31.7.02

Nú er heldur en ekki glatt á hjalla. Pósturinn Páll læddi bréfi inn um bréfalúguna. Í því stóð skrifað að skatturinn skuldi mér peninga. Ég veit eiginlega ekki hvernig ég á að ráðstafa þeim. Kannski ég ætti að kaupa eitthvað fallegt fyrir vini og ættingja. Kannski ég ætti að versla eitthvað sjálf. Það kemur allt í ljós. Ég hugsa að ég ákveði þetta allt saman þegar þessar 84 krónur hafa borist inn á reikninginn minn :o)
Ef sumir væru við suma, eins og sumir eru við suma, þegar sumir eru frá, væru sumir ekki við suma, eins og sumir eru við suma, þegar sumir eru hjá!
Hann Hlynur kemur með áhugaverðar pælingar um nauðganir. Þetta er alveg rétt hjá pilti og ég held að það ættu allir að fara eftir þessum ábendingum hans. Ég er samt líka með aðra pælingu. Ég held líka að það sé svolítið erfitt að „bjóða upp á nauðganir“. Það stendur engin heilvita manneskja úti á túni með „Gerðu það - nauðgaðu mér“ skilti! Þannig mín pæling er..... Það þarf að gera svipaðan lista fyrir gaura (þar sem að þeir eru oftast gerendurnir sko..), og þá meina ég EKKI gaura sem taka með sér smjörsýru í farangrinum.. Mest af þessu er eitthvað sem hefur heyrst oft.. en ég held að það sé ekkert verra að viðra þetta aðeins fyrir verslunarmannahelgina:
- Nei ÞÝÐIR nei!, klysja.. en sönn og stenst tímans tönn (vá hvað þetta rímaði :oP)
- Ef stelpan/strákurinn hefur ekki rænu á að tala - skal ekki túlka sem já!
- Nauðgun er undir eingum kringumstæðum djók - Ef þú vilt stríða vinum/vinkonum, er þetta EKKI rétta leiðin (heimskulegt að taka fram.. en það eru nú til dæmi um þetta sko)
- Þú ert ekki vinir þínir, vertu sjálfstæður! Þó svo að vinir þínir geri eitthvað, þarftu ekki að gera það sama. Þú veist líka betur en að láta vini þína komast upp með nauðganir ef þú heldur að þær séu að fara að eiga sér stað!
- Finndu aðra leið til að hefna þín! - ef þú heldur að þú þurfir að hefna þín á einhverri manneskju, er þetta ekki rétta leiðin!

Annars hafa allir alveg gott af því að skoða þessa síðu fyrir helgina!
Mér finnst eitthvað hryllilega rangt við það að sjá mjólk í könnum. Mjólk á heima í fernum. Helst svona hvítri fernu sem stendur á Fjörmjólk. Mjólk í könnum er ekki falleg. Heldur ekki mjólk í svona "kókvél" eins og á salatbar Eika. Það er ennþá meira rangt heldur en mjólk í könnum...
Sögustund með Óskímon:
Þegar ég var semi-ponsa, frá 7-13 ára, bjó ég í langri blokk í Kópavoginum. Hún heitir Kjarrhólminn og lítur út eins og Kínamúrinn. Ég bjó á 3. hæð. Á hæðinni fyrir neðan bjó ungur, einhleypur maður. Þar sem að hann var einhleypur, fór hann gjarnan út á lífið um helgar (tja.. veit ekki hvort það hafi verið orsök eða afleiðing, allt sem ég veit að það var staðreynd). Eina nóttina vakna ég upp við það að dinglað er á bjölluna og barið er ákaft á hurðina. Konan sem bjó á móti okkur var fyrir utan var valdur hávaðans og henni var mikið niðri fyrir. Hún fann nefnilega svo mikla reykjarlykt blessunin. Foreldrarnir kíktu út um gluggann og sáu mikinn reyk koma út úr íbúð unga mannsins. Mamma hringdi á slökkviliðið, en pabbi hljóp þegar í stað niður og bankaði og dinglaði á hurðina hjá gaurnum. Ekkert svar kom. Fleirri íbúar bættust við og bönkuð líka. Einhverjir strákar sem voru á leiðinni heim af djamminu áttu leið framhjá stigaganginum og hlupu einnig upp. Þeir ætluðu að brjóta upp hurðina. Þegar þeir voru búnir að lemja hurðina MJÖG fast nokkrum sinnum kemur gaurinn til dyra. Hann er syfjulegur. Þegar hann opnar hurðina kafnar næstum allt liðið fyrir utan úr hósta, en maðurinn sest niður inni í íbúðinni og kveikir sér í sígarettu. Hana reykir hann síðan þarna inni í reykjarmekkinum.
The moral of this story is: Ef þú í sakleysi þínu ert að elda þér mat og sofnar, er svo vakinn af værum blundi af dónalegum nágrönnum, getur enginn neitað þér um sígarettu!
*úff* Ég ákvað að vera pæja í dag, og ekki koma í venjulegum skóm, heldur einhverjum stígvélum. Stígvél kalla á sokkabuxur, þannig ég opnaði nýjan slíkan pakka í morgun og smegði mér í þær, gracefull like a cat! Einhvernvegin næ ég samt alltaf að lykkjufella sokkabuxur. Þessar böstuðust rétt í þessu þegar ég rakst í borðhorn á leiðinni í stólinn minn. Bleh.. ég er greinilega ekki sköpuð til að vera pæja. Ef ég ætlaði að láta sokkabuxur lifa lengur þyrfti ég að standa eins og stytta allan daginn og ekki færa mig hænufet nema með algjörlega útplönuðum skrefum. Ég mætti ekki leika mér eða fíflast. In short þá væri það miklu ódýrara fyrir mig að breyta bara yfir í buxur, en ég bara fíla mig ekki í slíkum, þrátt fyrir augljósa plúsa.
Ég var líka að byrja að taka til í gær, og raðaði eftir tóneringu inn í skápinn minn (jámm... geðveik.. ég veit).. og ég komst að því að ég á 9 mismunandi svarta kjóla og 5 mismuandi rauða kjóla. Þetta eru bara í þessum litum sko. Ég held að þetta sé komið upp í svona í kringum 25 kjóla og 18 pils. Ég get ekki bara laggt öllum þessum fötum! Svo á ég engar buxur lengur :oP Nenni aldrei að kaupa þannig af því að ég nota aldrei þannig.... VÁ annars hvað þetta er örugglega ekki gaman að lesa... *þegiðu Ósk!!*
Ég veit ekki hvað það er, en ég er ekkert sérstaklega örugg í bíl með bílstjóra sem setur á sig varalit á meðan hann er að keyra. Svona all and all finnst mér að það ætti að banna þennan litla spegil sem er á skyggninu bílstjóramegin. Reyndar veit ég ekki hvort það myndi hafa einhver glymrandi áhrif þar sem að baksýnisspegillinn hefur víst verið brúkaður til varalitaásettningar í einhver ár áður en hinn var græddur í bíla..

30.7.02

Fátt eins mikið turn on... Verð að fá mér svona bol!... Svo myndi ég þurfa að skipta yfir í þennan eftir allt turn onið sko!
Ég bara gæti ekki verið meira sammála þessu þó ég reyndi. Batman.is er líka alltaf að verða betri og betri vinur minn. Tilveran verður bara að fara að taka sig meira á. Reyndar held ég hún þurfi ekkert fleirri gesti, en eru það ekki gæðin fram yfir magnið?? HAHA.. neinei.. bara að spauga ;o).. Ég allavegana horfi aftur til hina gömlu góðu daga, þegar gnógt var af sniðugum hlutum á tilverunni, með söknuði!
Brandari frá Írisi (Íris er einmitt aðal Emil brandara sourcið mitt... TAKK ÍRIS!!)
The Seven Dwarfs go to the Vatican and, because they have requested an audience, and as they are THE Seven Dwarfs, they are ushered in to see the Pope. Dopey leads the pack. "Dopey, my son," says the Pope, "what can I do for you?" Dopey asks, "Excuse me, Your Excellency, but are there any dwarf nuns in Rome?" The Pope wrinkles his brow at the odd question, thinks for a moment and answers, "No, Dopey, there are no dwarf nuns in Rome." In the background a few of the dwarfs start giggling. Dopey turns around and gives them a glare, silencing them. Dopey turns back, "Your Worship, are there any dwarf nuns in all of Europe?" The Pope, puzzled now, again thinks for a moment and then answers," Dopey, there are no dwarf nuns in Europe." This time, all of the other dwarfs burst into laughter. Once again, Dopey turns around and silences them with an angry glare. Dopey turns back and says, "Your extreme holiness! Are there ANY dwarf nuns any where in the world?" After consulting with his advisors, the Pope responds, "I'm sorry my son, there are no dwarf nuns anywhere in the world." The other dwarfs collapse in a heap, rolling, laughing and pounding the floor, tears streaming down their cheeks as they begin chanting
"Dopey shagged a penguin!"
"Dopey shagged a penguin!"
"Dopey shagged a penguin!"
Pæling: Af hverju eru til nöfnin Ólafur og Ólöf, Guðlaugur og Guðlaug eða Ósk og Óskar... en ekki Kolbrúnn...
Ekki skoða þetta! Ég fékk bara þörf fyrir að tjá mig!
- 1
- 2
- 3
- 4
Mér þykir franskar kartöflur einstaklega góðar. Ástæða?? Frönskukryddið er vanabyndandi. Þetta hef ég vitað nokkuð lengi… en ég get ekkert að því gert… ég get bara ekki hætt. MSG-ið kallar á mig og ég fæ mér franskar aftur og aftur. It’s my drug of choice. Annars ætla ég að vera hroðalega healthy þessa vikuna eins og þá síðustu. Gelluvæðingin er byrjuð and there’s no stopping it!! …..♪♫Gellast meira og meira… meir’ í dag enn í gær… ♪♫
Sá einhver fear factor í gær? Ég sá tvær seinni þrautirnar. Þetta er svo sem sniðugur þáttur, en það sem pirrar Óðk er attetjútið í þessu fólki. Maður veit svo sem að þau eru peppuð upp í að segja: Ég á eftir að vinna af því að ég er svo æði og frábær og ég er miklu klárari en allir hinir. But guess what! Þegar þú átt að éta 5stk svínaleg skiptir rosalega litlu máli hvað þú ert æði. Það sem mér fannst fyndnast við þetta var að stjórni-gaurinn (sem er alveg sama týpa og allir sem koma í þáttinn) sagði: COME ON!! I watched an intern do it do day for $50! Það meikar alveg sense.. einhverjum þarf að prufa þetta á. Súrt samt að geta ekki kyngt þessu fyrir $250.000 gaura.

29.7.02

Ég fór í bíó með Maddlú og Palla. Við sáum drekamynd. Hún hefur ekkert verið að fá spes dóma, en mér fannst hún fín. Ég undirstrika aftur þá staðreynd að maður verði að fara á myndir með réttu hugarfari. Þessa mynd á að fara á, með fulla vitneskju á að hún gangi einungis út á baráttu á milli dreka og manna. Ef þú verður fyrir vonbrigðum með leik og þunnan söguþráð, er það bara vegna þess að þú ert kjáni. Maður fer ekki á svona mynd með von um annað en menn v.s. dreka action!! :o) Ég gef ykkur reyndar líka leyfi til að vonast eftir kick-ass cool drekum! Þeir voru miklu svalari en t.d. Draco. Hann var bara lítil píka í samanburði við þá þessa! Sérstaklega aðal drekann. (ég er búin að lesa of margar ævintýrabækur er það ekki..??)
Anywho... Þórir - takk fyrir Hallelujah lagið.. Þú ert góð sál! :o)
Tuborg gold er besti bjór í heimi!
Það er fátt meira scary en að borða næst síðustu pilluna á pilluspjaldinu. Maður veit að hið óumflýjanlega nálgast eins og óð fluga (orðaleikur :oP). Er meira að segja hægt að telja dagana á fingrum annarar handar núna. Jæja.. fátt hætt að gera nema að þykjast vera hugaðari manneskja en maður er:
BRING IT ON!
Þetta próf segir um mig:
You are seeking an affectionate relationship, offering fulfillment and happiness. You are capable of powerful emotional enthusiasm. Deep down, you are a kind loving person, always helpful and willing to adapt yourself if necessary to realize the bond of affection that you desire. But you need the same consideration and understanding from others and it is this need that will sometimes hold you back... so let go, trust and you may pleasantly surprised at what happens.
You enjoy taking part in anything that may constitute fun and excitement. You need to be stimulated and need to feel that 'Life is worth living' and you are awaiting that stimulation and you don't particularly care where it comes from!....

BLUE personalities are the most creative and artistic of all of the colors. Imagination is your middle name and you love to express your mind freely. You are a true visionary who usually makes your dreams come true!

Fyndið.. það var aldrei nein spurning um hvaða lit ég myndi velja næst í þessu... ég er með svo ákveðnar hugmyndir hvað sé uppáhalds.. :oÞ

Mood-indicatorinn minn hefur sagt skap mitt vera:
Einu sinni:
adored, amused, angelic, athletic, awesome, bubbly, cheerful, chilled, clueless, cold, demonic, dreamy, forgotten, full, funky, groovy, hurt, ignored, impish, lovestruck, magical, poetic, powerful, sunny, super, swanky, tickled pink, unreal, warm, zesty
Tvisvar sinnum:
asleep, blonde, clean, curious, smitten
Þrisvar sinnum:
bored, desparete, excited, infatuated, jolly, joyful, pmsy,
Viltu sjá sætar kiður eins og þessa eða þessa??? Værir þú til í að gefa þessari kisu einkunn? Kíktu þá á ratemykitten.com og týndu þér í kisu-stuði!
Ég þarf að taka til í herberginu mínu. Það stendur nefnilega til að halda sjötugsafmælið hans afa í húsinu heima í þessari viku. Ég hef ekki tekið til ansi lengi, enda hef ég aldrei reynt að sannfæra neinn um að mér þyki það gaman. Mér líður best í skipulagðri óreiðu. Þegar ég var lítil notaði ég t.d. alltaf "henda undir rúm" og "henda inn í skápa og skúffur" taktíkirnar. Svo bjó ég bara um rúmið með rúmteppi og lét það ná alveg niður á gólf svo að draslið undir rúmi væri hulið. Ef ég væri psycho-cleaner.. myndi ég missa allt sem er gott og fallegt í sambandi við mitt identety. Gleðin myndi hverfa úr augunum og smámunasemisgenið myndi virkjast um of.
Tiltektin þessa vikuna verður meiri námugröftur en eitthvað annað. Ég held ég þurfi stóra skóflu og hjálm með vasaljósi. Nokkrir svartir ruslapokar kæmu sér heldur ekkert illa.

I've heard there was a secret chord
That David played, and it pleased the Lord
But you don't really care for music, do you?
It goes like this
The fourth, the fifth
The minor fall, the major lift
The baffled king composing Hallelujah

Hallelujah, Hallelujah
Hallelujah, Hallelujah

Your faith was strong but you needed proof
You saw her bathing on the roof
Her beauty and the moonlight overthrew you
She tied you
To a kitchen chair
She broke your throne, and she cut your hair
And from your lips she drew the Hallelujah

Hallelujah, Hallelujah
Hallelujah, Hallelujah

Maybe I've been here before
I know this room, I've walked this floor
I used to live alone before I knew you
I've seen your flag on the marble arch
love is not a victory march
Its a cold and its a broken hallelujah

Hallelujah, Hallelujah
Hallelujah, Hallelujah

There was a time you'd let me know
What's real and going on below
Remember when I moved in you?
The holy dark was moving too
And every breath we drew was hallelujah

Hallelujah, Hallelujah
Hallelujah, Hallelujah

Maybe there's a God above
And all I ever learned from love
was how to shoot at someone who outdrew you
Its not a cry you can hear at night
Its not somebody who's seen the light
Its a cold and its a broken hallelujah

Hallelujah, Hallelujah
Hallelujah, Hallelujah
Hallelujah, Hallelujah
Hallelujah, Hallelujah
Hehe.. þegar ég var í DK þurfti ég gjarnan að pissa. Bjór nefnilega gistir ekkert lengi í systeminu hjá mér. Einu sinni stoppaði ég á aðal-lestarstöðinni til að fá mér að pissa, eftir að Siggi hafði lofað snyrtilegum klósettum. Röðin var lengri en nokkrur klósett röð sem hefur nokkurn tíman verið. Ég held að hún hafi náð aftur til svona ’83. Það sem kætti mig samt var það að alveg við klósettinn var hægt að kaupa nærbuxur. Allskonar sko… g-string og allt. Það er líklega ef maður verður fyrir slysi á leiðinni á klósettið í þessari löngu röð. *thíhí*
Velkomin/n á fætur! Það er víst eitt af þessum mánudagsfyrirbærum í dag sem þýðir að það sé alveg heil vika í næsta slíkt! Jeiij!! :o). Mér tókst að viðhalda "vakna kl. 6:30 og hreyfa á mér rassgatið hefðinni" í morgun.. ég er svooo dugleg. Ég ætti að fá verðlaun! Ég veit alveg hvaða verðlaun mig langar í...- á einhver "halelúja" lagið úr Shrek? Mér finnst það svo afskaplega fallegt og sætt og mig langar í það en hef ekki nennt að afla mér upplýsinga um það so far! Ég yrði svoooo glöð ef einhver myndi senda mér það :o)

28.7.02

Vá.. það er bara engin takmörk fyrir því hvað ég á myndarlega fjölskyldu. Sannanir?? Okay.. :o)
- 1
- 2
- 3
- 4
- 5
- 6
- 7
- 8
*vakn*.... *smjatt* úff.. Djammbragð í munninum. *bzzzzzzzzz* (OJ nei dóninn þinn.. þetta er EKKI það.. þetta er rafmagnstannburstinn minn).. Vá! Talandi um bad hairday! hehe.... *greið* There! That's better! *rót í nýjufatahrúgunni* AHA!! Well hellooo there mistör pils! *klæð* Sko mig... *kíkj í spegil* pff.. sybbuleg.. en það er sunnudagur.. mér er sama.. *setjast fyrir framan tölvu vinkonu mína. Tvíklikka á blogBuddy táknið* *skrifa þetta kjaftæði inn* hehe.. Nei.. ég er ekkert skrítin.. I actually know what I'm doing! I didn't spend 12 years in kindergarden because I'm stupid!! (eh.. why then??) I got my foot cought in the radiador!
Næst ætla ég að taka smá til fyrir heimkomu þeirra eldri og vitrari.. tja.. og þeirra yngri og myndarlegri... Gleðilegan sunnudag by the way!
Jæja.. ef einhver dansar utan í mig EINU SINNI enn fokking slít ég af þeim hendurnar og lem þau til dauða með þeim. ARG!! hvað er líka með svona gaura sem skrækja á eftir manni þegar maður er að labba einsömul?? HEY!! BÚBÍS!! ....eða... úúú.. hvert ert ÞÚ að fara? eða HEY!! Bíddu.. ég þarf svo að tala við þig!! eða bara svona týpur sem hoppa í veg fyrir mann og halda að þeir séu geðveikt fyndinir... Hey!! I know! Shut the fuck up you trailer trash scum!!
Heh.. fyrir utan þetta... var mjög fínt á djamminu :o)

27.7.02

Jæja.. ég er búin að setja kjúklingabringurnar í mareneringu, skera niður salamíið, sveppina, hvítlaukinn og blaðlaukinn og setja súkkulaðihúð á jarðaberin. Núna verður ekkert mál að elda í kvöld. That's right.. Ég ætla að elda! Mér finnst það alveg afskaplega gaman skal ég segja ykkur. Ég ætla að hafa tagliatelle með hvítlauksrjómasósu og grilluðum kjúklingabringum, og súkkulaðihúðuð jarðaber og toll free booze í eftirmat.
Vill einhver segja mér af hverju ég er einhleyp?? Hehehheeh

Já.. og note to self: Skila spólum :oÞ
Fyndið... orðið nowhere getur verið splittað upp í now here.. án þess að breyta stafaröðun. I was nowhere.. but I'm now here... Heh.. líka ef eitthvað er óhollt... er það þá gegnheilt?? heheh.. Æji.. fyndið hvað maður spáir þegar maður liggur í leti uppi í sófa og horfir á Bold and the Beautiful maraþon (jámm.. this is the part sem þið eigið að hneykslast á mér fyrir að horfa á bold and the beautiful.. en mér er ALVEG sama.. *fnuss*). Ég annars heyrði þvílíkt Bold scoop um daginn. Bridget eignast kærasta og mamma hennar stelur honum af henni.. hehe.. *úff* Það líka vantar bara upp á þar sem kjeddlíngin hefur verið með gaur, syni hans, en aldrei tengdarsyni.. *heilarýrnun*
Það er ekki fallegt að vakna fyrir átta á laugardagsmorgum. Ég held eiginlega að það sé barasta ólöglegt... kæmi mér allavegana ekki að óvart. Well... I broke the law.. Kannski ég geti bætt þetta allt saman upp með því að leggja mig aftur *geysp*

26.7.02

Af hverju fékk ég engan pakka? Ég er "webmaster" er haggi??
Pæling: Hvaða viðbjóðslega úrkynjaða útvarpsstöð spilar enn "Hey Baby"?? Þetta er eitthvað það ömurlegasta lag sem gert hefur verið á þessari plánetu... Veit þetta fólk virkilega ekki hvað þetta er VONT lag? *urrr* vont *urrr*
Staða: vatnsglös - 14, klósettferðir - 6.
Jamm fer að meðaltali 1x á klukkutíma.. Það er svoldið mikið. En ég súpi fullt af vatni líka. Einhverntímann heyrði ég að maður ætti að vera svo mikil gella af því... en ég sé mig ekkert verða neitt meiri gellu. Samt er ég búin að súpa mikið vatn í allt sumar! Er líklega bara auglýsingaplott hjá eh... *hugs* Gvendabrunnum..... eða eitthvað. En anywho.. nennir einhver að senda mér Emil? Mig langar svo óskaplega í slíkan!
Hey.. fyndið... Þessi stelpa var líka að pæla í hárlit.. og á undan mér. Ég sem hélt að ég væri alltaf fyrst með fréttirnar :oÞ
Sumir velja bara stelpur með sítt, dökkt hár sem hvarsermeríkringumhádegistelpur. Tilviljun? Ég held ekki!! Ég er svoldið að spá í svona dóti. Ég á einmitt einn vin sem fílar BARA stelpur með sítt, dökkt hár og annan sem vill bara gellur með sítt ljóst.
Hárlitur á gaurum sem mér finnst vera sætir hefur verið nokkuð einhæfur líka. Ljóst hár eða einn spes tónn af dökkbrúnu hári eru lang vinsælastir hjá mér, og svona come to think of it.. held ég að ég hafi aldrei verið skotin í gaur sem var ekki með annan hvorn af þessum hárlitum.
Ef að fólk hefur verið gift í nógu mörg ár myndar það svo sniðug tengsl. Fólk þekkist orðið of vel.
Amma: Já.. hann Stefán? Var hann ekki sonur hans þarna... æji.. hvað heitir hann? Þú manst það Daði!
Afi: *labbar inn í stofu* Hans hvers?
Amma: Æji.. þessi með nefið
Afi: hmm.. nei.. ég man ekki eftir honum..
Amma: Jú... þú mast alveg... þessi þarna frá Austfjörðum...
Afi: Nei.. ég kannast ekki við það
Amma: jú.. þú veist alveg hver þetta er!
Afi: Já! Með göngulagið?
Amma: Nei.. það var annar... Þetta er þessi með nefið.
Afi: Sæmundur?
Amma: Já, alveg rétt! Gunnar hét hann!!!
Í dag.... er sætagauradagur! Það getur bara engan vegin verið slæmt! Sætir gaurar bara flokkast að mér í dag, kátir eins og gnýr á fengitíma! (Gnýr þrír, Gnýr þrír.. er beðinn um að koma fram í upplýsingar... hehe.. þessir Gnýja brandarar eru tileinkaðir Daða stóra bróður..)
Hvernig stendur annars á því að lénið: www.iLoveOsk.com hefur ekki enn verið keypt?? Mér finnst eiginlega að einhver ætti að kaupa það og búa til fallega síðu tileinkaðri ykkar einustu Ósk. Það er ekki eins og .com lén kosti eitthvað mikið... bara $9.95 fyrir árið.. Það væri allavegana ÓSKaplega sætt sko! Myndi örugglega baka Betty Crocker smákökur handa lénshafanum (af því að þær eru svo ógísslega jömmí).. Annars væri www.WeLoveOsk.com ásættanlegt ;o)
Svo langar mig líka í sólarrafhlöðu fyrir allt rafmagns dótarí, af því að það er mega sniðugt!!
Núverandi staða annars - Vatnsglös - 6, klósettferðir - 2!
Það var í fréttunum eitthvað um danska konu sem gengur með níbura. Váááááá.. Níu börn? Níu ungabörn?? HELLÓÓ! Hann Óli litli frændi er nú bara einn en tekur samt nógu djö... mikla orku og tíma :o).. Margfalda með 9??? *úff*
♪♫ Hey, kid... shake a leg... maybe you're crazy in the head... baby.. ♪♫
Ég var að spá… Um daginn sá ég myndina Bedazled aftur.. Það sem ég er að velta fyrir mér er þegar hann var ótrúlega klár, heillandi, myndarlegur, vinsæll.. allt það.. Lifði MJÖG góðu lífi.. en var hommi. Why should he care? Af hverju að fara til baka aftur þegar allt er voða perfect? Hefði svo sem mátt droppa þessum gaur sem hann var með í scetsjunni… en.. annars var allt ægilega fínt. Ég allavegana furðaði mig mikið á þessu…

25.7.02

Af hverju eru ekki til curlyfries á Íslandi? Af hverju er ekki til taco bell á Íslandi??? WHY? WHY??
Ég þarf að redda mér saumaklúbbsnafni. Í öllum saumaklúbbum eru mikið af konum sem heita eitthvað eins og Sassý, Bogga, Bíbí, Lella, Lóló... o.s.frv. Mér vantar þannig nafn sko... Wrestling nafnið mitt er "The Wish", ofurnafnið mitt er "Ofur-Ósk", DJ nafnið mitt er "DJ ÓK"... nú vantar mig saumó nafn..
Tek við tillögum hérna!
Aron Egill, litli frændi minn sem er núna 1 og hálfsárs hefur gríðarlegan húmor. Ef einhver í sama húsi og hann fer á klósettið hleypur hann á eftir þeim og segir: Kúka, Kúka!! Og það gerir fólk vandræðalegt, sérstaklega kvennfólk sem reynir að útskýra fyrir honum að það ætli að pissa. Hann hlustar ekkert á þannig lygar sko og endurtekur fyrra orðið aftur.....
Það besta við djobbið sem ég er í eru allir stimplarnir. Það er gaman að stimpla. Ég er t.d. drottnari eins stimpils sem er ALDREI eins... hann hækkar sig alltaf um einn við hvert stimpl. - It's my fav. stampöl.
svo er:
GREITT
25. JÚLÍ 2002
MEÐ BANKALÍNU
svoldið uppáhalds.. af því að hann stimplar með látum....
Pfff.. er það ekki svoldið lame ef ég fæ svona: „Viltu giftast mér“ fan maila frá einhverjum gaur.. og svo er hann bara að senda einhverjum ÖÐRUM gellum svona líka? Vill hann þá bara giftast MÖRGUM stelpum.. eða er hann að bíða eftir því að einhver segi já svo að hann geti nú gift sig á annað borð? Ég vill sko ekkert giftast einhverjum sem er biðla til annara stelpna líka.. *fnuss*…
Gifstu þessu [insert dónalega puttabendingu]!!!
Pæling: Af hverju var ég spurð í bak og fyrir hvort ég væri með eitthvað oddkvasst í handfarangrinum (eins og t.d. naglaskæri eða naglaþjöl) í tékkinninu, en gat svo keypt mér blýanta og svona í fríhöfninni þegar ég var komin inn?
Það sem hræðir mig... er EKKI það að þessi peysa kosti $69.99 með 62% afslætti. Það sem hræðir mig... er að einhver, einhverstaðar þarna úti... er að lemja hausnum utan í vegg, vegna þess að hann keypti peysuna á $185.00 og hafði ekki efni á að kaupa buxur í stíl............
Góðan og blessaðan daginn. Vitiði bara hvað?? Í morgun vaknaði ég klukkan 6:30!!! Jájá.. ég veit að þið hafið oft gert það.. en við erum ekki að tala um ykkur hérna. Við erum að tala um MIG!! Ég fór á fætur, stillti Símon á countdown timer 30 mín, orbaði fyrir framan Ísland í bítið og svo fór ég í sturtu. Síðan fékk ég mér Special K og tannburstaði mig vel og lengi. Why you ask?? Æji.. ég þarf að sporna við þessari living too well þróun sem átti sér stað úti. Of mikið af of óhollum mat of oft.
Talandi um mat! Amma og afi hafa líklega haldið að ég myndi svelta þar sem að foreldrar voru ekki á landinu til að fóðra mig. Þau freystuðu mín því með uppáhalds matnum og buðu mér í heimsókn kl. 16:30. Eftir frábæra matinn sat ég og blaðraði við þau til 21:30... totally lost track of time. Þau eru best í heimi. Amma - ef þú ert að lesa þetta (sem gæti vel verið þar sem hún átti stóran þátt í að koma tölvuáhuga fyrir í kollinum á mér með kings quest spilum og fleirra þegar ég var í heimsókn sem ponsa) Takk fyrir mig ;o)
Gaman þegar allir í fjölskyldunni manns eru æði.. hehe..

24.7.02

Pæling: Ef ég ætti fimmaura fyrir alla fimmaurabrandarana mína... ætti ég marga fimmaura.
Af hverju er haribo dýrara í Danmörku en á Íslandi?? Á haribo ekki heima í Danmörku?? Þar kosta 100 gr 12,95 danskar (c.a. 152 ikr), en hérna í Bómuss eru 100 grömminn á um 99. *puzzled*
Ég meika ekki vespur. Líklega einu svona algengu dýrin á þessum slóðum sem ég er bara engan vegin að fíla. Ástæðan er líklega útlandaferðir í æsku. Maður var alltaf étandi eitthvað sætt eins og frostpinna og þeir settust alltaf á munninn á mér. Ég bara panikkaði. Hehe.. scared me for life. Anywho, þá er gott ráð við að fanga geitunga þegar þeir koma inn til þín ekki það sem ég notaði lengi vel (setja í glas, setja blað undir og henda út), heldur bara að ryksuga helvítis bastarðana!! Take that you geitung!! *ryksug*
Hann mood indicator var að breytast í fyrsta skiptið síðan 15. júlí. Núna segir hann að ég sé saddur.. og það er bara alveg rétt hjá honum!! Ah... mood indicator.. you know me so well!
En annars.. þið sem pöntuðuð ♪♫Aint no sunshine when she's gone♪♫ á tjéddlíngabókarastöðinni: Eruð þið ekki búin að fatta að ég er komin heim?? h0h0h0
Að ferðast ein.. að ferðast ein. Hmm..kostir og gallar.
Kostur: Maður fær kannski heila sætaröð í flugvélinni bara fyrir sjálfan sig.
Galli: Ef maður situr á barnum í Leifstöð, drekkandi bjór ALEINN… lítur maður út eins og korter í þrjú kind frá því í "gamla daga".
Í morgun á meðan ég var að tannbursta mig með nýja rafmagnsgaurnum kveikti ég á "Íslandi í Bítið". Þar var verið að gera make-over á einhverri gellu og var hún öllu ljótari eftir make-overið..... Ah... tískan.. fickle master of people..
Hælaskór… hælaskór.. .hælaskór. Satanískir en hjálpa samt stúlkum sem eru 162cm að vera stærri… Ekki það að það sé ekki ógísslega flott og kúl að vera 162 sko!! En allavegna.. ég hef svolítið verið að spá í einu. Er ég eina manneskjan sem finnst það vera VIRKILEGA hallærislegt að sjá stelpur í gallabuxum og hælaskóm? Bara.. *úff* mér finnst það algjör hörmung. Gallapils og hælaskór eru allt annað mál.. Annað sem ég er að spá í… er þegar maður sér skvísur í sjónvarpinu sem eru í dansi. Þær eru í svona pinna, drápshælum og hoppa og skoppa um á þessu…. *GVÖÐ* hvernig er þetta hægt??? Beats me sko.. totally!
Jæja.. skvísan ykkar komin í vinnuna aftur eftir frí. Það var ótrúlega lítið pirrandi. Líklega vegna þess að klukkan "mín" er enn 2 klst á undan þessari á íslandinu þannig ég vaknaði í rauninni kl. 9:30, en ekki 7:30. Anywho.. hér hafði ég hugsað mér að hafa smá review á söfnunum sem ég fór á þessa vikuna:

Thorvaldsen-safnið: Thorvaldsen er gaur sem Íslendingar vilja meina að hafi verið íslenskur. Ef hann var íslenskur.. var Leifur heppni norskur.. we really can't have it both ways sko. Þessi melur átti nefnilega íslenska foreldra en bjó í Danmörku allt sitt líf. Hann er sagður vera besti myndhöggvari dana... og Íslendingar segja að hann hafi verið næstbesti myndhöggvari íslendinga.. til að vera fyndnir. Allavegana. Hann gerði ósköpin öll af styttum. Stórum sem smáum, sem allar áttu það sameiginlegt að vera með gaurum sem voru bara á typpinu. Stytturnar voru engu að síður mjög fínar þó að gaurarnir hafi kannski ekki verið.. þússt... well equiped. Ég gef þessu safni 2 og hálfa Ósk af 4!

Erotica museum: Ég kíkti þangað með honum Sigga. Siggi.. þú ert að lesa þetta.. ég veit :oÞ.. hehe.. takk fyrir þennan laugardag.. it was like totally fun ;o)... Allavegna. Á þessu safni voru líka allir á typpinu... sko... á myndefninu - ekki gestirnir. Typpi og túttur takk! Þarna var rakin saga erótíkur og kláms frá tja.. næstum örófi alda. Mér fannst þetta safn einhver sú almennsta snilld.. Það eina sem vantaði var svona gjafavöruverslun þar sem ég hafði getað verslað dónaspil eða eitthvað handa fólkinu hérna heima. Hvað segir: Ég hugsaði til þín! Meira heldur en spil með túttum!?? Niðurstaða: 4 Óskir af 4!

Ordrum gaard: Mikil vonbrigði. Mér var lofað myndum eftir Degard og Manet (borið fram Mónej sko) og hlakkaði ÓSKöpin öll til að sjá þær, enda listaspíra :oP.. Heyrðu. Þegar ég mæti á staðinn segir konan: Já.. vinan.. frægu frönsku málverkin okkar eru í heimsókn í bandaríkjunum, en öll dönsku eru inni. Sjibbí.. dönsk málverk.. *fnæs*.. Þau voru svo sem ekkert slæm, en samt ekki Degard, (reyndar voru 3 málverk eftir Manet þarna enn sem redduðu þessari ferð). Safnið fær 1 og hálfa Ósk af 4!

Fiskasafnið: Ég veit ekki alveg hvað það hét. Þetta var allavegana svona sædýrasafn eiginlega. Mér fannst það æði. Þarna var fullt af fiskabúrum og allskonar fiskar. Allt frá ýsum til piranafiska (sem erum með glimmeri í sér.. ég vissi það ekki). Það er alveg ótrúlegt hvað er til mikið af fallegum og furðulegum fiskum í heiminum og mér fannst alveg totally þess virði að sjá þetta. Það sem mér fannst samt fyndnast var það að fiskarnir voru styrktir af fyrirtækjum. T.d. var Hrökkállinn styrktur af rafhlöðufyrirtæki og Styrjurnar af kavíarfyrirtæki. Þetta kætti mig mjög. Ég held ég ranki þetta sem 3 og hálfa Ósk.. þar sem ég vill ekki skyggja of mikið á Erotica museum.

23.7.02

Hey! If anybody cares þá var ég að setja myndir inn í albúmið mitt, nánar tiltekið partýhlutann. Þetta er úr sama partýi og síðast, bara annar tökugaur, nánar tiltekið Maggi. Ég er að reyna að þykjast vera gella á einhverjum myndunum, en þið látið það ekkert á ykkur fá er það??! Ég kenni Miller um... (NEI!! MILLER!! fyrirgefðu.. ég myndi ALDREI gera þér neitt slæmt...)
Mát í beinni:
*opna tösku* fyrsta sem kemur í ljós er... *daddara* mynd sem ég teiknaði úti.. :oÞ pfff.. ekkert spennó
*rót* AHA!!! Poki!! *opn* *noh* eitt gallapils, eitt brúnt pils, eitt svart pils og kjóll í þessum poka
*stripp*
flík: Gallapils, blátt
*kíkj í spegil*
niðurstaða: Góð kaup.. Very mötsj só

*stripp*
flík: Pils, baise
*kíkj í spegil*
niðurstaða: Var undir áhrifum kaupæðis. Ég verð örugglega einhverntíman í þessu.. ef annað er durllugt..

*stripp*
flík: Pils, svart
*kíkj í spegil*
niðurstaða: nokkuð stutt en fín kaup

*stripp*
flík: Kjóll, blár
*kíkj í spegil*
niðurstaða: úúú.. ýkir tútturnar geðveikt marr. Fínn svona everyday kjóll

*rót í tösku*
AHA!! Poki með síðum frakka og tveim skyrtum

*stripp*
flík: ljósbrún skyrta
*kíkj í spegil*
niðurstaða: Þetta er skyrta.. þær eru bara.. skyrtur.. fín kaup sko..
(nenni ekki að máta bláu af því að hún er alveg eins og hin)

flík: Síður frakki, baise
*kíkj í spegil*
niðurstaða: VÁ!! Hann er ÆÐI!! Það að þessi jakki hafi kostað 299 danskar... er bara beond me. Þessi mun taka sér sinn réttmæta sess (hah.. ég skrifaði sex fyrst.. dóninn ég) við hlið síða leðurjakkans míns... *highfive* ósk.. þú ert BEST

*rót í tösku*
*stripp*
flíkur: Allskonar nærföt, 4 mismunandi sett
niðurstaða: Flott kaup. Fín nærföt.. skrítið samt hvernig 34C getur verið sitthvor stærðin eftir búðum :oP.. hvað er með það?? Sumt er perfecto og annað svona í það þrengsta.. en samt.. virkar allt alveg fínt!

*rót í tösku*
AHA!! Poki með 2 bolum og blárri og hvít-teinóttri skyrtu
*stripp*
flík: Hvítur bolur með svörtum blómum
*kíkj í spegil*
niðurstaða: Foxy stöff marr.. Góð kaup

*stripp*
flík: Hvítur bolur með engum öxlum
*kíkj í spegil*
niðurstaða: Hell yeah!! Fínn marr!!
(nenni ekki að kíkja á skyrtuna.. þetta er bara skyrta marr..)

(vá.. finnst ykkur þetta orðið leiðinlegt?? Langt?? Þetta fer alveg að klárast held ég.. ég meina.. ég ætlaði ekki að kaupa neitt held ég :oÞ.. tökum þetta bara hratt héðan.. okay??)

flík: rauður kjóll
niðurstaða: Frábær og sætur. Meira svona hversdags samt

flík: svartur kjóll
niðurstaða: ÚJE!! Ég er búin að finna nýjan djammfélaga

flík: grátt pils
niðurstaða: okay svo sem.. ekkert meira

flík: sítt brúnt pils
niðurstaða: Hvað er með öll þessi brúnu föt?? ég hef aldrei gegnið í brúnu :oÞ.. svo sem ágætt samt. Mjúkt efni.. aaaaa.. æji.. en þægjó.. mmm.. hey!! Fínt pils!! allavegana feels great...

Annað sem keypt var: Snyrtidót og rafmagnstannbursti.. Why?? Veit ekki... kaupæði I guess. All and all. MJÖG góð kaup svona yfir heildina.
Annars gerði ég mikið annað en að versla. Reyndar var ég bara ótrúlega stutt í búðum. Ég segi kannski seinna frá öllu hinu!
Heheh.. takk fyrir þetta blogg my friend.. Ég hefði ekki getað orðað þetta betur sjálf.
Anywho.. eins og þið sjáið - I have returned to my web kingdom. Þessi fimmta pílagrímsför mín til heimalands Haribo var ánæguleg. Mér finnst samt ekkert leiðinlegt að koma heim. Í nokkra daga er ég nefnilega líka drottning veraldlegri kastala en þess á vefnum. Það er fallegt að hafa smá personal space hef ég heyrt. Ég blaðra meira seinna. Ég þarf að sturta mig og fara í matarboð núna...
*túddels*

19.7.02

Hæhæ þetta er Ósk hérna að nota líkama vinar míns til að blogga (svo ég er ekki að blogga sjálf og ekki að svindla þá) til að biðja að heilsa öllum og mér líður rosalega vel hérna í Danmörku og hafiði það bara gott og ég hlakka til að hitta ykkur aftur *knús* bæbæ í bili

16.7.02

Jæjajæja.. kominn tími til að kveðja. Það er búið að hóta mér limlestingum og pakkasviftingu ef ég læt EITTHVAÐ heyra frá mér á meðan ég er úti.. þannig ég efast um að ég verði eitthvað hangandi á net-kaffihúsum og svona.. hehe... Anywho.. þá hef ég smá áhyggjur af Benna bíl. Hann verður aleinn uppi á velli í svona gæslu á meðan ég er úti. Haldið þið að hann spjari sig ekki alveg?
Jæja... I hate good byes.. so.............. *stendur upp og labbar í burtu*
Skjántan ykkar er vöknuð og búin að fara í langt freyðibað. Núna á næstunni er planið að fá sér franskar, klára að pakka og fara svo að burra sér út á flugvöllinn. Þið hafið sem sagt ennþá tækifæri til að ÓSKa mér góðrar ferðar via sms ef þið þekkið númerið hans Símonar.... EÐA... í Emil.. En Emil parturinn virkar bara til svona 12:45!
Hvað gerir maður annars á flugvellinum þegar maður er ALL alone?? Neiiii.. ég vil EKKI tala við fólk sem ég þekki ekki. Hmm.. kannski mér komi eitthvað ráð í hug, ég er samt að stefna á að starta að lesa Terry Prachett bók sem ég fékk í jólagjöf. Það er komið að henni í bókaröðinni. Versla mér líka örugglega eitthvað sem ég þarf ekkert að kaupa. Er það ekki venjan??

15.7.02

Í þessu póski hef ég falið allskonar óþarfa upplýsingar. Þú mátt leita að þeim ef þú vilt!

Hey!! P.S... bara hálftími eftir og svo er ég komin í FRÍ!! í viku!
Hey! Ég sá Moonboots á Vídalín á laugardaginn. Ég hef barasta ekkert nema gott um þá að segja. Ef einhver reynir að halda því fram að það sé ekki gaman að dansa við '80s tónlist getur sá hinn sami verið einhverstaðar annarstaðar! Það eina sem böggaði mig við þetta er það að "#=$7=%& stimpillinn sem ég fékk við innganginn er bara ekki enn farinn af. Sama hvað ég skrúbba og nudda, hann situr sem fastast. Kannski er þetta bara tattú númer 2. Það er ágætt.. ég hefði aldrei haft kjark í mér til að fá mér annað tattú hvort eð er.

Ég á tattú sögu. Jói vinur minn fékk sér tattúúf á stað sem er víst ekkert gott að fá tattú á (OJ NEI!! Ekki þar dóninn þinn!! hann fékk sér á innanverðan fram handlegg.. er víst fullt af taugum og drasli þar). Mér hafði langað í svona drasl síðan ég var ponsa. Jói sagði mér að þetta væri barasta ekkert vont. Hann líkti þessu helst við kitl. Auðvitað tók ég bara frá næsta útborgunardag í tattútöku.
Kvölin fór fram á föstudegi. 5-C var búinn kl. 12 (þetta var í ágústmánuði during my verzló days). Ég fékk ekki útborgað fyrr en svo seint, að ég borðaði ekki morgunmat eða hádegismat. Ég mætti á staðinn og þegar ég settist á sataníska-píningabekkinn var klukkan í kringum 14. Maðurinn byrjaði að setja myndina á öklann minn og svo sótti hann byssudótið. Um leið og nálinn fór inn í húðina hélt ég að ég myndi öskra af sársauka. ÁI!! hvað þetta var vont. Ég vakna enn í dag öskrandi í svitabaði, eftir að hafa endurupplifað þetta augnablik í draumi (okay.. kannski ekki.. en mér vantaði auka dramatík) Þegar leið á tattúgerðina leið mér verr. Ég var að spá í að láta hann hætta eftir útlínurnar.. en vissi að ég myndi aldrei koma aftur til að láta klára dæmið, þannig ég sat kjurr. Mér varð kalt, og mér svimaði. Svo varð mér flökurt. Loksins þegar maðurinn kláraði tattúið stóð ég upp.
Ég var mjög völt og maðurinn greip í brjóstin á mér og sagði: "Ekki detta"... ég veit ekki enn hvort það hafi verið óvart :oÞ.. Allavegana.. lét hann mig setjast niður í stól og spurði hvort ég hafi borðað eitthvað. Ég sagði bara.. Neeehj.. og maðurinn skammaði mig. Maður á víst alltaf að borða fyrir svona hluti, því að annars er blóðsykurinn of lágur og sársauki verður meiri. Eftir smá stund kom þá verandi að sækja mig og ég fór út til hans (- innskot - ég gaf þessum mel Liverpool tattú á upphandlegginn sama dag.. svalt tattú þó ég fokking hati fótbolta, og honum fannst það EKKERT vont heldur.. er ég skrítin eða bara svona mikið weeny?). Áður en ég settist upp í bílinn gubbaði ég fyrir utan tattúhúsið. *vonda tattúhús* Átti það sko alveg skilið eftir kvölina sem það lét mig ganga í gegnum. Kvölin kostaði reyndar bara 6000 kall sem hlýtur að vera gott verð fyrir masó-fest lífs míns!!
Allur dagurinn fór í eymd og sjálfsvorkunn. Kannski ég haldi mig þá bara við þennan stimpil... svona til að ég fari ekki að vilja fleirri tattú seinna!!

Þetta er officially lengsta Pósk sögunnar!
Fyndið þegar risaeðlur eru láttnar vinna við aðstoð við tölvutengd mál. Í gamla daga þegar risaeðlurnar lærðu á tölvur voru þær handsnúnar og músin var bara nagdýr með skottið heftað fast við vélina. Allavegana.. þetta endaði vel... ég sagði heimabankanum að totta bara sína ýsu, bað konuna í símanum vel að lifa (hún má nú eiga það blessunin að hún var þjónustulundin uppmáluð.. en hún gat samt ekki fundið út af hverju einhver villumelding sem átti ekki að koma kom.. reyndi fyrst að kenna mér um þetta.. en svo fattaði hún að ég gæti aldrei gert neitt vitlaust af því að ég er svo æði... þá bara fór hún í klessu og vissi ekkert hvað hún átti að segja..) og burraði út í alvöru bankann. Alvöru bankinn er kvikyndi sem ég hélt að væri næstum útdautt. Ég hef allavegana ekki komið þangað lengi. Viti menn!!! Ég held að stóra systir konunnar í símanum hafi afgreitt mig, nema þessi kunni sko aldeilis sitt fag. Hún snéri greiðsluseðlunum á milli fingrana, og var alveg eldsnögg að afgreiða mig. Ég man ekki eftir því að það hafi gerst þegar ég fór í banka í gamladaga...Kannski þróast risaeðlur með okkur hinum..*hugs*
Ég var að fá sms frá pabba. Hann sagði: Fínt veður, 25 og sól. útsölur að byrja í Lyngby og allt er pottþétt.... *úff* núna verður þessi dagur alltof lengi að líða. Ég er annars búin að vera að hugsa svolítið til ykkar. Hvað gerið þið næstu vikuna þegar ég læt ekkert heyra frá mér? *híhí* ... ég ætla að benda ykkur á gamla dótið mitt. Ég mæli þó sérstaklega með apríl og maí!
Maggi sagði mér.. að af því að það eru engir storkar á Íslandi, komi börnin hérna með skúmunum..........
Hmm.. ég ætlaði að segja ykkur frá hryllilega shallow jpg gaur sem ég sá á 01... Þegar ég fór að sækja urlið á hana var hún bara farin. Kannski kemur hún aftur seinna.. ég veit ekki. Allavegana.. á myndinni var einhver gella og svo stóð fyrir neðan: Viltu verða flott?? og þetta var allt saman linkur á model.is. Vá hvað það er fallegt að höfða til óöryggis unglingsstúlkna á þennan hátt. Mér bara hlýnaði um hjartarætur!

14.7.02

Your GQ (geek quotient) is.... 118.8 (this puts you in the 88.48 percentile.)
Your GQ is about average - your coolness offsets your geekiness
Jáms.. þá vitiði það.. Ég er ekki svo mikið nörd af því ég er svo töff.. *hóst* kjaftæði *hóst*
Váts.. ég var að fá Írafársvibbatextan af Írafársvibbalaginu sendann í pósti af því að ég kalla e-mail alltaf Emil. Það tosar víst í pirring hjá sumum sko. Þetta var hefndaraðgerð sem sagt... Well.. ég hætti EKKI!! Ég vill sko ekki fá neina helvítis e-maila ... ég vil EMILA!!! (það verður sko engin rúta í þessari ferð.. það verður langferðabíl!!!!)
nennir einhver PLÍS!! að minna mig á að vera karlmaður í næsta lífi?? Vá hvað mér er illt í tálsunum. Stígvél eru deffenetly niðjar þess hníflótta.. og ég hef hérmeð lofað sjálfri mér að fara að djamma í íþróttaskóm næst!! *úff* ég á FOKKING eftir að standa við það.. Búin að biðja sæta.15 að minna mig á það og alles!! Gaman samt á djamminu sko!! Hell yeah!

13.7.02

Pæling: Af hverju detta alltaf svona margar íslenskar hljómsveitir ofan í sömu ormagryfjuna? Þær byrja að skíra sig með rosalega löngum fancy smancy nöfnum... og svo nokkrum árum seinna reyna þær svo að stytta nöfnin. Núna eru Land og synir t.d. að fara að kalla sig L&S... (ég held það sé til þess að geta meikað það í hinum stóra heimi) þið verðið að fyrirgefa en það hljómar annað hvort eins og eiturlyf eða department store í London. Hvað kom líka fyrir Síðan skein sól (S.S.sól), Sálina hans Jóns míns (Sálin) eða Skítamóral (Skímó)...?
Note til tónlistamanna þarna úti: Skírið hljómsveitirnar ykkar eitthvað stutt og kjetsjí til þess að þurfa ekki að bakka með allt seinna!!
Annars finnst mér fyndið.. Ég sá í Hjartslætti í Strædó um daginn að hann söngvari í L&S hafði ekki fattað að hann kynni að syngja fyrr en hann var 16 ára. Vellexkjúsmí!! En ég er barasta ekki ennþá búin að fatta að sá piltur kunni að syngja!! ;o).. Er ég svona slow?? HAHAHA
Í gær þegar ég var að keyra til Keflavíkur kom eitthvað snigðut fyrir. Ég veit ekki af hverju en ég hægði á mér niður í 95 km á klst. Þegar ég var að keyra svona hryllilega löglega mæti ég löggunni. Heyrðu vinur sko... Löggan BLIKKAÐI mig!! Ég var á 95!! *grr* ég var svo móðguð að ég gaf næstum því í. *fnæs*
Annars mætti ég líka nokkrum hjólagaurum á leiðinni. Ég veit að þetta á eftir að koma út sem fordómar.... en hvað er AÐ fólki sem kemur til Íslands til að hjóla upp brekkur í rok rassgati? Think about that for a moment!!

12.7.02

Æji það er svo mikið vesen að vera kvenmaður. Ég er núna í þessum töluðu orðum að purfa nýja "Háreyðingaspreyjið" frá veet. Ég nefnilega sá þessa hörmulega corny auglýsingu í sjónvarpinu..(*tíst* ég verð víst að fá lánaða froðu hjá þér af því að ég er loðinn á bífunum eins og karlmaður og kærastinn minn eyðilagði sokkana þegar hann var að reyna að vera sexy við mig.. HAHAHA... Vá hvað þetta er sökkí auglýsing) og MAN ... the sowwy bögger hefur haft áhrif á mig.. Allavegna var debitið straujað, froðan versluð og leggirnir sprautaðir. Hlakka til að sjá hvernig þetta kemur út!
Pæling: Kannski ég ætti að stofna raftækjaverslun. Svo myndi ég biðja einhvern sniðugan birgja um 1000 sjónvarpstæki af bestu gerð. Þegar ég væri komin með sjónvörpin í hendurnar myndi ég taka veð í þeim. Svo bara úbbð.. færi verslunin á hausinn.. og ég væri súr.. en fengi samt pening hjá ríkinu til að borga þau laun sem ég skuldaði og myndi bara missa þessu 1000 sjónvörp sem ég hefði aldrei borgað fyrir á annað borð. Fallegt?
Æji.. ég á líka alltaf eftir að stofna hitt fyrirtækið sem ég ætlaði mér....
Mynd þessi er eingöngu ætluð til heimilis og einkanota hér á landi, en ekki til opinberar birtingar. Opinber birting telst t.d. til sýninga í myndbandakerfum fjölbýlishúsa hvort sem sýnt er gegn gjaldi eður ei. Fjölföldun á efni myndbandsins er með öllu óheimil.

Ég hef horft á of margar myndir er það ekki?? Það er náttúrulega ekki heilbrigt að muna þetta svona næstum því allt... Ég held það vanti smá inn í seinni partinn sko!
Það er næstum því komin helgi. [insert einn kjánalegan brandara um Helga]. Ég hlakka afskaplega til. Ég held að þetta verði frábær helgi... Ég er ekki alveg byrjuð að spá hvað ég mun eyða mínum dýrmæta tíma í þessa frídaga. Ég veit að ég ætla að kíkja á Pétur kjútí í kvöld.. og ég fer að djamma á laugardaginn.. but other than that... the future is a blur. Ég var reyndar að reyna að peppa Magga upp í Betty Crocker bakstur á sunnudaginn.. en ég veit ekki alveg hvað það er að ganga vel :oP.. Mig langar allavegana rosalega að baka. Ég er í bakistuði... I'm gonna bake a difference!! HAHA
Annars held ég meira að segja að það verði gaman eftir helgi líka. Þá mæti ég bara einn dag í vinnuna... og fer síðan til DANMERKUR á þriðjudaginn.. *jeiijj.. jeiijj.. jibbí*
Segið mér aðeins eitt.... Af hverju er ekki hægt að „stela“ hægri beygju hérna á Íslandi, eins og í mörgum öðrum löndum. Það er slatti af gatnamótum sem bjóða upp á þetta. Ein slík gatnamót eru gróðursett ekki svo ýkja langt frá heimilinu hennar Óskar skal ég segja ykkur. Alltaf þegar ég ætla að beygja til hægri á þeim ljósum verð ég pirruð. Já.. alveg svona 1-2 pirruð! Stundum nefnilega er enginn sem maður myndi keyra í veg fyrir. Það er verið að aka í allar aðrar áttir nema nákvæmlega framhjá þér... og þá þurfum við Benni að bíða. Okkur finnst ekki gaman að bíða. Sérstaklega samt ekki eftir fólki. Það er kannski minn baggi að bera... ég veit ekki. Ég hef alltaf verið über stundvís. Ef ég segist ætla að mæta klukkan átta.... er ég komin þá.. (tja.. nema ef um partý sé að ræða. Þá er fashionably late í go sko!!)..Þessvegna verð ég oft ekki sátt ef fólk sem ég og Filipus sækjum lætur bíða eftir sér. *urrrvoff* dónaskapur við mig og minn tíma sko!! Já.. voða var ég komin út fyrir efnið annars.... Í stuttu máli: Ég vill geta „stolið“ hægri beygjum á rauðum ljósum!!!!!!

11.7.02

Minns er að fara í saumó á eftir. Í saumó eru skvísurnar sem voru með mér í bekk í Verzló. Af hverju heitir þetta annars saumó? Það eru alltaf einhverjir vinir mans sem halda að þeir séu sniðugir þegar þeir spyrja: HAHA... og hvað saumaðir þú svo?? *skjótíhaus*... Reyndar þekki ég annan svona brandara. Hann er: "Ósk?? Haha.. má ég óska mér??" Vá.. er sá brandari í alvörunni ennþá fyndinn?? You tell me.. af því ég hef heyrt hann áður þú skilur ;o)
Hehe.. ég var að eignast nýjan besta vin. Eða.. tja.. næstbestavin. Hann heitir Borgþór og hann linkaði á mig. Ég reyndar var ekkert alveg sátt við að ég héti "oskin" með litlu o-i.. en ekki stóru Ói... En ég svo sem lifi alveg við það. Beggers can’t be choosers! Sjibbídúddeldej!!
Helvíti: Þar sem Bretar sjá um matargerðina, Þjóðverjar um brandarara og Ítalar um skipulagið

Himnaríki: Þar sem Ítalir sjá um matargerðina, Bretar um brandarana og Þjóðverjar um skipulagið
Sögustund með Óskímon:
Munið þið eftir Miklagarði? Hann var HUGE stór. Ég meina.. IKEA er nógu stórt eitt og sér núna… en Mikligarður?? *úff* It was like the biggest store that ever was. Mammsí og pabbs fóru gjarnan þangað með okkur að versla, enda bjuggum við ekki langt frá á þeim tíma. Einu sinni, þegar ég var pínupínupínuponsa týndist ég í Miklagarði. Ég var að skoða eitthvað dót og svona.. og bara allt í einu voru allir farnir (HEY!! Shut up in the back! Þau ætluðu ekkert að skilja mig eftir.. *ulla*) Ég ráfaði um þarna og var oðrin ansi hrædd (samt ekki farin að gráta af því að ég er svo dugleg) þegar góðleg stelpa í kjánalegum Miklagarðssloppi spurði mig hvort ég væri búin að týna mömmu. Hún labbaði með mig fremst í búðina og við fórum inn í svona starfsmannabúr með glærum rúðum (þetta var sko fyrir daga BigBrother).. Konan spurði mig hvað mamma mín héti, en ég var aðeins of þriggja ára til að geta svarað strax. Eftir umhugsun mundi ég hvað mamms héti og konan sagði í kallkerfið: „Helga, Helga, þú ert beðin um að koma fram í upplýsingar að sækja Ósk“… Svo var ég sótt..
The moral of this story is: Stórar búðir sem koma ponsum til að týnast fara á hausinn!
Er minns svona leiðinlegur? Það eru allir að linka á alla en enginn að linka á mig :oP... *sækir strik og tekur það upp... held FAST utan um það* Jæja... ég bara segi fnuss og fnæs og held áfram mínu striki... Ég er líka að fara til Danmerkur í næstu viku og EKKI þú *smellígóm*.. og.. og svo er ég líka búin að finna mér lap-topinn sem ég ætla að fá mér og þú mátt sko ekki leika við hann!! *móðg*
Viljið þið sjá sætasta strák í heimi?? Ég á alveg tvær myndir af honum sko.
- 1
- 2
Þetta er semsagt guðsonurinn hennar Óskar, sonur Daða stórabróður og Rúnu kærustunnar hans. Hann verður 6 mánaða bráðum. Algjört uppáhalds :o)
Núna eigið þið eftir að halda að ég sé eitthvað veik á geði... but here it goes. Mér þykir línurnar á bönönum ógeðslegar. Þið vitið hvað ég á við - þessa spotta sem hanga utan á bönönum. Ef ég ætla að fá mér banana þarf ég að taka hann alveg úr hýðinu og fjarlægja hverja og eina línu fyrir sig. Svo finnst mér líka svona svart á þeim alveg afskaplega creepy. Ég vil bananananananana mína nýja, og harða (hehe. úúú.. dónó).. Þeir eiga ekki að hafa línur.. og þeir eiga ekki að hafa svona brúnt utan á hýðinu sínu.

10.7.02

Hey! Ég gleymdi að segja það áðan! Þið skuldið mér eitthvað sem við gleymdum að veðja upp á. Ég nefnilega fór bara víst í apótek í gær. Þið verðir bara að gjöra svo vel að punga út. Ég gef ykkur leyfi til að velja hvað við hefðum getað veðjað upp á... ;o)... Þið skuldið SAMT!
Æji... stundum ættu sumir ekki að ibba sig. Fólk hefur bara visst mikla þolinmæði.. og maður ætti í alvörunni ekki að ýta of fast!
A Krafty Kisser enjoys being playful and prankish. You're the kind of person that is naturally more frisky and even a little mischievous. You like to pull and run your hands through their hair, creating that combination of pleasure mixed with a tad of pain. You like to be random with kisses, and vary in the kinds of kisses you want to give. The kisses can be from sexy and seductive to sweet and smooth. Variety is your spice in life. You enjoy being spontaneous and will kiss anywhere, especially in public places where it becomes more thrilling to you. Be careful not to play too many games, you may loose track of how your partner is feeling. Make sure your partner is comfortable with all your various kissing levels. Overall you are certainly the most balanced and experimental of all the kissing styles, and you make kissing fun by creating variety.
Jubb... þá vitum við það!
Ég horfi aldrei á tónlistarmyndbönd. Ástæða? Ég vil dæma lagið út frá eigin gæðum. Ég hef tekið eftir því þegar ég hef horft á myndbönd að viðhorf mitt til lagsins breytist. Ef myndbandið er vont... finnst mér lagið vera mun verra en áður - og auðvitað öfugt. Reyndar er líka önnur ástæða. Mér finnst þetta bara hreinlega ekkert skemmtilegt :oP... *puff*..
Note to self: Nýrnabaunir eru undirrót alls ills. Ef eitthvað slæmt kemur fyrir þig er það bein afleiðing þess að þú hefur lesið um, séð, lyktað eða bragðað af nýrnabaunum á þínu lífi.
Vitiði bara hvað? Ég komst að því að strákurinn sem fékk mig til að skrifa heilt pósk um óréttlætið sem ég er beitt.... er orðinn maður einsamall. Hvað ætla ég að gera í málinu?? Ekki nokkurn skapaðan hlut :oP... Ástæða? Pant ekki vera rebound-chick!!! Önnur ástæða? Hmm... can't seem to think of any...

9.7.02

Ég kíkti á kaffihús með Djúlls áðan. Það var mikið sniðugt. Ég fékk súkkulaðiköku og stöðumælasekt. Það kætti mig alveg ósköpin öll. Stöðumælasektir... *dæs*.. En það er samt upside to all this. Djúlls gerði mér þann greiða að skipta um peru á Benna. Núna, í fyrsta skipti í 3 mánuði, er Benni ekki eineigður. Mikið er hann glaður. Þetta bætti honum næstum því upp niðurlæginguna á því að hafa stöðumælasekt undir rúðuþurrkunni sinni. Svo var líka rosalega góður og sætur strákur sem vann á bensínstöðinni. Strákur.. ef þú ert að lesa þetta... - *blikk*
Af hverju dregur maður alltaf það sem maður veit að maður VERÐUR að gera en nennir ekki? Ég þurfti að fara í apótek á sunnudaginn.. en ég fer í síðasta lagi á eftir.. ég lofa :oP.. Ég er ekki að djóka.. Ég er tilbúin að veðja við ykkur að ég fari í apótek á eftir... Díll?? Díll!!
Vá.. ég held ég sé að fá nýjan jaxl. Hann er alveg að koma upp :o).. Tannsinn sagði að það þyrfti ekki að taka hann. JEIIJ.. Hey.. vitiði hvað tannsinn minn segir líka? Hann segir að ég sé enn með tvær barna tennur. Það sérst ekki neitt sko.. Þær eru ekkert of litlar.. en þær eru samt ekki fullorðins. Það voru nemmilega engar fullorðinstennur undir þeim þannig ég hef þessar bara í staðinn. Þær eru rosalega fínar. Tannsinn sagði að þetta væri "fæðingagalli". Þýðir það að ég sé gölluð? *úff*.. Ef ég væri dót væri ég í discount section og isle five með Ken sem er í white panths after labour day... og Mr.Mörgæs sem er hættur að tísta.... Ég held ég sé samt ekkert niðurbrotin. Mér finnst þessar tennur fínar!
Mér þykir Smirnoff ice gott áfengi. Í raun kaupi ég mér alltaf slíkt ásamt miller ef ég fer í ríkið. Síðast þegar ég fór var allt Smirnoff iceið búið. Ekki nóg með það, heldur var allt bara vodka iceið yfir höfuð búið. Ég leitaði þá uppi Baccardi breezer, þar sem ég hef stundum notað það sem söbstetjút á skemmtistöðum. Ég náði mér í eina kippu af svona kvikyndum sem lítu ALVEG eins út og þessi sem ég hef drukkið á NASA. Heyrðu vinur sko.... þegar ég opnaði fyrstu flöskuna... þá var þetta bara ANANAS Breezer. Hvaða FÍFL framleiðir slíkt? Allavegana.. needless to say... var þetta algjör viðbjóður. Ég er mikið að spá í að taka þessar 3 sem eru eftir og neyða þær ofan í konuna sem afgreiddi mig í ríkinu. Hún hefði átt að stoppa mig.. Öskra eða bara... ANYTHING!.. En hún gerði það ekki... *sniff* Mannvonskan í fólki í dag...... Ætlar hún engan endi að taka?
Í dag er nákvæmlega vika þangað til að ég fer til Danmerkur. Stelpuinni er farið að hlakka ponsu til... ekki það að ég eigi eftir að geta eytt einhverjum pening.. *sjúguppínebba*... en kannski versla ég mér laptop þar... Kannskikannski..... All I know is I NEED ONE!!!
Sögustund með Óskímon:
Mér þykir egg sem eru ekki steikt gersamlega í gegn VOND. Ef rauðan er svona slæmí.. bara GET ég ekki borðað eggið. Reyndar get ég ekki borðað neitt sem rauðan hefur snert á disknum. Jökkí rauða mengar allt sem hún snertir. Í fyrsta skiptið sem fyrrverandi tengdó bauð mér í mat, var einmitt slíkt egg á boðstólnum. Þar sem ég er með kurteisari manneskjum borðaði ég allt þetta gula kömm (ekkert að dissa kömm.. bara vill það ekki endilega gult... eða á egginu mínu...). Ég held ég hafi verið nokkuð nálægt því að kasta upp öðru hvoru... en ég borðaði allt eggið mitt... og allt þetta sem rauðan var búin að smita á disknum. Mér leið eins og ég væri stödd í þætti af "Baywatch nights" þar sem vonda græna slímið var að reyna að taka yfir olíuborðpallinn (Eini Baywatch nights þátturinn sem ég sá.. en hann var SNILLD.. þeir höfðu ekki efni á grænu slími þannig að það var bara sýnt sem ljós á veggjum þegar það var að nálgast... *úff* hvað ég hló vel og lengi af þessum þætti).. En mér tókst þetta á endanum.
Moral of this story is: Ef ég get étið ógeðslega slepjuga eggja rauðu... get ég étið pöddur. - Herra Fear factor maður... ef þú ert að leita að Ósk í þáttinn þinn... er ÉG sú Ósk!
Sá einhver celeb fear factor í gær? Keppendur voru; Steven Baldvin, Baywatch gella, gella úr Days of our lives, melur úr Backstreetboys, einhver old geeser... og... stelpan úr doritos auglýsingunum. Vá hvað það er súrt að vera settur í celeb flokk með "Doritos girl".. Jájá vinur.. þú ert svo lélegur leikari að þú ferð bara í celeb þátt með stelpunni sem leikur í doritos auglýsingum...
Það sem kætti mig mest var þegar miss gella úr days of our lifes (jáv... sami þáttur og Dr. Drake Ramore var í!!) varð fokking snappa head eftir að hafa verið ofan í svona ormum, slöngum og kakkalökkum... og þurfti svo að borða orma til að fá að halda áfram.. Váááá.. hún á eftir að þurfa að fara til sála LENGI út af þessu... Það sem kætti mig minnst var að Mistör old geeser datt út í fyrstu umferð. Hann var svo fyndinn.

8.7.02

Híhí.. ég var að skoða þessa síðu sem ég fann einhverstaðar. Mér finnst hún sniðug af því að hún er með svo mörgum myndum. Myndir eru fínar. Finnst gaurinn reyndar tala aaaaaðeins of mikið um sömu gelluna… gæti allt eins heitað www.Loa-iLoveYou.com.... en það sleppur af því að það eru myndir við hverja frásögn :o) Haltu áfram með fínu myndirnar gaur!!! Sjibbí!
Ég hef aldrei smakkað grillaða banana. Það segja allir að þeir séu über góðir. Af hverju hef ég aldrei smakkað slíka??? Nennir einhver að bjóða mér memm næst þegar þannig gaurar verða grillaðir!?
Annað líka.. Af hverju eru svona margir sætir strákar sem ég þekki að senda mér mynd af sér núna? *úff* Maður bara missir einbeitninguna ;o)... Ég er samt alls ekkert að kvarta sko ;o).... Endilega.. keep 'em flowing!!
Ég held að gaurnum frá Höfn í Hornafirði hafi ekki þótt það sniðugt þegar ég svaraði fyrir Palla spurningunni: "Hverju ertu að sækjast eftir í RVK?" Mér fannst ég ógeðslega fyndin. Ég sagði: Menning, minna um inbreeding og færri kindur. Kannski er kærastan hans kind… þess vegna hefur hann móðgast…
(heheh.. Neinei.. ég er bara að spauga.. þetta var ágætis piltur og kærastans er ekkert kind.. og þótt hún væri kind.. væri hún örugglega yndælis kind!! HAHAHA Speaking of which.. rétt út fyrir bæinn var svona umferða-varúðar-skilti með mynd af kind og lambi.. Það var svo sætt.. sérstaklega vegna þess að 10 mín. seinna kom alveg eins skilti bara með konu og barni... Fannst það fallegt að gera ekki upp á milli íbúana..)
Noh.. það eru barasta tvær myndir af mér og Maju pæju á batman.is undir fyrirsögnunum "tvær sætar" og "kvæs"... Ekki slæmt.. ekki slæmt!
Ég var að setja inn fleirri egó-myndir af mér. Þessar eru úr partýinu sem minns fór í á laugardaginn. Þá héldu sko Árni Maggabróðir og Salvör kærastan hans upp á ammlið sitt. Syrpan inniheldur myndir eins og
- Sjúskverðlaunin 2002
- Rauðuverðlaunin 2002
- Oh.. öll þessi verðlaun eru bara of yfirþyrmandi
Hægt er að skoða þessar myndir og margar aðrar á þessum stað í albúminu mínu
Ástæða:
Ég held að sama ástæða liggi hér að baki og sú sem fékk hjón sem ég þekki til að kaupa 20 flöskur af barnafreyðibaði. Sami hlutur fékk einnig ungan mann sem ég þekki til að kaupa 2 GSM síma, þegar svona “þú kaupir einn og færð hinn á 50% afslætti” tilboð var í gangi. Við erum sú þjóð sem keyrir upp í Hafnafjörð úr Reykjavík til að versla cocoa puffs 200 kr. ódýrara heldur en hægt er að kaupa í næstu búð við heimilið, allskostar sama um þá staðreynd að bensínkostnaðurinn étur upp þennan 200 kr. gróða. Um leið og hluturinn er hinsvegar orðin ókeypis, hugsa allir með sér „hmm… þá bara fer ég einhverntímann seinna”. Ég á einmitt vonda sögu.. Þegar ég var ponsa fengum við bróðir minn 40 frímiða í tívolíið í Hveragerði. Næstum hverja helgi tvö sumur í röð keyrðum við framhjá tívolíinu. Við suðuðum alltaf í mömmu og pabba um að fá að stoppa þar, en þau sögðu alltaf (tja.. nema tvisvar): „Við skulum heldur fara seinna“… jájá.. svo bara fór tívolíið á hausinn… *þurrka tár af kinninni... reyni að bera mig mannalega... sýg upp í nebbsluna* The moral of this story is: Ekki draga eitthvað sem þú vilt gera þangað til að tækifærið er dáið... ókeypis eður ei..
Munið þið þegar rennibrautin í Laugardalslaug kom fyrst? Hún varð alveg hryllilega vinsæl. Þegar mamman mans borgaði mann inn í sund fylgdi með í kaupunum svona armband með fimm ferðum. Um leið og komið var inn í laugina var sko hlaupið að rennibrautinni og farið í röð sem náði upp allan stigann. Þegar upp var komið stóð eitthvað sundlaugastarfsmannakvikindi efst í rennibrautinni og gataði heila, dýrmæta ferð að armbandinu. 5 sekúndum seinna var maður kominn niður aftur og í röðina.
Um leið og það var hætt að takmarka fjölda ferða, dó hypeið. Íslendingum finnst ekki eins spennandi að ganga beint að hlutunum og fá þá ókeypis. Þeir vilja frekar fá þá ódýrt. Ef maður hefði t.d. fundið 3gja miða armband liggjandi á sundlaugabakkanum hefði það verið nýtt til hlýtar. Núna hinsvegar þegar hver sem er getur farið þessar þrjár aukaferðir án þess að vera heppinn eða borga aukalega... er rennibrautin tóm. Ástæða?
Segi ykkur það á eftir.....

7.7.02

Ég er komin heim!! Tja.. reyndar kom ég heim í gær... ég bara fór beint að djamma mér eiginlega. Ég nenni ekki að skrifa mikið núna.. nema það að klósettin úti á landi eru NASTY og funky smelling. Ég er að tala um það að ég fór ekki á eitt einasta svona "pit stop" öðruvísi en að skanna öll klósettin á svæðinu í þeim tilgangi að finna mér eitt sem mér gæti mögulega fundist mér samboðið. Fyrst hélt ég að það væri bara svona vond lykt af Frökkunum í Skaftafelli, en það er víst bara eitthvað all know fact að 1. helgina í júlí 2002 verði manni sko að vera illt í mallakút ef það á að gera mann gjaldgengann á almenningsklósett á leiðinni... híhíhí..

5.7.02

Ég er búin í vinnunni í dag... og er farin á humarhátið ;o)
Tala við ykkur eftir helgi!
Ég fékk eftirfarandi Emil:
Í dag fékk maður dóm í héraðsdómi vestfjarða. Hann var íþróttakennari í grunnskóla þar. Hann (skv. Elínu Hirst) "hafði samræði við tvær stúlkur á fermingaraldri" auk þess að "nudda" þær á undarlegustu stöðum á skólatíma undir því yfirskini að þetta væri "íþróttanudd". Þessi maður fékk 5 mánaða dóm.

Í gær var Árni Johnsen dæmdur í 15 mánaða (!!!!) óskilorðsbundið fangelsi
fyrir að stela skitnum 3 milljónum. Maður þarf semsagt að misnota 6 stúlkubörn til að það teljist jafngilt því að stela smáaurum á borð við 3 milljónir. Gott að vita það.

Frá Ósk: Ef þú fremur brot á borð við Árna Johnsen ferðu í fangelsi í 15 mánuði. Það er ekki slæmt... það er fullkomlega réttlætanlegt enda braut hann lögin sem þingmaður og þannig fólk verður að nota sem fordæmi. Málið er kannski að það ætti frekar að hækka refsingu á kynferðisglæpum fremur en að gera refsingu þessara svokölluðu hvítflibbaglæpamanna vægari. :o)... Það sem ég furða mig hvað mest á... er að ALLIR virðast vera sammála um þetta.... en það er í raun aldrei gert neitt í þessu. Stundum talar einhver um að breyta lögunum, þannig að þau muni taka harðar á þessari tegund af afbrotamönnum… en það hefur ekki gerst ennþá. Ég held ennþá í vonina og mína góðu trú á mankynið.. (ekki enn tilbúin að fella kynsjúkdóm á mankynið sko... :oP )
♪♫ We live in a beautiful world…. Yeah we do.. Yeah we do.. ♪♫
Ef Subway væri ekki svona góður skyndibiti væri ég LÖNGU hætt að borða slíka. Ástæðan er ekki vélarkókið, ástæðan er ekki up-beat og þjónustuliprir starfsmenn..... ástæðan er ekki einu sinni sú að Chicken Faita er hættur að vera á matseðlinum. Ástæðan... er... *bammbammbammbamm* fólk sem hefur svona mikið af súrum gúrkum tilbúið til að setja á söbba hjá saklausu fólki GETUR ekki verið gott... ;o)

4.7.02

Pæling: Getur orðið “kynsjúkdómur” ekki líka átt við um þegar t.d. karl segir: Allar konur eru sjúkar”? Þá er sko verið að dæma annað kynið sem sjúkt…
Jæja... þá er dagskráin fyrir Humarhátíð 2002 komin á vefinn. Ég var að skoða www.humar.is og sá líka að það er til í alvörunni ungfrú Humar.. þannig þetta Ms. Lobster pagent var ekkert út í loftið hjá mér. Af hverju finnst mér annars að ég hafi séð hana áður?? En anywho.. Þá hef ég góða von á því að ég geti smyglað mér inn.. þrátt fyrir það að þetta sé Humarhátíð og ég sé ekki humar...
Sýndar-Ósk er búin að fá góðar viðtökur. Ég var spurð af hverju ég hefði ekki "sex" hnapp samt. Ástæðan er sú að ég vill ekki að hvaða sveitta tölvunörd sem er sé að stunda kynlíf með mínu stafræna-sjálfi. Tillaga um SMS hnapp er samt í hugleiðingu ;o)... Annars er þetta bara prufu útgáfa... Kannski geri ég meiri pæju útgáfu seinna ef ég nenni.... The future is all a blur sko.. Kemur í ljós.. kemur í ljós... Talandi um ljós.. Mikið er gott veður úti.. Váf... gott eins og humar!
Ég er svo hryllilega glöð í dag… Ég bara veit ekkert af hverju. Svona tilhlökkunarfiðrildi í mallakút og ég er vel sofin. Fyrirtíðaverkir hafa engin áhrif á kætina og mood indicatorinn minn er ekki enn farinn yfir í pmsy. Mig langar að fara út að hoppa. Það er svooooo gaman að hoppa.. Hafið þið prufað það? Þá meina ég VIRKILEGA prufað að hoppa..Svona *hopphopphopp*… svo er það líka enn skemmtilegra ef maður hoppar með öðrum.. Þá setur maður heldurnar á axlirnar á hinum og hoppar annað hvort í takt eða til skiptis… JEIIJ.. *HOPP*
Ég veit alveg.. að það eina sem þú vildir í jólagjöf var Sýndar-Ósk... Well.. Now you got your wish!! (Wish = Ósk.. hahaa)
Palli littli-pú og Natti eru byrjaðir að leygja sér líf. Fyrir 45.000 á mánuði hvor fá þeir m.a. 5 herbergja íbúð, húsgögn, sjónvarp, græjur, video, gegnsæjan sturtuklefa (ekki ónýtt að nágrannarir sjái mann í sturtu ef maður hefur gluggann nægilega opinn) og fiska. Það er bara hreint ekki svo slæmt. Svo er Natti líka með bæli sem gæti rúmað (haha.. rúm sem rúmar) 14 manns og svona 20 humra (for those wild partys you know...)
Hver sagði, við hvaða tilefni og í hvaða mynd: "Your request is not unlike your lower intestine. Stinky and full of danger."

Í verðlaun.. er hmm.. *hugs...* eitthvað sem ég get sent í Emil...
Svara hér

3.7.02

Jeiij.. bráðum verð ég frjáls. Frjáls eins og humar um sumar!! Þá ætla ég að gera eitthvað villt...Gonna be crazy like a lobster!! *humr, humr*!!
Hér er ég. Stelpan sem hætti að horfa á Ally McBeal fyrir alveg 2 árum. Í fyrstu fannst mér þættirnir sniðugir, en svo fóru þeir að þykjast vera ennþá sniðugir en voru bara sápuópera. Ekkert gaman að því. Í gær svo, þegar ég var að fara að lúlla mér skannaði ég í gegnum sjónvarpsstöðvarnar, og þar sá ég Ally McBeal. Þetta vara reyndar alveg við endan á þættinum, en mér tókst samt að sjá einn draug og allavegana 7 mismunandi manneskjur fella tár. WHUT THE FÖKK?
Tóm sorg *sniff* Gaurinn minn var að byrja með gellunni hans
Ég bara varð að henda þessu inn. Er svo innilega sammála þessum parti þarna um reiðadótið. Reiðiskalinn minn er frá 1-5 og svo 99-100, miðað við að annara manna reiðiskali sé 1-10. Ef ég kemst í 99-100 partinn… PASSAÐU þig.. Veistu hvað virkar best?? Ekki hrekkja mig ;o)
Hefur þú prufað að reykja vindil? Það er ponsu trix á bakvið það skal ég segja þér. Eva kenndi mér að reykja vindil í den. Þetta er reyndar ekki eitthvað sem ég nota mikið, þar sem ég er ekkert alltof hrifin af tóbaki yfir höfuð. Þetta er meira svona hlutur sem ég tek að mér að kenna öðru fólki sem ekki kann að reykja vindil. Það er nefnilega svona í hallærislegra lagi að sjá gaura/gellur standa sig illa í svona hlutum. Svona *sjúúúúg*, *hóst,hóst*, *blás*, *hóst,hóst*…. Iggikúl sko. Ef þú kannt ekki að reykja vindil… Biddu mig um að kenna þér það ef þú rekst á mig in public, um helgi, niðri í bæ, í glasi, og þú ert með vindil og kveikjara í hendinni.. Díll? Díll! ;o)
Are you ready for the greatest lobster experience of your life??
- Swim with the free lobsters
- Bet on a lobster fight
- See the Ms. Lobster 2002 pagent
- Try the new lobsterjuice

Humarhátíð 2002!
Mér fannst líka sturtuvörðurinn fyndinn. Ég var í góðum fílíng að sturta mig á leiðinni upp úr þegar hún byrjaði að sprauta köldu vatni á gólfið og mikið af því lennti á Ósk! Ég hélt að þetta væru bara svona *úbbð* mistök.. en svo þegar ég var að þurrka mér fór hún að skafa gólfið nákvæmlega þar sem ég stóð þannig ég hröklaðist hálfblaut (HAHAH BLAUT.. oj.. dónó) og vitlaus að skápnum mínum. Neinei.. fór hún þá ekki bara að sópa í kringum lappirnar á mér.. Þetta jaðraði við ofsóknum sko… Já.. final sund thing. Hvað er með gelgjur í sundi? Er ég svona saklaus? Ég man ekki eftir því að hafa staðið fyrir framan spegil og málað mig með vatnsheldri málningu ÁÐUR en ég fór í sund…
Stelpan ykkar fór í sund í gær í lauginni hans Kópavogs. Hey! Þetta er laugin sem ég fór í skólasund í… bjó nemmilega í Kópavogi á milli 8 og 17 (ára sko.. ekki frá kl 8 – 17). Allavegana… þá fer þessi rennibraut MIKLU hraðar en þessi „the Shelfishpool“ (Selfosslaug).. Marr bara *vúúúsh*.. Það sem kætti mig mikið var það að hjá leiðbeiningunum um hvernig nota skildi rennibrautina stóð „Þeir sem nota þessa rennibraut gera það á eigin ábyrgð“… Veistu DAMN! Ég náttúrulega var ekkert voða gömul þegar ég purfaði hana fyrst og fattaði ekkert að lesa þetta. Þess vegna hef ég þurft að „gera það“ á eigin ábyrgð. Enginn sundlaugastarfsmaður sem sér um að ég stundi öruggt kynlíf… Allt út af þessu!!! *árans*.. Bjélvað álag!
Saklaus pæling hjá saklausri stúlku: Er Mexíkósku landamærana ALDREI gætt?? Bara svona.. af því að í bíómyndum kemst hvaða low life sem er þangað yfir án nokkura skilríkja eða neins...

2.7.02

Æji.. ég veit…svona próf fara hörmulega í taugarnar á mér á annara manna pósksíðum.. en stundum gilda bara aðrar reglur fyrir mig en aðra! Ætli þetta séu bara ekki þessi síðustu 20% sem voru eftir í óvissu þarna í kynjaprófinu á Spark um að ég væri gaur. Það eru þessi 20% af gellu í mér sem eru að búa til aðrar reglur fyrir mig en aðra... Skamm 20%! SKAMM!!!
♪♫ Humar, humar, humar og sól ♪♫

Humarhátíð '02 lagið mitt ;o)
Djöfull HATA ég það þegar fólk ætlar að segja "anual meeting" í símann.. en segir í staðinn "anal meeting" og ég spring úr hlátri af því að mér finnst þetta svo fyndið.. og allir halda að ég sé geðveik. Fokking hata það marr!! *grrr*... HAHAHAHAHAHAHHAH anal meeting annars... HAHAHAHHAHA
People call me generous... (wow, that's not really a good nick name for a girl... - ORÐALEIKUR!! HAHAHAHAHAHA)
...Annars var Max að koma með þá hugmynd að ég hætti að segja orðið "blogga" fer víst fyrir brjóstið (hahah.. tútturnar...færi fyrir tútturnar.. *Dæs*.. svefngalsi..) á mörgum.. Tillaga hans að orði til að koma í staðinn var að "póska" (bland af póstaði og ósk)
Dæmi: Ég póskaði þetta í gær....
Ég veit ekki alveg hvernig ég fýla þetta... Þarf aðeins að melta þetta meira með mér.. :o)
Pæling: Orðatiltækið "I wouldn't have missed it for the world" er crapp rigth? Ef einhver kæmi til þín og segði við þig: "If you will go to your sisters wedding, the world will explode and everybody dies!!" og þessi sami dúddi hefði haldbærar sannanir að þetta væri allt saman satt og rétt... Myndi EINHVER svara: "Pfff.. I'm not gonna miss it for the world"?
Varla...
Kannski er ég svona off... en mér finnst þetta svoldið sjúkt sko..
Ég fór á myndina Bad company með þeim Chris Rock og Anthony Hopkins í gær (sko.. ég fór ekkert með þeim tveim í bíó.. ég fór með Magga í bíó.. en myndin var með þeim... okí? HEY! Svo fór ég líka á lexusnum hennar mömmu.. Hversu kúl er það að burra Lexus?? _________________ svona kúl allavegana sko!).. Hún var svosem ágæt. Það sem kætti mig samt hvað mest við hana voru tveir hlutir. Sá fyrri er að allir vondu kallarnir voru með rauðan trebba þannig það var ekkert erfitt að fatta hver væri hvað. Þetta er svipað og pælingin hjá pabba að merkja alla vonda kalla með "V" og góða með "G" í barnamyndum. Seinna sem kætti mig var það.. að þegar sveittir og sjúskaðir CIA gaurar komu hlaupandi inn á kjaftfulla lestastöð, hendandi fólki fram og til baka og einn lætur út úr sér nokkuð hátt: This would be a hell of a place to blow up! HREYFIR enginn sig í kringum hann. Látum okkur sjá... Lestarstöð.. full af fólki.. í Bandaríkjunum.... Einhver segir að það sé sprengja... *processing information*
Back in my Verzló days, þá tók ég sálfræði sem valfag. Við vorum með celeb kennara sem tja.. okay.. let's not go there. Allavegana.. þá lærði ég það að ef fólk er að fara á almenningsklósett, velur það gjarnan það klósett/pissuskál sem er lengst úti í öðrum hvorum endanum. Ef báðir endarnir eru uppteknir verður fyrir valinu gaur sem er lengst frá því sem annað fólk hefur valið. Nú þegar ég veit af þessum mannlega eiginleika challange-a ég honum stundum með því að velja klósett sem er í miðjunni eða sem er alveg við hliðina á einhverri sem er ný farin inn. I know.. I know.. it's pretty wild... en ég held að þetta sé algjörlega þess virði til að finnast maður vera sérstakur.. *thíhíhíhí* Ég ætla samt ekki að fara að taka strædó og setjast við hliðina á einhverjum þegar hin sætin eru öll tóm. Ástæða? Ég fokking hata strædó! Hef átt bíl síðan ég fékk keyrikortið!

1.7.02

Ég hef svolítið verið að spá í svona einhæfum lögum. Með einhæfum á ég ekki við eitthvað eins og ♪♫lalala lalalalala lalala lalalala I just can't get you out of my head.. I want your love and it's all I think about.. I just can't get you out of my head.. I want it more than I care to think about.. lalala lalalalala........ ♪♫ Ég á meira svona við lög sem er BARA hægt að spila einn dag á ári. Lög eins og 17.júní lagið og sumar lagið. Ég fatta alveg hvað vakir fyrir fólki þegar það býr til jólalög.. Það eru lítil kvikyndi sem lifa í einn mánuð á ári og eru spiluð út þann mánuð oft og vel. Líftími þeirra laga er í raun lengri heldur en annara laga sem samin eru á Íslandi (og VONANDI lengri heldur en líftími viðbjóðslega írafárslagsins). En ég fatta ekki þessi "einn dagur á ári lög"... *bilaður fattari*
Hehehe.. á laugardaginn var ég vakin ótæpilega snemma. Djöfulls ofbeldi er það að koma seint heim af tjúttinu og ætla að lúlla sér út vel og lengi.. og vera svo bara gróflega vakinn snemma um morguninn af fjölskyldunni sinni.. *urrr* fjölskylda sem vekur *urrr* Allavegana.. ég horfði þá bara á Bold and the Beautiful maraþon í staðinn. Það sem kætir mig við þessa þætti er ekki endilega það að ein konan þarna sé gift syni fyrrverandi eiginmannsins síns og þar með sé stjúp-pabbi baranana hennar líka hálfbróðir þeirra.... það eru meira litlir hlutir eins og þegar fólk vaknar stífmálað um miðjar nætur.. og hárið er alveg perfecto!! Eða þegar fólk drífur sig í því að rífa slasaðan mann út úr bíl sem lenti í árekstri.. þar sem að bíllinn gæti sprungið.. Svona hlutir létta lund og lengja lífið..
Heyj!! Vitiði hvað stelpan hún ég ætlar að gera næstu helgi?? Þórsmörk?? Bíddu *kíki í dagbók* Nei.. það stendur hér að ég sé ekki 16 ára lengur!! híhíhí!! Ég, Palli og Max ætlum á HUMARHÁTÍÐ!! Hversu kúl hljómar það? Kannski fáum við svona stóra, rauða humarbúninga með svona klóm.. Þá er hægt að elta alla um og svona *smellsmell* með klónum... og segja brandara eins og... Aren't you being a little... shellfish? *ræskj* kannski ekki..
Sá einhver celeb útgáfuna af fear factor sem var that day long time ago? Hún var argasta snilld. "Celebin" sem urðu fyrir valinu voru: Herra Baywatch sjálfur, David Hasselhoff, einhver fyrrverandi Baywatch gella sem var ekki með það stór flotholt, Danny Osmond, Coolio, konan hans John Travolta og fyrrverandi wresling meistari kvenna. Mér fannst ótrúlegt að allt þetta fræga fólk hafði séð sér fært að mæta, þrátt fyrir miklar annir *hóst*. Það sem kætti mig hvað mest var í byrjun þáttarins. Í viðtalinu við Mitsj Bjúkjenon kom fram að synir hans hefðu sagt við hann: DAD! You're the nightrider! You can do this! Og hann ætlaði sér svo sannarlega að vinna með tilheyrandi *úúúhvaðégersvalur* setningum. Jæja.. datt bara ekki félaginn út í fyrstu þraut! h0h0h0... Coolio vann.. Hvernig rapp nafn skildi ég hafa? Lil'Suzy myndi varla virka... er líka búin að of nota það á MSN.. Efast um að wresling nafnið mitt, The Wish, myndi virka heldur, eða ofurhetju nafnið, Ofur-Ósk.... Kannski ég notist bara við... Da Ózk.. *úff* of lame..
Einhver með tillögu af rapp nafni? Láttu mig vita..
Þegar ég var lítil ponsa var ég stundum í svona fjáröflunum. Þetta var gert bæði í fimleikunum og líka áður en við fórum í einhver skólaferðalög. Það sem var gjarnan selt var jólapappír og sandpappírsklósettpappír. Mér fannst alltaf jafn slæmt að leggja það á ættingjana að kaupa svona dagblað á rúllu sem er heldur óvægið og óþægilegt... en einhverra hluta vegna keyptu þau þetta engu að síður. Ég er alveg viss um það að allir hafi dæst duglega þegar þeir fréttu að annað hvort ég að bróðir minn værum að fara í skólaferðalag á næstu mánuðum... séð fram á að núna gætu þau ekki sitið þægilega á næstunni. Skemmtilegasta fjáröflun sem ég hef þó tekið þátt í var 12 klst nætur-snúsnú maraþon. Það voru skvísurnar með mér í fimleikum sem fundu upp á þessu. Við vorum 12 og skiptum okkur upp í þrjá fjögurra svkísu hópa sem tóku hálftíma snúsnú vaktir til skiptis. Snúsnú ROKKAR eins og Metallica... ekki eins og keflavíkurkók!!
Gleðiðlegan júlí! Ég bið að heilsa júní. Júní er eiginlega uppáhalds mánuðrinn minn... á sama hátt og laugardagar eru uppáhalds dagarnir mínir. Ástæða? Föstudagar eru bara hálfir frídagar og á eftir sunnudögum kemur mánudagur (maí er bara hálfur "frí"mánuður og á eftir júlí kemur ágúst)..
Annars er pjásan hún Vala að fara í 2 vikur til Portúgal og foreldrar borga ALLAN kostnað.. *grrr* öfund *grrr* Góða ferð Valan mín ;o)... Reyndu að verða nógu brún fyrir Ósk líka!
Æji.. hvað er ég að tuða mér? Ég fer til hennar Köben vinkonu minnar í júlí númer sautján og kaupi mér drauma laptopinn .::Nerd alert::. Ég held að ég og hann/hún laptop verðum voða close.. ;o)