdinn. Munaði víst litlu að tungan á litla kvikyndinu hefði kalið af.

14.10.02

Váts...ég fann dagbók sem ég átti þegar ég var 15 að verða 16. Er nefnilega að flytja í annað herbergi og róta til í öllum skúffum og skápum.. Djöfull skrifaði ég ógeðslega mellankólískt og niðurdrepandi. Reyndar nær þessi bók bara yfir eina viku af því að þá byrjaði ég einmitt með gaur og hætti að nenna að skrifa. Þarna setti ég allar þunglyndislegar hugsanir og geymdi þær svo ég yrði glöð allan daginn. Var í alvörunni ekki svona niðurdrepandi unglingur.. hehe... En allavegna... í henni eru kaflar eins og:

....Ég hef ákveðið framtíð þína. Hver blaðsíðan á fætur annari mun fá að geyma orð og settningar um innihaldslaust líf mitt. Þú munt að eylífu vera brennimerkt með nöldri og tuði. Nei, þú átt hvorki fyrir höndum auðvelt starf né ánægulegt, og hjarta mínu blæðir fyrir þína hönd. Samt sem áður held ég að það sé gott fyrir þig að öðlast loksins tilgang....

....[---] kom svo í heimsókn eftir að ég svaraði ekki einhverjum ástarjátninga skilaboðum sem hann lét í töskuna mína. Æji.. hann er yndislegur strákur. Ég hef bara ekki áhuga á honum svona. Veistu hvers vegna?? Vegna þess að annars myndi vera galli í samsæri heimsins um einmannaleik og óhamingju.....

....Á þessum tíma í lífinu sé ég frekar fyrir mér fjólubláar ballet dansandi kengúrur í nautabanafötum heldur en einhvern sem elskar mig og ég elska til baka. Straumharða á ástarinnar gefur engin tækifæri og leiðir hennar liggja aldrei í báðar áttir í einu...

....At this very moment, I'm a prize in the eyes of so many.. so I'm not going to be a thorn in his. Af hverju er mannskepnan svona? Ef hann væri hrifinn af mér og segði mér það, myndi ég örugglega ekki hafa áhuga. En vegna þess að hann gerir það ekki, get ég ekki hætt að hugsa um minningar framtíðarinnar í samhliða heiminum...

Já.. þá vitum við það. Hehe.. Ég allavegna hafði mikið gaman af því að lesa þetta. Var miklu háfleygari þarna heldur en núna. Þegar ég var lítil langaði mig nefnilega að verða rithöfundur og tölvunarfræðingur... Ég valdi annað og dömpaði hinu... ;o)
Ég er stundum svo rómantísk að ég gæti ælt á mig....
Neinei.. ekki hafa áhyggjur. Ég veit að eftir að lesa fyrirsögnina heldur þú að ég sé að fara að tala um allt rauða hjarta I love you búbúb-krapp-væmnadótið sem þú gengur út frá að ég hafi keypt.. Þetta er ekkert þannig. Ég held að það séu líka litlar líkur á því að ég verði svoleiðis væmin.. allavegana í náinni framtíð. Þess í stað ætla ég að segja ykkur frá því hvað ég gerði í gær fyrir svefninn. Euuww.. DÓNINN ÞINN!! Nei.. ég ætla ekkert að segja frá þannig :oP..
Ég sem sagt kveikti ég á svona 15 kertum, henti throwing copper í græjurnar, las Andrés önd og drakk miller. Besti diskur í heimi, besti bjór í heimi og góðar.. eh.. bókmenntir allt í einni og sömu formúlunni getur ekki leitt að neinu öðru en tómri gleði.
Pæling: Hvernig veit þvottaefnisfólkið hvernig lykt er af sumar engi? (summer meddow fresh)
Þegar ég er svöng tek ég mig stundum til og bý mér til rosalega skammta af mat. Ég er alltaf alveg pottþétt að ég geti sko aldeilis klárað þetta. Þegar á hólminn er komið borða ég svo kannski bara 1/4 af þessum ósköpum. Við hliðina á mér er ógnandi skál, ennþá troðfull af pasta. Hún horfir á mig ásakandi augum og heimtar svör.
mbl er nú meiri hóran núna. Hendandi upp popup auglýsingum eins og hinar verstu klámsíður. :oÞ
Barbara Streisand can clean my trash can.......

13.10.02

Fyrsta einkunnin mín úr miðannaprófunum komin í gegn. Ég fékk 8. Hefði alveg viljað sjá hana hærri, en hún er allavegana 2 yfir meðaltal sem er huggun. Nú er það bara spurning um að krossa puttana fyrir hin þrjú sem ég á eftir að fá úr. En svona ykkur til yndisauka;
Reglur lífs míns
Regla nr. 17; Ef þú rakar á þér skvísuna áttu ekki að þurfa sætta þig við skeggjaðan gaur.
...og karötunum fer fækkandi...
Ég er búin að fara úr 27 demöntum niður í engan. Keðjan á hálsmeninu mínu slitnaði um daginn og hringurinn sem ég var alltaf með, fékk svo að "fjúka" í gær. Hef verið að fá of margar spurningar upp á síðkastið um hvort þetta sé trúlofunarhringur. Er víst komin á trúlofunaraldurinn þú skilur.. fleh.
Eini skartgripurinn sem ég er með núna er eyrnalokkur efst uppi í hægra eyranu :oÞ... Ég er sem sagt eins og er mun minna virði heldur en í síðasta mánuði. Getting cheaper by the day.... ;o)
Kynferðisleg áreitni, sveittur dans og leigubílaröð
Í gær ryfjaðist það upp fyrir mér hvers ég hafði saknað síðustu helgi. Ískaldur miller í gleri, dans á nasa, vúvústelputiltektarmálningapíkudraslið og svo er það auðvitað hann Hákon bestasti vinur minn og djammfélagi sem fullkomnar pakkann.

Í bænum voru margir Skotar sem voru haldnir exebisjonisma á hágu stigi og flössuðu mann og annan. Það versta var að þeir vildu þá líka sjá undir pils sem Íslendingarnir voru í.. og einu Íslendingarnir á svæðinu í pilsum voru með píkur. Ég varð fyrir ágætum skerf af kynferðislegri áreitni, þar sem að ég er með píku og var í pilsi og sokkaböndum en ekki sokkabuxum :oS.. Þau voru nefnilega í alveg sama gráa lit og pilsið og þau sáust sko ekkert nema pilsinu væri eitthvað lyft upp.. Ég gerði ekki alveg ráð fyrir því að það yrðu gaurar að lyfta upp pilsinu mínu í gríð og erg, þar sem ég hef svo sem ekki vanist því á skemmtistöðum hingað til.
Enn og aftur kemur tóneringa árátta mín mér í koll :oP..

Einhverra furðulegara hluta vegna sýndist mér þó að ég væri c.a. eina gellan þarna sem fannst það ekki æði að hafa nokkra Skota tosandi upp pils og niður boli. Ég er alveg þétt eins og pottur á því að fjöldinn allur af skosk-íslenskum börnum hefur verið getinn í gærnótt. Stemmningin sagði mér það að hvaða óheppni maður sem væri, hefði getað skellt sér í pils af ömmu sinni, notað Fat Bastard eftirhermuna sína og náð sér í eina, tvær pjásur í soðið...

Eftir svoldinn tíma var maður þó búinn að venjast að því nota aðra hendina til að halda pilsinu niðri og að það væri skoti sitjandi inni á klósetti með slátrið upp í loft. Þá varð aftur gaman að dansa og skemmta sér.

Annars lentum við í svolitilu stjórmerkilegu í fyrsta skiptið í mörg ár. Eftir laugardagsalvegaðrafaheim vöffluna okkar röltum við að leigubílunum EN!!! Í staðinn fyrir leigubíl sem beið eftir að geta keyrt okkur heim, var stór og myndarleg leigubílaröð. Hún var í gegnum allt strædóskýlið og langt niður eftir götunni. Totally blew me away. *hopphopp* Taxarnir komu þó í stríðum straumi og við komumst hvor til okkar heima in the end :o)
Endir!! heheh

12.10.02

Vitði bara hvað?? Eftir 10 daga... þáá.. Þá á ég afmæli. Ég verð hvorki meira né minna en 21 árs gömul, sem ég hef heyrt að sé nokkuð aldið. Við erum að tala um c.a. eina táslu ofan í gröfinni sko. Kannski missi ég þessar 2 síðustu barnatennur og stækka um nokkra sentimetra. Við verðum bara að bíða og sjá hvað gerist :o)
*úff*.. Just my luck. Þegar ég vaknaði var mér hálf bumbult (vonandi er ég ekki að fá einhverja gubbupest.. og NEI.. ég er ekki ólétt in case you were thinking :oP.. ) og þá var einmitt uppáhalds maturinn minn á boðstólnum. Ég píndi í mig meiri mat en ég hefði átt og mér líður enn meira krappy núna. *skrambans*

11.10.02

Jæja.. við Hákon kíktum okkur á Agora, tölvusýninguna í Laugardalshöllinni. Við vorum svolítið á báðum áttum með það að borga okkur inn, en ég sé sko alls ekkert eftir því. Ekki bara var gaman að skoða hvað íslensk tölvufyrirtæki eru að gera af sér í dag, heldur líka var haldið að okkur allskonar ókeypis stöffi. Hefði ég ekki verið á bíl, hefði ég getað fengi mér ótæpilegt magn af ókeypis bjór og þess háttar. Í staðinn fékk ég allskonar nammi, popp, bakkelsi og djús. Tja.. og auðvitað konfektkassa. Annars er ég núna með rosalega mikið af bæklingum sem ég ætla að lesa.
Mig langar líka rosalega að segja svoldið um persónu sem var þarna... sem er kannski ekki sniðugt að tala um.. Þannig ég ætla ekki að gera það. Kann ekki við það.. *skammastsín*
En að öðru... Ég vil endurtaka það sem ég sagði um ómerkt sms af netinu.. Fólk?? Hvað eruð þið að spyrja mig hvað ég segi gott ef ég get ekki svarað því, vegna þess að ég veit ekki hver þið eruð.. *DAH*
Rífið af ykkur fötin og öskrið fullum hálsi í tómri gleði! Fáið ykkur bjór og hoppið um, kát eins og kýrnar á vorin. Faðmið ástvini ykkar og kaupið ykkur ný sængurver, því að ÉG!! Ósk... er búin í miðannaprófunum mínum :o)!
Stefnan er tekin á blund sem fyrst, enda hef ég ekki sofið nógu mikið síðustu daga.. :oP.. Veit.. set markið hátt ;o)
Reglur lífs míns
regla #4: Ef þú ert hætt að geta talið á annari hendi hversu margir leigubílsstjórar hafa reynt við þig, hefur þú rétt á því að kaupa þér ís þegar þú vilt
Síðasta miðannaprófið er á eftir klukkan 10:05.. Aren't you happy for me? Ha?? Ertu það ekki??? Jájá.. við skulum bara sjá til hvort ég tali eitthvað meira í dag í mótmælaskyni.. *fnæs*

10.10.02

hahahaha.. lýsingin á temptation island á Sjonvarp.is er sniðug:
Ein paradísin tekur við af annarri og nú flykkjast pörin til Ástralíu þar sem þeirra bíður hópur sjóðheitra fressa og læða enda fengitíminn hafinn og tekur hann ekki endi fyrr en tekist hefur að sundra pörunum eða styrkja samband þeirra.
Föstudagsrútínan mín var í hættu í smá stund. Þannig er mál með vexti að Palli tók sig til og skellti sér til Ungverjalands, án nokkurs tillits til rútínunnar minnar. Þessu var þó reddað, þar sem að hún Vala, hetjan sem hún er, tók hans stað í föstudags hádegismatnum og búðaskoðuninni!!
Lengi lifi Vala! Húrra-Húrra-Húrra!!

Jæja.. er ekki kominn kvót tími?? Síðasta sem ég slengdi fram var úr hinni stór góðu mynd "the Grinch"... En að þessu sinni...
Quote: Please don't kill me freaky Jason!
Hint: Annar aðal leikarinn leikur í einni af bestu myndum allra tíma..
..og gettu nú
Feel the pain!
Í æðum mínum rennur kalt, samviskulaust blóð morðingja.
Í gær, þegar ég hafði gengið til rekkju barst athygli mín að flugu. Hvað eru flugur að gera inni hjá mér í október? Hún sagði afskaplega hátt "bzzzzz" og ég vissi að ég myndi aldrei getað sofnað með hana inni í herberginu. Það er of hátt til lofts inni hjá mér til að fanga flugur auðveldlega... þannig ég... myrti hana. Hvað hef ég gjört???

9.10.02

Ég fékk hugmynd á nýju lagi á leðinni heim úr bíó. Var næstum farin að syngja fullum hálsi í bílnum. Það heitir "angry rock song" og er mín útgáfa af "lesbíu rokki" (rokklög sem reiðar stelpur syngja)... Angry rock song inniheldur meðal annars settninguna "...and I hate kidney beans", en nýrnabaunir ættu að vera nægileg ástæða til þess að gera hvern mann reiðan. Það er á stundum sem þessum sem ég er pirruð yfir því að hafa æft fimleika 4 klukkutíma á dag, 6x í viku, og því ekki haft tíma til þess að læra á píanó (always been my instrument of choice). Auðvitað er það þó plús að komast í splitt, og það gerir mér örugglega auðveldara fyrir ef ég ákveð að leita mér að maka einn daginn.. (hahaha)...
En jæja.. best að fókusera þessum pirringi í textann á "angry rock song"...
ha-HA! Það er alveg greinilegt að guðirnir lesa póskið mitt, þar sem að um leið og ég var búin að ýta á publish við síðustu færslu, fannst bókin. Þannig er nefnilega mál með vexti, vaxtavexti og yfirdrátta heimild, að allskonar mikilvægt fólk (og guðir) kíkir hérna við. Ég vissi ekkert um þetta fyrr en um daginn, þegar ég var að spila pictionary með stór vinum mínum, þeim Vin Dísel, Kófí Annannnn og Bónó. Allt í einu öskrar Kófí upp og segir mér að fyrir svona viku hefði hann og Djordjs Búss kunningi hans verið að horfa á Djeij Lennó þegar hann skyndilega minntist á oskimon.com. Þeir náttúrulega hækkuðu strax í víðtækinu, enda heimsækja þeir vefsjálfið mitt daglega. Djeiij sagði víst að þarna væri á ferðinni gæða lesning sem gæða pjása skrifaði lesendum til tómrar hamingju. Ég náttúrulega bara roðnaði.. Ég vissi ekki að svona biggsjottar eins og Djeiij læsu þetta kjaftæði hjá mér. Ég þurfti reyndar að halda kúlinu og ná honum Bónó aftur niður á jörðina, því að hann var alveg rosalega hyped yfir þessu. Ég hef aldrei séð hann svona.. Ekki einu sinni eftir að hann gerði myndbandið við Stuck in a moment. Heyrðu.. þá byrjaði Vin að segja mér að fleirri frægir kæmu hingað að lesa. Hann sagði mér að þú kíktir alltaf við öðru hvoru.. Er þetta satt?? Ég náttúrulega bara kikknaði í hjánum og var heppin að vera sitjandi þegar hann sagði þetta. Annars hefði ég hrunið niður á gólf. ;o)
Ég var að bæta við vatni í skálina hans Fishy, svo hann yrði ekki þurr á bakinu. Ég las það í einhverri bók eða eitthvað að fiskum þætti það ekkert gott. Annars á maður ekki að trúa öllu sem maður les. Það getur vel verið að Fishy sé alltaf við það að drukkna og hafi núna misst alveg trúnna á góðu fólki, þegar ég fyllti allt af vatni aftur.
Þegar ég fór að hugsa um bækur mundi ég eftir annari slíkri. Ég gerði því dauðaleit (ekki svona.. dauða eins og í..*öh.. dauður* heldur eins og rosalega mikla leit) af Teach yourself C++ in 21 days bókinni minni, enda átti hún að vera leynivopnið mitt fyrir miðannaprófið á föstudaginn. Bókin hefur ekki ennþá fundist. Ég tók þessu sem merki frá æðri máttarvöldum um að ég ætti að fara að taka til. Það mun ég svo sannarlega gera þegar ég flyt aftur yfir í MITT herbergi í næstu viku. En Mistör and misses æðir máttarvöld?? Nenniði ekki að skila bókinni minni þangað til??
Hvað er í gangi?? Annað samsæri? Alveg er ég viss um það. Fólk út um allt land er að taka höndum saman og níðast á mér?? Tja.. ég er bara að spurja.. ekki staðhæfa!
Það virðist vera rosalega í tísku núna að segja við mig: Vá.. ég þarf að segja þér svolítið merkilegt!... en ég hef ekki tíma núna... EÐA.. gefa eitthvað í skyn.. og segja svo; en ég segi þér þetta seinna.. Svo eru meira að segja einhverjir ungir menn sem vilja fá eitthvað stöff í staðinn fyrir upplýsingar. Hmm.. ég segi þér þetta EF ÞÚ!!! [insert eitthvað að gera hérna]!!
Mig langar að vita NÚNA! Mér finnst ósanngjarnt að ég fái ekki að vita svona hluti STRAX!! *frekjukast*
Jæja.. komin heim. Þá er það síðasta prófið :o)
Núna í þessum töluðu orðum er ég að henda inn nýja visual studio.net dótinu mínu sem ég keypti mér uppi í skóla. Emilía verður jafnvel enn heillandi þegar það verður komið upp. Ég bið vini og kunningja fyrirfram afsökunnar ef ég á ekki eftir að geta komið út að leika við ykkur á næstunni.. hehe..
Hefur þú einhvern tímann lent í því.... að vekjaraklukkan er að hringja þér góðan dag og þú veist ekkert hvað er að gerast? Ekki það að þú sért borderline psycho syfjaður.. kannski frekar að heilinn er að telja þér trú um, að það sé ekki snowballs chance in hell að það sé kominn morgunn.
Þetta kom fyrir mig áðan. Ég fékk svona *gasp?* tilfinningu og lá kjurr í rúminu í smá stund og reyndi að átta mig á því hvaða hljóð þetta væri. Á endanum kveikti ég nú á peruni (í báðum skilningum þessa orðs), enda skýr stelpa.
Annars veit ég að það verður erfiðara að vakna bráðum. Það er koldimmt úti, en samt vill hann sólahringur meina að það sé kominn dagur. Ef sólahringnum yrði skipt í fjóra hluta, væri ég deffenetlí 00:00 - 06:00 manneskja. Það er með þessi fræði eins og árstíðirnar og vikudagana, mér er verst við það sem kemur á eftir mínu uppáhalds. Haustið, mánudagar (eftir helginni sem sagt.. ekki sunnudögum persej) og morgnanar....... Djöfuleg sönnun þess að all gott tekur enda..

8.10.02

*hlýn um hjartarætur*
Ég var nú bara næstum því sár að hann Boggi hafi ekki minnst neitt á mörglæsina sem ég teknaði handa honum. Honum langaði nefnilega svo mikið að eiga mörgæs sem gæludýr, þannig að ég bjó til handa honum mörglæs svona í staðinn. Ég er svo góð.. er haggi?
Ég er ekki frá því að sadpunk sé svoldið fín síða!!! Svo hefur síðu-eigandinn svo glimrandi flottan tónlistasmekk OG kvikmyndasmekk (sá það í uppáhalds sko..)... Heyrðu.. svo er hún bara líka í tölvunarfræði.
Vátsers.. ef hún læsi líka Pratchett og Stephen King.. og þætti kannski haribo gott.. þá væri hún like... the perfect woman!! (hehehe.. Já.. eins og ég sem sagt :oÞ.. *egó* )
Einu sinni sá ég dúfur borða fuglamat úr munninum á manni...
Ég ætla að segja ykkur brandara. Ég hef ekki verið nógu dugleg að skemmta fólki, út af augljóri lærdómsfangelsisvist minni, og ég hafði hugsað mér að bæta upp fyrir þetta núna. Þegar ég heyrði þennan brandara fyrst, var ég í svona sækó happí skapi. Ég hló örugglega í 10 mínútur og gat ekki ætt að hlægja. Þessvegna finnst mér hann alltaf sniðugur;
Björn var að kúka úti í skógi þegar kanína kemur hoppandi til hans og byrjar líka að kúka. Björninn snýr sér að kanínunni og spyr vandræðalega; "Lendir þú aldrei í því að kúkurinn festist í feldinum á þér??" Kanínan svarar kát; "Neeei.. aldrei :o)". Þá tók björninn kanínuna upp og skeindi sér með henni...
HAHAHAHAHAHAHAHAHA
Hahaha.. vá.. ég á svo sniðuga sögu til að segja ykkur... En ég ætla samt ekki að gera það (hahah.. ég sagði gera það), af því að hún er of dónaleg fyrir síðuna mína.
Í staðinn ætla ég að rifja upp póst sem ég fékk þegar ég hef verið svona 17 ára. Þá var ég á alþjóðabraut í Verzló og laggði meðal annars stund á fagið alþjóðafræði. Þar vorum við að gera allskonar sniðug verkefni. Eitt af þeim var að halda sambandi við krakka sem voru að vinna svipuð verkefni úti í hinum stóra heimi og skiptast á lausnum, sem voru gjarnan mismunandi eftir löndum. Ég man sérstaklega eftir hóp ungra drengja frá Durham í Englandi. Þeir voru á okkar aldri. Fyrst sendum við einn Emil sem fjallaði um okkur sjálf hvert um sig og okkar áhugamál. Þegar við fengum svar frá þeim voru allir þeirra kynningapóstar nákvæmlega eins:
Hi, my name is [insert nafn]. I'm 17 and I like to play Quake.
Við vorum svoldið pissed, því að við höfum sent einhverja rosa kynningar. á okkur sjálfurm Við komumst reyndar yfir það og sendum þeim bara verkefnin okkar og þeir sendu okkur sín. En allavegana.. eftir jólafrí beið óopnaður póstur eftir okkur frá einum Durham gaurnum. Þessi Emil er og verður um ókomna tíð minn uppáhalds. Ég man hann ennþá utanað.
Happy new year! On new years eve I stayed up untill 3:30am drinking!
Ekkert meira. Ekkert minna. Auðvitað hlógum við að þessu svona fyrst, en eftir á finnst mér þetta svolítið einlægt og sætt. Hann hafði ekki sent neint persónulegt áður, fyrir utan þetta um að hann væri 17 ára og þætti Quake öndvegis leikur. Þarna í einni stuttri línu sagði hann meira um sig heldur en hann hefði getað gert í löngu kynningabréfi.

7.10.02

Hvaða drasl er í sjónvarpinu að þykjast vera survivor?? Þetta er meira anal vælu krappið. Bara komið út í grenjandi kjéddlíngar og kjaftæði í þriðja þætti?? Ég býð nú ekki í að sjá hvað gerist þegar fjölskyldur vælufólksins mæta á staðinn. Ef þetta héti bara "sápuópera með vælufólki" væri þetta strax skárra, en þetta er að þykjast vera eitthvað meira en það er. Þetta kinnroðalaust kallar sig sörvævör, og setur sig þar með á stall með Sörvævör australia, en þetta er greinilega ekki sami boltaleikurinn! Fólkið í þessum þáttum er líka leiðinlegra en í fyrri seríum. Allt eitthvað extrím...
Þessi sem fer út í fjöru og lemur tré eins og hálviti og öskrar...
þessi sem er svo mikið white trash að hann yrði settur í sér tunnu hjá fólki sem flokkar ruslið sitt...
þessi sem veit allt og getur allt, en kommentar aldrei á það fyrr en eftir á...
*úff*
Sniðugur vefpóstur frá kennara...
Smellti inn einu skemmtilegu gagnvirku prófi svo þið hefðu eitthvað skemmtilegt að gera í kvöld :)

Mér fannst þetta svolítið kímið. Ég veit samt ekki hvort að það sé kaldhæðnin við að skemmta sér í tjilli yfir gagnvirku prófi í kvöld. Kannski hef ég bara ekki fengið marga sniðuga Emila síðan að Íris hætti í sumarvinnunni og fór aftur í skólann. Getur verið að vefpóstskímin mín hafi lækkað kröfurar?? Ég er ekki viss, en þetta fékk mig til að brosa.
Mín kenning er að MSN hefur tekið yfir allt póst-sendandi fólkið mitt og eignað sér það. Nú fæ ég ekki skemmtilegan vefpóst, þar sem að allir sem höfðu áhuga á að senda mér slíka eru á contact listanum mínum í góðum fílíng.
Þar þarf ekki að ýta á new message og skrifa in osk@oskimon.com, setja svo inn skemmtilegan texta og bíða kannski í nokkra klukkutíma eftir svari. Mér finnst samt gaman að sjá óopnaða Emla sem eru ekki skólatengdir þegar ég opna póstinn minn.
Íris - I miss you!!
Naomi stinks
...Jámm... sniffaði af ilmvatninu hennar og fannst það mikill viðbjóður.

En annars.. sko mig! Komin með meira en 30.000 hit á teljarann minn :o) Jibbíkajijeij moþerfökker!
Ég er vice presednet... en þú?
Einn skemmtilegasti skemmtigarður sem ég hef farið í, heitir Disney Quest. Hann er í stóru húsi á mörgum hæðum. Öll "tækin" í disney quest eru tölvutengd. Þar eru t.d. margir mismunandi heilmynda leikir, þar sem maður setur á sig hjálm og er staddur inni í tölvuleiknum sjálfum. Það var einn leikur þarna sem virkaði þannig, að maður settist í gúmmíbát sem var ofan á bláu áklæði. Það voru 2 í hverjum bát, og hvor fékk sína ár með hjólum á endanum. Þegar leikurinn byrjaði blés svo áklæðið upp og virkaði eins og sjór með öldum og svona. Svo átti maður að róa frá skrímslum og öðrum hættum, og það frussaðist vatn á mann í öllum flúðunum.. Rosa fyndið.
Við Daði bjuggum okkur líka til rússíbana. Við fórum í svona "roller coaster generator" og völdum bakrunn og settum saman rosalegan rússíbana með allskonar snúningum og skrúfum. Svo þegar við vorum orðin sátt við hann, fórum við í svona "hermi" sem gat snúist á alla mögulega vegu og fórum í rússíbanan okkar. Það var ekki alveg eins og "alvöru", en nokkuð kúl samt.
Mæli með Disney Quest..
2 próf búin - 2 eftir.. :o)

6.10.02

Henti inn nýju ljóði ef einhver vill skoða!
Ein ég sit og sauma... og er búin að ákveða hverju ég ætla að vera í á næsta laugardegi. Þetta einnar helgar djamm-frí er ekki að gera mér gott. Laugardagsbjórinn minn situr óhreifður inni í ísskáp og grætur. Hann veit ekki hvað hann gerði til að eiga svona útskúfun skilda. Ég er viss um að þessir standard 5 millerar í gleri séu að kenna þessum hefðbundna tilrauna bjór um. Það er samt ekki honum að kenna. Mig langar ósköpin öll að smakka Damm, og ég er viss um að hann sé enginn Heffe!! Þetta eru bara þessi ljótu, vondu miðannapróf. Ég vil endurtaka tvö orð í síðustu settningu, en í þetta sinn með capslock á. LJÓTU, VONDU!!!
Eyetricks.com
Já.. og sílikonlegasta sílikon EVER (í boði batman.is!)
Vá hvað póskið mitt hefur örugglega verið leiðinlegt síðustu daga. Ég hef ekki verið alveg nógu dugleg að eiga líf, þannig að póskið hefur ekki átt mikið líf heldur.
Ég reyndar kíkti smá í Smáralindina og í sund með Maddlú í gær. Það komu svo sem upp nokkrar pælingar þá.
Smáralindarblaðrið mitt tengist kauphlaupi. Kauphlaup er svona copy-paste (edit) af Kringlukasti. Munurinn er sá að tilboð á ákveðnum hlut í ákveðinni búð stendur aðeins yfir t.d. frá 14-16 dagana sem kauphlaupið er í gangi. Í kringlukasti er hinsvegar hægt að ganga að hlutnum vísum þegar búðirnar eru opnar, sama hvað klukkan segir.
Í kauphlaupi er líka önnur tilboða tegund. Hún heitir "áhlaup". Áhlaup lýsir sér þannig að einhvern tímann á ákveðnum tímaramma, t.d. 15-18, er kallað upp í hátalarakerfi Smáralindar að tilboð sé á einhverjum hlut í einhverri búð, næstu 15 mínútur, eða á meðan byrgðir endast. Þá eiga allir að grípa í hendina á krakkanum, setja í fimmta gír og hlaupa að búðinni sem auglýsti þessi kosta kjör, þar sem fyrstur kemur fyrstur fær. Hljómar ekkert hroðalega. EN!! Ég var að skoða bæklinginn sem maður fékk sendan heim út af þess öllu saman og smáa letrið þarf að lesa! Undir digital myndavél á öndvegis tilboðskjörum stóð t.d. "1 stk". Hugsunin er sem sagt sú, að til þess að öðlast þessa myndavél á tilboði, þarftu að vera staddur í Smáralindinni á þessum 2-3gja klukkutíma ramma sem var auglýstur, vera tilbúinn að hlaupa að búðinni þegar hátalarakerfið gefur grænt á tilboðið OG koma fyrstur af öllum á staðinn, þar sem að bara eitt stykki á þessu verði. VÁ!! Æðislegt tilboð maður! Áhlaup er sem sagt drasl.

Sundpælingin mín tengist 9-12 ára stelpum í skvísulegum bikiníum. Af hverju eru einu sinni framleidd svona bandabikiní með skimpí stórastelpulegum toppum fyrir svona litlar stelpur? Það er fáránlegt að kaupa sexy sundföt fyrir litlar gellur sem eru ekki einu sinni kynþroska.
Svo mörg voru þau orð...........

5.10.02

Hann Weebl er c.a. fyndnastur í heimi. Mér finnst sérstaklega skemmtilegt þegar Weebl hittir nautið, hann Wee Bull...
Þið samt verðið eiginlega að skoða þetta með hljóði, því þá er þetta enn fyndara.. Try pie, try!
Samsæriskenning farsímaeiganda
Í gærkveldi ætlaði ég sko aldeilis að taka mig til og fara snemma að sofa vegna óbærilegrar syfju. Allt í einu átti ég alveg fullt af vinum og kunningjum. Who knew? Ég er svona píka sem höndlar ekki að slökkva á símanum sínum. Hvað ef eitthvað kæmi upp á hjá einhverjum sem ég þekki og hann/hún þyrfti nauðsynlega að ná í mig? Ég hef lika átt gsm-síma í næstum 6 ár og með tímanum hefur þetta orðið framlenging á hendinni á mér.. Maður slekkur ekkert á hendinni á sér þó maður fari að sofa :oÞ
Ég er engu að síður að spá í að endurskoða þessa bannað-að-slökkva-á-símanum geðveiki. Ég missti allavegana tölu á því hvað ég var vakin oft.. og var farin að tala í símann í svefni á tímabyli held ég.
En hérna er annars pæling; Á venjulegum föstu- og laugardagskvöldum þegar ég fer ekkert snemma að sofa, hringja ekki næstum því svona margir í mig, eða senda mér sms (sem er MIKLU skárra.. maður vaknar ekkert við svona lítið *bíííp* Note to you people out there; Senda sms fyrst.. og ef ég svara ekki.. er ég upptekin eða sofandi). Ætli fólk finni svona á sér? Ah.. Ósk ætlar snemma að sofa í kvöld.. eða.. Ósk er í tíma í skólanum og gleymdi að setja á silent.. best að hringja :o).. Ætli þetta sé bara pjúra illska?? Are they out to get me..?? Er kannski túttumynd af mér að ganga um á netinu, án minnar vitundar?
The truth is out there!
Ég er þá ekki ósigrandi eftir allt saman. Öll fjölskyldan hefur legið í kvefi, hósta og hálsbólgu. Við erum að tala um 7 tilfelli hérna. Ég hef hingað til verið svo heppin að veikjast ekki, en viti menn... þegar ég vaknaði í morgun var ég með ont í hálsinum og stíbblaðan nebba. Við skulum vona að þetta verði ekkert verra heldur en það!

4.10.02

...Mig langar í páskaegg
Í dag er ég með svona retró frönskukennara look going for me! Ég hef kannski aldrei lært frönsku, en gleraugun mín gera mig líkari frönskukennara en nokkuð annað. Ég hef átt gleraugu síðan ég var í 9.bekk. Þau eru með -0.25 öðru megin og -0.5 hinu megin. Ég þarf sem sagt ekki jack að nota þau, en fínt að eiga þau engu að síður. Ég svaf rosalega lítið i nótt og er afskaplega sybbuleg. Þar koma þau inn í málið! Þau sjá um að gera minna úr "baugunum" í kringum augun og svona.
Ég held ég hafi aldrei haft þau svona dagsdaglega.. fíla þetta bara ágætlega :o).. Hver veit.. kannski er þetta the new me!
Tónering lífs míns...
Ég hef stundum orðið fyrir ponsu aðkasti frá vinunum þegar að tóneringunni minni kemur. Þetta er að vísu meira í djóki en í alvöru, og þeir eru náttúrulega bara gaurar. Hvaða gaurar hafa vit á svona hlutum.. I ask you?? Ég hef engu að síður verið að reyna að minnka tóneringa nasismann í mér. Það gengur mis-vel. Fötunum í fataskápnum mínum er raðað eftir litum og ég kem mér ekki til þess að raðað í eftir tegundum. Aumingja skápurinn yfði frumstæður og villimannslegur.. (hahahah)
Í gær, þegar ég var heima að læra, stóð ég mig að því að leita að bol í réttum lit. Ég hugsaði með mér: "Hver nákvæmlega annar en ég getur séð að ég sé í bol sem tónerar ekki við pilsið?" Ég því gerði heiðarlega tilraun í að fara í rauðan bol við baselitað pils en mér leið bara illa. Eftir 10 mínútur af kæfandi óþægilegri litasamsettningu skipti ég um föt.
Annars... eftir ágætis pælingar held ég að þetta sé allt í lagi. Það eru allir með einhverja svona kvörks.. Sumir leifa stelpum alltaf að vinna í leikjum, sumir borða súkkulaðið utan af ísnum sínum fyrst og sumir vilja vera með skólatösku sem tónerar við fötin sín. Þannig er bara lífið og þannig á lífið að vera!

3.10.02

Ég þoli ekki þegar fólk gleymir að merkja sms sem eru send af netinu :oP
Í fréttum er þetta helst...
Ljótasti sófi alheimsins hefur verið fjarlægður úr herberginu mínu og hann hyggst nú flytjast á nýjan samastað, einnig í Ártúnsholtinu (jámm.. nýja íbúðin hjá Dadio og Rúnu). Ég vildi að ég gæti sagt að hans yrði sárt saknað... en.. þú veist.. þá væri ég bara að ljúga :oP..
Ég ákvað að tékka á því hvort Leifur Arnar eða Brandur Ari væru til. Ég fann Leif Arnar (hehe) á símaskrá.is, en ekki Brand Ara (haha.. aftur)..
Svo svona því að ég var komin í símaskrá.is fílínginn fann ég Drífu Sigurðardóttur (Drífa Sig.).. en reyndar enga Æsu Sigurðardóttur (Æsa Sig.)...
Ég ætla ekki að tala lengi.. ég bara kíkti upp til að tala smá við Emmu, horfa á granna og fá mér hádegismat. Svo fer ég aftur niður að læra :o)... Er ég ekki dugleg?
Ég hef oft spáð í því að ég ætti að gefa blóð. Það hljómar eins og rétti hluturinn til að gera. Þegar ég var að verða 19 fékk ég mér að vísu tattú sem útilokaði mig í eitt ár frá blóðgjöfum, en núna eru alveg heil 2 ár liðin síðan þá. Hvað er þá að stoppa mig?? Hmm.. á ég að þora að segja ykkur það? Það er svo afskaplega kellingalegt.
Ég ÞOLI ekki nálar. Málið er ekki að ég meiði mig hroðalega mikið þegar þeim er stungið í mig... það er kannski frekar að mig fer að svima og líða rosalega illa. Ég verð alveg hvít í framan og það liggur við að það líði yfir mig. Það er bara eitthvað í sambandi við það...að ég veit að þeim þarna undir húðinni og það krípar mig út. Þegar ég var að fá mér þetta áður umtalaða tattú gerðist það nákvæmlega sama. Blóðprufur og þessháttar í gegnum árin hafa líka allar haft þessi sömu áhrif. Jábbs.. that's right I'm a weeny!
Ég hugsa samt öðru hvoru um það hvort ég ætti bara ekki samt að drífa mig. Maybe I will one day... Það væri mín aðferð til að hjálpa. Hver veit? Kannski gæti ég sjálf þurft á því að halda einn daginn!!

2.10.02

Ég held barasta að ég sé c.a. eina manneskjan á landinu sem á ekki fullt af bloggandi vinum. Næstum allir sem halda úti svona síðum eru með allt morandi af linkum yfir á blogspot síður vina sinna (eða í sumum tilfellum meira að segja *alvöru* heimasíður).. Melirnir mínir eru flestir á því að það sé með eindæmum hallærislegt að "blogga" (enda "póska" ég bara.. hehe).., en þeir eru bara kjánaprik :oP..
Ég þekki ekki nema einn gaur "in person" sem á svona síðu, og það er hann Geir (nýja DK- síðan hans er hérna). Hann líka fékk mig til að setja svona fídus á oskimon.com. Frelsaði mig if you will.. :oP.
Thanks for the frelsing Geir ;o) Ég er búin að nota þennan skramba ansi mikið.... já.. og skemmtu þér vel á international kveldi á eftir!
...ekkert sms.. enginn Emil.. og bara ein símhringing frá dónalegri stelpu-hóru sem hringdi í skakkt númer. Okkur er alveg sama.. er það ekki Emma? Við eigum hvort eð er að vera að læra.. Bara dagurinn í dag, og dagurinn á morgun eftir af fyrsta verðlauna/refsinga skammtinum.. Reyndar engar refsingar komnar so far.. vinir og óskímon-heimsækjendur vilja greinilega frekar gefa mér stöff frekar en að vera vondir við mig!
Er ég þá köttur eftir allt saman?
Nokkrir vinir mínir hafa í gegnum tíðina tekið upp á því að kalla mig "kisu".. Gawd nós væj.. Ég hef auðvitað bannað þeim það (tja.. öllum nema einum, því að hann meinar þetta svo fallega..), enda er þetta svona eitthvað sem týpu-gaurar kalla kærusturnar sínar (þetta eða bú-bú-kitty-fuck).. svo held ég líka með hundum.
Oft þegar ég hef beðið um útskýringar á þessu, kemur eitthvað svar eins og að ég kúri eins og kisa þegar ég horfi á video eða eitthvað álíka. Fannst það ekkert nægilega gott svar og hef aldrei tekið það gilt.
En allavegana.. um daginn var mér bent á að ég gerði stundum svona "mali hljóð" þegar mér liði vel og núna rétt áðan stóð ég sjálfa mig að því að vera að borða túnfisk beint upp úr dollunni, án allra fylgihluta. Svo þarf ekki einu sinni að minnast á bleiku blettatígurs myndirnar mínar.
Þetta allt saman fékk mig til að panikka létt og velta því fyrir mér hvort það sé til einhver lækning við þessu. Er kannski eina lækningin sú að ég fari að haga mér meira eins og tík... hahaha... Bara að pæla :oÞ
Uppi í sófa, með tærnar upp í loftið og Emmu á mallanum. Ég er að læra eins og góða stelpan sem ég ætlaði að vera. Ég fattaði samt rétt í þessu að ég væri alveg afskaplega svöng og ég er ekki frá því að ekkert sé til í "kotinu". Ég veit ekki alveg hvernig ég á að nálgast þetta vandamál. Það væri best ef einhver færi út í búð fyrir mig og keypti eins og einn heitan söbba með kalkúnabringu og skinku. Hann má vera með öllu nema gúrkum og jalapenio, en hann má hafa ólífur, létt majones og BBQ sósu... og auðvitað salt og pipar. Já.. og svo á hann að vera í svona asiago brauði.. Hver vill kaupa?? Þú?? Æði.. sé þig á eftir þá ;o)..
Spádómskaka gærdagsins sagði: Your potential spans the the full range. Ég sem sagt er með "great potentials", sem upp á góða íslensku myndi það þýða að ég lofaði góðu. Ekki bara lofa ég góðu, heldur á öllum mögulegum sviðum. Þetta opnar nýjar víddir fyrir mér sem manneskju. Með þessar nýju upplýsingar í jakkavasanum stend ég og horfi fram á veginn. Allir mögulegar leiðir eru mér opnar og nú er þetta allt spurning um ákvarðanir. Þetta er í raun ábyrgð, fremur en álag. Ég þarf að finna aðferð til að nýta mína möguleika fyrir alla hina sem fá ekki svona spádómsköku.

1.10.02

Kvikmyndastjörnur í fjölskyldunni??
Even as we... or.. well.. as I speak.. þá eru tökur í gangi niðri í eldhúsi. Discovery chanel er að taka upp stöff með Daða stóra bróður, Rúnu kærustunni hans og auðvitað Óla. Þetta eru einhverjir menn sem eru að búa til heimildamynd um jarðhita á Íslandi. Þeim vantaði víst eitthvað barn og foreldra til að vera í nokkrum tökum og vegna tengsla Rúnu við Orkuveituna var þessi litla famelía plögguð í þetta.
Núna eru þeir staðsettir í eldhúsinu þar sem fólkið mitt á að skrúfa öðru hvoru frá krananum með heita vatninu og þykjast vera voða eðlileg, þrátt fyrir sterk ljós og myndavél á þeim. Þetta á svo allt að koma út - ekki snargelt - heldur eins og að tökuliðið hafi verið fluga á veggnum inni í eldhúsi og á baðherberginu.
......Jájá.. ég veit hvað þið eruð að hugsa með baðherbergið.. en svarið er NEI!! Ég verð EKKI í baðkarinu.. Æ em not þe múvístar in þe famelí jú nó.. Það var reyndar eitthvað viðtal við mig fyrir einhvern þátt þegar ég var í grunnskóla.. og svo var ég í einhverri auglýsingu fyrir svona 5-6 árum síðan, en ekkert meira extrím en það sko. (Tja.. nema maður taki með myndirnar sem ég, Daði, Elva, Ösp og Ingsa (stelpu nöfnin eru frænkunöfn) gerðum þegar við vorum minni. Ein myndin var meira að segja titluð "Ofur-Ósk".. ég sagði ykkur að ég væri ofur hetja ;o) )
Ég veit ekki sko... einhvern vegin gekk mér ekki vel að velja einn af þessum mönnum sem kynþokkafyllsta mel á landinu. Ég valdi þó þann sem mér þótti sætastur af þessum gaurum, svona til að sjá stöðuna.. og viti menn.. hann var bara pjásan sem var að vinna!
Ég verð samt að segja að þetta safn af gaurum er ekkert það bæjarins besta. Hvar er t.d. læknisfræðineminn sem vinnur á nasa? Nákvæmlega!! Sé hann ekki þarna sko.. Enginn af þessum þarna fá mig neitt sérstaklega til þess að anda óreglulega..
Pæling: Af hverju hringir aldrei neinn í mig á skólatíma, nema þegar ég gleymi að taka hljóið af símanum?
híhíhíhí.. Kelly litla Osbourne er að koma sér almennilega í sviðsljósið sé ég. Hefur líklega ekki verið nóg að eiga frægan pabba. Ég held að stelpur sem séu ekki megababes og ætli að meika það í tónlistarbransanum, þurfi að grípa til svona aðgerða til að fá athygli. Klár stelpa.. :o)!! En talandi um Osbournes fjölskylduna, þá er litli bróðir hennar (16 ára) víst mega hössler. Ég sá einhverja grein um hann í Séð og heyrt þar sem var sagt að hann hafi verið að hætta með fyrirsætu kærustunni sinni sem var einmitt 29 ára. Hann var samt komin með einhverja aðra skutlu upp á arminn.
Einu sinni fórum við Palli í billiard. Palli er með svona "thing" að hann leifir stelpum alltaf að vinna. Held þetta sé svona eins og að borða súkkulaðið fyrst af ísnum eða eitthvað.. Þannig geðveiki. Hann hefur samt haldið því fram að hann geri ekki slíkt þegar hann er í einhverjum leik með mér (eitthvað um að ég sé ekki alvöru stelpa.. væri bara Ósk :oP man ekki alveg hvað hann sagði).... en þegar við vorum í pool spilaði ég bara extra illa. Ég var að drullu-tapa þegar skyndilega fór hann Palli að hitta rosalega illa.. Tja.. fyrir utan það að hann hitti hvítu oft ofan í. Þegar ég tók eftir þessu hjá honum, fór ég að spila enn verr líka. Leikurinn var farinn að snúast um að hitta ekki. Stundum skaut ég hvítu þannig að hún var alveg á brilliant stað í drullufæri. Það var gaman að sjá hann "snúa sig út úr því" Svona in the end jarðaði ég einhverjar 5 kúlur og þessa svörtu á sama tíma og hann var að pukrast með síðustu kúluna sína. Mjög dúbíöss sko!
I'm SO on to you Mistör Palli!! !!
Sko mig... bara komin með þrenn loforð um verðlaun ef ég stend mig vel að læra. Það er samt enn pláss fyrir fleiri velunara. Þeir fá alveg að vita námsplanið mitt og hvernig mig gengur og svona.. Er það ekki gaman? :o)