30.4.02

Við tölvunördarnir erum ALLSTAÐAR. Mér finnst þessi þróun ansi fyndin stundum. Um daginn var ég að skemmta mér.. og var spurð um Emilinn minn.. hahaha.. :o).. Ekki símann bara e-mail. Gaurinn reyndar fékk ekki Emilinn.. en mér fannst þetta ósköp sætt. Ég var allavegana ekki með tilbúið svar eins og við síma spurningunni (spurning: Hvað er síminn þinn - svar: NOKIA 3310.. virkar í svona 80% tilfella). Er þetta ekki nóg fyrir ykkur?? Ókídókí.. ég skal koma með annað dæmi! Litla systir vinkonu minnar hringdi í mig um daginn til að spyrja mig út í heimasíðugerð. Titturinn er 10 ára! :o)... Hit you again?? Um daginn í leigubílnum á leiðinni heim af djamminu var umræðuefnið við gaurinn SQL. Still not enough? Ókídókí.. Amma mín er best í heimi í tölvuleikjum... Hún meira að segja hjálpaði mikið til að ég ákvað að gerast tölvunörd þegar ég var fimm ára :o).. Ah.. Kings Quest...!!!
Wake up and smell the nerds!
Mig langar í einhvern rosalega fínan mat. Nautalundir.. eða lambafillet.. Eitthvað gúrmej!! Ég er í dekurstuði. Talandi um handsnyrtingu, fótsnyrtingu, strípur og nudd þakka fyrir. Og eftir á.... út að borða og fín föt.. eða bað, kertaljós og jarðaber. Hvern vill ég fá með mér?? Honest answer?? Hef ekki minnstu græna. hehehe.. and you know what? It rocks. Eins og svona byrja-saman-tími er skemmtilegur.. Þá finnst mér svona: Chilling with myself tími algjört yndi. Já.. og komment til vina: Stay of the matchmaking!!
Wake up it's a beautiful morning! Ég fór að sofa fyrir tólf og mér líður vel (or as my friend the tiger would say: Grrrrrrrrrrrrrreat!!) I feel like hugging the world. Held ég geri það samt ekki.. :oP Fólk myndi líklega halda að ég hafi týnt ÖLLUM glerkúlunum mínum... og allir vita að mínar glerkúlur eru á vísum stað!!

29.4.02

Þið kannist öll við þau. Gamalt fólk í umferðinni. Karlmennirnir eru gjarnan með hatta. Kvenmennirnir gjarnan með attetjút. Ef þau vita að þau þurfi að beygja til vinstri á Seltjarnanesi, keyra þau á vinstri akgrein frá Hafnarfirði. Og vitiði..? Þeim liggur EKKERT á! Það er samt eðlilegt að þau séu á þessari akrgrein þar sem þau ætla að beygja til vinstri um kvöldmatarleytið. Bróðir minn kom með skemmtilegt komment um daginn. Hann sagði að það væri einmitt þetta fólk sem ætti að vera að drífa sig. Þau eiga ekki eins mikin tíma eftir og við hin og ættu að nýta dreggjarnar til hlýtar!

Þegar ég vann í kjötborði í denn lennti ég líka stundum fyrir barðinu á gömlu fólki. Það var að leita að „Hinu fullkomna ýsuflaki“. Ég held að það sé svona eins og einhyrningur nema bara íslenskt fyrirbæri. Þá þurfti ég oft að standa og róta í öllum ýsuflökunum sem ég hafði svo snyrtilega raðað fyrr um morguninn (jáh... ég gerði það meira að segja að list) og skemma allri röðun :o(. Eftir svona einn og hálfan klukkutíma, þegar fólkið sá að það var búið að pirra hæfilega marga fyrir daginn þar sem röðin á eftir þeim var orðin nógu löng, ákvað það að taka bara þetta ýsuflak sem maður sýndi þeim fyrst. Vitiði hvað það var erfitt fyrir mig stundum að grípa ekki í endan á flakinu og svona *slurp* slá það utan undir með því.. Vá.. it's still my fantasy!
Hehe.. einu sinni var ég líka í sjoppu á eftir gömlum manni sem var að kaupa sér litla kókdós. Afgreiðslumaðurinn var svo yndæll að benda honum á að það væri ódýrara fyrir hann að kaupa sér súperdós. Gamli maðurinn tók kast á afgreiðslumanninn. Að hann skuli láta sér detta það til hugar að reyna að plata hann svona. Hin dósin væri minni og væri þar af leiðandi ódýrari. Það segði sig nú bara sjálft. Eftir að hafa hellt sér nægilega mikið yfir afgreiðslumanninn keypti hann sér LITLA kók í dós og saup hrokafullt á henni á meðan hann horfði í augun á stráknum fyrir aftan búðarborðið.
Hvaða fólk ætli þetta sé annars?? Ég veit að mínir afar og mínar ömmur og langamma mín eru öll FRÁBÆRT fólk sem myndi aldrei fara í taugarnar á mér. Ég held líka að flestir aðrir hafi sömu sögu að segja. *hugs*... One of the mysteries of life....
Hvaða fífl ákvað að það væri komið sumar? *hrollur* það er bara kalt úti sko. Ég er annars að spá í að fara snemma að sofa í kvöld. Bara.. eftir survivor.. eða.. nei... eftir CSI!! Ég er búin að vera svo afskaplega sybbin síðustu daga. Það er auðvitað ekkert í orden þegar maður er spurður: Vá.. þú svafst lítið í nótt er það ekki? Þá væri alveg eins hægt að segja.. HAHAHA Þú lýtur út eins og TUSSA!! Vá hvað ég myndi ekki snerta þig nema með priki núna þússt.. OJ!! En hitt er bara smá dannaðara held ég. Veit heldur ekki hvar ég get fengið úrsmið til að stilla bio-clockið mitt. Ég ákveð að vera syfjuð allan daginn.. þangað til að ég þarf að fara að sofa.. og þá allt í einu er ég bara hin hressasta. *grump* Það er svo erfitt að vera ég...
Stelpan gerði það! Stelpan keypti haribo fyrir 300 kaddl!!! JEIIJ! *möntsj* Litlu-gulu-hænu-geðveikin hélst ekki út. Ég er svo góð stelpa sem hefur svo gaman að því að deila. Ekki deila rífast samt.. heldur deila gefa með sér! :o)
WOW!! Who's that handsome girl??
*teygir sig í símann* 9-1-1 emergency?? There's a handsome girl in front of the computer!! Oh.. wait!! Cancel that!! That's just me!! YEAH!!!!
Ég er að hugsa um að lalla út í kringlu í hádeginiu og leggja leið mína í Bónus (jáh.. búðin með fatlaða grísinum sem merki. Held þeir fái mikil viðskipti frá fólki sem berst fyrir tilveruréttindum fatlaðra grísa. Mér finnst mjög fallegt hjá þeim að taka upp hanskann fyrir þennan hóp eftir allt sem hann hefur mátt þola). Þar mun ég versla mér haribo. Ég mun verlsa mér MIKIÐ haribo. Vitiði hverjum ég ætla að gefa með mér?? ENGUM!! Muahahahahhahw.. Litla gula hænan fór út í búð sjálf. Litla gula hænan valdi nammið í pokann sjálf. Litla gula hænan borgaði fyrir nammið sjálf. Litla gula hænan BORÐAÐI nammið sjálf. Hehe.. neinei.. ég er kannski ekki alveg svona mikill haribo nasisti. Ég er viss um að ég gæti séð af svona.. einum eða tveimur lakkríspeningum... ef einhver er stilltur... og ef einhver lofar að nudda á mér axlirnar.. já.. og ef einhver myndi taka til í herberginu mínu og þrýfa Benna bíl.. held ég allavegana.. Kemur allt í ljós!!

28.4.02

Ég var í sundi, liggaliggalái. Ég synti meira að segja alveg sex ferðir. Það eru tveimur ferðum fleirri en síðast. Einmitt þegar ég var búin að koma mér vel fyrir í heitapottinum... ákvað sundlaugastarfsmannafólkið að ég væri búin að koma mér of vel fyrir og sagðist ætla að loka. Ég var að hugsa um að taka frekjukast á bakkanum og grenja og henda mér í jörðina og segja: ÉG VILL EKKI FARA UPPÚR!! *væl*.. en ég hætti við það. Ekki svo dannað kannski þegar maður er í bikiníi. :oP Okkur vantar sundlaug sem er opin allan sólarhringinn!! Væri hægt að hafa þemu líka... Svona.. "hawaiian monday" og "funky friday"... væri það ekki kúl?? (Vá.. my defenition of cool is a bit fucked up isn't it???)
Ég var að koma af subway. Við Geiri-sogbletta-gelgja fórum og keyptum okkur söbba og súkkulaðibitaköku. Strákurinn sem afgreiddi okkur var einhver sá útúrreyktasti sem ég hef átt samskipti við! Ég hef oft verið að spá í auglýsingunum hjá subway: "Við leitum að fersku starfsfólki"... Ég man ekki eftir að hafa hitt neitt ferskt á subway sem ekki var sett á milli brauðanna. Auglýsingin ætti að segja: "Við leitum að hægu fólki sem er biturt út í lífið. Greindavísitala undir meðaltali engin fyrirstaða" Veit samt ekki sko.. ég er enginn markaðsfræðingur. All I know is: I luuuuuv them subs!
Hvað eru stelpur alltaf að þykjast hneykslast á klósetthegðun karlmanna? Nú hef ég í gegnum tíðina farið á nokkur tja.. „þjóðnýtt“ klósett og vel ég þá mjög gjarnan kvennaklósettin (finnst myndin fínni eða eitthvað). Sem dæmi um þannig klósett má nefna þessi sem eru í skólanum mínum og þessi sem eru í bíóum. Ég hef allavegana séð ýmislegt áhugavert eins og bremsuför oní þeim og piss og blóð og svona fínt á klósettsetunum. Karlmenn pissa kannski útfyrir og svona og þrýfa þetta ekki upp, en þeir vita líka að það eru MJÖG litlar líkur á því að sá sem á eftir kemur gæti mögulega þurft að setjast á gólfið eða á klósettið á meðan setan er enn uppi. Kvenfólki gæti aperently ekki verið meira sama um hver á eftir kemur á meðan það er ekki heima hjá sér. Annað sem ég hef verið að spá í. Hvað er þetta með að pirra sig á að setja setuna ekki niður? Hvaða máli skiptir það nákvæmlega? Hefur þetta alveg farið framhjá mér í tilveru minni sem aðila af kvenkyninu? Pfff.. ég á bara strákavini, lék mér með strákadót þegar ég var ponsa og ég er í tölvunarfræði. Getur einhver sagt mér af hverju ég er ekki búin að snoða mig og fá mér hermannaklossa og meirapróf? Ætti ég að stofna nýtt ofur-kyn? kk, kvk, hk og ok!! Hehehe!! I'm ok! ;o) Are you??
Getur einhver sagt mér afhverju ég hef svona mikil áhrif á leigubílsstjóra? Í gær lennti ég á hvorki meira né minna en FJÓRÐA!! leigubílsstjóranum á mínu lífi sem tja.. made a pass. Þessi var reyndar ekkert alltof grófur í þessu greyjið. Bara var að spurja mig eitthvað hvort ég ætti kærasta og svona horfði svoldið á mig á öllum ljósum og í baksýnisspeglinum:oP.. Auðvitað sagðist ég eiga kærasta. Einu sinni nefnilega bað einn um símann minn og þegar ég sagði: „eh.. nei veistu.. ég held að ég haldi honum bara fyrir mig..." Fékk ég svarið: „En ég veit hvar þú átt heima!! Þetta er náttúrulega svolítið sætt. Kannski er málið bara að ég er eina manneskjan sem kemur upp í leigubílinn þeirra alla nóttina sem er ekki að gera sig líklega til að æla yfir áklæðið á sætunum... and let's face it THAT'S!! a turn on.. throw in two breasts and you've got your dream gal!!
:o) Ég var að koma úr bíltúr með Magga og Palla. Þegar Maggimús hringdi og sagðist vera kominn að sækja mig bjóst ég við gömlu saab eh.. druslunni sem maður þarf alltaf að fara í leigubílaleik í af því að farðegahurðin frammí er biluð. En neinei. Hann var búinn að kaupa sér nýjan og tignarlegan kagga sem flokkast deffenetlí undir töffara bíl. Þetta var svo stórt skref upp á við í bílamálum að annað eins stökk hefur ekki verið tekið síðan ég keypti mér Benna og leyfði frænkunni að taka við rekstri Dodda litla. Jafnvel stærra stökk en það samt af því að hurðirnar á Dodda litla virka allar ennþá. Við fengum okkur allavegana pizzu með öllu í heiminum á og ég er afskaplega södd. *rop* Pizzur með öllu í heiminum rokka þangað til að maður hefur borðað yfir sig.

27.4.02

Pæling: Er ég eina stelpan á Íslandi sem ekki er til mynd af með tunguna ofaní kokinu á annari stelpu? Byrjuð að vera útundan sko!!!
HAHAHAH! þetta er snilld. Það er stelpa 2 tölvum frá mér sem er með headphones og er að hlusta á tónlist. Hún syngur öðruhvoru með og það er ótrúlega kjánalegt. Það er eins og einhver sé að kirkja kisu. Það er ekkert smá lame að heyra fólk syngja af svona innlifun þegar maður heyrir ekki tónlistina líka.
Æji hvað það er fallegt verðu úti. Það er sól og engin ský á himninum. Ég sé það alveg þegar ég horfi út um gluggann í skólafangelsinu. Út vil ek!! Ég vil fara að leika mér við hina krakkana. Fara í snúsnú og brennó... fara í sund og í eltingaleik. Grilla og liggja í grasinu. Mikið hlakka ég annars til að fíflarnir koma. Það er ekkert eins fallegt og grænt tún fullt af gulum fíflum. Þeir eru uppáhalds „blómin" mín. Túnfíflar. Þeir eru svo vinalegir :o)...... oh.. those summer nights...

26.4.02

Jæja!! Ég er að spá í að fara að djamma í kvöld! Hver vill koma memm?? Hmm.. ha??? Þú kannski?? Já! ég er að tala við þig!! *bendir* Okay! You're on! Við sjáumst niðri í bæ!! Díll?? Díll!!
Ég er að spá í að stofna fyrirtæki sem heitir Díkót. Ég gæti gengið í hús og sagst vera að selja Díkót hlutabréf. Fólk treystir víst þessu nafni, god know why og ég myndi örugglega græða massa pening. Ég sé þetta alveg fyrir mér:
*bank,bank* Gömul kona opnar. Segir: "Get ég eitthvað aðstoðað þig vinan?" og horfir á mig með fyrirlitningu af því að hún heldur að ég sé að selja gúrkur til styrtar vímulausrar æsku og henni finnst gúrkur ekkert góðar. Þá myndi ég verða ósköp bláeygð og sæt og segja: "Viltu kaupa hlutabréf í díkót fyrir 500 kaddl?" Þá myndi lifna yfir henni affí að hún fær svo fáa peninga frá lífeyrirsjóðnum og dollaramerki kæmu í augun hennar. Svo fengi ég smákökur á meðan við gengum frá viðskiptum.
Kannski ég gæti sótt um ríkisábyrð líka til að koma fyrirtækinu á stofn. Sounds... like a plan!
Viltu reikna með ATTETJÚTI?? hehehe Úyeah. Ég ætla ekki að segja ykkur hvað var gaman að fá þennan link sendan í skólann og prufa hann í tölvustofu þar. At least I turned a few heads :oP
Ég er beitt misrétti. Hvað er þetta með stráka.. að ganga um eigandi kærsustur... þegar MÉR!! finnst þeir sætir. Þetta er einhver sá argasti dónaskapur sem mér getur komið til hugar. Það er traðkað á mínum rétti og mínum skoðunum og ég er bara virkilega sár út í þjóðfélagið fyrir svo illa meðferð á mér. Ég fer fram á að þessu verði kippt í liðinn við fyrsta tækifæri. Ég er í raun bara leið yfir því að fólk geti verið svona tillitslaust. Mér finnst að það ætti að setja harðar refsingar við slíkum brotum... eða allavegana skylda „þetta fólk" til að hætta saman. Þið meigið ekki halda að ég sé algjör tík. Ég hef haldið mér saman um þetta í nokkurn tíma.. en ég get ei lengur orða bundist! Af hverju hugsar aldrei neinn um hvað MÉR FINNST?? *sniff*

25.4.02

Ósk var að koma af Spiderman. Þetta var einhver úberdúberkúl forsýning. Allavegana kostaði miðinn svona eins og eitt stykki sál og með honum fylgdi endalaust popp og kók... og já.. líka nokkrar pizzu sneiðar. Pallipú var svo mikið sætaskinn að borga fyrir Ósk. Ég hugsa að ég kaupi handa honum flösku með einhverjum prósentum í sér í staðinn :o).. eða.. tja.. ikkva. En allavegana.. þá var ég auðvitað svo heppin að vera ný búin að troða mig út af american style dóti. Var ekki svöng og það eina sem ég fékk mér var kók. Svo ákvað fólkið að hafa barasta ekkert hlé á myndinni þannig að ég þurfti að pissa frá því að 10 mín voru búnar og var í spreng alla myndina. Það skemmdi hana nú ekki því að hún er afbragðs góð. Heheh.. gaurinn sem sat fyrir aftan Magga gubbaði víst tvisvar sinnum á gólfið og það var víst ekki góð lykt. Hann þurfti að færa sig eftir seinna gubbið og sat í góðu groovei á ælu-free stað það sem eftir lifði myndarinnar. HEY! Svo var líka Spiderman sjálfur IN person í bíóinu. Var allavegana gaur með spidermangrímu uppi á hausnum. Mér fannst það kúl. Go Spædi!!
Vá hvað ég var að fá fínt. Mér finnst það alveg rosalega flott! It's like.. the coolest thing that ever was!! Ég vil þakka honum
Axel fyrir! Hérna er þetta allavegana: Mynd 1, Mynd 2

24.4.02

Hér er mynd sem var tekin af mér, Pósk, og besta vini mínum, Tinkí-vínkí á góðri stundu! I love Tinkívínkí... *stubbaknús*
Á morgun er sumardagurinn fyrsti. Þá kemur víst sumarið. Mér finnst gaman að Íslendingar geti kinnroðalaust kallað einhvern fimmtudag í apríl "sumardaginn fyrsta" þegar trén eru eins alsber og stripparar í lok atriðisins síns og það kemur haglél nokkrum dögum áður. Jáh! Gleðilegt sumar kæru landsmenn! Mér finnst þetta samt ágætis afsökun til að fá pakka. Hver vill gefa mér sumargjöf?? Kannski að lottó vilji gefa mér sumargjöf á laugardaginn....Potturinn er eitthvað.. billjónfaldur og ég hefði ekkert á móti vinning skal ég segja ykkur!!!
Vá hvað mig langaði að myrða vekjaraklukkuna mína í morgun... Mig langar reyndar ennþá að myrða hana fyrir að láta tímann sinn liða svona hratt. Ég bara er svoooo sybbin. Ég er eins sybbin og haribo nammi er gott. Ég er eins sybbin og Heath Leadger er sætur. Ég er eins sybbin og eh.. well.. you get the point. Ég reyndi að segja: ?PANT EKKI VERA SYBBIN!!? í morgun.. en það eiginlega virkaði ekki. Ég þoli ekki þegar ?PANT EKKI!? virkar ekki.. it's like.. law..

23.4.02

Svona til heiðurs síðasta bloggs tók ég Teletubbie prófið.. og ég er :

Hvaða Stubbur ert þú?

Þannig að Pósk meikar alveg sense sko..
Munið þið eftir He-man köllunum? Þegar ég var lítil átti ég þá alla. Meira að segja þrjár mismunandi tegunir af He-man (venjulegan, járn og stál he-man) og eina af Adam. Átti Gray-Scull og allt. Eina sem mig vantaði var Scull Mountain. Annars fannst mér Battelcat vera svalastur.. og He-man lagið.. Alveg að gera sig!! Þegar ég var lítil áttu allir vinir mínir He-man dót (reyndar átti ég bara strákavini þannig ég get ekki sagt til um stelpu pjáslurnar)... En allavegana.. Hvað er svar nútímans við He-Man???? TELETUBBIES þakka fyrir! Þið haldið að He-man kynslóðin sé skemmd.. muahhahahahahaw.. bíðiði bara eftir Teletubbies kynslóðinni! Þá fyrst verður byrjað að deila prozaci vinir mínir!
Hey! Ég var að fá svo fínt :o) Þetta er Bubbles mynd á MSN-ið mitt.. Linda gaf mér linkinn. En þegar ég opnaði hann kom bara argasta klám :o/... Þetta er sakleysið sem ég fann bakvið þessar klámsíður sem opnuðust:
Undur og stórmerki! Ég er með lag á heilanum sem er jollý og sætt.. en ekki melankólískt og þungt! Ekkert "and I cry.. no one can hear - inhale.. the blinded eyes can see.. the caos.. bring the pitteful to me.. even though I'm wide awake.. I will end darkest night and I'll wait for you.. it's cold in here there's no one left and I'll wait for you and nothing stops it happening and I knew.. I'd charish all my misery alone......" Heldur!!! *brace youselef* "Oh wow look at you now.. flowers in the window it's such a loveley day, and I'm glad you feel the same. Singing oh.. up in the clowds, you are one in a million and I love you so... let' s watch the flowers grow....." Better mark this day down in history!!!!
Jeijei.. bara kominn þriðjudagur. Það gerir mig svo glaða að ég gæti bara sprungið. Um leið og sunnudagur og mánudagur eru búnir er bara tóm gleði! Í kvöld ætla ég að gera eitthvað uppbyggilegt og skemmtilegt... eftir að ég horfi á amazing race.. (nema ég taki það upp sko).. af því að allir vita að raunveruleikasjónvarp ROKKAR eins og metallica! Anywho.. ef einhver vinur minn er að lesa þetta..endilega hafið samband og dragið mig í sund eða bíó eða video eða... EITTHVAÐ!! Ókelídókelí?? Gerum.. eitthvað.. eitthvað VILLT!! hahahha

22.4.02

Hehe.. I'm Bubbles the powerpuff! Vá hvað ég elska power puff girls.. Og Bubbles er einmitt uppáhalds. Á Bubbles bangsa í Benna bíl og alles.. JEIIJJJ.. I'm so happy ;o)

Hvaða PowerPuff ert þú??


Annars var sörvævor að klárast. Mikið var ég súr að frekjubegylan hún Kathy hafi ekki verið kosin út! Hún er búin að stjórna tveim síðustu keppnum og frekja liðið sitt áfram til ósigurs. Ekki skil ég svona fólk sem hefur ekkert til brunns að bera en gerir allt til að koma þessu engu til skila! *dæs* Ég hlakka samt til að sjá í næstu viku.. en þá verður sameiningin og allir voru að rífast.. :o) Jeiiijjj!!
Pæling: Hver þarf einkamal.is þegar maður hefur oskimon.com? Oskimon.com er líka meira international. Hér er mér boðið á hlaðborð með nördum af öllum þjóðernum í smakk. Merkilegt að ég sé ekki að nýta mér þetta ;o)
Jæjajæja. Mamma mín bara komin aftur í "Ósk-verður-að-eiga-kærasta" modeið. Hehe.. byrjuð á spurningum sem ég þekki og elska. Hún má nú eiga það að ég fékk space í næstum mánuð í þetta sinnið ;o).. *go mom* Það getur annars verið bölvað álag að eiga eiginlega bara strákavini þegar mamma er í svona pælingum.. það eru allir tilvonandi kærastar í hennar augum... "Hvað segir þú? Ætlar þú í sund með Magga??" ... eða... "Hmm.. Hjörtur? Ósk.. ertu komin með nýjan kærasta?" Æji mömmur.. You've gotta love 'em ;o)

21.4.02

Vá.. vitið þið hvað? Ef ég væri karlkyns myndi ég giftast mér! heh.. Ég var að enda við að tengja græjurnar mínar alveg sjálf :o) Þegar ég átti kærasta sem var rafiðnaðarmaður gerðist þetta ekki sko... en þegar ég tók málin í mínar eigin hendur *mont* Þannig... best að bæta þessu við listann með kostunum mínum... og kannski ég hætti svo að einhver bæti ekki við "montin" við listann með ókostunum :oP

Ég fór annars á Jimmi Neutron í bíó með Palla-pú. Söguþráðurinn var ekkert jibbí-jaí-jó-kaí-jeij en hún var samt alveg ágæt greyjið. Svo mikið af duldum smáatriðum í henni og dulin smáatriði náttúrulega rokka. Rokka eins og Metallica notabene.. EKKI eins og Britney!!
Sunnudagur... Jájá.. gleðilegan sunnudag! Ég HATA! sunnudaga. Kannski er það vegna þess að þeir eru dagurinn á undan mánudögum sem mér er líka illa við. Það eina góða við mánudaga er að það á þeim er heil vika í næsta mánudag. Á sunnudögum er heldur aldrei neitt að gera.. allavegana ekkert sem dettur upp í fangið á manni. Í dag! ætla ég að fara í skólann ponsu. Svo ætla ég í sund og möntsja franskar með kjúklingasósu. Vitið þið hvað ég á það skilið?? HA?? jáh... _______________________________________ svona mikið sko.. og það er nú svoldið mikið

20.4.02

Æjajæja.. getiði hver er búin að fá sér teljara á síðuna mína!! JÁ! Ég! Núna veit ég hvað þið skoðið síðuna mína oft. Ef þið gerið það (haha.. ég sagði gera það) sjaldan (HAHAH.. æst óheppinn ef þú gerir það sjaldan.. vá hvað ég er fyndin).. Jæja.. þá brotna ég saman, fer inn í mig og græt mig í svefn allavegana 3 nætur í röð! Svo myndi ég líklega fara út í eitthvað minna drastískt eins og að læra leirmunagerð svona til að finna mig á öðru sviði. Þannig að svona "in short": Ef þú vilt rífa úr mér hjartað og möntsja það í morgunmat... EKKI fara á síðuna mína ;o)
Hvað á ég annars að gera í kvöld? Getur einhver sagt mér? Ég ætla að skoða friends og svo er ég fallega frjáls (pretty free)... Kannski ég ætti að koma á fót símakostningu fyrir kvöldið þar sem 555-0001 stendur fyrir djamm, 555-0002 stendur fyrir video og svo framvegis.. *hugs* (og með hugs meina ég að hugsa.. ekki neitt knús sko..)
Jæja.. yet another djamm búið. Þetta tók endi ansi snemma.. en hey.. sejlaví. Þrátt fyrir heiðarlega tilraun gekk höstlið ekki upp.. Enda hef ég heyrt að það virki ekki alltaf á sofandi gaura í gegnum sms :oP *sniff* Sumt verður bara að lifa sem minning held ég.. Hmmm viku meðal talið komið niður í minna en 1x.. þannig að það er kominn tími til að gerast nunna. HEY! Kannski virkar þetta tabú-nunnu outfit á einhvern.. hver veit.. :oP.. Anywho.. my kingdom for... eh... hm... héddna.. sko.. "haribo" ;o)

19.4.02

Núna er ég búin að hitta endanlega hópinn minn í verkefninu. Hann samanstendur af mér.. (whom we all love) og fjórum yndælis strákum. Tveir fíla meira að segja Prachett þannig að mér lýst bara vel á þetta :o). Þeir heita annars Ásgeir, Róbert, Sigurður og Steinn. Best að krossa bara puttalingana og vona hið besta :oP..

Anywho... ég er að fara í ammli á eftir. Ammlissbarnið þekki ég tja ekki.. en þetta er örugglega hinn besti strákur. Ég er enn að gera það upp við mig hvort ég eigi að gefa pakka. Er lame að koma í afmæli án pakka.. eða er lame að gefa manneskju sem maður þekkir ekki pakka? Þið þekkið mig.. geri ALLT til að koma í veg fyrir að virðast lame (eins og t.d. fara í tölvunarfræði og vera bara alhliða nörd .. ) Ég kannski finn svar áður en ég fer í afmælið... en verður það rétta svarið?? Who gives a flying!!?? Verður bjór á staðnum hvort sem er til að fagna eða drekkja sorgum.. ;o)

18.4.02

Today is the last day of the beginning of your life.. So you better enjoy it! Lokaverkefnið er byrjað. Það kom eins og grátt þrumuský og borðaði sólina. Ég sakna sólarinnar. Næstu daga ætla ég að orna mér við minningar af sólargeislum. Eftir þá breytist ég í vampíru og hætti að sakna birtunnar....

Svona verður Ósk ;o)
Jæja. Stelpukvöld búið. Við kíktum á kaupfélagið. Mér var lofað sætum barþjónum. Einhvernvegin voru samt bara einn ljótur gaur og ein stelpa að afgreiða. Stelpan var ekki einu sinni í þröngum bol. Þvílík svik!! Ég drakk 350 kr. Grolshinn minn í fýlu þangað til að ljóti gaurinn kom með ókeypis nachos á borðið til okkar. Kaupfélagið slapp sem sagt með skrekkinn. Enginn sætur gaur að afgreiða.. en samt komu þeir fram við okkur eins og dömurnar sem við erum. 3 ljóshærðar stelpur á borði með bjór í hendi kallar greynilega á nachos... það eða DJ-inn hafi átt afmæli :oP... En hey! Við skulum bara lifa í þeirri blekkingu að við höfum verið svona foxy þetta kvöld samt... ókí?? ;o)

17.4.02

Sá vægir sem vitið hefur meira???
Fyrri: Veistu.. svona sjóndeildarhringur myndast af því að jörðin er hnöttótt og....
Seinni: Nauhauts.. þetta er af því að þarna er heimsendir. Jörðin er flöt sko..
Fyrri: Jöðrin er hnöttótt..
Seinni: NEI!! Hún er flöt! Þokkalega flöt.. annars myndi maður bara þússt.. detta af henni
Fyrri: Nei veistu.. samkvæmt nýjustu útreikningum.....
Seinni: *sönglandi* Jörðin er flöt, flöt, flöööööt.. FLÖHÖÖÖT!
Fyrri: Jæja þá.. jörðin er flöt (hugsar: heh.. I'll let it slide.. bara af því að ég er gáfaðari sko...)
BULLSHIT!! Þessi lína var fundin upp fyrir little bitches sem þora ekki að standa fyrir sínu!!

16.4.02

Ég fann neðri helming af bláau bikiníi áður en ég fór í sund. Ég held að neðrihelminga-bikini-þjófa-perrinn hafi séð það sem ég skrifaði og orðið hræddur. Hann skilaði þessum bikini-buxum í skúffu sem ég kíki ekki oft í. Allavegana.. ég fékk að vera í bikiníi í sundi.. Það var einstök tilfinning. Ég hélt upp á það með því að fá mér hvítt kex með hvítu kremi. Sá sem fann upp hvítt krem er algjör snillingur. Sá sem fann hinsvegar upp sokkabuxur er fífl! Ef það verður einhverntímann fundin upp tímavél.. ætla ég að fara aftur í tímann og drepa manninn sem fann upp nælonsokkabuxur. Nú er ég svona stelpa sem geng bara í pilsum og kjólum. Vitið þið hvað það er súrt að slátra einum sokkabuxum á dag? Þegar sokkabuxur eru orðnar hæstu fataútgjöldin er eitthvað mikið að.
ÉG ER LYKKJUFALLADROTTNINGIN... So my public.. BOW TO ME!
Ég lúllaði svo mikið út í dag. Það var yndislegt. Ég vaknaði þegar klukkan mín sagði 15:01. Maður ætti alltaf að vakna þegar klukkan segir 15:01. Hvernig fökkt öpp bio klukku hefur manneskjan verið með sem ákvað að maður ætti að sofa á nóttunni og vaka á daginn? Ég allavegana hef miklu meira gaman að því að vaka á nóttunni.
Ég er annars að fara í sund bráðum. Bara geðveiklingar frá Íslandi myndu fara í sund í svona veðri. Ég er búin að þurfa að fara í sund í einhverjum fönkí sundbolum upp á síðkastið af því að ég finn ekki neðri helminga á bikiníum... Einhverstaðar í borginni er ljótur neðrihelminga-bikini-þjófa-perri laus..

Ég og neðri helmingurinn af einu bikini-inu mínu á meðan allt lék í lyndi...
Jæja.. haldið þið ekki að stelpan hafi loksins skellt sér á ice age með strákunum (Magga, Palla og Benna.. hehe jáh! ÉG VEIT! hann heitir sama og peugeotinn minn)! Búin að tuða hvað henni langaði aðeins of lengi. Mér fannst hún bara feykifín enda teiknimynda-aðdáandi #1. Ég varð bara ástfangin af "comic-side-kickinu" honum íkorna. Þegar ég verð stór ætla ég að verða alveg eins og hann. ;o) Hann átti sér draum og gerði hvað sem er til að ná honum. Fólk heldur kannski að hann hafi verið einföld persóna.. en nei.. slík ákveðni að ná settu marki er sjaldgjæf og við ættum öll að taka hann okkur til fyrirmyndar.. In short - Reach as far for your acorn as you have to! (í algjörlega plútónskum skilningi)

15.4.02

JEIIJJ! Núna er ég búin í lokaprófum og er í fríi til 18. apríl :o) Ég ætla að eyða þessum dögum vel í að gera ekkert.. It's gonna be sooooo fun.. Svo er líka sörvævor í kvöld! Sörvævor rokkar!! :o) Ég vona að þessi leiðinda letipúki hann Sean verði rekinn í burtu.. Held sko EKKI með honum! BLEH!! Hvað er annars með þessa seríu? Þau eru látin á hvíta sandströnd með fullt af ávöxtum á trjánum og skelfisk í sjónum, tært vatn og frábært veður.. Þau eru bara í sumarfríi og samt eru allir að væla like the little bitches they are! *fnuss* Ég skal nú bara segja ykkur það að þegar ég fór til Krítar fékk ég enga ókeypis ávexti eða vatn.. I guess that makes me... A SURVIVOR!! Where's my million dollars??
Þetta er fyrsta bloggið mitt með honum blogBuddy. Ég hef það á tilfinningunni að við eigum eftir að verða close ég og hann. Þessvegna ætla ég að skýra hann. Ég spurði hann í gær hvað hann héti en hann var ponsu feiminn við mig held ég. Í morgun sat ég bara í sakleysi mínu og var að læra.. og þá kom hann upp að mér, pikkaði í öxlina á mér og sagðist heita Matthildur BlogBoddy. ALL HAIL MATTHILDUR!! NEW BUDDY OF THE QUEEN!!

(p.s. Geir og Kiddi fá plús í kladdann fyrir að kynna mig fyrir Matthildi!!)

14.4.02

Pæling: Fer einfættur maður einhverntíman á fætur?? Hehe.. Sé þetta fyrir mér: „Ég fór á fót í morgun kl....“ eða konan hans: „DRULLAÐU ÞÉR Á LÖPP KADDL!!“ *hugs*
Getur einhver sagt mér af hverju ég verð alltaf svona rauð í framan þegar ég drekk???? (Já.. og afsakið svipinn.. þetta var uppstilling :oP )
*bylgja* Ég var að kaupa mér domainið: www.oskimon.com !! :o) Er það ekki fínt?? Það var eitthvað vont fólk búið að taka www.osk.com og www.oskin.com... Örugglega einhverjir einstaklingar uppfullir af dýrkun á mér - En hverjum er ekki sama.. ég fékk OSKIMON!! :o) I am going to use this for good you know.. Hjálpa að stuðla að friði í heiminum og berjast gegn pissi á klósettsetum kvennaklósetta skemmtistaðana!

13.4.02

Hey! Ég bara verð að koma þessu frá mér! Ég fór í sund áðan með Magga og ég fékk freknur!! JEIIIIIJJJ! Ég ELSKA að hafa freknur. Kannski af því að ég er bara með þær á sumrin. Myndi líklega fá ógeð af þeim annars. Er líka afskaplega skotin í strákum sem hafa nokkrar freknur. T.d. Heath Leadger.. *slef* Eini sæti Hollywood leikarinn... Ég væri til í að hmm... fara með honum í billiard.. (hehe.. is that what you kids call it these days ;o).. )

HEY!! Eitt enn.. ef einhver sér mig með sobba á hálsinum.. þá er ég SAKLAUS! Ég var bara að bíða eftir því að komast að fá mér að pissa í partíinu í gær og var eitthvað að tuða í honum Geira... og hann sagði: „Á ég að setja á þig sogblett?“ og svo réðst hann á háslinn á mér. Hefði ég ekki klipið hann rosa fast væri sobbinn stærri *hágrát* Núna er ég dæmd til að haga mér eins og ég sé 14 ára. Fela með meiki og ganga með trebba og geyma hárið alltaf þarna fyrir.. Það er svo erfitt að vera ég :oP

12.4.02

Grrrr... gleði breytist í pirring (gerist víst auðveldlega á þessum stað í tíðarhringnum).. Afhverju.. Nei.. AFHVERJU!! vill "eldra dótið" sem ég hef skrifað endilega verða svona feitt í stöfunum sínum? Ég er búin að fara í templateið og laga java og html kóðan milljón sinnum... en neeeeejjj... Bara lagast ekki.. Jæja.. lítur út fyrir að ég verði að kippa í einhverja spotta á morgun og fá hjálp.. En anywho.. ég er að fara að djamma í kvöld þannig ég ætti kannski að fara að taka mig til :oP
Later
Jæja.. Þetta er officially fyrsta "bloggið" mitt :o) Vá.. I feel just like madonna must have fealt when she wrote that song - hehe.. jáh.. þið vitið hvaða lag ég á við... ;o).. Ég ætla ekkert að fara að syngja það.. ég syng ekkert svo vel svona í "stafrænu". Talandi um "virgins" - Mig langar afskaplega að afmeyja eina litla kók í gleri núna, já.. you guessed it. Sá tími mánaðarins sem ég þarf SYKUR er núna. Neinei.. don't panick! Þetta verður allt í lagi ef þið hleypið mér bara í sykurinn og eruð ekki mikið að pirra mig!
Ég er annars í prófum núna. Próf eru ekki vinir mínir, en hins vegar er NAMMI!! vinur minn. Mikið langar mig í nammi *dagdraum* My kingdom for haribo! ;o)